Vísir - 16.12.1943, Side 2

Vísir - 16.12.1943, Side 2
VISIR VISIF7 DAGBLAÐ Útcefudl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSlR HJ. RitBtjórar: Kristján GuSlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsnsiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Sfmar: 16 60 (fimm línur). VerS kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Eignarnám og eignarréttut, FRÁ ÞVt er styrjöld sú liófst, er nú geysar, liefir þrá- íaldlega verið stagast á því af vinstri blöðunum, að margvís- legar breytingar myndu gerðar verða á þjóðskipuninni frá þvi sem tíðkaðist fyrir stríð, er frið- arsamningar yrðu gerðir, þann- ig að gamli heimurinn liti ekki dagsins Ijós að nýju. Vafalaust er þetta rétt, en hitt er annað mál, að hinn nýi lieimur verður með allt. öðrum svip, en róttæk- ustu byttingarmenn hugsa sér hann. Sagt er að forystumenn kommunismans í heimalandinu liafi fengið meira en nóg af snakki eftirapara þeirra um þá þjóðfélagsstefnu, og vafalaust verða trúbræður þeirra hér á landi engu síður fyrir vonbrigð- um en hinir, sem tilbiðja þjóð- málaástandið eins og það gekk og gerðist fyrir stríð. Umbóta er þörf, — það er með öllu vafalaust, — en byltingar verða jafn fjarri tilverunni hér á landi og þær hafa ávallt verið. íslendingar hafa staðið langt að baki öðrum þjóðuin í því að virða eignarrétt og einstaklings- framtak svo sem vera ber. Ekk- ert hefir verið löggjafanum heil- agt. Einstakir flokkar hafa sett metnað sinn í að sniðganga eða brjóta í bága við skýlaus stjórn- arskrárákvæði, og eina vörn einstakhnganna hafa dómstól- arnir yerið, enda hafa þeir met- ið, skyldu sinni samkvæmt, hvort gengið var á lögverndað- ann rétt einstaklinganna eða eklci. Stjórnmálaflokkarnir hafa sumpart vitandi vits, en suin- part, að því er virðist, vegna ó- sjálfráðs trúarofstækis, virt að vettugi einsaklingsframtakið og einstaklingsréttinn, til þess að koma þjóðnýtingaráformum sínum í framkvæmd, enda liefir jafnvel verið látið í það skína, að mestu athafnamennirnir væru þjóðinni hættulegastir. Þetta er öfug þróun, sprottin af skammsýni einni, — en engu öðru. Svo langt hefir þetta geng- ið að bæjarfélög, sem ætla mætti, að stæðu á verði fyrir einstaklingana, hafa ekki treyzt til annars en undanlátssemi við uppivöðslulýðinn, og hafa leit- ast við að ná tangarhaldi á fyr- irtækjum, sem einstaklingar höfðu fengið til umráða, og gátu rekið í almannaþágu engu síð- ur en hið opinbera. Er langur vegur á milli þess að lofa ein- staklingunum að starfa í friði að j>eim verkefnum, sem þeir geta risið undir, og hins, að ríki eða bæjarfélög hlaupi undir bagga þar sem framtak e|in- staklinga eða einstaklingssam- taka brestur. Því aðeins mun okkur kleift að byggja örugg- lega upp þjóðfélag þetta, að fullt jafnræði sé á milli einstakling- anna og ríkisvaldsins, þannig að hvorttveggja njóti sín á tilætl- aðan hátt. Hæstiréttur kvað upp í gær at- hyglisverðan dóm varðandi rétt Reykjavíkurbæjar til að ganga inn í kaup á frystihúsi, sem bærinn hafði forkaupsrétt að samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum. Bærinn átti rétt til kaupa samkvæmt mati, en engu máli skipti fyrir hvaða verð ein- Islendingar við ameríska háskóla reynast duglegir námsmenn. Ntríðiframleiðsla |Bandarik|anna