Vísir - 13.12.1943, Page 5

Vísir - 13.12.1943, Page 5
VÍSIR Mánudaginn 13. des. 1943. Jónas Gfiömundsson: Hin gjörbreyttu vidhorf. Hver§veg:na er Alþing:! ó§tar£hæft? í síðustu grein minni benti , eg m. a. á það, að fullkomin nauósyn væri orðin á að menn áltuðu sig á hinum gjörbreyttu viðhorfum sem orðin eru bæði í stjórnmálum og á flestum öðr- um sviðum. Fyrr en menn átta sig á þeim, viðurkenna þau og taka afleiðingunum af þeim, eða réttara sagt fara að haga sér samkvæmt því sem óhjákvæmi- legt er, verður engin lausn feng- in á neinu þvi vandamáli sem þjóðina skiptir nokkru. Til þess að gera þessari gjörbreytingu full skil þyrfti mjög langt mál, en liér verður aðeins drepið á fáein mikilvæg atriði vegna hins takmarkaða rúms. Menn furða sig að vonum á þvi ástandi, sem nú rikir á Al- þingi en eg held, að það séu sárafáir, sem i fullri alvöru leggja fyrir sjálfa sig spurning- una: Hversvegna er Alþingi ó- starfhæft? og leitast við að finna svar við lienni. Hvað sem annars má segja um Alþingi bæði fyrr og síðar er það aug- j Ijóst, að Alþingi hefir alla jafna verið svo góð „vasaútgáfa“ af þjóðinni sjálfri, sem annars hef- ir verið kostur að fá. Og svo er það enn í dag, nema hvað Al- þingi er nú liklega enn sannari mynd af þjóðinni og þjóðfé- lagsástandinu en það liefir nokkru sinni áður .verið. Að dæma Alþingi sem stofn- un eða einstaka þingmenn óvægilega er þvi bæði rangt og alveg vita tilgangslaust. Þó þetta þing, sem nú sit- ur, og er alveg óstarfhæft, yrði sent heim og kosið yrði á ný, án þess nokkuð annað gerð- ist, mundi það eitt verða, að enn óstarfliæfara þing kæmi i þess stað. Langflestir sömu þingmennirnir mundu koma aftur, sömu þingflokkarnir mundu bítast áfram, sömu rifr- ildismálin verða upptekin, sömu bleklcingarnar fram bornar og sömu vinnubrögðin viðhöfð. Að likindum mundi sú ein breyt- ing verða, að þeir flokkar sem verst vilja þjóðinni, mundu eitt- hvað auka fylgi sitt. Þjóðin og þingið liafa þetta líka „á tilfinningunni“, þvi ef einhver von hefði verið um breytingu til batnaðar hefði verið sjálfsagt að rjúfa þingið vorið 1943 og efna til kosninga. En það var ekki gert, enda alveg þýðingarlaust. Það er af þessu og mörgu öðru augljóst að það er ekki fyrst og fremst þingið, sem er i einskonar „álögum“ heldur þjóðin sjálf . En hvað veklur þessum „álög- um“, sem á þjóðinni' virðast livíla? Eg ætla að svara því strax og reyna síðan að færa nokkur rök að svarinu. Ástæðan til ó- fremdarástandsins, bæði á Al- þingi, en þó einkum með þjóð- inni sjálfri, er sú, að þjóðin hef- ir ekki enn áttað sig á hinum gjörbreyttu viðhorfum í stjórn- málum, fjármálum, félagsmál- um og atvinnumálum, sem skapast hafa síðasta áratuginn, en þó alveg sérstaklega síðustu 4—5 árin. Mönnum er það að mestu hul- ið enn, að hin stórkostlegasta breyting liefir farið fram svo að kalla á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Og þó að merkilegt kunni að virðast er ástæðnanna fyrir breytingunni ekki fyrst og fremst að leita í þróuninni inn- anlands, því hún mótast meir en menn almennt gera sér ljóst af því, sem erlendis