Vísir - 23.06.1944, Síða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugisson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmt>
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, föstudaginn 23. júní 1944.
138. tbl.
Lokasóknin | gegn
samkvæmt áætlun,
Sókn í Hvíta-
Rússlandi.
Þjóðverjar segja, að Rússar
sé byrjaðir harðar árásir á 130
km. svæði milli Mogilev og Vit-
ebsk í Hvíta-Rússlandi.
1 fyrri fregnum sagði:
Sóknin, sem Rússar halda
nppi gegn Finnum, nær nú yfir
vígstöðvar, sem eru samtals um
500 km. á lengd.
Þeir hafa unnið á alls staðar
á viglínunni, en engin mikil-
væg borg hefir verið tekin síðan
þeir tóku Víborg. Þar sem
Mannerbeim-linan er nú að
baki, eru engar verulegar víg-
girðingar til í landinu til að
stemma stigu við sókn Rússa.
Sænskt blað birtir þá fregn,
að þýzku blöðin sé farin að búa
þjóðina undir slæin tiðindi frá
Finnlandi. Blað eitt í Hannover
hefir sagt, að aðstaða Finna sé
stórhættuleg og mönnum mik-
ið áhyggjuefni.
Styttir upp á
Italín.
Veður fara nú heldur skán-
andi á Ítalíu, en sókn banda-
manna er þó erfið.
Ár allar eru mjög bólgnar
eftir þriggja daga stórrigning-
ar og vegir eru illfærir vegna
leðju. Þrátt fyrir þetta hefir
bandamönnum teldzt að jafna
pokann, sem var á miðri vig-
línu þeirra hæst í Appennína-
fjöllum og er víglínan nú því
sem næst bein frá austri til
vesturs.
mmm\É eignast
Bílverk eitir træoan
kglleazkefl Mlara.
Fyrir nokkru keypti próf.
Matthías Þóröaison þjóðminja-
vörður fyrir safnið, málverk
eftir frægan flæmskan málara,
sem uppi vai’ seint á 17. og- fyrst
á 18. öld. Var málverk þetta
innan um aðra gamla muni,
sem verzl. „Héðinshöfði“ í
Aðalstræti hér í bæ hefir á boð-
stólum, en verzlunin fær þessa
muni frá Englandi.
Málverk það, sem hér er um
að ræða, er frummynd og heitir
„Fundur Móses“. Er þetta
Ijómandi fallegt málverk og til-
komumikið. Hefir málverkið
nú verið hreinsað og „í'ernis-
erað“ og fengið mildu fegri blæ.
Málarinn sem málaði þetta
málverk nokkru 'eftir 1700 hét
Victor Honorius Janssens. Er
liann fæddur í Bryssel árið 1664
en dó árið 1739. Ilann var við
nám i Ítalíu í mörg ár, en fór að
því loknu aftur til Bryssel og
málaði þar altaristöflur i kirkj-
ur flæmskra bæja. Árið 1718
var liann kallaður sem hirðmál-
ari til Wienarborgar við keis-
arahirðina þar og eftir dvöl sína
,þar fór hann til London og var
þar í nokkur ár og þar er mynd
þessi líklega máluð. Hún var í
einstaks manns eign í London,
áður en hún kom hingað. —
Nafn Janssens, sem var mjög
frægur málari, er enn þá greini-
legt á myndinni og gefur henni
því meira gildi.
Japanir gerðu
enga gagnárás
Þeim var komið gersamlega á óvart.
Árás Bandaríkjamanna á flota
Japana fyrir austan Filippseyj-
ar á mánudag kom Japönum
svo á óvart, að þeir höfðu ekki
rænu á því, að gera gagnárás
á amerísku skipin.
Nimitz flotaforingi gaf í gær
út tilkynningu um atburðina á
mánudag. Sagði hann, að amer-
ískar flotaflugvélar hefði kom-
ið auga á mjög stóran japansk-
an flota austur af Luzon-eyju.
Var jafnvel talið, að þar væri
um allan japanslca flotann að
ræða.
Flugstöðvarskipum Banda-
ríkjamanna var strax gefin
skipun um að senda til árásar
allar flugvélar, sem ekki þyrfti |
nauðsynlega að vera við varnir
skipanna.
14 skip.
Árásinni lauk þannig, að fjór-
um af skipum Japana var sökkt,
en 10 löskuðust meira eða
minna.
Skipin, sem sökkt var, voru
flugstöðvarskip og þrjú olíu-
flutningaskip, en auk þess lösk-
uðust þrjú flugstöðvarskip önn-
ur, orustusldp (30,000 smál.)
af Kongoflokki, beitiskip, tvö
olíuskip og þrír tundurspillar.
Meðal flugstöðvarskipanna, sem
löskuðust, var eitt af nýjustu
skipum Japana, sem varð fyrir
þrem 1000 punda sprengjum.
368 flugvélar.
Japanskar flugvélar réðust
þegar á amerísku flugvélarnar,
en fengu hina háðulegustu út-
reið. Alls misstu Japanir 368
flugvélar af ýmsum gerðum, en
49 af amerísku flugvélunum
komu ekki aftur.
