Vísir - 22.04.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 22.04.1944, Blaðsíða 1
/ Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur Félagsprentsmiöjan (3. hæð) i 34. ár. Reykjavík, laugardagrinn 22. apríl 1944. Ritstjórar | % Blaðamenn Slmii Auglýsingar* 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla 5 llnur 89. tbl. Gasstöðvaverkiöll í Manchestér. Fjórðungur milljónar manna I Manchester er gaslaus um þess- ar mundir vegna verkfalls. Starfsmenn í tveim af þrem gasstöðvum borgarinnar eru ó- ánægðir með launauppbót, sem þeir hafa fengið og hófu því verkfall snemma í þessari viku. 1 gær héldu starfsmennirnir fund með sér og samþykktu þar að halda verkfallinu áfram. Um 300 hermenn hafa verið í sendir til gasstöðvanna og er verið að kenna þeim störfin þar, og 50 hermenn, sem hafa áður unnið í gasstöðvum, hafa einnig verið sendir þangað. --------------------- i • ) Bretar búa leyni- félög vopnum. Bretar hafa lagt leynistarf- serpinni frönsku til mikið af vopnum síðustu þrjá mánuði. Þetta upplýsti de Gaulle hers- höfðingi i gær, er hann ræddi við blaðamenn í Alsír. Hann kom viða við í samtalinu, minntist meðal annars á Ítalíu. Um afstöðu Frakka til hennar sagði hann, að Frakkar gæti ekki orðið vinir þeirra nema þeir væri lýðræðisþjóð. Frakkar munu ekki afsala sér neinum löndum og þegar að því kemur, að sókninni verður snúið á hendur Japönum munu Frakkar taka þátt í henni með eins miklum krafti og hægt er. Strætisvagnar ganga ekki í London. Tvö þásund strætisvagna- starfsmenn í London eru í verk- falli. Þetta hefir valdið mjög mik- illi truflun á öllum samgöngum í borginni og segir jafnvel í fregn frá Berlín, að herinn hafi lagt til bíla til flutninga. Verk- fallsmenn hafa haldið fundi og 300 menn, sem komu verkfall- inu af stað, hafa samþykkt að snúa aftur til vinnu. Talið er að hinir muni fara að dæmi þeirra. Miklir herflutn- ingar Rússa, segja Þjóðverjar. Áframliald bardaga við Stanoslav og Sebastopol. Nú má heita, að aðeins sé bar- izt á tveim stöðum á austurvíg- stöðvunum, en Þjóðverjar segja frá miklum herflutningum Rússa. 1 fregnum frá Ti'ansozean- fréttastofunni segir, að Rússar vinni af kappi að þvi að fylkja lierjum sínum á ný, en því sé enn ekki svo langt komið, að hægt sé að ráða með nokkurri vissu, livar þeir muni leita á næst. Rússar segja skiljanlega ekk- ert um þetta, en hitt er ljóst, að þeir munu ekki sitja lengi auð- um höndum. I 68 skriðdrekar eyðilagðir. Þjóðverjar héldu uppi árásum allan daginn i gær fyrir suð- austan Stanislav, en þeim var öllum hrundið. Telja Rússar, að þeir hafi fellt um 1500 Þjóð- verjp og eyðilagt 68 skriðdreka á þessu svæði einu. Auk þess voru 59 skriðdrekar eyðilagðir annars staðar á vigstöðvunum. Áhlaup Þjóðverja norður hjá Narva hjöðnuðu, en Rússar liéldu uppi loftárásum í fyrri- nótt á ýmsa staði að haki víg- stöðvunum þarna. Sebastopol. Stórskotalið Rússa, sem er á hæðunum umhverfis borgina, lieldur uppi látlausri skothríð á borgina og höfnina. Þjóðverjar hafa verið hraktir úr mörgum varnarstöðvum, en búizt er við, að það taki enn nokkra daga að buga þá. Japanir draga að sér mikið 115 í grennd við Koima í SA.- Asíu. Bretar segjast þó liafa unnið á þarna og einnig lijá Impal. Þeir liafa l>ó ekki dregið veru- lega úr hættunni, sem að þeim steðjar af sókn Japana. 