Vísir


Vísir - 14.03.1944, Qupperneq 2

Vísir - 14.03.1944, Qupperneq 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Fánamálið. FÁNAMÁLIÐ var mikið hiamál á sinni tíð, meðan Islendingum var óheimilt að nota sérstakt þjóðareinkenni inn á við sem út á við. Stúdentar liöfðu forystuna heima og er- lendis, ungmennafélög og önnur félagssamtök héldu dyggilega á eftir, og segja má að almenn- ingur fylgdi málinu fram ein- liuga og af mesta kappi. Fjölda samþykktir voru gerðar um allt land í einum og sama dúr, atvik sem gerðist hér á Reykjavíkur- liöfn lét öldurnar stíga einna hæst, og loks náði málið fram að ganga þannig, að íslenzk skip sigldu um heimshöfin með íslenzka þjóðarmerkið við hún. Eftir að þjöðin öðlaðist sjálf- stæði sitt árið 1918 var engu líkara en að hún gleymdi að liún hefði um langa hrið barist fyrir sérstökum þjóðfána. Ein- staka menn drógu hann þó að liúni á hátíðum og tyllidögum, en lengra náði rælctarsemin ekki. Allur almenningur lét sér nægja að hafast ekki að, horfa í hezta falli á annara manna fána, dá litfegurð lians, en hitt datt mönnum ekki i hug að þeim hæri að fylgja fordæminu í því efni. Fæst hús í Reykjavík liafa fánastengur, og enn færri úti um land. Alger undantekning mun vera að fánastengur séu á bóndabæjum, hvað þá að fán- inn sjáist þar blalcta. Sumir unglingar hafa sennilega aldrei séð íslenzka fánann nema á póstkortum á heimilunum, eða á mannamótum, þar sem hon- um hefir verið tjaldað og honum hefir ekki þurft að víkja um set fyrir flokksmerkjum, sem eng- an þjóðlegan lit hafa borið. Vegna þessa ömurlega ástands vöktu þeir alþingismennirnir Gunnar Thoroddsen og Sigurð- ur Bjarnason máls á því á þingi þvi, sem nú hefir verið frestað um stund, að ástæða væri til að hvetja menn til frekari notkun- ar íslenzka fánans og virðulegr- ar meðferðar i einu og öllu. Báru þeir fram tillögu á þing- inu þess efnis, að Alþingi álykt- aði að lýsa yfir þeirri ósk og á- skorun til allra landsmanna, að efld sé og aukin notkun íslenzka fánans og virðing fyrir honum sem tákni hins íslenzka þjóð- ernis og fullveldis. Hægast væri að ná einhverjum árangri í þessu efni með samvinnu við bæjarstjórnir, sýslunefndir og hreppsnefndir um land allt, auk samvinnu við einstök félags- samtök, er vinna að menningar og þjóðernismáium. Jafnframt yrði séð svo fyrir að jafnan séu fánastengur og fánar fáanlégir í landinu, og sett skuli sérstök löggjöf varðandi vernd og með- ferð íslenzka fánans. 1 greinargerð er m. a. komist svo að orði: „Of fáir fslendingar hafa skilið til fulls þýðingu fán- ans. Allt of fáir þeirra eiga hinn fagra fána þjóðarinnar. Notkun hans þarf að auka, virðingu hans að efla. Stjórnarvöld lands- ins þurfa að eiga sinn þátt í þvi.“ Gunnar Thoroddsen, sem framsögu liafði af hálfu þeirra tillögumanna, komst svo að orði að í íslenzkum lögum væru nú engin ákvæði til verndar ís- Ræktun í gróðurhúsum eykst hröðum skrefum. Miklu me ri framleiðsla s.l. ár en venð hefup áður, þrátt fypip erfiö veöursltilyrði. Framleiðsla garðávaxta í gróðurhúsum hefir farið allmikið í vöxt á síðasta ári, að því er Ólafur Einarsson fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna hefir tjáð Vísi. — Lætur nærri að framleiðsla tómata hafi aukizt um allt að 20% frá því á árinu áður. Tómataframleiðslan í ár mun hafa numið samtals um 120 smálestum, eða um 23 þúsund kössum á Suðurlandsundirlend- inu og í Borgarfirði, en á þessu svæði er aðal gróðurhúsaræktin hér á