Aðeins örfáar japanskar flug- '
vélar reyndu að ráðast á amer-
íska flotann, en þær unnu lílið j
tjón á einu orustuskipi og tveim
flugstöðvarskipum.
I Áður en myrkrið var skollið á
um kveldið, var japanski flotinn
búinn að breyta up^ stefnu.
Hann stefndi beint í vestur og
var næstum kominn úr árásar-
færi morguninn eftir. En þá um
morguninn var þó gerð önnur
árás, en þó miklu minni en dag-
inn áður.
Þ j ó ð ve rj a r s ö kk va
skipum í hafnar-
mynninu.
Uppskipun gengur
betur á fjörurnar.
þjóðverjar ætla að vera bún-
ir að ganga svo frá höfn-
inni í Cherbourg, þegar
bandamenn ná henni, að hún
verði þeim ónothæf í langan
tíma.
Þeir láta sér ekki nægja að
sprengja fram alla hafnarbakka,
brenna vöruskemmur og eyði-
leggja önnur mannvirlci, heldur
eru þeir nú farnir að sökkva
skipum í hafnarmynninu, til
þess að ógerningur verði að
lcomast inn í höfnina.
Bandamenn gera sér ljóst, að
Þjóðverjar muni verða búnir að
eyðileggja allt, sem nokkurt
gagn getur verið að, þegar þeir
ná bænum loks á sitt vald- En
þeir segjast vera búnir að fá svo
mikla æfingu í að gera við bafn-
ir, sem Þjóðverjar hafi reynt að
eyðileggja, pá upp skipum og
þar fram eftir götunum, að þeir
muni fljótlega verða búnir að
gera Cherbourg-höfn nothæfa
aftur.
Veður batnar.
1 morgún var sagt frá því í
hers t j órnar tilkynningu banda-
manna, að veður sé betra en áð-
ur. Undanfarna daga hefir við
og við orðið að hætta uppskip-
un á fjörurnar, vegna brims, og
hefir tíminn þá verið notaður til
að koma upp varanlegum
birgðastöðvum. 1 gær brá hins-
vegar til batnaðar, svo að nú er
skipað upp eins miklu og nokk-
uru sinni áður.
Vinna fyrir þjóðina
— en ekki konunginn
ítalska stjórnin nýja vann í
gær eið að því að vinna á allan
hátt fyrir hugsmuni ítölsku
þjóðarinnar.
Eiðurinn var unninn i viður-
vist Umberto krónpins, en hann
gerði enga kröfu til þess, að
stjórnin ynni honum eða kon-
ungsættinni hollustueið.
Nýr horgarsljóri hefir verið
skipaður í Róm og er hann þeg-
ar tekinn að rekd fasista úr vist-
inni.
Ará.«ir si fran§k-
ar Rtorsfir í nótt.
Brezkar fiugvélar réðust á
Rheims og fleiri franskar borg-
ir í nótt.
Árásirnar í fyrrinótt voru
gerðar á verksmiðjur í Rulir og
Rínarbyggðum og valdar verk-
smiðjur,1 sem framleiða mjög
nauðsynleg tæki fyrir þýzka
herinn. Voru varnir Þjóðverja
öflugar og komu 46 flugvélar
ekki aftur.
Berlin varð fyrir árás Mos-
kito-véla i fyrrinótt og var það
önnur árásin á borgina á 12
klst.
Cherbourg gengur
segja bandamenn.
16 þrnnl. fallbyssukjaítur.
Fallbyssan hér að ofan var smíðuð í Frakklandi 1918, en flutt
síðan til Bandaríkjanna. Þegar bandamenn tóku að sér að
vopna franska herinii í N.-Afríku, fengu Frakkar m. a. byssur,
sem þeir höfðu smíðað fyrir aldarfjórðungi, en aldrei verið
notaðar, svo að þær eru eins og nýjar af nálinni. Þessi fall-
byssusveit berst nú á Italíu.
Flugferðir fil
Borgaríjarðar.
Flugfélag Islinds hefir í
in ggju að taka að sér leiguferð-
ir upp í Borgarfiórð um helgar
í sumar.
Af ýmsum ástæðum verðnr
hentugast fvrir þá. sem ætla að
iiotfæra sér þær ferðh, að taka
sig taman í hápa og leigja flug-
vél til ferðarinnur.
Þessar ferðir eru líka einkar
henlngar fyrir þá, sem vdja
losna við sjóferðina til Borgar-
n< ss eða langim, þrevtandi bif-
reiðaakstur og komast uppeftir
á fáeinum muní tum. í stað
nokluirra klukkustunda áður.
Maður hverfur
frá Isafirði.
Hefir verið leitað
árangurslaust.
Þann 16. júní fór maður að
nafni Alf Simson frá ísafirði
gangandi þaðan og ætlaði sér
að Rafnseyri við Arnarfjörð, en
þar var mikil hátíð þann dag í
tilefni af lýðveldisstofnuninni.
Maður þessi hefir ekki komið
fram og ekkert til hans spurzt
síðan að hann fór frá ísafirði.
