Vísir - 12.04.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.04.1944, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Þjóðleikhúsið og J. J. l^JÚ fyrii- páskana ritaði Jón- as Jónsson alþingismaður og einn af fulltrúum í Þjóðleik- hússtjórninni, allviðamikla grein hér i blaðið varðandi seinaganginn í framkvæmdum við leikhúsið eftir að sú liáreista bygging hefir loks verið rýmd. Kennir í greininni margra grasa og að vonum misjafnra, en með því að höfundur virðist hafa eðlilegan áliuga fyrir væntan- legurn framkvæmdum, var ekki nema gott eitt um greinina að segja að því leyti og átti liún gilt eripdi til óbrjálaðra lfcsenda. Greinarhöfundur gat þess í upphafi að Reykvíkingar hefðu verið einstaklega tómlátir um opinberar stórbyggingar í bæn- um. Er þetta satt og rétt, enda engin ástæða til að afsaka fram- kvæmdaleysi og svefn þeirra, sem málum ráða, og hefðu ef allt væri með felldu átt að hafa hrundið margvíslegum bygg- ingum í framkvæmd, í stað þess að vera nú á hrakólum með margar stofnanir bæjarins, eða greiða óhófsleigu að óþörfu fyrir þær og töluvert eftirgjald fyrir húsnæði hæjarskrifstofanna sjálfra. En það eru fleiri en bæjarstjórn Reykjavikur, fyi’r og nú, sem undir sökina eru seldir. Ýmsir áhugamenn um byggin garf ramkvæmdir haf a setið í ráðherrastólum um langt eða skammt skeið, en ekki er annað vitað, en að stjórnarskrif- stofur allar séu nú í mestu vand- ræðum með viðunandi húsnæði, og vinnuskilyrði öll þar fjarri lagi. Hinsvegar hefir ríkið haft ráð á að kaupa dýrustu lóðir bæjarins liér við Lækjárgötu, með misjöfnuin byggingum að visu, en ríkið hefir jafnframt þótzt þess um komið að Ieigja framsóknarmötuneyti skárstu bygginguna og kemur því ekki út úr húsnæðinu þótt þörf sé fyrir. Eiga þó einhleypir menn, flestir starfsmenn rikisstofnana hér í lilut, og einmitt sumir af þeim mönnum, sem stöður hafa hlotið lijá Framsókn meðan hún var og hét og notið liafa sérstakra friðinda í launakjör- ura miðað við embættismenn, sem ekki hafa fengið stöður ■vegna pólitísks litar. Ekki er heldur annað vitað, en að þessi flokkur, hafi meðan að hánn gat því við komið, amast við byggingu háskólans og öðrum slíkum framkvæmdum hér í Reykjavik, þótt hann teldi ekki eftir sér að greiða milljónir til sveitaskóla, þarfra og óþarfra, og annarra slíkra fyrirtækja í dreifbýlinu, þótt ékki sé talað um allar styrkjagreiðslur ríkis- ins fyrir hálfræktaða jörð og ryðbrunnin verkfæri, sem til einskis hafa verið nýt eftir eins sumars notkun og útihaga- vörslu yfir veturinn. Það er ástæðulaust fyrir Jón- as Jónsson að fara í meting um byggingarframkvæmdir, og allra sízt ætti hann að víkja að þvi er Þjóðleikhúsið var svift styrk sínum. Þar stóð flokkur hans óskiptur á bak við, en ef þingmaðurinn hefði haft nokk- urn hug á að afslýra óhappa- verkinu, hefði hann vafalaust Vinna við Þjóðleikhúsið hefst á morgun. Miklar skemmdir hafa orðið á húsinu. Tí úsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, hefir tjáð Vísi, að hafizt verði handa um framhalds- bygííinft'u þjóðleikhússins á morgun, en yfirsmiður yfir múrvinnunni verður Korn- elíus Sigmundsson, múr- arameistari. Framhaldsvinna sú, sem hér er um að ræða, er aðallega inn- anhúss og