aldrei st«rko§t!eg:ri en nú. Viötal við Arnald Jónsson blaðamann. Arnaldur Jónsson blaðamaður er nýkominn heim frá Ameríku. Kynnti hann sér blaðamennsku og las um þau efni við ríkisháskóla Minnesota í Minneapolis. Við Minnesotaháskóla er annar fjölmennasti stúdentahópur- inn frá Islandi sem stundar nám vestan hafs. Lætur Arnaldur vel af líðan þeirra og gengi. Vísir hefir náð tali af Arnaldi og skýrði hann frá dvöl sinni vestan hafs á þessa leið: — Við Minnesotaháskólann, þar sem eg dvaldi lengst af þess tíma, sem eg var í Ameríku, er annar fjölmennasti náms- mannahópurinn frá íslandi. Eru það 17 stúdentar, sem nema við staldingarnir liöfðu fest kaup á eigninni. Þetta er niðurstaða, sem er í fullu samræmi við á- kvæði samnings þess, er hér lá fyrir, en auk þess er hún eðli- leg og sjálfsögð frá almennu sjónarmiði séð. Verði frystihús- ið starfrækt forsvaranlega af einstaklingunum, er til þess eng- in ástæða að bæjarfélagið fari að hlaupa í kapp við þá um reksturinn. H'itt væri bænum miklu nær að verja afgangsfé sínu til sjúkrahússbyggingar eða til þess annars, sem ekki er liklegt að einstaldingarnir ráð- ist í. Hitt er fráleitt að bærinn etji kappi við einstaklingana um atvinnufyrirtæki, sem ör- ugg eru í höndum þeirra, einlc- um þar sem hæjarfélagið á sjálft sambærilegt fyrirtæki, er það leigir einstaklingum til afnota. Virðist þörfin þá ekki mikil fyr- ir slík fyrirtæki af bæjarfélag- sins hálfu. Varað var við þessari óeðlilegu ágengni bæjarfélagsins hér i blaðinu, og jafnframt vak- in athygli á, að réttur bæjarins væri ekki annar en sá, að hann gæti keypt eignina samkvæmt mati, en matsverðið yrði á þess- um tíma óeðlilega liátt, en gæð- in hinsvegar vafasöm, er eftir væri seilst. Nú á bæjarfélagið völina, og er ósennilegt að það hverfi að því ráði að kaupa eign- ina gegn þessum skilyrðum. Tími er kominn til að menn geri sér fyllilega Ijóst, hvort framtak einstaklingsins eigi að meta að nokkru eða engu. Á hið opinbera að gína yfir öllum rekstri eða á það að láta ein- staklinginn í friði með þann rekstur, sem honum er ekki um megn? Það er tilgangslaust að gera gælur við ósómann. Ann- aðhvort á hið opinbera að ann- ast allan rekstur og sjá fyrir öll- um einstaklingum, eða að það á að sjá einstaklingana í friði, brjóti þeir að engu gegn lögum og velsæmi eða almannaheill með starfsemi sinni. Hitt er frá- leitt að hið opinbera ásælist arð- bæran rekstur einvörðungu af því að hann kann að vera arð- bær. Þar eru einstaklingarnir eins vel að arðinum komnir, enda líklegra að rekstur þeirra verði frá þjóðfélagsins sjónar- miði lieppilegri en þjóðnýting, með öllu því er henni fylgir. Undanlátssemi við öfgastefn- urnar á engan rétt á sér, hvort sem er í bæjarstjórnum eða lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar. Að vera eða vera ekki sagði Shakespeare og þótti vel sagt á sínum tíma. Menn geta að vísu séð hinn gullna meðalveg, — og hann er beztur, — en að fara úr öfgum í öfgar er á eng- an hátt líklegt til sáluhjálpar né veraldargengis. liáskólann sjálfan, en auk þess eru þar tveir nemendur við aðra skóla. Starfsemi Minnesotaháskóla hefir breytzt talsvert þessi styrjaldarárin, þar sem herinn hefir tekið flesta liáskóla lands- ins að meira eða minna leyti í sína