Vísir - 23.03.1944, Page 2
V I S I H
R sjésókn að stöðvast
vegna veiðarfæraskorts?
Brctar iiafa ekki cim orðið við
koflegrum oskum Iislenilingfa
um YelðarfærainnflnÉningr,
l»ott neyð sé fyrir djrnni.
Daglegt líf i höfuðborg
Kínaveldis.
m
DAGBLAÐ
Útgefandí:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Gnðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féalgsprentsmiðjan ti.f.
Hrunið.
KOMMÚNISTAR viðurkenna
að verðbólgunni sé um að
kenna, að ekki mun reynast
unnt að selja síld á erlendum
markaði á þessu ári, fyrir það
verð sem nauðsyn ber til að fá-
ist fyrir vöruna. Þeim er einnig
Ijóst að mestu erfiðleikar steðja
nú að þjóðinni vegna sölu á
öðrum . afurðum landsmanna.
Liggur þannig m'egnið af kjöt-
inu óselt í landinu og ýms
vandlcvæði munu vera á fisk-
sölu miðað við það, sem áður
gerðist. Jafnhliða þessu gerast
þau furðulegu tíðindi, að þrátt
fyrir áður gerða samninga í
sambaridi við hernám landsins
og hervernd, Lýsa Bretar nú yf-
iy því, að þeir geli ekki selt okk-
ur nauðsynlegustu veiðarfæri,
— um 200 tonn að magni, — af
þéim ástæðum að um ómögu-
leika sé að ræða, þar eð varan sé
ekki til á markaðinum.AlIt þetta
út af fyrir sig væri nægjanlegt
ihugunarefni fyrir íslenzku
þjóðina, en er þetta allt dynur
yfir á sama tima virðist hreinn
voði fram undan og ekki annað
fyrirsjáanlegt en að algert hrun
Iiljóti að skella yfir fyrr en var-
ir.
Furðulega lítið hefir verið um
þessi mál rætt að undanförnu,
enda er engu líkara en að menn
fáist ekki til að trúa því, að á-
standið sé jafn alvarlegt og liér
er lýst. Þingflokkarnir hafa lít-
inn gaurn gefið málinu, að
kommúnistum undanteknum,
en þeirra viðhorf er hinsvegar
sliks eðlis að óeðli mætti nefna.
Þeim er nákvæmlega sama og
æskja þess raunar að hrunið
skelli yfir, þannig að hinir borg-
aralegu flokkar missi tiltrú og
traust þjóðarinnar, en grund-
völlur skapist fyrir valdatöku
byltingaaflanna. Þeir gera sér
vonir um að hafa slík tök á
þjóðinni, að þeir gæti hrundið
málum í framkvæmd, sem horg-
ara flokkunum reyndist ekki
unnt, enda hafa þeir mjög á orði
að þeir einir geti nú stjórnað
landinu, sem hafi verkalýðinn
með.sér. Vilji borgaraflokkarnir
lögskipa, einliverjar ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir hrun-
ið, vesrðj. verkalýðpum samein-
uðum I>eitt gegn þeim undir for-
ystu kommúnista.Stöðvist fram-
Ieiðslan, getum við að visu enn
um stund lifað á erlendum inni-
stæðuin, sem aflast hafa vegna
dvalar setuliðsins í landi hér, en
fljótlega muni þær til þurrðar
ganga ásamt sjóðum þeim, sem
tekist hefir að mynda í landinu
sjálfu. Þrátt fyrir þetta verði
verkalýðurinn að streitast við
að halda kaupgjaldinu uppi, al-
veg án tillits til eigin hags eða
hagsmuna atvinnuveganna og
þjóðarheildarinnar. Verkalýð-
urinn verði að vinna fyrir bylt-
inguna, en ekki það þjóðfélag
sem nú er við lýði í landinu.
Jafnhliða þessu reyna kommún-
istar svo að telja almenningi trú
um að allt bölið megi rekja til
ensku auðjöfranna, sem segi
okkur fyrir verkum og ætli að
beita kúgunaraðferðum til þess
að fá framleiðslu okkar með
lágu verði. Þessa afstöðu komm-
únista mátti sjá fyrir, en nú er
komið til alvörunnar, og verður
Hinn almenni skortur á
veiðarfærum á verstöðv-
unum er að verða lands-
mönnum mikið áhyggju-
efni. Ef ekki fást veiðar-
færi til landsins innan
skamms, orsakar veiðar-
færaskorturinn stórkost-
lega rýrari vertíð í heild en
öll efni stóðu til, ef útgerð-
armenn hefðu haft næg
.veiðarfæri og stöðvar ver-
tíðina jafnvel alveg.
