Vísir - 21.06.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar:
t&ristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
34. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 21. júní 1944.
Ritstjórar
Blaöamenn Slmli
Auglýsingar 1660
Gjaidkerl 5 llnur
Afgreiðsla
136. tbl.
Þjóðverjum ekki undankomu auðið -
frá Cherbourg og vörnin vonlaus.
Hjá Rafal við Vesturgötu.
Þessa dagana hefir Rafall,
Vesturgötu 2, nýstárlega og
merkilega sýningu í húsakynn-
um sínum, í tilefni af lýðveldis-
hátíðinni.
Beint fyrir inngöngudyrun-
um á gólfi verzlunarinnar er
fyrsti rafall, sem settur var upp
hér á landi. Tók hann til starfa
1. des. 1904 og hefir alla tíð
verið eign Jóhannesar Reykdals
verksmiðjueiganda. Er rafallinn
enn í liezta lagi, þótt hann sé
ekki notaður lengur.
I öðrum sýningarglugganum
eru ýmsar myndir, sem sýna
þróunina í raforkumálum þjóð-
arinnar. Þar er m. a. sýnd mynd
af elzta rafal, sem enn er í
notkun hér á landi. Hann er frá
árinu 1906 og er eign Jóhann-
esar Reykdal, eins og sá, sem
sýndur er í verzluninni. Þótt
þessi rafall hafi nú verið not-
aður í sífellu í liartnær 40 ár,
hefir honum aldrei orðið mis-
dægurt. Þá er þarna einnig
mynd af einum af dælumótor-
unum á Reykjum. Þeir eru þrír,
hver um sig 300 hestöfl.
En í hinuin sýningargluggan-
um er þó sýnt það, sem mörg-
um mun verða starsýnt á.
Þar eru nefnilega sýnd ýmis af
þeim ljósatækjum, sem hér hafa
verið notuð frá þvi á land-
námstíð. Þar eru sýndar týrur
og kolur, fom kertastjaki, gas-
lugt, kolþráðarperur og svo
auðvitað hið nýjasta á sviði lýs-
ingartækninnar fluorescent-per-
ur..
Þessi gluggasýning er einstök
í sinni röð og hefir margvís-
legan fróðleik að geyma.
Lokaátökin um
Cherbourg hafin.
jfliiuu vart
standa lcn^i.
ermálasérfræðingar
bandamanna eru mjög á
einu máli um það, að Þjóð-
verjar muni svo sem engu liði
koma undan frá Cherbourg-
skaga og vörnin sé svo von-
laus, að hún sé aðeins óþörf
sóun á mannslífum.
Herstjórnartilkynning Breta
í morgun er þannig orðuð, að
ráða má af því, að ekki er hú-
izt við því, að vörn Þjóðverja
verði mjög löng. Þeir liafa ekki
mikið lið á skaganum og mikill
Jiluti þess er af lakari endanum,
aðeins notað sem setulið í ýms-
um horgum skagans.
Bandaríkjamenn virðast vera
næst horginni fyrir suðvestan
hana. Þar tóku þeir í gær þorp
eitt, sem er ijpnan við 10 km. frá
borginni og sóltu auk þess
nokkurn spöl norður fyrir það.
Brezki herinn, sem tólc Tilly
í fyfradag hefir sótt fram all-
langa leið þaðan. Herstjórnartil-
kynningin i morgun skýrði frá
þvi, að hann hefði tekið þorp,
sem er um 6 km. fyrir sunnan
Tilly.
Kennaraþingið sett í
gær.
I gær var kennaraþing sett í
Austurbæjarbarnaskólanum, af
formanni saiúbandsins, Ingimar
Jóhannssyni kennara.
Aðalmál þingsins að þessu
sinni verða nýja fræðsluskip-
unin, launamál kennara, al-
þjóðasamvinna um skólamál
eftir stríðið og islenzkupróf.
Stjórnarskipti
væntanleg í
Finnlandi.
Paasikivi líklega
forsætisráðherra.
1 Svíþjóð er talið sennilegt,
að stjórnarbreyting verði bráð-
lega í Finnlandi.
