Vísir - 20.01.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 20.01.1944, Blaðsíða 1
•* V V • T jpr Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Simi: 1660 5 linur 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 20. janúar 1944. 16. tbl. r-*> 3 skipum sökkt pólTeriar:Rússar í Rabaul. Bandamenn gerðu í gær skæða árás á höfnina í Rabaul og skip þar. Þrem flutningaskipum var .sökkt, en kveikt í tveim að auki og loks voru þrjú löslcuð minna. Skipin voru flest lítil, því að Japanir hætta ekki hinum stærri skipuin sínum til Rabaul. Japanir sendu um 100 orustu- flugvélar gegn sprengjuflugvél- unum, en gátu ekki liindrað árásina og voru margar skotn- ar niður. 102 skotnar niður. Japanska herstjórnin segir, að ameriski fluglierinn liafi sent 200 flugvélar til árásar á Rabaul á mánudaginn, en þær beðið mikinn ósigur. Segjast Japanir liafa skotið niður livorki meira né minna en 102 af flugvélun- um, en misst aðeins örfáar sjálfir. Churchill reynir að leysa deiluna. í fregnum frá London segir, að Churchill Ieitist nú við að leysi deilumál Pólverja og Rússa. . Munu símtöl og bréf liafa far- ið milli Churchills, Roosevelts og Stalins vegna þessara mála. Eru menn í London vongóðir i um að viðunandi lausn fáist, úr því að þeir vinna allir að henni. Vegna heimkomu Churchills er kominn upp orðrómur um það, að hann muni liafa i hyggju að breyta stjórninni bráðlega Er gert ráð fyrir þvi, að Beaver- brook verði hermálaráðherra, en Sir James Grigg, sem hefir gegnt því emhætti, verði gerður Indlandsmálaráðherra. Útsvör á Akureyri lækka um 10% Fjárhagsáætlun Akureyrar- kaupstaðar hefir verið lögð fyrir bæjarstjórn og eru niðurstöðu- tölur hennar, aðeins lægri í ár en i fyrra. tJtsvörin munu Iækka um allt að 10% frá því í fyrra. Nú eru þau áætluð kr. 1.732.900, en í fyrra kr. 1.920.900. » Rússar sækja hratt fram á Leningrad-vígstöðvunum. var Vátryggingagjöld lækka. Vátryggingarfélög skipa í Bretlandi hafa tilkynnt lældcun á iðgjöldum á ýmsum siglinga- leiðum. Meðal annars hafa þeir lækkað iðgjöld fyrir skip, sem sigla til hafna við Miðjarðarhaf og einnig fyrir skip, sem sigla til Indlands. Það er jafnan öruggasti mæli- kvarðinn á gengi bandamanna i kafbátabaráttunni, er vátrygg- ingagjöld lækka. Floti Kanada 43-faldaðtir. Síðan stríðið brauzt út hafa Kanadamenn 42-faldað mann- fjöldann i flota sínum. 1 kanadiska flotanum er því nú næstum jafnmikið lið og í brezka flotanum, áður en strið- ið brauzt út. Leggja Kanada- menn til tvö af hverjum fimm fylgdarskipum, sem eru með skipalestum á Norður-Atlants- hafi. jaiivr í gær var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu réttvísin og valdstjórnin gegn Guðm. R. Magnússyni. ! Ákærði var eilt sinn sem oft- ar settur í varðhald í ölvunar- , ástandi, i kjallara lögreglu- j stöðvarinanr. Eftir að ákærði var settur inn sofnaði hann, en vaknaði síðan og var ákaflega þyrstur, en valn var ekki í klef- | anum. Lamdi liann fyrst all- lengi í ldefadyrnar, en er eng- inn sinnti honum braut hann klefaþilið við dyrakarminn og gat opnað. Er liann var kominn út dró liann lokur frá þremur öðrum klefum og hleypti út þeim er þar voru inni. Fyrir ölv- unina og fyrir að opna varð- haldsklefana fyrir hinum föng- unum hlaut ákærði 2 mánaða fangelsi og auk þess var ákveð- ið að liann skyldi að lokinni refsingu lagður á drykkju- manna hæli, allt að 18 mánuði . til lækningar. Tekjur Berklavarna- dagsins 128 þús. kr. Tekjur Berklavarnadagsins í ár námu samtaís rúml. 90 þús. kr., auk annarra gjafa og áheita, að upphæð 38 þús. kr. Hér í Reykjavík seldust blöð og merki fyrir rúml. 55 þús. kr. En miðað við fólksfjölda mun Siglufjörður þó hafa metsölu. Þangað voru send merki og blöð fyrir 2550 kr., en innkomið fé þaðan nam 5665 kr. Þá sýndi Kvenfélag Árnes- lirepps í Ingólfsfirði þá rausn af sér, að senda S. I. B. S. 3180 krónu fjárliæð. Fjársöfnuii liefir nú verið liaf- in til vinnuhælis fyrir berkla- i sjúldinga, á