Vísir - 29.01.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 29.01.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur. Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, laugardaginn 29. janúar 1944. 24. tbk Enn loftárás á Berlín í nótt. Í morgun snemma var til- kynn t í London, að brezkar srengjuflugvélar hefðu farið til árása á Berlin í nótt, um það bil sólarhringi eftir „1500 smálesta árásina“ i fyrrakvöld. Nánari fregnir voru ekki gefnar um árásina i nótt, en um árásina í fyrrinótt er það kunnugt, að tjón varð mjög mikið. Er það m. a. staðfest af ferðamönnum, sem eru nýkomnir til Sviþjóðar frá Berlin. . Það vekur mikla atliygli, að vinnumálaráðherrann þýzki dr. Ley játaði i gær, að það háði striðsframleiðslu Þjóðverja injög, að flytja hefði orðið mik- inn fjölda verkamanna til starfa í byggingaiðnaðinum, en það trafaði aftur af tjóninu, sem verður af völdum loftárása bandamanna. Loftárásum var haldið áfram á herstöðvar Þjóðverja i Norð- ur-Frakklandi i gær. í loftárásinni á Berlín í nótt týndust 47 flugvélar. isti liftáris i ftdiiralty-iyjar. í fregnum frá aðalstöð Mac Artliurs segir, að bandamenn liafi gert mestu árás sína til þessa á stöðvar Japana á Ad- mirality-eyjum,sem eru um 300 milur norður af Nýju Guineu. 1 þessari seinustu árás á eyjarn- ar var varpað niður sprengjum, sem voru um 123 smálestir. Geisilegt tjón varð af árásun- um. Meginárásin var gerð á stöðvar Japana á stærstu eynni. í nýrri loftárás á Rabaul voru skotnar niður 22 japanskar or- ustuvélar og ef til vill 8 að auki. Bandaríkjamenn misstu 4 flug- vélar. Þjóðverjar hafa í hótunum við Búlgara. Stöðugt berast fregnir um vaxandi mótspyrnu gegn Þjóð- verjum i Búlgariu, og mikill á- hugi er fyrir þvi meðal stjórn- málamanna, að reyna að draga Búlgaríu út úr styrjöldinni, en Þjóðverjar hafa treyst svo að- stöðu sina i landinu, að allsend- is er óvíst, að takast muni að framkvæma nein slík áform. Seinustu fregnir herma, að þýzki sendiherrann i Sofia liafi tjáð stjórninni í Búlgaríu fyrir hönd þýzku stjórnarinnar, að það muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Búlgariu, ef nokkrar tilraunir verði gerðar tO þess að gera breytingar á skipun stjórnarinnar. Ítalíustyrjöldin: Bandamenn sækja fram norðnr af Anzio. Fregnir frá Italíu i morgun herma, að bandamenn hafi só.tt fram norður af Anzio og tekið l)rú nokkra um 19 kílómetra þar fyrir norðan. — Þjóðverjar skýra frá hörðum bardögum á landgöngusvæðinu og játa, að þeir hafi látið nokkuð undan síga. Sagt er frá loftárásum á Ferr- ara, Verona og margar járn- brautarstöðvar og flugstöðvar. Brezki flotinn veitir land- gönguliðinu stuðning með skot- hríð á strandstöðvar Þjóðverja fyrir sunnan landgöngusvæðið. Rússar hafa nú náð á sitt vald allri járnbrautinni milli Leningrad og Moskvu, að und- anteknum smákafla beggja vegna við járnbrautarstöðina Chudova, sem nú er að mestu umkringd. Stalin tilkynnti í gærkveldi, að Rússar hefðu tek- ið Ljuban, sem er stöð á sömu braut, í gær. Þessi bær var tek- inn með áhlaupi. Fregnir í nótt hermdu, að eftir fall Lyuban héldu Rússar