Vísir - 13.03.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 13.03.1944, Blaðsíða 2
Ví SIR m DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Þinglokin. P* klci mun fjarri lagi að ætla að nokkur gikkur hafi lilaupið í ýmsa almenna kjós- endur, er þeir lieyrðu um þing- lokin og endanlega afgreiðslu stjórnskipunarlaganna. Breytir engu þótt þau að þessu sinni sé afgreidd til bráðabirgða. Minni- máttarkennd Alþingis leiddi það í þá freistni, að sýna þjóðinni mátt sinn og veldi, en þó á þann hátt, að ágreiningi fullum kann að valda, hvort þar hafi ekki ver- ið um misbeitingu að ræða, sem veikt geti hið nýja stjórnskipu- lag stórlega, efnt til enn frekari ágreinings og flokkadrátta en orðið er, sem mun gæta þegar í upphafi að framfarinni lýð- veldisstofnun. Er hér átt við það einstaka tiltæki Alþingis, að treystast til að eyða með öllu neitunarvaldi forseta, eftir að Alþingi sjálft liefir gefið þá yf- irlýsingu þráfaldlega, eða trún- aðarmenn þess í umboði þess, að Alþingi megi ekki hrófla verulega við stjórnarskránni og raunar alls ekki umfram það, sem beint leiðir af breytingu frá konungdæmi til lýðveldis. Al- þingi hefir að undanförnu skýrt ákvæði stjórnarskrárinnar á ýmsan veg, og kann þessi skýr- ing og framkvæmd að valda engu minni ágreiningi en kosn- ingafrestunin gerði sællar minn- ingar. Þótt Alþingi hafi ekki frekar nú en oft áður borið gæfu til að fara að óskum algers meiri hluta þjóðarinnar, og skuggi alldimm- ur hafi þannig fallið á afgreiðslu málsins, sem allir hljóta að fagna að öðru leyti, má slíkt ckki leiða til þess, að spillt sé framgíingi málsins á þessu ári. Hinu má heldur ekki gleyma, sem gert er og enginn friður má ríkja um ósómann við endur- skoðun stjórnarskrárinnar, og má þá svo fara, að þingfulltrún- um gefist færi á að svara til saka fyrir þjóðardómstóln- um, þótt þeir hafi sökum minni- mátlarkenndar viljað látast svo mikhr, að þeir gætu virt óskir al- mennings að vettugi að þessu sinni. Látum í þessu efni hverj- um degi nægja sína þjáningu, eins og þingfulltrúarnir gera, — þá koma tímar og þá koma ráð, þótt nú hafi til tekizt miður en skyldi. Fyrir 101 ári var Alþingi endurreist, ekki i sinni fornu mynd, heldur sem fámenn kon- ungsvalin, ráðgefandi samkoma, og gerðist það 8. marz, eða sama ársdag og lýðveldisstjórnarskrá- in var samþykkt nú af þinginu. Myndi ekki mörgum þykja fara saman og nokkuð á skorta, virðuleik festu og myndugleik hins endurreista Alþingis fyrir hundrað og einu ári og samsvar- andi eiginleika hins endurreista lýðveldis nú? Alþingi fékk síðar betri aðstöðu og meira vald, eins og það hefir raunar sýnt nú, og lýðveldið dafnar vonandi og styrkist á sama veg. Þjóðin á nú að leggja lóð sin á metaskálamar og mun undir- búningur að þjóðaratkvæða- greiðslu þegar vera hafinn. Ætlað er að Alþingi Icomi saman að nýju hinn 10. júní, þannig að unnt verði að stíga lokaspor- ið í lýðveldismálinu hinn 