Vísir - 20.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Festa og þor. Sjálfsmat og sjálfrýni skapa manninn og móta fram- göngu hans alla. Skortur á gagnrýni á eigin eðli og gerðum getur léitt til margskyns mis- fellna í framgöngu, sem vart verða fyrirgefnar af meðbræðr- unum, Þetta á ekki einvörðungu við um einstaklingana, heldur og þjóðir þær, sem þeir mynda. Smáþjóðir verða öðrum þjóð- um frekar að standa á verði gegn vafasömu liáttemi. Þær hafa ekki ráð á að syndga eins upp á náðina og stærri þjóðir, en verða að gæta alls hófs og varast allan ofmetnað. Þær verða að gera sér fyllilega ljóst, að af þeim er krafizt þeim mun meir, sem réttindi og sjálfstæði þeirra verður meira. Nú þegar við fsléndingar höfum öðlazt fullt sjálfstæði, og aðrar þjóðir voldugri og meiri hafa greitt fyrir okkur götuna með því að viðurkenna lýðveld- isstofnunina, veltur allt á því, að þjóðin sýni að hún eigi skil- ið sjálfstæði með því að hún sé einfær um að stjórna málum sínum svo, að ekki verði með réttu átalið. Gildir þetta engu síður inn á við en út á við. Það er ekki nóg, að þjóðin verði sjálfri sér nóg, — hún þarf einnig að uppfylla skyldur sin- ar gagnvart öðrum þjóðum. Það leiðir af auknum réttindum og skapar miklu meiri og þyngri ábyrgð þjóðinni tii handa. Almenningur í landinu skilur þetta. Það kom berlega i ljós við hátíðahöld þau, sem nú eru afstaðin. Þar var forsetinn hylltur sem æðsta tákn íslenzku þjóðarinnar, sem öllum her að sýna tilhlýðilega virðingu og meta hann sem tákn öllu frekar en einstakling, þótt hvort- tveggja geti farið saman. For- setinn á að vera og er hafinn upp yfir þras dægurmálanna, og einkum verða blöð og stjórn- málamenn að gætá þess að draga aldrei nafn hans inn í deilurnar, hversu harðar, sem þær kunna að verða. Almenn- ingur á að standa á verði gegn öllu slíku, ef fram kemur, og gera veg forsetans sem mestan í hvívetna. Hann er tákn sjálf- stæðis þjóðarinnar, — kjölfest- an i þjóðlífinu þegar að herðir, — táknið, sem allir eiga að skipa sér um í baráttu fyrir frelsi og tilveru. Sjálfstæðisbar- áttunni er ekki lokið, — hún er sífelld og eilíf, jafnvel þótt frjálsar athafnir og frjáls hugs- un verði bönnuð. Átökin innan einræðisríkjanna sýna okkur þetta og sanna, og íslenzka þjóðin getur lært meira á yfir- standandi vandræðatímum en á mörgum öldum velgengni þjóð- anna, þegar ekki reynir á þær. Ef til vill er það þjóðinni mik- ið happ, að lýðveldið er einmitt stofnað, þegar allar frelsisunn- andi þjóðir berjast fyrir tilveru sinni. Sjálfstæði þessa smáríkis ætti að verða öllum öðrum þjóð- um hvatning til að keppa að sama marki, og um leið fyrir- heit um að þær skuli ná því, verði einræðisöfl og kúgunar brotin á bak aftur. 