Vísir - 16.03.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 16.03.1944, Blaðsíða 2
V ÍSIR VÍSIR DAGBLAÖ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. FéalgsprentsmiSjan h.f. Dökkar horíur. ERLENDIR menn hafa mis- jafnan skilning á allri að- stöðú íslenzku þjóðarinnar og sumir engan sökum ókmmug- leika. Kann þetta að vera eðli- legt enda höfum við ekM einir þá sögu að segja, en mjög getur slíkt oreynst bagalegt, einkum er hagsmunir þeirra, sem um mál- in fjalla, fara saman. Frá því er styrjöldin hófst hefir treglega gengið að afla nauðsynja at- vinnurekstri þjóðarinnar til handa, aðallega af því að um varning er að ræða, sem telst til ófriðarþarfa, og því mjög skorin við neglur öll úthlutun og ekkert látið umfram sannan- lega beina þörf. Segja má að sjávarútvegur- inn og afkoma hans skipti ekki einvörðungu íslenzku þjóðina mikíu máli, heldur og viðskipta- þjóð okkar Breta, sem viður- kennt hefir þetta með þvi að láta okkur í té nauðsynlegustu veiðarfæri. Þar héfir hinsvegar ekkert verið látið af hendi rakna umfram nauðsyn, og er því engar varábirgðir upp á að hlaupa ef út af ber, sem oft getur skeð á úfnum öldum Atlants- hafsins í yzta norðri. Á hverju ári færir íslenzka þjóðin fórnir sínar í mannslífum sökum ó- stöðugs veðurfars, en auk þessa hörmungar fyrirbæris, glatast verðmæti árlega meiri eg tölum verður talið, þótt misjafnt sé nokkuð frá ári til árs. Veiðar- færatjónið myndi nema allveru- legri upphæð árlega, ef öll kurl kæmu til grafar, en þó mun það sjaldan hafa verið jafn gífurlegt og nú í vetur, er flestir bátar hafa misst mest veiðarfæri sín, — ekki einu sinni, heldur hvað eftir annað. Er nú svo komið að veiðarfæri munu lítt eða raunar alls ekki fáanleg í land- inu, en sumir bátarnir að mestu veiðarfæralausir, enda ekki annað sýnilegt, en að menn verði að leggja upp laupana og hafast ekki að. Fari svo að nokk- ur hluti fiskiflotans verði að láta af veiðum sökum veiðar- færaskorts, bakar það íslenzku þjóðinni tilfinnanlegt tjón, og viðskiptaþjóð okkar Bretum einnig, sem mun af eðlilegum ástæðum hafa fulla þörf fyrir allan þann fisk, sem aflast á þessa lands miðum. Elkki er kunnugt um að nein- ar þær breytingar hafi á orðið, sem spái góðu um að unnt reyn- ist að afla nauðsynlegra veiðar- færa nú á vertiðinni, en af því hlýtur að leiða mesta tjón svo sem að ofan greinir. Sannar það aflur hversu háskalegt það getur verið og jafnframt óhyggilegt, að skera mjög við neglur nauð- synjar til framleiðslunnar, þannig að sjávarútvegur stöðv- ist að verulegu leyti af snæra- skorti, svo sem gerðist á verstu neyðar tímum, er einokunin skapaðist á íslandi. Snæri voru þá oft og einatt gulli dýrmæt- ari, jafnvel þótt ýmsir ásældust þau eingöngu til að hengja sig í. En gamanið á ekki við, — á- standið er alltof alvarlegt til þess. Smáútvegsmenn eru nú svo illa komnir, margir hverjir, að ekkert er líklegra, en að þeir verði með öllu að láfa af útgerð. Borgarstjóri á Nýja-Sjá- landi vill fræðast um INNRÁSARFORSPJALL 3.: Hlutur þeirra, sem lieima sitja verri en hermannanna. Hitaveituna. Skólar og opinberar byggingar bitadar með hveravatni. —o— * vægilegu, en þó þungbæru, erf- 1 Þýzkalandi er allt að fara í iðleika, sem gera hversdagslíf mola, en hvenær allt hrynur í þýzka hermannsins að miklum rústir veit enginn með vissu. mun léttara en almennra borg- —o— , ara heima fyrir. Eftir GORDON YOIJNG, I Eg hefi til dæmis fyrir fram- D orgarstjórinn í borg ® etnnt á