landi. Lætur nærri að tómataframleiðslan hafi aukizt um 20% frá því sumarið 1942. Agúrkuframleiðslan hefir einnig færzt í vöxt og mun framleiðsla þeirra liafa numið um 12 smálestum á siðasta ári liér sunnanlands. Þá hefir vin- berjaframleiðslan aukizt meir en urn helming. I fyrravetur var mikið byggt af nýjum gróðurhúsum og ef miða hefði mátt við þær ný- byggingar, hefði mátt búast við enn meiri aukningu gróðurhúsa- ávaxta en raun varð á. En veðr- áttan hefir sitt að segja, einnig í gróðurhúsunum, 'og í mikilli kuldatíð eins og var í fyrrasum- ar, verður vöxturinn allur hæg- ari en ella. í vetur hefir verið komið upp nolckru af gróður- húsum, en þó miklu minna en gert var í fyrravetur. öll framleiðsla garðávaxta, svo sem kartaflna, rófna og kál- metis, var langt fyrir neðan það, sem Iiún Iiefir verið undanfarin ár. Sérstaklega var hún léleg á Vestur,, Norður- og Austurlandi og með lélegra móti á Suður- landi. Rófnai’ækt er nú alveg að leggjast niður í nágrenni Reykjavíkur, vegna kálmaðks, sem herjar á kálið og eyðilegg- ur uppskeruna. Breiðist kál- maðkur þessi út og er illt að stemma stigu fyrir hann. Hafinn undirbúningur að ísL landfræðiorðabók. Hafinn er undirbúningur að samningu landfræðiorðabókar (nomina geographika) hér á landi, og er það Þórhallur Þorgilsson bókavörður, sem ráðizt liefir í samningu þessa mikla ritverks. Það er á að gizka ár frá þvi að Þórhallur byrjaði á þessu verki og hann telur að það muni taka sig mörg ár ennþá þar til verkinu verði lokið. Býst hann við að það verði um 1800—2000 bls. að stærð og í þvi eiga fyrst og fremst öll útlend landfræði- lieiti að koma, sem finnast í ís- lenzkum bókmenntum að fornu og nýju. Ennfremur landfræði- heiti, sem koma fyrir í kennslu- bókum og við landafræði- kennslu i öllum almennum skól- um. Hvert orð verður með mál- fræðí-, sögu- og landfræðiskýr- ingum, og hefir Þórhallur farið fram á það við þekktan land- fræðikennara að taka að sér hina landfræðilegu hlið þessa máls. Sérstökum reglum verður fylgt um framburð ýmissa landfræðiheita úr fjarskyldum tungumálum, og ennfremur at- hugað að hve miklu leyti rétt er að íslenzka landfræðiheiti, eða nota gömul heiti, sem fyrir- finnast i fornbókmenntum vor- lenzka fánanum, en hinsvegar væru í þeim ströng refsiákvæði varðandi óvirðingu, sem annara þjóða fánum kynni að vera sýnd. Hér væri um ósamræmi að ræða, sem ekki gæti kallast sæmilegt né viðunandi. Notkun fánans ætti að auka svo, að landið yrði baðað í fagurri fána- breiðu, þegar lýðveldið verður stofnað og æ síðan á helztu há- tíðastundum þjóðarinnar, til varanlegs marks um hið frjálsa íslenzka Iýðveldi, og til þess að lialda vel vakandi tilfinningu íslendinga fyrir þjóðerni sínu um allan aldur. Tillagan fékk góða afgreiðslu á þingi, og væntanlega verður henni fagnað af þjóðinni allri, á þann hátt að þjóðfáninn verði ahnennt tekin í notkun og hann liafður í heiðri, sem hið sýni- lega og talandi tákn íslenzks fullveldis og viljans til að varð- veita það á hverju sem gengur. um, en komizt seinna úr notk- un. Þórhallur Þorgilsson segir að aldrei hafi verið brýnni þörf á slíkri bók en einmitt nú, þeg- ar svo mörg landfræðilieiti bera á góma í blöðum og útvarpi og oft og einatt með mismunandi framburði og mismunandi staf- setningu. Ef tir þetta umrót með erlend landfræðiheiti kemst tungan hlátt áfram í liættu. Sem dæmi má nefna orðið Binna. Það er skrifað Birma i íslenzkum kennslubókum og nemendum í skólum