17. Skíðamót Reykjavíkur: K.IC. viiiin þrjár sveitakeppnir af l'jói'iini. Jóhann Eyfells Í.R. Reykjavíkurmeistari í svíg.i Skíðamót Reykjavíkur hófst í gær við Kolviðarhól. Kepptu þar 11 flokkar í svigi og bruni. Af 4 sveita- keppnum sem fóru fram vann K. R. þr jár en Ánnann eina. LTm eða yfir 600 manns sóttu mótið. Veður var sæmiíegt en nokkuð hvasst og færi hart. unar, og Vísir birti mynd af sl. laugardag. í svigi B-flokks sigraði sveit Ármanns á samanlögðum tíma 328.5 sek. Næst varð sveit Skíðafélags stúdenta á 340.2 sek. í sveit Ármanns eru þeir Eyjólf- ur Einarsson, Stefán Stefánsson og jHörður Þorgilsson. Þar er einnig keppt um nýjan bikar. í svigi C-flokks vann sveit KR á 345.1 sek. Önnur varð sveit Ármanns á 406.7 sek. og þriðja sveit ÍR á 425.7 sek. Sveit KR skipuðu Lárus Guðmundsson, Hjörtur Jónsson, Magnús Þor- steinsson og Bragi Bi*ynjólfsson. Keppt var . um bikar, sem Chemia h.f. hefir gefið og heitir Chemia-bikarinn. ksvigi kvénna, C-flokki, vann sveit KR á 137.5 sek. Önnur varð sveit Ármanns á 151.1 sek. í sveit KR voru Sigríður Jónsdótt- ir, Guðbjörg Þórðardóttir og Kristín Pálsdóttir. Keppt var um svokallaðan Laugarhólsbikar, en hann er gefinn af Vátryggingarstofu Sigfúsar Sighvatssonar. Á laugardaginn lcemur fer fram skiðaganga, en á sunnu- daginn skiðastökk og brun karla. Úrsht í einstaklingskeppninni varð sem hér segir: Brun kvenna. B. flokkur. 1. Hallfriður Bjarnadóttir, K.R. 29.2. 2. Maja Örvar K.R. 29.8. 3. Sigrún Sigurðard. I.R. 33.2. C-flokkur. 1. Sigrún Eyjólfsd. Á. 23.9. 2. Margrét Ólafsd. Á. 26.7. 3. Gunnh. Guðmundsd. I.R. 29.0. Brun karla 35 ára og eldri. 1. Ólafur Þorsteinss. Á. 52.5. 2. Zoph. Snorrason I.R. 61.6. 3. Steinþór Sigurðss. Sk. R. 74.3 13—15 ára. 1. Pétur Guðmundss. K.R. 25.6. 2. Ingvi Guðmundss. K.R. 26.1. 3. Grimur Sveinss. Í.R. 29.4. Svig. A-flokkur. (Samanl.). 1. Jóhann Eyfells I.R. 92.9. 2. Björn Blöndal K.R. 93.0. 3. Magnús Árnason S.S. 94.7. B-flokkur. 1. Eyjólfur Einarss. Á. 95.5. 2. Magn. Guðmundss. S. S. H. 95.6. 3. Þórir Jónsson K.R. 98.4. Svig. C-flokkur. 1. Lárus Guðmundss. K.R. 77.4. 2. Hjörtur Jónsson K. R. 82.2. 3. Magnús Þorsteinss. K.R. 86.2. 13—15 ára. 1. Guðni Sigfúss. I.R. 51.7. 2. Flosi Ólafsson K.R. 54.4. 3. Pétur Guðms. K.R. 55.0. Svig kvenna. B-flokkur. 1. Sigrún Sigurðard. Í.R. 57.8. 2. Hallfr. Bjarnad. K.R. 58.9. 3. Ásta Benjamínsd. Á. 59.4. C-flokkur. 1. Sigríður Jónsd. K. R. 44.3. 2. Guðbjörg Þórðard. K.R. 46.0. 3. Kristín Pálsd. K.R. 47.2. Svig karla 35 ára og eldri. 1. Ólafur Þorsteinsson, Á. 78.1 2. Steinþór Sigurðss. SkR. 96.5. 