Vísir


Vísir - 05.06.1944, Qupperneq 1

Vísir - 05.06.1944, Qupperneq 1
Rltstjórar: Kr i s t j án Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamerm Slmli Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla Reykjavík, mánudaginn 5. júní 1944. 123. tbl. Roosevelt forseti tilnefnir „ambassador ad hoc“ vegna stofnunar íslenzka lýðveldisins. •' ’■ $H1§; '• .. á”; : , j 4 .■ •»H 1 > S> Frá hátíðahöldunum í gær. Efst t. v.: Herra ríkisstjórinn, Sveinn Björnsson, flytur ræðu. 1 miðju: Stýrimannaskólinn og nokkur hluti mann fjöldans. Eíst t. h.: Sveinn Sveinsson með June Munk- tell-bikarinn. Neðst t. h.: Sigurður Thorarensen (Súðin) tekur á. — Sjá frásögnina á 2. síðu. Kímverjar taka 5 bæi í •Iunnaii. Kinverjar eru byrjaðir sókn sína í Junnan á ný eftir nokkurt hlé. Hersveitir Kínverja urðu að láta staðar numið eftir að hafa sótt fram alllanga leið vestur fyrir Salween-ána, til þess að- koma flutningum sínum í lag. Síðan þeir hófu sókniua á ný T lok síðustu viku, hafa þeir tekið finnn bæi af Japönum. Japanir eru i sókn í þrem fylkjum Kína og vinna víða á. j Útvarpið í kvöld. KJ. 20.30 Erindi: Frá Danmörku (Ole Kiilerich ritstjóri). 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hlaðamaður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Dönsk al- þýðulög. Einsöngur (ungfrú Guð- rún Þorsteinsdóttir) : a) Lille Rönebær eftir Eange-Möller. b) Sne eftir Sophus Andersen. c) Ser- enade eftir Lange-Möller. d) Irme- lin Rose eftir Carl Nielsen. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. mn visir mn til Di Karlákórinn Vísir frá Siglu- firði hefir sungið tvisvar í Gamla Bíó fyrir troðfulln húsi og mikinn fögnuð áheyrenda. í kvöld syngur kórinn i Hafn- arfjarðarbíó kl. 11,30. A laugardagskvöldið fór kór- inn i boði borgarstjóra, Sam- hands ísl. karlakóra og kór- anna liér í bænuin til Þingvalla. Var þar snæddur kvöldverður og staðurinn skoðaður. Undir borðum voru haldnar ræður og ínörg lög sungin. Á morgun er kórinn boðinn til biskupsins til kaffidrykkju. í gær söng kórinn nokkur lög inn á hljómplötur hjá Rík- isútvarpinu og í gærkveldi heimsótti kórinn veizlufagnað sjómanna að Ilótel Borg og söng þar nokkur lög. Var söng kórsins fagnað ákaflega. Kórinn heldur kveðjuhljóm- leika sina fyrir Reykvikinga i Gamla Bíó kl. 11,30 annað kvöld. Þá hefir Vísir verið heð- inn að syngja á nokkrum stöð- um í nágrenni bæjarins en ekki er ákveðið enn livort tími vinnst til þess. Kórinn mun halda heimleiðis seinni part þessarar viku. Loftsókn á Kyrrahafi. Bandaríkjamenn halda á- fram loftsólcn sinni gegn helztu bækistöðvum Japana á Kyrra- hafi. Á laugajrdag var ráðizt á Truk og Pönaþe í Mariana- eyjum og Nauru i Giliterts- eyjaklasanum. Hafa nú verið gerðar árásir i tugatali á hverja þessara evja og er gert ráð fyr- ir þvi, að ráðizt verði á ein- hverja þeirra áður en langt um Iíður og líklega Ponape og Nauru fyrst. Litlar fregnir berast af gangi bardaga á eyjunum við norð- vesturströnd Nýju-Guineu, þar sem amerískar hersveitir gengu á land fvrir lielgina. En markmiðiö er að gereyða þýzku herjunum, segir Clark. Töku borgarinnar lokið í gærkveldi. ¥T m rökkurbyrjun í gær- kveldi höfðu bandamenn tekið fyrstu höfuðborgina úr höndum Þjóðverja í þessu stríði. Það var Róm. Kl. 10 í morgun gaf AI- exander hershöfðingi út aukatilkynningu um þáð, að framsveitir banda- manna væru komnar í gegnum Róm og yfir Ti- ber-fljót á nokkrum stöð- um. Heldur sóknin áfram af kappi. Herstjórn bandamanna hafði tilkynnt nokkuru eftir mið- degi, að framsveitir væri komn- ar inn í úthverfi borgarinnar og síðan streymdu fylkingar fimmta hersins inn í borgina