kennt að bera það eins fram. I blöðum er það ávallt skrifað Burma, og í útvarpi og manna á meðal er það hvorki borið fram birma né burma, heldur börma. Þetta segir Þórhallur, að brjóti þvert gegn lögmálum íslenzkrar tungu og sé ekki annað en eftir- hermur, sem eigi að liverfa úr íslenzku máli. Það sé og hlut- verk hinnar nýju landfræði- orðabókar að samræma útlendu heitin við íslenzkt ritmál og ís- lenzkan framburð. Þórhallur liefir eklci leitað fyrir sér um útgefanda að þessu riti sínu. En manni dettur í liug að liér sé verkefni fyrir Menn- ingarsjóð. Hér verður um liand- bók að ræða, sem liverjum ein- asta manni er nauðsynleg, og ætti erindi inn á hvert heimili i' landinu. Um leið dettur manni í liug að spyrja hvenær samin verði orðabók yfir íslenzk ör- nefni og landfræðiheiti, með málfræði-, sögu- og landfræði- skýringum. Verzlunarskólablaðið, sem gefiÖ er út af Málfundafé- lagi Verzlunarskólans er nýlega komið út með fjölbreyttu efni og vandað að frágangi. Helzta efni er: Síðasta skrefið (Ásgeir Ólafsson), ViðtaJ við Svein M. Sveinsson for- stjóra, Nokkur orð um Nemenda- samband Verzlunarskóla íslands, Lærdómsdeild og' framhaldsnám (Vilhj. Þ. Gíslason), Vináttan, Elskhuginn (þýdd saga), Félagslíf- ið á síðasta ári, Þú nafnkunna land- ið (Magnús Guðjónsson), Frjálsir menn í frjálsu landi (Þórhallur Arason), Verzlunarskólanemendur erlendis, Fullveldi Islands (Halldór Sigurðsson) o. m. m. fl. Ekkjan með börnin sex, afh. Vísi: 20 okr. frá N.N. Gjafir til Vinnuheimilis berklasjúkl., sem borist hafa seinustu daga: Hf. Nýja Bíó io.ooo kr. Björn Hjaltested, stórkaupm. 5.000 kr. Almenna byggingarfélagið hf. 5.000 kr. Hampiðjan h.f. 5.000 kr. Hvann- bergsbræður 5.000 kr. Árni B. Björnsson, gullsm. 5.000 kr. Veið- arfæraverzl. Geysir h.f. 1.000 kr. H. f. Sanitas 1.000 kr. H.f. Lýsi I. 000 kr. Starfsfólk Reykjavíkur- hafnar 2.280 kr. Starfsfólk Sanitas h.f. 1.000 kr. Starfsfólk ísafoldar- prentsm. 660 kr. Starfsfólk Gas- stöðvar Rvíkur 618 kr. Starfsfólk Haraldar Árnas. h.f. 1.200 kr. Starfsfólk Veiðarfæraverzl. Geysir h.f. 510 kr. Starfsfólk Búnaðar- bankans 220 kr. Starfsfólk Stein- dórsprent h.f. 222 kr. Starfsfólk Litir og Lökk 400 kr. Starfsfólk Tóbakseinkasölunnar 685 kr. INNRÁSARFORSPJALL, I: „Beztn íiicuiiiiKi til V e§tnr-Evrópii“, segfir Ifiiíler en heima fyrir sker hann upp herör meðal barna, gamal- menna, haltra og blindra. Eftir GORDON YOUNG, forstjóra fréttastofu Daily Ex- press í Stokkhólmi. —o— Þýzku hermennirnir, sem menn okkar munu verða að berjast við í Vestur-Evrópu, munu verða gunnreifir og á- gætlega búnir að öllu leyti, en þol þeirra og burðir munu ekki verða fyllilega jafnmiklir og meðalhermanna bandamanna. Þetta stingur fyrst í augun, er maður athugar það, sem komið hefir í Ijós við eftirlitsför Rommels og frétzt hefir til Stokkhólms. Sú borg er nú „bezti skjárinn“, sem að Ev- rópu veit, vegna hinna mörgu stjórnmálasambanda og ágætu samgangna við höfuðborg Þýzkalands. Mörg smáatriði, sem þar hafa vitnazt, benda til þess, að marg- víslegar og miklar breytingar hafa verið gerðar á þýzka hem- um, síðan hann fór hrakfar- irnar miklu við Stalingrad. Þessar breytingar eru fyrst og fremst orðnar vegna hins mikla manntjóns, sem Þjóð- verjar hiðu þá. Stjórnmálaer- indrekar telja, að Hitler sé bú- inn að missa fimm milljónir manna — fallna, fanga og lím- lesta — síðan liann lióf innrás- ina í Pólland. Þörfin mikil. Þessir rnenn telja, að Hitler liafi nú