Vísir - 04.05.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 04.05.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla 1 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 4. mai 1944. 98. tbl. »Franco sannfærður um sigur banda mannau Bandamenn ntunu nú leggja fast að portúgölsku stjórninni um að hætta eða minnka wolf- ram-sölu til Þjóðverja. Brezk blöð ræða það mjög í þessu sambandi, að það hljóti að hafa mikil áhrif á aðstöðu Rortugals, hversu Spánverjar beygðu sig fyrir kröfum banda- manna. Portugalska stjórnin þurfi ekki annað en að fá þá hughreystingu, að Spánn hafi gert þetta, án þess að Þjóðverj- ar fengi við þvi spornað, til þess að taka stökkið einnig. Eitt Lundúnablaðið segir um samning Spánverja og Breta: „Franco er nú orðinn sannfærð- ur um að bandanienn muni sigra og ættu aðrar þjóðir að láta sér skiljast slíkt hið sama.“ Fólksflufningur frá Paris Toulouse og Bordeaux, StjÓrnin í Vichy hefir fyrir- skipað brottflutning' fólks úr ýmsum borgum landsins. Fyrst um sinn hafa börn verið flutt úr ýmsum hverfum Ijarísar, þar sem tjón af völdum loftárása hefir verið mest og loftárásarhættan er enn mikil sem fyrr. Auk þess hafa brott- flutningar verið ákveðnir frá Bordeaux, Toulouse og ýmsum öðrum borgum víðsvegar um landið. Enra finna Svíar þýzk kort. Svíar hafa enn fúndið þýzk kort af Svíþjóð í þýzkum pósti. Að þessu sinrii voru kortin á leiðinni frá Noregi yfir til Finnlands og var þessi sending af héruðum Norður-Svíþjóðar. Hingað til hafa kortin einungis fundizt á leiðinni til'Oslo frá Þýzkalandi. Þetta var þriðji kortafundur Svía. Hnefaleikameistaramótið: Jóhann Eyfells Í.R. sigraði Stefán Jóns- son Á. á nknock- out(f í millivigt Hnefaleikameistaramót ís- lands 1944 var háð í gærkveldi í íþróttahöll ameríska hersins. Keppt var í sjö þyngdar- flokkum og voru keppendur frá I.R. og Ármanni. Orslit urðu þessi: I fluguvigt sigraði Friðrilc Guðnason, Á. (43,7 kg.) Björn Jónasson, Á. (46,5 kg<) á stig- um. I bantamvigt sigraði Mar- teinn Björgvinsson, Á. (46,5 kg.), Kristinn Gunnarsson, Á. (47,7 kg.) á stigum. Þeir sýndu báðir ágætan leik, einkum þó Marteinn. Þá fór fram sýningarkeppni í þungavigt. Þorkell Magnús- son, Á. (80,6 kg.) sigraði Krist- in Bergþórsson, I.R. (93 kg.) á stigum. I léttvigt sigraði Stefán Magnússon, Á. (60 kg.) Krist- mund Þorsteinsson, Á, (57 kg.) á stigum. Var það góður og skemmtilegur leikur. I veltivigt sigraði Jóel B. Jac- óbsen, Á. (62,5 kg.) Arnkel Guðmundsson, Á. (61 kg.). Var leikur þeirra skemmtilegur og jafn. Þá fór fram keppni í milli- vigt, þar sem Jóhann Eyfells, I.R. (69 kg.) sigraði Stefán Jónsson, Á. (62 kg.) á „knock- out“, þegar 1 mínúta og 40 sek. voru liðnar af 3. lotu. Var það án efa skemmtilegasti leik- ur kvöldsins, enda eru þeir báð- ir ágætir hhefleikarar. I léttþungavigt sigraði Gunn- ar Ölafsson, Á. (75 kg.) Braga Jónsson, Á. (71,7 kg.) á stigum. Að síðustu fór fram keppni í þungavigt milli Guðmundar Arasonar, Á. (72,5 kg) og Krist- björns Þórarinssonar, I.R. (78 kg.). Guðmundur vanri á stig- um. Keppnin var hörð milli þeirra Guðmundar og Krist- björns. Þó voru yfirburðir Guð- mundar nokkrir. Áhorfendur voru afar marg- Japanir hörfa norðan Koima. Japanir hafa verið hraktir úr öflugri bækistöð fyrir norðan Koima. Þeir gjalda mikið afhroð í bardögum þarna og einnig fyrir sunnan Impal, þar sem þeir eru nú að reyna að stemma stigu við sókn Breta. 