Vísir


Vísir - 23.10.1943, Qupperneq 3

Vísir - 23.10.1943, Qupperneq 3
VlSIR Laugardaginn 23. október 1948. Jóhann Sæmundsson ylirlæltnir: Skilnaðurinn við Dani. Nýlega var þess farið á leit hér í blaðinu, að einhver hinna 270 manna, er sendu Alþingi áskorun varðandi frestun á afgreiðslu sjálfstæðismálsins, gerðu grein fyrir þeim duldu rökum, er hlytu að liggja fyrir og réttlæta slíkar undirskriftir. Nýlega hefir blaðinu borizt grein frá Jóhanni Sæmundssyni lækni, þar sem hann gerir grein fyrir málstað þeirra, er undir skjalið hafa skrifað. Að vísu ber hann ekki fram ný rök fyrir máli sínu, og engin rök önnur en Alþýðublaðið hefir hampað að undanförnu. Þrátt fyrir það telur ritstjórnin rétt að birta greinina, ekki til þess að gerast málsvari undirskrifenda, heldur til hins að sýna málstað þeirra fulla sanngirni, og mun þó mjög orka tvímælis að málstaðurinn sé þess verður, enda þótt þessi eina undantekning sé gjör. Sambandslögin eru samning- ur milli tveggja aðila, íslands ög Danmerkur. Það er frjálst og fullvalda Is- land, sem er aðili að þessum milliríkjasamning, og þvi ber að halda liann. Fullveldi íslands er þó ekki jafnaugljóst hehninum ög við óskum að það sé, og veld- ur því einkum konungssam- bandið og það ákvæði, að Danir fari með utanríkismál íslands í umboði þess. Þessvegna óskum við íslendingar sambandsslita, væntanlega sem einn maður. Sambandslagasáttmálinn er óuppsegjanlegur í 22 ár, en strax eftir árslok 1940 mátti krefjast endurskoðunar á honum. Sú endurskoðun gat liaft í för með sér eitt af þrennu: Endurnýjun samningsins, breyttan samning eða alger sambandsslit. Þetta síðasta viljum við. Þótt svo ó- líklega færi, að Danir vildu ekki fallast á sambandsslit með sani- komulagi, er oklcur samt tryggð- ur réttur til þeirra einhliða, þeg- ar þrjú ár eru liðin frá því að krafan um endurskoðun lcom fram, sbr. 18. grein laganna. En það er samningsbundið að við- ræður fari fram milli þjóðanna, áður en til slíks komi. Ekkert liefði verið okkur fremur að skapi en að samn- ingnum liefði verið sagt upp formlego þ. 1. jan. 1941, þegar fyrsta daginn, sem það var heimilt. En þetta var ekki gert. I stað þess átli að slytta leiðina að markinu, með þeim rökum, að Danir hefðu vanrækt samn- inginn. Samningurinn er tvíhliða samningur, gerður af tveim að- ilum, og skuldbindur báða jafnt, Islendinga og Dani. Skyldan um efndir samningsins hvílir jafnt á báðum, ek'kert fremur á Dön- um en okkur, því að Danir eru engin yfirþjóð, er beri þyngri skyldur í því efni en við. Við höfum leyft að konungur íslands, sem jafnframt gegnir konungsembætti í Danmörku, Sæti í Danmörku. Við liöfum gengizt undir að íslenzkur ráð- herra sigldi með stjórnarerindi og löggjafarmál á konungsfund, til þess að þau gætu öðlazt stað- festingu með. undirskrift beggja. Okkur bar að búa utanríkismál íslands í hendur danska utan- ríkismálaráðuneytisins, því að Danmörk getur enga samninga gert fyrir íslands hönd, nema samþykki réttra, ísienzkra stjórnarvalda komi til. Þessi at- riði gera augljósa nauðsyn þess, - að sæmilega greiðar samgöngur og samband sé milli beggja landanna. Með hernámi Danmerlcur, 9. apríl 1940, var þetta samband rofið. Eftir það var báðum að- iium ókleift að rælcja skyldurn- ar, er hvildu jafnt á hvorum- tveggja eins og að framan grein- ir, svo að við væri unandi. Var þetta ástand Dönum að kenna? Var stríðið, eða hernám Dan- merkur, Dönum að kenna? Mánuði síðar var Island lier- numið. Eftir það var okkiir enn síður kleift að efna samninginn að fullu að okkar leyti. Var þetta Dönum að kenna? Danir liafa móðgazt út af því, að forráðamenn okkar