Er gert ráð fyrir því, að
Finnar neyðist til að gera þetta,
ef þeir ætli sér að fá frið hjá
Rússum, því að Rússar sé stað-
ráðnir í að semja ekki við ráð-
herrana, sem eru í stjórn Lin-
komies, því að þeir eru vinveitt-
ir Þjóðverjum. Hins vegar er
sennilegt talið, að Ryti verði
forseti áfram, þrátt fyrir
stjórnarbreytinguna.
Paasikivi er talinn líklegast-
ur eftirmaður Linkomies, því að
hann virðist njóta meira trausts
meðal Rússa en aðrir finnskir
stjórnmálamenn.
Eftir tíu daga sókn á Kirjála-
eiði hafa Rússar tekið aðalborg
skagans, Viborg.
í löndum bandamanna er nú
talað um það, að þar sem að-
staða Finna sé nú alveg eins og
1940, muni þeir fljótlega hiðja
um frið og sumar fregnir segja,
að þeir sé þegar farnir að þreifa
fyrir sér hjá bandamönnum.
K.R. vann Víking
2:0
Islandsmótið hélt áfram í
gærkveldi og kepptu þá KR og
Víkingur. Leiknum lauk með
sigri KR, 2 mörkum gegn engu.
I Víkingsliðið vantaði einn
bezta manninn, Brand Brynj-
ólfsson, og mun það hafa ráðið
töluverðu um úrslitin. Ba»ði
mörkin voru skoruð í siðara
hálfleik.
Drslitaleikurinn fer fram
annað kvöld og verður hann á
milli Fram og Vals. Vinni Fram
þann leik, verður það KR í hag,
því þeir vinna þá mótið, en
verði jafntefli, þá þurfa KR og
Valur að keppa á ný.
Ameriskar flugvélar gerðu
árás á Berlín í morgun. Þjóð-
verjar segja, að hún hafi verið
allhörð.
Stórrigningar hindra mjög
hernaðaraðgerðir á Ítalíu. —
Bandamenn liafa þó sótt lítið
eitt á.
Stórorusta að hefjast á
Ky rrah afi - eða þegar hafin
Japanski ílotinn stadd-
ur austan Filippseyja
Bandaríkjamenn búast við
því, að til stórorustu kunni að
koma mjög bráðlega á Kyrra-
hafi, ef hún er ekki þegar haf-
in.
Nimitz flotaforingi skýrði
frá því i gær í aðalstöðvum sín-
úm í Pearl Harbor, að öflugar
japanskar flotadeildir hefði tek-
ið sér stöðu á hafinu fyrir aust-
an Filippseyjar. Hafa flugvélar
Bandaríkjamanna séð þar
stærri flota en nokkuru sinni
áður á Kyrrahafi.
Með því að ná Saipan-eyju á
vald sitt — og þaðan er vart
meira en steinsnar til Guam-
eyju — liafa Bandaríkjamenu
hina ákjósanlegustu hækistöð
til sóknar gegn Filippseyjum,
en taki þeir þær, er rofið sam-
handið milli Japans og lierja
l>eirra i Burma og Hollenzku
Austur-Indíum. Nú er því ann-
aðhvort að gera fyrir Japani að
hrökkva eða stökkva.
Ef Japanir leggja lil stóror-
ustu, þá verður það í fyrsta
skipti, sem þeir hætta miklum
liluta flota.síns, síðan við Mid-
way í júní 1942, er þeir fengu
sem herfilegasta útreiðina.
segfa Japanir.
Útvarpið í Tokyo tilkynnti í
morgun, að mikil og grimmileg
sjóorusta sé hafin á Mið-Kyrra-
hafi í grennd við Mariana-eyjar.
Flotamálafræðingur, sem gerði
orustuna að umtalsefni, sagði,
að hún mundi að líkindum hafa
mikil áhrif á aðstöðuna á
Kyrrahafi í framtíðinni.
Fjögur Ameríkuríki viðurkenna lýðveidið.
Brasilía, Paraguay, Guatemala og Nicaragua.
■pftir að iýðveldið var stofnað hafa borizt frá Ameríku skeyti
" frá fjórum ríkjum þa» í álfu, sem hafa viðurkennt lýðveldið
Island. Fara hér á eftir skeytin, sem hingað bárust.