200 manns fórust íBergen. Þjóðverjar tilkynna, að 200 manns hafi beðið bana í sprengingunni í Bergen. Sprengingin varð i liergagna- skipi á fimmtudagsmorgun. Var hún svo mikil, að dráttarbátur, sem lá rétt hjá skipinu, kastaðist upp á uppfyllinguna. Miklir eld- ar kviknuðu i bygginguin við höfnina og tók nokkura klukku- tíma að ráða niðurlögum þeirra. Þjóðverjar telja, að sprengingin stafi af spellvirki. Auk þeirra, sem fórust, særð- ust 2000 manps. Eru báðar þess- ar tölur frá opinberum heimild- um. Bretar vilja áfram sam- vinnu við samveldis- löndin. Miklar umræður fóru fram í brezka þinginu í gær um heims- veldisstefnu Breta. Cliurchill talaði síðastur. Dáð- ist hann mjög að þeim samhug, sem samveldislöndin hafa sýnt í striðinu og kvaðst vonast til þess, að sú hin góða samvinna, sem nú er, héldi áfram eftir að stríðinu er lokið. Eftir ræðu Churchills sam- þykkti deildin, að Bretar skyldi kappkosta að viðhalda sam- vinnunni á friðartimum. Fjöldahandtökur, í Danmörku. Þjóðverjar héldu upp á af- mæli Hitlers í Danmörku með því að handtaka fjölda manns höndum. I fregn frá Stokkhólmi segir, að Þjóðverjar hafi látið í veðri vaka, að margir Danir, sem teknir höfðu verið fastir fyrir pólitískar sakir, yrði látnir | lausir. Þegar til átti að taka var enginn maður látinn laus, en mörg hundruð manns lmepptir í varðhald. Fóru handtökurnar fram víðsvegar 'um landið. Farið varlega með sprengrjur og kulnr sem finnast á víðavangi. Lögreglustjóri aövarar almenuing. „Fólk ætti aS forðast að snerta nokkurntíma sprengj- ur, skotkylki eða nokkuð annað, sem kann að liggja kringum æfingastöðvar eða dvalarstaði setuliðsins. Þótt ýmsir hlutir kunni að virðast meinlausir, getur óvarleg meðferð þeirra valdið tjóni á lífi og limum,“ sagði Agnar Kofoed-Hansen lögreglustj., er hann boðaði blaðamenn til viðræðna um þessi mál í morgun. „Mörg dæmi eru til þess,“ sagði lögi;eglustjóri, „að Iiurð hefir skollið nærri hælum i þessum efnum. Nú síðast á föstudaginn langa gerðisl það uppi á Sandskeði, gð tveir drengir fundu sprengikúlu úr skriðdrekabyssu. Fóru þeir með skotið inn í flugskýli Svif- flugfélagsins. Þar var þriðji drengurinn fyrir. Fengu þeir i honuin kúluna, en hann missti hana, á gólfið. Sprengjan | sprakk við fallið, og drengur- i inn, sem liafði tekið við kúl- \ unni, féll til jarðar við spreng- | inguna. Engan drengjanna i sakaði þó, en sprengingin olli margskonar skemmdum á hús- inu. Tvö göt komu á bárujárns- þak skýlisins, sprengjubrot fór þvert í gegnum verkfærakassa og annað gegnum tommuþykkt ; borð á palli vörubifreiðar, sem stóð 10 metra frá skýlinu.“ / ! j Óvarfærni almennings. „Mikil brögð hafa verið að í þvi, að fólk gælir eigi nægilegr- j ar varúðar í meðferð Iiluta 1 sem þessara, er það hefir fund- ið úti á viðavangi. Allir kann- ‘ ast við söguna um tundurdufl- 100 verksmiðjur í rústum í Frankfurt Öryggismafarforði, lyf og sáraumbúðir i fiskibátum Merkar ályktanir Slysavarnaþingsins. vo sem Vísir skýrði frá í gær, gerði 2. landsþing Slysa- varnafélagsins, sem nýlega er lokið, ýmsar merkar á- lyktanir í öryggis- og slysavarnamálum. Má þar til nefna áskorun til alþingis um nýja löggjöf varðandi öryggismatar- forða, lyf og sáraumbúðir í fiskibátum, ályktun um smíði björgunarbáts fyrir Reykjavík og nágrenm, ályktamr í örygg- ismálum