Vísir - 07.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIK HJ. Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pélsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni AfgreiSsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 188 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Innrásin. IT EIMSVIÐBURÐIR vekja eldd ávalt óskipta athygli, en fullyrða má að allra augu beinist nú að ströndum Nor- mandis, og um ekkert verður mönnum tíðræddara, en innrás- ina á meginlandið, sem hófst í gær. Útvarp allra landa skýrir frá því að fregnirnar um innrás- ina liafi borist eins og eldur í sinu frá manni til manns, — skrafað er og skeggrætt, spurt og spáð. Allir vissu að atburðir þessir myndu yfir dynja, en þrátt fyrir það, er engu líkara en að þeir liafi komið á óvænt. Menn hugsa vart um annað, tala ekki um annað og hafa umfram allt ekki áliuga fyrir neinu öðru þessa stundína, en hvernig inn- rásarliðinu muni reiða af. Fréttir eru að vonum af skornum skammti. Tilkynning- ar eru stuttorðar og gagnorðar, enda ekki að búast við að þær verði látnar í té, fyrr en veru- legur árangur hefir náðst á ann- an hvom bóginn. Þjóðverjar virðast .vera kvíðandi fyrir úr- slitunum. Fjórir af beztu her- foringjum þeirra stjórna vörn- inni, — allir þrautreyndir her- menn og frægir foringjar. Þýzka útvarpið skýrir jafnframt frá því, að Bandamenn eigi i höggi við æfðustu hersveitir, sem hafi reynt getur sína á mörgum víg- stöðvum og þannig fengið á- gætustu reynzlu. Þrátt fyrir það er vitað að landgönguliðinu hef- ir tekist að ná fótfestu og vinna verulega á, þannig að það hefir nú tryggt sér olnbogarými til athafna. Eftir að liðið er á land komið, og hefir tekist að koma fyrir stórskotahði sínu og þungahergögnum, er næsta skrefið að ná á vald sitt ein- hverri heppilegri höfn, til þess að venjuleg afgreiðsla skipa geti farið fram, en hergögnin séu ekki flutt með landgöngu- prömmum eða á annan hátl til strandar. Þegar landgönguliðið hefir náð höfnum á vald sitt, verður starf þess allt auðveld- ara, sóknarþunginn meiri og greiðara um alla flutninga. Birgðir þær, sem flytja þarf til slíks innrásarliðs eru miklu meiri og fjölbreyttari en unnt er að gera sér í hugarlund. Það eitt er víst að aldrei í sögu ver- aldar hefir slik innrás sem þessi átt sér stað. Innrásin er djarf- asta hernaðaraðgerð, sem nokk- úru sinni hefir framkvæmd verið, en til þess að hún yrði framkvæmanleg, þurfti gífur- lega umfarigsmikinn viðbúnað, sem staðið hefir yfir árum sam- an. Síðustu tvö árin hefir inn- rásin vofað yfir. Nú er tening- unum kastað, og afdrif innrás- arliðsins ráða úrslitum styrjald- arinnar að fullu og öllu. Mis- heppnist innrásin verður stríðið langt og erfitt, en til þess eru litlar likur. Hitt er miklu senni- legra að innrásin sé upphaf enn harðari viðureignar, harðari og heitftúðlegri bardaga en dæmi eru til. Athyglisvert er það að inn- rásarliðið ræðst þar fyrst á land, sem varnir munu öflugastar. Þjóðverjar segjast hafa verið við innrásinni búnir, en banda- menn telja hinsvegar að svo j V estur-Islendingar ust yfir úrslitum glödd- þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. kom til landsins í gærmorgun, en hann verður fulltrúi Vest- ur- Islendinga á hátíð lýðveld- isstofnunarinnar. Eftir hádegið í gær voru blaðamenn boðaðir á fund prófessorsins að Hótel Borg. Eftir að blaðafulltrúi utanrík- isráðuneytisins hafði kynnt hann fyrir blaðamönnum, tók prófessorinn sjálfur til máls. „Eg vil í fyrsta lagi láta í ljós mikla gleði mína yfir að vera kominn heim til fslands,“ sagði