Vísir - 01.02.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 01.02.1944, Blaðsíða 1
KHstjórar: Kristján Guölaugsson Hersteinn PáHsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hoeð) Ritstjórar 1 Blaðamenn Simli Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgrei&sla i • f •> 34. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 1. febrúar 1944. 25. tbl. Japanir segja frá land- göngu á Marshalleyj um Mesti leiðangup Bandaríkj&ima á Kyrrahafi. TY©aiei fréttastofan jap- anska tilkynnti í gær- kvetdi, að amerískt lið hefði Sfengið á land á ýmsum Mar- shall-eyjanna í fyrradag siðdegis og stæði yfir harð- ir bardagar. Þetta hefir ekki verið staðfest í Washing- ton. Hiusvegar hefir aðalbækistöð Niinitz flotaforingja i Pearl I iarbor gefið út tilkynningu uni þa% að ameríslcar flotadeildir haíi gert dag- og næturárásir á Marshalí-eyjar með stuðningi flotaflugvéla síðan í dögun á summdag. Ameríska flotadeild- in hefir ekki sent skeyti um að- gerðir sinar, þar sem ekki má nota loftskeytatæki skipanna, fyrr eaa séð er hver verður ár- angarinn af leiðangri þeira. 1 Pearl Harhor hefir þó verið skýrt frá þvi, að flugvélar Bandari k ja m ann a muni hafa gert margar árásir á stöðvar Japana á eyjunum, en herskipin hafi siðan siglt mjög nærri landi og haldið uppi mikilli skothrið á þessar sömu stöðvar. J • I Afiraua. Fregnir frá báðum aðilum virðast benda til þess, að Banda- rikjamenn tefli fram miklum fjölda herskipa, þar eð árásirn- ar era gerðar á mjög víðáttu- mikinn eyjaklasa. Er gefið í skyn í Pearl Harbor, að Banda- ríkjamenn muni aldrei hafa gert út eins mikinn leiðangur á hendur Japönum, síðan byrj- að var að berjast á Kyrrahafi. 27 árásip á Rabaul i sið- asta mánuði. í janúarmánuði voru gerðar samtals 27 árásir á Rahaul, sumar mjög harðar. Flugvéla- tjón Japana hefir verið mjög mikið á suðvesturhluta Kyrra- hafs á sama tima. Hafa þeir misst 546 flugvélar, en banda- menn misstu aðeins 97 flug- vélar. Japönsk blöð hafa skrifað heldur áhyggjusamlega um það, að nauðsyn beri til að auka flugvélaframleiðslu landsins, en bandamenn hafa komizt á snoð- ir um það, að Þjóðverjar telji sig ekki geta sent þeim vélar til flugvélasmíða, sem Japani vanhagar um. Árás á Wake. Amerískar flotaflugvélar gerðu í gær árás á Wake-eyju. Flugbátar af Coronado-gerð gerðu þessa árás, en þeir eru smíðaðir af sömu verksmiðjum og Catalina-flugbátarnír, en miklu stærri og fullkomnari. Mikil árás flugvéla og her- skipa var gerð á Wake í október og var þá unnið tjón þar, sem Bandaríkjamenn sögðu að mundi taka marga mánuði að hæta. Talið er að þessi árás hafi átt að beina athygli Japana frá árásinin á Mai-shall-eyjar. Sviar gefa Grikkjum matvæli Tvö skip eru nú farin af stað til Grikklands með matvæli handa landslýðnum þar. Skip þessi eru lilaðin ýmsri björg, einkum saltfiski og þurr- mjóllc, og eru þau gjöf frá Svi- um til Grikkja. Ennfremur eru sjö Sviar nýfarnir til Grikk- lands á vegum sænska Rauða Kixíssins, til þess að hafa um- sjón með úthlutun matvæla þessara. Erfitt