3. Þorgr. Jónsson Í.R. 111.5. I sveitakeppni í svigi A-flokks vann sveit KR á samanlögðum tima 311.2 sek. Önnur varð sveit Skíðafélags stúdenta á 322.3 sek. Sveit KR skipuðu Björn Blöndal, Jón M. Jónsson og Georg Lúðvígsson. Þar var keppt um bikar þann hinn nýja, sem Almenna byggingarfélagið b.f. gaf Háskólanum til ráðstöf- júní, svo sem þrír flokkar þings- ins hafa talið vilja sinn og bund- izt órjúfandi heitum um að framkvæma. Ríldsstjórninni var falið að skipa nefnd manna til að hafa með höndum undirhún- ing hátíðahalda á Þingvöllum á stofndegi hins endurreista lýð- veldis. Mun ætlunin frekar vera að þjóðin geti þar sameinazt í látlausum og virðulegum hátiða- höldum, en hitt, að mikið verði um dýrðir á ytra borðinu. Ekki aðeins þar, lieldur fyrst og fremst við kjörborðið á þjóðin að sameinast og fagna lýðveld- inu, og heita því jafnfamt, að efla það og styrkja á allan veg, þannig að framtíð þess geti orð- ið sem glæsilegust, þrátt fyrir alla annmarka, sem á kunna að vera i upphafi. Úr því sem kom- ið er, og ekki tjóar um að sak- ast, er það eitt aðalatriði að þjóðin sýni vilja sinn sem einn maður, — allir greiði atkvæði og allir einn veg með stofnun lýðveldisins. fróttír Minningarffjöf: Stjórn l.S.Í. hefir samþykkt að leggja 500 kr. í væntanlegan minn- ingarsjóð um Pál heitinn Erlingsson sundkennara. Eining, 3. tbl. 2. árg. flytur: Minni ís- lands (Friðrik Hjartar). Þáttur fræðslustjóra Stórstúkunnar (Eirík- ur Sigurðsson), Hinn æskilegasti hjúskapur (P. Sig.), Brostnir hlekk- ir, 1 tröllahöndum o. m. fl. □ Edda 59443147 =R.\ Naeturakstur. Litla bílastöðin, sími 1380. Hjónáband. í gær voru gefin saman í hjóna- band af sr. Bjarna Jónssyni ung- frú Sigríður Pétursdóttir (Péturs Þ. J. Gunnarssonar stórkaupmanns) og Haraldur Blöndal frá Siglufirði. Leiðrétting. 1 sambandi við fregn um sykur- seðlafölsunarmálið, sem birtist í blaðinu á laugardag, skal það tekið fram, að Páll Finnbogason og Ey- mundur Magnússon áttu ekki þátt í máli þeirra Jóns og Adolphs, og að Páll og Einar Jónsson hafa ekki notað eða látið af hendi falsaða syk- urseðla, eins og réttarskjöl sýna. Munið Sundmót K.R. í Sundhöllinni í kvökl. Þar verður spennandi keppni í 10 sundum. Að lokum sýna 16 stúlkur úr K.R. undir stjórn Jóns Inga Guðmundssonar. Slökkviliðið var kvatt á Óðinstorg á tíunda tímanum í morgun til að slökkva eld í vinnuskúr, sem kviknað hafði í þar á torginu. Hitaveitan notar ]>ennan skúr til kaffidrykkju fyrir verkamenn og hafði kviknað í skúrnum út frá kolaofni. Skúrinn sviðnaði talsvert innan, en eldurinn var slökktur áður en hann brynni mjög mikið. Barnaspítalasjóði Hringsins hefir borizt 500 kr. gjöf frá Mariu Guðmundsdóttur á Bergs- stöðum í Reykjavík. Kærar þakkir. Stjórn Kvenfélagsins Hringurinn. 80 ára verður á morgun Katrín Guðrún Bjarnadóttir, Amtmannsstig 4A hér í bænum. Ötvarpið í kvöld. Kl. 20,30 Um daginn og veginn (Sigurður Bjarnason alþingismað- ur). 20,50 Útvarp úr sundhöllinni i Reykjavík: Lýsing á keppni í Sundmóti K.R. 22,15 Fréttir. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá M.L. 30 kr. frá A. 12 (gamalt áheit). 30 kr. frá ónefndum. Aheít á S*randarkirkju, afh. Vísi: 50 kr. frá S. M. 50 kr. frá N. N. Til dönsku flóttamannanna, afh. Vísi: 1000 kr. frá tveimur systrum. 