þjónustu. Hafa þær ráð- stafanir að sjálfsögðu gert öll- um erlendum stúdentum erfið- ára fyrir. I fyrsta lagi vegna þess, að náminu hefir verið þjappað mikið saman og nóms- hraðinn aukinn að miklum mun, og ennfrenmr liefir lier- inn tekið í sína þjónustu all- marga af kennaraliði háskól- ans. Þá hefir hin öra skrá- setning ungra manna i lierinn orsakað miklar truflanir á starfsemi skólans. Eru jafn- vel dæmi til þess, að orðið hefir að leggja heila bekki niður 1 sumum námsgreinum, af því að nemendurnir liafa verið skrá- settir í herinn á nómstímabilinu og engir aðrir komið í staðinn. Þetta liefir þó ekki komið að sök enn, hvað snertir nám ís- lendinganna enda eru þeir flest- ir við þannig nám, svo sem verk- fræði og aðrar slíkar náms- greinar, sem lengst verða kenndar. Eg var að sjálfsögðu afar mikið með íslenzku stúdentun- um, og kynntist þeim vel. Er mér óhætt að segja, að þeim gengur námið afar vel þrátt fyr- ir talsvert erfiðar kringumstæð- ur, og/njóta virðingar og vel- vildar háskólakennaranna fyrir góða frammistöðu í hvivetna. Það er nómsfólkinu að sjálf- sögðu mikill styrkur, að í borg- inni Minneapolis, eru allmargar íslenzkar fjölskyldur. Er það sannast að segja, að þessar fjöl- skyldur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka ánægju og vellíðan islenzka námsfólks- ins með því að hjóða því heim á heimili sín og með margskon- ar annari vinsemd. Eg er ekki í nokkrum vafa um, að stúdent- arnir ætla sér allir að koma heim að náminu loknu og eiga þá ósk heitasta, að geta orðið sínu eigin föðurlandi að sem mestu liði. — Hvað er svo að segja af styrjaldarrekstri Bandaríkja- manna? — Það sem mér finnst ein- kenna viðhorf Bandaríkja- manna um styrjöldina mest, er að allir virðast einhuga um að leggja allt í sölurnar til að vinna sigur sem fyrst og þá jafnframt að svo verði um búið að næsta friðartimabil megi verða langt og farsælt. Fram- leiðsla liergagna og matvæla hefir vaxið með þeim risaskref- um að engan mun hafa órað fyr- ir að unnt væri að ná slíkum hraða og afköstum, á fyrstu mánuðum styrjaldarinnar. Skrásetning manna i herinn er þó ef til vill það sem er mest áberandi í fljótu bragði. Götu eftir götu í borgunum gefur að líta hinar bláu stjörnur, er gefa til kynna að einhver meðlimur fjölskyldunnar sé kominn i stríðið, hanga tvær eða fleiri saman i gluggum hvers einasta húss. Þessi mikla mannaþörf hersins orsakar stórlega fækk- un á karlmönnum í hinum ýmsu greinum atvinnuveganna. Eg held þó ekki að um verulega fólkseklu sé að ræða hjá neinni af greinum styrjaldarfram- leiðslunnar, því að kvenfólkið liefir tekið við af karlmönnun- um í svo mörgum tilfellum. Hefir sú ráðstöfun áreiðanlega reynzt vel og telja sumir jafn- vel að afköstin í verksmiðjun- um hafi aukizt að mun síðan konurnar voru settar þar til starfa. Roosevelt forseti og stjórn hans hafa barizt kröft- uglega gegn verðbólgu og hefir sú barátta verið árangursrík til þessa. Nú liafa kolanómuverka- menn liinsvegar knúið fram kauphækkun og má telja eðli- legt, að önnur samtök verka- manna svo sem Verkalýðssam- band alríkisins og samtök verk- smiðjufólks reyni einnig að fá kaup sitt hækkað. Það myndi hinsvegar óumflýjanlega hafa þá afleiðingu, að sá grundvöllur sem stjórnin í Washington hefir