Vísir - 15.11.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1943, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSlR 'HJ. Ritatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á iwánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Alþingi og forsetinn. Kónungsvaldið hefir þegar verið flutt inn í landiS, en um meðferð I>ess liefir verið sett bráðahirgðalöggjöf, sem úr gil'di feilur innan stundar, er gengið verður frá samþykkt stjórn/diiiHinarjaga væntanlegs lýðveldis. Frumvarp til slíkra stjórnskqumarlaga iiggur fyrir. Samkvaemt þvi er ætlunin að skipa konungsvaldinu þannig, að það vefði að mestu ieyti í liöndum Alþmgis, en forsetinn fari með nokkurn hluta þess. Alþingi er ætlað að hafa róð forsetans aJgerlega í hendi sinni, og þvi er fengið einskon- ar dómsvald yfir forsetanum, þannig að það getur hvenær sera vera, vill og fyrirvaralaust sett hann af. Það metur sjálft brof hans og dómi þess verður ekki áfrýjað. Mun það vera al- geriega óþekkt fyrirbrigði frá þvi er Alþiugi var endurreist, að það seilist þannig inn á þetta svið, og verður það að teljast meira en varhugavert. Er stjórnin fluttist inn í land- ið og innlendur ráðherra var skipaður upp úr aldamótunum, voru sett lög um landsdóm, er skipaður skal allmörgum full- trúum, völdum meðal þjóð- arinnar á sérstakan hátt. Lands- dómur skal dæma um afbrot ráðherra i embættisverkum. Með þvi að hætta er á að Lands- dómur geti orðið um of póli- tískur, er sakborning heimilað að ryðja kviðinn, en að því ioknu taka nýir inenn sæti í dóminum, svo sem nánar er til tekið í lögunum og óþarfi er að rekja. Allt er þetta gert í ör- yggisskyni, — til þess áð koma í veg fýrir pólitískan dóm, sem gæti reynst hið frekasta réttar- brot. Það skal viðurkennt að löggjofin um Landsdóm er á þánn veg, að ekki er sennilegt áð henni verði nokkuru sinni beítt, én liún er liyggileg og byggð á kunnugleik á eðli Is- lendihga. Engum maiini myndi vera óhætt að setjast í ráðherra- stól, hefði Ioggjöf þessi ekki verið sett. Hánn gæti átt von á þvi að verðá dæmdur frá æru og búslóð, er bahn léti af starfi ég andstæðihgar hans tækju við, hefðu skorður ekki verið rfeistar gegn þvi að svo mætti verða. Alþihgi hefir að þessu leyti afsaláð sér dómsvaldi yfir ráðherrunhm, sem bera þó. fulla ábyrgð gagnvart þvi. Hins- vegar hyggst stjórnarskrár- nefnd nú að hverfa frá þessú ráði, til þess að hafa örlög for- setans í íiertdi Alþingis. Það sþáir engu góðu um fraintíðina. Valdsvið forsetans verður að ákveða með öðrum hætti en nú er gert og tryggja jafnframt stöðu hans gagnvart Alþingi. Ber þdm mun meiri nauðsyn til þess, sem forsetinn hlýtur ávállt að hafa náin afskipti af utanríkismálum, en á öllu velt- ur að meðferð þeirra sé örugg og ágallalaus. Innanríkismálin mótast af utanríkismálunum, en ekki hið gagnstæða. Það æltu menn að hafa hugfast og liegða sér eftir því. I forseta- stöðuna væri óforsvaranlegt að velja annan mann, en þann, sem héfði náinn kunnugleik af með- Hörmulegt slys Patreksíirði. a Tatnavextir á Skeið- arársandi. Grænalón lilaupid fram. Tveir drengir á áttunda ári drukkna Þ.