1 rauninni er hið algera sjálfstæði lslands, sem við njótum nú í dag, bezta Lýðveldishátíðahöld í öllnio kanpstöðnm landsins «g“ víða ann arstaðar. Á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Hrafnseyri, 17. júní 1944. Veðulútlit var ekki gott í morgun, þykkt loft og gekk á skúrum, en logn og milt veður, þrátt fyrir rigninguna, er á morguninn leið, en rigndi nokk- uð á köflum síðara hluta dags. Búið var að koma upp ræðu- stól við danspall niðri á túninu og smkammt þaðan var stórt veitingatjald, sem var Vestfirð- ingabúð á Þingvelli 1930. Fyrir neðan stóra tjaldið eru mörg smærri tjöld, vistarverur starfs- fólks og íþróttamanna og kvenna og annara þeirra, sem tímanlega höfðu komið til há- tíðahaldanna. sönnun þess, að hinar frelsis- unnandi þjóðir, eru það ekki að- eins í orði, heldur einnig á. borði. Allur heimurinn getur af þessu dregið sínar ályktanir, og þær verða ekki dregnar nema á einn veg. Að þessu leyti getur sjálfstæði Islands haft verulega þýðingu út á við, sé það túlkað í réttum anda alþjóðalaga og siðmenningar. Það er staðfest fyrirheit á því, sem allar þjóð- ir eiga að njóta, mannréttinda og þjóðréttinda, sem liðnar kynslóðir hafa keppt að og haldið í heiðri á skeiði mesta blómatíma og framfara, sem yf- ir heiminn hefir gengið. Inn á við má vænta aulcins þroska í þjóðmálabaráttunni. Að vísu kann nokkurs óróa að gæta í upphafi, meðan flokka- sldpun er að komast á nýjan og öruggan grundvöll, sem hlýt- ur að leiða af algeru sjálfstæði, með því að fyrri baráttumálin eru þarmeð að verulegu leyti úr sögunni. En er allt hefir kom- izt í fastan farveg, mun gæta meiri ábyrgðartilfinningar og hófsemi 'í málflutningi en oft hefir tíðkazt áður, og þjóðin mun öðlast þann þroska, að fyrirhyggjulausum og nasbráð- um ofstopamönnum mun ekki haidast framferði þeirra uppi, þannig að þeir fái fylgis notið með þjóðinni. Það þarf að skapa festu í þjóðlífið og þjóð- málabaráttuna, en jafnframt þarf þjóðin að öðlast það þor, að hún geti samstillt mætt kom- andi erfiðleikum, sem vafalaust verða mildir, og unnið bug á þeim. Það þarf að bæta hag allra bágstaddra og tryggja ör- uggt lífsframfæri manna, en jafnframt má aldrei ganga á rétt einstaklingsins þannig, að frjálst framtak hans verði skert, gangi hann ekki á annara rétt. Varast verður það tvennt, að öfgastefnur nái hér verulegri rótfestu, sem og hitt, að einstök fyrirtæki geti borið þjóðfélagið ofurliði, þótt þau eigi að fá að Jiróast eðlilega. Þau eiga að skapa þjóðarauðinn, en ekki eignast hann allan, heint eða ó- beint. Vald fámennra mann- hópa stefnir í einræðisátt og því verður að gæta þess, að grímu- klætt einræði verði ekki að völd- um í landi, sem á að heita lýð- veldi, — í gegnum flokkastarf- semina, sem miðað hefir að því að gera einstaka menn alráða í landinu. Gagnrýni hlaðanna er undirstaða heilbrigðs þjóðlífs, en til þess að svo megi verða, þurfa blöðin að vera gædd festu og þori, sem hvorki spyr um laun eða refsiaðgerðir, og vera nógu viðsýn og samvizkusöm til að mæla með því einu, sem heilbrigt er, satt og rétt. ■pins og vera bar, fóru fram hátíðahöld víða um land í til- efni af lýðveldishátíðinni. Fréttantarar Vísis úti um land hafa sent blaðinu eftirfarandi frásagnir af hátíðahöldunum á þeim stöðum. Þess er rétt að geta í því sambandi, að frásögn- in frá Rafnseyri er fyllri en sú, sem birtist í blaðinu í gær. Mikill undirbúningur hafði farið fram á staðnum. Inn- gönguliliðið niður við sjóinn — en þá leið komu flestir gest- anna — var