verk. Mussolini hélt ræðn á föstu- dag fjnrir Graziani og fleiri ítölskum herforingjum. Aðalefni ræðunnar, sem var ekki aflient til birtingar á Norð- ur-ítalíu fyrr en á sunnudag, var um hlutverk fasismann fyr- ir Itala. Kvað Mussolini svo að orði, að nú yrði að hefja fas- ismann til sama þreks og virð- ingar og áður. En hann kanna- ist við það, að það mundi verða erfitt verk!! Létt skriðdrekabyssa Bretar eru byrjaðir að fram- leiða nýja skriðdrekabyssu, sem er ekki þyngri en svo, að einn máður getur stjórnað henni. Sprengjur liennar geta unnið á allt að 10 þumlunga þykkum stálplötum. Byssur þessar hafa þegar verið reyndar á Ítalíu og gefizt vel. Ný rússnesk orustu- flugvél. Rússneska blaðið Rauða stjarnan skýrir frá því, að tekin hafi verið i notkun ný orustu- vél. Er hún hraðfleygari en all- ar aðrar flugvélar Rússa. Fhigvél þessi er teiknuð af einnm bezta flugvélasmið Rússa og er hún sögð betri en allar þær orustuflugvélar, sem þeir hafa notað áður. Notaði hann til að standast kostnað af smíði fyrstu vélarinnar verðlaunafé, sem hann hafði fengið fyrir smlði fyrri flugvéla. Rússar aðeins 15 km. frá Eistlandi. Þeip sækja á lijá Dnjepfo- petnovsk:, segja Þjóöverjap. í gær sóttu Rússar fram um 10 km. fyrir vestan Leningrad, á strönd Finnlandsflóa, og áttu 15 km. veg ófarinn vestur að landamærum Eistlands, þegar dagur var að kveldi kominn. Barizt er i úthverfum Kingi- sepp, sem er stærsta borgin á þessum slóðum. Stendur hún á eystri bakka Luga-ár, en Rúss- ar hafa brotizt yfir ú vestri bakka hennar fyrir sunnanborg- ina og segir i fregnum frá hlaðamönnum í Moskva, að Innrásin á Bougainville. Birgðir eru „handlangaðar“ á land úr amerískum innrásar- báti éftir að innrásin hefir verið gerð á Bougainville-eyju, vest- alega í Salomonseyjaklasanum. Bardagar hafa legið þar niðri að mestu undanfrið. framsveitir þeirra muni hafa komizt framhjá vii-kjum Þjóð- verja á fljótsbakkanum, án þess að þeir yrðu þess varir. | Enn er ekki með öllu búið að j hreinsa til á svæðinu fyrir sunn- j an og suðaustan Leningrad, en í gær segja Rússar að þeir hafi upprætt setulið í tveim borgum, sem þeir liöfðu umkringt fyrir fáeinum dögum. i Áhlaup í Ukrainu. Rússar minnast elcki á neina bardaga suður i Ukrainu, en Þjóðverjar segja hinsvegar, að Rússar sé byrjaðir hörð áhlaup fyrir suðvestan Dnjepropet- rovsk og í grennd við Kirovo- grad. Þýzka herstjórnin segir ennfremur, að hersveitir henn- ar liafi getað lirundið öllum þessum árásum. I Ungverjar á austurvígstöðvunum. Rússneska stjórnin liefir ráð- izt á ungversku stjórnina fyrir þjónkun hennar við Hitler. Seg- ir hún, að enginn láti blekkjast af þeirri staðhæfingu ungversku stjórnarihnar, að eklcert ung- verskt herlið sé á austurvíg- stöðyunum, því að þar séu nú 11 fótgönguliðsdeildir og ein ridd- araliðsdeild. Amerískir kafbátar hafa sökkt 14 japönskum skipum á Kyrra- hafi. 21.000 smál. sprengja hefir verið varpað á Berlin. Bandamenn við úthverfi Cist- erna. 2 Norðmenn bjarga 15 am- erískum hermönnum hér. Voru bjargarlausir i fönn i stórhríð. Tveir