Vísir - 20.03.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1944, Blaðsíða 3
VISIR Saga Islendinga í Vesturheimi. I nýkominni Heimskringlu er skýrt frá því, að annað bindi af sögu Vestur-íslendinga sé komið á markaðinn. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson liefir skrifað þetta bindi eins og liið fyrsta og fær það mjög góða dóma. í rit- dómi um bókina í Heimskringlu segir m. a.: Bók þessi er að sniði til alveg eins og hin fyrsta, en er tals- vert meiri að blaðsíðutali. Hún er ennfremur skreytt landa- bréfum af stöðunum, sem ís- lendingar hafa flutt til, sem er mikill kostur. Útgefandinn er Þjóðræknisfélagið, en kostnað- armenn nokkrir einstaklingar, sem áður hefir verið getið og ennfremur er sagt frá hverjir eru i formála þessarar bókar. Innihald þessa annars bindis er landnámssaga fyrstu fimm eða sex íslenzku byggðanna vestra: Utah-, Brazilíu-, Ros- seau-, Milwaukee- og Marklands byggða. Innan um eða á milli sagna byggðanna, eru kaflar, sem vegna tímatalsins eiga þar heima eins og um „Uppliaf vest- urferða“, „Stórhópurinn fyrsti“ og „Vestur í óbyggðir“. Er þá komið að byggðunum í Vestur- Canada og Dakota og að. nokkru lýst tildrögunum og flutningi landa úr Austur-Canada til Nýja-íslands. Landnámi í byggðum þess- um lýsir höfundur skemmtilega og all-itarlega. Landnámsmanna er fleStra getið og ættir þeirra raktar, ef til vill óþarflega langt stundum. En hér er um fróð- leik eigi síður að ræða, sem gott getur verið að grípa til og ís- lendingar liafa sjaldnast á móti haft. Að öðru leyti eru byggða- sögurnar ágætar aflestrar eins og allt, sem höfundur skrifar. Þeir sexn kunnir eru, eða lesið liafa flest af því, sem áður hefir um byggðir þessar verið skrif- að, kemur að vísu mikið af bók þessari kunnuglega fyrir sjón- ir. En höfundiur hefir 'viðað nokkru að sér fram yfir það, eins og t. d. bréfum héðan að vestan á fyrstu innflutningsár- unum, sem birt hafa verið heima, en íslendingum hér hafa mörgum aldrei fyrir sjónir komið. Auk þess hefir höfundur aflað sér upp'lýsinga lijá ein- staklingum, sem kunnir eru byggðunum og á þann liátt kom- ist að mörgu, sem áður liefir aldrei verið skráð. Með þessu öðru bindi af Sögu íslendinga í Vesturheimi, byrj- ar hin eiginlega landnámssaga. Fyrsta bindið skoðast auðvitað sem inngangur og tilraun að gera grein fyrir ástæðum vestur- ferðanna. En hvað sem einum eða öðr- um kann að finnast, er óhætt að halda þvi fram, að með þessu bindi Sögu íslendinga í Vestur- lieimi, sé hafið bókmenntastarf, sem hver Vestur-íslendingur ætti að finna sér skylt að lilúa að. Almenningur gerir það með kaupum verks þessa aðallega, en sem lionum ertt mjög gagn- liagkvæm, því með þvi á liann kost á mildum fróðleik á ein- um stað um það, sem á daga Vestur-íslendinga hefir drifið. Og um það efni er víða vel ritað í þessari bók. Verði áfram- lialdið af því svipað í hinum næstu bindum, hvort sem tvö verða eða fleiri, hefir verið stig- þessari útgáfu." Þá segir einnig í nýkomnum blöðum að vestan, að Soffónías Þorkelsson verlcsmiðjueigandi, sem mörgum er hér að góðu kunnur tíafi tilbúin handrit i tvær bækur af ferðaminning- um sínum frá Islandi. Verða bækur þessar á stærð við Sögu Vestur-íslendinga og er byrjað að prenta aðra bókina lijá Col- umbia Press í Winnipeg. Milliþinganefnd ræðir uxn bætur i skólamálum. ■p.yrir tæpum tveimur árum var samþykkt