Vísir - 26.10.1943, Page 3

Vísir - 26.10.1943, Page 3
VÍSIR HVÁÐ BEr| ^gómaII VESTFJARÐA- PÓSTURINN. i>ess hefir verið getið og yfir því kvartað, bæði í blöðum og af póstmeistaranum á ísafirði, að póstur var ekki sendur með tveim. skipum, er fóru frá Hafn- arfirði og Réykjavík hinn 17. og 21. f. m. til Vesturlands, og þetta talin vanræksla í póstafgreiðslu. 1 þessu tilefni sé eg ástæðii til að skýra frá því, að rannsókn þessa máls hefir leitt í ljós, að hvorugt þessara skipa né heldur afgreiðslin- eða umboðsmenn þeirra gerðu pósthúsunum að- vart um brottför skipanna, en það ber þeim skylda til, samkv. 9. gr. póstlaganna, sem hljóðar svo: b-Iiður: , „Hvert skip, sem fer frá höfn á íslandi til útlíinda eða inn- lendra hafna, er skyldugt að taka til flutnings bréfa- og blaðapóst, ef þess er krafizt.“ e-hður: „Otgerðarmenn, skipstjórar og afgreiðslumenn skipa þeirra, er sigla úr islenzkri böfn eða milli íslenzkra liafna og eigi eru í áætlunarferðum (reglubundn- um flutningaferðum), skulu skýra pósthúsinu á höfnum þeim, er skip hefir viðkomu á, frá ferð þess, bvaða dag, og stund það ætli að lialda burtu, og skal taka póst til flutnings, ef þess er óslcað. Hafi lilutaðeig- andi pósthús krafizt þess, að póstflutningur verði fluttur með skipinu, þá má það ekki fara fyrir þann tíma, sem ákveðinn liefir verið, nema póstflutning- urinn sé áður kominn á skip.“ Er hér sérstaklega á þetta bent til þess að leiðrétta misskilning, sem.felst í orðum þeim., er dag- blaðið Vísir í gær hefir eftir um- boðsmanni annars skipsins, en þau eru á þessa leið: .... „að þessu skipi bar ekki. skylda til að taká póst, þótt það hefi verið gert í öllum tilfellum nema þessu eina.“ Eins og skipagöngum er nú liáttað, er það mjög mikilsvert, að skipin vanræki ekki þessa skyldu sína. En segja verður það skipunum til maklegs lofs, að yfirleitt munu þau eða af- greiðslumenn þeirra gera sér far um að greiða fyrir póstsam- göngum, þótt einstöku misbrest- ir sé þar á. Ilinsvegar get eg líka fullvissað almenning um, að póstafgreiðendur gera sér einn- ig mikið far um að fylgjast með ferðum skipanna og nota sem fiest tækifæri til póstflutninga, þótt það takist ekki alltaf, eins og nú átti sér stað tvivegis. 13. 10. 1943. Guðmundur Hlíðdal. MARGT GOTT ERSAGT. í aiðasta liefti „Heimilis og skóla“, sem kennarafélag Eyja- fjarðar gefur út, eru meðal ann- ars tvær ágætar greinar, sem eg vil vekja á athygli manna. Önnur er eftir Jónas lækni Krist- jánsson og heitir: „Blessuð sól- in“. — Fallegt nafn og pýðileg ritgerð. Þyrfti að koma i fjöl- lesnu blaði. Hin greinin er eftir Ingimar Eydal, kennara og fyrrv. rit- stjöra. Hún heitir: „Dýrasta eignin.“ Einnig mjög þörf og ágæt grein, stíluð til okkar, sem ölum upp börn. Einnig hún þyrfti að koma í fjöllesnu blaði. Þá er eg að enda við að lesa í síðasta hefti „Jarðar“ hina af- burða snjöllu og ágætu ritgerð Guðmundar skálds Friðjónsson- ar á Sandi: „Ábyrðarkennd og sómatilfinning.“ Slíkt mál flytja aðeins góðskáld og spámannlega vaxnir menn. Og jætta eru einu mennirnir, sem á öllum öldum og ævinlega hafa á réttu að réttu að standa, þessir hugdjörfú boð- berar sannleikans. Þeir bregða blysum hins örugga leiðsögu- manns hátt á loft og átelja með spámannlegum myndugleik ó- mennsku og ræfildóm, ódreng- skap, fláttskap og undirhyggju. Þeir kunna að gera greinarmun á manngöfgi og vesaldómi. — Heill sé þeim. Orð þeirra munu lýsa kynslóðunum þegar skvald- ur atvinnurithöfundanna er ei- líflega gleýmsku orpið. Lesið sem fyrst ritgerðina: „Ábyrgðarkennd og sómatil- finning.