m.'a. þarf að húða húsið allt að innan. Fyrir stríð- ið voru korkþynnur settar sem kuldavörn á flesta útveggi húss- ins, en þær skemzndust að veru- legu leyti þann títna, sem setu- ’iðið hafðist við í Iiúsinu, enda þarf það allt mikillar lagfæring- ar við. Þegar i upphafi var gert ráð fyrir allmörgum milliveggjum í húsið, sem yrðu lilaðnir en ekki steyptir og verður nú haf- izt handa um að ldaða þessa veggi. . Það, sem einna mest liggur þó á, er að úlvega efni til mið- stöðvar, svo og skolpveitur í allt húsið. Ilefir verið gerð gangskör að því, að fá þetta efni hið allra bráðasta, svo hægt verði að hita liúsið næsta .vetur, þannig að vinna þurfi ekki að tef jast vegna kulda innanhúss. Síðar fara svo fram athugan- ir á nánari innréttingu, húsihun- um og öðru fyrirkomulagi ein- stakra herbergja og salarkynna. getað það, með því að þá voru hans valdadagar innan flokks- ins. Ýrnsir þykjast og minnast þess, að ráðist hafi verið í bygg- ingu Þjóðleikhússins á þeim stað, sem það stendur nú, af ótta við að sjóður þess myndi lenda í vsártþurfandi ríkiskassa eftir nokkra setu greinarhöf- undar í ráðherrastóli, og ekki sýnilega viðleitni til að afstýra slíku innan þings eða utan. En hví skyldu menn ekki mega segja nokkrar sögur á efri ár- um? Slíkt hefir ávallt verið tal- inn góður sigur og ómissandi skemmtun, sem kölluð hefir verið karlagrobb, án þess þó að niðrandi geti talist. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, — stundum stærsta i eig- in augum þegar æskan og at- hafnaárin mega heita að baki. Hafi greinarhöfundur nokk- urn vilja á að vinna fyrir Þjóð- leikhúsið, ætti hann ekki að liallast að því ráði að vekja upp gamla og grafna drauga, marg- niðurkveðna og máttvana með öllu. Hann ætti lieldur ekki að bera fram ásakanir í annara garð, enda er svo sagt, að sá sem afsakar sig ásaki sig, og reynist oft rétt. Fjandskapur til komm- únista, eða annara vandræða- barna má ekki bitna á heildinni, enda er baráttan gegn þeim því aðeins rétt að hún beinist gegn þeim einum. Hitt er aðalatriðið að Reykvikingar allir sem einn, vænta þess að herleiðingu Þjóðleikliússins sé Iokið, þótt sumir þeirra séu fullir grun- semda um að reynt verði að koma þar fyrir mötuneyti eða hressingarskála fyrir þurfandi pólitíska minni spámenn. Slíkt verður að telja jafn fráleitar grunsemdir og ásakanir greinar- höfundar í garð Reykvíkinga, en hvorugt verður málefninu til framdráttar, enda hætt við að það geti jafnvel dregið verulega úr „sólskini starfs og frelsis“, sem greinarhöfundur telur að Þjóðleikhúsið eigi nú við að búa. Húsameistari sagði að stöku óánægjuraddir hefðu heyrzt um það, að seint hefði verið ráðizt í framlialdsbyggingu Þjóðleik- hússins, fcn hann sagði að það liefði ekki verið unnt fyrr. Það hefði fyrst og fremst stafað af því live mikið verlc hefði verið að gera húsið hremt og í öðru lagi vegna þess að undan- farið hefir staðið í samningum við setuliðið um bætuv fyrir skemmdir á liúsinu, og því ekki þótt gerlegt að ráðast í neinar viðgerðir, fyrr en séð yrði fyrir endan á þeim samn- ingum. Samningunum er að visu elcki lokið ennþá, en þó svo langt á veg komið, að viiina getur hafizt. Skemmdir liafa orðið afar miklar á húsinu. Göt