Vísir - 03.01.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 03.01.1944, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 60 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Helgi Bergsson, skrifstofustjóri: Alvara dagsins. ott er og nauðsynlegt að geta glaðzt og gert sér dagamun. Hefir það verið tal- inn góöur og gildur siður hér í landi að fagna nýju ári með margvísleglu móti, og mun svo hafa verið gert um land allt, en þrátt fyrir það hafa borizt annarlegir ómar inn á hvert heimili, sem skyggt hafa á gleð- ina qg vakið ugg í hverju hjarta að þessu sinni. Sorgarleikur styrjaldar þeirrar, sem núerháð, liefir aldrei ómað hærra en ein- mitt nú um áramótin. Augljóst er að nýja árið verður örlaga- rikt fyrir allar þjóðir heims, en ekki einvörðungu þær, sem nú blæðir út á vígvöllunum. í því efni er ekki rétt að eins dauði sé annars brauð, en all- ar þjóðir verða að bera sam- eiginlega byrði þess böls, sem mannkynið hefir enn einu sinni leitt yfir sig. Menn gera sér vonir um að ófriðinum muni Ijúka hér í álfu á þessu ári, en um það er ekkert unnt að fullyrða. Hverjum degi verð- ur að nægja sín þjáning í því efni, en betur væri að árið boð- aði langþráðan frið. Erlendir stjórnmálamenn eru svartsýnir á horfurnar. Þannig hafa forystumenn brezk ir lýst yfir því, að á árinu muni frekari skortur verða ríkjandi, en þekkzt hafi til þessa. Þjóð- irnar hafi keppzt við vígbún- aðarframleiðsluna, en síður sinnt framleiðslu matvæla, en af þvi leiði aftur skort á slík- um nauðsynjum. Er þó skömmt un upp tekin á flestum vöru- tegundum, þannig að ekki er þeim eytt í óhófi, en þrátt fyr- ir það er talið að vörueklan verði svo tilfinnanleg, að skömmtuninni vei-ði að halda uppi næstu árin eftir styrjald- arlokin, þar til framleiðslan sé komin í eðlilegt og fast horf. Hafi þessir menn rétt fyrir sér, er enginn vafi á að frekari erf- iðleikar eru fram undan fyr- ir íslenzku þjóðina en þekkzt Iiafa til þessa. Þótt tilfinnan- legur skortur hafi verið hér á innlendum neyzluvörum, hafa erlendu vörurnar fengizt í þeim mæli, sem nauðsyn hefir krafizt og allt gengið í því efni slysalitið til þessa. Hins veg'ar er engin trygging fyrir því, að svo muni reynast, einkum ef skortur verður á vörutegund- um þessum á erlendum mark- aði og kann þá að fara svo, að yið verðum, sem aðrir, að herða á sultarólinni. Fullkom- ið gáleysi væri ,ef þjóðin gerði sér þetta ekki ljóst, einmitt nú um áramótin, og byggi sig und- ir með fullri djörfung að mæta þeim erfiðleikum, sem fram undan kunna að vera. Stríðið hefir bakað islenzku þjóðinni margs konar erfið- leika innanlands, samfara stundar velgengni. Aldrei hef- ir þjóðin verið sundraðri en nú og óhæfari til sameiginlegra átaka. Innanlandsfriði þarf að koma á, og þeim mun frekar, sem ætlunin er að þjóðin taki endanlega stjórn allra sinna mála í eigin hendur á árinu. Aukin réttindi skapa auknar skyldur, — ekki einstökum Verzlunin árið 1943. Við síðustu áramót varð vart við þó nolckuð mikinn ugg með- al þeirra, er starfa að innflutn- ingsverzluninni. Gerðu menn fastlega ráð fyrir því, að ýmsar torfærur yrðu á vegi aðflutn- inganna til landsins. Hefir sjálf- sagt ríkt of sterk tilhneiging til að draga slíkar ályktanir af þróun síðustu heimsstyrjaldar. Reynslan hafði sömuleiðis fært mönnum heim sanninn um á- lirif hinnar algeru hervæðingar í Bretlandi, en þar í landi hafði öll framleiðsla á venjulegum borgaralegum gæðum ýmist staðnað, minnkað, eða verið hæll með öllu. Þessi þróun