10 'kr. frá Á. H. Til fjársöfnunar handa dönskum flóttamönnum. 105 kr. frá nemendum í 13 ára A-bekk Austurbæjarskólans. Mark- ús Einarsson 50 kr. Finnbogi Júlí- usson 100 kr. Sveinn Egilsson 50 kr. Benedikt Egilsson 50 kr. Ing- ólfur Guðmundsson 30 kr. Sigurð- ur Guðmundsson 20 kr. Oddgeir Jónsson 30 kr. Magnús Magnússon 20 kr. Kristján Kristjánsson 100 kr. Soffía Sigurðardóttir 20 kr. Elísabet Guðnadóttir 10 kr. Jóna Sigurðardóttir 20 kr. Fanney Krist- jánsdóttir 20 kr. Sigríður Georgs- dóttir 20 kr. Guðrún S. Hólm 50 kr. Guðfinna Guðjónsdóttir 20 kr. Frá gesti á Bessastöðum 220 kr. Frá smiðum og verkamönnum, er vinna .við byggingarnar á Bessa- stöðum: Olgeir Sigurðsson yfir- smiður 50 kr. Sigurður Finnbjörns- son múrari 50 kr. Gisli Guðmunds- son smiður 20 kr. Magnús Odds- son yfirsmiður 50 kr. Þorgeir Þórð- arson 20 kr. Sigurður Sigurðsson 10 kr. Nikulás Halldórsson 10 kr. Sveinn Klemensson 20 kr. Ingólfur Sigurðsson 20 kr. Helgi Jónsson 20 kr. Alls 270 kr. Trésmiðafélag Reykjavíkur hefir sótt til bæjarráðs um lóð fyrir samkomuhús á horni Mímis- vegar og Eiríksgötu, eða aðra leigu- lóð til vara. Umsókn þessari var vísað til bæjarverkfræðings til at- hugunar. Skipað Knattspynuráð. Knattspyrnuráð Reykjavíkur, hef- ur verið skipað til tveggja ára þess- um mönnum: Frá Fram Ólafi Hall- dórssyni, frá K.R. Þorsteini Ein- arssyni, frá Í.R. Guðmundi S. Hof- dal, frá Val Ólafi Sigurðssyni og frá Víking Gisla Sigurbjörnssyni. Formaður ráðsins var kjörinn Ól- afur Sigurðsson til eins árs. Samtíðin, marzheftið, er komin út og flyt- ur margvíslegt efni. Aron Guð- brandsson skrifar athygliverða grein um fjármálaviðhor fdagsins. Steindór Steindórsson menntaskóla- kennari ritar einnig mjög tímabæra grein, er hann nefnir náttúruskoð- un. Þá er verðlaunasaga: Forleikur eftir Jón Óskar. Menn og konur eftir Björn Sigfússon magister. Við Geysi (kvæði) eftir Hreiðar Geir- dal. Æviágrip merkra samtíðar- manna með myndum. Bókafregnir o. m. fl. Stjórnarráðshúsið. T ár voru liðin fjörutíu ár frá því * íslendingar fengu innlenda ráð- herrastjórn með aðsetri í Reykja- vík. 1 tilefni þess skal stuttlega rak- in hér saga þeirrar byggingar, sem allt þetta tímabil hefir verið aðset- ur hins íslenzka stjórnarráðs, en : húsið sjálft á sér sögu aftur í miðja átjándu öld, og var þá byggt sem tugthús landsins. Húsið er að mörgu leyti fögur bygging, og var á sínum tíma lang í virðulegasta bygging Reykjavíkur, þrátt fyrir innihaldið fyrstu hálfu . öldina. Var það ein fjögurra „Bar- ok‘-bygginga, sem arktitektar Dana- konunga teiknuðu fyrir ísland, öll ! um svipað leyti, en hinar voru Nes- ! stofa, Bessastaðnstcfa og Viðeyjar- i stofa. Tugthús. 1 T«yrir atbeina og atorku þjóðskör- i * unganna Magnúsar Gíslasonar j og Skúla Magnússonar var ákveðið með opnu bréfi konungs hinn 20. marz 1759 að reisa skyldi fangahús á túni Arnarhóls við Reykjavík. Ár- ið 1760 var undirbúningur hafinn, og fangtir látnir vinna að grjóthöggi og aðflutningi efniviðar. 