Vísir - 31.05.1944, Síða 1

Vísir - 31.05.1944, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. Ritstjórar Blaðamenn Simii Augfýsingar I6Ó0 Gjaldkerl S linur Afgreiðsla ar. Reykjavík, miðvikudaginn 31. maí 1944. 119. tbl. Von er á allmiklu af land- búnaðarvélum frá U.S.A. Eftipspurnin ep mun meiri en innflutningurinn* Viðtal við Árna G. Eylands framkvæmastj. Innflutningur búvéla fór vaxandi öll árin fynr styrj- öldina og enn er síaukin eft- irspurn eftir hinum ýmsu teg- undum landbúnaðarvéla. Þessi 'árin er afar erfitt um innflutning búvéla meðal ann- ars vegna þess að flestar teg- undir þeirra heyra undir styrj- aldarframleiðslu. Vísir hefir snúið sér til Árna G. Eylands framkvæmdastjóra og innt hann eftir horfum með inn- flutning búvcla i ár á vegum S. í. S. Skýrði hann blaðinu svo frá: I Heyvinnuvélar. — í ár hefir verið reynt að fá eins mikið af allskonar bú- vélum og hægt hefir verið frá Bandaríkiunum til að fullnægja sívaxandi eftirspurn bænda. Er von á um 200 sláttuvélum, en fyrirliggjandi er 391 heiðni, af rákstrarvélum er von á 250, en beiðnirnar eru 455. Snúnings- vélar til heyþurrkunar af venju- legri gerð fást ekki frá Ameríku. Von er á 10 múgavélum en beiðnir eru 21. Af öðrum tækj- um 4il heyvinnu, svo sem ein- járnnngum, ljáhlöðum og ljá- hakkatein er nóg til. Varahlutir í eldri búvélar verða vonandi komnir í tæka tíð fyrir sláttinn í sumar. ! Jarðvinnzluverkfæri. Loforð hefir fengizt fyrir innflutningi 37 dráttarvéla. Reynt hefir verið að fá inn- fluttar beltadráttárvélar og voru hinar fyrstu pantaðar í júlí í fyrra. Enn er ekki fengið neitt 'oforð um innflutning þeirra enda heyra þær eindregið und- ir hergagnaframleiðslu. Nálega 100 beiðnir um dráttarvélar eru fyrirliggjandi. Hentugir hestplógar fást ekki frá Ameríku. Herfi og ýmsar tegundir garðyrkjuverkfæra eru til eftir þörfum. Þá er tals- vert væntanlegt af mjólkurskil- vindum. Allmikil vöntun er á ýmsum liandverkfærum, svo sem steypuskóflum, garðhrífum og stunguhvíslum. Þá vantar til- finnanlega varahluti í búvélar af sænskri og þýzkri gerð. Ef til vill flytja einhverjir aðrir aðilar en S.Í.S. þessar vörur inn en um þær birgðir eru mér ókunn- ugt. Sókn Japana. Sókn Japa'na í Hunan er talin hin mesta, sem þeir nokkru sinni hafa byrjað í þessu fylki. Byltingarsinnar í Ekvator hafa sett á laggirnar hernaðar- lega bráðabirgðastjórn. Hull utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við sendi- herra Bretlands, Rússlands og Kína í gær, og tjáði þeim að Bandaríkjastjórn væri reiðuhú- in til að hefja undirbnúingsvið- ræður um alþjóðleg öryggismál eftir styrjöldina. Miklar endurbætur á Þingvallaveginum og m m Öxarárbrú breikkuð. Von á möpgum stópvipkum vega- vinnuvélum til landsins. Vegagerð er hafin víðsvegar um land, að því er Geir G. Zoega vegamálastjóri hefir tjáð Vísi. Á bróargerðum er ekki byrjað enn sem komið er, nema á Tungufljótsbrú. Vegagerð- in á nú margar stórvirkar nýtízku vegavinnuvélar í pöntun, sem enn eru þó ókomnar til landsins. Sem stendur er mest unnið að viðgerðum á vegum, en einnig sumstaðar byrjað á nýhygging- um. Nú er m. a. unnið af kappi að endurbótum á Þingvallaveg- inum og verður reynt að hraða þeim svo að þeirh verði lokið fyrir hátíðahöldin 17. júní n. k. Sett verða ný handrið á brýrnar á leiðinni og verða þau með öðru sniði en áður, eða einskon- ar lág — skáhandrið, viðari að ofan og þvi síður hætt við á- rekstrum á brúnum. Öxarárbrú verður breikkuð, þannig að bíl- ar eiga að geta mætzt á henni og ennfremur verður gangveg- ur annarsvegar á henni. í sam- ræmi við brúarbreiddina er fyrirhugað að breikka veginn að henni, m. a. með þvi að sprengja allmikið af klöppum. Þá verða og ræsin breikkuð á þeim hluta Þingvallavegar, sem breikkaður var í fyrra. Hafin er vinna á nýbyggingu Krýsuvíkurvegar og Ölfusveg- ar samkvæmt þingsályktun. siðasta Alþíngis, þar sem heim- ilað er að verja til þessara vega 500 þús. kr. umfram fjárveit- ingu. Á meðan brúin yfir Tungu- fljót er í smíðum hefir verið komið fyrir sérstöku neti, sem Vegagerðin fékk hjá hernum, á vaði í ánni, sem annars var ó- fært vegna sandbleytu. Hefir net þetta reynst ágætlega og hafa bæði kjötflutninga- og áburðarflutningabílar farið þar yfir og gengið vel. Von er á mörgum stórvirkum vegavinnuvélum, sem munu Iétta mikið undir allri vega- vinnu og braða afköstuxn. Ávarp frá lands- nefnd lýðveldis- kosninganna. Landsnefnd lýðveldiskosn- inganna vill hér með færa öllum héraðsnefndum lýð- veldiskosninganna, svo og öðrum trúnaðar- og starfs- mönnum, beztu þakkir fyrir ágæta samvinnu og framúr- skarandi fyrirgreiðslu við lýðveldiskosningarnar. Landsnefnd lýðveldiskosning- anna. Þjóðverjar hefja stór- árásir fyrir norðan Jassy. Rússar skýrðu frá því í gær- kveldi, að Þjóðverjar hefðu gert miklar árásir í gær fyrir norðan Jazzy í Rúmeníu. Réðust þeir fram með miklu liði og skriðdrekum og tókst að reka lítinn fleyg inri í víglínu Rússa, en hiðu ógurlegt manntjón og hergagna. Rússar segjast hafa eyðilagt fyrir Þjóðverjum 50 skriðdreka. 36 þýzkar flugvélár voru skotnar niður. Talsmaður þýzku stjórnar- innar sagði í gærkveldi, að hundruð þýzkra steypiflugvéla hefðu í gær ráðist á stöðvar Rússa. Að svo stöddu verður ekki sagt hvort þessar árásir Þjóð- verja eru upphaf mikillar gagn- sóknar eða aðeins mikil tilraun til þess að ónýta sóknarviðbún- að Rússa, en hvað sem um það er, er með þessum árásum rof- ið sex vikna hlé, sem verið hef- ir á stórbardögum á austur- vígstöðvunum. Stutt og laggoti Kanadiskir tundurspillar hafa sökkt þýzkum kafbáti á Norður- Atlantshafi. Þrátt fyrir storm og sjógang var nokkrum kaf- bátsmönnum bjargað. Sir Samuel Hoare er á leið til Madrid í brezkri flugvél, hinni fyrstu, sem þangað kemur í yfir 4 ár. Curtin forsætisráðherra Ástra- líu er kominn til Kanada og á- varpar sambandsþingið í Ott- awa á morgun. Blamey hers- höfðingi, yfirmaður landhers Ástralíumanna, er með honum. Bandaríkjamenn hafa fram- Ieitt 171.000 flugvélar frá þvi Japanir réðust á Pearl Harbour. 1 Janúar 1940 nam flugvéla- framleiðslan 267, en í marz í ár 9000. 1 ár verða framleiddar 100.000 flugvélar, eða helmingi meira en Þjóðverjar og Japan- ar í sameiningu geta nú fram- leitt. I fyrsta skipti í Nýju Guineu styrjöldinni er nú barizt með skriðdrekum. Er það á Biac-ey. Bandaríkjamenn eyðilögðu 11 skriðdreka fyrir Japönum þar í gær. Winant sendiherra Banda- ríkjanna kom til London í gær. Hann hefir verið í Washington að undanförnu til viðræðna við stjórn sína. Bandamenn tókit 6 kæt á italíii í «r Dagárásirnar í gær: smiOjur ! fi I. Yfir 750 amerískar sprengju- flugvélar, varðar yfir 1200 or- ustuflugvélum, réðust í gær á þrjár flugvélaverksmiðjur og 6 flugvelli í Þýzkalandi og á stöðvar i Frakklandi og Belgíu, aðallega járnbrautarstöðvar. 