“ Hún svíkur engan. Pétur Sigurðsson. Píanóleikar Árna Kristjánssonar. Fyrstu tópleikar Tónlistarfé- lagsins á þessu starfsári voru iialdnir i Gamla Bíó á sunnu- daginn er var fyrir fullu húsi áheyrenda. Var myndarlega af stað farið, því teflt var fram okkar fremsta píanóleikara, og mun sjálfsagt mörgum vera líkt farið og mér, að telja tónleika hans jafnan einhverja þá beztu, sem við eigum völ á, og bíða þeirra með eftirvæntingu. Að þessu sinni voru leikin lög eftir Gluck, Mozart, Beethoven og Chopin og var efnisskráin bæði veigamikil og vel sett upp. Tilbrigðakaflinn úr a-dúr són- ötu Mozarts, sem er eitthvert vinsælasta píanóverk höfundar- ins, var sérlega fallega spilaður. Þar næst var leikin Sónata ap- passionata eftir Beethoven, sem er ástriðuþrungið verk, og sú sónatan, sem höfundurinn taldi bezta eftir sig. Er langt síðan þetta innblásna meistaraverk liefir heyrzt hér á liljómleikum, ekki síðan Friedmann lék fyrsta kaflann, eða réttara sagt, nokk- uð af fyrsta kaflanum, því þess- um heimsfræga snillingi fatað- ist listin, eins ög margir muna; liann týndi þræðinum, er hann var stutt kominn, fálmaði fyrir sér og fann hann ekki aftur, hljóp því yfir nokkrar siður og tók niðurlagið. Er þetta í raun og veru ekki tiltökumál og kvað meðal annars hafa kö'mið fyrir rússneska píanósnillinginn Ant- on Rubinstein oftar en einu sinni, en hann er með mestu píanósnillingum, sem uppi voru á 19. öldinni. En Árna fataðist eldei í þessu verki. Hann sýndi það, sem kalla má á lélegri ís- lenzk'u „stórt spil“ og var með- ferð hans bæði skapmikil og frumleg. í kjölfar sónötunnar fylgdu Chopinsprelúdiurnar tultugu og fjórar. Er þetta sund- urlaust safn af glitrandi perlum. Ágætar skýringar eftir Cortot voru skráðar í efnisskrána. Árni hefir oft leikið prelúdíurnar áð- ur. I leik hans birtast sérkenni liverrar fyrir sig. Að lokum var leikin Polonaise í as-dúr eftir Chopin, sem naut sín fyllilega í meðferð píanóleikai*ans, en maður heyrir þetta verk annars of oft þannig leikið, að píanó- leikarinn á fullt í fangi með að ráða við það, svo að allur skáld- skápur verður útundan, þvi erf- iðleikarnir ætla að sliga spilar- ann. Oktövuhlaupin i vinstri hendi sýndu, hversu þjálfuð vinstrihandarleikni,Árna er orð- in. Árni er alltaf að stækka sem píanóleikari. Hann hefir oft leik’ið vel áður, en það er vafa- mál hvort leikur lians hafi nokkru sinhi áður verið jafn lieilsteyptur og fágaður og að jiessu sinni og er það víst, að hann var einkar vel upplagður. Viðtökurnar hjá áheyrendum voru eins og vænta mátti mjög góðar. B. A. Knattspyrnnfélagið Fram heldur aðalfund sinn í kvöld' kl. 8,30 í Kaupþingssalnum. Loftur Guðmundsson ljósmyndari mun annast mynda- tökur fyrir Reykjavíkurbæ af ýms- um gömlum og merkilegum bygg- ingum i þænum, og auk þess gera kvikmynd af sögu hitaveitunnar. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Guðbjörg Guð- laugsdóttir frá Tryggvaskála og Magnús H. Magnússon, Helgason- ar skrifstofumanns, á Baugsvegi 3. Heimili þeirra verður á Auðarstr. 