Vísir - 20.01.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1944, Blaðsíða 3
V I S I R Þjóðleikhnsið og* II. K. JL. Halldór Kiljan Laxness hefir ritað grein í Þjóðviljann 16. des. f. á. og gert byggingu þjóðleik- hússins að umtalsefni. í grein þessari eru margar viilur, sem stafa væntanlega af ókunnugleika höfundar. Þykir byggingarnefnd Þjóðleikhússins viðeigandi að leiðrétta nolckur- ar af helztu missögnunum, til þess að gefa almenningi hug- mynd um, hversu lílið er að marka dagdóma um slík efni, þegar í hut eiga menn, sem alls ekki hafa leitazt við að kynna sér málið, áður en þeir tóku að fræða aðra um það. H. K. L. telur að ÞjÓðleilcliús- ið bæti ekki úr þörf bæjarins i sambandi við leiksýningar. Tel- ur hann, að bærinn hafi verið niiklu betur settur i þessu efni um aldamótin, þegar Iðnaðar- mannahúsið var byggt og byrj- aS að sýna þar sjónleiki. Nú er það fjarstæða, að ætlast til, að Þjóðleikhúsið bæti úr allri húsþörf Reykjavíkurbæjar vegna allskonar leikskemmt- ana i bænum. En aðalatriðið í þessu máli er það, að samkvæmt athugunum Helga Helgasonar verzlunarstjóra um leikhússókn Reykvíkinga i Iðnó um síðustu aldamót, er jjessu svo ólíkt far- ið þvi, sem H. K. L. telur, að eftir að Þjóðleikhúsið er tekið í notkun verður næstum þrefalt meiri möguleiki á að tryggja leikhússæti en var um aldamót, eftir að Iðnaðarmannahúsið kom til sögunnar, þó að miðað sé við það, að íbúafjöldi bæjar- ins liafi áttfaldazt frá þeim tíma. Auk þess verður að sjálf- sögðu að gera ráð fyrir því, að leiksýningar haldi áfram í Iðnó, og að fleiri bj'ggingar verði reistar í þessu augnamiði, eftir því sem fólksfjölgunin krefur. H. K. L. virðist vilja láta öll áhorfendasæti leikhússins verða jafngóð, og á sama gólfi. Hann virðist blanda saman vönduðum leikhúsum við fjölleikahús og aðra þvílíka skemmtistaði. — Ástæðan til þess að húsameist- arar og forstöðumenn leikhúsa hafa í tugi ára og allt fram á þennan dag og í öllum mennta- löndum, byggt áhorfenda- og áheyrenda-svið eftir sömu reglu eins og gert er ráð fyrir í Þjóð- leikliúsinu, er engin önnur en sú, að þetta skipulag hefir reynzt heppilegt til þess að leikgest- irnir geti séð og heyrt sem allra bezt allt, er fram fer á leiksvið- inu. H. K. L. fullyrðir að áliorf- endur á öðrum palli í Þjóðleik- húsinu sjái ekki nema litla rönd af leiksviðinu, en þetta er al- gerður misskilningur. Áhorf- endur á þessum palli sjá ekki aðeins yfir allt leiksviðið held- ur vegginn bak við það í meira en 6.00 m. hæð frá gólfi. H. K. L. talar urn að í Þjóð- lelkhúsinu sé of miklu rúmi eytt í ganga, fatageymslur og hressingarsal leikhúsgesta. Þetta er alrangt, livort sem skipulag Þjóðleikhússins er borið saman við fyrirkomulag beztu leikhúsa í Vesturlöndum eða athugaðar kenningar kunn- ustu fræðimanna um þessi efni. Handbólc Þjóðverja fyrir húsa- meistara (Bauentwurfslehre 1936) er eftir einn frægasta meistara Þýzkalands, próf. Ernest Neufert. Öll fyrrnefnd hlutföll í Þjóðleikhúsinu, sem