ð hörmulega slys varð á Vatneyri við Patreksfjörð í gær, að tveir drengir, báðir á áttunda ári, duttu niður um ís og drukknuðu. Þriðji drengurinn, sem var á fimmta ári, bjargaðist og er nú úr allri hættu. Fréttaritari Vísis á Vatneyri símar blaðinu eftirfarandi um þenna sorglega alburð: Um klukkan tvö í gær voru börn og unglingar að leika sér á sleðum og skautum á Vatneyr,- artjörn. Var hún nýlögð og is víða ótraustur. barn og Agnar Ingason, Krist- jánssonar húsasmíðameistara. Danskennsla írú Rigmor Hansson. Fyrra laugardag, 6. þessa mánaðar, varð vart við, að vöxtur var hlaupin i ána Súlu á Skeiðarársandi, og hefir áin verið vax- andi síðan. Er nú svo komið, að Núpsvötn eru ófær. Talið er að þessi vöxtur stafi af því að Grænalón liafi hlaupið fram. Vísir átti7 í morgun tal við Hannes Jónsson bónda á Núps- stað og kvað hann vöxtinn ekki öran. I gær og i morgun kvað hann ástandið óbreytt. Grænalón hljóp síðast fram 1941, og stóðu vatnavextir þá í hálfan mánuð. Braut hlaupið ! 20 símastaura. Þar áður liljóp lónið fram í júlí 1939, og stóð það lilaup í 10 daga. Þvarr þá vatnið og óx á víxl. I september 1935 voru 10 daga vatnavextir á sömu stöðum af þessum or- sökum, en þá hafði lónið ekki j hlaupið fram í rúm þrjú ár. Nýft strandferðaskip milli Sauðárkróks og Akureyrar Vélskipið Víðir, eign h.f. Víðir Akranesi, er nýkomið til Reykjavíkur og hefir hér stutta viðdvöl, áður en það fer norður til Skagaf jarðar, þar sem það á að halda uppi strandferð- um í vetur milli Sauðárkróks og Akureyrar á vegum Skipaút- gerðar ríkisins. Þarna voru meðal annars þrír drengir, sem lélcu sér allir með einn skíðasleða. Brast ísinn skyndilega undan drengjunum og fóru þeir allir í kaf. Fimmtán ára dreng, Magnúsi 'Guðmunds- syni og tveimur félögum hans, tókst með snarræði að bjarga einum drengjanna, er honum skaut upp. Stungu jieir sér í vökina og náðu drengnum, og mátti ekki læpara standa. Drengur þessi er fimm ára. Hinir drengirnir lentu báðir undir ísnum, en vegna þess að nokkur snjór var á honum tókst ekk að finna þá strax, þrátt fyrir tilraunir nokkurra fullorðinna manna til að brjót- ast út í vökina. Munu drengirn- ir bafa verið rúmlega hálfa klukkustund undir ísnum, áður en þeir náðust. Héraðslæknir og aðstoðarlæknir hans gerðu lifg- unartilraunir, en þær reyndust árangurslausar. Drengirnir, sem drukknuðu, hétu: Árni Rafn Dagbjartsson, Gíslasonar, verkamanns, einka- ferð utanríkismála, en þau mál fara ekki eftir því hvaða svipti- byljir kunna að geisa i stjórn- málunum hér innanlands.Vegna meðferðar þessara mála væri áslæða til að ákveða kjörtíma- bil forsetans sjö ár en ekki fjögur. Yrði forsetinn kjörinn af þjóðinni um leið og Alþingi, eða af fyrsta þingi er setu ætti eftir lcosningar, myndu leiðir þessara aðila liggja saman í fjögur ár og utanríksmálastefn- an mótast á þeim tíma. Er nýj- ar Alþingiskosningar færu fram og þingið yrði skipað allt öðr- um mönnum og jafnvel flokk- um en áður var, gæti forsetinn næstu þrjú árin haft áhrif á meðferð utanríkismálanna, en liinn nýi forseti, sem kjörinn lcynni að vera myndi kynnast starfinu og stefnunni á einu ári, sem eftir væri kjörtímabils Al- þingis, þannig að nokkur trygg- ing ætti að fást fyrir forsvaran- legri meðferð þessara málá, þótt ávallt geti