Vísir - 28.04.1944, Síða 2

Vísir - 28.04.1944, Síða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Eristján Gnðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 60 (fimm línnr). Verð kr. 4,00 á mánnði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. • Utanfarir. M argir amast við utanförum ungra manna og kvenna, og telja að smá séu erindin, sem erlendis skuli leyst. Gamalt ís- lenzkt máltak segir, að heimskt sé heimaalið barn. 1 því liggur að ungviðið þurfi að komast að að ehiman til að læra af lífinu og sennilegt er að orðtak þetta byggist einnig á hinu, að til forna tíðkuðust utanfarir í þeim mæli, að enginn þótti maður með mönnum, sem ekki hafði framast erlendis og dval-" ið þar langdvölum. Utanfarir hafa verið og eru einn þáttur í uppeldi islenzku þjóðarinnar og svo þarf þetta að vera í fram- tíðinnk Við þurfum flesta hluti að flytja inn í landið, en ekkert eins og aultna kunnáttu. Hér eru skilyrði mikil, en smátt um fullkomnuð afrek og fram- kvæmdir og flest er óunnið, sem gera þarf tihjæss að nytja land- gæði nsvo sem vera ber. Frá því er styrjöldin hófst hefir unga kynslóðin aðallega lagt leið sína til Vesturheims og nokkuð til Bretlands, þótt á ut- anferðum séu ýmsir erfiðleik- ar. Þetta er eðlileg og æskileg þróun. Sökum þess hve kostnað- arsamt var að stunda nám í Bretlandi og Bandarikjunum^ fyrir stríðið, lögðu íslenzkir námsmenn leið sína aðallega til Skandinavisku landanna og annara landa á meginlandi Evrópu einnig nokkuð. Þetta var á engan liátt fullnægjandi. Hvert Iand hefir eitthvað til sins ágætis, sem önnur hafa ekki, og lítill vafi er á því, að í verldegum efnum standa Bandaríkin fremst allra þjóð- ríkja. Leiðir það ef til vill af hinu, að það landflæmi allt hefir orðið að nytja á skemmri tíma, en nokkurt annað. Allt það, sem gert liefir verið á árþúsundum i gamla heimin- um, hefir verið gert á jafn- mörgum öldum i hinum. nýja. Við Islendingar misstum af lestinni og höfum orðið að bíða eftir þeirri næstu í nokkurar aldir. Verkefnið, sem bíður komandi kynslóða er að byggja landið upp og nytja eftir frek- ustu getu. Við megum engan tima missa, og því eigum við að sækja verklega fræðslu á ýmsum sviðum til þeirra, sem engst eru komnir í þessúm efn- um og hrundið hafa afrekum í framkvæmd á skemmstum tíma, en það eru Vesturheims- ríkin, eða öllu heldur Norður- Ameríka. Ekki er það eitt nóg að senda æskulýðinn til Vesturheims, heldur þarf að gera tvennar ráð- stafanir hans vegna, jafnframt því, sem hann er styrktur af opinberu fé til utanfara. Ann- arsvegar á að sjá svo um, að hinir ungu menn og meyjar nemi það vestra, sem þeim og ætlandi þeirra má að mestu gagni koma, og tryggja það jafnframt, að allir þeir, sem opinbers styrks njóta, helgi krafta sína að ioknu námi ís- landi, en ráðist ekki í annara þjónuslu. Þetta kann að kosta nokkura fóm af hálfu hinna unga manna, en það er ekki Sumarið í fyrra þriðja bezta síldveiðisumarið. Sjötugsafmæli: Meiri afli á eitt skip en nokkuru sinni áður. JpRAM til þessa hefir ekki verið skýrt neitt frá síld- arvertíðinni síðasthðið sumar. Nú er svo komið, að unnt er að segja frá helztu niðurstöð- um