Vísir - 01.02.1944, Page 2

Vísir - 01.02.1944, Page 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: blabaútgáfan vísir hj. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 Cgengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 16 0 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. uFrjáls blöð« FYRIR nokkrum dögum var rætt um það hér í blaðinu, að utanríkismál landsins væri svo viðkvæm og mikilsvarðandi, sérstaklega á styrjaldartíinum, að allral- várúðar þyrfti að gæta um birtingu fregna í því sam- bandi. Énda lifefir löggjafanum verið slíkt ljóst er samþykkt voru hin afar ströngu ákvæði i 91. gr.< jbegningarlagánna varð- andi. þeési mál. Eitt blað hér i bænmit, jMórgunblaðið, liafði orðið til ‘þess fyrir nokkru, að ræða; gitt sérstakt utanríkismál á mjög i óviðejgandi liátt, auk þess;að þirta fregn, sein var ekki timabær og gat liaft óþægilegar afleiðingar fyrir utanríkisþjón- ustuna.; Hér í blaðinu var bent á að ótímabær birting um ráða- ger&it- rflcisins í utanríkismál- um vacðaði við lög en auk þess gæti það reynzt hættulegt ör- yggi lándsms ef Iiægt væri að fara mieð mikilsvarðandi milli- rikjamál sem bæjarslúður. Ritstjóri nefnds blaðs bregzt illa Við þessu og heimtar að hegningarlögunum sé breytt, því að liér sé um óhæfilega frelsisskerðingu að ræða. Segir hann að blöðin eigi að vera „frjáls“ ög að blað sitt óski eftir niálfrelsi. Mörgum mun verða á að brosa að þessum barnalega bægslágangi og verður ritstjór- anum varla gefið annað betra ráð en að snúa sér til Alþingis og biðja það að brey ta fyrir sig hegningarlögunum á þann veg, að engin frumhlaup um utan- ríkismál þurfi að varða við lög. Skal svo ekki meira rætt um þetta að sinni. En það er annað mál, sem ekki virðist úr vegi að gefa nú nokkurn gaum, og það er, að blöðin eigi að vera „frjáls“. Sú mún vera reynslan hvar- vetna, að þegar blöðin hætta að vera frjáls, þá er það merki þess að þjóðfélagið gengur ekki heilt til skógár. Þjóðin er þá búin að taka sjúkdóm sem leiðir til ólgu eða byltingar fyrr eða siðar. Hinsvegar greinir heldur ekki á um það, að þvi frjálsari sem blöðin eru í því að láta í Ijós ó- bældar skoðanir og réttmæta gagnrýni, því sterkari fótum stendur þjóðfélagið gegn ýms- um meinsemdum. Hér er ekki átt við „frelsi“ til þess að svi- virða eða mannskemma þá menn er taka þátt i opinberum málum, eins og sumir gera sér til liugsvölunar. Hér er heldur ekki átt við frelsi til að vinna málefnum þjóðarinnar tjón, ef einhverjum býður svo við að horfa. Hér er átt við það að blöðin hafi slíkt frelsi og frjáls- lyndi að þau geti birt skoðanir sinar og annara um velferðar- mál álþjóðar hver sem í hlut á og að þau séu ekki bundin á klafa serstakra hagsmuna eða þröngrar flokkshyggju. Ef þau eru þann veg bundin, skortir mikið á að þau hafi það frelsi sem hiutverk þeirra krefst. Mörgum verður nú tíðrætt um stjórnmálaástandið í land- inu um þessar mundir. Flokk- arnir standa öndverðir hver öðrum og svo virðist sem um stund sé þeim ekki mögulegt að Öryggjiiinálin ogr skipaeftírlitið. Ólafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri hefir beðið Vísi að birta eftirfarandi greinargerð varðandi skipaeftirlitið og ör- yggi sjómanna. Skýrir hún viðhorfin af hálfu skipaskoðunar- innar, sem er úðt af fyrir sig mjög æskilegt. Aðallega þrjú af dagblöðun- um í Reykjavík hafa nú á þess- um mannskaða tímum tekið sig lil og birt greinar eða fengið menn til að skrifa greinar um öryggi manna á sjónum. Vissu- lega eru menn lostnir skelfingu yfir þvi, sem skeð hefir, og vissulega munu atburðimir vera öllum i svo fersku minni að allir sjómenn munu