skreytt með ís- lenzkum fánum og bar áletrun- ina: „Islandi allt“. Minnismerki Jóns Sigurðssonar stendur skammt fyrir framan íbúðar- húsið. Fánastengur höfðu verið settar hvor sínu megin við minnismerkið og hvítur borði á milli þeirra, og á honum stóð með lifandi lyngi: „Sómi Is- lands“. Fyrir hádegi streymdi fólk að úr ýmsum áttum, einkum þó á sjó, í trillubátum, mótorbátum, stórum og smáum. Þór lcom með fólk frá Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, Sæ- hrímnir frá Dýrafirði, en Fjöln- ir frá Súgandafirði og önund- arfirði. Bátar og skip voru fán- um skreytt, eins og hátíðarstað- urinn. Taldist mér til, að um 30 bátar og skip væru framundan Hrafnseyri þennan dag. Má gizka á, að komið hafi um tvö þúsund manns, og munu þó margir hafa hætt við förina, vegna veðurútlitsins. Tjaldbúð aðkomufólksins var á Hrafns- eyrar-eyrum, nálægt tóftum Grelaðar. Stundvíslega klukkan tólf til- kynnti Björn Guðmundsson,. fyrrv. skólastjóri frá Núpi, að hátíðin væri hafin. Þá söng Þingeyrarkórinn „Faðir and- anna“. Síðan flutti séra Jón Kr. Isfeld bæn. Þvi næst flutti Björn frá Núpi ljóðakveðju frá séra Böðvari Bjarnasyni, fyrrv. sóknarpresti á Hrafnseyri, og setningarræðu og sagði meðal annars: „Eg get ekki látið hjá líða, að kynna yður með aðeins örfáum orðum þann sögufræga stað, er, vegna helgi sinnar, var valinn fyrir þesa hátíð. Ef þið gangið hér út um Hrafnseyrargrundir, munuð þið sjá Grelaðartóftir, jarlsdóttur- innar írsku, er orðin var bónda- kona á lslandi og þótti hér vera hunangsilmur úr grasi. Nokltru nær munuð þið sjá hróf og nausttóftir Hrafns Sveinbjarn- arsonar, þess göfuga og góða Is- lendings, sem sagt var um, að hefði sama sem brúað tvo stærstu firðina hér vestan lands með ferju, greiðvikni sinni, höfðingsskap og risnu. Hér ofan við kirkjugarðinn munuð þið sjá staðinn; þar sem hann hlóð mannhelt grjótvirki um bæ sinn, til varnar óvinum sínum, er þráfaldlega sóttust eftir lífi hans. 1 brekkunni þar ofan við; er hér blasir við okkur, sat Þor- valdur Vatnsfirðingur eitt sinn með 100 manns, en varð frá að hverfa. Þarna var tvisvar bor- inn eldur að bænum og undir áðurnefndu virki var Hrafn Sveinbjarnarson höggvinn. Hvergi veit eg þjóðtrúna hafa sannazt betur en hér — þjóð- trúna, er segir, að þar sem blóði saklauss manns sé úthelt, muni síðar upp vaxa fagur gróður. Á þessum sama stað fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811 og getið þið enn séð brot af bað- stofuvegg bæjarins, sem hann fæddist í. Mér hefir sagt verið, að einhver gömul kona hér hafi getað bent á stað þann, er rúm- ið stóð, er forsetinn fæddist í, • ðg þar ætti brjóstmynd hans að standa, sem komið hefir til mála, að hér yrði reist siðar. Það er þó sérstaklega minn- ingin um hann, sem kallar okk- ur Vestfirðinga hér saman í dag, þennan dýrðlegasta hátíðis- dag íslenzku þjóðarinnar. I dag verður nafn Jóns Sigurðssonar forseta o_g starf miðdepill liá- tíðahalda allra Islendinga, og þá sérstaklega hér. Og auk þess — hvort sem litið er til norðurs eða suðurs — vita allir að sögustaðir eru bak við fjöllin, sem við eru tengdar ódauðlegar minningar mætustu manna, svo sem Gísla Súrssonar og Auðar Vésteinsdóttur.