Vísir - 17.05.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1944, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. 17. maí. ^IÐ íslendingar höfum á- vallt borið hlýjan hug til norsku þjóðarinnar, enda hafa örlög þessara tveggja þjóða verið nátengd frá upphafi vega. Er hér ekki miðað við það eilt, að við íslendingar er- um norskir að uppruna, lield- ur öllu frekar hitt, að saga landanna hefir verið að öðru leyti samtvinnuð og báðar hafa þjóðirnar átt sameiginlegt blómaskeið og hnignunar. í dag halda Norðmenn hátíð að vísu með óvenjulegum hætti, en há- tið samt, sem fagnað er af inni- leik og samhug af þjóðinni allri. Norðmenn minnast sjálf- stæðis síns, og þótt land þeirra sé nú í hers höndum, skiptir það ekki máli, enda hefir norska þjóðin aldrei sýnt bet- ur en nú, hve sjálfstæð hun er í anda og athöfnum, en 1 mót- lætinu skal manninn reyna. Það er vandalaust að lifa líf- inu þegar allt leikur í lyndi, en erfiðleikarnir sýna fyrst hvað í einstaklingnum býr og þjóð- unum, sem einstaklingarnir mynda. Noregur er hernumið land af þýzkum Iier. Það er ekkí i fyrsta sinni. Sagarl enuurtek- ur sig. Norska þjóðin hefir áð- ur staðizt árásir af hálfu Þjóð- verja, — að vísu ekki sainbæri- legar við þessa á ytra borðinu, en þó í eðli sínu eins, og Norð- menn hafa sýnt, að allar slík- ar árásir liafa þeir staðizt, og komið raunar heilsteyptari og öruggari af hólminum. Þótt dimmt sé yfir Noregi þessa stundina, skín sólin ofar skýj- unum og hún mun eyða þeim og njóta sin í allri sinni dýrð. Frelsið bíður norsku þjóðar- innar, enda berst hún fyrir því einhuga og óskipt. Hver skyldi eiga frelsi skilið frekar en þeir, sem fórna því öllu. Við íslendingar ölum inni- lega samúð í brjósti með Norð- mönnum og árnum þeim allra heilla í baráttu þeirra. Svo ná- tengdar eru þjóðirnar, að veg- ið er í einn og sama knérunn, þegar önnur er órétti beitt. Sennilega vildi hver einasti ís- léndingur leggja fram krafta sina í sjálfstæðisbaráttu Norð- manna, ef nauðsyn krefði og myndu þá verkin vifna um hugarþelið. Til þess er ekki ætlazt, og því vottum við norsku þjóðinni samúð með orðunum einum. Konungur, ríkisarfi og hin löglega stjórn Noregs dvelur nú utan lieimalandsins og stjórna baráttu norsku þjóð- arinnar fyrir sjálfstæði sínu og frelsi. í f jögur ár hefir svo orð- ið að vera, en sú stund nálg- ast, er Noregur fær frelsi sitt aftur. Er það ósk allra Islend- inga, að Norðmenn megi fagna þessum degi framvegis í frjálsu heimalandi sínu. Þá verður annar blær yfir hátíðahöldun- um, en liann verður ekki sann- ari né innilegri en nú. Sjálf- stæði Norðmanna hefir aldrei sannast betur en einmitt nú, þegar til alls er að vinna. Þá er engin fórn of mikil, en marg- ar hafa þær færðar verið. Hetjusaga Norðmanna er skráð með athöfnum á degi hverjum. Ferðafélag: ísland§ Fleiri ferðalög í sumar en nokkru sinni áður. 12 snmarleyfisferðir og: 30 helgrarferðir. SUMARLEYFISFERÐUM Ferðafélags Islands verður fjölgað um þriðjung í suinar frá því í fyrrasumar, bæði vegna orlofs- laganna nýju og svo líka vegna þess, að áhugi fólks fyrir ferða- lögum fer með ári hverju mjög í vöxt. Alls verða orlofs- og sumarleyfisferðirnar 