Frá stjórn Brasiliu:
„Þjóð og stjórn Brasiliu fagna
því að ísland hefir valið lýð-
veldisleiðina. — Endurfæðing
þess er sveipuð samúð, virð-
ingu og aðdáun allra þjóða,
sem frelsi unna, og færa þakkir
fyrir hugprúða lijálp sem Is-
land hefir rétt sameinuðu þjóð-
unuin i baráttu þeirra gegn
óvinum menningarinnar. —
Stjórn Brasilíu sendir hinu
nýja ríki beztu vinar- og árn-
aðarkveðjur á þessum stór-
merku tímamótum í sögu þess
með óskum um vöxt og við-
gang iýðveldis og hamingju
fyri hina göfugu og hugprúðu
þjóð þess.
Utaníkisráðliera Brasilíu.“
Frá stjórn lýðveldisins Guate-
mala barst forseta Islands þessi
kveðja:
„Palacio Nacional,
Guatemala.
Hæstvirtur herra forseti lýð-
veldisins Islands, Reykjavík,
Mér er heiður að færa yður,
herra forseti, heillaóskir mínar,
þjóðar og stjórnar í Guate-
mala á þessum stjórnarskrár-
degi íslenzka lýðveldisins og
bjóða það lijartanlega velkomið
i flokk hinna frjálsu þjóða.
Beztu óskir um lieill og ham-
ingju hins nýja lýðveldis o'g um
góða líðan fyrir yður sjálfan,
herra forseti, og virðingar-
fyllstu kveðjur.
Jorge Unico, forseti
lýðveldisins Guatemala.“
Frá lýðveldinu Paraguay
barst forsetanum þessi kveðja:
„Hæstvirtur forseti lýðveld-
isins Islands, Reykjavík.
I nafni stjórnar Paraguay
sendi ég yður óskir um heill og
farsæld hinu nýja íslenzka lýð-
veldi.
utanríkisráðherra Paraguay.“
Heracio Chiriani,
Haukar og F. H.
keppa í kvöld.
Fyrri umfcrð knattspyrnunnar
í Hafnarfirði er nú lokið í öllum
flokkum og fóru leikar þannig,
að í 1. flokki unnu Haukar með
5:1, í 2. fl. unnu Haukar einnig,
með 3:0 og í 3. fl. vann FH með
4:1. I 3. fl., seinni umferð, unnu
Haukar mcð 1:0 og eru þvi
hæði félögin jöfn að stigum í
þeim flokki og keppa til úrslita
í kvöld kl. 7 á íþróttavellinum í
Hafnarfirði. Á eftir þeim leik
keppa svo Haukar og FH i 1. fl.
Þó Haukar hafi sýnt mikla yfir-
burði, hvað markafjölda snert-
ir í siðasta leik þeirra, er alls
eklci með öllu víst, að þeir beri
sigur af hólmi i þessari síðari
viðureign, nú í kvöld, þvi FH
hefir bæzt liðsauki, sem mun
torvelda Haukum eftirreiðina.
Ekki er að efa, að marga fýsi að
sjá þennan leik.
Frá lýðveldinu Nicaragua:
„Beztu árnaðaróskir til ís-
lenzka lýðveldisins, sem vér
bjóðum velkomið i hóp frjálsra
þjóða. 1 nafni þjóðar og stjórn-
ar Nicaragua og minu eigin
nafni, sendi ég samfagnaðar-
kveðjur til þjóðar yðar og
stjórnar, ásamt ósk um vöxt og
viðgang lýðveldisins.
Með sérstakri virðingu,
Mariano Arguello,
utanríkisráðherra Nicaragua.
nr
ieín i ii.SI.
Ákveðið hefir verið að halda
gjaldeyris- og fjármálaráð-
stefnu í Bandaríkjunum í næsta
mánuði.
Islandi hefir verið gefinn
kostur á að taka þátt-í ráðstefn-
unni og hefir ríkisstjórnin teldð
því boði og ákveðið að senda
þriggja manna nefnd á ráð-
stefnuna. i
I nefndina hafa verið skip-
aðir þeir Magnús Sigurðsson
bankastjóri formaður, Ásgeir
Ásgeirsson bankastjóri og
Svanbjörn Frímannsson for-
maður Viðskiptaráðs..