“ Á eftir ræðu Björns söng Þingeyrarkórinn, undir stjórn Baldurs Sigurjónssonar, „Þagn- ið, dægurþras og rígur“. Þá flutti prófessor Sigurður Nordal aðal-hátíðarræðuna, sem þótti afburða snjöll, og var hlýtt á hana með stakri gaum- gæfni og auðfundið, að fólkinu fannst mikils um verð koma Nordals að Hrafnseyri. Meðan prófessorinn flutti ræðuna, var veður kyrrt og rigndi lítið. Að ræðunni lokinni söng Þingeyr- arkórinn fyrst „Sjá roðann á hnjúkunum háu“, einsöngvari var séra Þorsteinn Björnsson frá Þingeyri, og síðan nokkur fleiri lög. Að öllum söng lcórs- ins á liátiðinni var gerður mjög góður rómur. Næst var hlýtt á útvarp frá Þingvelli og kvað við dynjandi lófaklapp, þegar úrslit forseta- kjörsins voru kunngjörð. Klukkan 4,30 var dagskránni haldið áfram og gengið í skrúð- göngu upp að minnismerki Jóns Sigurðssonar og lagði Björn á Núpi blómkranz á það, frá sýsl- unni og ungmennasambandi Vestfjarða. Síðan söng kórinn: „Þú komst á tímum“. Þá flutti séra Eiríkur J. Eiríksson, skóla- stjóri og prestur á Núpi, snjalla ræðu og lét engan bilbug á sér finna, þótt rigndi á meðan, enda hlustaði fólkið með mik- illi athygli. Að ræðunni lokinni söng kórinn: „Ó, guð vors lands“. Síðan var gengið niður að afgirtu svæði, þar sem flokk- ar karla og kvenna sýndu leik- fimi, undir stjórn Bjarna Bach- manns iþróttakennara. Ólafur Ólafsson, skólastjóri á Þingeyri, flutti ágæta ræðu fyr- ir minni Islands og söng kórinn á undan henni: „Ó, fögur er vor fósturjörð“, en á eftir „Ris hel, þú sól“. Að lokum var sungið ,Eg vil elska mitt land“, og tók þá fólkið undir. # Síðasti dagskrárliðurinn var ljóðaflutningur og ávörp: Lesin voru ljóð, er hátíðinni höfðu borizt frá Njáli Sighvatssyni í Stapadal, frú Lilju Björnsdótt- ur á Þingeyri og Halldóri Guð- mundssyni, Suðureyri í Súg- andafirði. Frumsamin kvæði fluttu Guðmundur Ingi Krist- jánsson frá Kirkjubóli i önund- arfirði, - Jens Hermannsson, skólastjóri á Bíldudal (minni kvenna) og Halldór Kristjáns- son fi’á Kirkjubóli. Næst talaði Sveinn Gunnlaugsson, skóla- stjóri á Flateyri, nokkur orð til yngstu hátíðargestanna og sagð- ist skörulega. Skeyti til hátíðarinnar bárust frá biskupi Isladns og þing- mönnum Vestfirðinga. Loks þakkaði formaður há- tíðarnefndarinnar, Þórður Njálsson, oddviti í'Stapadal, öll- um þeim, sem á einn eða annan hátt höfðu stutt að undirbún- ingi hátíðarinnar og að hún fór vel fram, og að síðustu þakkaði hann gestum fyrir komuna og árnaði þeim fararheilla. Síðan var dansað fram undir mið- nætti. Hátiðin fór mjög vel fram og heppnaðist ágætlega, þótt veð- ur væri ekki hið ákjósanlegasta. Framkoma fólksins var sérstak- lega prúðmannleg og engin ó- regla spillti hátíðinni. I hátíðarnefndinni voru: Þórður Njálsson, formaður, Björn Guðmundsson og Ing- valdur Benediktsson, bóndi á Hrafnseyri, og sýndi hann það veglyndi, að láta mikinn hluta túnsins undir hátíðahaldið, og var mjög gestkvæmt á heimili hans og konu hans, Jónfríðar Gísladóttur, er gerðu allt, sem þeim var unnt til þess að styðja að þvi, að hátíðin heppnaðist sem bezt. Kvenfélagið Von á Þingeyri, form. María Hjartar, sá um veitingarnar, en ung- mennafélagar hjálpuðu við að- drætti, og voru veitingarnar prýðilegar. Hátíð þessi á Hrafnseyri var öllum til sóma, sem að henni stóðu. Jón H. Guðmundsson. ★ Bezta veður í Ólafsfirði. 