fóru að hvetja til sambandsslita í skjóli þess, að samningurinn væri úr gildi fallinn, vegna vanefnda Dana. Þeir vilja ráða málinu til lykta á grundvelli samnings- ins, en liarma það, að kenning- unni um vanefndir sé lialdið fram. Við getum ekki ráðið skoðunum Dana, og ef svo færi að þeir neituðu að viðurkenna vanefndirnar, en við héldum þeim fast fram, er ekki annað sýnna, en skjóta yrði málinu til milliríkjadómstóls, eða jafnvel alþjóðadómstóls. Ef til þess kæmi, að beitt yrði hörku í mál- inu, er augljóst mál, að við yrð- um að sanna vanefndir á Dani og jafnframt að við hefðum elcki vanefnt neitt. Það er því miklum efa bund- íð, hvernig úrskurður t. d. al- þjóðadómstóls myndi falla. En við mcgum ekki eiga neitt á hættu í skilnaðarmálinu. Það er enginn hetjuskapur né sjálf- stæðisbarátta að tefla málinu i tvísýnu, þar sem réttur okkar er alveg skýlaus og óvéfengjan- legur, ef við viljum aðeins láta svo lítið að fylgja ákvæðuln sáttmála, sem við höfum sjálfir undirritað og lofað að virða, sáttmála, sem er merkasti milli- rikjasamningur sem íslenzka ríkið hefir gert. Happa og glappastefna á engan rétt á sér við lausn þessa máls og öll á- byrgð hvílir á okkur sjálfum í þessu efni. Þegar til stóð að ráða skiln- aðarmálinu til lykta í fyrrasum- ar á grundvelli vanefndakenn- ingarinnar, ráðlögðu Bandaríldn okkur að gera það ekki. Af öllu, sem fram er kornið, er ljóst, að þessi bending álti rót sína að rekja til þeirrar skoðunar Bandaríkjastjórnar, að okkur bæri að fara þá leið, sem við höfðum skuldbundið okkur til að fara samkvæmt sambands- lögunum. Áður höfðu Bretar ráðlagt að fara sömu leið, fara í öllu eftir fyrirmælum sátt- málans. Því fer þess vegna alls Ijarri, að vanefndakenningin liafi hlotið viðurkenningu þess- ara ])jóða. Báðar þessar þjóðir hafa lýst yfir því, við komu sína hingað, að þær viðurkenndu frelsi og fullveldi Islands, og það að vonum. Með því vildu þær tjá okkur, að þær liefðu alls ckki i hyggju að leggja ísland undir sig. Þar sem þessar sömu þjóðir hafa báðar ráðið okkur til að virða sambandslögin, er ó- leyfilegt að álykta, að þessi,’við- urkenning eigi að tákna það, að þær telji sáttmálann úr gildi fallinn, eins og gert er í ræðu Bjarna Benediktssonar borgar stjóra (sbr. Lýðveldi á íslandi, bls. 13), eða að samningsgerðin við þessar ^jjóðir um hervernd Bandaríkjanna feli í sér slíka viðurkenningu, af því, að þær hafi ekki gert samninginn við danska utanríkisráðherrann og konunginn úti í Danmörku, her- numinni af Þjóðverjum! Hér er teflt á tæpasta vaðið í röksemdafærslu. Slíkar rök- semdir tefla málinu í tvísýnu, ef farið væri eftir þeim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa ráðlagt okkur að fara þá lögmætu leið, sem mörkuð er í sambandslögunum. Við vitum ekki hver afstaða þeirra muni verða, ef við gerum það ekki. Þetta, og ekkert annað, liggur fyrir um afstöðu þeirra. En sjálfir berum við ábyrgð á að þræða leiðina rétt, gera -enga skissu. Enn virðist standa til að ráða skilnaðarmálinu til lykta á ann- an veg en þann, sem sambands- lögin mæla. Mér virðist sú leið of tvísýn til þess að liún sé far- in, eftir allt, sem á undan er gengið. Við megum ekki stofna málinu sjálfu í hættu með gá- leysi, og lieldur ekki sæmd okk- ar á þeim tímum, þegar barizt er fyrir því meðal annars, að samningar milli þjóða séu virt- ir eins og ber. Við höfum ekkert sterkara vopn en geta skirskot- að til orðheldni okkar sjálfra og virðingu fyrir lögum og rétti í viðskiptum við aðrar þjóðir. Og við megum ekld sljóvga þetta vopn. Sambandslögin mæla svo fyrir, að þjóðirnar ræðist við um endurskoðun þeirra, alveg