Afli hefir verið mjög mikill
á sumum verstöðvum, jafnvel
meiri en nokkuru sinni undan-
farin ár og gæftir sæmilegar. Á
sama tíma geta menn tæplega
beitt fyrir heilan róður vegna
línuskorts og fáir munu liafa
geta aukið línu sína svo sem
venja er til, er daginn fór að
lengja. Þótt vitað sé af gnægð
fiskjar rétt upp við landstein-
ana og gæftirnar séu hinar
ákjósanlegustu er ekki unnt að
afla þessara dýrmætu fanga
vegna skorts á snærum.
Nú vill svo vel til að það eru
ekki einungis hagsmunir Is-
Iendinga, sem komnir eru und-
ir því að afla sem mests fiskj-
ar. Ein voldugasta þjóð meðal
bandamanna, Bretar, kaupir
þessa vöru og telur hana vera
eina af mikilvægustu fæðuteg-
undum sínum. Bandamenn
liafa sjálfir bent réttilega á, að
farm lil skamms tíma liafi ís-
lenzka þjóðin goldið meira af-
hroð að tiltölu í mannslífum á
sjónum, við að flytja þessa
vöru til brezku þjóðarinnar
heldur en Bretar og Banda-
ríkjamenn hafi misst í styrj-
öldinni til samans. Það er stað-
reynd að Bretar sjálfir hafa
talsvert mikinn skipiakost bund-
inn við flutninga á þessari vöru
til Englands, þrátt fyrir að þeir
telja sig ekki hafa haft of mörg
skip til sinna margþættu þarfa
það, sem af er styrjöldinni.
Sýnir það bezt hversu þýðing-
armikið þeir hafa talið að þessi
vara kæmist til ensku þjóðar-
, innar.
Samningarnir
við Bandaríkin.
Samkvæmt 6. lið herverndar-
þem látið haldast slíkt uppi ó-
átalið?
Auðsætt er að teflt hefir ver-
ið á tæpasta vað í kapphlaupinu
milli verðlags og kaupgjalds. Á
síðustu stund verður að snúa
við ef þjóðin æskir ekki að
ganga fyrir björg liruns og tor-
tímingar. Bændur landsins liafa
fyllilega slcilið þessa erfiðu af-
stöðu þjóðarinnar, enda lögðu
þeir til í dýrtíðarnefndinni að
verðlag og kaupgjald yrði
hvorttveggja lækkað smátt og
smátt í réttum hluföllum, til
þess að skapa skilyrði fyrir þvi
að framleiðslan gæti borið sig
miðað við verðlag á erlendum
markaði. Islenzka þjóðin er
eins og sakir standa ekki sam-
keppnisfær við aðrar þjóðir,
sem stjórnað hafa fjárhags og
atvinnumálum sínum á hyggi-
legri hátt en við, og gert full-
nægjandi ráðstafanir til að
lialda niðri óeðlilegri verðbólgu.
Ekkert er auðveldara fyrir þjóð-
ina, en að sigrast á erfiðleikun-
um, en til þess verður heildin að
öðlast skilning á þörfinni, þann-
ig að neyðin þurfi ekki að gerast
lærimeistari þjóðarinnar.
samningsins, sem íslendingar
gerðu við Bandaríkin árið 1941
skuldbundu Bandaríkjamenn
sig til að sjá íslendingum fyrir
nægum nauðsynjavörum. Sam-
kvæmt þeim samningi, sem enn
stendur í fullu gildi og óbreytt-
ur, eiga Islendingar fyrst og
fremst að geta vænzt þess að fá
þessa nauðsynlegu vöru frá
Bandaríkjunum. Nú mun mál-
um hinsvegar liafa skipazt
þann veg fyrir all-löngu síðan
að ríkisstjórnir Bretlands og
Bandarikjanna liafi komið sér
saman um að Bretar tækju að
sér að sjá Islendingum fyrir
nokkurum vörutegundum fyrir
Bandaríkjamenn, þar á meðal
ýmsum útgerðarvörum. Þetta
samkomulag mun hafa farið
fram milli Breta og Banda-
ríkjamanna einna, án þess að
íslenzka ríkisstjórnin hefði þar
nokkuð um að segja, eða að á-
kvæðum herverndarsamnings-
ins frá 1941 milli Islands og
Bandaríkjanna hefði verið
breytt í nokkurum atriðum. Nú
er það almennt viðurkennt, að
Bandaríkjamenn liafi gert sér
mikið far um að lialda ákvæði
lierverndarsamningsins við Is-
lendinga frá því fyrsta og verð-
ur því að álíta að þeir hafi gert
fyrrnefnt samkomulag við
Breta í þeirri trú að þeir myndu
ekki leggja minni áherzlu á að
íslendingar hefð unóg af þeim
nauðsynjavörum, sem þeir
höfðu tekið að sér að átvega
hingað til landsins fyrir hönd
Bandaríkjamanna, en Banda-
ríkjamenn sjálfir. Annað var
heldur ekki sennilegt.
