Vísir - 13.12.1943, Síða 2
VISIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útfefuii:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSlR H.F.
Ritat]ór»r: Kristján Gufflangsaon,
Hersteisn Pálason.
Skrifatofa: Félajfsprentsmiðjunni
AfgreiSsIa Hverfisgöta 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Bfmar: 1660 (fimm línur).
Ver8 kr. 4,00 á mánuCi.
Lausasala 85 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hættuleg skattasteína
Skattar hafa af eðlilegum á-
stæðum verið miklu hærri hér
í iandi, en i nokkru landi öðru.
Ber þar Ail, að við höfum þurft
að byggja upp landið og at-
vinnuyegina á skennnri tíma
en nokkur önnur þjóð, með því
að éndurreisnaralda sú, er
hófst í Norðurálfu um alda-
mótin 1800 náði ekki hingað
til lands fyrr en jeftir 1874, er
þjóðin fékk nokkurt frjáls-
ræði til að ráðstafa eigin mál-
um, en hlíta ekki með öllu for-
sjá erlendra manna, sem lít-
inn eða engan kunnugleik
höfðú af íslenzkum málum.
Sagt hefir verið réttilega, að
við þurfum ekki að bera kinn-
roða vegna þeirra framfara,
sem orðið hafa á þessu skeiði,
enda Iiafa þær kostað þjóðina
þungar fórnir og mikil átök.
Allt það, sem unnizt hefir, spá-
ir góðu um framtíðina, verði
allt með felldu, en þeim mun
meira isem frjálsræði þjóðar-
innar verður, þeim mun ríkari
áhyrgðartilfinningar verður að
gæta, þannig að þjóðin koll-
sigli sig ekki.
Því ber ekki að leyna, að
skattabyrðarnar hafa verið ó-
þarflega háar, einnig vegna
mistaka og óstjórnar. Miklu fé
hefir verið á glæ kastað í mis-
jafnlega þarfar framkvæmdir,
og þjóðin liefir ekki farið á
mis við barnasjúkdóma og
vaxtarverki í sambandi við
stjórn eigin mála. Hefir þrá-
faldlega ekki verið gætt þeirr-
ar varúðar sem skyldi, af hálfu
löggjafans, en gengið of nærri
atvinnuvegunum í fjárþving-
un, þannig að enginn kostur
hefir verið á frekari þróun eða
endurnýjun, og þess eru jafn-
framt dæmi, að heilar atvinnu-
greinar hafa verið teknar til
einskonar gjaldþrotaskipta
með kreppulánaráðstöfunum.
Vonandi á slík saga ekki eftir
að endurtaka sig, þannig, að
löghelgun vanskila eigi aftur
eftir að stinga upp höfði. Nóg
er komið í því efni og máske
um of að gert. Nú tala menn
um stríðsgróða atvinnuveg-
anna, sem sýnist þó meira en
hæpið, þegar útflutningsverzl-
unin hamlar ekki upp í móti
innflutningnum, en hitt er að
vísu rétt, að afkoma atvinnu-
veganna var sæmileg fyrstu
stríðsárin. Þá áttu atvinnufyrir-
tæki þess kost, að greiða upp
eldri skuldir og koma rekstri
sínum á heilbrigðan grundvöll
aftur. Að dómi sumra þing-
flokkanna virðist þetta höfuð-
synd, sem úr þurfi að bæta á
þann veg að atvinnufyrirtæk-
in verði svift þeim hagnaði,
sem þau hafa haft á undan-
förnum árum, og sem gengið
hefir að mestu eða öllu til að
mæta fyrri áföllum. Er þetta
raunalegt vitni um vanþroska,
sem á engan hátt samrímist
hagsmunum alþjóðar, þótt vel
kunni að láta i eyrum þeirra
manna, sem engum geta unn-
að góðs, en allt vilja rífa nið-
ur til grunna.
