Vísir - 25.04.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 25.04.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Pélagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar* 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, {iriðjudaginn 25. arplí 1944. 91. tbl. Grískir hermenn neita að hlýða. Fyrsta gríska stórfylkið í Egiptalandi lagði niður vopn í gær og gekk á brott úr herbúð- um sínum. Með þessu er lokið þriggja vikna uppreist í herfylki þessu, sem í eru 5000 menn. Neituðu þeir stöðugt að hlýða yfirboður- um sínum og þótti eins og sjó- liðunum, sem skýrt var frá í blaðinu í gær, að gríska stjórn- in væri ekki á nógu breiðum grundvelli. Nú er vonazt til að liægt verði að endurskipuleggja þá menn í herfylkinu, sem eru fylgjandi stjórninni. Kína: Japanir hefja sókn inn í Honan. ' Japanir hafa byrjað sókn í Honan-héraði í Kína, þar sem hungursneyðin varð á síðasta * • » ari. Kinverska herstjórnin segir, að Japanir heiti 60.000 manna liði, sem njóti stuðnings mikils flughers. Sækir herinn í þrem fylkingum inn í héraðið og lief- ir þegar komið til harðra bar- daga á nokkurum stöðum. Markinið Japana er að ná á vald sitt höfuðborg Honan, sem Chincliow heitir. Kinverska herstjórnin segir, að aðstaðan sé óljós. Bretar verða að siíja heima. Bretar hafa nú bannað öll ferðalög til annara landa af hemaðarástæðum. Þeir einir fá að fara úr landi, sem fara í opinberum erinda- gerðum, sem eru lífsnauðsyn- legar, og þvi aðeins, að eigi sé hægt að slá förinni á frest. Eins og aðrar líkar ráðstafanir verð- ur þetta í gildi unz „öðruvísi verður ákveðið“. Svíar anka eftirlit með Jþýzkum pósti. Svíar hafa sett strangari regl- ur um flutning á þýzkum pósti um Iand sitt. Frá næstkomandi laugardegi verður að flytja allan þýzkan póst í sænskum járnbrautar- vögnum með sænskum starfs- mönnum. Hingað til hafa Þjóð- verjar fengið að nota sína vagna til þessara flutninga og þeir ver- ið með þýzku starfsliði. Þessi ráðstöfun er gerð vegna landakortafundarins í þýzkum pósti fyrir skemmstu. 35.000 finnsk hörn í Svíþjjóð. Flutningur á sjúkum og um- komulausum finnskum börnum til Svíþjóðar héldur áfram. Þessir flutningar voru teknir upp á ný eftir siðustu loftárás Rússa á Helsinki og hefir verið haldið áfram síðan. Um miðjan marz voru um 25,000 finnsk börn í Sviþjóð. Var þeim komið fj'rir í sjúkrahúsum, barna- heimilum eða hjá fjölskyldum. Flutningarnir fara fram með járnbrautum aðallega, en einn- ig í flugvélum og skipum. ^tær§ta Band- flngfvél lieims. Einhvern næstu daga verður ameríska hernum afhent til notkunar stærsta landflugvél, sem smíðuð hefir verið. Flugvélin er smíðuð í Lock- lieed-verksmiðjunum og er uefnd „Stjörnumerkið“. Aðeins lítið liefir verið látið uppskált um stærð liennár, annað en það, að hún g'etur flutt 60 farþega. í g'ær var vélinni flogið frá Kali- forníu til Washinton á 7 klst., liálfri stundu skemmri tíma, en sú leið hefir verið flogin á stytzt- um tíma áður. Sænskir læknar fara til Abessiniu. Sænsk blöð skýra frá því, að Abessiníukeisari hafi boðið sænskum læknum að starfa í landi sínu. Áður en ítalir réðust á Abess- iniu voru allmargir sænsþir læknar jstarfandi þar, en hurfu úr lándi, þegar ítalir sigruðu. Þeim eina, sem varð um kyrrt, vísuðu ítalir síðar úr landi. Hefir Abessiníukeisari boðið söiriu læknunum að koma aftur og hefir