Vísir - 23.06.1944, Page 2

Vísir - 23.06.1944, Page 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sjálistæðið. £KKI ALLS fyrir löngu hafa Norðmenn lýst yfir því, að þeir muni að striðinu loknu taka upp nána samvinnu við hinar engilsaxnesku þjóðir, — stórveldin, sem nú berjast jafnt fyrir frelsi smáþjóðanna og sinu eigin. Þetta er eðlileg af- staða, þegar svo er komið mál- um, að öfgaflokkar í ýmsum löndum halda þvi fram í ræðu og riti, að smáþjóðirnar eigi engan rétt á sér, en standi í vegi fyrir eðlilegri þróun í heiminum. En úr þvi að frænd- ur okkar Norðmenn hafa lýst shkri afstöðu sinni, virðist held- ur ekki úr vegi að íslenzka þjóðin taki til nákvæmrar at- hugunar hver aðstaða hennar verði að ófriði loknum. Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem nýlega er afstaðin, sannaði það ljóslega. að Islendingar eru frelsiselskandi þjóð, sem viður- kennir á engan hátt frekari rétt stórþjóða til lífs og réttinda en smáþjóðanna. Með sárfáum undantekningum hafa Islend- ingar skipað sér í flokk með þeim, sem berjast f^rir frels- inu, en þá væri um einkenni- lega og furðulega stefnubreyt- ingu að ræða, ef þjóðin færi að dæmi kommúnista og reyndi að sýna þeim þjóðum lítilsvirð- ingu, sem mestu hafa fórnað fyrir réttindabaráttuna, og veitt hafa okkur jafnframt fyllstan stuðning til að ná þeim rétti, sem fyrir okkur hefir verið haldið um aldaraðir. Sé það Norðmönnum nauðsyn að taka upp náið samstarf við stórþjóð- irnar, er okkur það engu síður, þótt í slíku felist á engan hátt réttindaafsal eða stefnubreyt- ing. Engu breytir þetta heldur í því efni, að samband íslenzku þjóðarinnar við Norðurlönd verði sem nánast og alger vin- semd ríkjandi í sambúðinni. Við verðum hinsvegar að horf- ast i augu við þá staðreynd, að algert sjálfstæði leggur okkur á herðar auknar skyldur, sem fyrst og fremst felast í því, að við verðum að haga utanríkis- stefnunni á þá lund, sem ís- lenzku sjálfstæði er hagkvæm- ust og samræmist jafnframt þeim heimsstefnum, er tryggja okkur það beint og óbeint. Að þessu Ieyti er um sameiginlega hagsmuni íslendinga og engil- saxnesku þjóðanna að ræða, og öll önnur stefna í utanríkismál- unum hlýtur að verða hags- munum Islendinga stórháska- leg, svo ekki sé tekið dýpra i árinni. Þjóðviljinn hefir ýmislegt við ]iað að athuga, að hér í hlað- inu hefir engilsaxnesku þjóð- unum, — og öðrum þjóðum raunar einnig, — verið þökkuð vinsamleg afstaða þeirra gagn- vart íslenzku þjóðinni og skiln- ingur sá, er þessar þjóðir hafa sýnt henni nú síðustu dagana. Telur blaðið að ríkrar tilhneig- ingar gæti hér í þá átt, að þoka íslandi í áttina til Vesturheims, og dregur þá ályktun af því, að frétt um fyrstu viðurkenningu á lýðveldisstofnuninni var í blaðinu „slegið upp“ með 6 dálka fyrirsögn, en sambæri- leg tilkynning frá konungi Ráðningarstofa landbúnaðarins: Fófksekla í sveitum hlutfallslega sú sama og í fyrra. Um 30 Færeyingar munu vinna hjá bændum i sumar. WlSIR snéri sér í gær til Metúsalems Stefánssonar, forstjóra Ráðn- ingarskrifstofu landbúnaðarins, og innti hann eftir fréttum af umsóknum og