Talið.er að Alf liafi ætlað að
ganga frá Isafirði yfir í Arnar-
fjörð, en 4 klukkustunda gang-
ur mun vera milli byggða, l>á
leið sem talið er að maðurinn
hafi farið, en það er um Tungu-
dal, sem liggur upp af Skutul-
firði og þaðan um Botnsheiði
ofan í Arnarfjörð.
Um 20 manns hafa leitað að
manninum undanfarið en ár-
angurslaust. Mikill vöxtur er í
ám á þessari leið um þessar
mundir og vötn á fjallveginum
i eru lögð íshroða. Einnig eru
mörg gil og klif á þessari leið.
Kconaraþingið.
Kennaraþingið hefir staðið í
3 daga og er gert ráð fyrir að
því ljúki í dag.
Eitt af aðalviðfangsefnum
þingsins eru launamál kennar-
anna. Hafa margar ályktanir
verið gcrðar í þeim efnum á
þinginu. Þá hefir þingið rætt
allmikið nýju fræðsluskipunina
og gert um hana samþykktir.
Kl. 10 fyrir liádegi í dag kom
próf. Bichard Beck á þingið og
hélt þar ræðu.
Allir verða að sjá
sögulegu sýninguna.
Menn ættu að athuga það, að
sögulega sýningin í Mennta-
skólanum er opin daglega frá
kl. 1—10 e. h.
Allir ættu að notfæra sér
þetta tækifæri til þess að sjá
myndir ,þær, sem þarna eru og
skýra fyrir mönnum menning-
ar- og frelsisbaráttu Islendinga
frá því fyrsta til liins síðasta.
Notið lætta einstæða tæki-
færi til Jiess að kynnast sögu
Iandsins.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötúr: Harmon-
íkulög. 20.30 Jónsmessuhugleiðing
(Árni Jónsson frá Múla). 20.55
Strokkvartett útvarpsins: Kvartett
Op. 18 nr. 1 í F-dúr eftir Beet-
hoven. 21.10 Upplestur: „Noregur
undir oki nazismans,” bókarkafli
eftir Worm-Möller prófessor
(Ragnar Jóhannesson). 21.35
Hljómplötur: Sönglög eftir Hugo
Wolf. 22.00 Symfóníutónleikar
-(plötur): a) Gátutilbrigðin eftir
Elgar. b) Pianókonsert í E-sdúr
eftir Ireland.
Ársþing Iþróttasambands fslands
verður sett næstk. sunnudag kl.
2y2 í Oddfellow. íþróttamenn og
-vinir velkomnir. Fulltrúar hafi meÖ
sér kjörbréf.
Barizt í austur-
hverfum borgar-
innar, segja
blaðamenn,
Sótt fram í tveim
fylkingum.
J^okaátökin um Cherbourg
standa yfir, en herstjórn
bandamanna segir ekki ann-
að um þau, en að þau gangi
eftir áætlun og sé hún ánægð
með árangurinn.
Urslitasóknin hófst á ellefta
tímanum — skv. ísl. tíma —
með því að hundruð. sprengju-
flugvéla gerðu árásir á stöðvar
Þjóðverja og rufu þær geilar á
tveim stöðum í virkin, en þar
var fótgönguliði síðan ætlað að
sækja fram.
Þegar loftárásirnar liöfðu
staðið i rúma klukkustund tók
stórskolalfö við og klukkan tólf
fór fótgönguliðið á stúfana i
skjóli skothriðarinnar.Var skot-
hríðinni hagað þannig, að henni
var alltaf beint rétt fyrir fram-
an fótgönguliðið, svo að hún
braut á bak aftur jafnóðum
mótspyrnu Þjóðverja.
Þýzka liðið varðist af miklu
harðfengi, en stóðst þó ekki
sókn bandamanna, enda hafa
þeir ógrynni liðs og hergagna.
4 ndir miðnætti simúðu blaða-
monri, að búið væri að hreinsa
slveg til fyrir austan borgina
og komið hefði til bardaga í út-
hvorí unum þeim megin.
2500 ferkm.
á valdi bandamanna.
Landsvæði það, sem banda-
menn eru nú búnir að ná á vald
sitt í Frakklandi er samtals um
2500 ferkm. að stærð. Það getur
virzt allstór spilda í fljótu
bragði, en verður harla lítil,
þegar gerður er samanburður
við heildarstærð Frakklands,
því að það er 220 sinnum
stærra.
44,089 ibúar í
Reykjavík.
Við síðasta manntal í
Reyltjavík voru íbúar sam-
tals 44.089 manns — karlar,
konur og börn — en í þessari
tölu eru meðtaldir þeir, sem
lögheimili eiga utan Reykja-
víkur, en láta mun nærri að
þeir séu um 11—1200.
Til samanburðar má geta
þess, að við næst síðasta
manntal voru 42.295 íbúar
skrásettir í Reykjavík, svo
f jölgunin nemur 1794 manns.
1. flokks mótið
hefst í kvöld kl. 8.30, og keppa
þá fyrst l.R. og Fram, en strax
á eftir K.R. og Valur.
Næturakstur.
B.S.R. Sími 1720.