Vísir - 24.02.1944, Side 1

Vísir - 24.02.1944, Side 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar ] Blaðamenn Slmti Auglýsingar * 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla I 46. tbl. Innflutningur takmarkaður á skófatnaði. Samið hefip verið um innflutning á 68,625 pörum á ársfjópðuxtgi fyrst fypst um sinn. Til þessa hefir innflutningnr á skófatnaði til landsins verið svo að segja ótakmarkaður, þrátt fyrir stranga skóskömmtun í viðskiptalöndum íslands. Nú hefir verið farið fram á að ís- lendingar takmörkuðu innflutn- ing sinn á þessari vöru, en samn- ingar hafa tekizt um innflutn- ing, sem er þó svo ríflegur að ekki verður nauðsynlegt að taka upp skóskömmtun. Samkvæmt heimildum frá Viðskiptaráði, nemur skóinn- flutningur þessi 68.625 pörum af skóm á ársfjórðungi, er skiptast þannig niður eftir tegundum: Verkamannaskór 8100 pör, Karlmannaskór 13500 pör, kvenskór 22.275 pör, barnaskór 15.750 pör og inniskór, allar tegundir, 9000 pör. Samið hefir verið um þennan innflutning fyrir tvo fyrstu ársfjórðunga þessa árs og sennilegt er að samningar taldst um fram- haldandi viðskipti á þessum grundvelli. Auk þess eru svo framleiddir skór i landinu sjálfu í talsvert stórum stíl og ætti því ekki að koma til neinnar vöntunar á þessari vöru. Hámarksverð er á skófatnaði og er talið sennilegt að það verði ekki hækkað þrátt fyrir minni innflutning. Unnið að viðgexð á Esju og björgun Laxfoss. Viðgerðir fara nú fram á Esju og er unnið að þeim dag og nótt. Við rannsókn á skipinu kom í ljós að ekkert var skemmt á þvi nema stýrið sjálft. Var það tekið úr skipinu með lítilli fyrirhöfn og vinnur Lands- smiðjan að viðgerð þess. Senni- legt er að þeirri viðgerð verði lokið um helgi. Verður Esja þá sett í Slippinn í einn dag eða svo meðan verið er að setja stýr- ið á hana. Búizt er við að við- gerðinni verði lokið að fullu í byrjun næstu viku og að skipið geti þá aftur liafið ferðir. Enn er unnið að björgun Lax- foss, þegar veður leyfir en enn þá hefir ekki tekizt að ná hon- um út af skerinu. 10 þús. kr. til flug- hafnar á í^afirði. Á fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar fyrir yfirstandandi ár var samþykkt að verja til fyr- irhugaðrar flughafnar þar 10.000 krónum. Meðal annara útgjaldaliða var samþylckt að verja 151 þús. kr. til vegamála og 115 þús. kr. til aukningar framleiðslutækja í bænum, ef ástæða þykir til, en annars til afborgana á skuldum, 35 þús. kr. til íþrótta, 330 þús. kr. til menntamála, 1 þús. kr. til Vestfirðingafélags o. s. frv. jHeildartala aukaútsvara nem- ur samtals 1.953.762 krónum. Næturakstur. B.S.I., sími 1540. 8 sveltlr taka þátt í melstarakeppnl Brldge- félagslns. Meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hefst n. k. sunnu- dag kl. 1 >/2 e. h. á Hótel Borg. Átta sveitir taka þátt í keppn- inni. Sveitirnar eru þessar: 1. Sveit Gunnars Guðmunds- sonar (Lárus Karlsson, Bene- dikt Jóhannsson, Árni M. Jóns- son). 2. Sveit Lárusar Fjeldsted (Pétur Magnússon, Guðmundur Guðmundsson, Brynjólfur Stef- ánsson). 3. Sveit Harðar Þórðarsonar (Einar Þorfinnsson, Torfi Jó- hannsson, Gunnar Pálsson). 4. Sveit Stefáns Þ. Guð- mundssonar (Helgi Guðmunds- son, Sigurhjörtur Pétursson, Óli Hermannsson). 5. Sveit Axels Böðvarssonar (Helgi Eiríksson, Stefán Ste- fánsson, Einar B. Guðmunds- son). 6. Sveit Ársæls Júlíussonar (Baldur Möller, Þorgeir Stein- þórsson, Magnús Björnsson). 