H. K. L. finnst atliugavert við, eru í fyllsta samræmi við þetta fræðirit, og kröfur merkustu fræðimanna meðal stórþjóð- anna. H. K. L. fullyrðir að málara- salurinn í Þjóðleilchúsinu sé lágur undir loft. Eftir alþjóða- reglu eins og hún er sett fram í áðurnefndu fræðiriti þykir nóg að slíkir salir séu 3.80 m. á hæð, en í Þjóðleikhúsinu er hæðin frá gólf til lofts 4.20 m. Þá þykist H. K. L. vita það með vissu, að í Þjóðleikhúsinu muni varla vera um að ræða neitt rúm fyrir hljómsveit framan við leiksviðið, auk þess sém hann gerir ráð fyrir að þessi staður muni vera allt of djúpur. Þetta bendir til þess, að H. K. L. muni vera algerlega ókunnugt um, að í öllum góð- um leikliúsum er hljómsveitar- rúm hækkað eða lækkað með sérstökum lyftivélum eftir því, sem bezt þykir henta í hvert sinn. Margir íslendingar hafa lcomið í Nýja-leikhúsið í K.höfn, sem er slærst og bezt af nýrri leikhúsum Dana, og miklu stærra en Þjóðleikhúsið, en hljómsveitari'úmið er jafnstórt þar og í Þjóðleikhúsinu. Til frekari áréttingar má geta þess, að hljómsveitarstjóri dr. Ur- bantschitsch og hljómsveitar- stjóri útvarpsins, Þórarinn Guð- mundsson, hafa leyft að liafa það eftir sér, að hljómsveitar- rúmið í Þjóðleikhúsinu sé nægi- lega stórt fyrir sjónleiki og „Operettur". Þjóðleikhúsnefndin væntir, að þessar athugasemdir nægi til þess, að þjóðin fái glögga hugmynd um, að aðfinnslur af sama tægi, eins og þær sem fram eru bornar í umræddri grein H. K. L., eru siður en svo til nokkurs gagns við fram- lcvæmd vandasamra mála eins og Þjóðleikhúsbyggingarinnar. Þjóðleikhúsnefnd. B œjaF fréttír I.0.0.F.5= 1251208V2 = N.K. Séra Jakob Jónsson, Leifsgötu 16, er fertugur i dag. Á fundi Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands verður upplestur, Pétur Pétursson útvarpsþulúr les. Maríus Sölvason syngur einsöng. — Auk þess eru mjög áríbandi félagsmál, og eru konur beönar aö fjölmenna og taka meS sér gesti. Afmælishátíð Fjallamanna í Oddfellowhöllinni í gærkveldi tókst með ágætum. Sýndar voru þar nýjar og gamlar kvikmyndir, sem þeir Vigfús Sigurgeirsson og SigurSur Tómasson höföu tekiö, aS inestu leyti í litum. Sumir þættir úr þessum kvikmyndum eru ævin- týralega fallegir og draga fram tign, fegurö og liti íslenzkrar nátt- úru í sterkum dráttum. ÞaS skal þó tekiö fram, aö hér er ekki um uppbyggðar myndir aö ræöa <% eru því aö vonum nokkuö sundur- leitar, enda fyrst og fremst tekn- ar sent feröaminningar og „stemn- ingar“. Á eftir voru nokkurar skuggamyndir í litum frá Fimrn- vöröuhálsi og Tindfjallajökli sýnd- ar. Húsfyllir var í. Oddfellow og skemmtu menn sér hiö bezta. Útvarpið í kveld: 20.20 tltvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guömundsson stjórnar): a) Lög úr „Copelia" eftir Delibes. b) „Til vorsins" eftir Grieg. c) Mars eftir Schild. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzon). 21.10 Hljómplöt- ur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson). 