yfirmaður þeirra, dr. Gunnar, Agge, skýrt frá því, að þeir muni taka boðinu og sænsk kristniboðsfélög hafa lofað að- stoð sinni. Læknarnir munu fara suður á hausti komanda. Arás á Wake Amerískar flugvélar hafa enn gert árás á Wake-eyju á Kyrra- hafi. Flugmennirnir segja frá all- miklum eldum á eynni. Var meðal annars kveikt i olíubirgð- um, en sprengjum auk þess varpað á ýmis hernaðarmann- virki. Um helgina voru einnig gerð- ar árásir á bækistöðvar Japana á Karolinaeyjum og Marshall- ejum austantil. Ástralíumenn ætla að minnka herinn. Ástralíumenn ætla að minnka her sinn um nokkura tugi þúsunda á næsta ári. Þetta er gert vegna þess, að herinn hefir þegar verið látinn fá svo mikinn mannafla, að ó- gerlegt er lengur að afla full- hraustra manna lianda vigvöll- unum i stað þeirra, sem særast eða falla. Heyrzt hafði, að ætl- unin væri að fækka hermönn- um um 90.000, en ekki mun i ráði að fækka þeim nema um 30.000. I ástralska hernum eru nú rúmlega 900 þús. menn eða 11 af hverju liundraði landsbúa. Ðitler og Mn§§o- lini liiita§t. Hitler og Mussolini hafa hitzt og ræll, vandamál sín. í tilkynningunni um fund- inn segir, að alger eining hafi ríkt milli þeirrá um ráðstaf- anir þær, sem gera beri í her- og stjórnmálum. Eftir fundinn voru Mussolini sýndar hersveitir ag æfingum. Þjóðfrelsisnefnd Ung- verja stofnuð í London. Á sunnudag var stofnuð í London þjóðfrelsisnefnd Ung- verja. Forseti nefndarinnar er Michael Karolye. Ilún hefir þeg- ar sent ungversku þjóðinni á- varp, þar sem liún hvetur hvern og einn að vinna skemmdar- verk til að gera Þjóðverjum sem erfiðast fyrir. Þá vill nefndin ekki viðurkenna réttmæti land- vinninga Ungverja af Rúmenum og Jugoslövum og krefst þess loks, að Horthy rikisstjóra verði hegnt sem stríðsglæpamanni. Alþ| óöas| óö u r. í Bandaríkjunum hefir kom- ið fram tillaga um að stofnaður verði alþjcða-gengisjöfnunar- sjóður. Gert er ráð fvrir því, að sjóð- urinn vérði 2—2500 milljónir sterlingspunda og leggi þær þjóðir fé af mörkum í hann, sem vilja njóta stuðnings lians. Sjóðurinn verður síðan notaður til að auka verzlun og viðskipti i lieiminum, bæta úr atvinnu- leysi, þar sem það kann að gera vart við sig og halda gengi stöá- ugu. \ Þrjár járnbrautarlestir hafa verið settar af teinunum í grennd við Zagreb. ★ Komið hefir til bardaga milli Frakka og þýzkra hermanna i Jura-fjöllum í S.-Frakklandi. ★ Bláa lierdeildin spænska er nú öll farin frá austurvígstöðv- unum. Bandamenn varpa 27.000 smál. sprengja á Evrópuvirkið sl. viku Japanir knúðir iil stéromstn á Kyrrahafi bráðlega. ■ Amenska flotanum hafa bætzt 6 omstuskip síðan stríðið hófst. Bandaríkjamenn munu bráð- lega reyna að knýja japanska flotann til úrslitaorustu. Þannig skilja ýmis blöð í Bretlandi ummæli amerísks flotaforiijgja, Barkleys að nafni, sem hann hefir látið falla i við- tali við blaðamenn. Barkley, sem er starfandi á Kyrrahaíi, sagði, að Bandaríkjaflotinn hefði nú svo fullkomnum við- gerðartækjum á að skipa, að liann gæti gert árásir nærri hvar sem hann vildi. Þannig liefði liann til dæmis flotkviar, sem gela tekið orustuskip og hægt.er að flytja stað úr stað á ótrúlega skömmum tíma. Fyrir bragðið geta amerískar flötadeildir hafzt við á stöðum, þar sem engin hafnarmannvirki eru og fengið þar alla nauðsynlega að- gerð. STÆKKUN FLOTANS. King flotaforingi hefir einnig gefið