með ár- vekni kosta kapps um að beita skipum sínum þannig að ekki liljótist slys af, ef mannlegur máttur fær við ráðið, og finnst mér þvi fullsnemmt og að enn hefði mátt líða nokkrir dagar þar til blaðaskrifin byrjuðu, en úr þvi sem komið er, og þar sem Iiér er um mjög mikið al- vörumál að ræða, þá hefði mað- ur vonað að þeir menn einir sem i blöðin skrifa um þetta mál gerðu það af drengskap og þekk- ingu, en ekki kasta fram get- sökum, eða fara eftir óáreiðan- Iegum heimildum, ef menn vegna sérþekkingar geta ekki sjálfir fullyrt sannleiksgildi þess, sem þeir skrifa í blöðin. Blaðagreinar um öryggið á sjónum hafa alla tið andað köldu til skipaskoðunarinnar og jæirra einstaklinga sem fram- kvæma ákvæði þeirra laga og með því að sum blöðin að stutt- um tíma liðnum frá því að ó- sannindí'þeirra hafa verið hrak- in lið fyrir lið, rísa þau upp aft- ur, og byrja á sömu aðferðinni, að tortryggja framkvæmd skipaeftirlitsins, með því stöð- ugt að vera að stagast á „slælegu eftirliti“, þá gæti það farið svo að menn á endanum færu að efast og jafnvel trúa áróðrinum. Þó að eg oftast hafi látið þennan ósanninda vaðal blað- anna afskiptalausan, þá vil eg samt af áður greindum ástæð- um ekki láta bjá líða að sýna fram á hið rétta í þessum mál- um að svo miklu leyti sem það snertjr skipaeftirlitið, og rang- færslurnar í sambandi við það. Það kemur oftast greinilega fram í blaðaskrifunurn að menn vita ekki hvað skipaeftir- litið er, en rugla saman verk- sviði eftirlitsstofnananna, og skal eg í stuttu máli skýra það fyrir mönnum. Skipaeftirlit er þrennskonar: gegna þeirri frpmskyldu sinni að sameinast um stjórnarmynd- un. Er þetta ekki nrerki þess að þjóðfélagið gengur ekki lengur heilt til skógar? Ef svo er, hlýtur einhverjum að koma í hug sú spurning, lrvort blöðin hafi notið og njóti þess „frelsis" sem nauðsynlegt er fyrir þau til að fyrirbyggja eða lækna þann krankleika sem hér er á ferðinni. Frá hendi lög- gjafans njóta þau fulls frelsis. En er hægt að segja að þau njóti pólitiskt hins sama af hendi flokkanna? Víðsýni og um- burðarlyndi hefir ekki verið hin sterka hlið íslenzkra stjórnmála og flokkapólitíkin hefir verið og er mjög einhliða. Blöðin mega skrifa en helzt ekki neitt sem fer í þá átt að unna mótstöðu- mönnum eða andstöðuflokkum sannmælis. Blöðin mega birta greinar en helzt ekki neitt sem gagnrýnir flokksstefnu þeirra eða efast um óskeikulleik flokksforustunnar. Blöðin mega gagnrýna margt en helzt ekki neitt sem snertir hagsmuni flokks þeirra. Ef þetta er hið rétta „frelsi“ opinberrar gagnrýni, þá er vafa- laust enn langt í land að hér skapist heilbrigt stjórnmála- ástand. 1. Það .eftirlit Sem skipa- eigendur sjálfir annast eða láta annasí. 2. Skipaeftirht flokkunar- félaganna, og 3. Skipaeftirlit þess opin- bera. Um 1. Þetta eftirlit fela skipaeigendur einhverjum sér- fróðum teknisk-menntuðum manni. Hann er venjulega ráða- maður eiganda um öll teknisk mál, sér um viðgerðir á skipun- um o. m. fl., sem að rekstri skip- anna lýtur, 1 Um 2. Hér í Evrópu eru aðallega 5 flokkunarfélög starf- andi, og hafa hlotið viðurkenn- ingu allra siglingaþjóða um 1 allan lieim. — Þau eru: British Corporation stofnað um 1890 Bureau Veritas stofnað um 1828 Det Norske Veritas stofnað um 1864 Germanisclier Lloyd > stofnað um 1867 Lloyds Register of Shipping stofnað um 1760 endurskipulagt 1834 Öll þessi gömlu og gagn- reyndu félög eru viðurkennd af ísl. rikisstjórninni sbr. 150 gr. j tilskipunar nr. 43/1922. í viðurkenningunni felst það, : að flokkunarfélögin taki ábyrgð á samkv. gildandi venjum og reglum, að þau skip sem flokk- uð eru í viðkomandi