röskun orðið á kosningum til Alþingis vegna þingrofs etc. Við þvi má búast að undan- lialdsmenn í sjálfstæðismálinu,1 reyni að nota sér ágreining, sem upp kann að rísa varðandi valda- skiptingu forsetans og Alþingis, til þess að tefja afgreiðslu sjálf- stæðismálsins. Slíkt má ekki lienda þvi væri ekki úr vegi að stjórnarskrárnefnd endurskoð- aði gerðir sínar og bæri sjálf fram breytingar, sem hún kynni að telja hyggilegar að athuguðu máli. Þær breytingar ættu að felast í því tvennu að tryggja kjör forsetans, hvernig sem á stendur innan þings, og gera for- setann óháðan dómsvaldi Al- þingis, en sú stofnun lilýtur á- vallt að verða pólitískur dóm- stóll, sem ekki verður að því leyti borið traust til. Þá virðist ekki óeðlilegt að kjörtímabilið yrði lengt upp í sjö ár sam- kvæmt ofansögðu, en þó hefir það óverulegri þýðingu. Dansskóli frú Rtgmor Hans- son teknr til starfa nú í vikunni, eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu í dag. Vísir hafði tal af frúnni í morgun og spurði hana hvort skólinn byrjaði ekki óvenjulega seint.' „Jú, eg er vön að byrja i októ- ber," svaraði frúin, „en það hef- ir verið svo erfitt að fá húsnæði, að eg hélt jafnvel, að eg myndi ekki geta kennt í vetur. Sem béíur fór rættist þó úr þessu, en aðeins til bráðábirgða, svo að ef mér telcst ekki að ná í annað húsnæði eftir nýár, getur svo farið, að þetta verði eina mán- aðarnámskeiðið, sem verður haldið. — —• Þeir, sem voru svo vænir, að leigja mér hús- næði, óskuðu þess, að eg aug- Iýsti það ekki, svo að nemendur verða að sækja skírteini heim til min. Eru þetta góð húsa- kynni, sem eg hefi fengið.“ Skólinn verður í fimm deild- um og skiptast þær eftir þvi, livort nemendur hafa lært áður eða ekki eða vilja læra nýjustu dansana, svo sem rumba og la conga. Fyrsta æfing fyrir full- orðna er á fimmtudag, föstudag- inn fyrir unglinga og á laugar- dag fyrir börn. Háskólafyrirlestur. Símon Ágústsson dr. phil flytur á morgun erindi i I. kennslustofu Háskólans kl. 6,15. Efni: Helztu andstæður í sálarlífi manna. Öllum heimill aðgangur. Landakot. — Landnám kaþólskra. Kaþólska trúboðið hér á landi hefir jafnan haft glöggt auga fyr- ir fegurstu byggingarreitum á hverj- um þeim stað, sem valinn hefir ver- ið til aðseturs. f Hafnarf irði er naumast hægt að benda á fegurri sjónarhól og víð- sýni, en þar sem hinn kaþólski söfn- uður hefir reist sjúkrahús sitt, klaustur og skóla. í Stykkisbólmi er hið myndar- ,lega sjúkrahús og kapella reist á undurfögrum stað, með útsýn til Breiðafjarðareyja, og blasir við úr mikilli fjarlægð. * Hér í Reykjavík hefir kaþólsk- um mönnum tvímælalaust fallið í skaut einn fegursti sjónarhóll í bæn- um, og tilkomumestar byggingar- lóðir. Sakir mannúðarstarfs þess, sem kaþólska trúboðið hefir beitt sér fyrir i þágu landsmanna, einkum í sambandi við sjúkrahúsin, hef- ir hið fagra landnám þeirra í bæj- unum aldrei skapað öfund í þeirra garð eða eftirsjá, enda þótt erlent fé hafi að sjálfsögðu verið undir- staða þeirra framkvæmda. Forráðamenn kaþólskra, og þá sér í lagi hinn vinsæli, látni bisk- up þeirra, Martin Meulenberg, hef- ir vissulega sýnt hinum fögru stöð- um fulla virðingu og sóma, með byggíngu tígulegra