prófessor Beck. „Þótt margir af löndum vestanhafs hafi aldrei litið ísland augum og aðrir eklci verið þar nálega mannsaldur, tala allir um það, sem það heimkynni, er hugurinn leitar oftast til með stolti og lotningu. „Eg er hér fyrst og fremst sem fulltrúi Vestur-fslendinga, og landar í Vesturálfu kunna vel að meta þann vinarhug og lieiður, að fá að eiga sérstakan fulltrúa á þessu söguríka augnabliki heimalandsins, er lýðveldi verður stofnað hér og líinn aldagamli draumur þjóð- arinnar rætist, um endurheimt- ingu sjálfstæðisins.“ 1 Þ jóðræknisfélagið. Því næst vék prófessor Beck að Þjóðræknisfélagi Vestur-ís- lendinga og starfsemi þess. „fslendingar í Vesturheimi hafa löngum reynt að sameina það tvennt, að vera góðir þegn- hafi ekki verið. Varalið er sent á vetvang til að hefta framsókn bandamanna, og spáð er enn harðari átökum en átt hafa sér stað til þessa, og er þó talið að aldrei hafi þekkst dæmi til slíkra átaka. Þetta láta báðir að- ilar uppi. Bandamenn telja sig hafa eyðilagt eða þaggað niður í ýmsum varnarvirkjum Þjóð- verja, en þeir telja aftur að varnarvirkiri hafi reynst örugg. Þrátt fyrir það er liðið komið á land á miklu svæði og alllangt frá ströndinni miðað við þann stutta tíma, sem það hefir haft til að athafna sig. Innrásin er upphafið á endinum, — nýr þáttur i styrjöldinni og. sá síð- asti. Bandamenn virðast hafa alger yfirráð i lofti, en veður- skilyrði fyrir Iofthernaðarað- gerðir eru sögð erfið og kann þvi að reyna meira á þá síðar. Blóðfómir þær, sem færðar eru á ströndum Frakklands eru vafalaust tilfinnanlegar. Þó er tjónið sagt minna, en búist hafði verið við í upphafi. Mönn- um hryllir við ógnum þeim, sem yfir hafa dunið og vona að ó- friðurinn verði sem fyrst til lykta leiddur, þannig að mann- kynið megi á ný byggja það upp, sem niður hefir verið rifið af' veraldlegum og andlegum verð- mætum. Frelsi mannkynsins eitt getur grætt þau sár, sem nú blæða, — framfarir og sið- menning byggt það allt upp, sem í rústir hefir hrunið. Megi tími frelsis og framfara renna upp yfir stríðandi mannkyn. För bisknp§ var óslitio §ig;urför. Viðtal við prófessor Richard Beck. Prófessor Richard Beck ar þess þjóðfélags, sem þeir eru nú borgarar í, og j afnframt ís- lendingar, og að halda við tengslunum við heimalandið og þjóðernisböndunum. Þeir telja sér margháttaðan styrk í að vera þetta hvorttveggja, þótt stundum sé ýmsum erfiðleik- um háð að lifa eftir þessu lög- máli í framkvæmd. „Eitt af því, sem styður mest tengslin við heimalandið og samheldni þjóðarbrotsins vest- an hafs, er starfsemi Þjóðrækn- isfélagsins, en auk þess eru hin kirkjulegu samtök, sem eru langfjöhnennustu samtök Is- Iendinga vestanhafs. „Þjóðræknisfélagið átti 25 ára afmæli í febrúarmánuði síð- astliðnum. Eins og mörgum mun kunnugt hér, af skrifum blaðanna, var það haldið há- tíðlegt í Winnipeg. Mér er mik- il ánægja, að fá tækifæri til að segja það hér heima, að sú vinsemd, sem íslenzka ríkis- stjórnin sýndi þjóðarbrotinu vestanhafs, með því að senda biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, sem sérstakan full- trúa á þari hátíðahöld, vakti al- mennan fögnuð meðal Islend- inga vestanhafs. För hans var í einu orði sagt óslitin sigur- för, og ég er þess fullviss, að koma hans varð til að tengja enn traustari böndum en nokkru sinni pður vináttu.og bróðurhug , milli íslendinga austan og vestan Atlantshafs- ins. „Um starfsemi Þjóðræknis- félagsins er það að segja, að hún er alltaf í vexti. Á síðast- liðnu ári voru stofnaðar tvær fjölmennar deildir, sem starfa nú með miklum