liafa verið höggvin á gólf og veggi á mörg- um stöðum og korkeinangrun j á útveggjum hefir verið stór- skennnd. Þá hafa veggir, sem eftir var að liúða með stein- límshúðun, verið málaðir með olíumálningu. Verður að leysa þá málningu upp áður en unnt verður að slétta veggina endan- lega. Öll gólf i húsinu eru svo fitug og skítug, að það verður að höggva allt efsta steinlagið burtu áður en hægt verður að ganga frá gólfhúðuninni. Kant- ar og brúnir utanliúss, svo og flestar hellur pg dyraþrep eru brotin og húðun á útveggjum víða stórskemmd. Meðal annars af reykrörum, sem hefir verið stungið út um gluggana á liús- inu og fyllt hafa allar misfellur með sóli og óhreinindum. Þá eru aðalútidyr á suðurgafli meira og minna skemmdar og dyraumbúnaðurinn i heild sama sem ónýtur. Flestar glugga- grindur hússins eru meira og minna skennndar og rúður afar mikið brotnar. Lokukrókar á flestum gluggunum eru ýmist brotnir eða algei’lega liorfnir burtu. Kvöldskóli K.F.U.M. Sýning á handavinnu námsmeyja verður í skólastofunni í húsi K.F. U.M. og K. miðvikudaginn 12. og fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8—uo síðdegis. íslenzkor hljóðfæra- smiður smíðar gítara. fsólfur Isólfsson hljóðfæra- smiður hefir á undanförnum ár- um smíðað nokkra gítara eftir pöntunum og tekizt að ná góðu lagi á þeim. Eru gítarar hans vandaðir að smíði og hljómfall- egir. Isólfur ætlar að sýna nokkra j smíðisgripi sína í Skemmu- glugga Haraldar Árnasonar næstu daga, svo að fólki gefist kostur á að athuga þessa nýjung. Hann gelur þó ekki smiðað hljóðfærin á „Iager“, sakir mik- illar eftirspurnar, heldur verð- ur hann að kapplcosta að smíða eftir pöntunum. Gítarar lians eru ekki dýrari en góðir útlendir gítarar, enda þótt þeir séu að öllu leyti handunnir. Hann smíðar og gitara sína úr bezta efni og merkinþá nafni sínu til tryggingar fyrir kaup- endur. Isólfur er yngsti sonur hins þjóðkunna snillings, Isólfs Páls- sonar hljóðfærasmiðs og tón- skálds. Hann er maður mjög söngvinn og framúrskarandi liandlaginn, eins og hann á ætt til. fréttír Næturakstur. Bifröst, sími 1508. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 20.30 Kvöldvaka: a) Gils Guðmundsson kennari: Úr gömlum þingræðum um stjórnar- skrármálið (Benedikt Sveinsson, Arnljótur Ólafsson o. fl.). b) 21.00 KvæÖi kvöldvökunnar. c) 21.20 . Vigfús Guðmundsson gestgjafi: Á ArnarvatnsheiÖi. (Erindi). d) Tón- leikar af plötum. 21.50 Fréttir. Dag- skrárlok. Háskólafyrirlestur. Sænski lektorinn Peter Hallberg, fil. lic., flytur fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskólans á morgun, fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 e. h. Efni: Allmán orientering om Sve- rige under de sist förflutna áren. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Öllum er heimill aðgangur. Hjúskapur. 