um síldveiðarnar, og birt- ast þær hér samkv. skýrslu um þessi efm í síðasta tölubl. Ægis, tímarits Fiskifélags Is- lands, eftir Davíð Ölafsson, fiskimálastjóra. Síðastliðið sumar stunduðu 133 skip síldveiðar með 117 nætur. Va^ það 20 skipum fleira en árið áður og 17 nót- um fleira. Aflamagn í bræðslu nam 1,895,395 hl. yfir sumarið og mun það vera þriðja mesta aflasumar, sem komið hefir. Sumurin 1940 og 1937 voru aflahærri, eða yfir 2,000,000 hl. bæði sumurin. Aflahæsta skipið í sumar fékk meiri afla en nokkurn- tíma hefir náðst hér á eitt skip áður, eða 30,353 mál. Einnig varð meðalafli allra skipaflokk- anna, að línugufuskipunum urídanteknum, meiri í fyrra- sumar en nokkru sinni fyrr. M.s. Eldborg varð aflahæsta skipið, en næst kom vélbátur- inn Gunnvör frá Akureyri. Hafði hann fengið 26,216 mál. Dagný frá Siglufirði varð þriðja með 24,778 mál. Síldarsöltun hófst 3. ágúst- mánaðar. Flökun var leyfð frá 25. júlí. Alls nam söltunin 53,- 680 tunnum af síld. Þar af 8830 tunnur af Faxasíld, sem veidd var í reknet um sumarið og haustið. Tunnur voru engar fluttar inn áð þessu sínni. • Var það hvorttveggja, að afar erfitt er að fá þær utanlands frá og svo hitt, að nógar tunnur voru til í landinu fyrir það magn af síld, sem til mála gat komið að salta. Heildarsöltunirí nam nokkru meira en árið næsta á undan. Síldin var yfirleitt fremur horuð og var verkun hennar því hagað nokkuð öðruvísi en árið áður. Matjes-söltun var einnig minni af þeim orsökum, eða aðeins þriðjungur Norður- landssíldarinrrar. Mest af síld- inni var hausskorið. Um 77% af Norðurlandssíldinni var salt- að á Siglufirði. Síldarútvegsnefnd sá að þessu sinni um sölu á allri Norðurlandssíldinni. Er verðið var ákveðið var reiknað með læjckun á tolli í Bandaríkj- unum. Sú tolllækkun þýddi þyngri fórn en sú, sem krefjast verður af hverjum einstaklingi, er hér er borinn og hlotið hefir hér fyrsta veganestið. Einnig má orða þetta svo, að hér sé um skyldu að ræða, en enga fórn af hálfu þeirra manna, sem til náms eru styrktit. Vafasamt kann að vera að þessu hafi nægur gaumur verið gefinn til þessa, en nauðsynin mun segja til sín og af reynslunni munum við læra. Hinu má ekki gleyma að utanfarir eru og verða einn þáttur í þjóðaruppeldi íslend- inga, og hann ekki sá óveruleg- asti. Helzt ættu allir ungir menn og meyjar að eiga þess kost að dveljast erlendis nokk- ura hríð sér til sáluhjálpar og veraldlegs gengis einstakling- anna og þjóðarinnar i framtið- inni. raunverulega hækkun á síldar- verðinu og skipti Síldarútvegs- nefnd þeirri hækkun þannig til síldarsaltenda, að 4/r, skyldu renna til fersksíldarseljendanna sjálfra, þ. e. a. s. útvegsmanna og sjómanna. Hér var raun- verulega um að ræða sem næst þriðjungshækkun frá fyrra ári. Kostnaður við síldarsöltunina hafði hins vegar stóraukizt alla vega, sérstaklega vegna gifur- legrar hækkunar á vinnulaun- um. Þá lét Sildarútvegsnefnd gera tilraunir með frystingu og marineringu fersksildar í því augnamiði að athuga hvort unnt væri að flytja ferska Norðurlandssíld á Evrópu- markað. Niðurstaðan af þeim tilraunum lofar góðu um ár- angurinn. Stofiiim dýra- g:arð§ í