1 Þýzkalandi var ráðist á verk- smiðjur og flugvelli við eftir- taldar borgir: Dessau, Oschers- leben, Halberstadt Munster, Osnabruck og Hamborg. Ráðist var á járnbrautarstöðvar við Briissel, höfuðborg Belgíu. Langflugs orustuflugvélar, sem voru flugvirkjunum, Li- beratorsprengjufliigvélunum til verndar, skutu niður 58 þýzkar flugvélar, en sprengjuflugvél- arnar 8. — Bandaríkjamenn misstu 11 sprengjuflugvélar og 9 orustuflugvélar. Flugvélar af ýmsum öðrum fferðum fóru til árása í gær á ýmsar stöðvar í Frakklandi og Belgíu, m. a. Typhoon-flugvélar úthúnar rakettu-fallbyssum. Hjúskapur. í dag verða e:efin saman í hjóna- band af sr. Garðari Svavarssyni ungfrú Erla Bech (Eiríks Bech framkv.stj.) og Haraldur Gunn- Iaugsson. — Verða þau gefin saman á heimili brúðurinnar, Viðivöllum við Sundlaugavesr, en heimili þeirra verður að Laufásveg io. fsilenzkar þjóðsömir, 3. hefti er nvkomið út af safni Einars Gðmundssonar. Safn þetta hefir þegar náð allmiklum vinsæld- um og hlotið mikla útbreiðslu. í hessu hefti eru milli 30 og 40 sög- ur, víðsvegar að. En lengst þáttur- inn mun vera um skiptapann við Vestmannaeyjar 16. maí 1901. Hf. Leiftur gefur safn þetta út. Leiðrétting'. 1 frásögn um ferðir Farfugla í Vísi í gær stó<5, að hópur Farfugla hefði dvalið í Valhöll um hvíta- sunnuna, en átti að vera í Valahóli. Stranmhvörf, 2. hefti II. árg., er nýkomið út. Efni: Heilindi (Gunnar Gunnars- son), Þióðarbúskapur á áætlunar- crundvelli (Klémenz Trvggvason), FramtiSarskipun landbúnaðarmála fTóhann frá Öxney), Hlutskipti í Stórútverð (Lúðvik Kfistjánsson), Frá Einari Andréssvni í Bólu (Gunnfríður Jónsdóttir) o. m. fl. Rómaborg á valdi bandamanna eftir nokkra daga. Bandamenn tóku alls 6 bæi á Ítalíu í gær í námunda viS seinustu varnarlínu Þjóðverja fyrir sunnan Rómaborg, þar sem nú er augljóst orðið, aS ÞjóSverjar ætla aS verjast þar til yfir lýkur. YfirráS ÞjóSverja í Frosinone og Sora eru í mjög aukinni hættu vegna sóknar áttunda hersins. Franskar hersveitir hafa tekiS bæ, sem er 8 km. frá Frosinone. — Hersveitirnar vest- ast á víglínunni, sem tóku Ardea, hafa tekiS annan smábæ aS auki, og eru nú 23 km. fyrir sunnan Rómaborg. Bandamenn hafa tekiS þorp suSaustur af Lanuvia. Ný- sjálendingar eru 3 km. frá Sora. 2400 flugvélar bandamanna gerSu árásir í gær, og misstu bandamenn aSeins 8, en af 30 þýzkum flugvélum, sem sáust yfir vígstöSvunum, voru 15 skotnar niSur. Lundúnablöðin í gær birtu þá fregn undir stórum fyrirsögn- um, að Mark Clark, yfrrmaður fimmta hersins á Itak'u, hefði komizt svo að orði, að áður en margir dagar væru liðnir, ytði Rómaborg á va’di bandamanna. I ú tvarpsf yrirles t n, sem fluU- ur var í London í gærkveldi, var á það minnst, að þótt blöð- in hefðu „slegið upp“ þessari fregn, ættu menn að muna, að höfuðverkefni herja banda- manna væri að sigra heri Kessel- rings, og eins og nú væri komið miðaði hann vafalaust að því framar en að halda Rómaborg, að bjarga því sem bjargað yrði af 10. hernum þýzka og þeim 14., en þegar svo er komið, að þremur herfylkjum úr þessum herjum liefir verið að kalla ger- eytt, en önnur hafa goldið mikið afhroð í bardögum að undan- förnu. Sumir, sem um hermál skrifa í þrezk blöð, líta svo á, að þótt Kesselring kunni að koma talsverðum hluta þess liðs, sem eftir er, undan norður á bóginn, muni