7. Sveit Brands Brynjólfs- sonar (Ingólfur Isebarn, Ing- ólfur Guðmundsson, Eggert Hannah). 8. Sveit Gunngeirs Péturs- sonar (Örn Guðmundsson, Skarphéðinn Pétursson, Einar Ágústsson). Keppninni stjórna þeir Pétur Sigurðsson, Árni Snævarr og Gunnlaugur G. Björnson. Öll um er heimill aðgangur, en fé- lagsmenn fá ókeypis aðgang, enda sýni þeir skírteini við inn- ganginn. Gengið er inn um suð- urdyrnar. Spilaðar verða 7 umferðir, þar af 4 á Hótel Borg, en 3 úti í bæ. Rúmlega 100.000 kr. til leikfimishúss Kvennaskólans. Nemendasamband Kvenna- skólans hélt aðalfund sinn í gær í húsi V. R. við Vonarstræti og var hann fjölsóttur. Á fundinum var samþykkt svofelld ályktun með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur nemendasam- bands Kvennaskólans í Reykja- vík, haldinn 23. fehr. 1944, í Vonarstræli 4, lýsir stuðningi sínum við stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní næstkomandi. Jafnframt heitir fundurinn á Islendinga að standa sem einn maður i lýðveldismálinu, þjóð- inni lil gagns og blessunar.“ Nemendasambandið berst nú fyrir byggingu leikfimisliúss handa Kvennaskólanum og hefir hafið fjársöfnun í því skyni. Hefir sambandið þegar safnað rúmlega kr. 72.000.00 til hús- byggingai-innar, og auk þess hefir bæjarstjórn Reykjavíkur veitt kr. 30.000.00 til hennar í síðustu fjárhagsáællun. Verður liafizt handa um byggingu þeg- ar fært þykir. Á aðalfundinum í gær voru Anzio: Snörp áhlaup Þjóðverja. Árás á Steyer i Austurrlki. Bardagar voru snarpir á nokk- urum stöðum á Anzio-svæðinu í gær. Þjóðverjar gerðu staðbundin áhlaup hingað og þangað, en þeim var hrundið, enda hvergi um mikið lið að.ræða. Liðflutn- ingar eru hinsvegar miklir að baki víglínu þeirra og búazt handamenn við nýjum stóror- ustum fyrr en varir. I gær réðust flugvélar banda- manna norður yfir Alpana og vörpnðu sprengjum á tvær verk- smiðjur í Steyer, 130 km vestan Vínarborgar. Þessar verksmiðj- ur framleiða kúlulegur og eru taldar hinar mikilvægustu þeirr- ar tégundar, sem Þjóðverjar liafa síðan verksmiðjurnar i Schweinfurt voru eyðilagðar. Barizt a götunum í Dno. Götubardagar eru háðir í Dno, milli Staraja Russa og Pskov, og eru Þjóðverjar hrakt- ir úr hverju húsinu af öðru með handsprengjum og hand- vélbyssum. í gærkveldi voru Rússar komnir inn í úthverfi borgar- innar effir 15 km. sókn þá um daginn og voru byrjaðir að berjast á götum borgarinnar. Fregnir í morgun hermdu svo, að Rússar kæmust inn í hvert húsið á fætur öðru, þrátt fyrir harðvítuga vörn Þjóðverja. Milli Luga og Pskov tóku Rússar í gær 30 borgir og þorp og eru þeir nú miðja vega milli þessara tveggja borga. I Dnjepr-bugðunni heldur sókn Rússa einnig áfram eftir töku Krivoi Rog og segir í einni fregn frá Moslcva, að hersveitir þeirra streymi í gegnum hlið, sem þeir hafi rofið þarna í bugð- unni og megi vel vera, að þeim talcist að umkringja nokkurt þýzkt lið innan skamms. Rússar neita, að nokkrar af flugvélum þeirra hafi verið yfir Stokkhólmi og nágrenni í fyrra- kveld, þótt Svíar hafi fundið sprengjubrot, sem eru með rússneskum einkennum. 