hlaut að endurspeglast i vaxandi út- flutningstregðu frá því landi og um leið auka ótta manna hér heima á alvarlegum sam- drætti í innflutningsverzluninni. Að öllu óbreyttu var það rök- rétt að hugsa sér, að því lengra sem núverandi aðalinnkaupa- land okkar kæmist í hinni al- gjöru liervæðingu sinni, myndu sömu einkennin koma i Ijós í ríkara mæli. Því ber heldur ekki að neita, að sömu aðal ein- kennin liafa gert vart við sig i Bandarikjunum og í Englandi, enda þótt við höfum enn sem komið er fengið þörfum okkar fullnægt og ef til vill meh’a en það á sumum sviðum. Loforð- unum um fullnægingu þarfa okkar hefir verið framfygt að mestu; allar brýnustu nauð- synjar ahnennings hafa fengist hér á markaðnum, auk þess sem landið hefir fengið inn ekki ó- álitlegan liluta varnings til framleiðsluþarfa. Samt sem áður verður með engri sanngirni sagt, að uggur manna hafi verið með öllu á- stæðulaus. Kaupsýslumenn liafa orðið að horfast í augu við þá slaðreynd að þurfa að kaupa inn vörur, er farið hafa sí hækkandi í verði, og sem í ein- stökum tilfellum hafa ekki átt við hefðarbundnar neytzlu- venjur okkar. Þar á ofan liafa bætzt afgreiðsluerfiðleikar vestra og sífelldur skortur á skipakosti. Viðskiptaerfiðleikar þessir liafa þó í flestum tilfellum naumast orðið annars valdandi mönnum til handa, heldur hverjum einstaklingi og þjóð- félagsþegni. Réttindin eru sam- eign og skyldurnar sameigin- legar. Þjóðin verður að liaga sér skynsamlegar en hún hef- ir gert, enda er ekki annað sýnna, en að fyrir verulegum hluta hennar vaki að gera allt það, sem unnizt liefir á undan- förnum áratugum, að engu, glata verðmætum, sem sköpuð liafa verið, án þess að gefa nokkuð í staðinn. Sliku böli verður að afstýra og þar með hruninu. Það verður að sætta stéttirnar, og sjá svo um að engin stétt auki réttindi sín á kostnað annarra. Eitt verður yfir alla ganga, eftir því, sem við verður komið, og jafn- framt þarf að hefja markviss- an undirbúning að ráðstöfun- um, sem bjargað geta við at- vinnu og fjárhagsmálum þjóð- arinnar eftir stríðið, svo sem aðrar þjóðir heims leggja nú mikla stund á. Áramótagleð- in er liðin hjá, en alvara starfs- dagsins blasir við augum. Þar er einnig gleði að finna, — ef til vill þá einu og sönnu gleði, en hún mun því aðeins finnanleg, að hver maður geri skyldu sína gagnvart sjálfum sér og þjóð- félaginu í heild, og þá er að reyna kappann, er á hólminn kemur. en því að átt liafi sér stað tíma- bundin yöntun einstakra vöru- tegunda, en að þvi hefir hin stórkostlega eftirspurn í land- inu sjálfu stuðlað á sinn hátt. ★ Þeirri skoðun var haldið all mjög á lofli um síðustu áramót, að ef ekki næðist nein lausn á dýrtíðarmálinu svo kallaða, sem verið liefir kjarninn i öll- um pólitískum og hagrænum umræðum öll styrjaldarárin, þá væri ekki annað sýnna, en að út- flutningsverzlun landsmanna stöðvaðist. Alla haustmánuðina hafði sú hlið kostnaðarins, er snýr að framfærsluvísitölunni tekið hvert stökkið upp á við af öðru meðan afurðaverð út- flutningsgreinanna stóð í stað. Slík þróun réttlætti að líkum þá bölsýni, er gerði vart við sig. Til þess að mæta þessum og öðrum vandamálum tókst þing- inu ekki að mynda stjórn. Skipaði því ríkisstjóri utan- þingsstjórn í miðjum des. 1942, og lýsti ríkisstjórn þessi það höfuðviðfangsefni sitt að halda dýrtiðinni í skefjum og færa hana niður eftir því sem unnt væri. Þann 19. des. gaf hin nýja ríkisstjórn út lög um verð- stöðvun, þar sem allar verð- hækkanir voru bannaðar