Vísir - 23.03.1944, Blaðsíða 1
Hltstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur.
Féfagsprentsmiðjan (3. hæð)
Rttstjórar
Blaðamenn Slmii
Auglýsingar 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 23. apríl 1944.
68. tbl.
Chnrcliill talar
á §nnnodag:.
Það var tilkynnt í Bretlandi i
fgær, að Churchill forsætisráð-
lierra mundi halda ræðu til þjóð-
-arinnar næstkomandi sunnudag
klukkan átta eftir Greenwich-
meðaltíma, en það er einnig kl.
átta eftir íslenzkum sumartíma.
Rommel vcikur.
Rommel er sagður veikur og
liafa tekið sér langa hvíld.
Eins og menn muna sögðu
Þjóðverjar, að Rommel hefði
verið sjúkur, ér handamenn
hófu sókn sína lijá E1 Alamein,
farið samt til Afriku, en orðið
að hverfa heim til Þýzkalands
á ný. Síðan var liann gerður yf-
irhershöfðingi á N.-Ítalíu.
Nú herma svissneskar fregnir,
að hann liafi fengið strengilegar
skipanir um að hvila sig, þar
sem liann sé veikur fyrir hjarta,
hafi malaríu og lifrarsjúkdóm.
Frægur sérfræðingur frá Vínar-
borg er látinn stunda Rommel
í Bad Hölz í Þýzkalandi.
DeValera stappar
stálinu í íra.
De Valera forsætisráðherra
Eire, hefir hvatt þjóð sína til
að láta ekki bugast á stund erf-
iðleikanna.
Hann liélt ræðu i gær, til þess
að hvetja menn til þess að auka
sem mest framleiðslu á mat-
vælum og eldsneyti. Benti liann
á það, að nú er Eire væri eitt
og yfirgefið, reyndi meira á það
en nokkuru sinni og það væri
á hvers manns vitorði, að hægt
væri að svelta menn til hlýðni.
En það mætti Irar ekki láta um
sig spyrjast.
Námaverkföll hefjast
á ný í Englandi.
Tuttugu þúsund námamenn
eru nú í verkfalli í Norður-Eng-
landi.
Verkfallsaldan, sem gekk yfir
Wales i vikunni, sem leið og
lægði aftur um helgina síðustu,
hefir nú risið á ný, að þessu
sinni í Yorkshire. Hafa menn
við 13 námur horfið frá vinnu,
en auk þess hefir orðið að gefa
allmörgum frí, vegna þess að
vélamenn hafa hætt vinnu og
stöðvað þannig starfsemina.
Námamenn og námaeigendur
munu ræða við Lloyd George
eldsneytismálaráðherra í dag.
Bose hvetur Indverja
til uppreistar.
Bose hinn indverski, sem
gengið hefir í lið með möndul-
veldunum, hefir sent Indverjum
ávarp.
Hvetur hann Indverja til þess
að rísa nú upp sem einn maður
til að veita innrásarhernum jap-
anska hjálp til að svipta af
þeim okinu.
Japanska lierstjórnin hefir
slcýrt svo frá, að her þeirra sé
að hefja innrás i Indland, en
samkvæmt tilkynningum
bandamanna eru Japanir á und-
anhaldi á tveim stöðum í
Burma, en smásveitir þeirra
hafa komizt inn í Manipur-ríki.
Herflugvél ferst
hér við land.
í byrjun vikunnar fórst erlend
herflugvél hér við land.
Flugvélin gat ekki komizt á
flugvöll sinn sakir þoku og tók
flugmaðurinn það ráð að nauð-
lenda skammt frá landi, undan
sjávarþorpi einu. Flugmenn-
irnir gátu sett gúmmíbát sinn
á flot, eftir að flugvélin hafði
sezt á sjóinn og réru síðan til
lands. Þegar þangað var komið,
tóku Islendingar við mönnunum
og voru þeir háttaðir ofan í rúm
og hlynnt að þeim eins og hægt
var. Nokkuru síðar voru þeir
sóttir og fluttir í lierbúðir.
Enginn mannanna mun hafa
meiðzt neitt verulega við þelta
óhapp.