á Alþingi * ályktun þess efnis að fela ríkisstjórninni að skipa milliþinganefnd skólafróðra manna til þess að rannsaka kennslu og uppeldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra. Skyldi stefnt að því að gera skólana sem hagfeldasta, samræma skólakerfið og á- kveða betur en nú sé starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra í milli. ÚTBOÐ Sölubúðirnar við bæjarbyggingamar á Mel- unum, Hringbraut nr. 135 og 149, eru til sölu. Skriflegum verðtilboðum veitir skrifstofa mín viðtöku til miðvikudagsins 12. apríl næstk., en þann dag kl. 2 e. h. yerða tilboð opnuð. Útboðsskilmálar og aðrar upplýsingar fást hjá húsameistara bæjarins, Austurstræti 16, 4. hæð. Gengið frá Póslliússtrætí. Reykjavík, 18. marz 1944. BORG ARST JÓRINN. Hjartanlega þakka eg öllum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu ift. marz. ' Katrín G uð rún Bjarnadóttir, Amtmannsstig hA. \ Jarðarför Karls Nikulássonar, konsúls, fer fi’am frá fríkirkjunni þriðjudaginn 21. þ. m. kl. iyz eftir liádegi. Varidamenn. Systir mín, Þórdíi Jónsdóttir, \ andaðist 18. þ. m. Þöroddur Jónsson. HVAD BER "GÖM'\ ÁFENGISM Á L. „Vinn það ei fyrir vin- skap manns, að vikja af götu sannleikans.“ Enda þótt það sé margra manna mál, að skrif lir. B. G. blaðamanns, í „Raddir almenn- ings“ í Vísi, séu skrifuð á svo einkennilegan bátt i mörgum tilfellum, að vart geti talizt til að heyra undir „Raddirnar“, og að æði margir lesi þessi skrif sér til skemmtunar, og þessvegna ekki ástæða til að taka það „há- tiðlega“, þó að með slæðist um- ræður um alvarleg mál, saman- ber skrif B. G„ um áfengismál i Vísi, fimmtudaginn 16. þ. mí er liann lcemur með mjög ein- kennilegar liugleiðingar um drykkj uskap Ameríkumanna og íslendinga, get eg ekki látið þeim með öllu ósvarað. Ameríkumenn* munu nú lík- lega fara sínu fram um áfeng- isneyzlu og brugg „eitraðs“ og „baneitraðs“ áfengis, eins og B. G. segir, hvað sem líður drykkju- skap okkar eigin landa. En vegna þess að einhverjir kynnu að verða til þess að taka þessi skrif „bátíðlega“, er rétt að taka fram nokkur atriði. 1. Er ekki skemmtanalífið í Reykj avík komið út á þá braut í alltof mörgum tilfellum, að þrátt fyrir mjög undirbúin skemmtiatriði, virðist aðalatrið- ið verða „sameiginkgur alls- herjar drykkjuskapur“ alla nóttina. . 2. Er það ekki minnimáttar- kennd þátttakenda í svona sam- kvæmum, sem ræður? 3. Veit B. G. nokkuð um sorg- lega re^mslu íslendinga af „staupa“-veitingum og sölu að fornu og nýju, fram yfir síðustu aldamót, í Reykjavík og víðar hér á landi? 4. Vill nokkur neita því, að Olafía Jóliannsdóttir og Guðrún Lárusdóttir og fleiri mætar leon- ur og menn, í hópi templara þeirra tíma, bafi gert sér glögga grein fyrir þessum málum, er jiær stóðu „vakt‘‘ kveld eftir kveld við „vínhótelið“ og reyndu, og tókst það í mörgum tilfellum, að koma í veg fyrir að ungir og gamlir færu inn 1 „knæpuna“ og keyptu sér „staup“? Nei, það er engin „aðferð“ í sambandi við áfengi, sem dugar nema sterlct almennings- álit sem fordæmir sölu og neyzlu þess. Og það kemur. Slík stefna, sem kemur fram í umræddum skrifum, mun sem betur fer, „eiga formælendur fá“, því að nokkrar likur eru til að almenningur sé að fær- ast nær hinni „réttu“ skoðun í þessu máli, en það er: burt með áfengið úr skemmtana- og einkalífi íslendinga! Þ. J. S. Bcbiqp fréffír Næturakstur. Litlabílastöðin, sími 1380. 