Vísir - 13.04.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 13.04.1944, Blaðsíða 3
VISIR Andakílsfossar: Kaup eru fest á 5000 hest afla vélum til virkjunar. í annað skipti, er söfnum vorum bærist vegleg gjöf frá Banda- ríkjunum, en hitl væri ágæt bókagjöf, er Landsbókasafninu liefði borizt fyrir nokkrum ár- um. Fjöldi gesta var við opnun sýningarinnar. Auk þeirra* sem þegar hafa verið nefndir, voru þar sendiherrar og fulltrúar er- lendra rikja, yfirhersböfðingi Bandaríkjahers hér á landi, Mr. William S. Ivey og fleiri for- ingjar úr hernum, forystumenn í ýmsum menningarmálum o. fl. Hljómsveit lék áður en ræðu- höld hófust og eftir að risið var úr sætum. Skoðuðu menn sýn- inguna góða stund og dáðust mjög að myndum þeim ýmsum, sem fyrir augu bar. Var athöfn- in öll liin virðulegasta. Sýningin var opnuð almenn- ingi til afnota kl. 4 sd. i gær. Verður það nýmæli upp tekið, að margskonar hljóðfæraleikur innlendra og erlendra manna verður þa,r til skemmtunar. Er þess að vænta, að almenningur láti ekki þetta einstæða tækifæri til að kynnast erlendri list sér úr greipum ganga. Eiga allir að- ilar þakkir skildar, sem sýning- unni hafa komið á fót. Norræna félagið heldur skemmtifund að Hótel Borg annað kvöld kl. 8.30. Skemmti- atri'Öi verða þau, að Ole Kiilrich ritstjóri talar 'um Danmörku eftir hernámið, — en þeim málum er hann mjög kunnur af eigin reynd, Pétur Jónsson óperusöngvari syng- ur með undirleik Páls ísólfssonar og loks verður stiginn dans. — Fé- lagsmenn í dönsku félögunum hér, svo og í dansk-islenzku félaginu, hafa jafnan aðgang að skemmtun- inni og félagar Norrræna félagsins. Aðgöngumiðar eru ■ seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fegrun Austurvallar. Undanfarna daga hefir verið unnið að fegrun Austurvallar. Bú- ið er að stinga upp reiti í öllum hornum vallarins og er fyrirhugað að setja þar niður birkirunna. Er húið að flytja trén að vellinum, en eftir er að setja þau niður. Auk þess verður völlurinn skreyttur eft- ir föngum að öðru leyti. Pétur Gautur. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur sýna Pétur Gaut ann- að kvöld. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Leikfélagið biður blað- ið að minna innheimtumenn á að út1x>rgun reikninga er 14. og 15. þ. m. í Iðnó kl. 5. J*éla£>' það, sem stofnað var meðal Borgfirð- inga og Mýramanna til að annast undirbúning og framkvæmdir um virkjun Andakilsfossa, hefir nú leit- að tilboða um vélar í Sví- þjóð og fengið þaðan hag- stæð tilboð. Árið 1939 lét ríkisstjórnin gera áætlanir um virkjun 2400 hestafla og gerði Árni Pálsson þær áætlanir. Þar kom 1 ljós að virkjun er mjög hagkvæm og voru héruðin þá komin á fremsta lilunn með að ráðast í virkjun. Heimsstyrjöldin olli, að hverfa varð frá því í bili. Nokkuru siðar var hafizt handa um útvegun véla frá Ameriku, en engan árangur báru þær um- leitanir. Þá var leitað til Svi- þjóðar um kaup á vélum, með þeim árangri er að ofan getur. Formaður félagsins Anda- kílsvirkjun hr. kaupm. Harald- ur Böðvarsson Akranesi, hefir sent hlaðinu skýrslu og birtist hér útdráttur úr henni. Félagið var stofnað á Akra- nesi 1. nóv. 1942. Á fundinum voru samþykkt lög félagsins og kosnir 7 menn í stjórn