Vísir - 29.01.1944, Blaðsíða 3
VlSIR
Viðskiptaráð heíir
starfað í eitt ár.
Engin gjaldey risvandræði, en ónóg-
• ur skipakostur takmarkar inn-
flutninginn.
Viðskiptaráð hefir starf-
að í eitt ár. 1 gær kall-
aði róðið tíðindamenn út-
varps ofí blaða á sinn fund
og skýrði þeim frá helztu
niðurstöðum um starfsem-
ina á þessu fyrsta starfsári.
ViðskiptaráðiS er stofnað
raeð lögum nr. 1 frá 16. jan.
1943 um innflutning og gjald-
eyTismeðferð, og er því ætlað
að liafa þessi störf með hönd-
um:
1. Fara með innflutnings- og
gjaldeyrismál. Er þar um að
ræða verksvið Gjaldeyris- og
innflutningsnefndar að mestu
óbreytt.
2. Ráðstafa farmrými í skip-
um, er annast eiga vöruflutn-
inga til landsins og eru eign is-
lenrkra aðila eða á vegum
þeirra.
3. Annast innflutning brýnna
nauðsynja eftir ákvörðun ríkis-
stjórnárinnar og hafa með
höndum innkaup ýmissa vara,
tem ekki fást keyptar eftir
venjulegum verzlunarleiðum.
4. Fara með verðlagseftirlit
og verðlagsákvarðanir, sam-
kvæmt Iðgum uv verðlag.
5. Annast vöruskömmtun
lögum samkvæmt.
Ráðið er skipað fimm mönn-
um, og auk þess fimm til vara.
Þrr af aðalmönnum ráðsins eru
fastir starfsmenn þess og annast
daglegar framkvæmdir. Eru
það formaður ráðsins, Svan-
hjöfn Frmannsson, dr. Oddur
Guðjónsson, e hefir aðaumsjón
með innkaupsdeildinni, og Ól-
afur Jóhannesson lögfræðingur,
sem sérstaklega hefir umsjón
með flutningaráðstöfunum. Auk
þessara þriggja er Viðskiptaráð-
ið skipað þeim Gunnlaugi
Briem, stjórnarráðsfulltrúa,
sem er varaformaður ráðsins,
Til að standast kostnað af
slarfsemi Viðskiptaráðs og
framkvæmd laganna, ber þeim,
er innflutningsleyfi fá, að greiða
%% gjald af þeirri upphæð, sem
leyfið hljóðar um. Auk þess
greiða innflytjendur nú 3%
gjald af öllum innflutningi, er
innkaupadeild ráðsins annast
fyrir þá. Tekjur Viðskiptaráðs
af þessum gjöldum hafa nægt
lil að standast allan kostnað
allradeilda ráðsins, þar í talið
verðlagseftirlitið og skömmt-
unarskrifstofan svo og inn-
kaupanefnd í New York.
Flutningamálin liafa löngum
verið erfiðasta viðfangsefnið
fyrir ráðið. í ársbyrjun 1943
lágu um 40,000 smálestir af
vörum er fara áttu til íslands í
höfnum í Ameríku og biðu
skipsrúms. Meðan var verið að
grynna á þessum vörum var
dregið úr nýjum leyfisveiting-
um svo sem unnt var og á þeim
tima sem.,síðan er liðinn hefir
tekist að flytja allar þessar vör-
ur og meira til liingað til lands-
ins þannig að nú við áramótin
var ekki teljandi vörumagn,
sem beið flutnings fyrir vestan.
Gjaldeyrisörðugleikar hafa ekki
hamlað innflutningnum að
neinu leyti þetta ár.
Um líkurnar fyrir, að við-
skiptin færu að færast aftur til
Englands taldi formaður ráðs-
ins að ekki virtist neitt sérstakt
benda til þess. Allt benti til að
vörukaup Islendinga í Banda-
ríkjunum héldu áfram svipað
og áður.
Bæjar
fréttír
og Jóni Guðmundssyni skrif-
stofustjóra.
Þegar teknar eru ákvarðanir
um verðlagsmál, vkja tveir af
aðalmönnum þess sæti, þeir dr.
Oddur Guðjónsson og Ólafur
Jóhannesson, og í þeirra stað
koma tveir nýir menn inn, þeir
Gylfi Þ. Gíslason, dócent, og
Ólafur Björnsson dócent, en sá
síðarnefndi var skipaður í starf-
iðþ. 1. okt. s. 1. í stað Klemenzar
Tryggvasonar hagfræðings, sem
starfað hafði i ráðinu frá upj>-
hafi.