blóma. Yfir- leitt mun óhætt að fullyrða, að áhuginn fyrir auknu þjóðrækn- isstarfi hafi sj aldan verið meiri vestan hafs en einmitt nú, og eru ýmsar ástæður fyrir því. Aukin tengsli við heimalandið. „Eitt af því, sem hefir glætt áliugann fyrir þjóðræknisstarf- inu seinni árin vestan liafs, eru Próf dr. Richard Beck. tengsli við lieima- hin auknu landið, sem hófust á árunum fyrir styrjöldina og hafa auk- izt að miklum mun nú styrj- aldarárin. Meðal annars fyrir starfsemi og samvinnu Þjóð- ræknisfélagsins hér heima. Dvöl íslenzka námsfólksins í Ameríku hefir liaft mjög mikil áhirf í þessum efn- um. Það hefir rifjað upp sam- bandið við gamla landið í svo fjölda mörguni efnum. Það hefir vakið mikla ánægju með- al Vestur-íslendinga að kynn- 'ast námsfólkinu almennt, enda er það yfirleitt mjög mannvæn- legt og getur sér hvarvetna hinn besta orstír fyrir frannnistöðu sína. Sjálfur liefi ég kynnzt mörgu af þessu fólki og æfinlega mér til mikillar uppörfunar og gleði. Prófessor Beck sagðist álíta að urn 30,000 Islendingar væru nú til heimilis í Ameriku og þar af um 10,000 í Bandaríkjun- um. Fjölmennasta Islendinga- byggðin i Bandarikjunum er í Norður Dakota, en þar er einnig heimili prófessorsins í bæ, sem heitir Grand Forks. Prófessor Beck lét í ljósi það álit, að Is- lendingum vestan hafs liði yfir- leitt vel, og kvað hann þá engu síður standa framarlega nú en áður meðal liinna þjóðarbrot- anna. Hefir mörgum þeirra veitzt margskonar sómi. Þeir taka sinn þátt í styrjaldarrekstr- inum og hafa beðið mikið af- hroð í missi ungra manna og vina. Prófessorinn kvaðst vera viss um, að úrslit atkvæða- Þátttaka i síldveiðum að líkindum álíka og í fyrra. Tillaga frá stjórn Síldarverksmiðjanna um afkastaaukningu tveggja verksmiðja. \ j smiðjanna á Siglufirði, Pauls- vei-ksmiðjunni og SR-30. Breyt- ^ttjórn Síldarverksmiðja ríkisins býst við því, að þátttakan í síldveiðunum verði álíka mikil og í fyrra. Þá veiddu um 85 skip fyrir ríkisverksmið jurnar. Vísir átti í gær tal við Svein Benediktsson framkvæmdar- stjóra, formaður stjórnar verk- smiðjanna, og skýrði hann blað- inu frá ýmsu um rekstur verk- smiðjanna í sumar, m. a. um endurbætur á þeim og bætt vinnuskilyrði. Á Raufarhöfn verða tekin til afnota ný löndunartæki, sem flýta mjög fyrir afgreiðslunni, svo og nýr síldarsjóðari með pressu og varamótor. Á Siglufirði er nú í smíðum nótageymsluhús, sem mjög mikil þörf liefir verio á. Þeg- ar nætur liafa legið í landi að sumarlagi hafa þær off viljað skemmats. En með þessu geymsluhúsi er komið í veg fyrir það og sparast því mikil verðmæti við þetta. Á Siglufirði verður einnig tekinn. i notkun nýr 430 hestafla mótor með rafal. , i Erfitt að afla kola og poka. I vor hefir það reynzt miklum erfiðleikum bundið, að afla kola og poka sem verksmiðjurnar þurfa, til að geta starfað. Nokk- ur liluti af rekstrarvörum er þó kominn, en liorfur ískyggilegar þar sem megin hluti þeirra er enn ókominn, en óðum líður að síldarvertíð. Verksmiðjurnar munu byrja að taka við síld, þegar vika er af júlí. i Tillaga um afkastaaukningu. Stjórn síldarverksmiðjanna liefir farið fram á það við rík- isstjórnina, að hún veiti heimild til aukningar á tveim verk- greiðslunnar um lýðveldismálið hér heima hefðu glatt íslendinga vestan hafs mjög mikið. „Eg á að bera öllum kærar kveðjur“, sagði prófessor Beck. „Auk þess hefi eg sérstakar kveðjur til ýmissa aðila, þings, ríkisstjórnar og Háskólans.