Vinstri flokkarnir hafa bor-
ið fram á þessu þingi róttæk
skattafrumvörp og sækja það
af miklu kappi, að þau nái
fram að ganga. Mun með öllu
óvíst, hver afdrif málsins verða,
enda er þess að vænta, að þingi
verði hráðlega slitið, nema því
aðeins, að það sitji áfram til
þess eins að afgreiða skatta-
frumvörp þessi. Verði sú raun-
in á, er ver farið en heima
setið, og hefur þó vegur þings-
ins sannarlega ekki úr liáum
söðli að detta. Þetta sífellda
brölt í skattamálunum er eitt-
hvert hættulegasta fyrirbrigði
i fjáx-shags og atvinnulifi. Ör-
yggisleysi athafnamannanna
og atvinnuveganna hlýtur ó-
hjákvæmilega að leiða til þess
að menn halda að sér höndum,
en ráðast ekki í nýjar fram-
kvænxdir. Viðhoi’f löggjafans
til þessara manna er það eitt,
að þeirra sé að bera áhættuna,
en íúkið eigi að taka ágóðann,
ef einhver sé, og seilast jafnvel
aftur fyrir sig nokkur ár, til
þess að hremma þann ágóða,
sem ekki varð náð til með þá-
gildandi skattalöggjöf. Léð
hefir verið máls á síku af flokk-
um, sem beinlínis liefðu átt að
standa á verði gegn því, og er
það undrunarefni, þegar þess
er gætt, að í alþjóðalöggjöf
þekkjast ekki slik dæmi, nema
því aðeins að uin ríkisgjaldþrot
hafi verið að ræða, og þurft
hafi að ganga á samansparað-
ar eignir þjóðarinnar til við-
reisnar að nýju. Um ekkert
slíkt er að ræða hér hjá okk-
ui', enda með öllu óverjandi, að
efna til slíkrar eignarnámslög-
gjafar.
Götuzyskingar.
Aðfaranótt sunnudagsins, um
kl. 1 urðu miklar ryskingar rétt
hjá bifreiðastöð Steindórs, að
minnsta kosti tveir menn hlutu
töluverða áverka á andliti.
Þegar lögreglan kom á vett-
vang voru hinir sæi’ðu menn á
staðnum og lá annar á götunni.
Virtist hafa verið sparkað í and-
litið á honum og var hann með
allmikinn ávei'ka. .Þeir sem
kornið höfðu áflogunum af stað
höfðu liypjað sig á brolt, en lög-
í-eglunni tókst að handsama þá
og voru -þeir þrír talsins.
Áttræður v
er í dag GuÖmundur Eggertsson,
verkamaður, Freyjugötu ioA.
Vestnr tim haf og
lieim I flngrvél.
Lítil drengur fær lækningu.
Frú Aðalheiður Sæmundsdóttir, kona dr. Símonar Jóh.
Ágústssonar, er nýkomin heim frá Bandaríkjunum, ásamt syni
sinum, Hákoni, á fimmta ári. Fórú þau báðar leiðir í flugvélum
ameríska liersins, en ferðinni var heitið til Boston til að leita
Hákoni litla lækninga. Hafði lionum, fyrir tilstilli heilbx’igðís-
stjórnarinnar og islenzka utanríkismálaráðuneytisins, verið
komið fyrir i barnaspitalanum i Boston, og framkvæmdi yfir-
læknir barnaspitalans, ixróf. dr. W. E. Ladd, þrjá uppskurði á
honum, sem allir heppnuðust mjög vel.
Vísir hafði tal af frú Aðalheiði
og fórust henni orð á þessa leið: !
„Við erum að vonum mjög |
þakklát fyrir allt, sem fyrir okk-
ur hefir vei’ið gert og éiga þar
margir hlut að máli.
Það var fyiir atbeina Tlior
Thors sendiherra i Washington
og sérstakan vclvilja amerísku
stjórnarvaldanna, að við vorum
flutt loftleiðis Iiáðar leiðir, án
þess liefði reynsí ókleift að leita
drengnum lækninga vestra.