Viðskiptaráðið heldur fundi
sina þrisvar í viku, mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 4
síðdegis. Eru þar teknar ákvarð-
anir i þeim málum, sem fyrir
liggja, og afgreidd erindi, sem
ráðinu berast.
Verðlagsstjóri, er skipaður
var samkvæmt lögum um verð-
lag, frá 10. febrúar 1943, annast
daglegar framkvæmdir í verð-
lagseftirlitinu, og undirbýr til-
lögur til Viðskiptaráðs tun verð-
lagsákvarðanir. Sveinhjörn
Finnsson hagfræðingur gegnir
störfum verðlagsstjóra.
Framkvæmd þeirra mála, sem
Viðskiptaráðið hefir nú með
höndum, var áður skipt niður i
fjórar skrifstofur, er voru hver
á sínum stað í bænum. Til þess
að hægt væri að sameina; ]>essi
störf sem mest á einn stað, flutti
Viðskiptaráðið í ný og stærri
húsakynni á Skólavöx-ðustíg 12,
þann 1. maí s. 1. Þar fékkst
nægilegt húsrými fýrir verð-
lagseftirlitið, innkaupastarf-
semina, sem áður var í liöndum
Viðskiptanefndarinnar, og
gjaldeyris- og innflutningsmál-
in.
I.O.O.F. 5 = i25130r/20.4I.
Messur á morgun.
I dómkirkjimni kl. ii, sira Bjarni
Jónsson; kl. 5, sira Friðrik Hall-
grínisson.
Á EiliheimUinu kl. 1.30, síra Sig-
urbj. Á. Gislason.
Hallgrímsprestakall. Kl. 2 rnessa
i Austurbæjarskólanum, síra Sigur-
björn Einarsson. Kl. 11 f. h. barna-
guðsþjónusta, sr. Jakob Jónsson.
Kt. 10 fv h. sunnudagaskólinn.
Nesprcstakall. Messa'b' í kapellu
Háskólans kl. 2.
LaugarnesprcstakaU. Messað í
samkomusal Laugarneskirkju kl. 2
e. h. Síra Björn Ó. Björnsson pré-
dikar. — Barnaguðsþjónusta kl. 10
f. h.
Fríkirkjan. Kl. 2 barnaguðsþjón-
usta, sr. Árni Sigurðsson. Kl. 5 síð-
degismessa, sr. Árni Sigurðsson.
Kaþólska kirkjan. í Reykjavík
hámessa kl. 10 og í Hafnarfirði
kl. 9.
Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 2.
— Spurningabörn, sem fermaet eiga
á þessú ári og næsta, komi í kirkj-
una til viðtals.
K eflavik urkirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 f. h. á morgun. Síð-
degismessa kl. 2 e. h. Sr. Eiríkur
Brynjólfsson,
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 Leikrit: „Daníel Hertz“
eftir Henri Nathftnsen (Tórnas
Hallgrímsson, Valdemar Helgason,
Haraldur Björnsson, Anna Guð-
mundsdóttir, Ævar R. Kvaran,
Gestur Pálsson, Arndísi Björnsdótt-
ir, Jón Aðils. — Leikstjóri: Har-
aldur Björnsson). 23.30 Fréttir.
23.40 Danslög til 24. (
Árás
var í gær framin á bílstjóra einn
hér í bæ, Jens Árnason, Spítalastíg
6. Voru J>að tveir drukknir menn,
er réðust að honum fyrir utan kaffi-
stofuna Laugaskála við Sundlauga-
veg, og greiddu honum mörg högg
í höfuðið. Jón komst undan í bif-
reið sinni, en lögreglan handtók
sökudólgana, er báðir reyndust vera
Keflvikingar. í vetur réðust am-
eriskir hermenn á J>ennan sama bíl-
stjóra.
Rafmagnsbilun
varð í gærkveldi af völdum rottu,
sem koniizt hafði inn í aðalveitu-
stöðina í Austurbæjarskólanum og
rofið ]>ar með straum á bæjarkerfið.
Helgidagslæknir
á morgun Halldór Stefánsson,
Ránargötu 12, sími 2234.
Næturvörður.
Laugavégs apótek.
Næturakstur.
1 nótt: Bifröst, sími 1508. Aðra
nótt: Bifreiðastöð Islands, sími
1540.
Vinarkveðja.
Hvarfið á Maxinum mæta
og margæfðum sjómannaflokk,
bágt verður aftur að bæta,
en bezt þekkti eg skipstjórann,
Maack.
Lundhreinn og ljóðelskur var hann,
lukkan kom honunt til manns.
Manndóm til blessunar bar hann
og blessuð sé minningin hans.
Jónas Jónsson
frá Grjótheimi.
Útvarpið á morgrun.