20.40 Hljómplötur: ís- lenzk lög. Hallgrímskirkja í Iteykjavík. „Hin almenna fjársöfnunar- nefnd“ Hallgrímskirkju biður þess getið, að gjöfum og áheitum til kirkjunnar sé veitt móttaka daglega frá kl. 2—6 e. h. á skrifstofu Hjart- ar Hanssonar, Bankastr. 11, miÖ- hæð. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Framhald af fyrri tilkynningum um gjafir og áheit til kirkjunnar, afhent skrifstofu „Hinnar alm. fjár- söfnunarnefndar", Bankastr. 11. — Sigga (áheit) 30 kr. Ónefndur (á- heit) 20 kr. Benedikt Árnason, Stcra-Vatnsskarði, Skagaf. 10 kr. Lokað á morgun vegna jarðariapap. Skóverzlunin JORK KVENNADEILD SLYSAV ARNAFÉLAGSINS í Reykjavík. U, FUNDUR í kvöld (fimmtudag) kL 8V2 í Oddfellowhúsinu, niðri. FUNDAREFNI: 1. Mörg áríðandi félagsmál. 2. Upplestur. 3. Einsöngur. STJÓRNIN. Hinkaeigrend nr L.R.Í. ráðleggur ykkur að koma með minkaskinnin hið fyrsta svo að séð verði hvaða magn er hægt að bjóða. Verðið er gott og von um verðhækkun ef skinnin verða sem mest á einni hendi og hægt er að bjóða tals- vert mikið í einu. Skinnasala L. R. í. (ngiiiign vantar til að bera út blaðið nú þegar um eftirtaldar götur: LINDARGÖTU BRÆÐRABORGARSTÍG. Talið strax við afgreiðsluna. — Sími 1660. Dagblaðið V í S IIC Stúlka (áheit) 10 kr. R.S. (áheit) 50 kr. N.N. (áheit) 500 kr. S.K. (áheit) 10 kr. Minningargjöf frá konu 10 kr. K.S. (áheit) 20 kr. S.H. 15 kr. N.N. (gamalt áheit) 50 kr. G.G. (áheit) 20 kr. Ónefndur utan af landi 25 kr. NorÖlending- ur 100 kr. Ónefndur 100 kr. S.Ó. (áheit) 10 kr. St.G., Vestmanna- eyjum (áheit) 50 kr. J.B. (áheit) 200 kr. Onefndur (áheit) 25 kr. Hilda (áheit) 5 kr. Jón og GúÖrún ,(áheit) 50 kr. —■ Afhent af herra biskupi Sigurgeir SigurÖssyni: Á- heit vegna m/s Freyju 500 kr. Áheit frá V/B 20 kr. Afhent af síra Bjarna Jónssyni, vigslubiskupi: Frá N.N. (gamalt áheit) 100 kr. — Af- hent af Dagblaðinu Vísi (gjafir og áheit) 547 kr. — Kærar þakkir. F.h. „Hinnar almennu fjársöfnun- arnefndar", Hjörtur Hansson, Bankastr. 11. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins var hald- inn í Sýningarskála listamanna 13. þ. m. í stjórn voru kosnir: Jón Emil Guðjónsson formaður, Ing- veldur Sigmundsdóttir varaformað- ur, SigurÖur Hólmsteinn Jónsson ritari, Snæbjörn G. Jónsson gjald- keri. Meðstjórnendur: Davíð Ó. Grímsson, Lýður Jónssón og Oskar Bjartmars. í varastjórn voru kosn- ir: Guðbjörn Jakobsson, Jóhannes Ólafsson og Ólafur Þórarinsson. Félagsmenn eru nú á 7. hundrað. Innan félagsins starfar söngkór og málfundafélag. Hið árlega Breið- firðingamót verður haldið að Hótel Borg íaugard. 