Norðmenn, sem hér eru, hjörguðu fyrir skemmstu fimmtán amerískum hermönn- um, sem mundu ef til vill hafa orðið úti að öðrum kosti. Blað ameríska hersins, Hvíti Fálkinn, segir frá þessu afreki Norðmannanna á laugardaginn. Annar þeirra heitir Thorolf Ro- herg, 21 árs að aldri, en hinn vill að nafni sínu sé haldið leyndu, vegna þess að foreldrar hans eru enn í Noregi. Frásögn norsku piltanna er á þessa leið: „Við voruni að brjótast gegn storminum til stöðvar okkar, sem er útvarðstöð, þegar við rákumst á amerískan liðsfor- ingja. Hann sagði, að amerísk- ir herflutningabílar væri fastir i fönninni um fimm kílómetra, frá okkur og hann hefði farið að leita hjálpar. Við reyndum að fú bíl með oklcur, en snjórinn var svo djúpur og veðrið herti óðum, svo að við sáum fram á, að við mundum verða að fara á skið- um. Klukkan var um sjö að kveldi og skyggni var slæmt vegna fannkomunnar, en við vissum í hvaða átt mennirnir voru og þótt færðin væri þung, tólcst okkur að finna þá eftir rúmlega tvær klukkustundir.“ Amerísku hermennirnir hiðu í bílum sínum og bráðlega var haldið af stað til herbúða Norð- manna. Veðrið lierti óðum, svo að Norðmennirnir tóku það fangaráð að annar færi fyrir, en liinn á eftir til þess að gæta þess, að enginn heltist úr lest- inni. Með þvi að halda hópinn komust þeir heilu og höldnu til lierbúða Norðmanna. Þegar þangað var komið var „skálað“ i lútsterku, svörtu kaffi og varð engum meint við volkið. Þingvallaleiðin opn- ast sennilega í dag. Von er um að Þingvallaleiðin opjnist í dag, og í gær og í dag hafa flokkar manna unnið að mokstri á báðum leiðunum austur. I gærkveldi var búið að ryðja Þingvallaleiðina austur að Bugðu og von um að það, sem eftir er leiðarinnar yrði rutt í dag. Miklu meiri snjór er á Hell- isheiðarveginum en Þingvalla- veginum, og óvíst hvenær tekst að ryðja hann. Usmið að björgun Laxfoss. Unnið er nú af miklu kappi að því að bjarga Laxfossi og hafa 3 bátar verið á strandstaðn- um í morgun til að reyna að rétta skipið, við. Ríður það á< miklu, að það takist að rétta skipið, svo hægt verði að komast að þvi að þélta það á Jieirri liliðinni, sem það liggur á. Miklar loftárásir Bandamenn hafa sótt lengra upp á land frá Anzio ,og voru í gærkveldi komnir að úthverf- um borgarinnar Cistema, Þjóðverjar sögðu í gær, að þann dag hefði í fyrsta skipti komið til verulegra átaka á landgöngusvæðinu og hafi bandamenn hafið sókn upp frá Nettuno. En handamenn hafa ekkert sagt um þetta enn. Flugher bandamanna var mjög athafnamikill í gær. Stór- ar sprengjuvélar réðust á flug- velli við Klagenfurt í Austur- ríki og Udine á N.-Ítalíu. Var mörgum flugvélum Þjóðverja grandað. Orustuvélar bandamanna fóru i árásir á flugvelli Þjóðverja í S.