70 ára er í dag (20. marz) frú Vilborg Margrét Magnúsdóttir, Hverfis- götu 100. Hér er ekki rúm fyrir langa ritgerð til að lýsa lífsbaráttu frú Vilborgar frá bernsku til þessa tíma. Verðum við ástvinir hennar að láta okkur nægja að óska henni hjartanlega til hamingju með af- mælisdaginn. Guð blessi hana og gefi henni bjarta og gleðiríka frarn- tíð í Jesú blessaða nafni. — Ást- vinir. Aðalfundur Byggingasamvinnu félags Reykj a- víkur er í kvöld kl. í Kaup- þingssalnum. Samkvæmt þessari þingsá- lyktun skipaði kennslumálaráð- herra sjö manna nefnd 30. júni f. á. Voru það þessir: Aðalbjörg Sigurðardóttir frú, Ármann Halldórsson skóla, stjóri, Ásmundur Guðmundsson prófessor, Ingimar Jónsson skólastjóri, Jakob Kristinsson fræðslumálastj óri, f ormaður, Kristinn Ármannsson yfirkenn- ari, Sigfús Sigurlijartarson al- þingismaður. Ritari nefndar- innar var ráðinn Helgi Eliasson fulltrúi fræðslumálastjóra. Skömmu eftir skipun nefnd- arinnar voru fyrstu fundir baldnir og komið á verkaskipt- ingu með nefndarmönnum. Unnu nefndarmenn síðan um sumarið að viðfangsefnunum hver í sínu lagi eða tveir saman. En fyrst um haustið liófust reglubundin fundarliöld allrar nefndarinnar tvisvar í viku. Um miðjan nóvembermánuð tók Ágmundur Guðmundsson við formannsstörfum í nefnd- inni sökum lasleika Jakobs Kristinssonar og var frá síðustu áramótum skipaður formaður. I stað fræðslumálastjóra, er baðst um þær mundir lausnar frá nefndarstörfum, var Helgi Eliasson skipaður. Babbitt er ein gagnmerkasta skáldsaga sem út hefir komið eftir ameriskan höfund. Bókin fjallar um fasteignasala í með- alstórri lx>rg í Ameríku um 1920. Lýsir liún viðhorfi smá- borgarans og umhverfi hans á mjög lifandi hátt og er skarp- leg aldarfars- og þjóðlifslýsing, en þó einkum hárfín sálarlifs- lýsing. I formála fyrir bókinni segir: „Án þess að draga fjöður yfir einn einasta af brestum Babb,- itts, heimskupör lians, ósann- indi, liégómaskap, liarðdrægni, blekkingar, hefir skáldinu tek- izt að gera liann svo mannlega úr garði, gera hann svo sannan og umkomulausan i nekt sins innra manns, að liann hefir svar- ið sig í ætt vor allra, og um leið falið liann í vernd allrar rnann- legrar samúðar. En um leið er einnig felldur gífurlega þungur áfellisdómur yfir viðskiptaheimi Ameríku, þeirri veröld, sem skóp Babbitt. Það er torvelt fyrir útlend- ing, og mann sem stendur fyrir utan lirunadans amerískrar kaupsýslu að meta það, hvort sá áfellisdómur er réttmætur. En Babbitt er svo sannur að ekki er unnt annað en trúa hon- um og þar með lifi hans eins og þvi er lýst, og lifi borgarinn- ar, þar sem örlög hans eru ráð- in. Ljesandinn kynnist Babbitt á öllum sviðum lífsins, rekst á hann allsstaðar þar, sem manni ber að leysa slcyldur áf hendi, í viðskiptum, atvinnu- rekstri, heimilislífi, lijúskap, trúmálum, bæjarmálum, þjóð- málum, kynnist ástalífi hans, ástríðum og tilfinningum, leynd- ustu þrám hans og óskum. — Lewis gleymir engu og allsstað- ar er Babbitt sjálfum sér sam- Störf nefndarinnar hafa fram til þessa einkum verið i þvi fólg- in að athuga núgildandi lög og reglugerðir um Skóla landsins og ræða breytingar þær, er nauðsynlegar væru til bóta. Jafnframt liefir nefndin ritað þeim, er veita skólunum for- stöðu eða starfa við þá, og borið undir þá ýmsar vandaspurning- ar. Þá hefir nefndin varið all- miklum tma til athugunar á