Vísir - 16.12.1943, Page 1

Vísir - 16.12.1943, Page 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson * Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar I Biaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 33» ár. Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember 1943. 286. tbl. Þessi mynd er frá einni af árásum flugvéla bandamanna á Japani hjá Raboul. Sprengjur eru látnar svifa til jarðar í fall- hlifum, þegar þeim er varpað úr svo lítilli hæð, að sprengingin mundi skemma árásarflugvélina, ef „skeytið“ félli til jarðar með eðlilegum liraða. Loftsóknin á Kyrra- hafi fer dagvaxandi. 356 smál. sprengja varpað á einn stað. VJ*LUGVÉLAR BANDAMANNA undir stjórn MacArthurs * gerðu í gær mestu árás, sem nokkuru sinni hefir verið gerð utan Evrópu, er þær vörpuðu 356 smálestum sprengja á bækistöð Japana í Arawe, suðvestan til á Nýja-Bretlandi. Undanfarnar vikur hefir loftsókn bandamanna á þessum slóðum farið dagvaxandi, en þessi árás fór þó fram úr öllu, sem þórna hefir átt sér stað í þessu efni. Voru bækistöðvar Japana í Arawe gersamlega lagðar i auðn og þótt þar væri völlur fyrir orustuvélar, kom engin þeirra til móts við flugvél- ar bandamanna. Einnig var ráð- izt á flugvöllinn hjá Gasmata. Það er að visu ekki mikið sprengjumagn, sem þarna hefir verið varpað til jarðar, þegar þess er gætt, hversu miklu Bref- ar demba nú niður á fáeinum minútum á Þýzkaland, en það er raunverulega ekki svo litið, þegar tekið er tillit til þess, að í mestu árás Þjóðverja á Lond- on var ekki varpað niður nema 450 smál. af sprengjum. Árásir víða. Bandamenn hafa einnig gert harða árás á bækistöðvar Japana á Bougainville-eyju og var varpað þar niður 134 smál., en norðarlega í Salomonseyjum var stórt japanskt beitiskip hæf t tveim 1000 punda sprengjum. Ámerískar flugvélar hafa einnig ráðizt á Marshall-eyjar enn einu sinni og var lagt upp á hinum nýja flugvelli á Tarawa. Járnbrautaverkfall í aðsigi í D. S. Fimm félög amerískra járn- brautarstarfsmanna hafa sam- þykkt að hefja verkfall frá 30. þ. m. að telja. Meðlimir járnbrautarfélaga þessara eru samtals 350,000 og við atkvæðagreiðslur um verk- fall samþykktu 98 menn af 100 að vinna skyldi lögð niður. Eru gerðar kröfur um hærri laun og ýms fríðindi. Málið verður tekið til með- ferðar af málamiðlunarnefnd ríkisins á mánudag. Það yrði hið mesta áfall fyrir stríðsrekstur Bandaríkjanna, ef verkfall þetta yrði gert og stæði lengi. Ítalía: Orkone brennur. Indverskar hersveitir eru nú komnar fast að Ortone, sem stendur í björtu báli, og þykir það benda til þess, að Þjóðverjar ætli senn að yfirgefa borgina. Frá Ortone liggur aðal-þjóð- leiðin fyrir sunna Pascara vest- ur á bóginn til Róm, og er því mikill ávinningur að töku henn- ar. Fimmti herinn heldur enn kyrru fyrir, vegna ófærðar, og flughernaðaraðgerðir hafa legið niðri undanfarinn sólarhring, vegna ofviðris. Þýzkir hermenn áminntir. í sókninni undanfarna daga á Ítalíu, hafa bandamenn tíðum fundið á foringjum Þjóðverja, sem fallið hafa, skipanir um að áminna