hyggt sína baráttu gegn dýrtíð- inni á, myndi raskast og því myndi sennilega fylgja almenn hækkun á verði landbúnaðar- framleiðslunnar. Hvað sem ger- ist þó í þessum málum, munu Bandaríkjamenn standa saman um að láta ekkert það gerast, er geti lamað styrjaldarreksturinn eða seinkað úrslitasigri banda- manna í styrjöldinni. — Gekk ekki ferðalagið lieim til íslands vel? — Jú, vissulega. Styrjaldar- þjóðirnar tala um að ef til vill eigi þær meira að þaklea þeim mönnum, sem sigla kaupskipa- flota þeirra yfir höfin en nokkr- um öðrum aðila, sem þátt tekur í styrjaldarrekstrinum. Þetta er vafalaust alveg rétt, en hitt er jafnframt ekkert vafa- mál, að íslendingar ættu sízt að vera minna stoltir yfir far- mönnunum okkar en stríðs- þjóðirnar eru yfir sínum sjó- mönnum og herskörum, þvi að mínum dómi leysa íslenzku farmennirnir af höndum starf, sem þeir eiga skilið þakkir allrar þjóðarinnar fyrir. Bæjor fréftír I.O.O.F. 5 E.S., E.K. 12512168V2 Nætnrlæknir. Slysavarðstofan, sími 5030. NæturvörSur. Reykjavíkur apótek. Næturakstur. Hreyfill, sími 1633. Útvarpið í kvöld. KI. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þór. GuÖmundsson stjórnar): a) Forleikur aÖ óperettunni „Stráka- pör“ eftir Suppé. b) Lög úr óper- ettunni „Bláa kápan“ eftir Walter- Kollo. c) Tvö ljóðræn smálög, eft- ir Grieg. d) Mars eftir Morena. 20,50 Frá útlöndum (Jón Magnús- son fil kand.). 21,10 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21,15 Lestur Is- lendingasagna (dr. Einar Ól.Sveins- son háskólabókavörður). 21,40 Hljómplötur: Sigurður Birkis syngur. Happdrætti sjúklinga á Vífilsstöðum. Dregið var í happdrætti sjúkl- inga að Vífilsstöðum í skrifstofu Bæjarfógetans í Hafnarfirði þann 15. des. og komu upp þessi númer: Nr. 9506 Útvarpstæki 7 lampa. 7350 Málverk eftir J. Kjarval. 37 Mál- verk eftir sama. 9505 Rafmagns- lampi. 8998 Tjald og hvilupoki. 5668 Skiði með öllum útbúnaði. 33^7 Matarstell. — Vinninganna sé vitjað til Skemmtinefndar Vífils- staðahælis. Jólaepli — jólatré. Ný sending af jólaeplum er kom- in til landsins, enn fremur jólatré og jólatrés-greinar, er koma munu í verzlanir um næstu helgi. n Scrutator: JlcudjdvL OjSmMMLHýS Blaðsöluturnar. Eg sé það í fundargerð bæjar- ráðs, að tveir ungir menn hafa sótt um sérleyfi til að hafa blaðsöluturn á Lækjartorgi. Býst eg við að af því yrðu mikil þægindi, ef úr yrði, því að það er ekki viðhlítandi til frambúðar, að blöð skuli eingöngu seld á afgreiðslum og af götusöl- um. En auðvitað verður að tryggja það, að slíkur turn verði fallegur útlits, enda er hægur nærri, skyldi bæjarráði ekki líka byggingin, að fá arkitekt bæjarins til að teikna turninn. Lækjartorg virðist sjálf- sagður staður til að hafa blaðaturn á, en einnig koma aðrir staðir til greina, þegar fram í sækir. Mun þróunin óefað stefna í þá átt, að slíkir turnar komist upp á sem flest- um stöðum í bænum. Hingað til hefir umtal um slíka blaðsölustaði verið látið sitja við bollaleggingarn- ar einar. En nú væri óskandi, að úr jurði alvara. Rafmagnsskortur. Rafmagnsveitan hefir nú tilkynnt, að ekki sé útlit fyrir að nein bót verði ráðin á rafmagnsskortinum fyrr en eftir áramót, nema síður sé, og þykir mörgum horfa óvæn- lega, einkum atvinnurekendum, sem að sjálfsögðu hljóta að