því, hvernig skólakerfi landsins verði liaganlegast fyrir komið, liver skuli skólaskylduárin og livaða lcröfur beri að gera til skyldunámsins. Of snemmt er þó að gera grein fvrir niðurstöð- um nefndarinnar í þessum efn- um, því að enn geta þær breytzt og margt nýtt komið til greina. Allir þeir, sem nefndin hefir leitað til, liafa brugðist hið bezta við tilmælum hennar og skrifleg svör berast nú að við ýmsum spurningum liennar. Yæntir nefndin þess að geta átt sem bezt samstarf við málsaðila og treystir góðum skilningi þeirra og samúð, en hvorttveggja er mjög nauðsynlegt skilyrði þess, að störf hennar fái komið að varanlegum notum. kvæmur. Það er mjög ósenni- legt að islenzkir lesendur kom- ist ekki á lag með að lesa Babb- itt, njótá bókarinnar og hríf- ast af henni. Sem listaverk er liún furðulega hrein og tær og sem skilríki um mannlegt sál- arlíf er liún næsta girnileg til fróðleilcs, og þó er hún framar öllu lífið sjálft í sínum lirjúfa, kátbroslega, harmsögulega veruleik. Hún kynnir oss fast- eignasalann Babbitt, en einnig annan, sem býr nær oss, því að i bókarlok erum vér ekki ein- ungis orðin þaulkunnug Babb- itt og félögum hans, heldur, þekkjum vér og sjálfa oss og vini vora betur en áður. Svo likir eru mennirnir báðum meg- in Atlantshafsins.“ Ávarp um Flóru ísl. Á þessu ári eru liðin 20 ár síð- an 2. útgáfa af Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson, skóla- meistara,kom iit.Er hún nú upp- seld að mestu. Erfingjar Stefáns Stefánssonar, skólameistara, liafa sýnt Hinu íslenzka nátt- úrufræðifélagi þá rausn, að gefa því útgáfurétt að Flóru. Stjórn félagsins liefir því hafið undir- búning þess, að ný útgáfa Flóru geti komið út sem fyrst. Hefir stjórnin valið þrjá menn í nefnd, til að annast útgáfuna, þá Stein- dór Steindórsson, menntaskóla- kennara, Ingólf Davíðsson, magister, Reykjavik, og Ingimar Óskarsson, grasafræðing, Dal- vík. Hin nýja útgáfa á að sjálf- sögðu að gefa fullt yfirlit um þá þekkingu, sem fengin er á gróðri landsins, eins og hinar fyrri út- ! gáfur gerðu hvor á sínum tíma. Nú er það vitanlegt, að ýmsir menn viða um land, þótt ekki séu lærðir grasafræðingar, liafa safnað plöntum og gert gróður- athuganir, jafnvel árum saman. Er þannig í þeirra fórum meiri og minni fróðleikur, sem að góðu gagni getur komið við nýja útgáfu Flóru. Það eru þvi vinsamleg tilmæli útgáfunefnd- arinnar til þessara manna, að þeir komi sér í samband við hána og láti henni í té þann fróðleik, er þeir hafa í liöndum, svo sem Flórulista, athuganir um vaxtarstaði, blómgunar- og fræþroskunartíma plantna og yfirleitt allt, sem auki getur við efni Flórunnar. Emnig eru þeir beðnir að senda vandgreindar og sjaldséðar tegundir til athug- unar og staðfestingar fundum sínum. Verða allar slíkar plönt- ur að sjálfsögðu endursendarv Biðjum við því alla þá^ sem eitthvað vilja og geta a£ mörkum látið, að láta formann útgáfunefndarinnar vita, þvi fyr því betra. Utanáskrift lians err Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari, Munkaþverár- stræti 40, Akureyri. Utgáfunefnd Flóru íslands. „Babbitt“ — fræg skáldsaga eftir Nóbelsverdlauna- höfund komln út á íslenzku. Babbitt eftir NóbelsverðJaunahöfundinn Sinclair Lewis er að koma út í íslenzkri þýðingu eftir Sigurð Einarsson dócent, á vegum Menningar- og fræðslusambands aiþýðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.