12 i sumar, í stað 8 í fyrra, en helgarferðar verða um 30 talsins. Þessa dagana er verið að flestar helgar verða tvær ferðir ganga frá áætlun Ferðafélags- ins um ferðir í sumar, en liún verður ekki tilbúin til útsend- ingar fyrr en um næstkomandi mánaðamót. Fyrsta orjofs- eða sumarleyf- isferðin í sumar verður norður að Mývatni, Detlifossi og As- byrgi og hefst 1. júlí n.k. Það er átta daga ferð. Seinna verður önnur ferð farin á söniu slóðir. Tvær ferðir eru ráðnar vest- ur í Barðastrandarsýslu, önnur í júlímánuði, en hin i ágúst. Það eru 7 daga ferðir hvor i'yrir sig. Um miðjan júlímánuð er ráð- gerð óbyggðafcrð úr Þjórsárdal í Arnarfell hið mikla og Kerling- ai'fjöll og ráðgert að hún standi yfir í 8 daga. önnur óbyggða- ferð er ákveðin síðast í júlí um Kjöl og verður ferðazt á milli skálanna jiar. Það verður 7 daga ferð. Þá eru tvær ferðir ákveðnar austur í öræfi, báðar í síðari hluta júlímánaðar, en þannig að þær verði farnar hvor á eftir annari. Það eru 10 daga ferðir og verður þannig fyrir komið, að dvalið verður austur í öræf- r ■* tim í 5 íiága, m. a. í þeim til- gangi, að komast á Öræfajökul. Ákveðið hefir verið að fara með Ferðafélagi Akureyrar á Herðubreið og öskju, ennfrem- ur verður farið tvisvar austur á Síðu í byrjun ágústmánaðar. Þær ferðir standa yfir í 4 daga farnar, önnur styttri, hin lengri. Meðal annars má geta þess, að þrisvar í sumar verður farið austur að Gullfossi og Geysi og í öll skijitin leggur | Ferðafélagið til sápu í Geysi. I Ferðafélagið fór sína fyrstu i ferð á sunnudaginn var á Heng- j il. Þátttakendur voru nær 50. Næsta ferð verður á morgun (uppstigningardag) á Reykja- J nes, en n. k. sunnudag verður ekki efnt til ferðar vegna lýð- veldiskosninganna, sem þá fara í hönd. Hinsvegar verður farið um hvítasunnuna á Snæfellsnes, svo scm venja hefir verið til. io nneofooaai Nær 1000 manns í Náttúrulækningaíél. Félagar Náttúrulækningafé- lags íslands eru nú orðnir sam- tals nærri þúsund. Á síðasta fundi félagsins gengu inn 120 nýir félagar. Fundurinn samjjykkti áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún beitti sér fyrir innflutningi heilnæmari korntegunda. Þeir Jónas Kristjónsson og Björn L. Jónsson fluttu fróðleg erindi á fundinum og |)að vaf cinnig upplýst, að aðsókn væri svo mikil að matstofu félagsins, að hún mundi að líkindum ekki geta selt utanfélagsfólki fæði og lausar máltíðir að likindum ekki helur, a. m. k. ekki fyrst í stað. Kaupið blóm og blöð á mopgun. Sumarstarf Mæðrastyrks- nefndarinnar fer nú að hefjast og hún heitir á alla góða menn til stuðnings. Mæðradagurinn er á morg- un — og eins og venjulega verða hlóm seld til ágóða fyrir sumardvalarheimili nel'ndarinn- ar þann dag. Það fé, sem menn láta af hendi rakna til blóma- kaupa J)á um daginn, rennur til góðs málefnis. Árið 1936 var sumarstarfið hafið, en ])á tók nefndin á leigu skólahúsið í Hveragerði fyrir börn og mæður Jieirra. Fyrsta sumarið voru þar um 60 konur og börn, en næsta sumarið næst- um helmingi fleiri, því að þá var einnig búið í tjöldum. Sumarstarfið er nú orðið tvennskonar. Annarsvegar barnaheimili, sem verið hefir og verður að líkindum enn í sum- ar að Reykholti í