Vísir


Vísir - 24.02.1944, Qupperneq 2

Vísir - 24.02.1944, Qupperneq 2
VtSIR i DAGBLAÖ Útgefandi: BLAÐAÚ TGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Flóttameim. AGLEGA berast fregnir um hörmungar þær, sem her- teknar þjóðir á meginlandi Ev- rópu verða að þola. Er þar um að ræða almenna borgara, sem heyja baráttu sína án vopna, befir verið kippt upp með rót- um úr venjulegu umhverfi og velkjast án marks eðamiðsfyrir straumum og stórhríðum styrj- aldarinnar. Líknar og hjálpar- starfsemi er rekin í þágu þessa fólks, en langt mun í land að starfsemin sé fullnægjandi, og meira er unnt að gera en gert er. í síðasta stríði lögðu Norður- landaþjóðirnar hið mesta kapp á að greiða úr fyrir flóttafólki og hjálpa þvi á allan hátt. Starf það, er Friðþjófur Nansen innti af höndum á þeim árum mun seint verða fullmetið, og gat hann sér þó heimsfrægð fyrir afrek sín, tillögur og fram- kvæmdir í þágu þeirra, sém neyð liðu.íslendingar hafa ávallt tahð meira um vert að berjast fyrir mannréttindum og mann- úðarmálum, en að heyja stríðið með vopnum í hönd. Þjóðin kýs frekar að lifa fyrir land sitt og aðrar þjóðir, en að deyja á víg- völlum fyrir það eða þær. Starfsemi Norðurlandhþjóð- anna í þágu mannúðarmála eins og nú standa sakir, hlýtur að verða með nokkuð öðrum hætti en áður hefir þeklczt. Þjóð- irnar eru sundraðar með öllu, sumar í styrjöld, aðrar hertekn- ar og mega sig hvergi hræra, og segja má að Svíar og íslending- ar séu einir þess umkomnir, að veita frændþjóðum sínum nokk- urt fjárhagslegt hrautargengi, og þá fyrst og fremst þeim, sem hjálpar eru þurfi nú þegar og unnt er að greiða úr fyrir á einn eða annan veg. Nú siðustu mán- uðina hefir mjög verið kreppt að dönsku þjóðinni heima fyrir, og hefir fjöldi Dana flúið land sitt, aðallega yfir til Svíþjóðar. Þangað má heita að liggi stöð- ugur straumur flóttamanna, og taka Svíar þeim af fyllstu gest- risni, veita þeim landsvist og að- hlynningu, svo sem við verður komið. Fjársöfnun hefir þegar farið fram meðal Dana, sem dvelja utan heimalands síns, til handa flóttafólki þessu, og má ætla, að slíkur fjárhagsstuðn- ingur mundi verða vel þeginn hvaðan sem hann kæmi. Þótt íslendingar vilji i engu hvika frá fyrri ákvörðunum varðandi sambúð þeirra og ann- ara Norðurlandaþjóða, mun ó- hætt að fullyrða, að allir berum við hlýjan hug til Dana, og vilj- um sýna þeim fyllstu vinsemd og aðstoð, að svo miklu leyti, sem þeir þurfa þess með og við getum við komið. Er það og í fullu samræmi við aðra afstöðu þjóðarinnar, að efnt yrði til fjár- söfnunaf til handa dönsku flóttafólki, sem nú dvelur í Sví- þjóð, en á óhægt um öll vik sök- um fjárskorts. Yæri hér verk- efni fyrir þá menn, sem mest hafa barizt fyrir norrænni sam- vinnu og hina, sem helgað hafa starf sitt líknar- eða hjálpar- störfum, á hvaða vettvangi sem er. Ættu slíkir menn að beita 6ér fyrir fjársöfnun til handa Náttúrufræðifélagið hefur útgáfu íslenzkra vísindarita á erlendum málum. Á aðalfundi Náttúrufræðifélagsins, sem haldinn var þ. 12. þ. m. var mikið rætt um húsbyggingu yfir