JNýja-Sjálandi hefir ieitað sér upptýsinga um liitaveituna hér með til- Jiti tii liveravirlíjunar þar syðra. Visir hafði spurnir af þvi fyr- ir nokkuru, að Ný-Sjálendingar mundu hafa hug á því að kynn- ast hitaveitunni hér, vegna þess að þar i iandi eru nær ótæmandi möguleikar til liveravirkjunar, ög á suðurhveh jarðar munu óviða vera eins margar heitar uppsprettur og áNýja-Sjálandi. Leitaði hlaðið sér upplysinga um málið i utanrikisráðuneyt- inu og fékk þar þau svör, að fyrir nokkuru liefði komið bréf til rikisstjórnarinnar frá hoi-g- arstjóranum i Rotorua á Nýja- Sjálandi. Segist hann þar hafa heyrt allmikið um liitaveitu- framkvæmdirnar hér frá ýms- um mönnum og langi sig þvi til að kynnast þeim eins og föng sé á, með tilliti til þess að liægt væri að hagnýta þar syðra reynslu þá, sem hér hefir feng- izt. Skýrir borgarstjóri þessi jafnframt frá því, að i grend við horg hans sé mikið af hverum og heitum uppsprettum, sem sé notaðar hl að hita barnaskóla borgarinnar og aðrar opinberar byggingar, en annars renni mik- ið heitt vatn úr iðrum jarðar engum til gagns. Utanríkisráðuneytið snéri sér þegar til Helga Sigurðssonar, forstjóra Vatiis- og Hitaveit- unnar og lét hann ráðuneytinu í té nauðsynlegar upplýsingar í þessu efni, en auk þess viðaði ráðuneytið að sér upplýsingum og fróðleik ur öðrum áttum. Það er vissulega ekki oft, sem leitað er til íslendinga um upp- lýsingar á sviði nýmæla í slík- um efnum sem þessu og er því gleðilegt, að ráðuneytið skuli liafa veitt andfætlingum okkar svo greiða úrlausn. (Rotorua er horg á stærð við Reykjavík. Hún er á nyrðri eynni af þeim tveim, senl heita einu nafni Nýja-Sjáland, tæpa 200 km. fyrir suðaustan höfuð- borgina, Auckland). Samsöng-urinn í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar að samsöngnum í Gamla-Bíó á sunnudaginn er kem- ur, verða seldir í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, Bókaverzlun Lárusar Blöndals og Hljóðfæra- verzlun Sigríðar Helgadóttur, í dag og næstu daga, meðan endast, svo sem auglýst er í blaðinu í dag. Stórtjóni hafa þeir orðið fyrir hvað eftir annað nú i vetur, voru illa undir það búnir, sitja nú uppi með skuldir, en sjá enga vegi færa til að halda uppi rekstri á vertíðinni, sem ef til vill gæti rétt þá úr kútnum í bili. Fáist veiðarfæri ekki flutt til landsins nú þegar, liorfir til vandræða. Bátar, sem misst hafa veiðarfæri sín hafa þegar tínt allt til, sem þeir máttu af gömlu drasli, lítt nothæfu, en það er einnig farið allan ver- aldarveg og ekkert er eftir. Ýmsir hafa á orði, að íslenzka þjóðin eigi að leitast við að efla sjávarútveginn svo sem n^est má verða, til þess að standa sóma- samlega að vígi að ófriðinum loknum. Þetta má segja og er æskilegt að framkvæma, en þeg- ar ekki er unnt að leysa úr brýn- ustu þörfum líðandi stundar, að því er öflun veiðarfæra snertir, spáir slíkt engu góðu um þróun- ina í framtíðinni, enda hætt við að þjóðin standi þá höllum fæti að ófriðarlokum. Góður fundur þingstúkunnar. Útbreiðslufundur Þingstúkunnar. Þingstúka Reykjavíkur þafði mjög fjölmennan, vel heppnað- an útbreiðslufund í Listsýninga- skálanum 13. þ. m. Þar fluttu ræður þeir Pétur Ottesen, alþm. og Guðmundur Sveinsson, stud. theol. Sagðist "þeim báðum vel, en sérstaklega munu sumir kaflarnir í ræðu alþingismanns- ins verða þeim minnisstæðir, er heyrðu. Stóð til að Kling-Klang kvin- lettinn skemmti ii samkom-’ unni, en vegna kvef iasleika, sem ekki er ótíður hér í vorum bæ, , gat