til fe- brúarloka; frest þennan hugðist ríkisstjórnin nota til að koma nánari festu á þessi mál. II. Þann 16. jan. birtist stefna stjórnarinnar í viðskiptamálum í lögum um innflutning og gjaldeyrismeðferð. Stefna þessi var áframhald þeirrar stefnu, er áður hafði ríkt um nauðsyn á margskonar aðhaldi í viðskipt- unum við útlönd, en tekið var á málunum með meiri festu og allt eftirlit fært í hendur eins aðila, Viðskiptaráðs, er fékk meiri yfirráð yfir viðskipta- málunum en nokkur einn aðili hafði haft til þessa. Var það talið nauðsynlegt bæði frá innanríkis- og utanrikis- sjónarmiði. Viðsldptaráði var falið að ákveða, hvaða vör- ur skyldi flytja til landsins, ráð- stafa farrými i skipum, er ann- ráðstafa gjaldeyri til vöru- kaupa erlendis og annara nauð- sj’nja, úthluta innflutningi á vörum til innflytjenda og setja þau skilyrði um hann, sem nauðsynleg kynnu að verða vegna ófriðarástandsins eða viðskiptaskilyrða, annast inn- flutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, ef hún teldi sýnilegt, að innflytj- endur sæu elcki þörfum þjóðar- innar borgið eða aðrar ástæður gerðu slílcar ráðstafanir nauð- synlegar, fara með verðlags- ákvarðanir og -eftirlit, með nokkurum undantekningum, svo og vöruslcömmtun. Allar þessar ráðstafanir hafa að líkum skert mjög sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra, er við innflutning fást, en hinsvegar hafa þeir tekið þessum ráðstöf- unum með skilningi með tilliti til þeirra viðhorfa, er skapast hafa bæði í innkaupamálum og siglingamálum. Enda þótt kaupsýslumönnum hafi oft vonum fremur tekist að afla nauðsynlegra vara vestra, án afskipta þess opinbera þar, liafa afgreiðsluerfiðleikarnir stöðugt ágerst eftir því sem fleiri og fleiri fyrirtæki, sem áð- ur störfuðu beint eða óbeint í þarfir almennings, annað hvort fengu önnur viðfangsefni eða hafa orðið að draga úr fram- leiðslu sinni vegna hráefna- skorts og þannig komist í af- greiðsluþröng um leið og birgð- ir gengu til þurrðar. Þeim vör- um hefir því' stöðugt fjölgað, sem eingöngu er hægt að afla gegn forgansleyfum eða fyrir bein afskipti stjórnarvaldanna vestra. Sumar þessar vörur eru keyptar með aðstoð Viðskipta- ráðs, sem gerir innkaupin með talsvert öðrum hælti en áður. Þetta hefir haft þær óhjákvæmi- legu afleiðingar í för með sér, að vörustraumurinn hefir orð- ið ójafnai’i, skapað ofgnótt annað veifið, en vöruvöntun hitt, sem siðan elur tilhneigingu til kapphlaups meðal neyt- enda. ★ Aðhaldi Viðskiptaráðsins hef- ir einkum verið beint að við- skiptunum við Ameriku. Ilins- vegar hafa flutningar frá Eng- landi gengið mjög gr'eiðlega til þessa, en erfiðleikarnir á því að fá vörur þaðan hafa vaxið mjög. Um seinustu áramót var mál- um svo komið vestra, að um 40000 snxál. biðu afskipunar og er það álíka magn og skip í eigu landsmanna megna að flytja á einu ári. Heildar inn- flutningur okkar var unx 200.- lagsstjóx'i haft afskipti af nær- fellt allri verðlagningu, er und- ir hann hefir heyrt og stax-fsemi hans, þannig átt í það minnsta óbeinan þátt í því að halda visi- tölunni niðri. Verðlagsþróunin hefir á þessu ári oi’ðið stöðugri en nokkru sinni áður síðan styrjöldin skall á, og veldur þar mestu sú stefna, er upp var tekin „að greiða nið- ur dýrtíðina“, að vinnulaun stóðu í stað á árinu, að verð- hækkun á aðfluttum vísitölu- varningi varð ekki mikil, þar sem forðast var að láta frakt- liækkunin verka á þær, og að endingu gætti nú ekki í sama mæli og áður áhrifa setuliðsins 000 smál., en