stórhýsa, svo sem Kristskirkju í Landakoti og hins nýja sjúkrahúss. Vélskipið Víðir er smiðað á Akranesi hjá vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts. Er þetta eitt af myndarleg- ustu skipum, sem smíðuð hafa veríð liér á landi, 102 smálestir að stærð og með 320 ha. Lister- diéselvél, enskri. Er skipið hið laglegasta og hagánlfegasta að sjá og virðist traust í byggingu. Upphaflega var Víðir smíð- aður sem fiskibátur, en til bráðabirgða hafa verið sett í liann nokkúr farrými, til að hann geti annað farþegaflutn- ingum. Tilætlunin var að Víðir færi í sumar sem leið áætlunarferðir milli Akraness og Reykjavikur, en vélin í bátinn kom svo seint, að úr þessu varð ekki. í vetur á hann að halda uppi ferðum milli Sauðárkróks og Akureyrar og er þá gert ráð fyr- ir að hann standi í beinu sam- bandi við hraðferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mun báturinn fara eina liraðferð milli .Sauðjárkróiks og Akureyrar 'í viku hverri, með viðkomu á Siglufirði og reynt yrði að hafa Má því með sanni segja, að þess- um fögru byggingalóðum hafi ver- ið vel borgið í höndum kaþólska safnaðarins, undir handleiðslu hins smekkvísa og ötula látna biskups, sem unnið hafði sér óskipta hylli bæjarbúa. =♦= í útmælingargerð frá 1787 er. þess getið, að Landakot sé hjáleiga eða úthagi Reykjavíkur, án nokk- urra sérstakra nota. Á næsta ári er gefin út tilskipun um að Landakot skuli teljast til bæjarlandsins, ásamt öðrum aðliggjandi úthaga. í byrjun 19. aldar bjó í Landa- koti Lauritz Michael Knudsen, verzlunarstjóri, einn mætasti borg- ari bæjarins, fyrstu þrjá áratugina, en hann átti marga afkomendur, sem mikið hafa komið við sögu Reykjavíkur. Kona hans, Maddama Knudsen, bjó í Landakoti eftir lát manns síns, en jörðin var 1835 seld Helga G. Thordarsen dómkirkju- presti, sem bjó þar til ársins 1845, er hann varð biskup, og flutti að Laugarnesi. Næstur bjó þar eftirmaður hans, Ásmundur Jónsson, en árið 1860 keypti kaþólska trúboðið staðinn, og settust prestar þar að. Árið 1902 er hið eldra sjúkrahús Iiyggt í Landakoti, og bætir þá úr brýnni nauðsyn. Hin veglega kirkja þeirra er reist 1927—29, en nýja sjúkrahúsið 1935. Hafa kaþólskir jafnframt rekið skóla í Landakoti, jafnt fyrir báða söfnuði. * Af þessu er ljóst, að Landakot er nátengt sögu bæjarins frá fyrstu. þá ferð i sambandi við bifreiða- hraðferðina milli Sauðárkróks og Reykjavikur. Svo er i ráði að báturinn fari aðra ferð milli Akureyrar og Sauðárkóks með viðkomustöðum á venjulegum flóabátahöfnum. Þeim mun meiri þörf er fyrir þennan strandferðabát, sem á- kveðið hefir verið að hætta við hestaferðina yfir Öxnadalsheiði, sem upphaflega var gert ráð fyrir i sambandi við bifreiða- hraðferðirnar. Eldci er enn vitað hvort Slcipaútgerð ríkisins tekur að sér ferðirnar milli Alcraness og Reylcjavíkur eftirleiðis, en ef svo verður, þá mun Víðir taka við þeim ferðum næsta vor. Útvarpsbilun. varð í fyrrákvökl í byrjun aðal- dagskrártíma að kvöldi. Biluðu 2 af aðal-sendilömpum stöðvarinnar, en þeir voru orðnir átta ára gamlir, eða helmingi eldri en aldur þeirra ' var áætlaður. Vegna mikils efnis- | skorts og erfiðleika um útvegun mun hafa verið ákveðið að nota