yfirlit yfir stækkun amer- íska flotans á undanförnum mánuðum. Fyrir stríð voru i lionum um 100,000 menn, en nú er mannafli hans 2,250,000 menn. Síðan stríðið brauzt út liafa flotanum bætzt sex orustu- Fríkirkjusöfnuðurínn Reykjavík 45 ára. Frá aöalfundi safnaðarins. Aðalfundur Fríkirkjusafnað- arins var haldinn 26. marz og framHalds-aðalfundur í gær- kveldi. Þetta var hið helzta, sem gerðist: Formaður safnaðarstjórnar, Sigurður Halldórsson, gaf skýrslu fyrir liðið ár og gjald- keri Bergsteinn Kristjánsson las reikninga safnaðarins, er voru samþýkktir eftir nokkurar um- ræður. Hefir fjárþagur félags- ins aldrei verið betri en nú. Sigurður Halldórsson var end- urkosinn formaður til næsta árs. Kosnir voru í safnaðar- stjórn: Einar Einarsson (end- urk.) og Kristján Siggeirsson kaupm. Kristinn Jónsson vagnasmiður, sem vel og íengi hefií' gegnt störfum í safnaðar- stjórn, baðst nú undan endur- kosningu, og var honiim í nafni safnaðarins vottuð kær þökk fyrir vel unnin störf. Síðan voru kosnir aðrir starfsmenn og aðstoðarmenn. , Samþykkt var eftir tillögu stjórnarinnar, að safnaðar^jöld ,.í Fríkirkjusöfnuoinum verði frá 1. jan. 1944 að telja kr. 15.00 fyrir hvern gjaldskyldan safn- aðarfélaga, og er það hið sama gjald sem í öðrum söfnuðum bæjarins. Þá skýrði form. frá því á fundinum að tollstjórinn í Reykjavík óskaði að taka í sín- ar hendur innheimtu safnaðar- gjalda fvrir utanþjóðkirkju- söfnuðina í bænum og hefði ver- ið lagt fyrir síðasta Alþingi laga- frumvarp um það efni. Taldi safnaðarstjórnin heppilegra og söfnuðinum hagstæðara, að fara i þessu efni frjálsa samningaleið fremur en að sæta lögþvingun. Féllsl meirihhiti fundarmanna á það, o.g Var eftir nokkrar um- ræður samþykkt svofeld álykt- un samkvæmt tillögu safnaðar- stjórnar: „Fundurinn lieimilar stjórn safnaðaHns/ að semja við toll- stjórann í Reykjavík um inn- heimtu safnaðargjalda hjá með- limum Frikirkjusafnaðarins". Á framhaldsfundinum í gær var svo skýrt frá þvi, að þessir samningar hefðu verið undirrit- aðir. Þá liófust umræður um önnur mál. Samþykkt var svofeld á- lyktun: „Aðalfundur Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík, haldinn 26. marz 1944, ályktar að lýsa yfir því, að gefnu tilefni, að liann telur sjálfsagt, að Fríkirkju- söfnuðnrinn haldi hér eflir scm hingað lil óskiptum og óskert- um eignar- og umráðarétti yfir kirkju sinni, og treystir safnað- arstjórninni að svara í sam- ræmi við þá yfirlýsingu þeim Frh. á 3. síðu. skip. Flugstöðvarskip hans voru um áramótin rúmlega 50. Áframhald er á sókn Banda- ríkjamanna upp í land frá Hol- landiu og Aitape. Iiafa þeir tekið tvo flugvelli við Aitape, en aðalflugvöllrinn er enn á valdi Japana. Einnig er búizt við hörðum bardögum um að- alvöllinn hjá Ilollandiu Sótt til Madang. Áströlsku hersveitirnar, sem hafa tekið Bogadjin, skammt fyrir austan Madang, búa sig af kappi undir • áframhaldandi sókn vestur á bóginn. Er unnið sleitulaust að lagningu vegar meðfram ströndinni, en birgð- ir eru jafnframt fluttar á skip- um með ströndum fram, til þess að flýta sem mest fyrir því, að hægt verði að hefjast handa á ný. Japanir hafa komið sér upp nokkurum vörnum á bökk- um ár einnar, sem rennur rétt vestan við Bogadjin. • Ráðizt á Miinch- en í gær og nótt. Sundmeistaramótið. Sundmeistaramót Islands hófst í Sundhöllinni í Gær- kveldi. Þessir