Vísir - 30.10.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 30.10.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, laugardaglnn 30. október 1943. 247. tbl. Bandamenn brutu það á bak aftur. Eftir. Michael Chinigo, fréttaritara U.P. á Sikiley. Brezk og amerísk herlögregla, með aðstoð Scotland Yard, hef- ir brotið leynfélagið Maffia á Sikiley á bak aftur og handtek- ið alla foringjana. Facistar reyndu fyrst árum saraan að brjóta þetta glæpa- mannafélag á bak aftur, en þeg- ar það tókst ekki snéru þeir við blaðinu og létu það hjálpa sér við ýmis myrkraverk, sem þeir vildu ekki vinna sjálfir. Tveir æðstu menn félagsins —Domenisce Tomaselle og Giu- seppe Piraine ,— og 17 héraða- foringjar voru handteknir sama daginn og síðan hafa fjölmargir félagar þeirra verið teknir einn- ig. Eftir að striðið brauzt út snéri Maffia sér að því að komast yfir hinn svonefnda „svarta markað“, það er að segja fé- lagið neyddi bændur um alla eyjuna til að láta af hendi við sig afurðir sinar og seldi þær síðan aftur við okurverði. Ef bændur reyndu að mögla, voru þeir skotnir eða fengu rýting í hjartað. Það var ungur amerískur lið- þjálfi af ítölskum ættum, Louis Básse, sem aflaði fyrstu upp- lýsinganna, sem leiddu til þess að félagið var upprætt, en síðan tók lögregla amerísku ög brezku herjanna við því, með aðstoð Scotland Yard, sem hafði sína menn á eynni eftir að banda- menn voru komnir á land. Þetta byrjaði, þegar 3. amer- íska herdeildin átti að fá hvild og var send til smábæjarins Castel D’Accia, sem er uppi í landi, um 35 km. frá Palermo. Basse gaf sig á tal við bæjar- húa, þvi að hann kunni ítölsku og komst þá á ánoðir um það, að knæpa ein i bænum var að- albækistöð félagsins. Hann til- kynnti yfirmanni sínum þetta, en hann skipaði honum að halda áfram eftirgrennslunum svo að lítið bæri á. Var það Basse til mjög mikils trafala, að lögregl- an var alveg á bandi glæpa- mannanna, en þó tókst honum að koma þvi svo fyrir, að tveir æðstu mennirnir héldu fund með undirmönnum sínum í næstu sveitum um matvælaá- standið. Afeðan fundurinn stóð yfir var húsið umkringt af herliði, sem setti upp vélbyssur allt i kripgum það og þegar fundar- menn komu út var ekki um annað að ræða en gefast upp, þvi að annars hefði þeir allir verið drepnir umsvifalaust. Þegar leitað var í bænum og viðar fundust þar margar smá- Iestir af matvælum, sem afhent voru yfirvöldunum. Brezki flotinn er búinn að fá ameriskar flugvélar til af- notá á flugstöðvarSkipum. Flug- vélar ■ þessar eru Avengeiv þriggja manna tundurskeytá- vél, og orustuvélarnar Corsair og Hellcat, sem eru einhVerjar hraðfleygustu orustuvélar, sem notaðar eru á skipum. 1; ' Þungar flugvélar geta.hæglega lent á sendnu, gljúpu eða ósléttu landi, þegar þessi skriðbelti eru sett undir þær í stað hjóla. Rússar sækja fram 26 km. leið á dag. Áttu í gær eftir stutta leið frá Melitopol til Dnjepr. Þjóðverjar verjast enn við Krivoi Rog. ókn Rússa milli Dnjepr-fljóts og s.jávar miðar m.jög hratt áfram, því að sú af fylkingum þeirra, sem fer hraðast, fer að jafnaði 26 km. á hver.jum degi. Er það rnikill hraði fyrir her, sem hef- ir vfir vegleysur að fara. Varnir Þ.jóðver.ja eru litlar sem engar, enda lnigsa flestar hersveitirnar mest um að komast undan. Á flótta sínum þarna, eins og inni í Dnjepr-bugðunni, skilja Þjóðverjar eftir ógrynni af allskonar vopnum og útbúnaði. Segir í einni fregn, að þeir hlaupi frá svo miklu af fallbyssum til dæmis, að það sé fullnægjandi til að útbúa heilan her. í bæj- um þeim, sem Rússar taka, finna þeir einnig mikið af matvæl- um og fatnaði. Um áttatiu borgir og bæir féllu Rússum i hendur i gær og var meðal þeirra borgin Kon- stantinovka. Hún stendur að- eins 20 km. frá bökkum Dnjepr- fljóts og má af þvi sjá, hvað