1 Hersveitir Stilwells í N,- Burma eru nú aðeins um 50 km. frá Mandalay-járnbrautinni, sem sér Japönum fyrir ■ öllum nauðsynjum þeirra á norður- hluta vígstöðvanna. Hersveit- irnar, sem fluttar voru loftleiðis inn í Burma, hafa rofið Manda- lay-My i tkyina- j árnbrautina á 65 km. svæði. Fyrirkomulag þjóðhátíðarinnar ákveð ð í meginatriðum. , Mildlfengleg hátíðahöld í Reykfavík og á Þii völlum í tvo daga. Rússar gera tíðar loftárásir. Rússar halda nú nær eifl- göngu uppi Ioftárásum á aust- urvígstþðvunum. I herstjórnartillcynningunni í gærkveldi var frá þvi skýrt, að árás hefið verið gerð á járn- hrautarstöðina í Lwow, fjórðu nóttina í röð, og Sambör, sem er um 70 km. fyrir suðvestan Lwow. I gær voru svo gerðar nokkr- ar árásir í björtu, en þær hafa ekki verið tiðar af Rússa hálfu. Var ráðizt á flugvelli lijá Lwow, Stanislavov og Rohian, sem er slcammt frá Jassy. Um 90 flug- vélar voru eyðilagðar á þessum flugvöllum. óperettan verður næst sýnd annað kvöld (sjá augl.). ír, að öllurr^ likindum um 2 þús- und. — Domarar voru: Peter Wigelund hringdómari, Páll Magniisson og Jón D. Jónsson. Kynnir var Eiríkur Hagan. I.R. og Ármatín sáu sameig- inlega um mótið og fór það í alla staði ágætlega fram. Setuliðið á þakkir skilið fyrir að lána íþróttafélögunum hið’ágæta íþróttahús sitt. Þjóðverjar styrkja loft- varnir í N.-Frakklandi. Dró úr árásum í gær. # 29 flugvélaverk- smiðjur laskað- ar í apríl. andamenn halda áfram árásutn á ýmsar stöSv- ar í Frakklandi, sem þeir verSa að eyðileggja til aS gera mnrásma sem auðveld- asta. I nótt fóru Bretar í árás á mikla skotfærabirgðastöð fyrir suðaustan Rheirns og auk þess birgðageymslur flughersins og skriðdrekadeilda víðar um N.- Frakkland. Loks var fáðizt á Ludwigshaven. Þjóðverjár hafa styrkt varnir sínar í N.-Frakklandi og misstu Bretar 49 flugvélar í nótt. Ráðist á sprengiefna- verksmiðjur og geymslur. Undanfarnar nætur hafa bandamenn ráðizt á fimm sprengiefnaverksmiðjur eða birgðageymslur fyrir sprcngi- efni, jafnframt því, sem ráðizt hefir verið á járnbrautarlestir, sem hafa verið í sprengiefna- flutningum. Fyrsta árásin var gerð á forðabúr fyrir suðvestan París. Þar urðu svo margar og miklar sprengingar, að blossarnir af þeim sáust úr flugvélunum, er þær voru komnar inn yfir suð- urströnd Englands. Síðan hefir verið ráðizt á púðurverksmiðj- ur hjá Bordeaux, Toulouse og Tours og birgðastöð í ónafn- greindri borg á N.-Frakklandi. Færri árásir í gær. Flugvélar bandaijianna fóru ekki alveg eins margar árásar-j ferðir í gær og undanfarna daga. Þó fóru meira en þúsund flug- vélar samtals í árásir á megin- landið. Liberator-vplar fóru til meg- inlandsins 12. daginn i röð og fóru þær í nokkrar smáárásir. Stórar árásir voru engar gerðar. Mitchell- og Moskito-vélar úr brezka flughernum fóru í árásir á járnbrautastöðvar eins og fyrri daga og hafa nú 24 járn- brautastöðvar orðið fyrir rnikl- um skemmdum á fáeinum dög- um á þessari viku. Sumar þessar stöðvar hafa orðið fyrir tveim eða fleiri árásum. Flugvélar frá Ítalíu hafa i*áð- izt á Bukarest. — Auk þess var ráðizt á járnbrautarstöðvar milli Florens og Róm og við