LaiiKii frá
prestskap.
Þeir séra Eiríkur Albertsson
að llesti og séra Hermann
Hjartarson á Skútustöðum, er
nýlega var kosinn prestur að
Eydölum, hafa háðir sótt um
lausn frá prestsskap.
„Sameig-narfélagið Körfugerðin“.
Sú meinlega villa slæddist inn í
grein um, „KörfugerÖina s.f.“ í
ÞjóðhátíÖarblaÖi Visis, aÖ sagt var ’
að KörfugerÖin væri samvinnufé- j
lag, en átti að vera sameignarfélag, j
því Þorsteinn Bjarnason og Jó-
hannes heitinn Þorsteinsson áttu
fyrirtækið.tveir saman. Er fólk beð-
ið að hafa þetta í buga, er það les
greinina um Körfugerðina í Þjóð- !
hátíðarblaðinu.
Varnir eru sterk-
ar, segja Þjóð
verjar, og við
lærðum af
Singapore.
Mikið tjón á innrásar-
flotanum.
ýzkar fregnir um barátt-
una á Cherbourg-skaga
eru á þá leið, að öllu sé enn
óhætt þar, þýzki herinn hafi
látið undan síga samkvæmt
áætlun og varnir sé fjölþætt-
ar og sterkar.
I lýsingu á virkjunum, sem
send hefir verið éit á vegum
Skandinavisku fréttastofunnar,
en hún er raunverulega undir
stjórn Þjóðverja, er sagt að
undanfarin ár hafi þýzka her-
stjórnin treyst mjög varnir
borgarinnar. Er tekið fram, að
herstjórnin liafi verið svo for-
sjál að styrkja einnig varnirn-
ar landmegin, því að hún hafi
gert sér ljóst, að þarna hafi
verið möguleiki til að koma
Þjóðvérjum í opna skjöldu. Við
þessar viggirðingar hafi Þjóð-
verjar fært sér rækilega í nyt
þann lærdóm, sem hægt hefði
verið að draga af víggirðingum
Biæta í Singapore.
Bandamenn segja og, að
vörnum Þjóðverja við Cher-
bourg sé þannig háttað, að þar
sé þrenn virkjabelti, sem nái í
hálfhring frá sjó til sjávar og
sé þegar búið að brjótast inn i
fyrsta virkjahringinn.
Árásirnar
á innrásarflotann.
Þjóðverjar segjast beita hinu
nýja leynivopni sínu með mikl-
um árangri gegn innrásarflota
bandamanna, bæði meðan hann
sé á leiðinni yfir sundið og einn-
ig þar sem skipin liggi í höfn í
Suður-Englandi, til að taka um
borð menn og hergögn. Hafi
meðal annars orðið mikið tjón
í Portsmouth og ein skipalest,
scm varð fyrir mikilli árás, hafi
goldið mikið afliroð.
Þá hefir talsmaður einn í ut-
anríkismálaráðuneytinu sagt
við blaðamenn, að það sé hin
mesta blekking lijá Bretum, að
tjón sé litið af þessum sprengj-
um. Bretum þýði ekki að neita
því, að þær vinni mikið tjón,
því að Þjóðverjar viti ofur vel
af rannsóknum sínum og til-
raunum, að sprengimagnið sé
ægilegt.
Myndin hér að ofan er af skjald-
armerki hins nýstofnaða ís-
lenzka lýðveldis. — Tryggvi
Magnússon teiknaði merkið.
Kínversk borg her-
tekin í þriðja sinn.
Kínverjar kannast við það,
að Japanir sé komnir inn í
Changsa.
Þetta mun vera í þriðja skipt-
ið, sem Japanir hernema þessa
lxn'g. Þeir gera það eklci til að
halda henni, heldur er hún gerð
að bækistöð þeirra meðan þeir
eyðileggja- hrísgrjónauppsker-
una í nágrenninu. Changsa er
nefnilega liöfðuborg mesta hrís-
grjónaræktarfylkis í Kína.