Rrík. Mitaveitan ætti ad skapa ákjósanleg skiiyröi til þess. amall kunningi Vísis hef- ir sent blaðinu bréf það, sem hér fer á eftir. Kemur hann þar með eftirtektar- verða tillögu, sem vel er þess verð, að athugað sé, hvort hægt er að framkvæma hana. Sú stofnun í stóborgum er- lendis, sem fjölsóttust er bæði vegna fræðslu þeirrar, er hún veitir og svo skemmtunar, eru dýragarðar. Aldrei minnist eg þess, að hafa séð á því ymprað í íslenzku blaði, að æskilegt væri að 'stofnað yrði til dýra- garðs í Reykjavík og undrar mig ekki á því, vegna þess að engin skilyrði hafa verið þess liingað til að hægt væri að koma þeirri stofnun á laggirn- ar. En þessi skilyrði eru nú nægileg hér í Reykjavík. Síð- an heita vatnið kom i ríkum mæli, er liægt að koma hér upp dýragarði, sem gæti verið til sóma og í sambandi við hann gróðurhúsi allmiklu, sem hægt væri að láta dafna i suðræna páhna og plöntur, og yfirleitt gróður hvaðanæva af hnetti vorum. Færi vel á, að þessar tvær stofnanir væri saman og undir umsjá Háskóla Islands, því að nemendur við þann skóla kæmi til með að hafa þeirra mest not, þótt almenn- ingur lærði að meta þær og sækja engu síður, er stundir liðu. Sumir munu nú spyrja hvar fé eigi að fá til þessara stofn- ana. Jú — fram hjá því má ekki ganga þegjandi, eins og allt komi af sjálfu sér. Það hefir nú veri^ búið svo vel við Háskóla íslands að und- anförnu í happdrætti og bió- einkaleyfum, að sú stofnun hlýtur að vera orðin sæmilega sett fjárhagslega. þótt maður fái aldrei að gleðjast yfir góðri afkomu stofnunarinnar, vegna þess að reikningar eru eigi birt- ir almenningi í blöðunum. En það er vafalaust hægt að fá að vita hvernig afkoma Háskóla Islands er og hvort sú stofnun þarf að fá meiri fríðindi hjá ríki og höfuðstað til þess að bæta þessum tveim stofnunum á reksturinn. Það vill nú svo vel til, þegar vér Islendingar endurheimtum sjálfstæði vort, eigum vér menn í æðstu menntastofnun landsins, sem eigi eru einungis ágætiij menntamenn, sem gætu verið við háskóla hvar í ver- öldinni sem væri og getið sér orðstír, heldur og duglega at- hafnamenn. Þarf eigi annað en sjá hve myndarlegur bragur er á öllu, sem við kemur háskól- anum, og gegnir furðu, að eigi skuli slík stofnun hafa sætt meira hnútukasti, þegar þess er gætt, í hve fámennu þjóðfé- lagi hún starfar, en í fámenn- inu er hættast við árekstrum. Væri hægt að koma hér upp vísi að dýragarði, er eg sann- færður um að margir létu fé af hendi rakna til þeirrar stofn- unar. Það þarf ekki að byrja i stórum stíl, heldur auka við \ eftir efnum og ástæðum. Hægt er að fá til hins fyrirliugaða garðs fjölda dýra í skiftum fyr- ir önnur og sé öllu vel fyrir komið, efast eg ekki um, að tekjur kæmist. hátt upp í kostn- að við slíkt fyrirtæki. Visir beinir því til Háskól- ans, sem bréfritarinn vill að hafi veg og vanda af dýragarð- inum, að liann athugi, hvort þetta sé framkvæmanlegt. Allt er fertugum fært nefnist bók eftir Walter B. Pitkin i þýðingu Sverris Krist- jánssonar, sem hókaútgáfa Spegilsiris hefir sent á markað- inn nú nýlega. Á frummálinu nefnist bókin „Life Begins at Forty“ og munu margir ensku- lesandi menn kannast við