af þeim fluttum ' á viðskiplakerfi þjóðarinnar við 90550 smál. frá Ameríku 1942. Til þess að ráða hót á þessu öngþveiti gaf Viðskipta- ráð út skrá um forgangsfluln- inga, þannig að brýnustu nauð- synjunx var tryggður forgangs- flutningur og heimflutningi lítt nauðsynlegra rúmfangsmik- illa vax’a frestað um sinn. Með aðstoð yfirvaldanna í Banda- ríkjunum unx útvegun auka- skipa og smávegis flutningum með skipum herstjórnarinnar tókst á árinu að koma flutning- unurn í sæmilega gott horf, enda þótt nokkur þúsund smálesta j liggi stöðugt tilbúin til afskip- j unar. ! Skipaferðir voru all mikið tíðai’i en árið áður og voru alls farnar 117 ferðir. 75 frá Banda- ríkjunum og 42 fi’á Bretlandi. Árið 1942 var tala þessara ferða í sörnu röð: 96, 47, 45. Flutn- ingsgjöld i Bretlandsfei’ðum héldust óbreytt, en þann 8. maí hækkuðu flutningsgjöld í Amer- íkusiglingum um 50%; -þó gilti þessi hækkun aðeins ahnennar vörur, íjfni minni nauðsyn var á. Farmgjöld á slikum varningi höfðu þá stigið um 342% frá styrjaldarbyrjun, en farm- gjaldahækkun á skömmtunar- varningi, fóðui-bæti og áburði og nokkrum öðrum hrýnum nauðsynjum nam 130—134%. ★ Eins og áður greinir var Viðskiptaráði fengið það starf að fára með verðlagsákvarðanir og vex’ðlagseftii’Iit, sem sett var undir stjórn sérstaks verðlags- stjói’a, er gera skyldi sínar til- lögur til ráðsins. Hefir verð- Hirðusemi og umgengnismenning. JJinn lesenda þessara dálka send- ir þakkir sínar fyrir umræður þær og greinar, senx „Bærinn okk- ar“ birtir einu sinni í viku hverri, á mánudögum, og sendir eftirfar- andi bréf, er varöar útlit bæjarins og umgengni borgaranna: ★ jyjig hefir tekið sárt að sjá hið mikla ósamræmi hér í bæ, og hiröuleysi, sem svo víða mætir auganu. Hefi eg einnig oröiö undr- andi yfir aö sjá hversu lengi einn og annar ósójni hefir fengið að standa eða liggja óáreittur og í friði fyrir borgurum og heilbrigð- isstjórn. $koðun mjn er sú, ag ekki megi lengur dragast að. hafizt sé handa um að prýða og fegra bæ- inn, og útrýma eftir megni öllu ósamræmi og hirðuleysi, sem víða yfirgengur allt, sem litið verður í borgum og bæjum nágrannaland- anna.“ * jgg held að umgengnismenning utanhúss — hirðusemi og smekkvísi, sé eitt það, sem við ís- lendingar cigum að mestu ólært, og má það merkilegt heita, jafn prýðileg og hibýli nxargra eru hið innra nú á dögurn, en þar stönd- um við áreiðanlega ekki að baki nágrannaþjóðum. Veit eg þess dæmi um kunn- ingja mína, sem ætíð hafa allt hreint og fágað innanhúss, svo sem bezt verður á kosið, en vanrækja með öllu húsagarðinn. Má t. d. utan við sum hús sjá alls kyns spítnabrak, koppa og kyrnur, sem liggur þar óhreyft og safnast fyrir, Þó er oft um að ræða snotra grasbletti, sem liggja vel við sól, en vanhirtir og ömurlegir allan árs- ins hring. Svipaða sögu má eflaust segja frá ótrúlega mörgurn stað, í sveit-. um og bæjum þessa Iands.“ * H irðun og fegrun sjálfra hús- anna er mjög víða ábóta- vant. Göngum t. d. aðal-verzlunar- götuna, Laugaveg, og virðurn fyrir oss húsin til beggja handa. Eg hvgg að við myndurn óvíða á byggðu bóli erlendis sjá eins sundurleit og ömurleg hús útlits við aðalverzlunargötur. — En hversu auðvelt er þó að bæta úr helztu ♦ágöllunum, aðeins meo því að hreinsa og mála húsin jafnað- arlega, einkum þau eldri, sem víð- ast marka heildarsvip götunnar enn senx komið er. Þótt leiðinlegt sé til frásagnar, er rjki og bær hér euginn eftirbát- ur í hirðuleysi. Eru þar augljós dæmi, opinberar byggingar, svo