hermenn sína um þag- mælsku, ef þeir verði teknir til fanga. Er svo að sjá af skipun- inni, að hermennirnir gefi oft mikilvægar upplýsingar um birgðastöðvar og foringjasetur, sem fluglið bandamanna geri síðan árás á. Hermennirnir eru hvattir til að gæta eins mikillar þag- mælsku og hermenn banda- manna, einkum Breta. Hungursneyðin í Bengal. Talið er að eigi færri en fimmtán þúsund manns hafi orðið hungurmorða í Bengal- héraði í haust, og ef til vill miklu fleiri Mannfallið var mest frá byrj- un ágúst og fram í miðjan októ- ber. Á því tímabili voru 8800 manns fluttir í sjúkrahús og lét- ust 2500 þeirra, en á götum og á víðavangi létust eigi færri en Loftárásir á Tyrol. í herstjórnartilkynningu Eis- enhowers, sem barst til London um hádegisbilið segir, að fljúg- andi virki hafi gert miklar á- rásir á Innsbruck í Tyrol og Bol- zano, en þessar borgir standa við helztu flutningaleiðir Þjóð- verja til Ítalíu. Tjón er talið vera mjög mikið í báðum borgunum. N.Guinea: Astralíumenn stytta sér leið Nota riddaralið. Framsveitir Ástralíumanna eru nú aðeins um 50 km. frá Madang á Nýju-Guineu. Eiga þær þar í höggi við Jap- ana í Ramu-dalnum, en þessar vígstöðvar eru um 250 km. fyrir vestan vígstöðvarnar á Huon- skaga, svo að ef Ástralíumenn geta brotizt til sjávar hjá Ma- dang, horfir mjög illa fyrir Jap- önum á Huonskaga. Þess er getið i fregnum frá bardögunum fyrir suðaustan Madang, að Ástralíumenn noti þar 1 fyrsta skipti riddaralið i þessu stríði, en siðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa Ástraliu- menn átt mjög gott riddaralið. Kínverjar segjast vera í sókn. Kínverjar segjast reka flótta Japana af kappi í grennd við Changte. Segjast þeir vera komnir um 60 km. norður fyrir Changte og öllu lengra norðvestur fyrir borgina og sé mannfall mikið í liði Japana. í fregnum Japana er heldur lítið getið um bardaga þarna, en þó segjast þeir hafa hvarvetna yfirhöndina. Alamein kost- aði 10 milL dé 1 gær var brezkum þing- mönnum sagt lítillega frá því, hvað sitríðið kostar brezku þjóðina. Fulltrúi fjármálaráðu- neytisins skýrði frá því, að orustan við Alamein hefði kostað 10 — tíu — milljónir sterlingspunda, en rekstur 8. hersins kostaði Breta eina 300 þúsund sterlingspund á dag. Ef Þjóðverjar gera árás á London, svo að byssur borg- arinnar verða að halda uppi skothríð eina nótt, er kostn- aðurinn við það 100,000 sterlingspund og er þá tjón Stalið, ef eitthvað verður. — 4800 á sama tímabili. Þá var á- standið svo hroðalegt, að 75 manns dóu daglega í sjúkrahús- unum einum. En gert er ráð fyrir því, að dánartalan hafi minnkað verulega síðan um miðjan október og þótt dauðs- föll sé ekki alveg hætt enn, eru þau þó hverfandi móts við það, sem áður var. Kólera og taugaveiki hafa einnig gosið upp við liungurs- neyðina og í einni viku létust 157 manns úr þessum sóttum, auk þeirra, sem dóu úr hungri. Brúastæði Rússa við Tsjer- kasi og Kremensjug sameinuð Her Þjóðverja í Dnjepr-bugðinni í enn meiri hættu. Rússar vinna á fyrir vestan Kiev. RÚSSAR unnu í gær einn