og jafn- margir til vara. 10. sama mán- aðar hélt hin nýkosna stjórn fé- lagsins fyrsta fund sinn. Árni Pálsson verkfræðingur í Reykjavík hefir gert áætlanir og unnið að undirbúningi, hann hefir mætt á fundum og út- skýrði m. a. tilboð þau er fyrir lágu á þessum fundi, frá Amer- íku, en það voru: Túrbína, þrýstivatnspípa, rafvélar o. fl. fyrir 2400 liestafla rafstöð, en útflutningsleyfi frá Ameríku var ekki fyrir hendi. Á fundinum samþykkti stjórnin að hefjast harida um virkjun Andakílsár á þeim grundvelli er lagður er i áætlun- um Árna Pálssonar verkfræð- ings, en þær eru gerðar árið 1939 og endurskoðaðar 1942 og 1943. Sleitulaust hefir verið unnið að útvegun útflutningsleyfa á vélum og efni frá Ameríku, en árangur af því varð sá, að um miðjan febrúar kom skeyti sem tilkynnir að neitað hafi verið um beðin útflutningsleyfi. 19. nóv. 1943 kom stjórn fé- lagsins saman á fund, ásairit al- Jiingismönnunum. Formaður félagsins og Árni Pálsson ræddu nokkuru fyrir fundinn að líkur myndu fyrir þvi, að hægt væri að fá tilboð frá Svíþjóð í efni til virkjunar- innar til afgreiðslu eftir stríð, þar eð sænskt firma hefir gert tilboð í vélar 1939. Á fundinum var því ákveðið að leita fyrir sér um kaup á vélum í Sviþjóð." Það gekk greiðlega að fá til- boðin endurnýjuð i Svíþjóð og voru nú vélar boðnar þar fram með 63% hækkun frá tilboði 1939. Að fengnum þessum upplýs- ingum og tilboðum var leitað tilboða í 5000 hestafla vélar og komu þau i byrjun febrúar. 9. febr. 1944 kom stjórnin saman á fund ásamt Árna Páls- syni verkfræðingi sem gaf skýrslu um fengin tilboð frá Svíþjóð. ASEA bauð þar raf- vélar ásamt spennistöðvum fyrir Akranes, Borgarnes og Hvanneyri fyrir 286.500 s. kr. I og K. M, V. bauð vatnsvélar fyr- ir 216.500 s. kr. { Ákvað nú stjórnin að liverfa að því ráði að reisa 5000 liest- afla orkuver við Andakílsfossa, byggt á þeim tilboðum um vél- ar er fengizt hafa frá Svíþjóð. Alþingi hefir veitt rikisstjórn- inni heimild til þess að ábyrgj- ast fyirr liönd ríkissjóðs lán, er taka þarf til efniskaupanna frá Svíþjóð og hefir rikisstjórnin þegar notað heimildina og veitt umgetna ábyrgð. Landsbankinn, Búnaðarbank- inn og Útvegsbankinn hafa lof- að að lána þá peninga, sem þarf til þessara kaupa fjæst um sinn. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi eru einnig fengin. Samningaumleitanir um kaup á vélum til virkjunarinnar, fyrst frá Ameríku og síðan frá Svíþjóð, liafa af eðlilegum ástæðum tekið langan tima, en nú vonum við, að málefni þetta sé komið svo vel á veg, að það geti liaft eðlilegan framgang og að orkuverið við Andakíls- fossa risi af grunni undir eins og heimsstríðinu er lokið liér í álfu, til að senda út frá sér orku, ljós og yl til sinna blómlegu héraða. Æskan. 3.—4. tbl. 45. árg. flytur m. a.: Dóra (kafli úr óprentaðri sögu eftir Ragnheiði Jónsdóttur), Á ævin- týraleiÖum (framhaldssaga), Léttu byrði bróður þíns (G. G.), Eg var að leita að lambinu (Snæbjörn Ein- arsson), Sögur Jóns frænda (J. Skógland), Sveinn og Bangsi (kvæði), Þegar Pétur leysti þokuna úr álögum (Anna M. Þórisdóttir). Jörð. Fyrsta hefti V. árg. er nú komið út. Jörð fór hægt af stað, kom ekki út reglulega fyrstu árin, en heftir sótt sig jafnt og þétt. Rit- stjórinn, sira Björn O. Björnssön, er hverjum manni ahugasamari og dettur margt í hug. Hánn er eng- um háður nema samvizku sinni og sannfæringu, jafnt í stjórnmálum sem .