landamæri Frakklands. IílilB skiit Framdi síðan harakiri. Frá bardögunum við Hollandiu. Fyrstu frásagnir blaðamanna af töku Hollandiu hafa nú bor- izt, 10 dögum eftir töku staðar- . / ms. Varnir Japana voru mjög veikar og það var aðeins á ör- fáum stöðum, sem kom til nokkurra átaka og þó hvergi mjög harðra. Þó kom, það fyrir Á einum eða tveim stöðum, að menn í vélbyssuhreiðrum vörð- ust í þeim, uiw öll skotfæri voru þrotin. Þá skaut foringinn alla menn sína, en framdi síðan harakiri sjálfur. Japanir höfðu breytt Hol- landinu í paradís fyrir þá, sem sækjast eftir minjagripum. Þeir höfðu flutt þangað ógrynni af allskonar skrani, granimófóna, dýrindis nærföt, ilmvötn, mandolin, banjo, fiðlur og jafn- vel hanzka, þótt bærihn sé næst- um beint undir Miðjarðarlin- únni. Samkeppui biiib tdnsmíðar. Þj óðhátíðarnefridin liefir ákveðið að efna til samkeppni með- al tónskáTda þjóðarinnar tim lag við hátíðarljóð þau, sem verð- laun hlutu í samkeppninni um æltjarðarkyæði. Er heitið 5000 kr. verðlaunum fyrir bezta lagið, ef það verður talið þess maldegt. Þeir, sem taka vilja þátt í hinni nýju samkeppni, eiga að vitja hátiðarljóðanna á skrifstofu alþingis næstu daga. En frest- ur til að skila lögunum er ákveðinn til 1. júní. Gert er ráð fyrir að hátíðarljóðin verði sungin undir því laginu, sem verðlann híýtur, við hátíðahöldin, þegar lýðveldið verðnr stofnað. IJátíðlegasta * stund þessara hátíðahalda verður kl. 2 e. h. 17. júní. Þá verður lýst yfir gildistöku hinnar nýju stjórn- arskrár. Að því búnu verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt í þrjár mínútur sam- fleytt, og síðan verður einnar mínútu þögn og umferðar- stöðvun um land allt. Mark- miðið með þessari' þögn er að sameina hug'i allra landsmanna í einni hugsun, lielgaðri minn- ingu allra þeirra, sem barizt hafa fyrir frelsi íslands á um- liðnum öldum. Þögnin verður rofin með því að lúðrasveil leikur þjóðsörig- Hý hlidmsveit stofn- nð í Reykjavík. ------ « Heldur fyrstu hljómleika sína með blönduðum kór á sunnudaginn. Á sunnudaginn kemur heldur : ný hljómsveit fyrstu hljóm- leika sína í Tjarnarbíó. Hljóm- sveitin heitir „Hljómsveit Félags íslenzkra hljóðfæraleikara“ og var stofnuð 25. janúar -síðastl. af nokkrum mönnum, sem stundað hafa hljóðfæraleik í ýmsum hljómsveitum hér i bæ að undanförnu. Hljómsyeitar- stjóri er Robert Abraham. Með hljómsveitinni verður blandað- ur kór, milli 30 og 40 manns. Á söngskránni á sunnudag- inn verður m. a. 5. symfónia Schuberts. Þá verða 3 lög fyr- ir blandaðan kór og hljóm- sveitarundirleik. Eitt. af þeim er hið rammíslenzka jijóðlag „Svíalín og hrafninn“, í útsetn- ingu Sigfúsar Einarssonar. Að síðustu verða tvö lög • eftir Mendelssohn úr Jónsmessunæt- urdraum Shakespeares, Not- turno og Brúðarmarz. Tilgangur hljómsveitarinnar er að efla tónlistarþekkingu í landinu og glæða áhuga lands- manna í þciin efnum. Tilgangi sínum hyggst hljómsveitin að ná með því m. a., að halda hljómlcika fyrir almenning og skóla. Verða viðfangsefnin þá skýrð fyrir áheyrendum. Vegna þess, hversu hljóni- sveitin var stofnuð seint á vetr- inuin, verður starfstíminn stutt- ur að Jiessu sinni, en þcini mun meiri áherzla vesðm' lögð . á fjölbreytt starf næsta vetur. — Stjórn hljómsveitarinnar skipa Hallgrímur Helgason, Eiríkur Magnússon, Fritz Weisshappel, Viggó Jónss. og Þórir Jónsson. æipp frétfír I.O.O.F. 5.