mesta sigur, sem þeir hafa unnið gegn Þjóðverjum síðan þeir brut- ust fyrst vestur yfir Dnjepr-fljótið fyrir fá- einum vikum. Þeim tókst að sameina bæði brúarstæði sín við Tsjerkasi og Kremensjug í eitt, um það bil miðja vega milli þessara tveggja borga, svo að það er nú hátt á annað hundrað kílómetra á breidd. Þetta virðist vera bein afleiðing af því, að Þjóðverjar voru neyddir til að hörfa úr Tsjerkasi, en þótt svo væri ekki er það hið mesta áfall fyrir Þjóðverja, og má mikið vera, ef það or- sakar ekki, að Mannstein, sem er yfirmaður Þjóðverja á suður- hluta vigstöðvanna, verður að fyrirskipa stórkostlegt undan- Brezkir hernaðarfræðingar liafa fyrir löngu spáð því, að Þjóðverjar verði að liefja mikið undanhald úr Dnjepr-bugðunni, en óvíst sé nema sókn Rússa verði búin að ná svo miklum þunga og hraða, þegar skipunin loks verður gefin, að þýzka her- stjórnin megni ekki að bjarga nema nokkurum hluta hersins. Wesson hershöfðingi, sem er einn af hernaðarfræðingum brezka útvarpsins, telur, að eigi færri en 30 þýzkar herd. hafi nú bækistöðvar í Dnjepr-bugð- unni, eða ekki mixma lið en 400 þúsund menn, þegar gert sé ráð fyrir mannfalli og fækkun i hverri herdeild af öðrum sök- um. Þykir Wesson þunglega horfa um björgun þessa liðs, ef ekki verður hafizt handa um brottflutning þess mjög bráð- lega. Það, sem hann færir fram til rökstuðnings þessari skoðun sinni, er eftirfarandi: Rússar hafa nú styrkt heri sína í miðri bugðunni með þvi að sameina þá, aukið styrkleika þeirra a. m. k. um helming samanlagt. Hitl- er hefir áður gefið hersveitum sínum skipun um að verjast til þrautar (Stalingrad) og dauða- dæmt á þann liátt mikinn fjölda manna, sem hægt liefði verið að bjarga og nota síðar, er í nauðir ræki. Inni í bugðunni sækja Rússar nú fast til járnbrautarborgar- innar Smela og eru í lítilli fjai'- lægð frá borginni, cn milli henn- ar og framvai'ða þeirra eru mýr- arflákar, sem geta orðið erfiðir viðfangs. Fyrir vestan Kiev. Stórorusturnar fyrir vestaii Kiev hafa nú staðið á fimmtu viku og hefir ýmsum veitt bet- ur. í gær miðaði Rússum þó nokkuð áfi'ain í greixnd við Malin. Þar höfðu þeir verið neyddir til að hörfa úr borginni Radomysl i fyrradag. Þjóðverj- ar tefla fram miklunt sæg skrið- dreka. Þjóðverjar skýra frá þvi. að Rússar gerðu hai'ðnr ái'ásir i grennd við Nevel. Russar geia þess ekki. Sókn á Balkan? Það hefir vakið mikla at- hygli, að Eden sagði i ræðu sinni í neðri málstofunni,að hörð loftsókn væri megin- þáttur í sóknaráformum bandamanna. Samtímis því, er fregnir berast um, að Þjóðverjar hafi sent aukinn flugher til eyjanna Samos, Khios o. s. frv. og til Búlgar- iu, berst fyrsta fregnin Um stórárás bandamanna á Grikkland, þ. e. 300-flugvéla árásin á Piræus og 3 helztu flugvelli Þjóðverja í Grikk- landi. — Flugmálasérfræð- ingur Daily Mail segir, að eft- ir öllum likum að dænta sé 300-fIugvéla árásin uppliaf mikilla tiðinda við Miðjarð- arliaf. Tilhögun um lokun verzlana um jólin. Yerzlanir í Reykjavík verða opnar næstk. laugardagskvöld til kl. 12 á