Náttúrugripasafnið, og er það mál nú komið á nokkurn rekspöl, enda þótt varla verði hafizt handa um byggingu á þessu ári. Stefánssonaiv En svo sem kunn- ugt er hafa erfingjar Stefáns heitins gefið Náttúrufræðifélag- inu útgáfuréttinn að Flóru, á- samt þvi se mtil var af upplagi 2. útgáfu. Nú er það upplag á þrotum og í ráði að gefa Flóru út i þriðja sinn. Menntamálaráð hefir veitt 3000 kr. lil undir- búnings útgáfunnar. I undir- búningsnefndinni eiga sæti Steindór Steindórsson Mennta- skólakennari og Ingólfur Da- víðsson og'Ingimar Óskarsson grasafræðingur. Stjórn Náttúrufræðifélagsins skipa nú: Jóhannes Áskellsson formaður, Birgir Thorlacius, Finnur Guðmundsson, Geir Gígja og Ingólfur Davíðsson, en til vara Árni Friðriksson og Sig- urður Pétursson. Svo sem kunnugt er, veitti Reykjavíkurbær á fjárhags- áætluninni i fyrra 50 þús. kr. til húsbyggingar yfir Náttúrugripa- safnið, en alls eru um 80 þús. kr. til í húsbyggingasjóði Nátt- úrufræðifélagsins. Þá má geta þess að Alþingi endurnýjaði einkaleyfi til Ilá- skólans til happdrættisrekstrar með þeim forsendum að tekjun- um yrði m. a. varið til þess að reisa hús fyrir Náttúrugripa- safnið. Nú hefir forsætisráð- herra falið liúsameistara rikis- ins að gera uppdrátt af væntan- legu húsi yfir safnið, en svo sem kunnugt er, er því ætlaður stað- ur í liáskólahverfinu. Á ferð sinni til Englands s. 1. haust, útvegaði Árni Friðriksson magister ýms góð gögn um heppilegt fyrirkomulag á safnhúsi, áþekku því, sem er fyrirhugað að byggja. Á s. 1. ári efndi Náttúrufræði- félagið til tveggja fræðsluferða. Var önnur 4 daga ferð um Snæ- ællsnes, en hin 1 dags ferð um Grafning. Sex fræðslufundir voru haldnir á árinu og voru á beim flutt erindi af ýmsum náttúrufræðingum. Náttúrufræðifélagið hyggst að gefa út á erlendum tungu- málum ritgerðir eða rit, vís- indalegs efnis, sem íslenzkir náttúrufræðingar hafa skrifað. Með þessu er hægt að koma á ramfæri við erlenda mennta- menn, ýmsum athugunum, rannsbknum og niðurstöðum sem íslendingar hafa gert, en verið umheiminum lokaðar vegna málsins. Dr. Finni Guð- mundssyni hefir verið falin rit- stjórn á 1. hefti þessa vísinda- rits, en sérstök dómnefnd mun aðstoða hann við val á efni. Þá hefir nefnd manna verið falið að annast undirbúning nýrrar útgáfu á Flóru Stefáns landflótta Dönum, ef til vill i samráði við Dani, sem hér dvelja eða félagsskap þeirra, enda eru þeir öllum hnútum kunnugastir. Veltur á miklu, að slilc söfnun yrði vel undirbúin, þannig að þátttaka yrði sem almennust. Er ekki að efa, að þjóðin mun bregðast vel við og leggja tals- vert af mörkum. Sýndi þjóðin með þessu hug sinn í garð dönsku þjóðarinnar og væri mjög æskilegt, að fram kæmi sem skýrast að um enga óvild er að ræða milli þessara fyrri sambandsþjóða, heldur gagn- kvæmt velvild og skilningur á aðstöðu allri. Menn kunna að segja sem svo, að senn harðni á dalnum, þannig að óvíst verði um /járráð þjóð- arinnar og getu til framlaga. Þar til er því að svara, að sé viljinn fyrir hendi, munar engu um að fórna lítilræði til að létta ann- ara þjáningar, og satt er