gerist, lield- ur er hennar að leita í hinni miklu byltingu, sem fram hefir verið að fara í heiminum und- anfarinn áratug og sem nú stendur hvað hæst. Kenningin um f lc kkaskiptinguna. Fyrir einum áratug síðan var hin viðurkennda kenning um flokkaskiptinguna og grund- völl stjórnmálalífs og skipulags- hátta i aðalatriðum þessi: I heiminum stendur yfir barátta milli tveggja megin stefna eða , skipulaga“. Annarsvegar er auð.valdsskipulagið (Kapitalism- inn) sem haldið er uppi af „borgaraflokjkunum“ hverj u nafni sem þeir nefnast, er revna að viðlialda og efla þetta skipu- lag. Ilinsvegar er jafnaðarstefn- an (Sósialisminn), sem borin er fram af sósialdemokrötum og kommúnistum, er leitast við að útrýma auðvaldsskipulaginu og koma á sameignarskipulagi þó þá greini á um aðferðir þær er nota skal. Lokabaráttan milli þessara tveggja stefna átti að verða sú, samkvæmt kenningu sósíaldekókrata, að jafnaðar- stefna myndi með hægfara þró- un smátt og smátt breyta auð- valdsskipulaginu svo, að hægt yrði að taka upp jafnaðar- stefnu. En samkvæmt kenningu kommúnista, nasista og ýmsra borgaralegra flokka átti loka- baráttan að verða á þá lund, að auðvaldsskipulagið breyt- ir sér i fasisma — þ. e. í ofbeldis og einræðisstefnu — og það verður „siðasta stig“ þess skipu- lags. En þegar að þvi stigi dreg- ur mun „verkalýður“ heimsins sameinast undir forystu komm- unista (með Sovét-Rússland sem aðalleiðtoga) og milli þess- ara tveggja höfuðstefna — fas- ismans (nazismans) og komm- únismaris — stæði svo loka- viðureignin. Um samvinnu eða samstarf milli kommunismans annarsvegar og „fasismans" og „auðvaldsins‘‘ hinsvegar átti aldrei að geta orðið að ræða samkvæmt þessu grundvallar boðorði flokkaskiptingarinnar. Og ekki verður því neitað, að vinnubrögðin i stjórn- mála- og fjármálaheiminum bentu til þess að þetta mundi rétt vera. En þessi skoðun hefir reynzt hreinasta blekk- ing og hin háskalegasta villu- kenning. —■ Þegar fasism- inn (nazisminn) hóf úrslita- baráttuna, fékk hann hið eina kommunistaríki veraldarinnar sem til var — Sovét-Rússland — í bandalag við sig og beindi sókn sinni aðallega gegn „auðvalds- ríkjunum“, en ekki gegn höfuð- vígi kommunismans. Fyrsti þáttur yfirstandandi styrjaldar var stiííð milli fasismáns og kommunismans annarsvegar og hinna lýðræðissinnuðu „auð- valdsríkja“ liinsvegar. Sá þátt- ur stóð þar til i júni 1941. Þá verður sú breyting á að komm- unisminn og nasisminn lenda i ófrið liver við annan en aðal auðvaldsríki heimsins — Bret- land og Bandarílcin —- fá eins- konar „frí“ í styrjöldinni. Upp úr þeirri breytingu hefst svo samvinna milli kommunismans og „auðvaldsins“, og sú sam- vinna hefir síðan haldizt og helzt enn og hefir nú náð há- marki með hinum sameigin- legu ráðstefnum Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands, fyrst í Moskva og síðan í Teheran. Þessi gjörbreyting hefir valdið því, að grundvöll- urinn undir allri hinni gömlu flokkaslciptingu hefir hrunið og öngþveiti skapast. Fasisminn, sem átti að vera „siðasta stig auðvaldsins“, er nú í stríði við öflugustu ,auðvalds‘-ríki heims- ins, einmitt