um 300 herdeildum yfir að ráða eða um 3.6 milljónum manna. En vart meira en helm- ingur þessa liðs er bardagalið, hitt sér um aðflutninga og önn- ur nauðsynleg störf að baki viglínunum. En vegna þess, live þörfin fyrir nýjan herafla er njikil, hafa jafnframt verið gerðar æ minni kröfur til liæfni og lireysti hermannanna. Þarf ekki annað en að lesa auglýs- ' ingarnar í þýzku blöðunum þar sem beðið er um sjálfboða- liða í beztu deildirnar, til þess að skilja, að hverju stefnir. Eg hefi t. d. fyrir framan mig „Berliner Lokalanzeiger", þar sem „lífvarðarfylkið", Adolf Scrutator: 'JZjjudAbi gJ!m£mw£S Máninn líður. Þorsteinn Stephensen bjó þessa sögu til útvarpsflutnings, stjórnaði leikflokki og lék sjálfur Orden borgarstjóra. Var þetta mjög á- nægjulegur flutningur, honum og samstarfsmönnum til sóma. Hafði Þorsteinn stytt söguna í meðförum, blandað mjög haglega saman frá- sögn og leik eftir sömu aðferð og Lárus Pálsson beitti við Mýs og m-enn. Jón Aðils gerði frásögnina mjög lifandi, en heldur hefði eg kosið að heyra hann í einhverju hlutverkanna. Rödd hans er full- stórbrotin fyrir þulshlutverkið. Sagan tekur á sig nýtt líf í útvars- flutningi, ög fer ekki hjá því að mörgum hafi þótt þessi meðferðin skemmtilegri en fljótlegur augna- lestur, enda þótt ýmsu hafi eðlilega þurft úr að sleppa. Eitt dramatískt atriði fannst mér vanta: þegar liðs- foringinn fær hláturskastið, um leið og hann segir að flugurnar hafi lagt undir sig flugnapappírinn, eink- um vegna þess að til þess atriðis er síðar vitnað í sögunni. John Steinbeck samdi söguna með það fyrir augum, að henni yrði auðveld- Iega breytt í leikrit, og hefir leik- ritið verið sýnt víðar um heim við góðar undirtektir. Hefði verið gam- an að sjá þetta leikrit með svipaðri hlutverkaskipan á leiksviði, en ekki verður á alit kosið. Utvarp úr SundhöIIinni. Það er orðið all-langt síðan út- varpað hefir verið atburðum og frá- sögn, og kom það líkt og endranær í hlut Helga Hjörvars í gærkveldi að lýsa afmælissundmóti K.R. Þetta útvarp fór að mörgu leyti í handa- skolum, og átti hann þar sjálfur oft ekki litla sök. Það verður að átelja, að hann var hvað eftir annað að gefa rangar upplýsingar um atriði, sem hver einasti starfandi íþrótta- maður eða íþróttafréttaritari gat vitað um. Á stundum lenti útvarp- ið í hlægilegustu fíflalátum, svo sem þegar hann var að reyna að teyma „hafmeyjar" sínar að fón- inum, en þær gerðu ekki annað en flissa og tauta einhverja vitleysu. Eða þegar hann „setti met“ í hverju sundi og varð síðan að leiðrétta jafnharðan. Loks var „sett met“ í síðasta sundinu, en það var fyrsta met, sem sett hafði verið í slíku sundi, „og því ekki sambærilegt við önnur met eldri“, eða eitthvað á þá leið. Það er misskilningur að fá ekki vanan íþróttafréttaritara til að annast slíkt útvarp, því að efnið son líklega hafa hreinsað sig betur af henni. Það hefði að minnsta kosti verið hressandi að heyra eitthvað um sápu- og konsúlalyktina til til- breytingar. ólafur Hvanndal. Eg get ekki orða bundizt að minnast ofurlítið á góðan vin okk- ar blaðamannanna í dag, því að Ól- afur Hvanndal prentmyndameist- ari á afmæli.. Ólafur varð fyrstur íslendinga til að leggja þá iðn fyr- ir sig, og hefir hann kennt þeim öllum, sem að þessari iðn standa, en það er orðinn dálaglegur hópur. Ólafur stundaði nám í Þýzkalandi og stofnaði prentmyndagerð sína að loknu námi. Var hún fyrst til húsa á efsta loftinu í Gútenberg, síðan í Mjóstræti, en