hið fornkveðna, að safnazt er sam- an kemur. Málið ætti að taka upp á breiðum grundvelli, innan kirkjunnar, liknarfélaga og allra annara menningarfélaga, sem í landinu starfa, auk þess sem blöð og útvarp ættu að Ijá mál- inu lið eftir megni. Þeir menn þurfa að veljast til forystu, sem nokkurn tíma hafa aflögu og vilja til starfs í þágu nauð- staddra. Árangurinn ætti þá að vera fyrirfram tryggður, þannig að söfnunin reyndist á engan hátt þjóðinni til vanza. Hitt væri skömm, ef ekkert væri aðhafzt í þessu efni, þegar vitað er um neyðina og þörfina til úrlausnar. Siglufjörður: Geymslu- og þurrk- hús fyrir veiðitæki. Stjórn Síldarverksmiðja rík- isins mun, eftir því sem blaðið Siglufirðingur skýrir frá, hafa afráðið að byggja á næstkom- andi vori geymslu- og þurrkhús fyrir síldarnætur (og reknet) síldarflotans. Hafa veiðiskipin að undan- förnu átt við allmikla örðug- leika að striða um geymslu veið- arfæra sinna. Hafa þau ekki átt annars úrkosta, en hauga nótum sínum og netum upp á bryggj- urnar, til aðgerðar, þurrkunar, hreinsunar og geymslu, en við það hafa veiðarfærin oft og ein- att orðið fyrir stórskemmdum, og eins og nú er málum háttað, getur slilit tjón verið með öllu óbætanlegt. Hið nýja geymslu og þurrk- hús mun að mestu leyti bæta úr þessum annmörkum, og verða til mikils sparnaðar og öryggis fyrir veiðiflotann. Einnig mu:i þejta hafa í för með sér aukna atvinnu fyrir Siglfirðinga. Skipaskoðun enn. Sex verkamenn biðu bana í bruna, sem varð í verksmiðju í Yorkshire á Englandi á sunnu- dag. Ellefu slösuðust, sumir þeirra hættulega. Eg hefi verið fjærverandi nú um skeið, og þvi ekki getað svarað blaðagreinum þeim, sem síðar hafa birzt um öryggis- málin og snerta mig persónu- lega eða skipaskoðunina. Ritsjóri Vísis sýndi mér þá velvikl að taka strax og birta athugasemdir mínar við þá út komnar blaðagreinar um ör- yggismálin, og kann eg honum þakkir fyrir. Ritstjórinn svarar grein minni nokkurum orðum, þar sem hann lýsir sinni skoðun á nokk- urum atriðum. I greininni er hvorki ráðizt á mig né skipa- skoðunina, og þarf þvi ekki að ræða það frekar. í 29. tbl. Vísis sendir hr. A. mér „Eitt bróðurlegt orð“, og verð eg því í kurteisisskyni að endurgjalda hans bróðurlegu orð, en það getur ekki orðið i Jangri blaðagrein, lieldur aðeins í fáum orðum. Grein yðar ber fúllkominn vott um þekkingar- leysi á málefninu sjálfu, en jafnyel fjölkyngi i að snúa réttu máli i rangt, þess vegna ætla eg ekki og hefi engan tíma til að leiðrétta firrurnar, en að- eins að skýra fyrir yður hvað eg átti við, að skoðun skipa fari fram á „tilsettum tíma“, það er, að annað árið fer fram aðal- skoðun á skipi en næsta ár aukaskoðun, og svo endurtekur þetta sig ár frá ári, en auk þess fara fram sérstakar aukaskoð- anir ef ástæður eru fyrir hendi, og til dæmis nú, er öryggisút- búnaður skipa skoðaður í hvert skipti er skip fer til útlanda. Eg fullyrði, að hvergi í heiminum er jafn stöðugt eftirlit með skipum. Eg vona að þér skiljið þetta og býð yður góða nótt, því lítill ljómi stafar af yðar bróðurlegu orðum. Eg held að