Kl. 11.00 Messa í dómkirkjunni
(síra Bjarni Jónsson). 12.10—13.00
Hádegisútvarp. 14.30—16.30 Mið-
degistónleikar (plötur): a) „Óður
jarðar"; tónverk eftir Mahler. b)
15.30 Kirsten Flagstad syngur. c)
Straussvalsar. 18.40 Barnatími:
Leikritið: „Naglasúpan" (Gunn-
]>órunn Halldórsdóttir, Þörst. Ö.
Ö. Stephensen). 19.25 Hljómplötur:
Fantasía í C-dúr eftir Schubert.
20,00 Fréttir. 20.20 Einleikur á fiðlu
(Þórir Jónsson): La Folia eftir
Corelli. 20.35 Erindi: Frá Krím
(Jón Rafnsson erindreki). 21.00
Bindindismálakvöld: Samband bind-
indisfélaga í skólum. a) Ávarp:
Ungfrú Pálína Jónsdóttir, forseti
sambandsins (ICennaraskólanum).
b) Kvarett syngur. c) Ræða: Guð-
mundur Sveinsson, stud. theol. d)
Upplestur: Friðrik Sigurbjörnsson
(Menntaskóla Rvikur). 21.50 Frétt-
ir. 22.00 Danslög til 23.
Áheit á Strandarkirkju,
10 kr. frá R.E. 10 kr. frá K.S.
10 kr. frá ónefndum. 20 kr. frá N.
O. 4 kr. frá Þ. 4 kr. frá J. og Þ.
Áheit á Hallgrímskirkju í Rvík,
15 kr. frá Árna^ Vigfússyni.
Hjúskapur.
1 dag verða gefin saman i hjóna-
band Ragna Guðmundsdóttir og
Bjiarni Bjarnason, Baldursgötu 3.
Lokun áfengisútsölunnar.
Sigfús Sigurhjartarson og Jón
Axel Pétursson báru fram tillögu
á bæjarstjórnarfundi i gær J>ess efn-
is, að skora á rikisstjórn og Aljúngi,
að loka áfengisútsölunum. Tillagan
var samþykkt með 11 atkvæðum
gegn tveimur.
Vatnsborun.
Byrjað er að bora eftir heitu
vatni við Höfða, en hætt við bor-
unina á Rauðará. Koma þar nú upp
þrír sekúndulítrar af heitu vatni og
verður það' notað til að hita up hús
þar í grennd.
HVAÐ BER
"GÓMA
í morgun var Vísi skrifað:
í gærmorgun — þ. 27. jan. um
kl. 9,30, var fólksbifreið að aka
eftir Þingholtsstræti. Þegar bif-
reiðin er komin að vegamótum
Þingholtsstrælis, Hellissunds og
Laufásvegar, stóð þar hestur
fyrir mjólkurvakni, einn síns
liðs, þar eð maðurinn, sem með
hann var, liafði skroppið í nær-
liggjandi hús með mjólk.
Hesturinn stóð á veginum fyr-
ir bifreiðinni, en bifreiðarstjór-
inn flautaði hvellt og af mikl-
um þjösnaskap, svo að blessuð
skepnan hrökk við i hvert
skipti, án þess þó að fælnst.
En hugsum okkur nú þann
möguleika, að hesturinn hefði
fælst með kerruna aftan i sér,
hvað þá? Hefði sá gustmikli i
bílnum þá viljað bera ábyrgðina
einn? Eg hugsa ekki, enda held
eg að það færi vel á því, að bæði
þessi bifreiðastjóri, svo og ýms-
ir aðrir, væru ekki eins skeyt-
ingarlausir og kærulausir gagn-
vart skepnum, sem raun ber
vitni um.
Einn af áhorfendum.
Bezt að anglfsa í Vfsl.
, , ■■■■■■ ■ ■ ■ .......1,1 '1
HANDKLÆÐI,
LÖK,
ÞURRKUR.
Grettisgötu 57.
Cítrónnr
Sími 1884. Klapparstíg 30.
Félagslíf
Laugar dagur:
6— 7 Fimleikar
telpur.
7— 8 Fimleikar,
drengir.
Sunnudagur:
10- 11 Knattspyma
drengir.
11- 12 Isl. glima.
2%-3% Hnefaleikar.
FARIÐ verður í Skíðaskálann
kl. 9 í fyrramálið. Lagt af stað
frá Marteini Einarssyni & Co.
— Nefndin. (586
ÆFINGAR í KVÖLD,
laugardag:
í Miðbæjarskólanum:
Kl. 8—9 íslenzk glíma.
Á morgun í Miðbæjarskólan-
um: Kl. 2—3 fimleikar,. 3. fl.
knattspyrnum. og námskeiðs-
mHor
AÁRMENNINGAR! —
ÆFINGAR í KVÖLD,
laugardag:
I minni salnum:
7—8 Telpur, fimleikar.