hana undir því heiti, en 25 útgáfur hafa komið af bókinni í Banda- ríkjunum frá því er liún fyrst kom út árið 1932. Hö.fundurinn er liámenntaður maður. Var hann lektor í sálarfræði við Columbia-háskólann 1905— 1909, en hefir starfað að blaða- mennsku frá því árið 1912. Hef- ir hann ritað yfir 30 bækur um margskonar efni, einkum sál- arfræði og þjóðfélagsmál. i Bók þessi er í senn skemmti- Ieg til aflestrar og innilialdsrík. Efnið er að verulegu leyti mið- að við almenning í Bandaríkj- unum, en á þar fyrir erindi til allra. Annarsvegar geta menn fræðst af bólcinni um menning- arleg verðmæti og þjóð- félagsháttu, en hinsvegar gert sér grein fyrir þjóðfélagsvanda, sem víðar gerir vart við sig en þar, — samkeppninni milli ungu kynslóðarinnar og þeirrar rosknu. Höfundurinn heldur því fram að lífið byrji fyrir al- vöru eftir fertugt. Þá standi menn í blóma lífsins, auðugir af reynslu, gersneyddir oflát- ungshætti æskunnar og fljót- ræði, liafi óskerta andlega og líkamlega krafta, og hafi verið hyggilega lifað geti menn búið sig undir elliárin þannig að þau verði innihaldsrik og afkasta- mikil. Þá list eigi allir að læra. Nefnd eru mörg kunn dæmi um afrek manna á þroskaskeiðinu og efri árum, og það jafnframt sannað, að ýms þau verk, sem rinoor sioir Hrafnkelsstöðum. Á sumardagirín fyrsta (20. apríl) varð sjötugur Guðbrand- ur Sigurðsson oddviti, Ilrafn- kelsstöðuni' Ilraunhreppi, Mýrasýslu. Hann er fæddur í Miðhúsum í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, sonur hjónanna Sigurðar Brandssonar frá Fornaseli og Halldóru Jónsdóttur, Árnason- ar, ættaðri úr Hvítársíðu. Guð- brandur ólst upp hjá foreldrum sínum til tiu ára aldurs, en fór þá frá Miðhúsum að Smiðju- lióli í sama lireppi, til Péturs Þórðarsonar og konu lians Sig- ríðar Jónsdóttur, og dvaldist hjá hjá þeim við ágæta aðbúð, unz þau hættu búskap 1892. Eftir það var hann vinnumaður í þrjú ár og svo lausamaður um skeið, þar til hann fór að húa með for- eldrum sírium í Miðliúsum 1899. Árið 1901 geklc Guðbrandur að eiga |Ólöfu dóttur hjónanna Gils Sigurðssonar og Guðrúnar Andrésdóttur í Krossnesi í Álftaneshreppi, og byrjuðu þau búskap í Þverholtum, sama hreppi, en fluttust voi’ið 1902 að Litlu-Gröf i Borgarhreppi og bjuggu þar i 5 ár. Vorið 1907 fluttust þau að Hrafnkelsstöð- um í Hraunhreppi, sem Guð- brandur hafði þá keypt. Þar hafa þau hjón búið síðan. Þau hafa eignazt 11 börn, og eru 10 þeirra á Iifi, þrír synir og sjö dætur, öll uppkomin. Eftir þau hjón liggur mikið starf, og vitanlega mest á Hrafn- kelsstöðum, þar sem þau hafa lengst dvalizt. Þau liófu búskap sinn sem fyrr segir, í Þverliolt- um, stórri jörð og erfiðri, eink- um á þeim tíma, er þau komu þar, og jafnvel illfært þangað með liesta, því að vegir voru engir, enda mun Guðbrandur hafa orðið að flytja talsverðan hluta búslóðar sinnar þangað á bakinu. Það var á æskuárum, sem eg heyrði Guðbrandar fyrst getið, en þá bjó liann í Litlu- Gröf. Eg man vel, að ávallt var rætt um Guðbrand sem stór- huga atorku- og drengskapar- mann á þeim árum, og það álit manna á Guðbrandi hefir eng- um breytingum tekið. t Þegar Guðbrandur kom að Hrafnkelsstöðum