flest dagblöðin hafi .farið lofsorði um ræðu þá er Þorvarður Björnsson þélt á Fiskiþinginu 3. febrúar, einmitt þann dag, sem minningarguðs- þjónusta var haldin eftir „Max ' Pemberton“ slysið. Eg get ómögulega látið hjá hða að athuga svolitið þessa ræðu, og maður skyldi ætla, að það sem þessi maður flytur á Fiskiþinginu og á þessum degi sé satt og rétt. Þorvarður ségir í ræðu sinni, að flest okkar skip séu keypt gömul frá útlöndum. Þetta er alls ekki rétt, mikill meiri liluti þeirra er keyptur nýr, og mörg nýleg, það er fárra ára, þegar þau voru keypt. Þetta atriði í ræðu hans skiptir litlu máli, en j liann spyr þá hvort nægilega hafi verið athugað hvort þau uppfylltu þær kröfur sem okk- ar aðstæður heimta. Vegna þess að hann er svo ófróður um þessi mál skal upplýst, að allir logarar og stærri skip, sem keypt liafa verið til landsins, voru og eru flokkuð og full- nægja því styrkleikakröfum þeim, sem til þeirra ber að gera. En um eldri skip veit eg ekki til annars en að á þeim liafi far- ið fram ítarleg skoðun og þurft að fara fram veruleg viðgerð um leið og skipið var skoðað í fyrsta sinn liér á landi. Þá minnist hann á aðkeypt skip og þá sérstaklega eitt 20 ára gamalt, allir vita hvaða skip hann á við. Hann segir að skipið liafi verið smíðað til reknetaveiða, stutt sigling, farið út að kvöldi og komið inn að morgni. Þetta á að sanna að skipið hafi verið veikbyggt. Eg hygg að þessi skip séu smíðuð að minnsta kosti með þeim styrkleika sem þurfa þyk- ir til þess að að skipið geti mætt þeim veðrum og sjóum, sem á farsviðinu má venjulega búast við og án tillits til, hvort skipið er úti yfir nóttina eða lengur, því ekki er lengi að breytasl veður í lofti, og höfum við alt- of dýrkeyptar sannanir fyrir því. Þá hygg eg að sjóar i Norð- ursjó og við vestanvert Skot- land séu lítið skárri en hér við land. Eftir að hafa lýst skipinu. liversu prýðilega það líti út efl- ir breytinguna, sem á því hafi verið gerð segir hann, að innan- borðs hefir það ótal „dokument“ undirrituð af skipaskoðunar- stjóra ríkisins um að skipið sé nú fyrsta flokks og megi nú sigla um „öll heimsins höf“. Ekkert sannar betur löngun þessa greinarhöfundar til að bera tilhæfulaus ósannirtdi á mig eða skipaeftirlitið, því sannleikurinn er sá, að það skip, sem hér um ræðir hafði ekki eitt einasta plagg undirritað af mér, er lýtur að haffæri þess, hvað þá lieldur mörg „doku- ment“. Haffærisskírteini skips- ins var útgefið af réttu yfir- valdi, byggt á skoðunarvottorði skoðunarmanna. Þá kemur kafli um innlendar skipasmiðar. Eftir að hafa lýst nýju slcipi, sem að allra áliti hafi verið traust, smíði og út- búnaður hið vandaðasta og, sem hverfur án þess að nokkuð heyrist frá því, bætir hann við: fL Scrutator: „Þolinmæðin þrautir vinnur allar.“ ÞaS er í rauninni búiö aö stagast svo oft á ásigkomulagi gatnanna hér í bænum, aö þaö mun þykja aö bera í bakkafullan íækinn aö koma fram meS enn eina slíka umkvört- un. En í krafti þess, að „aldrei er góð vísa of oft kveðin", ætla eg að birta bréf, sem mér hefir borizt frá „Leigubilstjóra R....