4. apríl síðastl. gaf síra Árni Sig- urðsson saman frk. Sistu Ellingsen og Lárus Pálsson leikara. Sumargjöf 20 ára: 260 börnávegum félagsins. Barnavinafélagið Sumar- gjöf átti 20 ára afmæli í gær. Var .afmælisins minnst með kaffiboði í Tjarnarborg og var blaðamönnum boðið þangað meðal annara gesta. j Sumargjöf var stofnuð 11. apríl 1924 af nokkrum konum úr Bandalagi kvenha. Hefir fé- lagið starfað alla tið síðan með miklum myndarskap og unnið merkilegt starf í þágu æskulýðs , bæjarins. Sumardagurinn fyrsti í hefir alltaf verið merkisdagur í starfsemi félagsins, sérstaklega helgaður mólefnum barnanna. Á sumardaginn fyrsta, er í hönd fer, hyggst félagið að safna að minnsta kosti 100,000 krónum til starfseminnar. Sumargjöf rekur nú dagheim- Anna María Jónsdóttir andaðist á Elliheimilinu Grund á föstudaginn langa. Hún var móðir Theódórs Árnasonar fiðluleikara. Trúlofun. Á Páskadag opinberuðu trúlofun sína Sigurbjörg Ölafsdóttir frá Sól- ; heimum, Vestmannaeyjum, og Elías Sigurjónsson, Laugaveg 19B, Rvík. i Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 10 kr. frá M. (gömul áheit). 10 kr. frá G. 15 kr. frá A.B: 10 kr. frá N.N. Gjafir, sem borist hafa seinustu dagana til vinnuheimilis berklasjúkl: Hf. Miðnes, Sandgerði, og starfsfólk 2000 kr. Dósaverksmiðjan h.f. 500 kr. Firma, sem ekki vill láta nafns síns getið 2500 kr. Safnað af Sig- rúnu Bergvinsdóttur, Plrísey 1150 kr. Safnað af Jóni Þorsteinssyni, Vík kr. 441.70. ili með leikskóla, vöggustofu og vistheimili í Suðurborg, vist- heimili í Vesturborg og dag- héimili með leikskóla i Tjarnar- borg. Á sumrin er rekið dag- heimili í Grænuborg. Alls eru nú um 260 hörn á vegum félags- ins. Stjórn Sumargjafar skipa: Is- ak Jónsson formaður, sr. Árni Sigurðsson ritari, Jónas Jó- steinsson gjaldkeri, og með- stjórnendur eru Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Ragnhildur Péturs- dóttir, Arngrimur Kristjánsson og jHelgi Eliasson. Scrutator: 9* ^jOucLcUx cdímmnin^s Lítil fjöður — fimm hænur. Það var einu sinni hæna, sem missti fjöður, og þessi litla fjöður komst í hámæli, jókst og margfald- aðist, unz hún var. orðin að fimm hænum, sem reytt höfðu af sér all- ar f jaðrirnar. Sagan, sem Andersen sagði svo snilldarlega í ævintýri sínu, er raunar sífellt að gerast. Það er alltaf nóg af einfeldningum og trúgirnmgum, sem hafa nægilegt hugarflug til að ljúga og ýkja, þótt þeir hafa að öllu öðru leyti asklok fyrir himin. Síðasta sagan er svo sem hvorki betri né verri en hinar. Hjón héldu vinum sínum veizlu, og til hátíðabrigða efndu þau til vand- aðrar skreytingar á kjallarastofu. Var stofan öll skreytt á þá leið, að á veggi var strengdur pappi og á hann málaðir fiskar, hafmeyjar og sæskrímsli, og leit út sem á hafs- botni væri. Þarna var lagt á borð, og meðal borðskrauts voru fallegar skeljar, þörungar og njarðarvettir, sem börnin höfðu tínt í fjöru. Varð að þessu hin bezta skemmtun, og þótti gestunum skreytingin hafa vel tekizt og smekklega og dáðust mjög að frumleik húsráðenda. En þótt skreytingin væri svona gagnger, reyndist hún furðu ódýr og miklu kostnaðarminni en ef keypt hefði verið útlent glingur og glys til að hengja upp. 1 bæ, þar sem það er talið ganga glæpi næst að haga sér öðru vísi en allir aðrir, vakti þessi saklausa og. ánægjulega tilbreytni brátt ímyndunarafl slúðurbera og kaffikerlinga beggja kynja, og er óþarfi að rekja það furðu frjóa hugmyndaflug. Það hafa víst flest- ir heyrt einhverja útgáfuna og heyra kannske þá næstu innan skamms. Seinheppinn blaðamaður. Líklega hefði þetta kjánalega slúður fallið um sjálft sig á skikk- anlegum tíma, ef annar