1761 var óskað eftir uppdrætti að húsinu, og þótt hann sé ekki lengur til, má telja fullvíst, að Georg David An- thon, konunglegur arkitekt.hafi gert uppdrættina. (Mun einnig hafa teiknað eldri dómkirkjuna). Nafn hans er undir öllum efnisskýrslum og vinnulýsingu. Fangar munu hafa unnið að smíði hússins að verulegu leyti, og gert að lóðinni, en þess er getið, að múrarasveinar við Nesstofu og Bessastaði, að nafni Georg Berger og Thorgrímur Thorláksson hafi boðizt til að taka að sér stjórn verks- ins, en Berger mun þó hafa gengið úr skaftinu. Var smtði hússins lok- ið og það tekið í notkun 1771, og hafði þá kostað 800 ríkisdali. Stærð hússins var og er 16 álnir á breidd, en 44 álnir á lengd. * fe rnarhólsjörðin varð fyrir vali ** undir húsið, því þaðan þótti stutt til bjargar handa föngum og hægt um við að fá þeim vinnu við ull frá stofnunum í Reykjavík. Alls gat húsið rúmað 16 „grove Misdædere" og 54 tugthúslimi, auk íbúðar handa tveim umsjónarmönn- um. Lýsing tugthússins í „Refsivist á íslandi" eftir dr. juris Björn Þórðarson, segir að eftir endilöngu húsi hafi verið múrveggur í miðju. Austan veggjarins tveir varðklefar í hvorum enda fyrir stórglæpamenn, og fjórir klefar alls fyrir 4 fanga hver. Á sömu hlið voru vinnustof- ur með tóskaparáhöldum og rúm- stæðum fyrir 26 fanga. Járnsteng- ur voru fyrir öllum gluggum. Vestan veggjar (að Læknum) var forstofa í miðju, hin sama og nú, en í suðurenda eldhús og tvö her- bergi ráðsmanns, og norðan stórt eldhús og stofa fangavarðar. Á lofti voru tvö herbergi í hvor- um enda til vinnu fyrir 12—16 fanga. Húsið var traustlega byggt, og allir innveg,gir úr steini til öryggis gegn eldi, og var það algjör nýjung hér á landi. * Tugthúsið var í daglegu tali kall- að „Múrinn“, og þekktasti fang- inn þar um samfleytt 25 ára skeið var Arnes útileguþjófur, félagi Fjallá-Eyvindar og Höllu. Var fangahúsið lagt niður með opnu bréfi konungs hinn 3. marz 1816. Magnús Stephensen hefir lýst endalokum þess þannig: „Tugthúsið átti að hegna og fækka vömmum óráðvandra og um- girða æru, líf, eignir og siðferði manna, en aldrei komizt fullnærri þessu augnamiði; skálkar fældust það ei, heldur hrósuðu þar á stund- um vist, náðum og frelsi, og sumir nældu þar dáfallega.“ Bústaður embættismanna. JTinn 22. apríl 1819 var ákveðið ** að breyta tugthúsinu í bústað fyrir stiptamtmanninn, og bjuggu þar siðan allir stiptamtmenn og landshöfðingjar fram til ársins 1904, er húsinu var breytt í skrif- stofur. Húsinu var breytt í íbúðir skv. fyrirsögn dansks kaupmanns í Reykjavík. Innréttingin fyrir 1904 var þann- ig, að vestan í húsinu, sunnan for- stofu, var skrifstofa og dagstofa. Norðan forstofu var svefnstofa, barnaherbergi og stúlkuherbergi. Austan i húsinu var „kabinet“ við suðurgafl, þaðan innangengt i stóra gestastofu næst borðstofu, með sambandi við anddyrið. Hurð var milli gestastofu og dagstofu. Nyrzt