IJtanríkisiiSiÉefna
IJ.S. cftir stríð.
Cordell Hull hélt í gær ræðu
um stefnu Bandaríkjanna í ut-
anríkismálum nú og eftir stríh-
ið.
IIull sagði, að fyrst og fremst
mundu Bandaríkin vinna að því
af alefli að vinna sigur í stríð-
jnu, en síðan yrði gengið að þvi
með oddi og egg — með öðrum
þjóðum — að koma á slíku
skipulagi, að sköpuð yrði skil-
yrði fyrir varanlegum friði.
Aðalatriðin í þessu yrði, að
koma því til leiðar, að öll deilu-
mál yrði jöfnuð með samning-
um þjóða í milli og komið yrði
á fót alþjóðadómstól, sem skæri
úr lagadeilum.
Japanir missa þrjú
skip við N.-Guineu.
Japanir hafa enn misst þrjú
skip við Nýju-Guineu.
Flugvélar bandamanna réðust
í gær á tvö flutningaskip og
tundurspilli, sem var þeim til
verndar, rétt fyrir vestan Boga-
jin á norðurströndinni, ekki
langt frá Madang. Yar þeim öll-
um sökkt á fáum minútum.
Ástralskir herflokkar, sem
sækja norður til strandar frá
Ramu-dalnum, eiga aðeins rúm-
lega 10 km. ófarna til Bogajin.
Fregnir frá Sviss herma, að
Tito liafi náð sambandi við ung-
verska skæruflokka og sé farinn
að skipuleggja starf þeirra.
Þjóðverjar hafa
tvær brýr á Bug
Rússar tóku Pervomaisk í gær
og hafa Þjóðverjar því aðeins
tvö brúarstæði eftir yfir Bug.
Fyrir neðan Pervomaisk hafa
Rússar iá valdi sínu 65 km. Svæði
af eystri bakka árinnar, en þá
kemur svæði það umhverfis
Vosjnesjensk, sem Þjóðverjar
liafa, en síðan liafa Rússar aft-
ur nokkuð svæði af ijakkanum,
þar lil nær dregur Nikolajev. —
Taka Pervomaisk gefur Rússum
tækifæri til þess að innikróa
lið það, sem eftir er af her Þjóð-
verja austast við neðri hluta
Bug.
Rússar liafa nú sótt rúmlega
30 km. inn í Bessarabíu og með-
al annars tekið horg, sem er um
20 km. frá Balti. Virðist sókn-
inni beint til Balti. Fyrir vestan
Dnjestr sækja Rússar nú til
Kamenets Podolsk frá Mogilev
Podolsk.
Hefir sloppið tVisvar.
I fregnum Þjóðverja síðustu
dagana liefir verið slcýrt frá því,
að liershöfðingi að nafni Hollitz
hafi á hendi stjórnina við Bug
neðarlega. jHollitz þessi hefir
tvisvar sloppið nauðulega úr
klóm Rússa. Hann barðist með
upprunalega 6. hernum, sem
ósigurinn beið við Stalingrad,
en slapp þaðan í flugvél, sam-
kvæmt skipun Hitlers. Síðan
vann liann að stofnun 6. hersins
aftur og stjórnaði honum að
nokkuru leyti, er liann var um-
kringdur cftir áramótin síðustu
við Kanev. Þá var lionum aftur
skipað að forða sér i flugvél, en
yfirmaður hans, Stemmermann,
féll með mönnum sínum.
Hreyfing nyrzt.
Finnar skýra frá því, að mik-
ið sé um að vera að baki víglínu
Rússa lijá Kandalaksa, en sú
borg er við samnefndan flóa, er
skerst inn úr Hvitahafi. Búast
Finnar við þvi, að Rússar hyggi
á sókn þarna, meðal annars til
að hindra það, að hersveitir
Dietls lcomist suður frá Mur-
mansk, ef ætlunin skyldi vera
að láta þær fara þá leið, en
ekki til Norður-Noregs.
Næturakstur.
Aðalstöðin, sími 1383.
Mikil árás á Frankfurt í nótt.
Antonescu kallað-
ur á íund Hitlers.