eftirspurn eftir vinnufólki til sveitavinnu. Metúsa- lem lét blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar: Fram til dagsins i gær var búið að skrásetja 35 karlmenn, 29 konur, 48 drengi yngri en 18 ára og 7 stúlkur yngri en 18 ára, sem buðu fram vinnu sína i sveit í sumar. Auk þessa, sem að framan greinir hafa einnig 19 Færeyingar gefið sig fram við Ráðningastofuna og beðið um vinnu i sveit. Páll Patursson, kóngsbóndi í Færeyjum fór fram á það við Búnaðarfélagið í fyrra, að það útvegaði vist fyrir 30 Færeyinga í sumar og auglýsti félagið þvi, að þeir sem vildu fá Færeyinga til vinnu, skyldu senda umsókn- ir sínar til Ráðningarskrifstof- unnar. Hafa nú Ráðningar- skrifstofunni borist 37 heiðnir um Færeyinga og er þegar búið að ráða 19 af þeim, sem hafa gefið sig fram, en 11 þeirra eru ókomnir til landsins, af þeim sem Patursson bað fyrir, nema verið geti að þeir hafi komið til Austfjarða í vor, en þaðan hefir frétzt, að Færeyingar séu ráðn- ir til noldcurra bænda, hvort sem hér er um aðra að ræða eða ekki. Þá mun einnig vera eitthvað komið til landsins af færeyskum stúlkum, en þær hafa engar gef- ið sig fram við Ráðningarskrif- stofuna. Skrásettir vinnukaupendur (bændur) eru nú orðnir 255 að tölu og biðja þeir um alls 86 karlmenn, 146 konur, 68 drengi, 11 stúlkur og 37 Færeyinga. Af þeim, sem sótt hafa um vinnu til Ráðningarstofunnar, er þegar búið að ráða 22 karl- menn, 18 konur, 36 drengi, 2 Breta hafi verið birt eindálka. Þótt hér sé um barnalegar hug- leiðingar að ræða, skal þess get- ið, að er tilkynning Bretakon- ungs var hirt voru hér einnig birtar fyrstu innrásarfréttirn- ar, þannig að allt vék fyrir þeim. Tilkynningin harst blað- inu einnig svo seint, að ekki voru tök á að breyta -umbroti, en um hana skrifað sérstaklega síðar í ritstjórnargrein. Lýsir það ekki átakanlegri málefna- fátækt, er þetta auðnuleysingja- málgagn reynir að gera afstöðu þessa blaðs í utanríkismálum tortryggilega vegna ofan- greindra atriða, og heldur blað- ið að það geri íslenzku þjóðinni yfirleitt nokkurt gagn með slík- um skrifum. Það eitt er óhætt að fullyrða, að ef stefnubreyt- ing yrði hjá kommunum, þann- ig að starf þeirra og stefna gæti samrímzt íslenzkum hagsmun- um, myndi hlutur þessa blaðs ekki eftir liggja, en um slíka stefnubreytingu hjá kommun- um er engin von, en hins vegar fullvíst að þjóðin snýr við þeim baki og lætur þá „liggja á sín- um gerningum“. Það er tilgangslaust fyrir kommúnista að reyna að efna til nokkurra æsinga í sambandi við skrif Vísis um utaríkismál, þótt þau kunni að brjóta nokk- uð í bága við hagsmuni þess- arar manntegundar. Kommun- um væri nær að beina áhrifum sínum að því að fá íslenzkt sjálfstæði viðurkennt, þar sem þeir eiga rikust ítök, — eða raunar aðrir í þeim, — en ekki er vitað, að þeir hafi haft veru- lega fyrir slíku allt til þessa. stúlkur og svo sem fyrr segir alla Færeyingana, 1S. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í fyrra voru beiSnir samtals 385 á móti 255 núna, en framboSiS var þá 192 manns á móti 138 núna. Eins og sjá má af þessum tölum eru hlutföllin mjög lík. Mikið vantar enn á, að fram- boS vinnu fullnægi eftirspurn- inni og má búast við, að ef ekki úr rætist hið bráðasta, að bænd- ur lendi í hinum mesta vanda við heyvinnuna og verði að farga einhverju af skepnum í haust. Það eru því vinsamleg en ákveðin tilmæli til allra þeirra, sem ekki hafa enn ráðið sig i vinnu í sumar, að þeir snúi sér til Ráðningarskrifstofunnar og bjóði fram vinnu sína í þágu landbúnaðarins og firri þjóðina í heild því tjóni, sem af hlýzt, ef bændur þurfa að skerða bú- stofn sinn í stað þess að auka hann. Ættu allir, sem bera fyrir hrjósti velferð lands og þjóðar að sinna kallinu og sanna með þvi, að Islendingurinn þekld sinn vitjunartima, nú sem fyrr. Ráðningarskrifstofa land- búnaðarins er í Alþýðuhúsinu við Hverfis^ötu og er hún opin kl. 9—12 og 1—5 alla virka daga, nema laugardaga, þá er aðeins opið kl. 9—12 f. h. Sími er 1327. Almennur kvennafundur um réttinda- og atvinnumál kvenna, verður haldinn í ISnó föstu- daginn 23. þ. m., og hefst hann kl. 8.30 e. h. Sautján konur munu taka til máls á þessum fundi, og eru konur, eldri sem yngri, beSnar að athuga þaÖ, aÖ fundurinn er opinn öllum konum, og æskilegast að sem allra flestar mæti. Feröafélagið: Skemmtiferðir um helgar í sumar. Eins og endranær heldur ; Ferðafélag íslands uppi ferðum | yfir helgar í sumar og er þegar j búið að fara margar, eða frá 14. maí. j Urn næstu helgi verður ekið að Gullfossi og Geysi og kom- | ið við á Brúarhlöðum. í Þjórs- ; árdal verður farið 1. og 2. júlí. Farið verður að Hjálparfossi og siðan um Gjána inn að afréttar- girðingu. Þaðan verður gengið að Háafossi og með Fossá nið- ur fyrir Stangarfjall. 2. júlí verður ekið upp fyrir Sandskeið og gengið þaðan á Vífilfell og suður í Bláfjöll, á Blákoll og haldið þaðan um Stóra-Kóngsfell niður á Sand- skeið. Hekluför er ráðgerð 8.-9. júlí. Verður farið upp að Galta- lælt og þaðan farið á hestum að réttinni við Löngufönn og geng- ið á tindinn. 9. júlí verður farið í bílum um Þingvöll, Hofmannaflöt og Kluftir inn að Skjaldbreiðar- hrauni, norðan við Gatfell. Það- an verður gengið á fjallið Skjaldbreið. Dagana 15.—16. júlí er ákveð- in ferð til Þórsmerkur. Verður ekið að Stóru-Mörk og þaðan farið riðandi í Þórsmörk. Verð- ur komið við í Stakkholtsgjá, Stórenda, Laugadal, Húsadal og gengið á Valahnúk. Þ. 16. júlí verður gönguför á Keili og Trölladyngju. Verður ekið að Kúagerði en gengið þaðan á Keili og Trölladyngju. Þ. 23. júlí er ráðgerð önnur ferð til Gullfoss og Geysis. 29.—31. júli verður farið i hringferð um Borgarfjörð. Verður ekið austur Mosfells- Iieiði um Kaldadal að Húsafelli. Farið verður að Surtshelli og Víðgelmi, um Kalmanstungu og gengið þar yfir göngubrúna á Hvítá. Gengið verður á Trölla- kirkju og siðar farið að Hreða- vatni. Gengið að Glanna og Laxfossi og ékið heim um Hvalfjörð. Önnur för er ákveðin dag- ana 29.—31 júlí í Landmanna- helli og Laugar. Um Snæfellsnes og út i Breiðafjarðareyjar verður farið 5.—7. ágúst. Verður farið til Stykkishóhns, en þaðan til Iílakkeyja, Hrappseyjar, Brok- eyjar o. fl. eyja. Ekið verður i Kolgrafarfjörð og Grundar- fjörð. Dagana 5.