Aðalræðismaðurinn i New
Yoi’k, dr. Helgi P. Bi’iem, greiddi
götu okkar á allan hátt, og nut-
um við frábærrar gestrisni á
heimili lians, cn þrð er alkunna,
að hann lætur sér séx’staklega
arnt um |'á, s n vestur leita
scr til heils xbót. r.
I barnaspítatiiiam naul di*eng-
urinn hinnar nákvæmustu
hjúkrunar og umöilnunai’, og á
meðan eg dvaldist í Boston, átti
eg því láni að fagna að dvelj-
ast á heimili gamalla Reykvík-
inga,/ frú Jóhönnu Jónsdóttur
og Kormáks Ásgeirssonar, sem
gerSu allt til þess að létta af mér
áhyggjum í veikindum sonar
míns.
Báðar ferðirnar gengu mjög
að óskum, og nutum við að öllu
leyti hinnar beztu aðhlynning-
Rúðubrot.
1 fjTrinótt var brotin rúða í
skemmuglugga Haraldar.
Voru áflog í Austurstræti fyr-
ir framan Haraldai’búð, laust
fyrir kl. 4 i fyrrinótt. Við áflogin
brotnaði stór rúða í skemmu-
glugga Hai-aldar.
Er lögreglan kom á vettvang
voru áflogaseggii’nir lxorfnir, en
hún mun þó að öllum líkindum
liafa haft uppi á þeim, sem sök-
ina átti á rúðubrotinu.
B cetap
fréttír
Næturlæknir.
Slysavarðstofan, sími 5030.
Næturakstur.
BifreiðastöÖ Steindórs, sírni 1580.
Háskólafyrirlestur.
Símon Jóh. Ágústsson flytur
fyrirlestur á morgun kl. 6.15 í I.
kennslustofu Háskólans. Efni:
Helztu andstæÖur í sálarlífi manna :
Reiði og vanmetakennd. Öllum
heimill aðgangur.
Þeir,
sem kynnu að eiga lög Skógrækt-
arfélags íslands, eins og þau voru
samþykkt 27. júní 1930 á Þingvöll-
um, eru vinsamlegast beðnir að tala
við Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóra.
Kvikmynd,
er sýnir lifnaðarháttu og starfs-
háttu Vestur-íslendinga, verður
sýnd á fundi St. Framtíðin í kvöld
i G.t.-húsinu. J. Thorson þingmað-
ur skýrir myndina, en söngflokkur
V.-Islendinga syngur. Sýningin er
ókeypis. Nýir félagsmenn eru vel-
komnir.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Þýtt og endursagt
(Finnur Jónsson alþingismaður).
20.50 Hljómplötur: Gieseking leik-
úr .á píanó. 21.00 Um daginn og
veginn (Sigurður Bjarnason al-
þingismaður frá Vigur). 21.20 Út-
varpshljómsveitin: Þjóðlög frá
ýmsum löndum. — Tvisöngur (frú
Guðrún Ágústsdóttir og ungfrú
Kristin Einarsson) : a) Sunnudags-
morgunn (Mendelssohn). b) Eng-
illirni (Rubinstein). c) Sumaryndi
(Heise). d) Bátsöngur (Offen-
bach).
Hjónaefni. v ,
Nýlega opinberúðu trúlofun sína
ungfrú Nanna Kaaber, Laufásvegi
19, og Bjarni Árnason, Kirkju-
stræti 4.
Vinnuvísindi.