lampana, unz þeir biluðu, en tilvilj- un réði að það varð á óhentugum tíma. Eftir að bærinn fór að byggjast til muna, má telja það happ, að liin víðlendu tún Landakots vom í höndum og umsjá manna, sem meta kunnu fegurð og verðmæti staðar- ins, þvx ella er eigi ósennilegt, að lönd þessi hefðu verið meira bút- uð niður í einstakar byggingalóðir en raun hefir á orðið. Hefir eig- endunum þannig tekizt að skilja undan stórt ópið svæði viS hinar veglegu byggingar, og má að veru- legu leyti þakka það forsjá og smekkvísi Meulenbergs biskups. 1 * Svæðið umhverfis kirkjuna er nú eini stóri grasvöllur vesturbæjarins. Um leið og Reykvíkingar árna hinum nývígða Hólabiskupi allra heilla, mundi það geta orðið fyrsta islenzka biskupi kaþólskra manna, síðan Jón Arason leið, fagurt og táknrœnt byrjunarstarf, að stuðla að því, að Lahdakotstún verði opnað bœjarbúum, og gert að fyrirmynd- ar skrúðgarði. Tvímælalaust mundi bæjarstjórn annast þær framkvæmdir og við- hald garðsins, í samráði við eig- endur, til móts við þau íríðindi, að garðurinn yrði opinn almenningi, og þann fegurðarauka, sem skrúð- garður á þessum fagra stað hefði í för með sér fyrir bæinn í heild. * Til þessa hefir túniS umhverfis is kirkjuna verið afgirt, en Landa- lcotsbúar hafa hirt af því töSu í kúabú sitt. Sjálfsagt yrði Reykja- víkurbæ eigi skotaskuld úr að bæta þeim töðumissinn með jafngildi kýr- fóðurs frá stórbýlunum í Mosfells- sveit. Skíðafexðir um helgina. Nægur snjór er á fjöllum og skíðafæri ágætt, segja þeir sem lögðu leiðir sínar til fjalla um helgina. Tvö félög munu aðallega hafa cfnt til skíðaferða um helgina, í. R. og Ií. R. Um 50 manns gistu á Kolviðarhóli í fyrrinótt ea 70 —80 manns voru á skíðum við Hólinn í gær. Fjörutíu K.R.-ingar fóru upp í Skálafellsslcálann á laugardag- inn og voru þar á skíðuiu í gser. Þá fóru fáeinar stúlkur úr I- þróttafélagi kvenna up|) í slcála sinn um helgina. Önnur félög efrtdu elcki til skiðaferða, enda efu flest önnum kafin við skála- byggingar, svo sem Árnuran, Valur og Vílcingur og leggjá of- urkapp á að gera skálana vist- liæfa sem fyrst. Fólk það, sem var á skifhum i gær lét xnjög vel af færinu og sagði að snjór væri nægur ug víða ágætar brekkur. Blómaverzlunin Flóra flytur. Blómaverzlunin Flóra huRr flutt í ný húsakynni í AuhIm** stræti 8, eða þar aem aetjnra- salur ísafoldarprentamiðju wwtt áður. Ixxnrétting verzlunarinnor dg fyrirkomulag allt er smekklegt svo af ber og verzlunarrúnúi stórt og haganlegt. Eigandi Fióru er frk. Ragna Sigurðardóttir. Byrjaði frf:. Ragna að reka blómaverdun á Vesturgötu 17 árið 1932 og v«r þá í félavi með bróður sínum, lngimar Sigurðssyni. Árið 1935 fluttu þau verzlunina í Austur- stræti 1 og þremur árurn seinna í Austurstræti 7, þar sem verzl- uuin liefir verið þar til nú. Frá því 1940 hefir frk. Ragna verið ein eigandi vei*zlunarinn~ ar. Oott herbergri vStúlka óskast í vist. Gott kaup. — Sérherbergi. Metha Olsen, Laufásveg 22. HREINAR lérefÉstnskur hvitar og mislitar kaupir HERBERTSPRENT. Ranðrúfor Verzlunin Kjöt & Fiskur Stúlka óskast á prjónastofu — vön prjónakona gengur fyrir. — Fæði á staðnum. Sírni 4474. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.