áfrain sókninni í þrjár áttir. Rússar hafa og rofið aðra af þeim tveimur járnbraut- um, sem enn voru á valdi Þjóð- verja i fyrradag. Sókninni er lialdið áfram til Luga úr tveimur áttum og í sókninni til Eistlands liafa Rúss- ar tekið 50 bæi og þorp. Þjóðverjar skýra frá árásum Rússa viða í Suður-Rússlandi, m. a. á Perkopeiði og við Kertsj á Krimskaga. Rússar segjast enn i gær hafa hrundið áhlaup- um Þjóðverja norður af Christ- inovka og austur af Winnitza. Almennar tryggingar h. f. með lægsta tilboð í bæjar- tryggingarnar. 30% lækkun frá núverandi gjaldi. Á fundi hæjarráðs i morgun voru tekin fyrir tilboð trygg- ingarfélaganna um brunab’yggingar húseigna í Reykjavík. Til- boð hafa komið fram frá 3 félögum, frá Almennar tryggingar h.f., Sjóvátrvggingarfélagi íslands og Firemens Insurance Com- pany í New York, en umboðsmaður þess hér er Carl D. Tuli- nius & Co. Marcet Deat, franski fasista- leiðtoginn, ber franska iðju- hölda þeim sökum, að þeir óski eftir sigri bandamanna og leggi frönsku leynifélögunum til fé. 800 stórar amerískar flug- vélar gerðu í morgun árás á Frankfurt am Main. Þetta mun vera mesti hópur stórra sprengjuflugvéla, sem gert hefir árás á Þýzkaland í björtu. Nánari fregnir af árásinni eru ókomnar. Frönskum lestum hleypt af teinunum. Mikil spellvirki hafa verið unnin á járnbrautum Frakk- lands að undanförnu. 1 fyrradag fór lest af teinun- um lijá Compiégne-skógi. Var hún full af þýzkum hermönn- uin og biðu sex bana, en 10 særðust. Annari lest, sem var á leið til Toulon frá Lyon, var hleypt af teinunum og gat engin umferð farið um brautina í 30 tíma á eftir. Þjóðverjar hafa handtekið fjölda manna i grennd við slys- staðina. Þegar tilboðin vorn opnuð þ. 10. jan. voru niðurstöðutölur fé- laganna þessar: Heildariðgjöld alm. Trygg- ingar 823.169 kr. —- Sjóvátrygg- ingarfélagið 859.204 kr. — Fire- mens 861.465 kr. Samkvæmt þessu er tilboð Almennar tryggingar lægst, eða 36 þús kr. lægra en næsta til- boð. 1 vor skrifaði félag ^xað, sem hefir bæjartryggingarnar nú, bæjarstjóm og bauðst til að halda tryggingunum áfram með sama fyrirkomulagi og áður hefir verið, með 15% hækkun. En ef brunabótaverð liúsa yrði fært upp í samræmi við dýrtið- ina, vildi félagið halda trygg- ingunum áfram fyrir sömu ið- gjöld. En við það, að tryggingarnar voru boðnar út hefir fengizt um 30% lækkun frá núverandi gjaldi. I Flugvélar frá amerískum flugvélaverksmiðjum skutu nið- ur 16 japanskar flugvélar i seinustu loftárásinni á stöðvar Japana á Marshalleyjum. nálaráðhert'a ikipar þrjá nýja skattstjóra. Chndora nmkringrd. öll járnbrautin milll Leningrad og Moskvu á valdi Rússa, nema á einum staö. Aðalmál þingsins er f r amtí ðar skipulag félagsins, Sautjánda þing Fiskifélags Islands var sett í Kaupþings- salnum kl. 2 í dag. Aðalmál þingsins verður framtíðar- skipulag Fiskifélagsins. Fulltrúar eru enn ekki allir mættir, — vantar Austfirðinga, en þeir eru væntanlegir með Esju. Fulltrúarnir eru 12 alls, fjór- ir frá aðaldeildinni, sem er hér í Reykjavik og 2 frá hverjum landsfjórðungi. Emda þótt þingið verði sett í dag mun það ekki taka til starfa fyrr en fulltrúar eru allir mætt- ir. Vísir mun að sjálfsögðu flytja fréttir af þinginu eftir því sem ástæður og rúm leyfir. Fjármálaráðlierra hefir skip- að eftirtalda menn skattstjóra til sex ára frá 1. febr. þ. á. að telja: Á Akureyri: Dr. Kristinn Guðmundsson, menntaskóla- kennara, Akureyri. Á lsafirði: Mattliías Ásgeirs- son, útgerðarmann, ísafirði. 