Vísir


Vísir - 16.12.1943, Qupperneq 3

Vísir - 16.12.1943, Qupperneq 3
VfSIR \ Fnndnr stndenta um málfrelsi. í fyrrakvöld var haldinn fund- ur í Kaupþingssalnum með stúd- entum, eldri og yngri. Frum- mælandi var Lúðvíg Guðmunds- son skólastjóri, en hann hafði verið milligöngumaður stúdenta ©g Árna Pálssonar prófessors um ræðuflutning á fyrirhugaðri fullveldissamkomu þeirra í Tjarnarbíó. Kvaðst frummælandi hafa talið það skyldu sína, vegna af- skipta sinna af máíi þessu, að skýra stúdentum frá gangi þess og leiðrétta missagnir og rang- hermi, sem fram hafi komið opinberlega, m. a. í greinargerð- um stjórnár Tjarnarbíós og víð- ar. Kvað hann það t. d. rangt, sem fram hafi komið í þing- skjali nýlega, að Tjarnarbíós- stjórnin hafi nokkra tilraun gert til þess að hindra upplestur Tómasar Guðmundssonar skálds. Hinsvegar hafi stjórn kvikmyndahússins sett þau skil- yrSi um ræðu Árna Pálssonar, aS hann ekki ræddi stjórnmál. Ha stúdentar hafi haldið fast fram þeirri kröfu, að salur kvik- myndahússins yrði þeim léður, átt nokkurra skilmála um efni raöðunnar. Seinna hafi Bíó- stjórnin fallið frá þessu skil- yrði heimilað prófessorn- um óheftan málflutning, en hafi þá getið þess, að stúdentar yrði að taka á sig alla ábyrgð á deslum, sem kynnu að rísa af þessu máli, og gæti þetta haft þær afleiðingar fyrir stúdenta, að þeir ekki fengju aftur afnot hússins til skemmtihalda sinna. Þegar prófessor Árni frétti, að málfrelsi honum til handa, væri veitt með þeim forsendum, að stúdentar háskólans bæri ábyrgð á afleiðingum orða hans, ákvað hann þegar að draga sig i hlé. Varð þetta til þess, að stúdenta- ráðið aflýsti hátíðarsamkom- unni í Tjarnarbíó. Páll A. Pálsson stud. jur., sem er formaður stúdentaráðsins, og staðið hafði í samningum við stjórn Tjarnar-bíós fyrir hönd stúdentanna, lýsti yfir því á fundinum, að frásögn frum- mælanda af afskiptum stúdenta við stjórn kvikmyndahússins væri i alla staði sannleikanum samkvæm. Auk þessa töluðu fimm aðrir ræðumenn. I fundarlok var borin upp svolátandi ályktun, sem sam- þykkt var með 24 atkv. gegn 1: „Fundur stúdenta, haldinn í Kaupþingssalnum, þriðjudaginn 14. desember, lýsir sig samþykk- an gerðum stúdentaráðsins í Tjarnarbíómálinu, en átelur framkomu stjórnar kvikmynda- hússins vegna tilrauna hennar til að skerða málfrelsi próf. Árna Pálssonar.“ Þegar atkvæðagreiðslan fór fram voru nokkrir gengnir af fundi og meðlimir stúdentaráðs- ins, sem var aðili í málinu, greiddu ekki atkvæði um álykt- unina. Friðþjóf s §aga Maiuseiis er komin út Þetta er jólabókin Bókavervlun Isafoldar og ntibúið Langaveg 12 Til jólagjafa handa Hinar ágætu ensku orðabækur — Funk & Wagnals: The Modern Dictionary. (Með um 50.000 orð og yfir 1000 myndir). Verð kr. 15.00 í bandi. Desk Standard Dictionary. (Með um 80.000 orð og yfir 1200 myndir). Verð kr. 27.50 í bandi. College Standard Dictionary. (Með um 140.000 orð og yfir 2500 myndir), 1343 blaðsíður. Verð kr. 40.00 í bandi. Bókaverzlun Nignrðar Kristjánisonar Bankastræti 3. Amerísk karlmannafðt og Amerískir vetrarfrakkar teknir upp í dag Toledo vog Höfum fyrirliggjandi 750 kg. Toledovog á h jólum. Fullkomnasta gerð. G. Helgason & Melsted h.í. Sími: 1644. ____" _________________________ Amerísk karlmannaföt nýkomin, einhneppt og tvíhneppt. Verð 450.00. Jólabaxarmm Laugawg 53 BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL Gunnar M. Magnúss: Þetta er bókin, sem mest umtal mun vekja, vegna hins nýstárlega efnis í tveim stærstu sögum bókarinnar: — „Hvítra manna land“ og „Hvar er konan?“ E. t. v. munu þó enn meiri aðdáun hljóta þær sögur, er fjalla um líf og starf sjómannsins, og fólksins i sjávarþorpinu vestra. Merkur bókamaður hefir sagt: „að sögurnar séu hver annarri betri og sú síðasta, hin ógleymanlega mynd af heimsókn konungsins í hið fátæka sjávarþorp, skipa sér öruggt sæti meðal úrvals íslenzkra smásagna, og þó viðar væri leitað.“ Kaupið þessa ágætu bók strax i dag. Klæðagerðin Últíma Lokað frá kí. 8—12 á. morgun vegna jarðarfarar. ÍMfaécii Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengda- móður, Guönýjar Ingigeröar Cyjólfsdióttur fer fram föstudaginn 17. þ. m. og hefst kl. 10.30 f. h. frá heimili okkar, Njálsgötu 34. Það var ósk hinnar látnu að þeir sem vildu gefa blóm, er hún félli frá, létu andvirði þeirra heldur renna til Slysa- varnafélags íslands. Tryggvi Pétursson, börn og tengdasonur. Jarðarför elsku litla sonar okkar og bróður, Jens Kristins Þorsteinssonar fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 18. þ. m. og hefst með bæn að heimili okkar, Kaplaskjólsvegi 12 kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Guðrún Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, systkini og tengdasystir. _____________________________________________________1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.