=126548V2=Fi. Útvarpið í kvjild. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að „AIi Baba“ eftir Cherubini. b) Lagaflokkur úr „El- verhöj“ eftir Kuhlau. c) Rússnesk- ur dans eftir Tschaikowsky. d) Flugmannamars eftir Got'tfred Madsen. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franzson). 21.10 Hljóm- plötur: Lög leikin á cello. 21.15 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Björn Sigfússon). 21.40 Iiljóm- þlötur: Létt sönglög. 21.50 Frétt- ir. Dagskrárlok. Næturakstur. Hreyfill, sími 1633. V- , Skógræktarfélag íslands 'efriir til skemmtuntar í Lista- mannaskálanuin í kvöld. Þar flytur Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ávarp, en Einar E. Sæmundsen segir frá gömlum endurminningum. ÞjóÖkórinn syngur -undir stjórn Páls ísólfssonar, kvikmynd í litum verður sýnd frá Vestmannaeyjum, en jiað er ein fallegasta og skraut- legasta litakvikmynd, sem hér hef- ir verið tekin. Loks vérður stiginn ,dans. Skemmtunin hefst kl. 8J/2.. Stettimus varautanríkisráð- , herra Bandaríkjarina hefir ver- I ið i Marokko og rætt þar við i Harriman, sendiherra Banda- ; ríkjanna í Moskva, sem kom þangað til móts við hann. inn, Ó, guð vors lands. Þeg'ar siðustu tónar lagsins deyja út, setur forseti sameinaðs Aljiing- is þingfund að Lögbergi. Hálíðin hefst í Reykjavík á því að lagður verður blóm- sveigur á styttu Jóns Sigurðs- sonar kl. 9 að morgni 17. júní, en kl. 13.30 hefst hátíðin á Þingvöllum með guðsþjónustu. Að aflokinni athöfninni, ld. 2, verður forsetakjör, og vinn- ur hinn nýi forseti eið að stjórnarskránni að Lögbergi og verða síðan ræður fluttar og jiingfundi slitið. Síðan verður nokkurt hlé, en að því loknu fara fram ýmsar skemmtanir, meðal annars söngur hátíðakórs og jijóðkórs allra viðstgddra, undir stjórn Páls ísólfssonar. Ennfremur verða hátíðasýningar mikilla íjiróttaflokka og úrslitakeppni Ísla/idsglímunnar. Er svo ráð fyrir gert, að þessi hátíðahöld standi fram á kvöld, og að dansað verði eftir það til mið- nættis. Hátíðahöldunum verður út- varpað, og auk þess verða tekn- ar hljómplötur af öllu, er máli skiptir. Daginn eflir. 18. júní verða hátíðahöld í Reykjavík, sem hefjast kl. 1.30 með skrúðgöngu frá Háskól- anum og fram hjá Aljiingishús- inu. Þar niun forseti standa á svölum og taka kveðju mann- fjöldans. Þetta verður aðalat- riði hátíð'arinnar í Reykjavík. tJti um land verða hátiðir haldnar að tilhlutun sýslu- nefnda og bæjarstjórna, og er búizt við að hátíðahöld verði á flestum stöðum landsins. Samgöngur. Með Jiví að taka alla leigu- bíla leigunámi, má búast við að hægt verði að flytja um 15000 manns austur í tveim ferðum að morgni 17. júní! Ekið verð- ur í hring, Jiannig, að eystri leiðin um Grimsnes verður farin til bæjarins aftur. En há- tíðarnefndin vill ekki hvetja fqlk utan af landi til að sækja skemmtuhina, vegna þess hve erfitt verður að greiða fyrir fólki á staðnum. Til dæmis verður ekki liægt að ábyrgjast gestum veitingar, og er ætlazt til að fólk hafi mecj sér nesti. 1 Flugvélar bandamanna Ítalíu fóru í 1800 flugferðh gær. Ráðizt var á Livorn Palma, Spezia o. fl. borgir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.