ekki af þessu orðið, en í stað þess söng |Ólafur Magnússon frá Mosfelli nokkur lög. Undir- leik annaðist Fritz Weisshappel. Hefðu fundarmenn áreiðanlega þegið að söngmaðurinn liefði sungið nokkur fleiri lög. Næsta ávarpaði þingtemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson, fundarmenn, en því næst sýndu þeir Sigurður Guðmundsson, ljósm. og Viggo Natanaelsson tvær stuttar kvik- myndir. Var það góð skemmtun. Önnur kvikmyndin var frá Norðurlandi. Helgi Helgason, verzlunar- stjóri, stjórnaði fundinum, en formaður úthreiðslunefndar- innar, Pétur Sigurðsson, setti fundinn og ávarpaði hann einn- ig í fundarlok. Sungið var milli þátta. Þótt húsrúm væri mikið urðu i þó allmargir að standa. Sýnir slík aðsókn að fundi eins og þessum, að þótt mikið sé selt af áfengi og mikið drukkið, og til séu þeir menn, er mæli með frjálsari sölu og meiri sölu, þá eru þó liinir margir, sem sjá hættuna og vilja spyrna fæti við. forstjóra fréttastofu Daily Ex- press í Stokkhólmi. „Hver mundi nokkuru sinni hafa getað gert sér í hugarfund, að við mundum geta þolað allt, sem á okkur liefir verið lagt að undanförnu?“ orgaði Schu- mann, héraðsleiðtogi í Bremen. Hann var að halda ræðu á ráðstefnu lögreglunnar og loft- varnayfirvaldanna þar í borg- inni ekki alls fyrir löngu. Ráð- stefnan hafði verið kölluð sam- an til þess að finna ráð til að kveða niður þær óánægjpraddir, sem farnar voru að heyrast og gerast allháværar vegna ringul- reiðarinnar og glundroðans, sem ríkti í Bremen eftir loft- árásir bandamanna. Blöðin sögðu frá þvi daginn eftir, að komið hefði fram á ráðstefnunni rökstuddar kvart- anir yfir því, að björgunar- og ruðningsstörf gengi seint, kom- ið hefðí til óspekta í loftvarna- skýlum, flauturnar hefði ekki gefið merki sakir bilunar, sem ekki hefði verið gert við, og að loftvarnaskotin, sem hleypt væri af í staðinn, til að vara fólk við yfirvofandi loft- árás, væri til mjög aukinnar hættu fyrir borgarbúa. Ástandið í Bremen og neyðar- óp Schumanns eru góð dæmi um þjáningar þær og raunir, sem megnið af þýzku þjóðinni á nú við að búa. Bretar urðu aldrei að þola neitt þessu líkt, jafnvel ekki þegar loftsóknin stóð sem hæst. Eitt dagblaðanna í Vestur-Þýzkalandi hefir látið svo um mælt, að líf Þjóðverja sem heima eru, sé miskunnar- Iaust og þungbært. i I Ofsahræðsla. Ef menn lesa þýzku blöðin nógu vandlega, er hægt að sjá i þeim, þrátt fyrif' nálcvæma rit- skoðun, ótal merki um hina margvíslegu og að vísu smá- an mig blað, sem segir frá smá- sögu, er gerðist í síðustu loft , árás á Stettin. Farþegar í spor* vagni einum urðu gripnir ofsa- hræðslu, þegar merki var gefið um loftárásarhættu, því að þeir héldu, að brezku flugmennirnir mundu geta séð hin deyfðu ljós sporvagnsins. Þeir ruddust fram í vagninn og slökktu öll Ijós i honum, og þegar spor- vagnsstjórinn reyndi að kveilcja Ijósin aftur lenti liann í handa- lögmáli við farþegana, sem reyndu að koma í veg fyrir það að hann gæti gert það. í mörgum borgum eru svo margir í liverju loftvarnasýkli, að lögreglan liefir orðið. að slá upp í þeim auglýsingum um að engir megi nota sætin nema konur með ungbörn. Þrátt fyrir allar tilraunir líknarfélaganna í Þýzkalandi, hefir ekki tekizt að draga neitt að ráði úr hinum miklu erfið- leikum, sem einstaklingum skapast við að vera fluttir að heiman úr borgunum, sem hélzt hafa orðið fyrir barðinu á bandamnnum. Fólkinu í S.