■pyrir nokkru barst mér bréf frá
* einum lesanda blaðsins, sem
hljóðar svo:
*
„Þótt greinar í „Bænum okkar“
hafi einkum fjallað um bygging-
ar í bænum og fegrun hans, langar
mig samt til að ræða þar um ann-
að efni varðandi bæinn okkar, og
ef nauðsynlegar endurbætur yrðu
gerðar á því sviöi, gæti það orðið
til fegrunarauka, ef ágóði, sem af
því hlýzt, yrði lagður í fegrunar-
sjóð.“
*
„Eg hefi svolítið fylgzt með
vinnubrögðum hjá bænum og fyr-
irtækjum hans, hér við götuna,
sem eg bý við. Fyrir hálfu öðru
ári var götulögn hafin. Byrjað var
með greftri fyrir vatni og skolpi,
og er það eins og vera ber. Nokkr-
um mánuöum siðar, eftir að skurð-
urinn var löngu tilluktur, komu
menn frá símanum og grófu
fyrir jarðstreng. Tveim til þrem
mánuðum- síðar grefur svo Raf-
veita Reykjavíkur upp skurð sím-
ans, og leggur þar rafstreng.
Tveim, þrem mánuðum eftir að
skurðinum var að nýju lokaö koma
aftur menn frá Rafveitunni, grafa
skurðinn upp að nýju og leggja nú
annan streng fyrir götuljósin. Enn
er eftir að leggja í götuna fyrir
hitaveitunni, og að því loknu er
búið fimrn sinnum að grafa í göt-
una með stuttu millibili, fyrir sjálf-
sögðustu leiSslum.“
❖
„Eg er þeirrar skoðunar, að einu
sinni eða tvisvar hefði getað nægt,
ef samvinna væri milli hinna ýrnsu
deilda bæjarframkvæmdanna, óg
segir sig sjálft að mikið má spara
með því að sameina þá vinnu, er hér
ekki að getd komiö fyrir á því
um ræðir. Valda þessi vinnubrögS
fólkinu, sem við götuna býr, óþarfa
óþægindum, aS ekki sé talað um
þá skapraun, sem slík vinnubrögð
valda þeim, sem við eiga að búa
og neyðast til að vera áhorfend-
ur að.
„Skipulagsleysi" sem þetta á
ekik að geta komið fyrir á því
herrans ári verklegra frarn-
kvæmda, 1943.“
Svo mörg eru þau orð og í tíma
töluð.
❖
Skothúsvegur .
frá Fríkirkjunni, yfir Tjarnar-
brúna til vesturs, hlýtur að teljast
mjög hentug umferðaræð milli
bæjarhlutanna, sem líkleg sé til
þess að létta á akstri gegnurn mið-
bæinn úr suðurbænum. Hefir gata
þessi Iengi verið í mesta uppróti
vegna hitaveitunnar, en þess á milli
algjörlega óakfær og gjörsamlega
vanhirt, enda þótt veghefill sé á
löngum fresti látinn jafna mestu
hryggina til málamynda.
Efast eg um að HoltavörSuheiði
hafi á frumstigi vergakerfisins
verið öllu lakari en þessi gata er
að jafnaSi, enda leggja flest-
ir bílstjórar og jafnvel gangandi
fólk á sig krók niður í miðbæinn,
fremur en að stytta sér leiö yfir
Tjarnarbrú í vesturbæinn
Eins og eg hefi áSur getið um
í sambandi við urnrót gatna vegna
hitaveitunnar, þá eru bæjarbúar yf-
irleitt þolinmóðir, meðan vitað er
hver nauðsyn er fyrir hendi, en
þeirri þolinmæði má sannarlega of-
bjóða, þegar ekkert er aðhafst um
lagfæringar eftir að skurðum hefir
verið lokað, og göturnar eiga að
heita opnar til umferðar, en forar-
vilpur og afgangs-moldarbyngir
látnir standa óhreyfðir, og ak-
brautin eins og versta órutt aphl-
hraun
Þetta á ekki meS nokkru móti að
líðast, og ætti bærinn frekar aS
afgirða slíkar götur með öllu, en
opna til umferðar, meöan ekki er
einu sinni borið ofan í verstu far-
artálmana.
Afgangs-molda'rbingir víða á
götum bæjarins eru að verSa alvar-
leg plága, sem ekki mundi líðast
neinsstaðar í öðrum bæjurn. Væri
fróðlegt að vita hvort verktakar
hitaveitunnar eða bærinn sjálfur á
að sjá um brottflutning þeirra, en
þaS er krafa, að þeir verði fluttir
burtu tafarlaust.
