Vísir - 02.02.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 02.02.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkerl Afgreiðsla Simti 1660 5 llnur 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 2. febrúar 1944. 27. tbL Innrásin á Mar- shalleyjar geng- ur vel. Gengið á land á tveim stöðum. Roosevelt forseti staðfesti það við blaðamenn síðdegis í gær, að amerískt heriið hefði gengið á land á Marshalleyjum á sunnu- dag, eins og Japanir til- kynntu degi síðar. - Forsetinn lét vel yfir því, hv«rnig 4andgöngidiðinu gengi. Hanen sagði,. að Japanir veittu harða n»ótspyrnu> en þeir hefði (legar orjjSið fyrir niiklu tjóni og Bandaríkjamenn hefðu haft svo mikinn.Viðb únað, að varla þyrfti að óttast það, að þeir yrði hrakt- ir á brott. 1 flota þeim, sem Bandarikja- menn tefla fram þarna, erh uni það bil eins mörg orustuskip og Bretar áttu samtals i stríðsbyrj- un, og má af þvi marka, að þessi leiðangur er á mjög stóran mæb- kvarða. Þar að auki beita Banda- ríkjamenn miklu af flugvéium, sem hafa bækistöðvar á flug- stöðvarskipum. í því sambandi má geta þess, að á síðasta ári smiðuðu " Bandaríkjamenn hvorki méira né minna en 15 stór flugstöðvarskip auk 50 lítilla vasaflugstöðvarslcipa, og ern vafalaust skip af báðum þessum gerðum með i flotanum við Marshall-eyjar. 100 japanskar flugvélar eyðilagðar. í fyrstu tilkynningu frá við- ureigninni þarna segir, að Jap- anir hafi misst um 100 flugvélar í loftorustum við amerískar flugvélar, sem voru að gera á- rásir á japanskar herstöðvar. Það eru tveir btlir klasar, sem urðu fyrir valinu sem fyrstu á- rásarstaðir landgönguliðs Bandarikjamanna. Heitir annar Roe, en hinn Kwajalein. Eru þeír báðir nærri í miðjum Mar- shall-eyj aklasanum og var það mjög djarflega gert, að ráðast þarna til atlögu. Truk, sem er aðalflotabæki- stöð Japana á Kyrrahafi, er um 1600 km. fyrir vestan Kwaja- lein-eyjar. Japöuam mis- tek§t Iandg;ang:a Japanir hafa nú reynt að ganga á land á eyju suðvestan Nýju-Guineu, sem er undir hol- lenzkri stjóm. Landgangan var reynd með allmiklu liði, undir vernd smá- herskipa, en svo vel var tekið á móti, að fjölmörgum bátum Japana var sökkt, en hinir voru neyddir til að snúa við. Ástralskir hérmenn börðust með holleuzka liðinu. Rú§§ar komiiir inn I |]i§tland Þrjár árásir á Raubaul í gær. í gær voru enn gerðar þrjár árásir á Rabaul á Nýja-Bret- landi. Japanir sendu upp margar orustuvélar gegn bandamönn- um í hvert skipti, en gátu ekki liindrað árásina. Misstu þeir samtals 23 orustuvélar fyrir sprengj uvélunum. Ástralska liðið, sem sækir vestur með norðurströnd Huon- skaga, hefir tekið Rice-liöfða og á um 50 km. ófarna vestur til Saidor, þar sem Bandarikja- menn hafa búið uin sig í nokk- urar vikur. Amerískur hermaður skoðar lik tveggja japanskra her- manna, sem féllu i innrásinni á Tarawa-eyju á Kyrraháfi. — Næstum þvi hver hermaður Japana féll. »Dauöasveitir« gegn bandamönnum Sérstakar „dauðasveitir“ munu verða látnar taka fyrst á móti bandamönnum, er þeir hefja innrás á meginlandið. Þessa fregn birtir spænskt blað frá Berlínarfréttaritara sínum. Hann segir ennfremur i fregninni, að hermenn í þessum sveitum muni verða þaulvanir við að berjast við bandamenn bæði á vesturvígstöðvunum 1940 og í Afríku siðar. Þeim munu verða fengin leynivopn Þjóðverja, til þess að hrekja bandamenn i sjóinn. Ungir fangar. Bandamenn á ítaliu taka að jafnaði um hundrað þýzka fanga á dag, segir i fregnum frá enskum blaðamanni. Meðal þeirra eru margir unglingar, sumir ekki eldri en 16—17 ára. Þeir hafa notið aðeins lítillar æfingar og eru venjulega fljót- ir að gefast upp, þegar þeir komast í hann krappan. íjiiir. -m Gustavlínan rofin. Franskar og am- erískar hersveitir brjótast í gegn. ^■ustav-Iínan, sem Þ.jóð- verjar komu sér upp á syðri hluta vígstöðvanna á ítalíu og bandamenn töldu öflugasta vanarkerfi í heimi, hefir verið rofin. Herstjórnartilkynningin frá Alsir i morgun greindi frá þvi, að franskar og amerískar her- sveitir hafi brotizt