Vísir - 16.05.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar | Blaðameno Stmii Auglýsingar ' 1660 Gjaldkerl Afgreiðsia 5 linur Tito vill geta vopnað 600.000 manna her. Brezkur og amerískur blaða- maður hafa átt tal við Tito marskálk í Jugoslavíu. Þégar þeir spurðu hann, hvers hann þarfnaðist helzt, svaraði liann, að hann skörti skriðdreka, flugvélar og önnur vélahergögn handa 600,000 manna her, seni hann gœti þá slofnað. Hann kvað það mjög ósenni- legt, að Hitler mundi fara frá Balkanskaga, án þess að reyna að verja liann til hins ýtrasta og nú flytti Þjóðverjar sem óðast liðsauka til Jugoslaviu, með það fyrir augum, að fá her Titos til að berjast á sem flesl- um stöðvum, til þess að liann eyddi hirgðum sínum og stæði að lokum uppi slyppur og snauður. Þegar blaðamennirnir spurðu, hvort hjálp bandamanna væri fullnægjandi, svaraði Tito, að því færi mjög fjærri. Ilergagna- sendingarnar eru eins og dropi i liafið. Hinsvegar hafa handa- menn létt mjög á her Jugoslava með því að flytja hergögnin hvert sem þeir vilja og losa þá þannig við erfiða flutninga, sem annað hvort verður að framkvæma með handafli eða uxum. - Met í Atlantshafsflugi Moskitovél, sem var smíðuð í Kanada, hefir sett met í flugi yfir Atlantshafið. Flugvélin flaug frá Labrador ! til Bretlands á 6 klst og 40 mín., | en það er tveim klst. og tíu mín. | skemmri tími en þessi leið — ! 3500 km. — hafði verið flogin áður. Flugið frá strönd til strandar tók 5 klst. og 40 mín. ÞJóðvcrJa vantar hcrmcnn. Göbbels hefir fordæmt alla þá, sem vopnfærir eru, en skjóta ; sér undan hcrþjónustu. | Það er í síðustii grein sinni i i timaritinu „Das Reich“, sem | Göbhels gerir þetta. Hann talar um það, að Þjóðverjar þarfnist fleiri hermanna, til að senda til : vígvallanna og.hver maður sé | svikari, sem fari ekki ef hann geli með nokkuru móti borið vopn til varnar föðurlandinu. Loftsókn í Kyrrahafí. Bandamenn halda uppi loft- árásum á Japana hingað og þangað um Kyrrahaf. Iiarðar árásir eru gerðar á flestar stöðvar Japana á Nýjú- Guineu og eyjum með strönd- um fram. Árásir hafa einnig verið gerðar á Truk um síðustu lielgi, sömuleiðis Ponape og síðustu stöðvar Japana á Mars- hall-eyjúm. Loks hafa flota- flugvélar ráðizt á Paramusliiru á N.-Kyyrahafi. Nafnbreyting frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar, Þjóðfrelsisnefndin franska hefir enn skipt um nafn. Á fundi, sem fulllrúasam- koma frjálsra Frakka hélt i Alsir á sunnudag, var samþykkt, að nefndin skyldi framvegis heita „bráðabirgðastjórn franska lýðveldisins". Þegar nafnbreytingin hafði farið fram var samþykkt traustyfirlýsing til de Gaulle og hráðabirgða- stjórnar lians. Vegna kuldanna, sem nú eru á Brellandseyjum, hefir stjórn- in leyft aftur upphitun húsa. Sjö bryndeildir Þjóðverja viðbúnar í Vestur-Evrópu Talid líklcgt, að bancianienii bclii fyrst fallfalifahcr. Þjóðverjar eru taldir hafa sjö bryndeildir í Vestur-Evrópu til að taka á móti innrásinni. Jafnframt er unnið að því jafnt og þélt að flytja þangað æ meira af skriðdrekabyssum og öðrum varnartækjum gegn þungum hervélum banda- manna. Meðal bryndeildanna er sú, sem kennd er við Hitler og er skipuð einvalaliði. Bandamenn telja, að Þjóð- verjar ætli að reyna að koma ár sinni svo fyrir borð, að um hreyfingarstríð verði að ræða á vesturvígstöðvunum. Verða