-7. ág. er álcveðin önnur ferð til Hvítárvatns, Kerlingarfjalla og Hveravalla. Farið verður í Karlsdrátt, ef brú verður komin á Fúlulcvísl. Gengið verður á Hrútafell og Bláfell. Skoðaðir hverirnir í Kerlingarf j öllum. Á Mýrdalsjökul verður geng- ið Dagana 12.—13. ág. og þá komið að Kötlugjá. Verður ek- ið til Víkur í Mýrdal. Hringferð um Árnessýslu er einnig ákveðin 12. og 13. ágúst. Verður ekið um Mosfellsheiði, Þingvöll, með Sogsfossum, yfir Grímsnes, að Geysi. Þá verður komið að Gullfossi, ekið yfir Brúarlilöð, niður Hreppa og Skeið. Hagavatnsför er álcveðin 19.—-20. ágúst. Ekið um Hellis- lieiði, hjá Gullfossi. Gengið upp á jökul á Hagafell og Jarlshett- ur. 20. ágúst er gönguför um Heiðmörk. Eldð að Silunga- polli og gengið um Mörkina að Búrfellsgjá. Gengið að Vífils- stöðum eða Hafnarfirði. 27. ágúst verður þriðja ferð- in að Gullfossi og Geysi. 26.—28. ág. farið til Kerlinga- fjalla. Gengið á hæstu fjöllin. 3. sept. verður farið í lcring- um Þingvallavatn (berjaferð). Verður farið Mosfellsheiði aust- ur, með vatninu að austan- verðu, niður Grímsnes, upp Grafning og til Rvíkur. Berjaför upp að Vífilsfelli 10. sept. Ekið upp fyrir Sandslceið. Berjaför að Lyklafelli 13. sept. Ekið upp í Svinahraun. Berjaferð upp í Seljadal 17. sept. Ekið upp Mosfellsheiði. Fertugur x er í dag Sigfús Trýggvi Krist- jánsson, húsasmiður og fyrrum brú- argerðarsverkstjóri, Hrísateig 22, hér í bæ. Sigfús er vinsæll og vel látinn af öllum, sem til hans þekkja. Scrutator: TIgucUvl Háskalegar aðfarir. Mörgum þjóðhátíðargestum stóð stuggur af aðförum manna á barmi Almannagjár. Hafði múgur manns safnast þar sam- an og klifraði fremst á harmin- um og jafnvel sumir nokkuð niður í gjána, en þúsundir stóðu þarna fyrir neðan og uggði ekki að sér. Mikið er um lausagýjót á harmi gjárinnar, og stór björg liggja þar lítt skorðuð. Getur ailtaf viljað til að slíkir steinar, stórir eða smáir, losni og falli fram af, enda varð raunin sú að þessu sinni. Maður einn var að klifra í gjánni, en við það losnaði steinn og féll niður. Stefndi hann beint á aldraða ltonu, sem sat i brekkunni undir hamraveggnum. Maður einn var þar nærri og sá hvað verða vildi. Reyndi hann að spyrna við steininum og tókst það, en þó þannig að hann varð sjálfur undir honum, er steinninn skorðaðist við bjarg. Lá maður- inn þar í sjálfheldu og fékk sig hvergi hrært. Er steinni'nn, sem mun hafa vegið um 300 pund, var tekinn af fæti lians, kom i Ijós að maðurinn hafði ekkert meiðst, og mótli því segja að betur rættist úr en á horfði. Er þetta eitt dæmi þess liversu litlu getur munað og hve varhuga- vert það er að klifra i gjánni eða á gjárbörmunum, er mannsöfn- uður er þar neðan undir: Er þess að vænta að menn leggi sið þennan niður, þótt þeir fái með þessu gott útsýni. Slíkt getur reynst Öðrum of dýrt i raun. Forsetakjörið. Nokkur bréf hafa borist blað- inu varðandi forsetakjörið, og þar sumstaðar hefir þess mis- skilnings gætt, að óviðeigandi liafi verið að kjósa annað for- setaefni en Svein Björnsson. Við þetta er hinsvegar ekkert að at- liuga,1 