5. Útvarpið í Dakar hefir skýrt frá því, að reynt liafi verið að ráða Laval fjórum sinnum af dögum undanfarinn liálfan mánuð. Útvarpið bætti því við, að Laval hefði látið stórum auka lífvörð sinn eftir þessi banatil- ræði. Tvær bækur á v vegum M.F.A. | Bókaútgáfa Menningar- og fræðslusambands alþýðu hefir legið niðri um nokkurt skeið, en nú eru í prentun tvær bæk- ur á vegum sambandsins, sem koma munu út innan skamms. Annað þessa rita er skáldsag- an Babbitt eftir ameríska Nó- belsverðlaunahöfundinn Sinclair Lewis og kemur liún út í tveim bindum. Hin bókin er um fram- tíðarskipulag þjóðfélagsmála eftir William Beveridge. Er prentun beggja ritánna langt á veg komin. Fleiri bækur munu væntan- legar frá M. F A. áður en langt líður. Árás setuliðs- manna á bílstjóra Á suhnudagskvöldið varð bif- reiðarstjóri í Hafnarfirði fyrir árás af hálfu setuliðsmanna við Bústaðaveg. Bifreiðarstjóri þessi, Hall- grímur G. Björnsson á Norður- braut 21 í Hafnarfirði skýrði svo frá, að er hann hefði kom- ið á Bifreiðastöð Hafnarfjarð- ar um hálf ellefuleytið á laugar- dagskveldið, hefðu beðið þar á stöðinni tveir ameriskir her- menn sem hann hefði verið beð- inn að aka í nánar tilgreindar herbúðir. Ók bifreiðarstjórinn með her- mennina eftir Sléttuvegi, en .er þeir komu á bugðu þar sem beygir þvert á Bústáðaveg vissi Hallgrímur ekki fyrri til, en að hann fær högg mikið á hægra gagnaugað svo liann svimaði við. Högg þetta fékk Ilallgrim- ur af völdum hermannsins, er sat i aftursæti bifreiðarinnar, en hinn sat i framsæti hjá bif- reiðarstj óranum. Bifreiðarstjórinn reyndi nú að komast út úr bifreiðinni og heppnaðist það, en við höfuð- liöggið missti hann stjórn á bif- reiðinni svo hún rann út af veg- inum og út í þýfi. Þegar Hall- grímur kom út, datt hann og réðist hermaðurinn sá hinn sami þegar á hann liggjandi og barði hann mörg högg. Hall- grimur hrópaði á hjálp en her- mennirnir tóku til fótanna og hlupu á brott. Rétt á eftir bar þarna að mann, er bjó í húsi skammt frá, fór hann með Hall- grím heim til sín og þvoði af honum blóðið, en hann hafði fengið nokkurn áverka. Að svo búnu hringdi maður þessi til lögreglunnar í Hafnarfirði og lilkynnti árásina. Árásarinennimir eru ekki fundnir ennþá, en líkur benda til að liægt verði að hafa uppi á þeim. Upplýsingar þessar eru frá skrifstofu bæjarfógetans í Hafnarfirði. Bœjar fróltír Næturakstur. AðalstöSin, sími 1383. Næturlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. Næturvörður. LyfjabúÖin Iðunn. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30 Erindi: Cicero og sam- tíð hans, I (Jón Gíslason dr. phil.). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Sonatína í g-dúr eftir Dvorak. b) Slavneskur dans í e-moll eftir Dvorak. c) Tataralag eftir Dvorak (Björn Ólafsson og Árni Kristjáns- son). 21,20 Hljómplötur: Kirkju- tónlist. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ný- lega ungfrú Olöf Bjarnadóttir Jóns- sonar vígslubiskups og Agnar Kl. Jónsson deildarstjóri í utanríkis- málaráðuneytinu. Vtviima Stúlka óskast til strauingar og við frágang á fatnaði. — FATAGERÐIN, Leifsgötu 13. Ntnlbnr vanar kápusaum óskast nú þegar. Hátt kaup í boði. — Uppl. í síma 5561. ozí 1 jÁ'ri.