Reynslan
á öðru máli.
Reynslan í þessum efnum
liefir því miður orðið með
nolclcuð öðrum hætti, en við
hefði mátl báast. Þrátt fyrir það
að veiðarfærainnflutningurinn
hafði, af hálfu Islendinga
sjálfra verið takmarkaður við
(það magn, sem nauðsynlegt
þótti til að átgerð landsmanna
gæti starfað með eðlilegum
hætti, var ársinnflutningurinn
af þessari vöru minnkaður um
nálega einn þriðja af hálfu
Breta nokkuru eftir að þeir
höfðu tekið að sér að sjá um át-
vegun veiðarfæranna fyrir hönd
Bandaríkjanna. Því næst var
hampinnflutningurinn minnk-
Ný sönglög.
Á mánudagskvöldið söng Krist-
ján Kristjánsson nokkur ný söng-
lög eftir Pál ísólfsson. Eru lögin
öll mjög fögur og sérkennileg, með
greinilegu handbragði Páls. Lög
þessi hafa nýlega verið gefin út sér-
prentuð, en eitt þeirra birtist í jóla-
hefti Norræna félagsins (Sáuð þið
hana systur mína), líklega fegursta
lagið. Það er góðra gjalda vert að
kynna hlustendum það fáa nýja,
sem át er gefið sönglaga, og væri
gaman að heyra þessi lög einhvern-
tíma aftur. Mætti gjarnan fá ann-
an söngvara til að flytja þau, en
þessa er óskað til tilbreytingar, ekki
til að kasta rýrð á hina ágætu með-
ferð Kristjáns Kristjánssonar. —
Kristján hefir einn mikinn kost, og
það er hin ágæta textameðferð, og
stendur honum á þessu sviði tæp-
Iega nokkur íslenzkur söngmaður á
sporði. Er þess þá ógetið, að hann
syngur af öruggri tækni og mikilli
smekkvísi.
aður stórkostlega og nú síðast,
þegar vertíðin er því sem næst
að slöðvast af veiðarfæraleysi,
og er nú þegar orðin miklu rýr-
ari en öll efni standa til, vegna
veiðarfæraslcorts, hafa Bretar
ekki tatið sig vera færa um að
sjá fyrir ögn af þessari nauð-
synlegu vöru handa íslending-
um. Þetla er þeim mun ein-
kennilegra þar sem vitað er að
Bretar kaupa svo að segja allan
íslenzka fiskinn og liafa látið
það álit í ljósi að þau viðskipti
séu þeim mikils virði.
‘ Islenzka ríkisstjórnin mun
Iiafa gert sitt ýtrasta til að tak-
ast mætti að fá þessa vöru til
landsins, og það löngu áður en
yfirstandandi vertíð byrjaði. Þó
mun hún hafa stillt kröfum
sínum í hóf, sem rétt var, þar
sem bandamenn þurfa mjög á
þessari vöru að halda sjálfir um
þessar mundir, en framleiðsla
hampvara og á garni til veiðar-
færa mun jafnframt vera af
skornum skammti á yfirráða-
svæði bandamanna vegna styrj-
aldarinnar. Eftir liið mikla
veiðarfæratjón, sem varð á
flestum verstöðvunum í febrú-
armánuði mun hafa verið farið
fram á aukainnflutning á veið-
arfærum, sem nam hinu áætl-
aða tjóni, svo að uiint væri að
bæta útvegsmönnum það upp,
til að vertíðin stöðvaðist ekki
eða yrði stórlega rýrari af þeim
sökum. Þrátt fyrir það, að ís-
lendingár hafa þannig ekki far-
ið fram á meira en var alveg
nauðsynlegt til að útvegurinn
gæti gengið með eðlilegum
liætti og að Bretar sjálfir séu
nýbúnir að semja við íslend-
inga um áframhaldandi kaup á
fiski í stórum stíl hefir engin
úrbóta fengizt á þessum málum.
Úrlausnin má ekki
bíða lengur.