Borgarfirði. Hinsvegar er hvíldarheimili fyr- ir mæður að Laugarvatni. Búa mæðurnar ])ar viku í senn og fá algera hvíld frá erfiði og vafstri dagsins. Nú er cnn kominn sá tími, að safna á fé til að halda þessu á- gæta starfi áfram. Hver og einn getur hjálpað, með því að kaupa blóm nefndarinnar, sem seld verða á götum bæjarins, kaupa blað nefndarinnar eða senda mæðrum sínum blóm úr blóma,- verziunum, því að nefndín fæi* ágóðahluta af blómasölu þeirra um daginn. I fyrra söfnuðust kr. 30,000, og rúmlega það, á mæðradag- inn. Tekjurnar mega ekki verða minni nú og verða ekki, ef vilji Reykvíkinga er fyrir hendi. hvor. Loks verður í byrjun ágúst- mánaðar farið í 7—8 daga ferð um Snæfellsnes. Helgarferðar verða um 30 talsins. Er þar um að ræða ým- ist eins dags ,tveggja daga eða hálfs þriðja dags ferðir. Um Skátar læra að stjórna umferð. Undanfarið hefir lögreglan í bænum verið að kenna skátum að stjórna umferð á götunum. Er í ráði að þeir aðstoði við stjórn umferðar ó þjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní, en auk þess mun verða lögð áherzla á það hér eftir, að kenna æsku- lýð bæjarins umferðarmenn- ingu og jafnvel að stjórna um- ferð við sum tækifæri.. Skátarnir hafa staðið sig á- gætlega við nám sitt í þessum efnum og eru líkur til að þeir geti veitt piikilsverða aðstoð síðar meir við að kenna skóla- börnum og öðrum unglingum undirstöðuatriði umferðarregln- anna með aðstoð lögreglunnar, en í ráði mun vera að hefja kennslu fyrir skólabörn í þeim efnum á komandi hausti. Baráttunni eins og hún er, verður ekki lýst fyr en að lok- inni styrjöldinni, en þá mun heimurinn eignást fagurt for- dæmi og gera sér það betur Ijóst, en kostur er á þessa stundina. í friði hafa Norð- menn unnið afrek og i ófriði einnig. Til þess er nú barist, að þjóðin fái að njóta friðar og frelsis. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Heill og hamingja fylgi norsku þjóðinni um ókomin ár. Q (------ Scrutator: G v. 'QjoudAbi aJbnjwvúyuys Miss Kathryn Overstreet, sem hér dvaldi um nokkurra mánaÖa skeið á vegum Rauða kross Banda- ríkjanna, og þráfaldlega skemmti með ppíanóleik sínurn, sem vakti mikla aðdáun, er nú komin til Bandarikjanna. Hefir hlaðið „The j Minnesota Daily“ leitað fregna hjá henni af förinni, og kemst hún m. j a. svo að orði: „Skortur á sam- ■ kvæmislífi, slæmar samgöngur og i hryllilegt veðurfar eru þrennar or- sakir þess, að ekki er æskilegt að húa á íslandi. Það rignir næstum alltaf eða er dumhungsveður. Á sumrin eru bjart allan sólarhring- inn, en sólin skín þar ef til vill fimmta hvern dag. Eina skemmt- analífs, sem hermennirnir njóta, er stofnað til af ameríska Rauða kross- inum.“ Þá segir ungfrúin að mestir erfiðleikar'séu á því að stofna til ] dansleikja og fá þangað íslenzkar j stúlkur. Islenzka þjóðin er mjög mikil með sig og óháð í lífsskoð- unum og er því litið um innrás er- lends setuliðs. Foreldrar ungu meyj- anna vilja ekki leyfa dætrunum að umgangast hermenn. Um 150 stúlk- ur sækja nú dansleikina, en það svarar til að áttundi hver maður hafi „dömu“. „Allir þeir hermenn, sem eg hefi talað við, viija komast heim,“ segir ungfrú Overstreet. „Hermennirnir hafa fengið