félagi full- nægja kröfum þess, um styrk- leika- skipsboLsins, eimkatla, : véla o. fl. | Vegna þess . framkvæmir skipaskoðunin ekki þær skoð- anir sem að styrkleika bols, véla og katla þessara skipa lýtur, heldur lætur sanna fyrir sér að skipið haldi flokki, en úlbúnað- ur þeirra er skoðaður af liinu opinbera ísl. skipaefíirliti. Um 3. Öll önnur ísl. skip sem óflokkuð eru, eru skoðuð af skipaskoðuninni, einu sinni á ári og oftar ef ástæða er til, sbr. 17. gr. laga nr. 78/1938. Af þessu verður séð, að allar verulegar breytingar sem gerð- ar. eru á flokkuðum skipum, verða að fara fram undir eftir- liti flokkunarfélagsins eða um- boðsmanns þess, og þá jafn- framt allar verulegar breytingar á þflokkuðum skipum undir skipaskoðunarinnar eða skipa- skoðunarmanns hennar. Eg vona að með þessum skýr- ingum geti menn aðgreint verk- svið flokkunarfélaganna og þá um leið skipaskoðunarinnar. Eg ætla svo að snúa mér í fá- um orðum að blaðagreinunum: I 17. tölublaði „Visis“ er grein með fyrirsögninni „Sjóslys og öryggi“. Þar segir „Skipaflot- inn hefir allur gengið stórlega úr sér á styrjaldarárunum, og var þó gamall og lasburða fyr- s..r ir“, og síðar segir, erfiðleikar miklir hafa verið á viðgerðum skipa, og má þvi ætla að um fullnægjandi viðhald sé ekki að ræða“. Hið rétta í þessu er það, að flest skipin hafa aldrei fengið eins góðar og gagnkvæmar við- gerðir eins og einmitt nú á þess- um styrjaldarárum, og þarf ekki að deila um það, þvi stað- reyndirnar sanna það. Þá skrifar ritstjórinn um breytingar á skipunum og telur það hafa veikt skipin, sumpart með lengingu skipanna eða stækkun á þeim, og telur að þess séu mörg dæmi að skipsskrokk- urinn liafi liðazt í sundur, og skipin sokkið á miðunum sök- um leka, vegna jiess að minni vélar hafi verið teknar úr skip- unum og stærri settar í staðinn. Eg hygg að öruggar sannanir vanti fyrir þessum staðhæfing- um, því leki getur á margan hátt komið að skipi án þess að hægt sé að sanna hvaðan hann kemur, eða af hvaða ástæðum hann er sprottinn. Eg verð þvi að skoða slik ummæh ekki rök- studd. Þá segir í sömu grein: „Hleðslureglum að alþjóða lög- um mun heldur ekki gætt til fullnuslu“. Samkvæmt 2. gr. í alþjóða- reglum um hleðslumerki skipa frá 5. júlí 1930 eru öll fiskiskip og skip minni en 150 rúmlestir ekki skyldug til að liafa hleðslu- merki. Að hleðslumerkjaregl- unum, gagnvart þeim ísl. skip- um sem alþjóða hleðslumei-ki eiga að hafa sé ekki gætt til fullnustu eru alger ósannindi. Þá er önnur grein í sama blaði um „Aukið eftirlit með ör- yggi fiskiskipa nauðsynlegt“. Þar segir í kaflanum „Skipa- breytingar“: „Lestarúm skip- anna hafa verið stækkuð, að því er virðist algerlega án eftirlits af hálfu þess opinbera um, hvort þær stækkanir og breytingar minnkuðu ekki öryggi skipanna. Af því sem eg hefi áður sagt má sjá, að allt þetta er ósatt hjá greinarhöfundi. Vegna þess að flokkunarfélögin líta eftir breyt- ingum á flokkuðum skipum, og skipaskoðunin á óflokkuðum. Þá segir ennfremur, að með þvi .að færa til skilrúmin séu skipin gerð veikari. Þetta er einnig al- gerlega rangt, því að skilrúm sem flutt er til, eins og hér er um að ræða um tvö til þrjú bandabil eða svo, og að styrk- leika samkvæmt reglum flokk- unarfélaganna, tapar engu i styrkleika frá þvi sem áður var. Á sumum skipunum er ekki að tala um að flytja skilrúm, held- ur að setja annað skammt frá hinu. Það veikir ekki skipið, heldur styrkir það skipið að miklum mun. 1 25. tölublaði Vísis fer sami greinarhöfundur aftur af stað, og minnist þá á Þormóðs slysið og flak úr skipinu. Um það mál hefir því miður ekkert verið birt, og leiði eg