“. Hann segir: „Mér kemur ævinlega í hug mál- tækið „þolinmæðin þrautir vinnur allar“, þegar eg ek um Banka- stræti. Eg man ekki hvað það er orðiö langt síöan grafin var renna þvert yfir „bakarabrekkuna" inn í Skólastræti, en eg held aö eg muni það rétt, aö síðan hafi renn- an ajvinlega verið hinn versti far- artálmi. Þegar búið var að moka ofan í rennuna, var ekki hirt um þaö aö malbika yfir hana, svo aö þar myndaöist brátt nokkurskonar jaröfall. En hér kemur til sögunn- ar þolinmæðin — hjá þeim, sem eiga aö sjá um að gatan sé nokk- urnveginn fær. Hvað eftir annaö hafa þeir látið aka einhverjum ofaníburði í iavð- fallið og tekiö þvi með „fílósof- iskri“ rósemi, þótt hann hafi verið horfinn og rennan orðin jafn djúp og ógreiðfær eftir einn eða tvo daga. Vegna hallans og umhleyp- inganna að undanförnu stendur ofaníburðurinn ekki við stundinni jengur — en alltaf er ekið í renn- una á nýjan leik, í þeirri von, að þolimnæðin beri nú árangur og fjárans ofaníburðurinn hafi nú vit á því að tolla á sínum stað. Þetta er aö vísu ekki hið eina, sem eg gæti fundið að götum höf- uðstaðarins, en eg held að það hafi átt að vera vandalítið að maibika yfir þessar og fleiri rennur. Eg minntist sérstaklega á þessa, því að ekkert annað en malbik, ge ur kornið aö nokkuru haldi við hana. Eg er nefnilega ekki þeirrar skoð- unar, aö „þplinmæðin þrautir vinni allar“, að minnsta kosti ekki í þessu tilfelli." Um daginn og veginn. Sú undarlega venja hefir verið að skapast um þennan dagskrárlið, að hann hefir færzt í hendur ein- hverskonar pólitískra fulltrúa. Þess- ir kommissarar virðast helzt vera sira Gunnar Benediktsson (SAS), Gunnar Thóroddsen og Sigurður Bjarnason (S) og Bjarni Ásgeirs- son (F), en ókunnugt er, hver á að tala fyrir (A). Það er mjög leiðin- legt til þess að vita, að þessi hressi- legi vettvangur dægurrabbsins skuli hafa orðið togstreitu stjórnmála- flokkanna að bráð. Sennilega verð- ur næsta sporið það, að kosnir verða fulltrúar á Alþingi „einn úr hverj- um flokki”, eftir gamla nefnda- reseptinu, til að spjalla við hlust- endur. Það er óþarfi að taka það fram, að þótt ofangreinddir menn geti átt það til að Vera skemmti- legir, þá er það orðið mjög þreyt- andi, að fá þá borna á borð fyrir sig eftir almanaki, og þessi tilraun til „hlutleysis" er ákaflega lítið að- laðandi. Það ,er alveg nóg að hlusta á pólitíkusana mala sitt malt og salt í útvarpsumræðum frá Alþingi. 1 dagskrárliðinn „um daginn og veg- inn“ á útvarpið að verða sér úti um menn, sem hafa eitthvað að segja og þora eitthvað að segja. Frá hljóðfræði-sjónarmiði eru náttúr- lega Sigurður (vestfirzka) og síra Gunnar (nesjamál) nokkuð sér- kennilegir, og hefðu þeir sjálfsagt verið liðtækir í Pygmalion, en þá er náttúrlega heldur ekki gætt sann- girni og hlutleysis gagnvart þing- eysku, eyfirzku, ölvesku og öðrum héraðstungum. „Manni gæti dottið í hug hvort botnþungi skipsins hafi verið í réttu hlutfalli við hina fyrir- ferðarmiklu yfirbyggingu þess, og hvort skipaskoðunarstjóri muni liafa athugað það, er hann gaf út haffærisskírteini þess og aðra pappíra.