- Þýzkalandi og Austurríki er illa við Berlinarbúana, sem er troð- ið inn á heimili þeirra og gisti- staði. Hefir þetta meira að segja gengið svo langt, að eitt af dag- blöðum S.-Þýzkalands hefir skorað á almenning að vera vin- gjarnlegri við flóttafólkið. Það sagði: „Fólkið, sem verður að flýja fyrir sprengjuregningu, er ekki Zigaunar heldur Þjóðverj- ar. Það má ekki koma fyrir öðru sinni, að konur og börn verði að snúa aftur til hinna miklu liættusvæða, vegna þess að kom- ið hefir verið fram við þau af svo mikilli harðýðgi og kulda.“ En það, sem hefir þó allra verstu áhrifin á almenning og iðnaðarreksturinn, er glundroð- inn og óreiðan, sem ríkir nú i öllum opinherum skjalasöfnum og skrám, sem liið fasta skipu- H Scrutator: HcudAbi aÉnwnwQS Hömlur á áfengi. Áfengisverzlunin virðist i bili hafa ráÖið nokkura bót á því auma ástandi, sem rikt hefir um afhend- ingu. Nú þurfa menn að minnsta kosti ekki að bíða á tveim stöSum eftir afgreiSslu. En hvaS er eigin- lega á móti því að hafa opna búþ’ ? Allar óþarfa-hömlur á áfengisútlát- um hafa ekki gert annað en aS áuka drykkjuskapinn. Óbeinlínis valda þær því aÖ þessu sinni, aÖ menn kaupa mikiS í einu, því aS flestir vilja ómaka sig sem sjaldnast inn í Nýborg. En nægar áfengisbirgðir á heimilum manna munu sjaldan verSai til þess að oftar er tekinn tappi úr flösku. Þar að auki er það alkunna, hversu skömmtun og höml- ur auka eftirspurn. Ef menn efast um þetta, þá svari hver fyrir sig, hvort hann hefir ekki hneigzt meir til kaffidrykkju, síSan fariS var aS skammta það. Ef menn þurfa frek- ari vitna, þá er nóg aS benda á það, að hægt er aS selja kaffi„bæti“ úr brenndum síkoríurótum helmingi dýrari en sjálft kaffiS. ViS svo bú- iS má ekki lengur sitja. Borgarar eiga heimtingu á því, meSan ekki eru alger bannlög í gildi, að skyn- samlegt fyrirkomulag sé viShaft um sölu og dreifingu áfengis. Það á- stand, sem nú ríkir, er öllum til skammar og gerir ekki annaS en undirstrika þá leiSu vanmáttar- kennd, sem þjóð vor virðist haldin gagnvart tárum þrúgnanna. Brennivín. ( Brennivín er drykkur, s'em marg- ir neyta sér til skaða og skapraun- ar. Bendir það til þess, að þeir sæk- ist fyrst og fremst eflir því að verða drukknir. Miklu minni eftirspurn er hér á landi eftir heitum vínum og borÖvínum, Qg eru þau þó hnoss- gæti mesta, ef þeirra er í hófi neytt. Það er þó nokkur galli á hinum amerísku vínum, þessara tegunda, aS þau eru miklu sterkari en sam- kynja vín frá Evröpu, og bendir það til aS Ameríkanar hafi álíka frumstæSa afstöðu til víns og vér íslendihgar, vilji hafa þaÖ sterkt —- og er það hvorugum til sóma. Amer- íkumenn eru höfundar „hanastél- anna“, sem eru samhristingur fjölda tegunda, hið eitraðasta glundur, en ákaflega skjótvirkt. ÞaS er eftirtekt- arvert, að heit vín og borSvín er oft hægt aS fá á hálfflöskum, en brennivínið guðbrenzka fæst aSeins á heilflöskum, og hefir svo verið frá upphafi — rétt eins og þaS taki því ekki að kaupa'minna en þrjá pela í einu af því, þótt nægja kynni peli af léttara víni. Vínveitingar. Þegar Hótel Borg var reist, var gestgjafanum veitt sérleyfi til al- mennra vínveitinga á nánar tiltekn- um matmálstímum. Mun í leyfinu hafa veriS frám tekið, að hótel þetta skyldi eitt sitja að vínveitingaleyfi, svo framarlega sem ekki yrSu sam- þykkt alger bannlög. Þetta var á þeim tíma, er bannlög voru að vísu í gildi, en undanþága var veitt fyr- ir matarvín. HóteliS hafði þessa vinsölu á hendi í mörg ár, og þótt stundum hafi viljaS út af bera, þá var því ekki gefiÖ neitt brot aÖ sök, þegar