23 Frakkar dæmdir til dauða Ctvarpið í París hefir sagt frá því, að 23 Frakkar hafi verið dæmdir til dauða um helgina. Þeir voru sakaðir um marg- víslega skemmdarverk gegn Þjóðverjum, auk þess sem sum- ír höfðu vopn undir höndum. I fregn frá Vichy segir enn- fremur, að franskir spellvirkjar hafi eyðilagt rafmagnsstöð, og muni tjónið vera svo mikið, að það tald þrjú ár að koma stöð- inni í notkun aftur. kosnar í stjórn: Laufey Þor- geirsdóttir form., Aðalheiður Kjartansdóttir ritari, Þorgerður Þorvarðardóttir gjaldkeri, Soff- ía Ölafsdóttir og Marta Péturs- dóttir. — Endurskoðendur voru kosnir Ragnheiður Jónsdóttir og Sesselja Sigurðardóttir, for- maður skemmtinefndar Sigríð- ur Þórðardóttir og formaður fjáröflunarnefndar Sigríður Briem. Sókn í loíti, á láði og legi á S.-Kyrrahafssvæðinu. Rigning og reykur leggjast á eitt til að gera myndina sem ó- skýrasla. Hún er tekin á Gloucester-höfða á Nýja-Bretlandi og sýnir ameríska hermenn, sem halda uppi skothríð á Japani úr 75 mm. fallbyssu. Öeining í demo- krafaflokknum. 8 uppdrættir bárust að Neskirkju, Alben Barclay, formaður þingflokks demokrata í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, hef- ir sagt af sér því starfi. Barclay hefir gert þetta i mót- mælaskyni vegna þess, að Roosevelt forseti neitaði að und- irrita skattalög, sem deildin sam- þykkti, af því að í þeim var gert ráð fyrir því, að skatlar næmi einum fimmta af því, sem for- setinn taldi nauðsynlegt. Sagði Barclay við blaðamenn í gær, að það næði ekki nokkurri átt að heimta svo mikið. Roosevelt hefir sent Barclav bréf, þar sem hann hrósar hon- um fyrir störf hans undanfarin sjö ár, sem hann hefir verið formaður þingflokks demo- krata. Neitun Roosevelts verður tekin til athugunar á fundi í fulltrúadeildinni. Til þess að gera hana ómerka þarf 250 at- kvæði. Svo sem kunnugt er, var i fyrra heitið þrennum verðlaun- um fyrir uppdrætti að fyrirhug- aðx-i kirkjubyggingu í Nessólcn. Vei'ðlaunin voru: 7000 kr. 1. verðlaun, 5000 kr. 2. verðlaun og 3000 kr. 3. vei’ðlaun. Hafa borizt 8 uppdrættir og voi'u öll verðlaunin veitt. Sókn- ai-nefnd Neskii-kju og aðrir hlut- aðeigendur voru mjög ánægðir yfir þeim hugmyndum, sem fram hafa komið. Vei'ður blaða- mönnum boðið að skoða upp- drættina í dag. Ennfremur verð- ur blaðamönum boðið að skoða líkan af væntanlegu skólahúsi i Nessókn. Hefir Einar Sveins- son arkitekt gert það. Boajar fréftír Hægt að verjast kreppu eftir stríð — segja amerískir fjármálamenn. „Það er óþarfi að kreppa skelli á eftir styrjöldina. Ef málið er tekið réttum tökum, ætti að geta hafizt Öld mikillar velmegunar.“ Þetta er álit nefndar einnar, sem sett liefir verið á laggirnar i Bandaríkjunum, til þess að at- huga vandamálin eftir stríðið, en formaður hennar er fjár- málamaðurinn Bernard Baruch, sem undirbjó að miklu leyti hina gífurlegu liervæðingu ó iðnaðar- sviðinu í Bandaríkjunum. Nefndin kemst að þeirri nið- urstöðu í áliti, sem hún hefir samið, að ef gengið verði að því með oddi og egg, að undirbúa friðinn, eins og gengið hefir ver- ið að því að vinna sigur í stríð- inu, rnuni ekki þurfa að óttast það, að sama eymdin taki við fáum árum eftir að stríðinu er lokið og eftir síðasta stríð. Farfuglar minnast 5 ára afmælis síns í Golf- skálanum í kvöld með fjölbreyttri skemmtun, sem hefst með sameigin- legri kaffidrykkja kl. 8)4, stund- vislega. Allir Farfuglar, gestir þeirra og velunnarar, eru velkomnir. Bif- reið verður til staðar fyrir gestina. t I.O.O.F. 5= I252248x/2 = York Iiðþjálfi, er nafn á bók, sem kom i bóka- verzlanir fyrir nokkru. Iiöfundur bókarinnar er Bandaríkjamaður, Sam K. Cowan að nafni. Segir sag- an frá sannsögulegum viðburðum úr heimsstyrjöldinni fyrri. Helgi Sæmundsson blaðamaður hefir þýtt bókina, en útgefandinn er Bókaút- gáfan Ylfingur. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) : a) Raymond-forleikurinn eftir Thomas. b) „Einn dagur í Feneyj- um“ eftir Navin. c) Vals eftir Mackeben. d) Marz eftir tleinecke. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magnús- son). 21.10 Hljómplötur: Lög leik- in á celló. 21.15 Lestur íslendinga- sagna (dr. Einar Ól. Sveinsson). 21.40 Hljómplötur: íslenzk lög. 21.50 Fréttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna kl. 8 í kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin írá kl. 2 í dag. Stjórn h.f. Skallagríms í Borgarnesi óskar það tekið fram, í sambandi við frétt hér í blaðinu um flóabát á Faxaflóa, að umrædd frétt sé ekki frá sér, og ennfrem- ur það, að ekki sé enn gengið end- anlega frá samningum um leigu á skipi í Englandi. Hinsvegar hafi fundur í hf. Skallagrími þann 18. þ. m. samþykkt að taka á leigu ann- aðhvort umrætt skip eða annað jafngott, til að annast ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness. Árásir á Carolina og Mariana-eyjar. Hersveitirnar á Nýja- Bretlandi sameinast. H tburðir síðustu daga hafa leitt æ betur í Ijós, að Japanir eru í vörn hvarvetna á Kyrrahafi og halda Bandaríkjamenn uppi sókn þar jafnt í lofti, sem á láði og legi. Á Marshall-eyjum verða Jap- anir að búa við sífelldar loftá- rásir mikils fjölda amerískra flugvéla, sem hafa hækistöSvar á Kwajalein-hringrifinu, en her- skip þaðan halda einnig uppi á- rásum á næstu eyjar, er þau hafa ekki öðru að sinna. I gærkveldi var frá þvi skýrt, að búið væri að taka siðustu bækistöð Japana í Aniwatok- hringrifinu. Voru alls 3000 Jap- anir til varnar þar og er þess ekki getið, að neinn hafi staðið uppi eða verið tekinn til fanga þarna. Flugvélar frá Marshall-eyjum liafa ennig ráðizt á Kusai og Ponape i Carolina-eyjum. Þrjá- tiu smálestum sprengja var varpað á Ponape. 2000 km. frá Tokyo. Hundruð flugvéla af amerísk- um flugstöðvarskipum hafa gert fyrstu árás sína á eyjar í Caro- lina-klasanum. Var ráðizt á Sai- pan og Tinian, sein eru um það miðja leið frá Marshall-eyjum vestur til Filippseyja og 2000 km. fyrir suðaustan Tolcyo. Eyjar þessar eru aðeins 200 km. fyrir sunnan Guam, sem Banda- ríkjamenn höfðu á valdi sinu i áður fyrr. I Sigur á Nýja-Bretlandi. | Fyrir nokkrum dögum bárust um það fregnir frá Nýja-Bret- landi, að Japanir hörfuðu úr stöðvum sínum hjá Gloucester- höfða og í gærkveldi tilkynnti MacArthur, aS hersveilir það- an hefði tekið höndum sarnan við landgöngusveitirnar á Ara- we-slcaga. Japanir virðast ætla að liörfa enn lengra en þeir hafa gert til þessa og er ekki útilok- að, að þeir kjósi að 5rfirgefa Nýja-Bretland með öllu, þar eð bandamenn geta hæglega hindr- að alla flutninga þangaS. Manntjón Japana er talið 7000 fallnir. í Sókn á Bougainville. Hersveitir Bandaríkjamanna á Bougainville-eyju hafa nú lát- j ið til skarar skríða gegn Japön- I um og er gert í'áð fyrír því, að ætlunin sé að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Landgöngu- liðið hefir unnið mikið að vega- hótum á éynni, en sveitir úr því liafa farið í langa njósnaleið- angra að baki Japönum og ein sveitin fór fyrir þrem vikum allt til norðurstrandar eynnar. Sviar eru liyrjaðir aftur far- þegaflug til Englands. Því var hætt í haust, er Þjóðverjar skutu niður eina af flugvélunum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.