Nú er tekið að líða allmikið á
vertíðina og tjónið af veiðar-
færaskortinum eykst jöfnum
skrefum, því lengra sem líður og
ekki fást nein veiðarfæri til
landsins. Tjónið er ekki aðeins
íslendinga megin, heldur og
einnig brezku þjóðarinnar, yem
af þessum orsökum hlýtur að
fá minni fiskforða héðan. Það
er því vonandi að brezk stjórn-
arvöld sjái sér fært að verða við
hinum hógværu óskum Islend-
inga í þessum efnum, sem
fyrst. Á annan veg má ekki
hinda enda á þetta þýðingar-
mikla mál því að þannig verð-
ur bezt sönnuð vinátta þessara
tveggja þjóða, Breta og íslend-
inga, sem hefir verið vígð gagn-
kvæmum skilningi og virðingu
í aldaraðir.
Búnaðarvikan.
Nú stendur yfir bænda- og hús-
mæSravika Búnaðarfélagsins, og
gefst þar margt fróðlegra erinda,
sem eigi er síÖur gaman á að hlýSa
fyrir bæjarmenn en bændur. Þa'Ö
munu fáir íslendingar, sem komnir
eru til vits og ára og hafa ekki
nokkurn áhuga fyrir búskap. Er
þaÖ trúa mín að margir hlusti með
áhuga á þessi erindi, þótt efni þeirra
snerti ekki atvinnu þeirra. Undir
niðri mun margur bæjarmaðurinn
þrá sveitina og una vel við hugleið-
iugu um Iándbunað. Við erum enn-
]iá sveitamenn í bæjarmenningunni,
eins og skáldið segir, og mér liggur
við að segja, sem betur fer. Átt-
hagaástin virðist vera mjög rík með
Reykvíkingum, sem úr sveit eru
ættaðir. Um það bera hin f jölmörgu i
átthagafélög öruggt vitni. Það er |
vel, að útvarpið helgar eina viku |
á ári aðallega fræðslu um landbún-
að, því að með því er síður en svo 1
gengið á hluta bæjarmanna. Miklu
Oftar en einu sinni hefir Chung-
king verið lögð í rúst og endur-.
byggð í þessu stríði, en íbúarnir
hafa þó ekki misst móðinn.
— ♦—-
Eftir MARTIN MOORE,
fréttaritara Daily Telegraph.
Fyrri grein.
— t —
Chungldng er einhver glað-
værasta og jafnframt ömurleg-
asta borg, sem eg liefi noklturn
tima heimsótt. Ömurleiki hvílir
yfir þessari skuggalegu horg,
þar sem rústirnar gnæfa við
himinn og speglast óljóst í
gruggugu vatni tveggja fljóta,
sem renna saman þarna.
Yfir Chungking svífur stöðugt
dökkt ský.Aðeins tvisvar sinnum
á síðastliðnum þreni vikum hef-
ir séð til sólar, og það ekki nema
stutta stund í einu.
Hvergi í Evrópu er hægt að
sjá slíka eyðileggingu styrjald-
arinnar sem í Chungking.
Coventry og Rotterdam liafa
þurft að þola ákafari loftárásir,
en engin horg hefir þó orðið
fyrir slíkri eyðileggingu eins og
þessi stríðs-höfuðborg Kínaveld-
is. Hún hefir verið eyðilögð
gjörsamlega, ekki einu sinni,
heldur oft. Ein loflárásin stóð
samfleytt í þrjár vikur, nótt og
dag, og á þeim tíma var aldrei
gefið merki um að liætta væri
liðin hjá.
Sumar hyggingarnar hafa
verið eyðilagðar og endurbyggð-
ar fjórum eða fimm sinnum.
Kveðjusamsæti fyrir
Porter McKeever.
Blaðamannafélag íslands
efnir til kveðjusamsætis fyrir
Porter McKeever blaðafulltrúa,
og verður það haldið á sunnu-
dagskvöld. Afgreiðsla Morgun-
blaðsins og Fálkans selja að-
göngumiða, og er öllum lieimil
þátttaka.
McKeever hefir aflað sér
mikilla vinsælda þann tíma, sem
hann hefir starfað hér á landi,
og er þess að vænta að margir
vilja taka þátt í samsæti þéssu.
fremur munu þeir margir hverjir
hafa mikla ánægju af því.
Márverkasýningin.
Málverkasýning Jóns Þorleifs-
sonar hefir nú verið opin í fjóra
daga og fjöldi manns sótt hana,
þ. á m. ríkisstjórinn, herra Sveinn
Björnsson, sendiherra Rússa, Kras-
silnikov, og Menntamálaráð ís-
lands, sem keypti eina af stærstu
myndum sýningarinnar fyrir 4500
krónur. Heitir sú Kvöld við Breiða-
fjörð. Auk þessa hafa selzt 46
myndir á sýningunni eða rúmlega
helmingur myndanna. — Sýningin
verður opin til fimmtudagskvölds
í næstu viku.