var eldhús og búr, með stigasambandi við loftið, og timbur- útihús, sem byggð voru til austurs frá norðurgafli. í þaki var skrif- stofa landritara næst sunnan stiga, en norðan bókageymsla, svefnstof- ur þrjár, og þurkloft í austurrisi. Á dögum Trampe greifa (milli 1850—60) var hin stórri vestur- kvistur settur á húsið, og sá Ein- ar Jónsson snikkari um verkið. Stjórnaráðshús. T»á er Hannes Hafstein varð fyrst- * ur íslenzkur ráðherra, flutti hann í húsið, og byrjar þá þriðja og síðasta sögutímabil þess. Árið Þernn vantar um borð í skip. Uppl. i N ORD ALSÍSHÚSI. Simi: 3007. Verðtilboð óskast í landspilduna, svo- kallaðan Leirdal við Þorláks- tún, Hafnarfirði. Tilboð, merkt: „Leirdalur“ sendist fyrir 16. ]>. m. á afgr. Vísis, Hverfisgötu 41, Hafn- arfirði. Þar fást og upplýs- ingar. Til sölu 5 manna fólksbíll, Dodge, módel 1942, stærri gerðin. — Bifreiðin er keyrð 33 þúsund mílur, er með útvarpi, mið- stöð og öllum gúmmíum nýjum. — Stærri bensín- skammtur fylgir. — Væntan- legir kaupendur leggi tilboð inn á afgr. blaðsins fyrir 15. þ. m., merkt: „Góður bíll“. Sendisveinn óskast. H.F. LEIFTUR. Tryggvagötu 28. Sírni: 5379. Símaafnot Þi-iggja til fjögra herbergja íbúð óskast til leigu eða kaups nú þegar eða 14. maí. >et lánað afnot af síma. — Uppl. í síma 4683, kk 10—12 fyrir hádegi. 1903—04 hafði húsinu verið breytt í skrifstofubyggingu hins íslenzka ráðherra, og sá Magnús Blöndal um þær breytingar, og vann þar sjálf- ur. Var þá m. a. settur gluggi á suðurgaflinn (,,kabinet“), en þar var skrifstofa ráðherrans. Húsinu var næst breytt 1918, er kvistur var settur á austurrisið, jafnstór hinum vestari. Var kvist- urinn hlaðinn úr steyptum holsteini, og stóð Sigurjón Sigurðsson fyrir því verki. Eru þá taldar allar helztu breyt- ingar á húsinu frá fyrstu tíð, en sakir mjög óhentugs fyrirkomulags voru nýlega gerðar nauðsynlegar og alveg sjálfsagðar breytingar á neðri hæð hússins, hjá þeim ráðuneytum, sem ekki höfðu þurft að flýja hús- ið vegna þrengsla. Einnig var hús- ið allt málað innan, sennilega eftir einn til tvo áratugi í mikilli van- hirðu hvað það snerti. * Nýtt stjórnarráðsliús knýjandi nauðsyn. lli|örg hin síðari ár hefir hið ís- lenzka stjórnarráð búið við gersamlega óhæfileg húsakynni í hinu gamla tugthúsi, enda ekki við öðru að búast. Hefir ýmsum stjórn- ardeildum verið dreift um bæinn til óþæginda og óhagræðis. Virðist sannarlega tími til kom- inn að rjúfa erfðasögu þessa gamla fangahúss og reisa þar af grunni virðulegt stjórnarráðshús. Er með öllu ósæmandi að láta sér nægja þau starfsskilyrði, sem þar hafa verið síðustu tvo áratugi, og verður að vera eitt fyrsta bygg- ingarmál hins nýja lýðveldis, að byggja ríkisstjórninni betri vinnu- skilyrði og virðulegri, en ekki láta hið garnla tugthús ganga yfir í fjórða tímabilið, — tímabil lýð- veldisins, sem aðsetur stjórnar þess. Hörður Bjarnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.