Rússar hafa brotizt langt þama. Þeir eiga álika langa leið eftir að Perekop-eiðinu. Fara miklir flutningar um það núna, því að Þjóðverjar flytja sem mest af liði sínu frá Krimskaga. Yfir Dnjeþr á enn nýjum stað. Rússar hafa brotizt yfir Dnjepr á enn einum stað, að þcssu sinni í grennd við Zapo- rosje. Herinn, sem hefir farið yfir fljótið þarna, leitast við að taka liöndum saman við þann, sem sækir í suðvestur frá Dnjepropetrovsk. , Hjá Krivoi Rog geisa' orustur af sömu grimmd og áður. í fregnum í gærkveldi tilkynntu erlendir hlaðamenn í Moskva, að Þjóðverjar hefði flutt mjög aukið fluglið til þessa hluta víg- stöðvanna. En Jiegar Rússar sáu, að yfirráð jjeirra i lofti voru í liættu, sendu þeir sjálfir fleiri flugsveitir á vetívang og hafa yfirhöndina íáfrám. Samkomulag- á ráðstefnunni. Roosevelt forseti tilkynnli blaðamönnum í gær, að sam- komulag hefði náðzt á ráðstefnu utáhrikismálaráðherranna i Moskva. Hann kvaðst ekki geta gefið nánari upplýsingar um þetla. Blöð i Bandarikjunum og Bretlandi fagna þessu mjög og hafa aldrei verið vonbetri um samvinnu bandamanna. Sv-Kyrrahaflð: Landganga á 2 Salomonseyjum enn. • Amerískar hersveitir hafa gengið á land á tveim eyjum enn í Salomonseyjaklasanum. Fallhlífahermenn voru látnir svífa til jarðar á Choiseul-eyju i fyrradag og sama dag var lið sett á land af skipum á annari eyju í grennd við Bougainville- eyju. Er það önnur eyja en Mono-eyja, þar sem gengið var á land á þriðjudaginn og hafa bandamenn því gengið á land á þrem eyjum í þessari viku. Fregnir bafa 'ekki borizt um mótspyrnu .Tapana á Choiseul- evju, en þeir reyndu ekki að verja landgönguna á hinni eynni sem ráðizt var á í fyrradag. Á Mono-eyju er nú svo komið, að Japanir liafa hörfað með allt lið sitt til norðurhorns eyjár- innar. Er nú farið að kreppa allnijög að Japönuin á Bougainville- eyju, þar sem bandámenn eru komnir svo næi-ri, en Buin á þeirri eyju. er aðalbækistöð þeirra fyrir austan Rabaul. Má gera ráð fyrir þvi, að þess verði ckki langl að bíða, að hafin verði sókn gegn BougainviHe-eyju. Jugoslavía: j Hardir bardagrar lijá Zagrrcb. Harðir bardagar eru nú liáðir fyrir vestan Zagreb í Króatiu. Hafa Þjóðverjar gert þar nokk- ur áhlaup á skærusveitir, en ekki orðið ágengt. Járnbrautin milli Belgrad ög Zagreb hefir verið rofin á nokkurum stöðum. Þjóðverjar hafa lika byrjað landgöngu á nokkurum stöðum á Dalmatiu-ströndum, þar sem Júgóslavar höfðu náð borgum á vald sitt. Leitást Þjóðverjar mjög við að taka þessar borg- ir, af þvi að bandamenn geti áiotað þær til innrásar eða her- gagnaflutninga til sk'æruflokk- anna. Sumsstaðar komust Þjóð- verjar á land, en voru hraktir i sjóinn á öðrum stöðum. Nýtt tæki gegn kafbátim^. Brezkar þannig . sjí bs: hal.dið h nóttu ser.i . FimmuVk. ,\ frá þvi fvi-ir eru Tjón af loftárásum. Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna sagði við blaða- menn í gær, að í árásinni á Schweinfurt hefði amerískir flugmenn skotið niður 187 þýzk- ar orustuvélar. ‘Hann gat Jjess einnig, að þótt allmikið tjón liefði orðið i þess- ari árás, það er að.segja Banda- ríkjamenn nússt marga'r flug- vélar, þá jafnaðist það upp með ]>ví, að þeir misstu mjög»fáar vélar í öðrum árásum. Gat Stim- son þess, að á einum degi í þess- ari viku hefði 501 amerískar flugvélar farið í ávásir á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi og allar komið lieilu og höldnu aftur.. nu . geta irrA aö :;.N • skýrði - ;>ð undan- farið ár heið: f uj i átar strand- varnasveita flughersiiis verið út~ búnar með griðarsterkum kast- 8. herinn gerir öílug áhlaup. Sífelldaa* plgniegap hamla bernaðaradgerðuih. ’O laðamenn símuðu í gær, að i fyrradag hefði 8. herinii gert ® allöflugt áhlaup um 25 km. frá Adriahafi. Sótti hánn fram nokkurn spöl og gat