í gegnum þessar varnir fyrir norðan Cass- ino og er geil sú, sem þeir hafa myndað i þær, allmargir km. á breidd. Varnakerfi þetta var eingöngu í hlíðum hárra f jalla og var stórJ skotabði Þjóðverja komið þann- ig fyrir, að það gat skotið á hvern einasta blett, sem banda- menn þurfti að fara yfir. Þrátt fyrir það tókst Bandarikja- mönnum og Frökkum að brjóta smáskörð í varnirnar, sem þeir hafa nú hagnýtt sér til að brjót- ast i gegn. Frá San Elia til sjávar. Gustav-línan hófst við þorpið San Elia, sem er um 50 km. frá vesturströnd Italíu. Fyrst var hún meðfram Rapidoánni, nið- ur til Cassino — sem er enn á valdi Þjóðverja — en þaaðn meðfram Guargliano-ánni til sjávar. Sex herdeildir. Um helgina voru bandamenn búnir að flytja sex heilar her- deildir — allt að hundrað þús- und menn — á land á Anzio- syæðinu. Hefir það mikinn sæg fallbyssna meðferðis, en aulc þess er húið að lcoma upp stóru fullkomnu sjúkraliúsi á land- göngusvæðinu. Meiri loftárásir en við Salerno. Margir tundurspillar handa- manna eru sífellt á vakki undan Anzio og Nettuno og hafa hlaða- menn við og við verið á þeim, lil þess að kynnast viðureigninni frá þeirri lilið. Ber blaðamönn- um yfirleitt sainan um það, að loftárásir Þjóðverja sé nú miklu tíðari og ákafari en við Salerno forðum og er þá mikið sagt. En þótt margar flugvélar séu not- aðar, bera árásirnar ekki mik- inn árangur að sama skapi. BaiuSamenn og* Franco. Manchester Guardian hefir birt harðorða grein um Franco og stefnu hans. Blaðið segir, að Franco hafi vonað að Hitler sigraði og stóð þess vegna með honum. Nú ból- ar ekki á sigri Hitlers, svo að Franco er farinn að verða hræddur og reynir nú á hug- prýði hans. „En það er engin ástæða til þess fyrir bandamenn,“ segir blaðið ennfremur, „að taka a Franco með silkihönzkum, þótt iiann fari nú að sjá, að hann hafi ekki stutt þann, sem mun vinna.“ Berlin fékk 9200 smál. Síðastliðinn mánuð vörpuðu brezkar flugvélar samtals 16.500 smálestum sprengja á borgir Þýzkalands og hefir Ber- lín fengið bróðurpartinn, 9200 smál. Sjónarvottar að síðustu árás- um Breta á Berlin eru nú að koma til hlutlausra landa. í fregnum eftir sjónarvottum, sem komið hafa til Svíþjóðar, segir að síðustu árásirnar liafi verið harðastar allra, sem hafa verið gerðar. Síðasta árásin var gerð á iiverfi, sem höfSu siopp- ið heldur vel áður, en þar voru slökkvilið borgarinnar, sem hefir verið safnað saman úr ýmsum nærliggjandi horgum, ekki eins vel viðbúin og þar sem árásirnar hafa verið gerðar áð- ur. Eldar brunnu enn i borginni í gærkveldi og þeir voru svo miklir, að menn búast við þvi, að það muni líða nokkurir dag- ar enn, þangað til liægt verður að ráða hiðurlögum þeirra. Tempelhof-flugstöðin var nærri eyðilögð og verða Þjóð- verjai- nú að nolast við flugyöll, sem er tæplega 150 km. fvrir sunnan Berlin. Innrásarviöbúnaður á báða bóga. Þjóðverjar hafa að undan- förnu verið að sýna blaðamönn- um hlutlausra landa víggirðing- ar sínar í Vestur-Evrópu. Segir þýzka útvarpið, að hlaðamönnunum hafi fundizt mikið til um það, liversu vel Þjóðverjar væri búnir að búa sig undir að taka á móti banda- mönnum. Sérstaklega þótti þeim sterkleg virkin, sem Þjóð- verjar hafi sprengt inn i björg- in, sem eru sumstaðar á strönd- um Frakklands. Hinum megin sundsins fer einnig fram mikill innrásarund- irbúningur, en þó með annað fyrir augum, sókn en ekki vörn. Ameriskar verkfræðingasveitir hafa komið upp þrem stóreflis hirgðastöðvum fyrir innrásar- herina á ótrúlega skömmum tima og Bretar hafa undirbúið ferðir 1000 aukalesta, þegar'inn- rásin gerir kröfur til aukinna og hraðari flutninga. Engin mjólk að austan í dag. Það er Vonlaust um að koma mjólk austan yfir f jall í dag til Reykjavíkur, að því er skrif- stofa vegamálastjóra hermdi í ' morgun. Það er miklu meiri snjór á Þingvallaveginum en búizt var við i fyrstu og auk þess erfitt að ryðja liann, vegna blotanna, sein gert hefir undanfarið. Er þar víða ýmist krapi eða is, sem tor- veldar mjög moksturinn