grundvelli þeirrar löggjafar, er síðasta Alþingi samþykkti, um að gjafir til hæl- i isins skyldu vera skattfrjálsar. j Framkvæmdanefnd vinnuhælis- ins hefir nú þegar borizt vegleg gjöf, frá Oddi Helgasyni útgerð- armanni, að upphæð 20,000 krónur. Er þess að vænta, að J fleiri fylgi á eftir á næstunni. Inonu forseti i Kairo Hér birtist fyrsta myndin, sem liingað hefir borizt af ráð- stefnu Churchill, Roosevelts og Inonu Tyrklandsforseta í Kairo. Inonu situr í miðju, en bak við liann og Churchill er Anthony Exlen. — Myndin er óskýr vegna þess, að hún var send þráðlausl til London. Bátnm bjar^að. „Sæbjörg“ kom nýlega inn til Reykjavíkur með m.b. „Helga Hávarðarson“ frá Nes- kaupstað. Fann „Sæbjörg“ bátinn lítt sjálfbjarga út af Álftanesi. Vél bátsins var að visu í gangi en hún dró ckki i veðrið. „Þór“ var á leið til Vest- mannaeyja sömu nóttina, en snéri við vegna veðurofsans og kom inn á Reykjavikurhöfn. Austri lá á Ólafsvík í fyrradag, en mun annaðhvort hafa lagt af stað þaðan eða slitnað upp næstu nótt og bað um aðtsoð. Togarinn Belgaum kom honum til hjálp- ar. Var vél Austra of kraftlitil til að hafa sig móti veðrinu, en annars var eklcert að. í morgun var sambandslaust austur, svo að nánari fregna liefir ekki verið unnt að afla af Austra. Björgun Laxfoss vonlaus. Björgun á m.s. Laxfossi er, úr því sem komið er, vonlaus talin eftir því sem Pálmi Lofts- son forstjóri hefir tjáð Vísi. Horfur á þvi að skipinu verði bjargað hafa verið litlar til þes'sa en þær hafa versnað stórlega i síðustu sólarhringa. —- Var haugabrim við skipið og gefinn hlutur að það muni liafa brotn- að og laskazt að meira eða minna leyti. Björgunaraðstaðan hefir vcr- ið óvenju erfið vegna tíðarfars- ins að undanförnu, því að þótt endrum og eins liafi lcomið sæmilega gott veður frá því er skipið strandaði, hefir óveður eða sjór á næsta degi eyðilagt allt sem húið var að gera. Páhni Loftsson kvaðst ekki gera sér vonir um að neinu yrði bjargað öðru en kannske ein- hverju af flakinu seinna meir. Vatnsskortur vegna óhóílegs rennslis. í frostunum um daginn minnkaði vatnið í Gvendar- brunnunum svo mjög að það hefir vart nokkuru sinni orðið minna. Vatnsþrýstingurinn sýndi ó- venjulega eyðslu og er þar gamla sagan að endurtaka sig, að fólk lætur renna i frostum til þess að vatnið frjósi ekki í pípunum. En þetta má alls ekki koma fyrir, þvi að húseigendur eiga að ganga þannig frá pipunum að ekki frjósi i þeim. Eftir að dró úr frostunum hefir þetta færzt nokkuð í lag aftur. Lítil mjólkurvon Heiðarnar sennilega ófærar. Fimm bílar lögðu af stað með mjólk í bæinn í morgun frá Selfossi. Fyrstu bílarnir fóru kl. 6 í morgun og skiptu þeir sér á báðar leiðirnar. Á ellefta tím- anum í morgun var ekki farið að verða þeirra vart í Skíðaskál- anum. Þá voru 5 bilar pantaðir héð- an til að fara í dag austur yfir fjall til að sækja mjólk. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálaskrifstofunni eru ekki meira en svo góðar liorfur á að hílarnir komizt yfir heiðarnar í dag. Að vísu cru tvær snjóýtur á Ilellisheiði í gangi, en veður- far er þannig i dag, að iskyggi- legt útlit er fyrir að þær fái nokkuru áorkað. I gær tókst þeim að vísu að losa þær bif- reiðar, sem setið liafa fastar á leiðinni, en með því móti þó að draga bilana þar sem á þurfti að halda. í gærkveldi kom töluverð mjólk með skipi frá Akranesi svo að mjólk er meiri í búðum nú en horfur voru fyrir í gær- kveldi. —- Samt er mjólkur- skömmtun í dag. Einhverntíma j dagsins er von á mjólk úr ; Borgarnesi. Kvörtunum um rottugang er veitt móttaka í sima 3210 til 25. þ. m. á tímanum frá kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. Ennfremur getur fólk snúiö sér til ASalsteins Jóhannssonar meindýra- eyðis, sem veröur til viðtals á Vega- mótastíg 6 alla virka dagá kl. 9—12 til febrúarloka. 