ábyrgðar- manna Þjóðviljans, sá sem ætla mætti að hefði sérstaklega staðgóða þekkingu á fjallræðunni og 8. boð- orðinu, hefði ekki glæpzt til að trúa (eða ljúga) einni útgáfunni af ofannefndri slúðursögu. Hann setti hana í blað sitt, og sjá: nú þurfti ekki f rekar vitnanna við. Þetta hafði staðið á prenti. Og jafnvel þeir, sem aiinars kappkosta að trúa engu, sem í Þjóðviljanum stendur, þeir hrifust með og renndu niður því skrökinu, sem sterkast var kryddað. Þeim fór eins oghænunni, sem misst hafði fjöðrina í upphafi og trúði nú sögunni um hænsnin fimm. Aum- ingja blaðamaðurinn lagði síðan út af því, hvérsu hryllilega alþýðan væri arðrænd, þegar auðvaldsbur-r geisar hefðu ráð á að fleygja út 40 þús.(!) krónum fyrir dýrlega veizlu, leiktjöld og þang. Öreigar allra landa sameinizt! Góður kunn- ingi minn var gestur í þessari marg- umtöluðu veizlu. Hann sagði mér, að allt hefði þar farið fram af mestu hófsemd. Til matar voru 2 réttir, auk eftirmatar, og 2 tegundir víns. Eftir matinn var veitt af rausn en engri ofrausn eða óhófi, og þyk- ist hann margar ,,flottari“ veizlur setið hafa. Meðal annars minnist hann þess að hafa þegið boð rúss- nesku ráðstjórnarinnar. Þar voru sex réttir matar og sjö tegundir vína, en tuttugu manna hljómsveit lék undir borðum, en þá minntist enginn á arðrænda alþýðu, rétt eins og hún kæmi þessu máli ekkert við. Slúður og rannsóknir. Um það hefur verið rætt í blöð- um bæjarins, að til þess bæri nauð- syn að hafa uppi á höfundum hinna þrálátu slúðursagna, sem sífellt eru að gjósa hér upp. Þó er það vit- anlegt, að mjög erfitt er um slíkar rannsóknir, og hefir sjaldan tekizt að hafa uppi á sökudólg. Hitt er þó einna erfiðast í þéssu sambandi, að þeir, sem fyrir • slúðursögum verða hafa sjaldnast geð í sér til að krefjast rannsóknar, þótt ærið tilefni sé. En hvað þessa sögu snert- ir, þá eru hæg heimatökin, vegna þess að því verður ekki trúað að óreyndu, að dagblað, sem er aðal- málgagn heils stjórnmálaflokks, hafi ekki fullar reiður á heimild- um sínum. Barnasokkar 6 stærðir., Telpupeysur margir litir. teknir fram daglega. Kfolabúðin Bergþórugötu 2. Hús eða íbúð óskast til kaups eða leigu. Mikil útborgun. Uppl. i síma 3655. Vanan sjómann vantar á bát frá. ^andgerði. — Uppl. í dag í síma 1289. Lítið píano óskast til afnota í 3 daga gegn góðri borgun. Tilboð, merkt: „Píanó“, sendist afgreiðslu blaðsins strax. Iladiii' um þrítugt, með verzlunar- skólaprófi, duglegur og áreiðanlegur, óskar eftir ein- hverskonar fastri atvinnq. — Tilboð auðkennt: „15. apríl“, sendist afgr. Yísis fyrir laug- ardagskvöld. Nýtt hús ásamt stóru útihúsi, rétt inn- an við bæinn, til sölu mjög ódýrt. Til mála gæti komið að taka bil upp í kaupin. Uppl. Meðalholti 4 á morgun frá kl. ; 12—1. Hárgreiðslunemi óskast sem fyrst. Umsækj- endur sendi umsóknir á af- greiðslu Vísis, merkt: „985“. Lejlighed 2 danske Damer í faste Stillinger, söger 2 til 3 Væ- relses Lejlighed. Oplysninger faas i det danslce Gesendt- skab. Hverfisgata 29. Tele- fon: 3747. 18 ára piltur reglusamur og stundvís, van- ur ýmsri vinnu, óslcar eftir fastri atvinnu. — Tilboð, merkt: „120“, sendist afgr. Visis fyrir laugardagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.