1 Hafnarfirði: Þorvald Árna- son, bæjargjaldkera, Hafnarf. Um Agureyri sóttu 10 um- sækjendur auk Dr. Kristins; um Isafjörð 10 og um Hafnarfjörð 11. Skattstjórastaðan i Vest- mannaeyjum hefir enn ekki verið veitt. »Hreingerning<c í fasistaflokkunun Innanríkisráðherrann í stjórn Mussolini hefir látið fram fara „hreinsun“ í fasistafloklcnum. Margir háttsettir embættis* menn liafa verið settir af eða látnir segja af sér og er meðal þeirra yfirmaður OVRA, hinnar illræmdu lögreglu, sem Musso- lini stofnaði, til þess að hakla ítölum niðri, þegar hami tók við völdum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna annatS kvöld. Aðgnögumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. 18 met í íþróttum voru sett á s.l. ári Átján met voru sett hér á landi í fþróttum sJ. ár og voru methöfum afhentir metpening- ar í. S. 1. í hófi, sem sambandið hélt í tilefni af 32 ára afmæli sínu í Oddfellowhúsinu í gær. Gunnar Huseby (KR) setti flest met af einstaklingum, eða 4 alls. Kristjáni Ó. Skagfjörð var í hófi þessu afhent gull- heiðursmerki Iþróttsambands- ins, en því var hann sæmdur á 60 ára afmæli hans 11. okt. sl. Á afmælisfundi 1. S. I. i gær var svohljóðandi tillaga sam- þykkt: „Afmælisfundur Iþróttasam- bands íslands, haldinn 28. jan. 1944 í Reykjavík, samþykkir að skora á öll sambandsfélög I. S. I. að auka og efla vii'ðingu æsku- lýðsins fyrir íslenzka fánanum, með því að hafa hann við hún á öllum liátiðisdögum sínum, i- þróttamótum og félagsfu nd- um.“ Ýms skemmtiatriði fóru fi'am á fundinum, ræður, kvikmynda- sýning, söngur og liljóðfæra- sláttur og fór það í hvívetna vel fram. Vesrri horfur með mjólk en nokkuru sinni áður. Horfur á að fá mjólk í bæinn hafa aldrei verið verri en nú. Allir vegir austur yfir fjall eru vita ófærir sem stendur, og fyrir austan fjall er einnig ó- færð, svo að ekki er viðlit að reyna við nokkura flutninga. I gær var reynt allan daginn að losa mjólkurbílana þrjá, sem sátu fastir á Hellisþeiðinni, en , það tókst ekki og nú er von- j laust um að ná þeirn fyrst um j sinn. | I dag fór fram athugun á þvi j hvort yfirleitt þykir tiltækilegt j að reyna meira við Hellisheið- ina, og hvort ekki þyki réttara að leggja aðaláherzluna á að halda Þingvallaleiðinni opinni. Á götunum héi' í bænum var ófærðin svo mikil í morgun að það varð jafnvel að ýta stórum strætisvögnum áfram með mannafla. I gærkveldi eða nótt kom svo- lítil mjólk með skipi úr Borg- arfirðinum, og það var eina mjólkin sem fékkst í búðum í morgun. 