eins, þótt við höfum lýst yfir því, að við óskum sambandsslita. Að- stæður beggja þjóðanna eru nú slikar, að þær gela ekki ræðzt við, til þess að útkljá málið eins og þeim báðum ber að gera, á grundvelli laga og réttar, með gagnkvæmu trausti. Eru nokkur dulin rök, sem mæla með því, eins og ástatt er, að við skulum fremur leggja út í tvísýnu, en fara þá leið að þráðu marki, sem er alveg hrein og byggð á ský- lausum rétti okkar sjálfra? Það eru fleiri en 270 Islend- ingar, sem óska þess i einlægni, að happa og glappastefnan í skilnaðarmálinu verði lögð til hliðar, en málið leyst á grund- velli laga og réttar. Jóhann Sæmundsson. KATRÍN MIKLA. Þýðandi Freysteinn Gunnarsson, útgefandi li.f. Leiftur. — Reykjavík 1943. Katrin mikla, sem Gína Ivaus hefir skrifað, Freysteinn Gunn- arsson íslenzkað og Leiftur li.f. gefið út, er mikill fengur fyrir islenzkan bókamarkað. Bók þessi er í senn skemmti- lega rituð og fróðleg og kynnir lesandanum eina stórbrotnustu konu og mikilhæfasta persónu- leika, sem uppi hefir verið á síðari öldum og sagan kann að greina frá, Katrínu mildu drottningu og einvalda Rússa- veldis. Hún var eigi borin til þess tignar- og valdastóls, en hamingja hennar, rás viðburð- anna, og miklir hæfileikar hennar sjálfrar ruddu lienni brautina til valda. I bókinni er Katrin miklu lýst frá þvi að hún var barn í Þýzka- landi og þar til hún sofnaði hin- um langa svefni austur í Rúss- Iandi. Katrín mikla var ein liinna svokölluðu „menntuðu ein- valda“ og var liún handgengin ýmsum þekktustu og frægustu andans mönnum Evrópu á þeim tima, og með lienni og franska heimspekingnum Volt- aire voru miklir kærleikar. Katrín mikla var kona gáfuð mjög og ágætlega lærð. Fyrst eftir að hún kom til valda reyndi hún að framfylgja liug- sjón sinni um liið upplýsta ein- veldi, og það verður tæplega fært lienni til skuldar, eins og málunum var hátlað, þó að hún yrði siðar að lækka seglin í þeim efnum. Hjúskapur liennar var alger- lega misheppnaður og er þangað að rekja hina miklu ásthneigð liennar á síðari liluta æfinnar. Skapgerð hennar var ofin úr hinum undarlegustu þáttum; kænska, gáfur, heppni, ástriður og snilli voru megin-þættirnir. Hún réð miklu í stjórnmálum Evrópu og liafði mikil álirif á samtíð sina, en líf og saga henn- ar sjálfrar er þó miklu merlci- legra og á engan sinn líka. Freysteinn Gunnarsson hefir islcnzkað bókina af mestu prýði eins og vænta mátti og af út- gefandans liálfu hefir ekkert verið lil sparað og er fi'ágangur allur hinn bezti. Þeim sem ætla að fá sér þessa bók, en það ættu sem flestir að gera, er ráðlagt að gera það sem fyrst, því að bókin rennur út. Effó. Sven Hedin: Ósigur og flótti, — 1 umróti kín- verskrar borgarastyrjald- ar. — Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Fáir munu þeir íslendingar vera, sem ekki liafa heyrt get- ið sænska landkönnuðarins fræga, dr. Sven Hedin, sem auk iandkönnuiíarstarfsemi sinnar og fei'ðalaga, er víðfrægur sem snjall rithöfundur. Þessi nýja bók, sem er fyrir skömmu lcom- in á íslenzkan bólcamarkað, mun auka verulega kynni manna af þessum fi'æga Svia, sem land- könnuði og rithöfundi, auk þess sem í liana er að sækja geisi- ínikinn fróðleik. Höfundui’inn skýrir frá því í formála, að í ágúst 1933 liafi miðstjórnin í Nanking falið sér að rnæla fyrir tveim bílvegum „rnilli hins raunverulega Kína og Sinkiang, og stjói'na leið- angri til þessa fjai'læga land- flæmis.