45 ára varð 18. januar Valdimar Guð- laugsson, fisksali, Bergssta’öastræti 8. " Atviimuleysi á Akureyri. Tillögup tH úrbóta. Atvinnuleysi er farið að gera vart við sig á Akureyri og hafa rúml. 200 manns verið atvinnulausir þar síðan í nóvem- bermánuði s. 1. Er þetta nær þriðjungur allra félagsbundinna verkamanna á Akureyri. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna þar hefir að undanförnu unnið að því að afla upplýsinga um atvinnuhætti verkamanna í bænum og eru framanskráðar tölur samkvæmt upplýsingum þess. Þá liefir fulltrúaráðið bent á nokkur verkefni til úrhóta at- vinnuleysinu og skorað á bæj- arstjórn að láta fara fram at- hugun á þvi, hvaða nýjar fram- kvæmdir sé tiltækilegt að ráð- ast i, og að áætla til þess sérstak- ar upphæðir á fjárhagsáætlun bæjarins. Þau verkefni, sem fulltrúa- ráðið bendir helzt á lil að draga úr atvinnuleysinu eru: Bekstur lunnuverksmiðju með nýjum vélum og föstu slarfsliði, ný dráttarbraut við höfnina, báta- Iiöfn og stækkun hafnarhryggj- unnar, aukin ræktun bæjar- landsins, auldn útgerð og að keypt verði a. m. k. 2—3 ný fiskiskip. Bæjarstjórn láti rann- saka möguleika fyrir auknum fiskiðnaði á Akureyri og að allt verði gert sem unnt er til að fyrirhuguð áburðarverksmiðja verði reist á Akureyri. Hitaveitan komin Herskip taka þátt í sókninni. Bardagar harðna við Oumari, TTin nýja sókn Rússa fyr- ir sunnan Leningrad hefir aðeins staðið i fimm sólarhringa, en samt- hefir Rússum tekizt að vinna all- mikla sigra. Þjóðverjar tilkynntu í morgun, að þeir hefði yfir- gefið Novogorod. Hér er raunverulega um tvær sóknir að ræða, en J>ær ' hafa báðar sama takmark, irefnilega að losa Leningrad úr allri hættu af annari umsát, svo áð'segja má, að um aðeins eina sé að ræða. Á Oranienbaum-stöðvunum rufu Rússar víglinu Þjóðverja á 40 km. svæði, sóttu; fram 12—20 km. og tóku 80 þörp og bæi. Á Volkov-vigstöðvunum, um 160 km. fyrir sunnan Lenin- grad, rufu Rússar varnir Þjóð- verja á 50 km. svæði og sótlu fram læplega 30 km. Rússar tóku álika marga hæi og þorp og á Oranienburg-vigstöðvun- um. ■ 20.000 Þjóðverjar fallnir. Þessa fimm daga, sem bar- dagar Iiafa staðið, hafa Rússar sigrazt ó mótspyrnu niu.þýzkra herdeilda, allra fótgönguliðs- deilda og vekur það athvgli, að Þjóðverjar skuli ekki hafa teflt fram neinni af bryndeildum sínum. En skýringin á því er ef til vill sú, að Þjóðverjar telji varnirnar svo öflugar, að þess sé ekki þörf að hafa skriðdreka og brynbíla einnig. Mannfall Þjóðverja er að sögn Rússa 20.000 menn, en 1000 fangar hafa auk þess verið teknir. Bardagarnir hjá Ouman: Rússar hrundu i gær mörg- um hörðuin áhlaupum Þjóð- verja hjá Ouman, þar sem har- dagar hafa farið harðnandi með degi hverjum að undánförnu. Berst leikurinn fram og aftur um sléttlendið þai'na, eii i gær urðu átökin einna hörðust fyrir norðan Kristinovka. Hersveitir Rússa erii enn í sókn á þrem öðrum vigstöðv- um, fyrir sunnan og nörðan Pripet-mýrarnar og i gfennd við Novo Sokolniki. í lag. Hitaveitan virðist vera komin í lag aftur eftir óhapp það sem fyrir kom á dögunum, er geym- arnir tæmdust vegna þess að vatnshaninn verkaði ekki. Við þelta óhapp jókst vatns- hraðinn í pipunum til muna og skoluðust þá steinar til í tveim- ur götuæðum í Norðurmýri og ollu stíflu. Nú er þetta komið i lag aftur. Rafmagnsspennan er svo lág að dælurnar orka ekki að dæla nema nokkurum hluta heita vatnsins á daginn. A næturnar starfa þær hinsvegar af fullum lcrafti. Arás á Kusai. Flugvélar af einu af flug- stöðvarskipum bandanianna hafa gert árás á Kusai-eyju á Kyrrahafi. Eyja þessi er um 1500 km. fyrir norðan Nýja-Bretland og er milli Marshall- og Karolin- eyja. Skammt fyrir vestan Ku- sai er Trukeyja, sem er aðal- flotastöð Japana á Suður-Kyrra- hafi. Hafá handamenn aldrei gert árás á japanska bækistöð, sein liefir verið eins nærri Truk og Kusai. Tveir menn voru í gær dæmdir í lögreglurétti Réykjavíkur fyrir ölvun viS akst- ur. Þeir voru dæmdi í 10 daga varö- hald hvor og sviptir ökuleyfi í 3 mánuSi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.