bætt aðstöðu sína til muna. I áhlaupum þessum tókst 8. liernum að komast að Trigno- fljóti á stæiæa svæði en áður og náði hann nýjum brúarstæðum. Hefir hann nú allgóða aðstöðu til þess að byrja sókn gegn hin- um nýju varnarstöðvum Þjóð- verja. Er Montgomery búinn að !ry§8jft aðflutningaleiðir sínar að mestu og flugvellir eru til nógu nærri vígstöðvunum fyrir orustuvélar og aðrar vélar, sem þarf til stuðnings sókn. En meðan veður er eins og núna er ekki liægt að legga i neinar verulegar hernaðarað- gerðir. Það rignir á hverjum degi meira og minna og vegir em víða ófærir. Hefir komið fyrir, að það hefir orðið að bera allar nauðsynjar til stöðva, sem eru sérstaklega illa settar. Þjóðverjar liafa fengið aukinn flugher frá Italiu siðustu vikur og bendir {>að til þess, að þeir ætli ekki að láta reka sdg úr þeini stöðvum, sem þeir bafa nú. Atvinnuleysis- skráning. Atvinnuleysisskráning fer fram hér í Reykjavík dagana 1., 2. og- 3. nóv. n. k. . Skráning þessi fer fram skv. ákvörðun laga nr. 57 frá 7. mai 1928. Þeir hlutaðeigendur, sem ósk að láta skrá sig, eiga að gefa sig frárn á Ráðningarstofu Reykjavíkur kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. Þeir, sem hér köma til greina eru sjómenn, verkainenn og verkakonur, svo og iðnaðar- menn og konur. Helluofnar í 2200 íbúðir Ofnasmiðjan h.f. stækkar verk- srniðjn §ína. FNASMIÐJAN H.F. tók til starfa haustið 1936 og hefir starfað óslitið síðan, nema hvað efnisskortur hefir sum árin að nokkuru hindrað framleiðsluna. — 1 gær var blaða- mönnum boðið að skoða verksmiðjuna, sem nú er flutt’í stærri húsakynni en hún hefir áður haft. Er viðbótarbyggingu við fyrra verksmiðjupláss nýlega lokið. Auk smíði hinna alþekktu helluofna hefir Ofnasmiðjan hf. f'-ainleitt mörg hundruð raf- suðupotta af ýmsum stærðum ug hefir gerð þeirra verið fund- in upp hér. Þá hafa verib' smíð- aðir nokkriF miðstöðvarkatlar, að nokkru eftir útlendri fyriv- nivnd og að nokkuru ef ir hug- inyndum íslenzkra mamla. Frá þvi er verksmiðjan lók tit starfa, lætur nærri að hellu- , ofuar hafi verið seldir þvi sem næst í 2200 þriggja hetbergja ihúðir, eða 53.941.20 fevm, alls. ■ Að fenginni 11 ára reynslu helluofnanna með hveravatns- Intun virðist ekki ástæða til að nttast það, sem.surtiip hat'a liald- ið fram, að ofnarnir þoli aðeins skamma stund heita vatnið frá Reykjum. Með þeim tækjum og vinnu- plássi, seni fyrir liendi er, get- ur verksmiðjan framleitt 500 ferm. af ofnum á viku, eða sem svarar i 20 þriggja herbergja í- húðir, eða 1000 slíkar íbúðir á ári og ætti þjóðin varla að þurfa meira af miðstöðvarofnum á næstu árum. Frá þvi í marzljyrjun liafá slarfsmenn verksiniðjunnar ver- ið frá. 20 til 28 og eru nú sem stendur 26. Ijósuni með margra milljóna kerta styrkleika. Eru ljósin út- húin þannig, að þau geta ekki hlindað flugmeiinina. Þegar þessi aðferð -var fyrst reynd, var notazt við mjög sterk hílaljós- kor. Frá byrjun og til miðs sum- ars i fyrra, er öll vinnulaun Iiækkuðu svo. gifurlega, voru Hellu-ofnarnir mun ódýari en erlendir ofnar. Enn eru þeir ó- dýrari og hefir verðið haldizt óbreytt síðan í fyrrahaust . Verksmiðjuplássið hefir næst- um þrefaklazt við stækkunina, og er samanlagður gólfflötur l>ess, geymslu og vinnusala, um 700 ferm., en auk þess rúmir 100 ferm. skrifstofupláss, snyrti- herhergi, matstofa og verk- stjóraherhergi. — Sveinbjörn Jónsson byggingameistari er framkvæmdars tj óri verksmiðj - unnar, en Sigurður Björnsson formaður félagsstjórnar. Fimmtugur er á morgun ,einn.. af ■ mætustu borgurum Hafnarfjarðar, ÞorvarS- ur Þorvarðarson verkstjóri. Munu vinir hans óg ku'nnirigjáf — en þeir eru margir ^— 'heilsa upp á' hann á- afmælisdaginn og árna honum allra heilla. ' Þ. /.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.