því algerlega hjá mér að skrifa um það, og læt Scrutator: C k. TIgucLcUk aJlmeMwfyS .j Oft er þörf .... .... en nú er nauösyn fyrir lög- regluna aö hafa nánar gætur á ökuhraða bíla, þegar allar götur eru rennndi í bleytu og aur. Einn starfsbræðra minna var klukkan rúmlega níu í gærkveldi á gangi eftir Kirkjustræti, þegar fólksbíll ók framhjá honum og jós yfir hann óþverranum af götunni. Varla fer hjá því, að bílstjórinn hafi séð til mannsins, en á eftir bað hann þó afsökunar — hann var að sækja farþega í hús rétt hjá, — en það er Iítil bót fyrir óhrein föt. í þessu sambandi minnist eg sögu, sem einn kunningi minn sagöi mér nýlega. Bíll hafði skvett á hann úr forarpolli, maðurinn „tók“ númerið og fór þess á leit við ökumann, a'ð hann greiddi fyr- ir hreinsun yfirhafnarinnar. Bil- stjórinn neitaði, en kunningi minn vissi ráð við því: Hann pantaði bíl hjá stöð þeirri, sem bíllinn var frá og bað um að sér yrði sendur til- tekinn bíll, sá sem hafði óhreinkað föt hans. Síðan lét hann aka meö sig, unz ökugjaldið jafnaðist á við kostnað frakkahreinsunarinnar, sagði þá bilstjórnum, að nú væri skuldin greidd og sté út úr bílnum. Hann hefir ekki enn verið krafinn um bílleiguna! Lögreglan verður að hafa hend- ur í hári allra þeirra ökumanna, sem taka ekkert tillit til annara vegfarenda, þegar færð er sem nú í bænum. hann því einan um sína speki að sinni. En ennþá kemur herra „A“ með sömu endaleysuna að flutningur skilrúma veiki skip- in af því að þau séu sett á veik- ari bönd. Sé smiði hins nýja skilrúms samkvæmt reglum flokkunarfélaganna, veikir það alls ekki skipið. Þá spyr hr. „A“: „Hvar er eftirlit rikisins með skipunum, hefir það eltki aðstöðu til að koma í veg fyrir þessar ráðstaf- anir? og spyr ennfremur: hvort lögin og framkvæmd þeirra sé svo lélegt að hver og einn geti rokið í að breyta skipum sínum án nokkurs orðs frá skipaeftir- litinu? Eg hefi áður svarað þessu, bæði hvað skipaeftirlitið og flokkunarfélögin snertir, en vona að hr. „A“ hafi Iært af því, sem áður er bent á í þessu efni. Þá kemur kafli um „Ný skip“, þar segir hr. „A“, að Ieyfi þurfi til að byggja húskofa, en allt öðru máli sé að gegna um skipabyggingar, þar fái hver maður að hjálpa sér sjálfur án ónæðis frá hinu opinbera. Það er léiðinlegt að þurfa aftur og aftur að segja manninn fara með alger ósannindi, en hjá þvi verður ekki komizt, vegna þess, að sannleikurinn er sá, að frá því liaustið 1936 hefir ekkert íslenzkt skip frá 10 rúmlestum og að 180 rúmlestum verið smíð- að liér á landi án þess að skipa- skoðunin hafi áður samþ. teikn- ingar af skipunum og frá þvi byrjað var á smíðinni, og er skipið alla tið, undir eftirliti þess manns, sem "það eftirlit hefir verið falið af skipaskoð- uninni. Sama er að segja um leng- ingu skipa, til þess verða skipa- eigendur einnig að fá samþykki skipaskoðunarinnar og senda teikningar til samþykktar. Það er því vægast sagt mjög leiðin- legt, að lægar eitt blað af óefað góðum ásetningi vill ræða al- vörumál, að þá skuli settur til þess maður, sem ekki er vand- aðri að efnisflutningi en það, að mikið af því er algerlega rangt. Eg vona að það sem síðar verð- ur skrifað um þetta mál verði gert af meiri drengskap og þekkingu án áfellisdóma, því með þvi móti kem§t maður á- reiðanlega fyr að því takmarki sem þessi blaðaskrif stefna að. Blaðaskrifin um ofhleðslu skipa skal eg aðeins fara fáum orðum. Allir sem vita hvex-nig togari er smíðaður vita það, að allur fannurinn er um og fyrir framan miðju, þess vegna hætt- ir þeim við að hafa of mikinn stafnhalla þegar þeir eru hlaðn- ir. í vöruflutningaskipum er fármurinn bæði framan og