voi'U hús öll fallin og túnið kargaþýft. Reisti Guðbrandur liús öll af nýju, mestrar heimsviðurkenningar liafa notið, hafa verið unnin af mönnum, sem komnir hafa verið af léttasta skeiði. Aðal- atriðið er að menn eigi eða skapi sér áhugamál, sem þeir geta sökkt sér niður í og unnið að. Uppeldi æskunnar þarf að ger- breytast frá því sem nú tiðkast. Það á að lcenna ungmennunum að bjarga sér og vinna sjálf- stætt, en venja þau af að heimta alt af foreldrunum og hyggja að losaraskap einum. Það á að kenna þeim að meta raunveru- leg verðmæti, en ekki yfirborð eitt, sem engar kröfur gerir til ungmennanna, hvorki í hugsun né starfi. öll venjuleg verk eiga að vera ungmennum eðlileg, þannig að þau geti unnið að sínu eftir því sem þörf gerist, og það á að glæða skilning þeirra á gildi vinnunnar og sjálfshjálp einstaklinganna. Þetta er i meginatriðuVn inni- hald bókarinnar, en ekki er að efa að roskna kynslóðin finnur þar margt, sem hún liefir ekki athugað til fulls, en liggur þó í augum uppi. Bókin vekur menn til umhugsunar og glæðir skiln- ing þeirra á ýmsu því, sem þeir hafa ef til vill ekki gefið veru- legan gaum. Því á hún erindi til allra, ungra sem gamalla. K. G. fyrst haðstofu með torfveggj- um og nauðsynlegustu penings- liús, og hófst svo handa um ræktun. Er nú stprt, vel sléttað og fagurt tún á Hrafnkelsstöð- um, sem gefur af sér fimm sinnum meiri heyfeng, en þegar Guðbrandur kom þangað. Árið 1930 var reist stórt íveruhús úr steinsteypu á Hrafnkelsstöð- um. Yar þá Ingólfur, sonur Guðbrands, farinn að búa á móti honum. Guðbrandur hefir verið for- ystumaður í sinní sveit í jarð- ræktar- og búnaðarmálum og gegn fjölda mörgum trúnaðar- störfum. Hann beitti sér fyrir fimtmudagskvöld. Tefla þá Ás- greiða flutningskaostnað á ins og var kosin þirggja manna því, að stofnuð var kaupfélags- deild i Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir hreppsfélag hans og var deildarstjóri hennar i 30 ár unz hann baðst undan endurkosn- ingu. Hann var og formaður búnaðarfélags hreppsins i 23 ár. I hreppsnefnd hefir hann verið; frá 1913 og.oddviti hennar frá 1919, og sýslunefndarmaður frá 1924. . Einn vina minna á Mýrum,' sem þekkir Guðbrand vel, sagði eitt sinn við mig, að ef Guð- brandur tæki eithvað að sér, væri öllu vel borgið, og veit eg, að þetta var ekki ofmælt. Hann er maður traustur og hreinlynd- ur, sem jafnan hefir notið verð- skuldaðs trausts og virðingar allra, sem þekkja hann, livort sem kynnin eiga sér langan eða skamman aldur. Um pcrsónulcg kynni mín af hinum sjötuga heiðursbónda ætla eg ekki að fjölyrða, en þau kynni eru góð og eg er þakklátur fyrir þau. Vil eg þvi vera i hópi þeirra,. sem í dag senda Guðbrandi hlýjar kveðjur og óska honumt og fólki hans alls hins bezta á komandi dögum. 20. apríl 1944. A. Th. I.O.O.F. l.=1264288 /2 = Unglinga Dömu, og Herra P © F N II r VERZL.C? Stulka óskar eftir léttum sauma- skap fyrir verzlun. Upplýs- ingar í síma 4035. Stúlka óskast til eldhússtarfa frá 1. maíA— Herbergi. Brynjólfur J. Brynjólfsson Austurstræti 3. gróf og sterk til sölu £ Bergstadastræti 61 Sími 4891

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.