17. júní var efnt til hátíða- halda í Ólafsfirði, á þann hátt, að útiskemmtun var haldin að Hringverskoti, inni í sveitinni, 7 km. frá kaupstaðnum. Af 900 manns, sem búsettir eru í Ól- afsfirði, mættu rúmlega 600 á skemmtuninni. Helztu skemmtiatriði voru ræður, söngur, liandknattleikur, knattspyrna og loks var skemmtunin flutt til kaupstað- arins um kvöldið og dans stig- inn fram eftir nóttu. Þorsteinn Símonarson lög- reglustjóri mælti fyrir minni lýðveldisins, Gunnlaugur Jóns- son verkamaður fyrir minni Is- lands, Sigursteinn Magnússon kennari fyrir Jóni forseta Sig- urðssyni, en Þórður Jónsson oddviti að Þóroddsstöðum fyrir minni Ólafsfjarðar. Karlakórinn „Kátir piltar“ söng undir stjórn Sigursteins Magnússonar kennara íslenzka ættjarðarsöngva milli ræðanna, en almenningur tók iindir. Var óvenjulegur samliugur og hrifn- ing ríkjandi á skemmtuninni. Eftir ræðuflutninginn þreyttu Allir út á völl! Islandsmétið heldur áfram í kvöld kl. 8.30 K.E. — Víkingur Næst síðasti leikurinn. Hvor vinnur? ungar stúlkur handknattleik og því næst var keppt í knatt- spyrnu. Kauptúnið var skreytt svo sem föng .voru á, en treglega hafði gengið að afla fána. Skemmtistaðurinn var einnig skreyttur með íslenzkum fán- um og allt gert sem unnt var til að setja hátíðablæ á kaup- túnið og umhverfi þess. Veður var eins gott og frekast varð á kosið, — sólsldn og blíða. ★ Siglufjörður. 17. júní rann upp með sól- skini og blíðu, en þykknaði upp strax eftir kl. 7, en hélzt þó þurr fram yfir hádegi, en rigndi af og til úr því. Kl. 8 fóru menn að draga upp fánana og margir flögguðu þá í fyrsta sinn og mörg hús báru þá flaggstöng og fána í fyrsta sinn, en það er Siglfirðingum til sóma, hversu vel og mikið þeir hafa hreinsað lóðir sínar, götur og stíga, málað hús sín og fengið sér flaggstengur og flögg, enda var flagg svo að segja á hverju húsi og sumum tvö, eða jafnvel fleiri. Siglfirð- ingar voru í hátíðaskapi og fögnuðu í þögulli lotningu deg- inum. Hólshyrnan er hátt og- tígu- legt fjall fyrir botni fjarðarins. Þar höfðu þeir Ásgeir Bjarna- Bíll. - Hús. Vil kaupa nýlegan bíl í skiptum fyrir nýtt hús, sem stendur rétt innan við bæinn. Upplýsingar Meðalholti 4 ld. 7—8 á morgun (miðvikudag). BíII. Til sölu 5 manna bíll, model 1937. Sldpti á eldri bifreið eða vörubíl geta komið til mála. — Góðir skilmálar. Uppl. á Laugavegi 163, eftir kl. 8 e. m. Tilboð óskast í hornsófa, 2 djúpa stóla, klæðaskáp o. fl. húsgögn, sem verða til sýnis í kvöld kl. 7—9 á Vesturgötu 21. Ráðskona. Ráðskona óskast um tveggja mánaða tíma á sumardvalarheimili í sveit. Má hafa stálpað barn með sér. Upplýs- ingar í síma 5885 eftir kl. 6 í dag. Hvít kjélabeltL E T0FT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. BollapOr H0LT Skólavörðustíg 22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.