öðru, og vill ekki aðra hús- bændur yfir sér hafa. Hann skrif- ar einatt mikið sjálfur í rit sitt ög oft af miklu fjöri. Efnið í síðasta heftinu er sem hér segir: Forsetinn (B.O.B.), Kveðjum konung með kurteisi (B.O.B.), Þjóðskipulag og stjórnmálaspilling (Pétur Sigurðs- son), Isfirzk blaðamennska (Krist- ján Jónsson frá Garðsstöðum), Tónlistarlíf Reykjavíkur 1943 (Baldur Andrésson), Vopn guð- anna (B.O.B.), Málkunningi dauð- ans (Eddie Rickenbacker), Sjálfs- sefjun (B.O.B.), Faðir vor (B.O. B.), o. fl. Mig vantar Unglingsstúlku yfir suinarið til lijálpar við lúisverk í sumarbústað. Olly Sigurðsson, Hávallagötu 1. sem birtast eiga 1 Vísi faamdægurs, þnrfa að vera komnar fyrir kl. II árd. Sextugsafmæli: frfl fluflrfðor jóhannesflóttir Litlu-Brekku. Þ. 10. þ. m. átti sextugsaf- mæli frú Guðfríður Jóhannes- dóttir Ijósmóðir, Litlu-Brekku, Bofgarhreppi, Mýrasýslu. Hún er fædd að Gufá í Borgar- hreppi, dóttir Jóliannesar Magnússonar og lconu lians Kristinar Jónsdóttur, er þar bjuggu um langt skeið. Var Jó- liannes maður prýðilega gefinn og gegndi um langt skeið ýmis- um trúnaðarstörfum í sveit sinni. Kristín var og góðum gáf- um gædd og nutu þau hjón mik- illa vinsælda. Á barnsalcþú dvald- ist eg fjögur sumur á heimili þessara ágælu hjóna og á þaðan ógleymanlegar endurminningar, og tel mér það mikla gæfu, að spor mín skyldu liggja að garði þeirra, en tildrögin voru þau, að Guðfríður dvaldist vetrartima á heimili foreldra minna, og fyrir hennar áhrif beindist hugur minn að sveitalifinu. Það var vorið 1904, er eg fór fyrst að Gufá. Þau hjónin, Jóhannes og Kristín, bjuggu þar þá\ið mjög erfið skilyrði, heilsu þeirra mjög telcið að hnigna, einkum Kristínar, og skammt undan, að hún legðist banaleguna. Mann- vænleg börn þeirra voru farin vestur um haf, nema Gpðfriður, sem hjúkraði móður sinni af mikilli alúð og fórnfýsi, sam- fara búsýslustörfum, og gekk til útiverka jafnan milli mála vor og sumar. Er riiér minnis- stætt glaðlyndi hennar, þrek og kjarkur, livað sem á móti blés. Árið 1915 giftist Guðfríður Guðmundi bónda Þorvaldssyni á Litlu-Brekku og þar hafa þau búið allan sinn búskap. Hafa þau eignast tíu börn og eru sjö þeirra á lífi, fimm dætur og tveir synir. Fluttist Jóhannes faðir Guðfríðar með henni að Brekku og naut frábærrar um- liyggju hennar til aldurlila- stundar. Ljósmóðurstörfúm hefir Guðfríður gegnt yfir liálf- an f jórða tug ára í Borgarhreppi og Borgarnesi og verið happa- sæl og vinsæl í því starfi og oft verið sótt til sængurkvenna utan síns umdæmis. Mún hún nú vera að liætta ljósmóðurstörf- um. — Á sextugsafmæli hennar söfnuðust vinir og ættingjar saman á heimili liennar. Var lienni fært þakkarávarp fyrir vel unnin störf og gefnar góðar gjafir. Störf kvenna sem eru af jafn- traustum málmi steyptar og Guðfríður húsfreyja á Brekku verða seint metin að verðleik- um. Það er sannarlega eigi síð- ur undir störfum þeirra og mannkostum komið en atorku, dugnaði og framsýni bænda, að sveitalífið blómgist, landi og alþjóð til blessupar, og þvi skulu þær „virðar vel“. A. Th. I Sníðakennsla og modelteikning. ■ Nýjar amerískar teikningar. Sníðastofan Laugaveg 68 Herdís Brynjólfs. — Sími: 2460. Dnseigendnr! Höfum kaupendur að húsum og einslökum íbúðum af ýms- um stærðum. Gerið svo vel að tala við okkur sem fyrst, ef þér ætlið að selja. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. — Sími: 3323. Innheimtumaður Unglingspiltur, röskur og ábyggilegur, vel kunnug- ur í bænum, óskast sem fyrst til að innheimta mánaðar- reikninga. Þarf að hafa reiðhjól. Tilboð, auðkennt: „Innheimtumaður 101“, sendist Vísi fyrir 15. þ. m. Byggingameistarar — Húseigendur Vikurplötur — Holsteinn — Gler — Setjum í rúður fJjótt og vel. - PÉTUR PÉTURSSON, (Glersala — Glerslípun og Speglagerð). Hafnarstræti 7. — Sími 1219. SkemmtiiQDð heldur Norræna félagið að Hótel-Borg annað kvöld kl. 8.30. — Danski ritstjórinn Ole Kiilerich talar um Danmörku eftir her- námið. Pétur Jónsson syngur með undirleik 35áls ísólfssonar. — Dans. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í dag og á morgun. (Félagsmenn i dönsku félÖgunum i Reykja- vík hafa aðgang að skemmtifundinum). STJÓRNIN. Náttúrulækningafélag Islands heldur fund i Goodtemplaral'úg inu föstudag 14. apríl kl. 20.30, FUNDAREFNI: Skuggamyndir, upplestnr o. fl. Nýjum félagsmönnum veitt móttaka, STJÓRNIN. _________________________________________ Upplýsingadeild Bandaríkjastjórnar heldur í Sýningairskálanum, dagana 12. til 21. apríl. Til sýnis verða: Vatnslitamyndir eftir 30 ameríska málara og eftirmyndir amerjskra og evrópskra málverka. Sýningin opin daglega frá kl. 12—24. í KVÖLD kl. 21.30 flytur Hjörvarður Ámason fyrir- Iestur um abstractionisma og impressionisma í nútíma málaralist. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSL Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, Gunnlaugur Einarason, læknir verður jarðsunginn frá dómkirkjunni laugardagimi 15. þ. mán. Athöfnin liefst með húskveðju að heimili okkar, Sóleyjargötu 5, kl. 13.30. Anna Kristjánsdóttir. Unnur Dóra Gunnlaugsdóttir. Kristján Eysteinn Gunnlaugsson. Einar Eiríksson, Hjartans þakkir fyrir vottaða samúð og vinarhug við frá fall og jarðarför móður okkar, Arndisar Rögnvaldsdóttur. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Ólafía Þorláksdóttir. Guðrún Þorláksdóttir. Konan mín, Sigurbjörg Helgadóttir, ei' andaðist á páskadaginn 9. apríl, verður jarðsungin frá Frikirkjunni laugardaginn 15. þ. m. og liefst athöfnin kl. 3% e. h. frá heimili okkar, Baldursgötu 3. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. F. h. vandamanna. E’ínar Jónsson. Konan mín og móðir okkar, Jóhanna Margrét Þorláksdóttir andaðist niiðvikudaginn 12. þessa mánaðar, Guðmundur Jónsson. Hjalti og Lúðvík Guðnasynir. Maðurinn nrinn, faðir og tengdafaðir, Sérá Jón Árnasou fyrrum prestur á Bíldudal, andaðist að kvöldi 12. þ. m. Jóhanna Pálsdóttir, börn og tengdaböm. Jarðarför mannsins míns, I Magnúsar Kjærnested skipstjóra, fer fram frá dömkirkjunni föstudaginn 14. þ. m. Húskveðjan hest að heimili minu, Ingólfsstræti 3, ld. 3síðdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. _________________Emilía Kjærnested.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.