tapa stór- fé á rafmagnsleysinu. En harðast kemur þó rafmagnsskorturinn nið- ur á húsmæðrum bæjarins, sem eiga allflestar að elda hádegismatinn á sama tíma, einmitt þegar sem verst gegnir með rafmagnið. Mér hefir dottið það í hug, hvort ekki væri hægt að ráða nokkra bót á þess- um vandræðum með þvi að skipta matmálstímanum þannig, að sumir borðuðu hádegisverð kl. 12—1, aðr- ir kl. 1—2. Eg er einn þeirra sára- fáu, sem borða hádegisverð kl. 1— 2, og hjá mér eru ekki rafmagns- vandræði af þessum sökum. Þvi hefir mér dottið í hug, hvort ekki væri hægt að skipta matartíman- um eftir einhverjum reglum, því ,að það væri auðvitað engin bót, þótt allir flyttu matmálstíma sinn fram. Bókaverðið. Það kom ýmsum á óvart, þegar bókaverðið var allt í einu lækkað um 20%. Um langan tíma höfðu menn nöldrað út af bókaverðinu og furðað sig á því, að bækur skyldu ekki talin nógu mikil nauðsynjavara til að réttlæta verðlagseftirlit, þeg- ar eftirlitið náði jafnframt til kven- hatta. Þegar loks var ákveðið að lækka verðið, var ekki tími til ann- ars en handahófslækkunar, sem kemur harðast niður á þeim útgef- endum, sem ódýrast hafa selt. Bóka- búðir eigá um sárt að binda. Þær urðu að loka til hádegis í gær til vöruskoðunar á mesta annatíma ársins. En gramastir munu þó þeir vera, sem lokið höfðu að kaupa bækur til jólagjafa. Veit eg um menn, sem keypt höfðu fyrir meir en 1000 kr. (og tapað 200 kr.) — En að öllu samanlögðu er þessi ráð- stöfun samt skárri en ekkert, en eftir áramótin verður þegar i stað að taka upp gagngert verðlagseftir- lit, því að slik handahófslækkun er ekki til frambúðar. Flugvirki ... Þrír íslenzkir flugmenn hafa keypt sér flugvél og ætla að fljúga. Eg vona, að hér sé ekki um sam- keppni við Flugfélagið að ræða. Það er ekki viðeigandi, að flugmenn fljúgist á. Virðingarfyllst Isak ísax, fluggáfnaljós. Rennilásar . 18—19 cm. e. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Stofuskápar (eik). . Nokkurar gerðir fyrirl. HÚSGÖGN & CO. Smiðjustíg 11. Matsölubúðin Aðalstræti 16. Lausar móltíðir, smurt brauS og veizlumatur. Sími: 2556. 2 samliggjandi herbergi til leigu í Kleppsholti (kjall- arahæð). Dálítil fyrirfram- greiðsla nauðsynleg. Tilboð merkt: „Langholtsvegur" sendist blaðinu. Happdrætti Styrktarsjóðs Vélstjórafé- lags íslands. Eftirtalin nr. komu upp: 1. 1194 11. 2337 2. 145 12. 376 3. 1937 13. 268 4. 1139 14. 807 5. 289 15. 625 6. 1395 16. 289 7. 674 17. 2404 8. 1409 18. 1817 9. 1192 19. 1421 10. 1470 20. 1955 Munanna sé vitjað í skrif- stofu Vélstjórafélagsins í Ingólfshvoli. Vélstjórafélagið. Atvinna Laghentur maður getur komist að í fastavinnu við iðn og verzlunarfyrirtæki. Meðmæli ef til eru. Tilboð um laun leggist á afgr. blaðsins, merkt: „At- Oæfan fylgir trúlofunarhringum frá Sigurþór Ávallt fyrirliggjandi af öllum gerðum. Þúsund og ein nótt er að koma út x nýrri og frá- bærlega vandaðri útgáfu á vegum útgáfufélagsins Reykholt í hinni al- kunnu snilldarþýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en þessa útgáfu prýðir fjöldi gullfallegra teikni- mynda. Fyrsta bindið er nú kom- ið út, en alls eiga þau að verða þrjú, og er ætlað að hin tvö bindin komi út á næsta ári. — Þetta er þriðja útgáfa safnsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.