1 dag fer skip aftur eftir mjólk til Borgarness, en liún lcemst ekki í búðir fyrr en á morgun. Loðskinn seld fyrir á 2. milljón kr. Á s. 1. ári hafa loðdýraskinn verið flutt út úr landinu fyrir á 2. milljón króna, og er það meira en nokkuru sinni áður hefir fengizt fyrir loðdýraskinn á einu ári. Árið 1942 voru skinn flutt út fyrir samtals 518 þús. kr. en á árinu sem leið fyrir 1070 þús. kr. Ullit með skinnasölu er yfir- leitt gott, einkum á minnka- skinnum og er gifui'leg eftir- spurn eftir þeim hvar sem er í lieiminum. Þá hefir sala glæðst í vetur á hlárefa- og hvíti’efa- skinnum, en þau liafa tvö und- anfarin ár verið með öllu óselj- anleg. Gera má ráð fyrir að í ár komi allmikill aftui’kippur í skinna- sþluna vegna þess að í fyrra var óeðlilega mikið drepið af stofn- inum og svo líka vegna þess að nú fjölga menn lífdýrununi, ekki livað sizt minkunum, vegna þess hve horfur um sölu eru góðar. Francostjdrnin talin f jandsam- leg“ banda- mönnnm. Sameinuðu þjóðimar hafa tekið hina mikil- vægustu ákvöi'ðun vegna afstöðu stjómar Francos hershöfðingja til samein- uðu þjóðanna. Ákvarðan- iraar bera með sér, að bandamenn telja stjóm Francos f jandsamlega sam- einuðu þjóðunum og vin- veitta möndulveldunum, þótt Franco reyni, síðan er möndulveldunum fór að ganga ver, að sigla beggja skauta byr. Meginákvörðun banda- manna er sú, að banna alla olíuflutninga til Spánar, unz Spánn breytir afstöðu sinni sameinuðu þjóðunum í vil. 1 fregn frá Washington segir, að vegna stefnu Francostjórn- arhinar hafi verið tekin ákvörð- un um, að stöðva alla olíuflutn- inga til Spénar, og var ákvörðun þessi tekin í sameiningu af sambandsstjórninni i Washing- ton og ríkisstjórninni í London. Tekið er fram, að þetta sé aðeins fyrsta ráðstöfunin af nxörgum, sem bandamenn liafa komið sér sáman um, til þess að taka fyrir fjandsamlega af- stöðu Franco hershöfðingja til sanxeinuðu þjóðanna. I Washingtonfregninni er gerð grein fyrir þvi, hvers vegna bandamenn telja framkomu Fx’ancostjórnarinnar sér fjand- samlega: Þeir hafa leyft þýzkum njósn- urum að leika lausum hala á Spáni og löndum, sem Spánverj- ar ráði yfir. Njósnax’ar þessir hafa skipulagt eða unnið skemmdarverk, til þess að vinna bandamönnum tjón. Sum skemmdarverkanna voru unn- in á spánskri jörð, þ. e. tíma- spi’engjum komið fyrir i skip- um, sem fara áttu til hafna á Bretlandi. Ennfremur er tekið fram, að spánska stjórnin hafi neitað að verða við kröfum um, að láta af hendi herskip og ftutningaskip Itala, sem leituðu til spanskra liafna. Og loks, að spánskir sjálfboðaliðar berjist á austui’vígstöðvunum, Loks er tekið fram, að til- gangurinn sé ekki að valda erf- iðleikpm á fjárliagslífi eða við- skiptalifi Spánar, né a’ð auka á nokkurn liátt þrengingar og erf- iðleika spönsku stjórnarinnar, en sameinuðu þjóðirnar geti ekki þolað það, að þegar hættu- mesta tímabil styrjaldarinnar er framundan, sé Spánn notaður sem bækistöð fjandnxanna þeirra, en verði framliald á þvi verði m. a. afleiðingin sú, að stjn’jöldin standi lengur en ella. Fréttaritari United Press í Washington simar, að það sé augljóst, að svo sé komið, að Franco verði að taka fullnaðár- ákvörðun, þvi að ef hgnn sliti ekki að fullu sambandi sinu við möndulveldin og verði við Framh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.