þau ríki sem liann átti að verða „siðasta stigið“ hjá. Kommunisminn, sem átti ávallt að verða „höfuðandstæðingur fasismans“, varð bandamaður hans fyrst en síðan bandamað- ur „auðvaldsins“, sem hann taldi höfuð skyldu sína að út- rýma. Hinn algjöri ruglingur og ringulreið á þessu, sem var und- irstöðuatriði allrar flokkasldpt- ingar og liagkerfa bæði hér og erlendis, er það sem veldur því öngþveiti, sem nú ríkir í öllum greinum i flestum lönd- urn. Hér yrði of langt inál, að telja upp öll þau atriði, sem benda mætti á og sýna, að algjör breyting er á orðin hjá hinum svonefndu „auðvaldsríkjum“. Sem dæmi má t. d. aðeins benda á, að fyrir fáum dögum boðaði Bretakonungur það í hásætis- ræðu sinni til beggja deilda brezka þingsins, að fyrir þetta þing mundi verða lögð merkileg frumvörp um félagsmálefni, þ. á. m. frumvarp um algjöra út- rýmingu atvinnuleysis að stjæj- öld lokinni. Fátt sýnir betur en þetta, að auðvaldsskipulag- ið í sinni gömlu mynd hefir al- gjörlega gefizt upp og er orðið sér þess meðvitandi að það verður að rýma fyrir nýjum tíma, sem er að koma. Sömu söguna er að segja frá Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Brezku samveldislöndunum — m. ö. o. öllum þeim „auðvaldsþjóðum“, sem mega hugsa og þora að tala. „Erum við á vitlausraspítala?“ Ef við litumst um liér heima verður hið sama uppi á teningn- um nema hvað við erum í því sem öðru dálítið á eftir flestum öðrum þjóðum. Lítum snöggv- ast til flokkanna. I meðvitund alþjóðar hefir Sjálfstæðisflokk- urinn ávallt verið höfuðmál- svari atvinnurekendastéttarinn- ar, eða þess sem helzt væri hægt að kalla „auðvald“ á íslandi. Þó hann hafi neitað að liann væri það eingöngu. Nú er þessi flokk- ur orðinn að verulegu leyti „verkalýðsflokkur“, og síðustu árin hefir eitt aðalmálgagn hans látið svo um mælt hvað eftir annað, og það með nokkurum rétti, að hann væri orðinn „stærsti verkalýðsflokkur lands- ins.“ Kommúnistar, sem prédikað hafa „handalögmál“, „byltingu“ og fordæmt íiversltonar „makk við auðvaldið“, eru nú orðnir álika ,kák“-flokkur og Óla- Skans-dans-flokkur og þeir hafa rnest ákært Alþýðuflokkinn fyrir að vera undanfarin ár, og í stað þess að taka upp „vinstri- samvinnu“, sem þeir sífellt liafa tjáð sig fúsa til, sækja þeir nú, að þvi er sýnist, fastast í sam- vinnu við „auðvaldið“, sem þeir áður kölluðu. Framsókn, sem al- mennt var talin „frjálslyndur vinstri-flokkur“, og kommún- istar hvötlu fylgismenn sína til að kjósa 1927, er nú talinn af kommúnistum enn verra „íhald“ en Sjálfstæðisflokkur- inn. „Framsókn er afturhalds- flokkur-------í ýmsum efnum afturhaldssamasti flokkur landsins,“ segir Brynj. Bjarna- son í pésa sínum um „Vinstri stjórn“. Ýms af málefnum Alþýðu- flokksins,. sem borgaraflokk- arnir vildu hvorki heyra né sjá fyrir fáum árum- — Fram- sókn og Sjálfstæði — vegna þess að Alþfl. væri þar allt of „róttækur“, en kommúnistar af því að Alþfl. væri ekki „nærri nógu róttækur“ - keppast þessir flokkar nú um að „endurbæta“ að eigin sögn. Nægir þar að benda á verkamannabústaði, tryggingar-löggjöf, skipulag á fisksölu og mjólkursölu, hrað- frystihús