-Frakklandi aðfaranótt sunnu- dags. Voru skotnar niður 1H þýzkar vélar, en bandamenn misstu fjórar. Orustan um Berlin senn á enda. Dr. Stelngrímnr J. Þor- steinsson tekur við kennslu í háskólannm. Dr. phil. Steingrímur J. Þor- steinsson annast kennslu í ís- lenzkri bókmenntasögu við Hú- skóla íslands þetta vormissiri, í stað próf. Sigurðar Nordals, sem leyfi hefir frá kennslustörfum til að gegna ritstörfum, en hann hafði s.l. haust verið prófessor við Háskólann í 25 ár. Þann 1. des s. 1. var Stein- grímur sæmdur doktorsnafnbót við jHáskólann fyrir rit sitt „Jón Thoroddsen og skáldsögur hans“, sem út ikorn í tveimur bindum á sl. hausti. I vetur kom út á vegum Bók- menntafélagsins annað rit eftir dr. Steingrím, um upphaf leik- listar á íslandi. Opzmnarhátlð Ármanns I gærkveldi hófust hátíðahöld Glímufélagsins Ármann, í tilefni af 55 ára afmælinu, með fim- leikasýningum úrvalsflokka fé- lagsins í Iþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Opnunarliátiðin hófst með þvi, að lúðrasveit lék, en í- þróttaflokkar þeir, sem sýna eiga í vikunni, gengu fylktu Lði iun í salinn. Að því búnu hófst sýning kvenflokksins og þar-á cftir sýning karla. Sérstalca at- liygli jöktu æfingar. kvenna á slá og dýnustökk karla. Stutt ávörp fluttu þeir Jens Guðbjöriisson, formaður félags- ii.ooo smál. varp- að á Þýzkaland síðan á fimmtud. T) ótt ekki hafi verið Mtið neitt uppi um það op- inberlega í London, hversu miklu sprengjnmagni hafi verið varpað á Berlin, er talið ekki fjarri sanni, að Bretar hafi nú varpað á borgina um 21.000 smál. Lundúnablöðin í morgun rita mikið um orustuna um Berlin og Daily Express segir, að hún sé brátt á enda með fuHkomn- um ósigri Þjóðverja. Ennfrem- ur segist blaðið hafa sönnur fyrir þvi, að búið sé að ftytja flest ráðuneytin til Breslaiu Hernaðarsérfræðingar hafa talið, að það þurfi um 30.000 smálestir af sprengjum til þess að lama svo atvinnulif.Berfinar, að borgin komi Þjójðverjum ekki að notum í stríðinu. Virð- ist þvi ekki þurfa að varpa nið- ur nema 10.000 smálestum í viðhót, til þess að þvi marki sé náð, en því sprengjumagni geta Bretar varpað niður i fjórum eða fimm árásum. í 11.000 smálestir , síðustu dagana. Síðasta lota loftsóknarinnar hófst ú fiinmtudagskvöldið eða aðfaranótt föstudags með því að Bretar gerðu harða árás á Berlín. Síðan hefir hver stór- árásin fylgt annarri og er álitið i London, að bandamenn hafi varpað 11.000 smálestum sprengja á Þýzkaland eða þýzk- ar stöðvar frá fimmtudags- kveldi til mánudagskvelds. Megninu af þessum sprengj- uin var varpað á þrjár borgir, Berlín, Brunswick og Frank- furt. f Síðasta árásin á Berifn. Bretar segja um siðustu árás- ina á Berlín, að hún þafi verið mjög íiörð og hafi Þjóðverjar ekki getað hindrað hana að neinu leyti, þvi að vörn þeirra hafi verið mjög gloppótt. Ein af sprengjuvélum Breta varð fyrir 13 árásum orustuvéla yfir borginni, en önnur sá aldrei þýzka vél alla árásina. Enn einn flugmaður tekm’ meira að segja svo djúpt í árinni, að hann liafi ekki einu sinni séð neina loftvarnakúlu springa, meðan hann var yfir Berlin. Fjölmargir Rúmenar hafa flúið til Tyrklands undanfarnar vikur. ins og Ben. G. Waage, forse I. S. I. í kvöld fer Skjaldarglima frarn, sem einn liður hátíðahalc anna, og verða þar 16 keppenc ur, liver öðrum snjallari glími inenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.