litið af áfengum drykkjum, frá því er þeir koniu til Islands, sökum þess að Bandaríkjastjórn skammtar þeim hirgðirnar, og áfengi er einvörð- ungu selt íslendingum." Miss Over- street lætur að öðru leyti vel af dvöl sinni á íslandi, en kveðst ó- gjarnan vilja fara þangað aftur. Benjamín Eiríksson, sem ’margir kannast við hér í bænum, og nú les hagfræði við háskóla í Bandaríkj- unum, gerir í sama blaði athuga- semd við frásögn Miss Overstreet, og telur hana helzt til hvassa. Bend- ir hann á, að þótt samgöngur séu ófullnægjandi á Islandi nú, stafi það fyrst og fremst af fjölguninni í landinu við komu herliðsins og aukinni samgangnaþörf, en telur að ■ framfarir á Islandi hafi orðið meiri 1 síðustu 40 árin, en hjá nokkurri ann- | ari þjóð, sem hann þekki til. Þá telur hann að félagsstarfsemi hér á landi standi sambæirlegri starf- semi á Norðlöndum fyllilega á sporði, þótt hún fullnægi ekki þörf- um eða óskum hermannanna. Af hernáminu hafi leitt margskyns vandamál, og sum stafi beinlínis af fjölda herliðsins í hlutfalli við fjölda þjóðarinnar. „ísland er land andstæðnanna," segir Benjamín. ! „Ymsum borgarbúum geðjast ef' til ] vill ekki að því, en amerískir sveita- menn, sem komizt hafa í kynni við ; náttúruna sjálfa í þessu víðáttu- ! mikla landið hljóta að skilja sterk- ar og hreinar raddir hennar á ís- landi." —o— Miss Overstreet hefir réttilega vakið athygli á erfiðu veðurfari, tregum samgöngum og einhæfu skemmtanalífi hér á landi. Veður- farið ráðum við ekki við, en verð- um að taka því á þann hátt, sem bezt býðst, samgöngur standa til bóta og skemmtanalíf á fyrir sér að dafna innanlands. Þar eigum við að sækja fyrirmyndir til sam- bærilegra kaupstaða á Norðurlönd- um, enda má telja vafalaust, að hér hafi minna verið gert fyrir almenn- ing að því er fjölbreyttni skemmt- ana snertir en víðast annarsstaðar. Stafar ])etta að nokkru af veður- farinu, sem er óstöðugt, og veldur erfiðleikum á útiskemmtunum ýms- um, sem erlendis tíðkast, en þá er að bæta sér þetta upp með auknum inni skemmtunum eða á annan framkvæmanlegan hátt. Reykjavík er orðin það fjölmennur bær, að vel ætti að vera unnt að halda hér uppi auknu skemmtanalífi frá því, sem verið hefir síðustu 15 árin, eða frá því er Hótel Borg var reist. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, en heilbrigð skemmtun eyk- ur á lífsgleði hans og afköst við alvarlega störf, hvers eðlis sem þau annars kunna að vera. Nýtt tímarit hefur göngu sína í haust. Ir VÆNDUM er útgáfa á nýju tímariti, sem mun hefja göngu sína í haust. Er ákveðið að það verði því sem næst í Helga- fells-broti, með 200 bls. lesmáli á ári, og er ákveðið að það kosti 32 krónur árgangurinn. Þessu nýja tímariti er ætlað að fylla autt rúm í tímaritsbók- menntum okkar, en það er í fyrsta lagi að birta heimsvið- j burðasöguna í samþjöppuðu ! formi, í öðru lagi verður þetta ! saga kirkjunnar frá ujjphafi, í þriðja lagi þáttur íslenzku kon- ] unnar gegnum aldirnar og loks j greinar þjóðlegs efnis. Otgefandi og ritstjóri tíma- 1 ritsins verður Ólafur B. Björns- j son kaupmaður og fram- J kvæmdarstjóri á Alcranesi og verður tímaritið gefið lit í hinni nýju prentsmiðju