og gegnum haha. Þrem klukku- stundum eftir að laka horgar- innar var liafin, var gefin út aukatilkynning í herbúðum Hitlers, þar sem hann skýrði frá því, að hann hefði fyrirskip- að hersveitum sínum að liörfa úr horginni, norðvestur fyrir hana, lil þess að hún skyldi ekki verða fyrir tjóni. Þegar liersveitir 5. hersins voru komnar í skotfæri við Róm, gaf Clark skipun um að skothrið skyldi liælt, en þar sem Þjóðverjar skutu enn, var 5. lierinn látinn hefja skothríð á þá aftur. Til Tiber og 5. þjóðbrautar. Beggja vegna við Róm halda hardagar ótfram af sama kappí og áður. Hersveitir úr 5. liern- um sækja niður að Tiber-fljóti frá Alban-liæðum, og áttundi herinn sækir norður á bóginn frá 6. þjóðbraut til hinnar 5., Bandamenn í Róm. sem liggur þvert yfir skagann til Pescara við Adriahaf. Sá vegur er lifæð þeirra hersveita Þjóðverja, sem berjast t'vrir austan Apennina-fjöllin. Dagskipan frá Clark hershöfðingja. Clark, yfirmaður 5. liers bandamanna, hefir sent lier- sveitum sínum dagskipan. Segir hann í henni, að hermennirnir j megi á engan hátt draga af sér, j þótl bandamenn taki Rómahorg, því að hún sé ekki aðaltakmark- ið. Það, sem fyrir bandamönn- um vaki, sé fyrst og fremst að gereyða herjqm Kesselrings og það sé liægt, ef nógu fast sé sótt : að honum. Þjóðverjar grípa til skipaflutninga. Herstjórn bandamanna skýr- ir frá þvi, að járnbrautarkerfi Mið-Ítalíu sé nú svo illa lcikið eftir loftárásir bandamanna, að Þjóðverjar sé farnir að senda skipalestir suður með vestur- ströndinni. Á laugardag var ráðizt á tvær skipalestir og sex skipum sökkt úr þeim. Æfmælismót K.R.: Met á hástökki án atrennu. Louis Dreyfos sendiherra mætir i ofangrreindu umlioði forsetans á hátíðinni á Þingrvöllum. Hækkað um 9 sentimetra. Afmælismót KR í frjálsum í- þróttum fór fram á laugardag- inn. Skúli Guðmundsson (KR) setti nýtt met í hástökki án at- rennu — stökk 1,51 m., en gamla metið var 1,42 m., sett af Sveini Ingvarssyni, KR, 1939. Keppt var í 7 greinum, auk boðhlaups, með þessum drangri: 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, KR, 18,0 sek. 2. Brynjólfur Jónsson, KR, 19,4 sek. 3. Magnús Baldvinsson, ÍR, 21,3 sek. Kúluvarp: 1. Jóel Sigurðsson, IR, 13,4(5 m. 2. Bragi Friðriks- son, KR, 12,53 m. 3. Einar Þ. Guðjohnsen, KR, 11,79 m. 4. Sigurður Sigurðsson, IR, 11,56 metra. Hástökk án atrennu: 1. Skúli Guðnmndsson, KR, l,51^n.(nýtt met). 2. Brynj. Jónsson, KR, 1,35 m. 300 m. hlaup: 1. Kjartan Jó- hannsson, IR, 37,6 sek. 2. Jóh. Bernhard, KR, 39,0 sek. 3. Svav- ar Pálsson, IÍR, 39,6 sek. Spjótkast: 1. Jón Hjartar, KR, 53,78 m. 2. Jóel Sigurðsson, IR, 52,59 m. 3. Einar Þ. Guðjohn- sen, KR 47,05 m. 4. Oddur Helgason, Á, 45,20 m. 4 x 200 m. boðhlaup: 1. A- sveit KR (Jóli. Bernhard, Bragi Friðriksson, Svavar Pálsson og Hjálmar Kjartansson) 1:38,3 mín. 2. IR, 1:39,0 mín. 3. B-sveit Fyrsta ótvíræða 'Viðurkenn- ingin á stofnun lýðveldisins. v ílhjálmur þór utanríkismálaráðherra kvaddi blaðamenn og fréttaritara útvarps á fund sinn í gær kl. 1 síðd., og skýrði þeim frá tilkynmngu, sem ráðuneytmu hafði bonzt frá sendiráði Bandaríkjanna hér og felur í sér ótvíræða við- urkenmngu Bandaríkjastjórnar á fynrhugaðri stofnun hins íslenzka lýðveldis. Afhenti utanríkismálaráðherra blaðamönnum svohljóðandi tilkynningu til birtingar: „Ríkisstjórnin hefir þá ánægju að tilkynna, að sendiráð Bandaríkjanna hefir tjáð utanríkisráðherra, að forseti Bandaríkjanna hafi tilnefnt Dreyfus sendi- herra sérstakan fulltrúa sinn, sem ambassador ad hoc, við hátíðahöldm út af gildistöku lýðveldisins hér á landi, sem ráðgerð ^r 17. júní n. k. Þetta hefir í dag verið tilkynnt samtímis almenningi í Bandaríkjun- um.