miðnætti, ennfremur verða þær opnar til kl. 12 á mið- nætti á Þorláksmessu, þann 23. þ. m. Aðra daga fyrir jól verður lokað á venjulegum tíma, kl. 6, nema'á aðfangadag. Þá er búð- um lokað kl. 4 síðdegis. Um nýárið verða verzlanir lokaðar þrjá daga i röð, þ. e. á nýársdag, 2. í nýári, sem er sunnudagur og mánudaginn 3. jan. því þá fer fram vörutalning. Meðlimir Sálarrannsóknaíélagsins sæki að- göngumiða að afmælisfagnaÖinum fyrir sig og gesti sína í BókaverU un Sigf. Eymundssonar íyrir hádégi á morgun. Bygging nýrrar drátt- arbrautar á Akureyri. Fyrra mánudag kallaði bæj- arstjórn Akureyrar saman fund til að ræða um undirbúning að stofnun dráttarbrautar þar í bæ. Á fundinum mætti fjárhags- nefnd bæjarins, hafnarnefnd, nefnd kosin af fjórðungsþingi | Fiskifélagsins, Steindór Hjalta- i iin, aðaleigandi gömlu dráttar- . 1 i'autai’innar og nokkurir út- j : drðarmfenn. Tvær nefndir voru kjörnar á í'undinuni, önnur til að annast ; tiiugun og undirbúning, en hin til rð atliuga um fjárframlög frá ú 'ger'ðárniönnuin og skipaeig- endum á Akureyri og annars- staðar á Norðurlandi til fyrir- lækisins. Verðlagsbrot. Eftirgreind fyrirtæki hafa nýlega verið sektuð sem hér segir fyrir brot á verðlags- ákvæðum: Veitingastofan Herðubreið, Hafnarstræti. Sekt kr. 300.00, fyrir of hátt verð á veitingum. Kápubúðin Max, Hverfisgötu 34. Sekt kr. 500.00 fyrir of hátt verð á saumaskap. Eigandinn hefir áfrýjað dóminum. Þá hefir bifreiðastjórinn Andrés Blomsterberg vérið dæmdur í 300 kr. sekt. fyrir að taka liærra gjald fyrir bifreiða- akstur en heimilt er satnkvæmt taxta bifreiðastjórafélagsins „Hreyfill“. Reykjavík, 15. des. 1943. Skrifstofa verðlagsstjóra. Gæsaþjófnaður. í nótt var brotizt inn í gæsa- bú sem Sigfús Blöndahl á, og stendur í Viðimýri við Kapla- skjólsveg. Var 8 gæsum stolið þaðan. í gær upplýsti rannsóknar- rögreglan innbrotsþjófnaðinn í skartgripaverkstæði Óskars Gíslasonar. Var það 14 ára pilt- ur, sem valdur var að þjófnað- inum. Influcnza á Aknreyri. Inflúenzufaraldur sá, sem nú er að fjara út hér i bænum, hefir borizt víðsvegar um land. Fer hann ört yfir, en virðist yfir- leitt vægur. Á Akureyri hafa verið það mikil brögð að inflúenzunni, að loka varð Menntaskólanum um tíma. Samjjykkt U.M.S. Kjalar- nessþngs í sjálfstæðls- málinu. Ungmennasamband Kjalar- nesþings var haldið s.l. snnnu- dag að Klébergi og voru þar ýms mál til umræðu. Þingið lýsti m. a. ánægju sinni yfir tillögum stjórnar- skrárnefndar og yfirlýsingu níeiri liluta Alþingis i sjálfstæð- ismálinu. Skorar þingið á alla íslendinga að standa einhuga um stofnun íslenzks lýðveldis þann 17. júní 1944. Meðal annarra ályktana, er gerðar voru, var tillaga um þjóð- liátíðardag 17. júni og samþykkt um áfengismál. Stjórn sambandsins skipa: Gísli Andrésson Hálsi, forseti, Guðmundur Vigfússon Reykja- vík, ritari, og ólafur Þórðarson í Varmadal, gjaldlteri. Sambandið telur nú um 600 meðlimi. Amerísk herskip starfa nú með brezka flotanum í nánd við England.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.