“ Hvorki greinarhöfundur né aðrir geta með neinni sann- girnþkrafizt þess af skipaskoð- unarstjóranum, liver sem hann er, að hann fari um borð í öll nýsmíðuð skip og önnur, til þess að athuga hvort skipið liafi hæfilega kjölfestu. Aftur á móti fullyrði eg, að það sé verk skipstjóra skipsins að sjá um það, að skip hans sé liaffært að þessu leyti. Um hitt atriðið, hver hafi gef- ið út haffærisskírteinið skiptir litlu máli, en enn segir hann ó- satt, að eg hafi gert það. Það lítur út fyrir að ósannindin séu orðin honum svo töm, að hann viti ekki af, þó hann bregði þeim fyrir sig. Þá kemur langur kafli um „aukinn farm“. í enda þessa kafla hyggur greinarhöfundurinn að ástand- ið með hleðslu togaranna hafi litið batnað við hleðslumérkja- reglugerðina. Eg fullyrði að ástandið hefir mikið batnað hvað snertir hleðslu togaranna, þegar þeir fara frá Reykjavik til útlanda. En aftur á móti get- ur skipaskoðunin ekki sagt fyr- ir um hleðsluna úti á sjó, en það er verk skipstjórans. í kaflanum um umbætur tal- ar greinarhöfundur réttilega um að launa þurfi menn svo, að þeir ekki þurfi að hafa á hendi önnur störf, en það var mjög ódrengilegt af honum að amast við því í blaðagrein þó að að- stoðarmaður minn færi eina ferð með togara til Englands og eyddi í það hluta af sumarfríi sínu, og helgidögum jóla og ný- árs, og bætti með þvi nokkuð laun sín, og ekki fór hann með hlaðnara skip en lög mæla fyrir um, því hann skoðaði hvorki hleðslu þess né útbúnað fyrir þessa ferð, því það gerði annar , skipaskoðunarmaður. Þetta var því mjög óverðskuldað og ó- sæmandi hnútukast að stéttar- bróður. Grein Þorvarðs Björnssonar sannar það, að nú er ekki leng- ur verið að ræða um hvort breyta þurfi lögunum um eftir- lit með skipum og reglunum, nei, árásunum er beint að mér persónulega og tel eg það ágætt að það er ekki lengur málefnið, heldur mín litla persóna, sem skotunum er beint að, og læt eg mér það í léttu rúmi liggja. Það væri nú ekki úr vegi rétt aðeins að nema staðar og at- huga hverjir þessir menn eru, sem eru að véfengja styrkleika sldpa og gizka á að þetta kunni að vera svona og svona, og gefa í skyn að slysin kunni ef til vill að stafa af þessu eða hinu, þeir tala um stórar og veigamiklar yfirbyggingar, styrkleika þeirra og þunga í hlutfalli við annan styrkleika skipsins. Þessir menn þyrla upp moldviðri með mikl- um bægslagangi sem þeir sjálf- ir eru að kafna í. Hvernig er svo skipasmíða- og viðgerða- þekking þessara manna, miðað við okkar þaulreyndu skipa- smiði, sem í áratugi hafa feng- izt við viðgerðir og nýsmíði skipa, jú, eg get sagt ykkur það, þeir kunna ekki að reka nagla í spýtu, eins og stundum er | tekið til orða, á móts við hina þaulreyndu skipasmiði. Þetla eru þá mennijáiir, sem ræða um , breytingar og styrkleika skipa, og með skrifum sinum bera vantraust á skipasmíðastöðv- arnar og þeirra reyndu skipa- I smíði, og bera allt skipaeftirlit þungum sökum, en þó skipa- eftirlit ríkisins mestum, því þeir 1 þykjast víst eiga einhvern að~

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.