og margt fleira. Með öðrum orðum: Framsókn, sem var „frjálslyndur vinstri- flokkur“, er orðinn aðal „aftur- haldsflokkur“ landsins, Sjálf- stæðisflokkurinn, sem var aðal atvinnurekendaflokkur og í- haldsflokkur landsins, er nú orðinn „stærsti verkamanna- flokkur“ landsins að eigin sögn og miklu „frjálslyndari“ en Framsókn að dómi kommún- ista. Kommúnistar, sem voru byltingaflokkur og harðsnúnasli andstæðingur „auðvaldsins“, er nú einhver mesti „kák“flokkur þingsins og dansar „Óla Skans“ upp á kraft við „auðvaldið“, sem hann ætlaði aðallega að berja á, hvar sem því yrði við komið, s. s. i bæjarstjórnum, verkalýðsfé- lögum og jafnvel á sjálfu Al- þingi. Alþýðuflokkurinn sýnist i þessum dansi vera álílca ringlaður og hinir og sýnist ekki fremur en þeir hafa áttað sig á því, livað hefir gerzt. Þetta algera stefnuriðl flokk- anna gerir þingið óstarfhæft og þjóðina ruglaða. Þegar þetta er grannskoðað, munu þeir verða margir, sem taka undir með Brynj. Bjarna- syni, er hann spyr í pésa sínum: „Erum við meðal heilbrigðra manna, eða erum við á vil- lausraspítala?“ Crelt skipulag. Svipað því, sem hér var sagt sagt um flokkana og flokkariðl þeirra, er þetta á flestum öðrum sviðum þjóðlífsins. En livernig stendur á þessu stefnuriðli allra flokka? Það stendur þannig á því, að það þjóðskipulag, er við höfum búið við, er orðinn slíkur blendingur af auðvaldsskipulagi og jafnaðarstefnu, að það getur á engan liátt lengur fullnægt þeirri þróun, sem nauðsynlega þarf að fara fram. Þróunin er búin að sprengja skipulagið. Það er orðið óskapnaður og óstarf- hæft og verður það þar til umsköpun þess hefir farið- fram. Ákveðnum þætti í þróunar- sögu hins isl. þjóðskipulags er lokið. Honum lauk, er samtök þeirra stétta, sem skarðastan hlut höfðu frá borði borið — verkamanna og bænda — urðu svo sterk, að þær stéttir urðu ráðamestu stéttir þjóðfélagsins á þingi og utan þess og gátu orð- ið allsráðandi í landinu hvenær sem þær vildu. Nú er þvi stigi náð, og það þýðir ekkert að ætla sér að snúa lijóli þessarar þróunar aftur á bak, það mundi skapa borgara- slyrjöld og ógnaröld í landinu. Gott dæmi um hið mikla vald þessara stétta í þjóðfélagi okk- ar er skipun nefndar þeirrar, sem á.það reyna að koma fram lækkun vísitölunnar. Sú nefnd er eingöngu tilnefnd af bænda- og verkamannasamtökum. At- vinnurekendur og aðrar stéttir koma þar livergi nærri. Alþingi „þorir“ engin lög að setja, sem ganga í berhögg við þessar tvær stéttir. Gerðardómslögin, sem ókleift reyndist að framkvæma gegn vilja verkamanna, færðu mönnum lieim sanninn um, að það væri þýðingarlaust að setja slilc lög. En þjóðin sjálf liefir ennþá ekki viðurkennt þá staðreynd, að þjóðskipulagið er orðið ó- starfhæft, og fyr en hún verður viðurkennd og menn fara að | haga sér samkvæmt því, fæst engin lækning á ástandinu sem er. Þangað til munu flokkarnir hjakka í sama farinu með sömu slagorðin, sömu deilumálin, sömu bardagaaðferðirnai-, sama lánleysis aðgerðarlej'sið og ná sömu niðurstöðu og nú — engri, eða verra en engri. Þetta, sem hér hefir verið drepið lauslega á, er áreiðanlega meginorsök