mega telja víst, að Kesselring geti ekki komist hjá ægilegu hergagnatapi. I einni fregn var sagt, að Þjóð- verjar hefðu enn 100.000 manna lið í Liridalnum. Hermálasérfræðinglun her saman um, að Þjóðverjar geti ekki liaft veruleg not af þjóð- vegi nr. 6 úr þessu, þar sem bandamenn hafa aðstöðu til að halda uppi skothríð á hann og noti þá aðstöðu til hins itrasta. Bardagar voru í gær harðastir þar sem fimmti herinn sækir fram. Árásir eru hafnar á stöðv- ar Þjóðverja 25 ldlómetra fyrir Hitler setur Búlgörum úrslitakosti. Fregnir hafa borizt um að Filov, fyrrverandi ráðherra, sem á sæti í ráði því, sem nú fer með æðstu völd í Búlgaríu, hafi farið á fund Hitlers. Ræddust þeir við í Berchtesgaden. Þar setti Hitler að sögn úrslitakosti, sem eru á þessa leið: Búlgarska stjórnin geri þegar í stað ráðstafanir til þess að allir skæruflokkar verði upprættir og allri mótspyrnu gegn Þjóðverj- um hætt. Búlgarar taki upp algera hernaðarsamvinnu við Þjóð- verja og slíti stjórnmálasambandinu við Rússa. sunnan Rómaborg. Þjóðverjar höfðu þá enn Valmontone á sínu valdi og Velletri, en brezlcar hersveitir vestast á vígstöðvun- nm við sjó frammi tóku þorp- ið Ardia og sóttu fram þaðan. I gærmorgun höfðu þessar her- sveitir á valdi sínu veginn frá Ardia til Campo Leone og járn- brautarstöðina fyrir sunnan þann bæ, en ekki bæinn sjálfan. — I um það bil 50 km. fjarlægð leiddi fall bæjarins Arce til þess, að hersveitir úr áttunda hern- um gátu sótt í áttina til Frosi- none, og voru í gær um 16 km. frá þessari mildlvægu sam- göngumiðstöð. Nýsjálenzkar hersveitir nálguðust bæinn Sora. Dagskipan frá Kesselring. Bandamenn hafa komizt yfir dagskipan frá Kesselring hers- höfðingja til hersveita hans. I dagskipan þessari segir Kessel- ring, að allt sé í húfi, ef banda- menn brjóti sér leið gegnum varnabelti Þjóðverja fyrir sunn- an Rómaborg. Loftárásir. 3000 flugvélar bandamanna frá stöðvum á ítalíu fóru til á- rása í gær. Eru meðtaldar sprengjuflugvélar þær, sem fóru til árása á fimm verksmiðjur í Wienerneystadt í Ansturríki. I þrémur þeirra er unnið að sam- setningu Messersehmidtflugvéla. Wellingtoriflugvélar réðust í fyrrinótt á flugvöll í nánd við Vínarhorg. — Flugvirki réðust i gær á járnbrautarstöðvar í Za- greb, höfuðborg Króatíu, en engar orustuflugvélar voru flugvirkjunum til verndar. Lib- eratorflugvélar réðust á her- flutningalestir Þjóðverja víðs- vegar í Júgóslaviu. Búlgarar verða að svara fyrir kl. 12 á miðnætti næsta. Afleið- ing þess, að Rússar slitu stjórn- málasambandinu við Búlgara yrði án efa styrjöld við Rússa. Uggur mikill er í Búlgörum. Þjóðin, eða mikill meiri hluti hennar er fmhverfur styrjöld við Rússa og herinn er tviskipt- ur. Fregn frú Istambul hermir, að nokkurir búlgarskir herforingj- ar séu komnir til Tyrldands á leið til Rússlands og ætli þeir að ganga í lið með Rússum. öhemju fiskbirgðir landaðar í Bretlandi Fregn frá Billingsgate lierm- ir, að í gær hafi verið landað meira af fiski en nokkurn tima áður á einum degi það sem af cr þessu ári eða 715 smálestir, eða þrisvar sinnum meira en undir venj ulegum krin gumstæðum. Mikil ánægjá er ríkjandi yfir því hve fiskurinn var í góðu ásigkomulagi og hve lqndun slíks fiskmagns gekk greiðlega Skemmda varð aðeins vart i ýsu, sild og ál, úr skipum frá Aherdeen og Irlandi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.