það var svipt þessum sér- réttindum. Hér mún raunar vera um að ræða freklegt réttarbrot á aðila, sem ekki er gefiS neitt aS sök, því aÖ þaS var alkunna, að í byggingu hótelsins mundi ekki hafa veriÖ ráðizt, ef vínveitingaleyfi hefSi ekki fengizt tryggt. í þess stað eru undanþágur veittar, að vísu mjög ríflegar, en ekki á þann hátt að þær geti orðið neinn grundvöll- ur að rekstri hótelsins. Til þess aS veita megi vin á samkvæmum í hót- elinu, þarf samkvæmi ákveðins hóps, en einstakir gestir geta ekki fengiS vin með mat. Hins vegar er sjzt meira um vín-undanþágu til handa öðrum veitingahúsum, og hefir annaS veitingahús á sumum tima- bilum selt meira vín en Borg. Eru þetta enn svik við þaS loforS, sem bóndinn á Borg var gefiS i upp- hafi. Loks er hótelinu ekki leyft að selja vín á annan hátt en i heil- um, óuppteknum flöskum, og er það hið mesta óhagræði fyrir gestina. Til dæmis má taka, að maÖur og kona taka þátt í borShaldi. VerSa þau aS kaupa heila flösku aí hverri víntegund, sem þau langar til aS drekka. VerSur annað tveggja aÖ þau verða aS halda sér við eina tegund og reyna aÖ torga heilli flösku, eða hætt er viS ofdrykkju, og er hvorugur kosturinn góður. ÞaS ætti að vera krafa allra þeirra, sem vilja að Islendingar kunni sér nokkra mannasiði í vínnautn, að vín sé á boÖstólum í smáuni skömmtum sem stórum í sölubúS Áfengisverzl- unarinnar og á hóteli því, er sér- leyfi hefir öðlazt fyrir vinveiting- um, og er enn nauðsynlegra að hót- elinu sé leyft að selja vín í smá- skömmtum. MeS því einu móti er nokkur von til aS þjóðin nái valdi á hinni háskalegu vanmáttarkennd sinni gagnvart áfengum drykkjum. lag þjéfðlífsins þýzka h.efir byggzt á. 1 hverri borginni af annari hafa manntalsskrár, hag- skýrslur og önnur mikilvæg óp- inber sltjöl glatazt í loftárásum. Fjölskyldur hafa tvístrazt í all- ar áttir og enginn veit, hvað orð- ið hefir af nánustu ættmennum sínum. Þetla hefir meira að segja gengið svo langt, áð fyrirtæki, sem hafa niisst skjöl sín og teikningar hafa orðið að biðja fyrirtæld í öðrum löndum, eins og t. 'd. Danmörku, sem fram- leiða sömu vélar og tælci, um teikningar, til þess að láta hinu opinbera í té! Þjófar og ræningjar eru auð- vitað alls hugar fegnir, því að allar afbrotaskrár hafa farið sömu leiðina og allt annað. 0 » Líf í leynum. Eg ætla að segja eina sögu því til sönnunar, hvað þessi glundroði ef mönnum hjálpleg- ur til að fara huldu höfði, ef þeir eiga eitthvað sökótt við yfir- völdin. Leikari einn af Gyðinga- ættum, Martin Wolfang að nafni, sem hafði leikið undir stjórn Max Reinhardts fyrir mörgum árum, var dæmdur til útlegðar árið 1940 ásamt mörg- um fleiri Gyðingum. ! En uin það leyti, sem dómur- inn var kVeðinn upp yfir hon- um, hvarf hann og vissi enginn, hvar hann var niðurkominn ár- um saman. Nú liefir lík hans fundizt fyrir skemmstu í rúst- um húss við Biilow-götu í Ber- lin. Þar í húsinu hafði búið fjöl- Mör Vel hnoðaður mör til sölu. Túngötu 2, kjallaranum. — Sími: 5474. Allir, sem reynt hafa, mæla með GERBERS Barnamjöli Fæst í Hús Hús, með tveimur íbúðum, óskast til kaups millliðalaust. Tilboð óskast sent blaðinu, merkt: „Hús, 2 íbúðir“. Af sérstökum ástæðum eru ■nokkurar Ikfr til sýnis og sölu á Sunnuþvoli kl. 10—12 f, h. föstudaginn 17. þ. in. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Tryggvi Sálomonsson. CLAPP’S- barnaiæöa í dósum, 14 tegundir. Biml 1884. Klapparstig 30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.