aft- an í skipinu og liggja þau þvi venjulega með svipuðum stafn- halla þegar þau eru full fermd. Með því að færa farminn í tog- urunum aftar hleðst skipið jafnara, og verður því beti*a í sjó að leggja. Sé eitthvað athugavert við lileðslu togaranna, er það varla oflileðsla, heldur vanhleðsla sem um er að ræða, það vill segja það, að farminum, sem Iát- inn er i skipið, gefur þvi ekki réttan stafnhalla, eða breytir svo jafnvæginu að það verður Iakara sjóskip. Hafi skipin áður verið full- fermd, þegar farmrúmin voru full, áður en lestin var stækkuð, þá segir það sig sjálft að ekki má fylla hið nýja Iestarrúm, nema skilið sé eftir tómt i*úm framantil i lestinni, en þá mun farmurinn í hinu nýja farm- rúmi gefa skipinu jafnari hleðslu og meira haffæri. Eg álít að hin nýju hleðslu- merkjaákvæði sem nú er beitt dragi mikið úr ofhleðslunni, þvi hafi skipin áður haft hleðslu- borð, sem fetundum mun hafa verið ekkert eða því sem næst, en nú um Yt meter og me#ra, þá Iilýtur það að hafa hjálpað. Að endingu skal eg aðeús fara fáum orðum uni slc^pa- skoðun ríkisins. Nú í þessum umrótum haía komið fram eins og áður raddir um að skipaeftirlitið sé slælegt, og að skerpa þurfi það að mikt- um mun. Fyrst að menn setja slíkar fullyrðingar í yíídesiu blöð, þá væri lika rétt, að beut væri á í hverju þetta síæiega skipaeftirlit er fólgið, því að til- gangurinn hlýtur þó að vera sá, að fá úr því bætt, því ekki skal eg fortaka að mönnum í þessu starfi sem öðrum geti yfirsézt um eittlivað atriði, en það er ekki rétt að dæma alla skipa- skoðunina fyrir það. Skipaeftirlitið tekur réttmæt- um aðfinnslum með sluiningi, en upplognum ásökunum eins og þeim sem bomar hafa vérið áður á skipaeftirlitið bájði, í Þjóðviljanum og Alþýðublað- inu, og sem liraktar liafa ýéríð opinberlega í blöðunúm varpa skugga og torti-yggni á ýíörf þeirra og skrif um öryggtsíáál- in. En ykkur djörfu og íiráþstu sjómenn, bið eg um, að Joið sjálfir stuðlið að því að eítirUt- ið nái sem beztum árangri, sak- ið ekki skipaeftirlitið um |>að sem það á enga sök á, verið hreinskilnir, segið það sama við skipstjórnarmenn ykkar, út- gerðarmenn og stéttarfélög og skipaeftirlitið ef ykkur finúst eitthvað að, hvort heldur er pm hleðslu skipanna eða utbúnað, og þér skipstjórar, látið ékki kappið deyfa ábyrgðartilfínn- ingu yðar gagnvart skiþi, farmi og skipshöfn. S<: þessa alis gætt munu öryggismálin njola itíéira réttlætis, bæði í ræðu óg rltíi. Þá skal að endingu beat á það, að það er ekki skipaskpð- unin ein sem ber ábyrgð á því hvort skip er ofhlaðið eða van- búið að útbúnaði, og nægir að sanna það með tilvísuú tíi % gr. laga nr. 78 1938, en fyrstá niáls- grein er þannig: „Eiganda skips eða útgerðar- manni, svo og skípstjórá, ei* skylt að sjá um, að skíp sé haf- fært, er það leggur úr höfn. Hið sama gildir um haffæri skips ' vegna hleðslu, ef það tékúr £aí*m utan hafnar eða aflar fisk á hafi úti. Skylt er skipstjóra að öðru leyti að gera allt það, er hánn má, til að halda skipi haffæru á ferð.“ Hinsvegar ber skipaskogun- inni á tilsettum tíma og samkv. áðurgreindum lögum að lita eftir því hvort skipstjóri eða eig- andi hafi útbúið skip siii sam- kvæmt ákvæðum Iaganna. Reykjavík, 31.*jan, 1944. ó). T, Sveinssosi: . Spánverjum hefir ekki enn verið skýrt frá því, að banda- menn hafi tekið fyrir ollusöhi til þeirra vegna afstöðu stjórn- arinnar. Til sölu kommóða, bókahilla, Raáio- borð og rúmslæði. Alít sem nýtt. Selt með niðursettu verði vegna plássleysis. Til sýnis kl. 5—7.30 í Suðurgötu 5. Notaða blikkdunka kaupir Verzl. O. ELLINGSEN.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.