22. jan. n.k. Húsnæði óslcast fyrir saumastofu strax. (Má vera óstandselt). Tilboð, merlct: „Saumástofa“ sendist blaðinu fyrir laugar- dagskvöld. Vökukonu og starfsstúlku vantar á Kleppsspitalann. — Upplýsingar hjá yfirhjúkrun- arkonunni í síma 2319. — sin3 ar sem birtast eiga í Víbí samdægurs, þurfa að vera komnar fyrir kl. II árd. Herbergi helzt með húsgögnuin óskast i 4—5 mánuði. — Fyrirfram- greiðsla fyrir allan tímann. Uppl. i síma 1680. Ileljið rétl hyniiiielii euiGGAsrr/Hf,’ VIKU EMÖLSTEINN VIKURPLGTUR Allt í seim: Góð einangr- un, trausl í burðarveggl, ævarandí, framleitt í nýtízkui véliuim. VIKURFÉLAGIÐ H.F. — Austurstræti 14. — Sími 1291. VÖRUHIÐfl 0G 1 ■ 1 1 Jiduh'U VÖRUUMBÚÐIR / 1 \ 'SÍMI4878 Med eða án Jiitaveitu — Breiðfjörðs bylginofnar haía alltaf reynzt vel. Vegna ummæla, sem birzt hafa i tveimur dagbíöðum um a® Breiðfjörðsofnar séu einu ofnarnir, sem ekki þoli hitaveitu- þrýstiuginn, birtum vér eftirfarandi vottorð: Undirritaður hefir notað Breiðfjörðs bylgjuofna undan- farin ár, og nú einnig siðan hitaveitan var íögð inn til min9 og votta eg hér með að þeir reynast vel. Reylcjavik, 2. janúar 1944. Sveinn Guðmundsson, járnsmiður, Bárugötu 14. Eg undirritaður votta hér með að eg nota til upphitunar með hitaveituvatninu Breiðfjörðs bylgjuofna i húáum min- um við Laufásveg 21, og reynast þeir i alía staði mæta vel. Reykjavík, 12. janúar 1944. Oddu'j Jónasson... Eg undirritaður keypti árið 1942 bylgjuofn hjá Breiðfjörð i húsið Laugaveg 41 A, og liafa þeir reynzi mér prýðilega. Hita bæði fijótt og vel. En er farið var að leggja heita vatnið i bús bér i bænum, heyrði eg að sprungið hefðu bylgjuofnar ásamt helluofnum og kötlum. Hugði eg því að hér væri um vanicinprun á heita vatninu að i*æða og leitaði eg þvi fyrir mér hvort eigi væri hægt að fyrirbyggja það og komst að þeirr:i niðurstöðu, að eigi væri annað en að hafa frárennslið óhíndrað frá ofnun- um. Tók eg þvi 2 krana af, sem hitaveitan hafði sett á frá- rennslið og lagði því næst % tommu rör upp eftir skorstein- inum upp i 2 metra hæð liærra en hæsti ofn hússins var, til að fyrirbyggja að ofnarnr gætu tæmt sig, leiddi það aftur niður i frárennsli hússins og er þetta sama rörvkld, er liggur frá þvi og að þvi. Hefi eg siðan hleypt á 20 litra rennsli á toánútu og er það helmingi meir en þörf er á til þess að hita aM husið. Þessi reynsla mín hefir reynzt mér prýðílega og vonast eg til að öðrum reynist eins ef reyna. Reykjavik, 9. janúar 1944 Virðingarfyllst, Benedikt Bemídiktsson. Af ofanskráðum vottorðum er ljóst: að fleiri tegundir ofna en þeir, er við framleiðum, hafa bilað af ofmiklum þrýstingi hitaveitunnar. að ofnar okkar reynast vel þar sem sú aðferð er viðhöfð, sem lýst er í vottorði nr. 3. Með ofanskráðum vottorðum og mörgum öðrum, er fyrir figgja hjá okkur, ætti ummælum hinna tveggja dagblaða um i ofna þá, er við framleiðum, að vera að fullu hnekkt. I í. Gnðm. J. Breiðfjörð h.f. Bréfaskóli S.I.S.1 er ætlaður jafnt ungum sem gÖmlum. Námsgreinar eru þessar: Bókfærsla I. og II., Islenzk réttritun, Enska handa byrjendum, Búreikningar, Fundarstjórn og fundarreglur, Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. Ai, Námið er stundað lieima, frjálst val um námsgreinar og námsliraði við hæfi hvers nemanda. Lágt kennslu- gjald. — Leitið upplýsinga lijá Bréfaskólanum, Sam- bandsliúsinu, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.