bryndeildirnar þá hafðar all- langt inni í landi, en ekki lengra en svo, að þær verði komnar í orustu dægri eftir að skipun er gefin. Með því móti vonast yfir- herstjórnin til að geta hrundið bandamönnum í sjóinn með þungu áhlaupi, áður en þeim hefir gefizt tími til að koma nægjanlega miklu af skriðdrek- um og öðrum þungum hergögn- um á land. Meðal bandamanna og hlut- lausra er það all-útbreidd skoð- un, að bandamenn muni ef til vill ekki beita sér af alefli gegn strandvirkjunum fyrri en þeir hafi sett ógrynni liðs' á land úr flugvélum og það hafi komið j sér fyrir, svo að hægt verði að í ráðast á virkin úr tveim áttum ^ í einu. Flugvélar bandamanna ‘ hafa áður í stríðinu flutt stórar fallbyssur, ósamsettar, langar leiðir og verið getur, að það verði einnig gert nú. I , Foringjar innrásar- varnanna skipaðir. Skandinaviska fréttastofan birtir þá fregn frá Berlín, að Hitler hafi skipað æðstu for- ingja innrásarvarnanna. Von Rundstedt þefir verið skipaður æðsli maður, en hann hefir verið yfirforingi í Frakklandi um langt slceið. Þella vekur nokkra furðu, því að menn töldu, að Rommel mundi verða settur yf- ir varnirnar. Þóttu eftirlitsferð- ir hans benda til þess. Rommel stjórnar her undir yfirstjórn Rundstedts. Yfirmað- ur flugliersins verður von Sperrle, en yfirmaður þýzka flotans verður Krancke flola- foringi. Meðal annara foringja eru Blaskowitz og von Sehewep- penburg, háðir skriðdrekafor- ingjar. Sókn bandamann á hefir gengið vonum Loftsóknin frá Bretlandi hafin á ný. Loftsóknin hófst aftur í gær, en var þó ekki á eins stóran ' mælikvarða og oft áður. • Dagurinn hófst á þvi, að flug- virki og Liherator-vélar fóru í árásir á hernaðarstöðvar í Pas de Calais. Næst fóru Marauder og Ilavoe-vélar i árásir á sömu ! slóðir og flugvöll einn, sem er ; um 40 km. fyrir norðan París. Loks fóru Thunderholt-orustu- vélar, sem voru búnar sprengj- um, i árásir inn yfir Frakldand. Engin þýzk orustuvél sást allan daginn og fórst aðeins ein flugvél bandamanna, orustuvél. I nótt var ráðizl á Ludwigs- haven o. fl. borgir i Þýzkalandi og Frakklandi. Sex þýzkar flugvélar voru skotnar niður yfir Englandi í nótt. Aðeins loitárásir í Rússlandi. Síðan um helgi hafa Rússar hafið loftsókn gegn ýmsum ! helztu flutningamiðstöðvum Þjóðverja. Aðfaranótt mánudags var ráð- izt á Narva, Polotsk og Brest Litovsk, en í fyrrinótt var róð- izl á Rava Ruska og aðrar járn- brautastöð í grennd við Lwow og Dvinsk norður i Latviu. Segja Rússar, að miklir flutn- ingar liafi verið stöðvaðir um þessar borgir. Bandamenn beðnir að fara varlega í loffárásum, Fjórir franskir biskupar hafa heitið á bandamenn að sýna meiri gætni í loftárásum á franskar borgir. Vichy-útvarpið hefir útvarp- að ávarpi fró biskupunum í Lillc, Lyons, Paris og Cambrai, til kirkjustjórna kaþólskra í enskumælandi löndum, um að beita áhrifum sínum, til þess að komizt verði hjá þjáningum óbreyttra borgara, þegar árásir eru gcrðar. Brezka útvarpið svarar með því að minna á aðvörun, sem út- varpað var þaðan í síðasta mán- uði. Þá var fólk hvatt til að flytja frá hervægilegum stöð- um, því að loftárásir mundu hertar að mun þá á næstunni. Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins: Frambcíð Vz á móti eftirspum. Ráðningaskrifstofu landbún- aðarins liafa nú alls borizt um 150 beiðnir frá 119 vinnuveit- endum. Á sama tíma eru eklci skráðir nema 48 manns, sem vilja vinna sveitavinnu og er mikið af því unglingar. Um 20 manns hafa verið fastráðnir. Karlakórinn Vísir 20 ára: Kóriim væntaaleg- ni til Reykjavíknr á næstunni. Ivarlakórinn Vísir á Siglufirði hélt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt á laugardaginn. Afmælisins var minnzt með samsæti að Hótel Hvanneyri, er hátt á annað hundrað manns sátu. -Karlakórinn Vísir var stofn- aðúr 22. janúar 1924, af átta Siglfirðingum. Höfðu þeir hyrj- að að æfa söngflokk fyrir skemmtun, sem átti að halda þar í bænum. Eftir að hafa sungið saman nokkrum sinnum fengu þeir mikinn áhuga fyrir að æfa sérstakan kór, enda kom i ljós, að nægir söngkraftar voru fyrir hendi á Siglufirði. — Fyrsti söngstjóri kórsins var Halldór Hávarðarson l'rá Bol- ungavík. Hann andaðist þó sama árið og kórinn var stofn- aður. Þá tók við söngstjórn Tryggvi Kristinsson barnakenn- ari og stjórnaði hann kórnum í 4 ár. Þá tólc Þormóður Eyj- ólfsson við söngstjórninni og hefir hann verið söngstjóri æ síðan, eða í 15 ár. Kórinn hefir farið í 20 söng- ferðir út um land á jjessum 20 árum og auk þess sungið fjölda mörgum sinnum í Siglufjarðar- bæ. Kórinn hefir þó aldrei farið til Austurlands, en hingað til Reykjavíkur hefir hann komið tvisvar. I annað skiptið 1930 og aftur 1934. 1932 söng kórinn á hljómplötur. Kórinn hefir oft haft góðum einsöngvurum á að skipa. Fyrsti einsöngvari kórs- ins var Sigurður Birkis söng- málastjóri, en síðan hafa alltaf þekktir söngmenn verið mgð kórnum. Nú eru aðeins J>rír af stofnendum kórsins meðlimir hans, j>eir Egill Stefánsson, kaupm., sem verið hefir formað- ur kórsins í 15 ár, Jósef Blön- dal og Gunnlaugur Sigurðsson. Þessir menn voru allir kjörnir heiðursfélagar kórsins á afmæl- inu. Dagskrá Ríkisútvarpsins var að nokkru helguð afmæli kórs- ins á laugardagskvöldið. For- maður Sambands íslenzkra karlakóra, Ágúst Bjarnason, flutti ávarp og tilkynnti að Þor- móður Eyjólfsson söngstjóri hefði verið kjörinn heiðursmeð- limur sambandsins. Karlakór Reykjavíkur söng þá og nokukr lög. Vísir hefir í hyggju að fara í söngför hingað suður á næst- unni. Ætla að kaupa kúlu- legurnar fyrir nefinu á Þjóðverjum. Bandaríkin ætla að kaupa upp allar sænskar kúlulegur fyrir Þjóðverjum. Það hefir verið látið uppi í Washington, að sendimaður sá, sem sendur liefir verið til Stokkhólmi, Stanton Griffis, liafi haft leyfi til að verja allt að þrjátíu milljónum dollara í Skákeinvígið: 1:1 eftir 2 skákir 2. skák í einvígi Árna Snæ- varr og Ásmundar Ásgeirssonar var tefld í gærkveldi í Thor- valdsensstræti 2. Áhorfendur voru allmargir. Áriíi hafði hvílt og hafði rýmra tafl i byrjuninni, sem var Sikileyjarvörn. Fór Árni jiá of geyst á stað í sókn sinni, svo að hann gaf Ásmundi færi á að veikja peðstöðu sina (Árna) mjög mikið, og fékk Ásmundur yfirburðaslöðu og yann Ásmundur þrátt fyrir vasklega vörn Árna. — Þriðja skák einvígisins (af 6) verður tefld á fimmtudagskvöld á sama stað. Bílstjórar hvattir til að sýna þegnskap á þjóðhátíðinni. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill liélt fund i gærkveldi, Jiar sem m. a. var rætt um vandkvæði þau, sem nú steðja að atvinnu- bifreiðastjórum vegna lijól- barðaleysis. ðTar gefin skýrsla um það mál á fundinum og bent á að mjög litlar birgðar væru nú til í land- inu af hjólbörðum. Þá voru hifreiðastjórar hvatt- ir til að sýna lipurð og jiegn- skap í sambandi við bifreiða- aksturinn á þjóðhátíðina á Þingvöll í sumar. Suðuxnesjamenn safna 1200 kr. til Slysavarnafélagsins. Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík liélt aðalfund og Ibkadagsfagnað i Oddfellowhús- inu 11. mai 1944. I lýðveldismálinu var gerð í einu hljóði svolátandi ályktun: I Aðalfundur Félags Suður- nesjamanna í Reykjavík, hald- inn í Oddfellowhúsinu 11. maí 1944 lýsir eindregnu fylgi sínu við sjálfstæðismál þjóðarinnar og hvetur alla félagsmenn sína, svo og alla landsmenn að greiða atkvæði með sambandsslitum við Danmörku og stofnun lýð- veldis á Islandi, svo sem fyrir- hugað er. Á aðalfundinum safnaðist kr. 1200,00 til Slysavarnafélags Is- lands, til minningar um loka- daginn. Lokadagsins var minnzt af Trvggva Ófeigssyni, með snjallri ræðu. Fleiri tóku til máls auk lians í minningu dags- ins. Formaður félagsins er Egill Hallgrímsson. Svíþjóð, til að kaupa alla kúlu- leguframleiðslu SKF, til þess að hún komist ckki 1 hendur Þjóð- verjum. Ekki er vitað enn, hvern ár- angur för Griffis kann að bera að þessu leyti. Italíu betur. Brezkar, amerísk- ar ogfranskar her- sveitir bæta allar 'aðstöðu sína. 3000 þýzkir fangar teknir. JJ ersveitir bandamanna sóttu fram á öllum hlutum sóknarsvæðisins á Ítalíu í gær, þótt þeir sé ekki enn búnir að brjótast í gegn- um Gustavlínuna. Brezkar og indverskar her- sveitir úr áttunda hernum liafa tekið enn fleiri stöðvar í Liri- dalnum og brúarstæðið vfir Ra- pido-ána nær nú rúmlega 3 kilómetra vestur fyrir hana, jiar sem Bretar hafa hrotizt lengst. Frakkar, sem eru ,í 5, hern,- um, hafa einnig bætt aðstöðu sína til mikilla muna og eru enn komnir lengst inn í Gústav- línuna. Þeir hafa lekið nokkur þorp í viðbót við þáu, sem þeir höfðu áður á valdi sínu. Loks hafa ameriskar her- sveitir fimmta hersins unnið talsvert á. Hafa þær tekið þorp eitt, sem Sogna heitir. Það er fyrir vestan Orsogna-veginn, en Orsogna-þorp er á valdi Banda- ríkjamanna. Amerísk herskip hafa enn látið til sín taka. Hafa þau skot- ið á flutningaleiðir Þjóðverja uppi í landi frá Gaeta og For- mia. Bandamenn liafa tekið um 3000 fanga, síðan á föstudags- kveld. Síðustu herferð- irnar hafnar. Weyson liershöfðingi, sem er ráðunautur hrezka útvarpsins i liernaðarmálum, hefir látið svo um mælt, að með sókninni sé hafnar liernaðaraðgerðir ársins 1944, sem eiga að verða hinar síðustu i stríðinu. Það eru bandainenn, sem ráða áætlununum og munu framkvæma atriði þeirra eftir J)ví, sem þeim Jrykir ástæða til hverju sinni. Þjóðverjar segja, að úrslitin muni verða í vestri, en það er eigi vist. Árið 1918 var j)að Búlgaría sem bilaði og þar með hófst hrun veldis Þjóð- verja, en nú geta veilur komið í ljós á enn fleiri stöðum i einu. Von Papen mótmælir við Tyrki. Von Papen hefir mótmælt við tyrknesku stjórnina, að hún hefir bannað krómsölu til Þýzkalands, Benti von Papen á J)að, að Þjóðvcrjar hefði þegar afhent svo mikið af allskonar hergögn- um, að j)eir ætti talsvert króm inni hjá Tyrkjum. I Ankara er gert ráð fyrir J)ví, að Tyrkir reyni að komast hjá J)ví, að af- henda meira króm, með J)vi að auka afhendingar sínar á öðr- um nauðsynjum, sem þeir selja Þjóðverjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.