I rigningum rennur moldin úr
þeim á götur og gangstéttir, auk
þess, sem þessif merkilegu minnis-
varðar eru víða leiSinlegur farar-
tálmi. Svona deyfS og hirSuleysi er
alveg óþolandi.
Get enn bætt við nokkrum
permanentum
fyrir jól.
Ilárgreiðlastofa
Núiönnn Jónsdóttur
Grjótagötu 5.-Sími 492Í7.
Dr eng j afrakkar"
nýkomnir.
Kaxfmannaryldrakkar T
mikið úrval.
Klæðaverzlun
Kndrésar llndréssoflðr b.f.
Karlmannaföt
sem pöntuð voru í vor, en eru ennþá ó-
sótt, verða seld öðrum, sé þeirra ekki vitj-
að eftir þrjá daga.
Klæðaverzlun
findrésflr ffndréssoflsr h.l.
Hjartanlega þaklca eg öllum þeim, sem sgndu mér
virðingu og vinsemd á fertugsafmæli mínu, með heim-
sóknum, ræðum, gjöfum, blómum og skeytum.
Þ o r g e i r J ó n s s o n
frá Varmadal.
NÝ BÓK:
Álfaslóðir
EFTIR SVANHILDI ÞORSTEINSDÓTTUR.
Um lxina ungu skáldkonu og fyi'stu bókina hennar segii’ einn
kunnur ísl. rithöfundur og bókmenntafræðingur:
Þessi bók hefir að færa safn skáldsagna og ævintýra eftir
konu, sem byrjaði ung að rita, sem ástundað hefir fyrst og
fremsl fegurð og ágæti i list sinni, en minna liirt um að koma
viðfangsefni sínu á framfæri. — Hér rná sjá vöxt og þroska
hinnar ungu skáldkonu, allt frá æskuverkum hennar til sög-
unnar „Litlu sporin“ og ævinlýrsins „Riddarinn í skóginum“.
Svanliildur Þorsteinsdóttir kann ef til vill að gjalda þess á nokk-
urn iiátt, live vandi er að eigá frægan föður. Ósjálfrátt mun
lesandanum verða liugsað til „Málleysingja“ Þorsteins Erlings-
sonar, eins hins fegursta verks að stílsnilld, sem íslenzkar bók-
menntir eiga í óbuodnu máli. En liversu sem fer um þann sam-
anburð, mun það ekki dvljast, að þessari litlu bók bregður til
góðs ætternis að hófsemi í frásögn, glettni og innileik í skibiingi,
heiðrikju í stíl, mjúkleik og látleysi í formi.
Flestar ástarsögur eru sagðar af karlmönnum; þær bera vitni
þeirra tilfinningum og þeirra skilningi á vilja og þrá konunnar.
Hér gelur að lesa söguna „í morgunsól,“ hug konunnar sjáll'r-
ar, fögnuð vaknandi og vitandi ástar, sem á aðeins eftir að
sleppa sér, morgun nýs lífs í sólarroða. Hér getur að lesa um
sorgir og vonir hins umkomulausa, um ljúfar, leyndar ástir i
hugardjúpi liins dula afdalabónda, sem fer einförum um fjöll á
vetrarnótt, og svo sögu þeirra, „sem gefa alla ævi sína fyrir
eina nótt í paradís“. — Hér stendur fyrir augum lesandans hin
fátæka móðir, munaðarlaus og alein, og liorfir á spor litla
drengsins i sandinum; en liún liefir fært harni sínu þá dýrustu
fórn, sem hún gat: gefið það ríku fólki. Þér getið leitað í hók-
menntum margra þjóða, farið land úr landi, en þér finnið ekki
tekið mýkri og fegurri höndum á þessuin sárustu taugum mann-
legrar tilveru.
FALLEG BÓK OG SKEMMTILEG. — KOSTAR KR. 35.00.