Honum settir
Fregnir frá Vichy herma, að
Antonescu, forsætisráðherra
Rúmena, og bróðir hans, sem er
varaforsætisráðherra, hafi ver-
ið kallaðir fyrir Hitler.
Er sagt, að Hitler muni nú
bjóða þeim sömu kosti og Ung-
verjum, að þeir efli mótspyrnu
sína gegn Rússum og beiti sér
gegn þeim af öllum kröftum
eða stjórn þeirra verði sett af
og fengin þeim í hendur, sem
betur kunni nieð völdin að fara
á slíkum hættutímum.
Ungverjaland.
Seint í gærkveldi gáfu Þjóð-
verjar loks út tilkynningu um
atburðina í Ungverjalandi, Var
hún höfð eftir ungversku frétta-
sömu kostir og Hozthy.
stofunni og var á þá leið, að
Þjóðverjar hafi sent her manns
inn í Ungverjaland til þess að
lijálpa þvi til að herða róðurinn
gegn Rússum.
Stjórnin hefir verið sett af
og við tekið Stoiay, sem verið
liefir sendiherra Ungverja í Ber-
lin síðan 1935 og er mikill vin-
ur nazista. Hann er bæði for-
sætis- og utanríkisráðherra.
.Þjóðverjar hafa og skipt um
sendiherra í Budapest, til þess
að auka eftirlitið með því, sem
þar gerist. Nýi sendiherrann
heitir dr. Edmund Wesenmeyer.
Sendiherra Ungverja í Stolck-
hólmi hefir neitað að viður-
kenna nýju stjórnina.
Matvörukaupmenn telja
sig órétti beitta.
Óánægðir með starfsaðferðir Viðskiptaráðs.
Félag matvörukaupmanna í
Reykjavík hélt aðalfund sinn í
gær. Helzta mál á dagskrá, auk
áðalfundarstarfa var gjaldeyris-
og innflutningsmál, en þar telja
kaupmenn sig miklum misrétti
beitta af hálfu Viðskiptaráðs.
í fundarbyrjun gaf formaður
skýrslu um störf félagsins á s.l.
starfsári og gat þess m. a. að
Sigurbjörn Þorkelsson fyrrv.
kaupm. í Vísi, sem setið liafði
í stjórn félagsins s.l. 14 ár léti
nú af störfum. Þakkaði fundar-
stjóri honum mikið og gott
starf í þágu félagsins og afhenti
lionum gjöf, pennasamstæðu,
sem litinn vott þakklætis fyrir
unnið starf.
Þá var gengið til stjórnar-
kosninga og var formaður fé-
lagsins, Guðmundur Guðjónsson
endurkosinn, sem formaður, í
10. sinn. Auk þess voru kosnir i
félagsstjórn: Sigurliði Kristjáns-
son og Lúðvik Þorgeirsson. En
JBjörgudust af „Scharnliopst“
r:
fyrir eru í stjórninni Tómas
Jónsson og Sæmundur Jónsson.
Rætt var um gjaldeyris- og
innflutningsmál og létu fundar-
menn í ljósi megna óánægju
vegna ranglætis þess sem mat-
vörukaupmenn voru beittir við
úthlutun gjaldeyris og innflutn-
ingsleyfa. Var eftirfarandi til-
laga horin upp og samþykkt í
einu hljóði:
„Aðalfundur Félags matvöru-
kaupmanna, lialdinn í Kaup-
þingssalnum 22. marz, lýsir óá-
nægju sinni yfir misrétti þeim
er kemur fram i starfsháttum
viðskiptaráðs, þar sem matvöru-
kaupmenn i Reykjavik eru úti-
lokaðir frá öllum gjaldeyris- og
innflutningsleyfum. Felur fund-
urinn stjórn félagsins að gera nú
þegar ráðstafanir til þess að leið-
rétting fáist á þessum óskiljan-
lega misrétti.“
Mennirnir hér að ofan voru meðal skipverja á Scharnhorst. Flestir af áhöfninni fórust, bæði
vegna þess að myrkur gerði björgunarstarfið erfitt, en einnig af þeim sökum, að kuldinn í sjónum
varð mönnum fljótlega að bana.