Átthagafræði.
„Hvar hefir þú alið manninn?“,
spurði ég ísak ísax í morgun.
„Norður á Sléttu, væni minn“.
„Nokkuð tíðinda þaðan?“ „Veiztu
hvað þeir kalla hjónaböndin þar?“
„Líklega ]iað sama og aðrir." „Nei
— sléttubönd, karl minn.“
Vegna þess að líkur eru alltaf
miklar fyrir því, að sjötta og
sjö.unda endurhygging þurfi að
fara fram, er hyggingunum
lirúgað upp eins lauslega og
liægt er. Slíkar byggingar, sem
hægt er að notast við, hefir
stjórnin tekið nærri allar í sína
þjónustu. Hin hetri íbúðarhús
eru úr leir og bamhus með strá-
þaki. Tugir þúsunda íbúa búa
í kofum úr rekatimbri og sef-
mottum.
Sérliver landræma er ræktuð
á hinn nákvæma kínverska hátt.
Þessir grænu blettir og flöggin,
sem hanga út um húsgluggana,
eru eina litskrúðið, sem sést i
Chungking.
V
Á tvíhjólavagni
eða í burðarstól.
í aðalhluta horgarinnar búa
420 þús. manns. Allir klæðast
svörtum, hrúnum eða bláum
fötum og í fyrstu virðist manni,
að allir, sem klæðast ekki ein-
kennisbúningi, séu að selja eitt-
livað. 1 sérhverri götu er ara-
grúi af verzlunum, svo smáum,
að þær eru jafnvel tuttugu eða
þrjátiu á 100 metra svæði. Þar
að auki hafa alls konar launsalar
og braskarar aðsetursstað sinn á
gangstéttunum.
Búðirnar eru alveg opnar úf
á götuna og eigandinn býr þar
venjulega með allt sitt skyldu-
lið. Á hvaða tírna sem maður
kemur þangað er alltaf verið að
malla einhvern mat í dimmasta
skotinu. Búðunum er lokað svo
seint á kvöldin og opnaðar svo
snemma að morgni, að borgin
virðist alltaf vera vakandi.
Það er erfitt að rata um
Chungking. Húsin standa strjált
,við göturnar og þó að lielztu
umferðaræðar liafi verið stein-
lagðár, þá eru flestar götur að-
eins troðin mold, sem breytist
í ökladjúpa leðju, ef dropi lcem-
ur úr lofti. Þó að flutningabíl-
arnir, sem ganga fyrir jurtaolíu
séu fáir, eru þeir þó nógu marg-
ir til að lialda mollulegu loftinu
stöðugt menguðu af svælu.
Þarna eru engir leigubílar eða
sporvagnar. Hinir fáu bílar sem
sjást, eru annaðhvort í þjónustu
stjórnarinnar eða erlendra
sendifulltrúa.
Flestir fara ferða sinna gang-
andi. Stundum sést gamall
„ricksliaw“ — tvíhjólavagn —
á ferðinni, bundinn saman með
snærum og vír. Notkun þessara
ökutækja er dýr, og ökumaður-
inn, sem fer nokkrar ferðir á
dag, hefir eins mikil lauh og há-
skólaprófessor. Margar göturn-
ar í Chungking eru of brattar
fyrir „rickshaw“ og þar er ferð-
azt í burðarstólum, sem bornir
eru af tveim mönnum.
Það, sem er eftirtektarverð-
ast í þessari höfuðhorg Kína-
veldis, er liið fræga kerfi af
loftvarnabyrgjum. Fjallhlíð-
arnar eru sundurgrafnar af
göngum og klefum, sem ráma
alla íbáa borgarinnar. Borgar-
stjórinn, Wu að nafni, sem er
aðeins 39 ára gamall, sýndi
mér eitt af þessum byrgjum,
þar sem 6000 manns geta setið
í fullkomnu öryggi með 100
feta þykkan klettavegg á milli
sín og japönsku sprengjanna. Á
byrginu eru þrennar dyr og raf-
magnsviftur sjá um loftræst-
ingu. Sérhver borgari liefir sitt
vissa sæti í byrgjunum og þar
eru sérstakar deildir fyrir að-
komumenn og átlendinga.
700 skútar.
Vegna þess að aðvörunar-
kerfi loftvarna borgarinnar nær
óraleið át fyrir liana, fá íbáarn-
ir svo fljótt vitneskju um yfir-
vofandi loftárás, að enginn
hefir afsökun fyrir að vera eltki
n
Scrutator:
^júucUlx aJbnjWMWfyS
i