“ Lagði ráðherrann áherzlu á, að þetta væri fyrsta beina viður- kenningin á stofnun lýðveldisins hér á landi, og væri bað Islend- ingum ekki lítill stuðningur, er stórveldið Bandaríkin tæki slíka afstöðu til stuðnings hinum íslenzka málstað. United Press sendi Vísi í gær eftirfarandi skeyti: „1 Washington var tilkynnt opinberlega í gær, að Ítoosevelt forseti hefði tilnefnt Louis Dreyfus hinn yngri sem sérstakan fulltrúa með ambassadortign, til bess að mæta fyrir hönd Bandaríkjanna við hátíðahöldin, sem fram fara vegna stofnunar hins íslenzka lýðveldis.“ Sendiherrann, Louis Drevfus er enn ekki kominn hingað til lands, en er væntanlegur á næstunni. Verður íslenzku þjóðinni það mikil ánægjá að fagna komu hans hingað, með þvi að aldrei hefir sendiherra erlendra ríkja fært hetri gjafir, né liaft islenzku þjóðinni kær- ara Iilutverki að gegna. Mun þessa atburðar ávallt verða minnsl af íslenzku þjóðinni með sérstöku þakklæti, enda hafa liingað aldrei meiri gleði- tíðindi borist að því er íslenzk málefni varðar. Tilnefning Bandarikjaforseta á sérstökum ambassador ad, hoc tryggir formlega stofnun lýðveldisins, einnig út á við, en þótt óvé- fengjanlegur vilji þjóðarinnar liggi fyrir í þessu efni, gátu ýmsir þeir erfiðlgikar orðið á þessu, þannig að stofnun lýð- veldisins vrði frekar í orði en á borði. Afstaða Bandaríkjanna og annarra stórveldá ræður ör- KR, 1:39,1 mín. 4. Ármann, 1:40’,4 min. Langstökk: 1. Skúli Guð- mundsson, KR, 6,59 m. 2. Hall- dór Sigurgeirsson, A. 6,42 m. 3. Hösk. Skagfjörð, SK, 6,35 m. 4. Brynj. Jónsson, KR, 6,24 m. - Stökk Halldórs er nýtt drcngja- met. 3000 m. hlaup: 1. Óskar Jóns- son, IR, 9:42,8 mín. 2. Sigurgísli Sigurðsson, IR, 9:47,4 mín. 3. Hörður Hafliðason, Á, 9:56,6 mín. 4. Indriði Jónsson, IÍR, 9:56,8 mín. Eins og sést af tölunum hér á undan, er árangurinn vfirleitt mjög góður í öllum greinum, en þó sérstaklega í stökkunum. Virðast íþróttamenn vorir búa yfir miklu, ef áframhaldið fer eftir þessari glæsilegu byrjun. lögum íslenzku þjóðarinnar i þessu efni, en úr því að Banda- ríkin hafa tekið svo vinsam- lega afstöðu, er þess að vænta að önnúr stórveldi geri slíkt hið sama, og að við megum eiga von á liðsinni til að fá lýðveld- ið viðurkennt einig út á við, en raddir hafa komið fram um það i erlendum blöðum, að enn væri slík viðurkenning ekki fengin og sló við það nokkrum óhug á þjóðina, þótt hún væri þar fyrir jafn ákveðin í að keppa að settu marki Yfirlýsingar sendiherra Bret- lands og Sovétríkjanna, sem að vísu voru persónulegar, — þar sem íslenzku þjóðinni voru færðar heillaóskir vegna úr- slita þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar, — virðist mega túlka þann- ig að þær hefðu ekki komið fram, hefðu hlutaðeigendur lit- ið svo á að hér væri um mark- leysu að ræða, enda þá ekkert til að árna heilla út af. Heilla- óskirnar hefðu væntanlega ekki komið fram, ef stjórnir þessara stórvelda liefðu þegar x tekið neikvæða afstöðu til lýð- \ veldisstofnunarinnar, en svo er elcki, enda einskis annars en góðs að vænta i þessu efni síðar. Forseti Bandaríkjanna hefir rutt fyrir okkur brautina, og vir þessu ætti að verða greið- ara að ná lokamarkinu, — við- urkenningunni út á við einnig. Islenzka þjóðin biður þess með eftirvæntingif að lýðveld- ið verði stofnað á Þingvöllum hinn 17. júní, og að það stjórn- arform endurfæðist, sem þjóð- in kaus sér í upphafi sjálf, — af frjálsum vilja og eigin frum- kvæði, — en hún biður hins einnig með engu minni eftir- væntingu liver afstaða stór- veldanna verður til þessa máls. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.