“ Þegar heim til Sviþjóðar kom vai'ð di’. Hedin ljóst, að efnið gat ekki rúmast í einni bók, og varð að lokum til þríþætt ferða- saga: Sti-íðið, vegui'inn og stöðu- vatnið, en í þessai’i fyi'stu bók, sem kemur fyrir almennings- sjónir, er lýst liinni blóðugu styrjöld, sem lagði Sinkiang í auðn 1931—34, en leiðangurs- menn flæktust inn i seinasla þátt hennar, nauðugir, viljugir. I sérstökum inngangi er sagt frá styrjöldinni í Sinkiang og saga landflæmanna, sem bera þctta nafn, að nokkru rakin, og því næst ýmsir lielztu viðburð- ir styrjaldarinnar, lýst hei-fei’ð- unx „hins mikla hests“, Ma Ghung-yin hershöfðingja, sem liktist riddaranunx á liinunx bleika hesti, eins og slcýrt er frá í „Opinberun Jóhannesar“: „Og eg sá, og sjá: Bleikur hest- úr. Og sá, er á honum sat, hann hét Dauði, og Ilel var í för með honum, og þeim var gefið vald yfir fjói'ða hluta jarðarinnar, lil þess að deyða íxieð sverði og hungri og drepsótt og láta nxenn farast fyrir villidýrum jarðax’- innar.“ —— „Við áttum okkur einskis ills von er við héldum inxx í riki þessa manna.“ Hefst svo frásögnin um það sem á daga leiðangursmanna þar dreif. Sú frásögn er hvort- tveggja í senn fróðleg og skemmtileg, og það gefur henni aukið gildi, að sá, er frá segir, er annar eins nxaður og dr. Hedin. Bókin er pi-ýdd miklum f jölda hálf- og heilsíðumynda, sem prentaðar eru á myndapappír, og myndasíðunum fyrir komið í bókinni, þar sem bezt á við. Ennfi’emur fylgir stór upp- dráttur, sem, gerir mönnum auð- veldai-a að glöggva sig á fi’ásögn bókarinnar. Bókin er 244 bls., auk mynda, í stóru bi’oti. Hersteinn Pálsson liefir þýtt bókina og leyst það vel af liendi. Mun þetta vera níunda bókin, sem hann hefir þýtt. A. Th. Úrval íslenzkra bókmennta á ensku. Richard Beck, prófessor við háskólann í Noi'ður-Dakota í Bandarikjunum, hefir nýlega gefið út á vegum Amei'ican- ScandinavianFoundation úrvals- safn íslenzkra nútiðarbók- nxennta, er lxann nefnir Iceland- ic poems and stories (Prince- town University Press). Eru í safni þessu birtar enskar þýð- ingar á kvæðum og sögum (eða sögubrotum) eftir 28 skáld, frá Bjarna Thorarensen til Halldórs Kiljans Laxness. íslenzku skáld- in eru: Bjarni Thorarensen, Jón- as Hallgrímsson, Grímur Tlxonx- sen, Ben. Gröndal, Páll Ólafsson, Steingr. Thorsteinsson, Matthias Jochumsson, Kristján Jónsson, Jón Stefánsson (Þorgils gjall- andi), Gestur Pálsson, Stepli. G. Stephansson, Ein-ar H. Kvaran, Þorsteinn Ei'hngsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Þorsteinn Gíslason, Guðm. Frið- jónsson, Jón Trausti, Guðm. Guðmundsson, Kristín Sigfús- dóttii', Jóhann Sigurjónsson, Hulda, Jakob Thoi'arensen, Jak- ob Smári, Davíð Stefánsson, Guðnx. IJagalín, Ka'istmann Guð- nxundsson og Halldór Kiljan Laxness. Er ljóst af þessu, að nxörg nöfn vantar þeirra manna, er sæti eiga á skáldþingi, en við því má eigi búast, að í úrvalsi’iti eins og þessu sé unnt að birta þýð- ingar eftir öll þau íslenzk skáld, er það ættu skilið. Veldur nx. a., að mjög erfitt er að þýða kvæði og verður því að notast við þær þýðingai', er gerðar hafa verið, oft af liandahófi, og bii'zt hafa i tímaritum og blöðum vestan liafs. Hinsvegar ber útgefandi ábyrgð á því að velja þær einar þýðingar, er fi'anxbærilegar nxega teljast. Kvæðin era flest þýdd af Jakobínu Johnson, 24 samtals, eftir ýms skáld. Næst- ur er Watson Kirkconnell, er þýtt hefir 10 kvæði, Skúli John- son nxeð 4 þýðingar, en aðrir ljóðaþýðendur eru Eiríkur Magnússon (Sveri’ir konungur), Charles Wliarton Stoi'k, Kenxp Malone, Runólfur Félsted, Magnús Á. Árnason og Villxj. Stefánsson (2 vísur eftir Stein- grím Tlioi'steinsson). Sögui-nar eru flestar þýddar -af Mekkin Sveinson Pex-kins, sanxtals 12, eina hefir Jak. Johnson þýtt, aðra Rich. Beck, og 2 þýðingar eru eftir Axel Eyberg og Jolxn Watkins í sameiningu. Það er vitanlega