sjómanna o. m. fl. ið, sem liaft var fyrir hesta- stein mánuðum saman, og önn- ur saga er sögð um mann; sem fann flugvélasprengju á túni sínu, fór með hana til smiðju og reif hana í sundur. Hér í bænum kom það fyrir nýlega, að lögregluþjónn var á ferð vestur á Seltjarnarnesi. Sá hann þar tvo drengi, sem vorp að berja á einhverju gljáandi. Sá hann við nánari athugun, að þeir voru með stórt skot- hylki og börðu með hamri beint á kúluendann. Tók hann skot- hvlkið af drengjunum, og var sú hættan þá hjá liðin.“ „Hlutir sem þessir liggja á við og dreif í nágrenni æfinga- stöðva og dvalarstaða liersins. Fólk ætti að gera sér það að skyldu að vara börn sín við því að hrevfa við slikum hlutum ()g yfirleitt að gera lögreglunni aðvart, ef' slíkir hlutir finnast. Þannig verður befct komið í veg fyrir tjón og slys.“ Hér fara á eftir tvær af á- lyktunum þingsins: Björgunarbátar. a) 2. landsþing Slysavarna- félags íslands samþykkir að verða við þeim beiðnum um björgunarbáta, er komið hafa frá slysavarnadeildunum í Húsavík, Grindavík og á Stokks- eyri, eftir því sem fjárhagur Slysavarnafélagsins leyfir. b) Jafnframt samþykkir 2. landsþing Slysavarnafélags íslands, að skora á stjórn Slysavarnafélags Islands og slysavarnadeildirnar í Reykja- vík, að heita sér fyrir þvi, að sem allra fyrst verði smíðaður fullkominn björgunarbátur til afnota í nágrenni Reykjavíkur og ennfremUr færanlegur létt- bátur til björgunarafnota þar. c) Þá samþykkir landsþing- Bandaríkin fá bæki- stöðvar á S.-Kyrra- hafi eftir stríð. Nýja Sjáland er reiðubúið til að láta Bandaríkin hafa bæki- stöðvar þar sem það ræður, að stríðinu loknu. W. Nash, varaforsætisráð- herra Ný-Sjálendinga, er í Bandaríkjunum og sat fund með utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar um miðja vikuna. Formaður nefndarinn- ar, Tom Conally, liefir síðan látið uppi við blaðamenn, að rætt liafi verið við Nash um bækistöðvar á Suður-Kyrrahafi og hafi hann verið því með- mæltur, áð þær yrði látnar af hendi við Bandarikin. ið, að beina því til stjórnar Slysavarnafélags íslands, að hún verði við þeirri beiðni slysavarnadeildarinnar í Garði, að þar verði stækkað skýli yfir björgunarbát. Sáraumbúðir og öryggismatar- forði á vélbátum. 2. landsþing Slysavarnafélags íslands skorar á næsta Alþingi að setja lög um öryggismatar- forða á öllum fiskibátum, sem róa daglega frá landi. Einnig verði öllum opnum yélbátum gert skylt að liafa um borð lyfjakassa með nauðsynlegum lyfjum og sáraumbúðum. Loks verði gengið eftir því að allir slíkir bátar hafi innanborðs í hverjum róðri hentug tæki til lýsi- eða olíudreifingar, er grípa má til þegar þörf er á, til að lægja stórsjó og brim. Tékkar og IfiiÍKNar scmja. Benes, forseti tékkóslóvak- ísku stjórnarinnar í London, hefir undanfarið átt í samning- um við Rússa. Nú er fullyrt i London, að húið sé að gera uppkast að samningi milli Tékka og Rússa, þar sem Rússar heita að viður- kenna landamæri Tékkósló- vakiu eins og þau v.oru fvr'r stríð, eða nánára fyrir liamdið 1938. EnnfrJhmir eru Pr r sagðir heita því, að láta Té’.ka sjálfa uni stjórn þeirra héraða landsins, scm tekin verða af Rússum jafnóðum og það verð- ur gert. Sanmingurinn verður undir- ritaður hráðlega. 