-8—9 Drengir, fimleikar.
9—10 (Hnefaleikar.
I stóra salnum
7—8 Handknattleikur karla.
8—9 Glímuæfing.
Stjórn Ármanns.
Ármenningar!
Skíðaferð verður í Jósefsdal í
fyrramálið kl. 9. Farmiðar í
Hellas til kl. 4 i dag. 1 sambandi
við þakkarhátíðina fer fram
svigkeppni fyrir drengi og full-
orðna.
Skiðanefndin.
VILJIR þú kaupa nýtt mjög
vandað hús, með lausri íbúð
strax, þá liringdu i síma 5854,
kl. 6—7 og 9—10 í kvöld. (612
Ármann ......................
Handknattleiksflokkur karla.—
Sérstaklega nauðsynlegt að allir
mæti á æfingarnar í kvöld og kl.
2 á morgun.
S T R A K A R!
jHandknattleiksnámskeiðið held-
ur áfram á morgun kl. 1 e. h.
(613
SPÁNVERJAR.
Framh. af 1. síðu.
kröfum bandamanna, vei’ði
ekki hægt að sjá fyrir afleiðing-
arnar, en þær muni verða mikl-
ar og viðtækar.
I fregnum frá London segir,
að Spánverjar láti Þjóðverja m.
a. fá 100 smálestir á mánuði
hverjum af málmtegund, sem
hvergi er fáanleg nema á Spáni,
og er hún aðallega notuð í raf-
magnsiðnaðinum. Eru Bretar
gramir yfir, að Spánverjar skuli
láta Þjóðverja fá svo þýðingar-
mikil hráefni sem þetta. Spán-
verjar munu láta Breta fá helm-
ing framleiðslu sinnar á þessari
málmtegund.
Anaerískir
Inni§kér
, - , • * í ■ ’\» p}
kvenna, karía pg harna tekriii- uþp 1 dag.
Skóverzlunin JORK h.f. 3
Laugaveg 26.
Skagfir ðingamótið
verður i Tjarnarcafé þriðjudaginn 1. febrúai’ og 'teefst með kaffi-
drykkju klukkan 3% eftir hádegl.
TiJ skemmtunar: Ræða, npplestur, söngnir *>g dans..,
Aðgöngumiðar seldir i „F]óru“ og SölntoRiÖOÚni.
Samkvæmisklæðnaður æskilegur.
.8TJÖRNÍN',
IJnglmga
vantar til að bera út blaðið nú þegar um eftiriáldar götur:
AÐALSTRÆTI
BRÆÐRABORGARSTÍG.
SÓLEYJARGÖTU
ÞIN GHOLTSSTRÆTI
Talið strax við afgreiðsluna. — Sími 1660,
Dagrblaðið VÍlIR
Tré og bílasmiðjan
VAGNINN
tekur að sér yfirbyggingar biía, réttingar og váðgerðir á yfir-
byggingu. — Einnig állskonar trésmíði.
Verkstæðið við Brautarholt 28 (moti Tungu). —
BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL
og hagleiksmenn
Get útvegað frá Bandarikjunum nokkrar btésmíðavélar af
fullkomnustu gerð, bæði samstæðar (sög, hefil o. f 1.) og ein-
stakar af ýmsum stærðum, hentug fyrir verksúieði pg smáiðn-
að. — Einnig bandsagir fyrir tré og járn.
Lysthafendur, sendi tilboð, merkt: ,,Unit“ á $fgr, blaðsins,
Innilegt þakklæti vil eg færa öllum þeim, er á einn eða
annan hátt auðsýndu samúð og vinarþel við fráfall og jarð-
arför föður míns, 1 íi Í ÍaiilAiiM
Ágústs Jónssonar.
Fyrir mina hönd og annarra vandamaniia.
Rarit Ágústsson,
Jarðarför mannsins míns, í
Viglundar Helgasona v,
bónda að Höfða í Biskupstungum, fer H>am ’fiA Dómkirkj-
unni- i Reykjavik, þriðjudaginn 1. febrúar, og tjefst kl. 1 e. h.
með húskveðju að Garðastræti 37, Beykjavik.
Jarðað verður i Fossvogskirkjugarði.
Athöfninni i kirkjunni verður xitvarpað.
Jóhanna ítoretóinsdóttir.
Faðir okkai’,
Runóifur Pétursson
Þingholtsstræti 1, andaðist i morgun, 29* þ. m.
Pétur Runólfsson. Richardl Runólfsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
Rebekku Jónsdóttux.
Súsanna Eliasdóttir. Þorvaidur R, Helgason