ógerningur að leggja nokkurn dónx á þessar þýðingar án nákvæms sannan- burðar. Sunxar ljóðaþýðingarn- ar eru prýðileg-a gerðar, aðrar miður, eins og gengur. Úrval þetta mun vekja forvitni margra bóknxenntamanna í enskumæl- andi löndunx, ekki sízt vegna þess, að stutt æviági'ip fylgir ixverjum höfundi, er Rich. Beck liefir samið. Skýrir hann þar frá helztu ritstöx’funx hvers liöf- undar og einkennunx lians. Eru þessar stuttu lýsingar ritaðar af iniklum lilýleik í garð íslenzku skáldanna og tekst honum víð- ast pi'ýðilega og benda á sér- kennileik livers eins. I ítai’legum fornxála lýsir Rich. Beck þróun íslenzlíra bók- nxennta frá byrjun rómantísku stefnunnar og fram á vora d-aga. Eru þar dregnar glöggar marka- línur og gerir hann sér far um að sýna fram á samhengið við fornbóknxenntirnar og hversu íslenzk skáld séu í sínu innsta eðli þjóðleg, þrátt fyrir margs- konar áhrif af erlendum tízku- stefnum í nálægum löndum. Richard Beclc er, eins og kunnugt er, óþi’eytandi elju- maður til allra starfa. Auk kennslustarfa sinna og vísinda- legra ritgerða ritar liann blaða- greinar, flytur fyi'irlestra um Is- land og íslenzkar bólcmenntir víðsvegar í Amei'ílcu, er forseti Þjóðræknisfélagsins og nýlega skipaður íslenzlcur ræðismaður í Norður Dalcot-a. Hann er elcki síður í’æðismaður Islendinga í andlegum niáluni og mega ís- lendingar bæði austan hafs og vestan vera honum þalcklátir fyrir hans milcla og ötula starf. A. J. HVAÐ BER "gómaI HERNAÐUR PÉTURS TRÚBOÐA. Pétur Sigurðsson er enn á lcreilci í Alþbl. 7. þ. m. og er nú sýnu lægra á honum í'isið en áð- ur. Fyrir rúnxum nxánuði lcom liann fram með lxina glæsilegu hugnxynd sína um stórveldastríð og nxinjónanxoi’ð til þess að fyr- irbyggja andmæli gegn bann- pólitílcinni. En um leið og hann hafði lolcið við málsgreinina var þessi snilldar-liugnxynd strönduð á fallbyssuleysi og lier- nxannaleysi. Nú er hann búinn að færa sig það niður, að hann hugsar ekki hærra en að slcora mig á hólnx og lcljúfa í herðar niður, og er það óneitanlega tals- verður afsláttur. En jafnvel þetta lítilræði strandar jafn slcjótlega og liitt — á tízkunni, þvi auðvitað dugar elclci lireysti „stórveldis“ á boi'ð við P. Sig. til að brjóta í bága við hana. En þó lélegt sé útlitið fyrir P. Sig. til að sjá vigaferladrauma sína rætast, þá má sanxt vera að liann þurfi elclci að lenda í vand- ræðum með starf við sitt hæfi. Noklcrar persónulegar óþolclca- dylgjur, i þessai’i síðustu grein hans, gefa ótvh'æða bendingu unx að hann nxuni geta orðið sænxilega efnilegur „black- mailer", ef liann tekur sig til. Það er litlu ógöfugri iðja en hitt, krefst lítillar hugprýði og er vænlegri til framdráttar og meira í sanxræmi við tízlcuna, að minnsta lcosti hér á landi. Ef til vill væri það vert athugunar fyr- ir P. Sig., livort hann ætti elclci að leggja sig eftir þessari „sér- grein“ í tómstundum sinum frá trúboðinu. Heniaðurinn er, hvort senx er, alveg farinn út um þúfur og í’itdeilur er trúlegast að hann lxætti sér elclci út í fram- ar, enda lítur út fyrir, á eynxd- artóninum í þessai'i síðustu í'it- snxíð hans, að hann fýsi að snxxa sér undan. Grímxir meðlijálpari og Gísli, sá er Grettla segir frá, þóttust lílca báðir ærin „stórveldi“ á sinni tíð, en elclci er þess gelið, að gambur þeirra yrði að verulegu hneyksli eftir að þeir voru liýdd- ir. Vonandi stendur P. Sig. elclci þessum gönxlu lcollegum sínum svo milcið að baki, að liann láti sér ekkert segjast við þá ráðn- irxgu, sem hann hefir nú fengið. Bjarni Jósefsson. Fylgist með íjöldanum og fjölsækið VARÐARVELTUNA á morgun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.