þess ástands, sem nú rikir, og fyr en þjóðin áttar sig á þvi til fulls, að gamla tíma- bilið er liðið og nýtt hafið, verð- ur engin bót ráðin á núverandi ástandi, hvorki á Alþingi né ann- arsstaðar. Stóx-kostleg lieims- bytling er nú að fara fram, sem snerta mun öll lönd og allar þjóðir heimsins. Gamli timinn lcemur aldrei aftur. Við getum að sjálfsögðu slcapað „kreppu“ hér með því að liafast eldd að og með því að misskilja eða vilja elcki skilja þá þróun, sem, nú er fram að fara og búin er að sprengja hið gamla skipulag vort. Við bjuggum oldcur að mestu til dýrtíðina með þeim hætti að framkvæma ekki i tælca líð það, sem augljóst var að þurfti að gera þá strax, til að hafa hemil á henni. Við erum nú fyrst — 1943 — að basla við að framkvæma sumar þær dýrtíð- arráðstal’anir, sem gera hefði átt strax 1940, og nú lcoma þær fleslar að litlu gagni saman- borið við það, sem þá liefði ver- ið. Á likan liátt geturn við auð- vitað „búið til“ alvinnuleysi og lireppu á flestum sviðum, ef við höfum livorki vit né manndóm til þess að horfast í augu við staðreyndirnar, fyr en það er um seinan. Nýtt þjóðskipulag. Það, sem þess vegna verður að gera nú þegar, er að taka allt okkar þjóðfélagskerfi til ræki- legrar endurskoðunar. Og það má ekki liorfa í þó það lcomi við hagsmuni einhverra og kosti miklar fórnir á ýmsum sviðum að lconia nauðsynlegum breyt- ingum i framkvæmd. Allar at- vinnugreinir okkar verður bein- línis að endurskipuleggja. Sú endurskipulagning eða „um- breyting“ verður að fara fram á vísindalegum og hagfræðilegum grundvelli, en ekki pólitíslcum. Það getur eldci lengur verið um það að ræða, að það fái að vera „tilfinningamál“ einhverra svo- kallaðra stjórnmálamanna, livort stór, ræktanleg svæði af íslandi slculi látin ónytjuð og fúna niður til einskis gagns, eða livort þau skuli telcin til rælct- unar og ábýlis fyrir hundruð eða jafnvel þúsundir manna. Yið erum vaxin upp úr þeirri vit- leysu. Það má heldur ekki vera kom- ið undir geðþótta fáeinna manna, hvort gert er út á fislc eða síld á íslandi eða hvorí hér er rekinn iðnaður, sem veitt get- ur arð og atvinnu. Vilji þeir, sem fé eiga, ekki leggja féð í atvinnurekstur, verður þjóðin sjálf að grípa til annara ráða, frekar en að svelta eða selja sig i erlendan þrældóm. Að sjálf- sögðu er það enn heppilegasta leiðin, svo langt sem náð verð- ur með þeim hætti, að einstak- lingar eða félagsheildir leggi fé sitl í atvinnurekstur þjóðarinn- ar og taki þar bæði nokkra á- hætlu og eigi rétt á hæfilegum arði og vernd þjóðfélagsins til starfa. Sú leið sýnist eiga lang bezl við einstaklingshyggj u norrænna og engilsaxneskra þjóða. En að það eitt eigi að ráða, ef einstaklingsframtakið ekki nægir, nær vitanlega engri átt. Svipað er að segja urn hús- næðismálin. Það má ekki og get- ur eldci lengur verið háð duttlungum einhverra „ósýni- legra“ máttarvalda í þjóðfélag- inu, hvort menn, sem ætla að reisa sér heimili og hafa til þess slcilyrði, geti fengið hæfilegt húsnæði til íbúðar eða ekki. Það mál verður að leysa sem hvert annað raunhæft viðfangsefni alþjóðar, án allra „tilfinninga“ og vanga- veltna um livað „passar fyrir flokkinn“ eða „stefnuna“. Alla félagsmálalöggjöf þjóð- arinnar verður að endurbæta stórkostlega. Fi'æðslulcerfi lands- ins verður að umsteypa, því það hefir reynzt illa á flestum svið- um. * Sveitarstj órnarskipulaginu þarf að gjörbreyta og færa mik- ið af verlcefnum Alþingis til fjórðungsþinga, svo sveitarfé- lögin verði liinum mikilvægu verlcefnum vaxin, sem, þeirra bíða i framtiðinni. Útrýming atvinnuleysisins verður beinlínis að verða stjórn- arskrárákvæði, líkt og fátækra- framfærslan varð það, um 1874. Verði það, mun því smátt og smátt útrýmt með slcynsamlegri löggjöf, líkt og tryggingar eru nú að útrýma gömlu fátækra- framfærslunni. Bankapólitíkin verður að mið- ast við hina breyttu stefnu og aldrei er liægara um vik að breyta lienni en einmitt nú, þeg- a*r skuldir við bankana eru til- lölulega litlar, bankarnir sjálfir \el stæðir og erlendar inneign- ir miklar. En öll þessi breyting þarf að fara fram, noklcurnveginn sam- timis og undir stjórn, sem hef- ir öruggt fylgi alls meginhluta þjóðarinnar til framkvæmd- anna. Hvernig má þetta verða? Svo mun margur spyrja. Hvernig er liægt að lcoma fram slíkri allsherjar endurskoðun þjóðskipulagsins og taka upp nýja stefnu mitt í öllum þessum, glundroða og gaui'agangi? Auð- vitað verður það elcki gert á fá- um vikum eða mánuðum. En það má gerra á tiltölulega fáum árum, ef liafizt er lianda strax - og komið i veg fyrir það alls- herjar hrun, sem framundan er og sumir flokkar landsins bein- linis stefna að að framkalla. Það er athyglisvert, að einn af flokk- um þingsins skuli hafa lýst sig opinberlega ánægðan með ó- starfhæfni Alþingis og vinni að því á öllum sviðum, að auka glundroðann. Slikt er talandi tálcn þess, sem verða mun, ef elcki verður neitt að gert. En til þess að takast megi að framkvæma hina nauðsynlegu slcipulagsbreytingu verður þjóð- in að hverfa frá hinum nei- kvæðu bardagaaðferðum og taka upp jákvæða stefnu og starfsaðferðir. Það verður að liætta að ljúga að þjóðinni í blöðum og á mannfundum og umfram allt verður þjóðin sjálf að hætta að verðlauna ósann- indamenn og rógbera með fylgisaukningu við hverjar kosningar. — Meðan hún gerir það, sígur sífellt á ógæfu- hliðina, enda bera slíkir menn og floklcar þjóðarhag alls ekki fyrir brjósti. Þeir ætlazt beinlin- is til þess, að ávallt fari ver og ver, unz allt veltur um koll. Þá er þeirra timi kominn, en þá er lika þjóðin glötuð. Þjóðin verður að læra að skilja það, að þessar eilifu skammir i blöðum, á mannfund- um og allsstaðar, þar sem þjóð- mál eru rædd, eru vita gagns- lausar. Aðdróttanir, blelddngar, fagurgali, flaérð, ósannindi og ‘ livað það nú allt heitir, sem við liana er beitt, eru eingöngu svefnlyf, sem verið er að gefa henni inn, til þess liægara sé að afvegaleiða liana, ræna liana bæðl fé og valdi og hneppa hana loks í fjötra. Á þetta allt liefir hún nú'hlýtt í 25 ár sem sjálfstæð þjóð og nú sér hún árangurinn: Óstarfhæft þing — sundurtætt þjóð — hrein glötun framundan, ef ekki tekst að snúa við nú þegar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.