Snjóýtunni austast á Hellis- lieiði tókst að losa bila þá, sem þar liafa setið fastir undanfar- ið, en þeir voru 14 eða 15 tals- ins. Fóru þeir austur yfir fjall. í gær brauzt einn tómur bíll yfir Hellisheiði, frá Selfossi til Reykjavikur. En þrátt fyrir það verður að telja leiðina ófæra sem stendur. Eina vonin um mjólk er að fá hana ofan úr Borgarfirði og fór skip eftir henni í morgun. Mnnaði mjóu. Eitt af flugVirkjunum, sem réðst á Aschersleben í Þýzka- landi í síðustu viltu, komst til bækistöðvar sinnar állt sundur- skotið, en þó var enginn maður særður af áhöfninni. Skyttur flugvirkisins telja sig hafa skotið niður 10 þýzlcar orustuvélar, sem réðust að þvi, en laskað margar að auki. Tveir af lireyflum virkisins voru eyði- lagðir af skotum Þjóðverja og súrefniskerfi flugvélarinnar var gerónýtt á heimleiðinni, svo að flugmönnunum þótti Pkki liorfa vænlega um að þeir mundu komast heim. Þegar heim var komið reyndust rúm- lega 100 kúlugöt um allan skrokk vélarnnar, en það bykir ganga kraftaverki næst. að eng- an flugmannanna sltyldi saka. Sveit Brands Bryn- jólfssonar vann bridgekeppnina. Bridgekeppni þeirri, seni Bridgefélag Reykjavíkur hefir staðið fyrir í 1. flokki, lauk í gærkveldi með sigri sveitar Brands Brynjólfssonar. Næst í röðinni Varð sveit Gunngeirs Péturssonar og þriðja veit Egg- erts Gilfers. Áður voru þessar sveitir jafn- ar, með 8 stig hver og urðu þær að keppa að nýju til úrslita, sem urðu þau, er að ofan getur. Röð hinna sveitanna var sú, j að sveitir Guðm. Ó. Guðmunds- sonar og Gunnars Möllers urðu jafnar með 7 stig livor, sveit .lóns Guðmundssonar hlaut 4 stig ög sveit Guðmuiidar Sig- urðssonar 0 stig. Sveit Brands Brynjólfssonar skipa auk hans þeir Ingólfur Ise- harn, Ingólfur Guðmundsson og Eggert |Hannah. Með Gunnari eru i sveitinni Næsta varna- lína Þjóðverja við Peipusvatn Missi þeir Eist- land, missa þeir Finnland líka. Ð ússar fóru í nótt eða snemma i morgun vest- ur yf ir kmdamæri EiStlands. — I gærkveldi vorti þeir tæpa tvo km. frá iandamær-, unum og i morgun simuóu blaðamenn frá Mosjkyp^ að framverðir Govorovs væri kómnir inn í Eistland. • ' - v ' ,*• i ' > /?»•:; Hraðinn í sókn Rússa fór jafnt og þétt vaxandi siðustu dagana og síðan um helgina hefir ekki verið um neíná mót- spyrnu að ræða af hálfu her- sveita von Kiichlers, svó að orð sé á gerandi, Þjóðverjár hefði getáð var- izt við Luga, ef ringulreiðin hefði ekki verið orðin svo mikil í fylkingum þeirra, að þeir mönnuðu eltki varnirnar við ána allsstaðar og komust Rúss- ar þar í gegn. Varnahna við Peipusvatn. í gærkveldi voru framverðir Rússa i 50 km. fjarlægð frá Peipusvatni, sem býður upp á margvíslega möguleika til varn- ar. Þar munu Þjóðverjar að öll- um líkindum reyna að verjast, þvi að vatnið er um 125 km. á lengd og veitir þvi hið bezta skjól. tír vatninu rennur áin Narva, sem mundi einnig verða Rússum til tafar. Vestar i Eistlandi er ekki mn nein skilyrði til varnar að ræða af nátturunnar liendi og ef Þjóðverjar verða hráktir úi’ Peipuslinunni mundu þeir vafa- laust verða að hörfa alveg úr Eistlandi. Finnland tapast með Eistlandi. Það mun verða njjjög ðklaga- rikt fyrii’ Þjóðverja, að missa Eistland. Þá mundi Eystrasalts- floti Rússa, sem liefir verið i vörn í rúm tvö ár og ekki get- að aðhafzt neitt, komast út úr Finnlandsflóa, en það mundi aftur hafa það i för með sér, að flutningaleið Þjóðverja til Finnlands og herja þeirra þar mundi rofin. Finnland mundi þvi biiátt úr sögunni sem banda- maður Þjóðverja og bækistöð herja þeirra. Rússar tóku að minnsta kosti fimmtíu staði norður við Finn- landsflóa í gær og var meðal þeirra horgin Novinka, sem er um 70 km. vestur af Tsudova. Skarphéðinn Pétursson, Einar Ágústsson og örn Guðmunds- son, en með Eggerti Gilfer Ingi- mar Ingimarsson, Svavar Jó- hannsson og Guðjón Jónsson. Meistaraflokkskeppni Bridge- félagsins liefst um næstu mán- aðamót og taka væntanlega þátt í henni 8 sveitir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.