sem SafnahúsiS og Sundhöllin, sem vissulega mætti lífga og prýða með meiri umönnun-og nokkruro málningarkollum, að ekki sé ’.alað i um húðun með íslenzkum berg- tegundum." * ■JJ m götur og gangstéttir mætti rita langt mál, svo mikið ó- fremdarástand rikir í þeim efn- um. — Það er þó máske ekki með öllu óeðlilegt, eins og sakir standa, að ólag sé í þeirn efnurn, en þar er vissulega rnikið og nauðsynlegt verkefni að vinna fyrir hinn unga bæjarverkfræðing, sem byrjar starf sitt á þessu ári, og miklar vonir standa til. Ber að stefna að malbikun eða steypu allra gatna í bænum, sem ætti að verða næsta stórmál verk- legra framkvæmda á eftir hitaveit- unni. Fyrr Iosnum við ekki við götu- rykið, og það er sízt hollara koia- reyk. En þegar það hvorttveggja er horfið, getum við búist við milc- illi svipbreytingu á bænurn okkar.“ Breyting götunafna. nnar lesandi þessara dálka skrifar nxér, og biður u u að komið sé á framfæri þeirri tillögu, að breytt verði uin nafn á Túngötu, og framlengingu hennar til vest- Mögxileikai’ jafnvægis julcust við það. 1 desember 1942 náði vísitala fi’anifæi’slukostnaðar hánxarki og komst í 272 stig, en lækkaði þegar í janúar niður 263 stig, íneð því að vissar innlendar vörur vox’u verðbættar úr xdkis- sjóði. í lok ársins er vísitalan 259 stig og hefir þannig lækkað Möguleikar á jafnvægi jukust eða um 4.8%. III. Utanríkisverzlunin. Viðskiptaveltan við útlönd hefir enn vaxið að krónutölu. Heildarúlflutningur nam í nóv- emberlok kr. 213.5 millj. miðað við kr. 193.9 millj. í fyrra, en verðmæti innflutnings kr. 226.5 millj. borið saman við kr. 213.5 millj. i nóvembei’lok árið 1942. Á árinu 1942 raskaðist verð út- og innfluttra vara landinu í óhag vegna þeirra stórkostlegu hækkana, er áttu sér stað á frakt- og ti-yggingamarkaðin- um, samtímis þvi að vöruinn- lcaupin beindust meira til Amer- íku en áður hafði verið. Hver verða muni þróunin á þessu ári er of snemt að segja um, þar sem endanlegar tölur um magn útfluttra og innfluttra vara ligg- ur ekki fyrír, en gera verður ráð fyrir að áframhald verði ó þeirri þróun, er liófst á fyrra ári. Útflutningsverzlunin var rek- in með sama sniði og árið áður. Bretland var langstæi’sti lcaup- andinn á útflutningsvarningi okkar, en liann var greiddur af Bandai’íkjastjói-n í dollurum, og okkur þannig ti’yggð nauðsyn- urs, Holtsgötu, og þær látnar heita einu og sáina nafni. Telur bréfritarinn eölilegra aö núverandi götunöfn veröi flutt í þann bæjarhluta, sem hafa -tún og -holt aö viöskeyti, svo sem Hátún eða Einholt o. s. frv., enda vísa nöfnin oröiö á ákveðna bæjarhluta, sem veröa æ til meiri glöggvunar vegfarendum eftir því sem bær- inn þenst út. T. d. mela-hverfi, valla-hverfi, túna-hverfi, liolta- hverfi o. s. frv. Að vísu er konxin nokkur heftS á Túngötu-nafnið, sem bindur göt- una viö ákveöinn stað í bænum. En engu að síður er full ástæða til þess að samræma sem mest götunöfn i hinurn einstöku bæjar- hverfum. í Vesturbæ, þar sem Túngata liggur til sjávar, eru götunöfn kennd við velli eða sjávarheiti, (Sólvallagata, Ásvallagata, Ránar- £ata, Öklugata). Mundi þá nafanbreyting Tún- götu fylgja öðru hvoru þessara hverfa i nafnavali, ef ástæða þætti til breytingar. Einn með fegurstu og bezt hirtu görðum bæjarins er hjá Haraldi Árnasyni, kaupmanni, við Laufásveg. Myndin sýnir garðhorn með blómabeðum. í baksýn er hár og fagur trjágróður, en litill gosbrunn- ur úr fjörugrjóti undir tröppum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.