þaðan fluttist hann fyrir nokkrum árum á Laugaveg I, þar sem áður var prentsmiðjan Acta (Edda). Ólafur er mikill verkmað- ur og snillingur til alls, er vanda þarf. Hann er drengur góður og hjartahreinn og vill hvers manns vandræði leysa. Hann er og veifi- skati mikilli (í hinni fornu merk- er einkum ætlað þeim, sem fylgjast j ingu þess orðs), enda gleðimaður með í íþróttum og metum, en í öllu slíku virtist hinn gamli glímu- maður eins og álfur út úr hól. Lýs- ingin á skrautsundinu keyrði þó fram úr öllu, hvað andlega fátækt snerti, og mundi sjálfur Bör Bör- og vinfastur. Munu honum að sjálf- sögðu berast margar hamingju- og vinaóskir í dag, og fegin vildi hægri hönd mín þrýsta hans hönd, þótt eigi geti af orðið í dag, sökum for- falla. Hitler-sveitin í SS-liernum, auglýsir eftir 16 ára piltum, sem geti byrjað herþjónustuna á 17. afmælisdegi sínum. Lág- markshæðin, sem ki’afizt er, er 172 sentimeti-ar, en fyrir stríð- ið var enginn maður tekinn i þessa sveit, nema liann værí 185 sentimetrar á sokkaleistum og fullra 19 ái*a. Á örfáum ár- um liafa lcröfurnar því verið minnkaðar svo, að nú er kraf- izt tveggja ára lægra aldurs og minni liæðar, sem nemur 131 sentimetrum. En við hlið þessarar auglýs- ingar frá SS-hernum eru aðrar frá flugmálai-áðúneyinu, þar sem 16 og 17 ára di’engir eru hvattir til að ganga í flugher- inn eða skriðdrekadeild Gör- ings. Vaxandí erfiðleikar. ' Hinar minnkandi kröfur, sena gerðar eru til einvalaliðs Hitl- ers, eru táknrænar fyrir þær breytingar, sem jafnan eiga sér stað á herjum, sem eiga í löngu stríði. En margt annað bendir til erfiðleikarma, sem Þjóðverjar eiga við að stríða, vegna þess hvað herinn gerir kröfur tii mikils hluta af mannafla þjóð- arinnar, svo að hann verður jafnvel að taka þá menn, sem mundu ekki vera tækir í her- þjónustu undir venjulegum kringumstæðum. Þessir erfið- leikar eru miklu meiri en Bret- ar eða Bandaríkjamenn hafa enn fundið tií. Ferðamenn, sem lcoma frá. Þýzkalandi, segja meðal annars frá því, hvað þeir rnenn eru að öllu leyti lakai’i nú en áður, sem vinna ýmis störf heima fyrir í landinu. Þeir hafa séð eineyga menn, einfætta eða einhenda menn, sem mundu hafa verið leystir frá herþjónustu með sæmd áður fyrr. Þeir eru nú settir til að gæta brúa og iðju- vera. Starfsmenn Rauða krossins hafa sagt frá því, að Pólverjar og Rússar hafi iðulega verið neyddir til að taka að sér varð- störf í fangabúðum í stað rosk- inna Þjóðverja, sem hafa verið sendir til vígvallanna. Þjóðverjar hafa heldur ekki farið neitt i launkofa með það, að þeir nota drengi á aldrinum 12—15 ára í loftvarnabyssu- sveitum og rússneskir fangar eru jafnveLnotaðir til þess að bera skot að loftvarnabyssunum og hlaða þær. Of aldraðir. Þetta táknar þó ekki, að þýzka hei’inn skorti með öllu mannafla, en það táknar hins- vegar, að þeir menn, sem þóttu áður aðeins færir til að gegna störfum heima, eru nú sendir fram til orustu. Beztu hermennirnir — sem eru á aldrinum 20—30 ára — hafa týnt mjög tölunni í Rúss- Iandi og N.-Afríku. Þetta leiðir aftur til þess, að megnið af her Hitlers eru menn, sem eru axm- að hvort undir tvítugu eða yfir þrítugt, m. ö. o. ekki á sem bezt- um aldri. En á móti þessu vegur, að því er að Bretum og Bandaríkja- mönnum snýr, að Hitler er bú- inn að senda allar beztu lier- deildir sínar til Vestur-Evrópu. Yfirmanni innrásarvarnanna verður ekki ætlað að liafa neina l

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.