3 Reykvíkingar í stjórn Skáksam- bands íslands. Aðalfundur Skáksambands íslands v\ir haldinn á Akureyri um páskana. Fundurinn ræddi áhugamál skákmanna yfirleitt, en síðan var kosin stjórn, sem er skipuð fimm mönnum. Þessir menn hlutu kosningu: | Arni Snævarr, Magnús G. i Jónsson og Aðalsteinn Hall- ! dórsson, allir i Reykjavik, og Björn Halldórsson og Jón Hin- riksson, báðir á Akureyri. Matthíasarkirkja í Reykhólahreppi. í ræðu, sem síra Árilíus Ní- elsson flutti á Breiðfírðinga- \vöku í Ríkisú'tvarpinu þann 16. apríl, bar liann fram þá til- lögu, að hafinn yrði undirbún- ingur að byggingu nýrrar kirkju í Reykhólahreppi, fæð- ingarsvcit sira Matthíasar Joch- umssonar. Kírkja þessi á að verða sérstaklega helguð Þóru Eánarsdóftur, móður þjóð- skáldsins, og öðrum lireiðfirzk- um mæðrum, eins konar minn- ingarkirkja um þær. ! Stjórn Breiðfirðingaféíagsins 1 ákvað strax að veita þessu máli | eindreginn stuðning og hefir i þegar veitt af félagsins há'lfu kr. 1000.00 sem stofnframlag í sjóð, sem nota á til þess að stuðla að framkvæmd þessar- ‘ ar lcirkjubyggingar við fyrsta tækifæri. Leitað verður m.a. samvinnu Stórkostlegt tjón í Köln. 16,000 smál. sprengja á 84, klst. D annsókn á myndum, sem teknar hafa verið af loft- árásaskemmdum í Frankfurt í Þýzkalandi, hefir leitt í ljós, að um hundrað verksmiðjur eru að meira eða minna leyti í rústum. Flugmálaráðuneytið gaf í morgun út skýrslu um árangur þann, sem myndir sýna, að hefir orðið i loftárásum bandamanna á borgina. Griðarstór hverfi umhverfis verksmiðjur eru í rústum og er talið, að viðgerð muni taka mjög langan tíma á flestum verksmiðjunum, en skemmri á öðrum. En af öllum verksmiðjum borgarinnar hafa aðeins inn- an við tíu sloppíð algerlega við skemmdir. Þær verksmiðjur eru hins- vegar ekki meðal hinna mikil- vægusti\ og þvi var ekki lögð eins mikil áherzla á að eyða þeim og hinum. ) 1600 smálestir á Köln. I hinni miklu árás Breta i fyrrinótt, er 1100 flugvélar vörpnðu niður samtals 4500 smálestum sprengja, var varpað 1600 smálestum á Köln eina. Er það meira sfprengjumagn en varpað var í 1000-flugvéla-árás- inni. Loftvarnaskothrið var ó- venjulega lítil yfir borginni og orustuvélar gerðu ekki vart við sig. Eldarnir sáust í 30Ö km. fjarlægð á heimleiðinni. Megninu af þvi sprengju- magni, sem þá er ótalið, var skipt milli þriggja járnbrauta- stöðva í Belgíu og Frakklandi. Myndir, sem teknar voru af stöð hjá París, sýna, að þar hefir orð- ið ótrúlega mikið tjón. Telja Bretar, að það muni margra vikna verk að leggja öll þau teínasamskeyti, sem þár voru rifin upp og eyðilögð. 84 klukkustundir. 1 Ioftsóknarlotunni, sem lauk í gær eftir 84 klukkustundir, tóku þátt um 10,000 flugvélar af öllum gerðum. Þær vörpuðu niður alls lör—17,000 smálestum sprengja. Síðustu árásírnar voru gerðar í gær af tvihreyflavélum og or- ustúvélum. Um 300 Marauder- vélar vörpuðu niður 5Ó0 smá- lestum á ýmsar stöðvai* í N.- F rakklandi. Thunderbolt-vélar fóru i tvær árásir á járnbrautir og stöðvar i Belgíu og Spitfire- vélar fóru einnig i nokkrar árásir,. •\ið sóknarnefnd Reykhóla- brepps urii að semja skipulags- skrá fyrir þennan sjóð. Þessar miriningargjafir Iiafa sjóðnum borizl: Kr. 1000.00 til minningar um Júliönu Hansdóttur í Flatey frá börnum hennar, og kr. 1000.00 frá tveimur félags- mönnum, sem ekki vilja láta nafns síns getið að svo stöddu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.