Farmgjöld
hækka hjá
Ríkiskip.
Hækkunin nær ekki til
skömmtunarvaranna.
Ákveðið hefir verið að hækka
farmgjöld á vissum vöruflokk-
um með skipum Skipaútgerðar
ríkisins út um land.
Er þessi hækkun gerð til þess
að mæta nauðsynlegum kostn-
aði af strandferðunum, sem án
þessarar hækkunar liefðu orðið
að dragast stórlega saman, þar
sem Alþingi Iiafði ekki veitt
nægilegt fé á síðustu fjárlögum
til að slandast nauðsynlegan
rekstur þeirra með núverandi
verðlagi.
Hækkun þessi nær ekki til
i neinna af skömmtunarvörun-
um, eða annara beinna lífsnauð-
synja landsmanna.
1400 smál. varp-
að á Berlin í
gær.
Þjóðverjum var
tilkynnt um
árásinafyrir-
fram.
Eftir nokkun'a
hvíld hefir
nátta
brezki
flugherinn enn farið í árás-
ir á Þýzkaland og var aðal-
árásin í nótt gerð á Frank-
furt am Main.
í fyrstu tilkynningu Breta um
árásirnar í nótt var sagt, að
mikill hópur sprengjuflugvéla
hefði farið í víðtæka leiðangra
og hefði aðalárásin verið gerð
á Frankfurt. Flugmennirnir sáu
margar og miklar sprengingar
og á leiðinni heim sáu þeir eld-
ana i borginni úr meira en 160
km. fjarlægð.,
Loftvarnaskothriðin yfir
Frankfurt var fremur litil, en
mikill fjöldi ljóskastara var í
notkun.
Bretar gerðu síðast árás á
Frankfurt aðfaranótt sunnu-
dags og Bandaríkjamenn fóru
þangað á mánudag.
Auk Lancaster-flugvéla sendu
Bretar í nótt i fyrsta sinn (Ilali-
fax-vélar af nýrri gerð, Halifax
-3. Flugvélar þessar eru hrað-
fleygari og burðarmeiri en fyrri
gerðir af Halifax-vélum.
1400 smálestir
sprengja á Berlín.
Á sjötta hundrað flugvirki og
Liberator-vélar réðust á Berlín
í gær undir vernd 900 orustu-
véla. Alls var varpað á borgina
1400 smálestum sprengja.
Ferðamenn, sem komu til
Stokkhólms frá Berlín siðdegis
í gær, segja að ráðizt hafi ver-
ið á norðurhverfi Berlinar og
brunnu miklir eldar skömmu
eftir að árásin hófst.
Amerísku flugvélarnar urðu
ekki varar við neinar orustuvél-
ar Þjóðverja og hafði þó áður
verið útvarpað til Þýzkalands
tilkynningu um að árásin mundi
verða gerð á Mið-Þýzkaland þá
um daginn. Var skýrt frá þvi í
Vísi í siðustu viku, að ameríski
flugherinn hefði i hyggju að til-
kynna Þjóðverjum um væntan-
legar árásir, til þess að f á þýzkar
orustuvélar til að berjast.
Fyrstu sprengjurnar féllu á
Berlín rétt eftir klukkan tólf á
liádegi, en merki var ekki gefið
um að hættan væri liðin hjá fyrr
en fjórum stundum síðar. Staf-
aði þetta meðal annars af þvi,
að orustuvélar voru á sveimi yf-
ir borginni nokkra stund eftir að
sprengjuvélarnar voru farnar.
Á heimleiðinni var einstökum
sveitum orustuvéla leyft að
hætta að fylgja orustuvélunum
og gera árásir á flugvelli Þjóð-
verja. Á einum þeirra var skot-
in niður stór sprengjuflugvél,
sem var að hefja sig.til flugs.
Árshátíð Heimdallar.
Árshátíðin, sem átti að vcrða á
laugardag, fellur niður af óviðráð-
anlegum orsökum. En i hennar stað
verður . datisleikur félagsirts að
Hótel Borg á laugardagskvöldið. —■
(Sjá auglýsingu.)