Akurnesinga. Ólafur hefir skýrt Vísi frá því, að hann rnuni reyna að halda efninu innan þessara á- kveðnu talunarka og muni reyna að skipta rúminu sem jafiiast á milli þessara fjögurra höfuðþátta. Gera má ráð fyrir, er tímar líða fram, að þá þyki fólki nokkurs um vert að geta á auð- veldan hátt og í einu og sama riti haft aðgang að frásögn um alla höfuðatburði veraldarsög- unnar á hverjum tíma. Þetta Iiefir enn að mestu vantað í okkar bókmenntir, ef dagblöðin ! eru undanskilin, en þeim er sjaldan haldið saman, enda þung í vöfunum. Annar hlutinn verður lielg- aður kirkjunni og sýnt hver á- t hrif hún hefir haft á íslenzkt þjóðlíf og íslenzka menningu frá upphal'i og fram á okkar daga. I Þriðji kaflinn fjallar um þátt . konunnar í þjóðlífí ökkár, unl * starf hennar og áhrif, en því efni hafa yfirleitt verið gerð ; verri skil en íslenzka konan á skilið. Þessi kafli hefst á löng- um inngangskafla um konuna yfirleitt og þátt liennar í ver- j aldarsögunni. ■ Fjórða kaflanum er ætlað að flytja alls konar þjóðleg efni, j m. a. persónusögu og taka upp áþekkan bókmenntaþátt og þann, er féll niður með Óðni, er hann hætti að koma út. Ann- ars er þessum þætti ekki sett- ar neinar fastar skorður. Ólafur B. Björnsson hefir þegar leitað til og ráðið nokkra valinkunna menn til að ánnast stjórn hvers þáttar. Þó eru ekki allir fullráðnir ennþá. Vandað verður til ritsins eft- ir föngum, bæði að efni og frá- gangi og m. a. prýtt fjölda mynda. Blað og blóm MæÖrastyrksnefndarinnar verÖa seld hér í bænum á morgun, upp- stigningardag. Nefndin hefir beð-. iÖ blaÖið aÖ biÖja börn, sem ætla að selja blómin og blaðið, að koma um kl. 9 f. h. í Þingholtsstræti 18, Austurbæjarskólann, Laugarnes- skólann, Seltjarnarnesskólann, Mýr- arhúsaskólann eÖa ElliheimiliÖ. Silfurbrúðkaup. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag þau hjónin frú Margrét Víg- Iundsdóttir og Kristinn Halldórs- son, Hátún 17. í grein Böðvars Péturssonar um „Upp- eldisheimili í Öxney" • hafði slæðst spurningarmerki aftan í nafn grein- arinnar, en það átti þar ekki að vera. Stúlka óskast strax til að ganga um beina í Mötuneytinu Gimli. Ilátt kaup og herbergi. Uppl. hjá ráðskonunni. Ribs, sólber, víðir, georgíur og blóm til sölu eftir kl. 6 síðdegis á Fríkirkjuvegi 3 eftirleiðis nokkur kvöld. Bíll Fiat 4ra manna, í góðu standi, til sölu. Upplýsingar gefur JÓN ÞORSTEINSSON skósmiður. SIKA sementsþéttiefnið er komið. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. Gólff lísar ýmsir litir fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Sími 1280. Steypúhrærivél með rafmagnsmótor í 1. fl. standi til sölu. Upplýsingar í síma 2395 eftir kl. 7 í kvöld. Stúlka getur fengið atvinnu nú þeg- ar við vefnað. Þarf ekki að vera vön. Ákvæðisvinna. Hátt kaup. Bergstaðastræti 61. Piltnr 12—16 ára óskast á gott sveitaheimili til aðstoðar við veiðiskap í sumar. Upplýs- ingar í síma 3480 kl. 6—8 í dag. Til sölu: sumarbústaður í smíð- um við Elliðavatn. 50 ferm. gólfflötur, 3000 ferm. land. Mikið af efni getur fylgt. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. Sími 5630. CIL0REAL E R L A, Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.