“ Scrutator: Qcbddvi cdlm£jiMM£S Fyrstur með innrásarfréttirnar. Eg var spurður að því nokkurum sinnum í gær, hvernig Vísir hefði getað komið með svo margvísleg- ar fréttir af innrásinni og fróðleik um hana, aðeins rúmum hálftíma eftir að vinna hófst í prentsmiðj- unni og vart fjórum stundum eftir að heiminum bárust fyrstu fregnir um að eitthvað mikið væri um að vera suður við Ermarsund, og áður en nokkurt morgunblaðanna hafði náð í fréttina. Þeirri spurningu var auðsvarað, því að unnt var að gera ýmsar ráð- stafanir til að létta og hraða útgáfu innrásarblaðs. Með því að hafa allt tilbúið, sem hægt var að vita fyrirfram — og það var hægt að renna grun í margt, ef menn höfðu hugann við störf sín — var unnt að renna fyrsta blaðinu fullprentuðu gegnum press- una kl. 8,27 — aðeins tuttugu og sjö mínútum eftir að vinna var hafin. Fáeinum mínútum síðar var búið að prenta svo mikið, að hægt var að láta blaðið fara út á götuna. Fyrir mörgum vikum. Annars er bezt að byrja á byrjun- inni. Það var þegar skömmu eftir áramótin, að blaðamenn Vísis fóru að viða að sér margskonar efni, sem þeir töldu, að koma mundi að gagni, þegar innrásin væri hafin. Fyrst og fremst varð að fá allar mögulegar upplýsingar um þá, sem stjórnuðu fyrir báða aðila, reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvar bandamenn mundu helzt hyggja á landgöngu 0g afla þá lýsinga á þeim héruðum — og svo þótti held- ur ekki úr vegi að hafa örlítið yfirlit um helztu viðburði styrjaldarinn- ar. En þetta var ekki hið eina, sem var grafið upp. Myndum var safn- að saman, greinar ritaðar um ýmis atriði, sem koma innrásinni við bein- linis eða óbeinlínis — þær munu birtast smám saman á næstunni — og þegar flest eða öll kurl þóttu komin til grafar, var ekki um ann- að að ræða en að bíða átekta — og vera vakandi. „Morgunstund gefur gull í mund.“ Já, aðalatriðið var að vera vak- andi — og ekki á kvel'din, heldur eldsnemma á morgnana, því að það þurfti engum blöðum um það að fletta, að fyrstu fregnir af inn- rásinni mundu koma snemma að morgni og ekki á öðrum tíma dags. Það þurfti engan hernaðarsérfræð- ing til þess að geta gert sér það ljóst. Blaðamaður við Vísi vaknaði því klukkan sex á hverjum morgni, til þess að fylgjast með því, sem gerð- ist. Margar vikur liðu svo, svo að hann hefði alveg eins mátt sofa áfram, en loks'kom „D-dagur“, eins og bandamenn voru búnir að skíra innrásardaginn fyrir löngu. Þá var ekki beðið boðanna. Fleiri blaðamenn voru vaktir, prentarar sömuleiðis og því var allt tilbúið til prentunar, þegar tæpur hálftími var liðinn af venjulegum vinnutíma. Þegar blaðið kom út á götuna, hafði fregnin um innrásina borizt allvíða, svo að menn rifu blaðið bókstaflega út úr höndunum á sölu- drengjunum, meira en klukkustund áður en nokkurt annað blað nefndi innrásina einu orði. ingar þær, sem verksmiðju- stjórnin vill láta gera, munu auka afköst verksmiðjanna um 3500—4000 mál og kosta aðeins hálfa aðra milljón króna. Ef ráðizt væri í að reisa nýja verk- smiðju með 10 þúsund mála af- köstum á sólarliring, þá mtmdi kostnaðurinn verða meira en tífaldur eða sextán milljónir króna. Þegar Vísir átti tal við Svein Benediktsson í gær, liafði stjóm síldarverksmiðjanna ekki hor- izt svar ríkisstjórnarinnar. — Gert er ráð fyrir að ljúka breyt- ingunum fyrir vertiðina 1945, ef þær verða afráðnar. TJÖLD Svefnpokai Bakpokar Hliðaitöskui Stoimblússui Ullaipeysui Spoitbuxui Spoithúfm Gönguskói Göngustafii VERZL Skrifstofumaðui óskar eftir atvinnu. Hef- ir unnið mörg ár við verzlun og skrifstofu- störf, ennfremur hjá út- gerðar- og hraðfrysti- húsa-fyrirtækjum. Til- boð sendist Vísi, merkt „Sölumaður“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.