urðu meistarar: 1 100 m. frjáls aðferð Stefán Jónsson Á. 1:06,4 mín. 100 m. baksund Guðmundur Ingólfs- son l.R. 1:21,2 min. 200 m. bringusund Halldór Lárusson U.M.F. Afturelding 3:03,9 mín. 100 m. bringusuiid drengja Marteinn Kristinsson Æ,1:36,5 mín. 100 m. bringusund kvenna Unnur Ágústsdóttir Iv.R. 1:41,0 mín., 3x50! m. hoðsúnd drengja Í.R 1:55,5 mín., 4x50 m. boð- sund karla Ægir 1:56,0 mín. Mótið lieldur áfram annað kvöld kl. 8,30. Verkamenn á Akur- * eyri samþykkja að segja upp kaup- samningum. Verkainaniiafélag Akureyrar liefir ákveðið að segja upp kaupgjaldssamningum. At- kvæðagreiðsla um þe'tta fór fram dagana 20. til 22. apríl. Alls eru 323 verkamenn á kjör- skrá í félaginu. Af þeim greiddu 192 atkvæði. 176 voru með að segja upp samningum en 16 á móti. Amerískar flugvélar nauðlenda í Sviss. ■p1 rá því á hádegi á þriðju- * daginn var hafa flug- vélar Breta og Bandaríkja- manna á Bretlandi farið um 18 þúsund einstakar ferðir og varpáð niður 27.000 smál. sprengjumagni. Þessi vika hefir verið mesla .loftsóknarvika bandamanna, en flugmálafræðingar þeirra segja þó, að þegar innrjásin sjálf byrji, muni slíkar sóknarlotur hverfa alveg í samanburði við djöflaganginn, sem þá verður Loftvarnir Þjóðverja hafa ^ iverið heldur athafnaíitlar þessa viku, þeir aðeins sent upp or- ustuflugvélar við og við og ein- ungis fáar í einu. Bandamenn misstu 172 flugvélar í þessum árásum, en Þjóðverjar 103 og eru þá ekki taldar þær vélar, sem skotnar voru niður i gær og nótt. Miinchen og Karlsruhe. í nótt fóru öflugar sveitir brezkra sprengjuflugvéla í árás- ir inn yfir Þýzkaland. Aðalárás- irnar voru gerðar á Munchen og Karlsrulie og segja flugmenn- irnir, að miklir eldar hafi kom- ið, upp í báðunr borgunum litlu eftir að árásirnar hófust. Á heimleiðinni var hægt að sjá bálin langar leiðir. Bretar misstu 30 flugvélar í árásunum í nótt. Miinchen og Friedrichshaven. Amerískar flugvélar fóru í gær i árásir á Miinclien og Friedrichshaven, sem ér við Boden-vatn — það er á landa- mærum Sviss — var ráðizt á flugvélaverksmiðjur. Þjóðverjar sendu upp allmik- ið af orustuvélum að þessu sinni og voru samlals 103 þeirra skotnar niður. Bandarikjamenn misstu 38 sprengjuflugvélar og 17 orustuvélar. Sumar amerísku flugvélanna lentu í Sviss. Loftsókn að sunnan. Jafnframt þvi, sem lialdið liefir verið uppi þessari stór- sókn frá Bretlandi hafá einnig verið gerðar stöðugar árásjr frá bækistöðvum á Ítalíu. l gær var til dæmis ráðizt á Ikarus-flug- vélasmiðjurnar í Belgrad og auk þess ýmsar mikilvægáí stöðvar aðrar í Balkanlöndunum, svo sem Ploesti og Bukarest. ------- ■■ --------- Karlakór Akureyrar syngur á Akureyri. Karlakór Akureyrar söng fyrir fullu húsi á Akureyri í fyrradag, undir stjórn Áskels Snorrasonar. Einsöngvarar voru Sverrir Magnússon og Jó- hann Kjartansson. var afar vel tekið. Söngnum Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Félágs- heimili V.R. annað kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Vénjuleg aðalfundar- j störf og önnur mál, er íram kunna ! að koma. Félagskonur eru beðnar | að fjölmenna. j Ráðskona Bakkabræðra verður sýnd annað kvöld kl. 8,30 í Hafnarfirði. Aðgöngumiðar eru seldir í dag kl. 4—7. Læknafélag Reykjavíkur hefir gefið í fjársöfnunina til danskra flóttamanna 10 þús. kr. I /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.