-'mzn mi-rrnr-r^ Ferð til Stranda í framhaldi af ferð Lax- foss til Borgarness og bíl- ferðinni norður á morgun (miðvikudag) verður skips- ferð með póst og farþega frá Hvammátanga til Stranda- hafna. M.s. Rifsnes Tekið á móti flutningi til Ingólfsfj arðar, Norðurfj arð- ar, Djúpaviluir, Drangsness, 'Hólmavíkur, Óspakseyrar, Borðeyrar, Hvammstanga, Blönduóss og Skagastrandar fram eftir degi á morgun eft- ir því sem rúm levfir. I " ' Ármann Áætlunarferð til Breiða- fjarðar næstk. fimmtudag. Flutningi veitt móttaka á rnorgun. „Esja” Hraðferð til Akureyrar seint i þessari viku. Tekið á mót flutningi til ísaf jarðar og Patreksfjarðar fyrir hádegi á fimmtudag og flutningi til Akureyrar og Siglufjarðar síðdegis á fimmtudag og ár- degis á föstudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á fimmtudag. Vegfarendur! Gefið gaum að umferðinni, áður cn þér gangið út á götuna! Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band í Hveragerði ungfrú Svan- hildur Steinþórsdóttir (Guðmunds- sonar, kennara) og Kristmann Guð- mundsson rithöfundur. Bridgefélag Reykjavíkur. Spilað verður í kvöld kl. 8 í húsi V.R. Jörundur Pálsson hefir beðið blaðið að geta þess, að hann hafi ekki verið hér á landi, þegar loftyarnaskýli þau voru byggð, er skýrt var frá í blaðinu í gær. Er það rétt hermt að því leyti, að hann fór utan og dvaldi í Englandi nokkurra vikna skeið, meðan á byggingu skýlanna stóð, en bygging þeirra var þá hafin, og lauk henni ekki fyrr en löngu eftir að hann kom heim aftur. Hallbjörg Bjarnadóttir heldur miðnæturtónleika í Gamla Bíó í kvöld og á fimmtudag, kl. 11,30 í bæð skiptin. Hún syngur ekki oftar að þessu sinni. Veizlan á Sólhaugum var sýnd í gærkveldi við húsfylli og mikla hrifningu. Næsta sýning verður á mánudagskvöld kl. 8.30. Ameriska útvarpiS. í dag kl. 16,00 Samtal um ís- land. Á morgun kl. 16,00 Amerixsk nútima hljómlist. Amerísk herraföt í dökkmran Mtuiru VICTOR Laugaveg' 33. Oss vantar trésmidi nú þegar* Landssmiöjan. Tilkynning frá husaleigraiitefDcl. Samkvæmt heimild i 5. gr. laga um húsaleigu, nr. 39, i’rá 7. apríl 1943, mun húsaleigunefndin teka til umráða, lausar íbúðir og ráðstafa þeim til handa húsnæðislausu innanhéraðsfólki, hafi eigendur ekki sjátf'ir ráðstafað þeim til íbúðar fyrir 1. nóv. n. k. Jafnframt vill húsaleigunefnd beina þv; til þeirrai, sem kynnu að vita um lausar íbúðir í bæmim, að þeir skýri nefndinni frá því í viðtalstíma herniar, á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 5—7 eða skriflega. Reyk.javík, 25. okt. 1943, ■»í>j Húsaleigunefndin í Reykjavík. Tilkynning frá bæjarsímanum í Reyjkjavík og Hafnarfiröi. Að gefnu tilefni skal á það bent, að ^tirinoíeedum er óheimilt að leigja eða selja öðrum simanúmer eða síma, er þeir hafa á leigu frá bæjarsímanum, Brot gegn ákvæðum þessum varða m. a. missi símans fyrirvara- laust (sbr. 6. lið skilmála fyrir talsimanotendur lands- símans, bls. 19 í simaskránni 1942—1943), Reykjavík, 25. okt. 1943. BÆJARSÍMAST3ÓRINN. ! Amerískir klútar teknir upp í dag, margir litir og gerðsr.. ■ ‘A . Ufst ,vli kjal) ií ði n b.f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Barnlaus hjön sem vinna bæði á skrifstofu óska eftir 3ja lierbergja ibúð seisa allra fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. i sima 1727 eða 3724. i BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.