enda er Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofu- stjóri Alþingis, ágætasti maður á allan hátt og síður en svo á- stæða til að amast við að at- kvæði féllu á hann, þótt sjálfum honum hafi það verið á engan hátt ljúft. IJitt er aftur rétt að í fyrstu áttuðu menn sig ekki á livern verið var að kjósa, með því að margir eiga samnefnt, en er þriðji atkvæðaseðill var les- inn upp með nafni Jóns Sigurðs- sonar heyrðist lcenningarnafn hans greinilega, og var þá eng- inn í vafa lengur. Ýmsir munu hafa misskilið þetta í uppháfi og talið að þingmenn væru að kasta atkvæði sínu á liinn látna forseta, en að því er blaðið hef- ir fengið upplýst var nafnið svo greinilegt á atkvæðaseðlunum, að ekki var ástæða til sliks mis- skilnings. Hið eina, sem víta- vert var við forsetakjör þing- manna, var að seðlum skyldi vera skilað auðum, méð því að það þýddi, að þeir þingmenn, sem slíkt ^gerðu gáfust algerlega upp við endanlega afgreiðslu málsins, — fundu elckert for- setaefnið, þótt við eigum nóg mannval og enginn hörgull sé á liæfum mönnum i forsetastöð- una. Það liefði enginn getað liaft neitt með réttu við það að athuga, að allir þeir þingmenn, sem auðu skiluðu, kysu hinn á- gæta mann skrifstofustjóra Al- þingis, enda hefðu allir sætt sig vel við slkt. Hann er alls góðs maldegur og á vegna mann- kosta sinna óskiptum vinsæld- um og trausti að fagna í hvaða stöðu sem væri. Skal svo útrætt að þessu leyti um þennan þátt málsins, en hlutur auðnuleys- ingjanna gleymist ekld. Hagalagðar. Þrátt fyrir regnið á Þingvöllum gekk lífið þar sinn gang, svo sem frá hefir verið skýrt. Eldurinn brann svo hið innra, að menn hirtu ekki um ytri kulda. Menn hrifust með straumnum, vissu um það eitt, sem var að gerast og fullkomnast að formi, skildu að hér var um sögulegan atburð í lífi smáþjóðar að ræða, en atburð sem hafði órnet- anlegt og >ógleymanlegt gildi fyrir þjóðina, — ekki aðeins þá, sem við voru staddir, heldur hina sem fjar- vérandi voru og óbornar kynslóðir. Menn reyndu jafnvel að lýsa til- finningum sínum í ljóðum og gerðu það. Bera þau ljóð, — sem til eru orðin, einmitt meðani á atburðunum stóð, — ef til vill gleggsta vitnið um geðhrif manna og tilfinningar. Hér fara á eftir tvö kvæði, „snöggsóðin“ á hátíðinni, sem segja ef til vill miklu rneira, en við blaða- mennirnir getum lýst. Fyrra kvæðið er eftir Þorstein Sig- urðsson húsgagnameistara og er svohljóðandi: Frelsi! Frelsi! Þú dýrasta drottins- gjöfin. Dagur þess morguns,. er skín yfir löndin og höfin. Dagsbrún fagnað í frelsisins óð. Fullkomnun þess að heita þjóð. Hæst ber Jóns forseta saga og sýn. Sjálfstæðishetjan! þín og mín. Amerískur bókaskápur óskast keyptur. Uppl. í síma 2012. STOLKA óskast á HEITT & KALT. Ráðskona. Ung stúlka óskar eftir ráðskonustöðu, helzt í bænum. Tilboð sendist blaðinu fyrir mánudags- kvöld, merkt „Hús- stjóm.“ 5 manna bifreið, Dodge 1940, til sölu og sýnis á Óðinstorgi kl. 6 —7. Unglingsstúlka, 14—16 ára, vönduð og ábyggileg, óskast til að- stoðar við létt húsverk og að líta eftir stúlku- barni á 2. ári. — Uppl. Yesturgötu 27. Fallandi! Fallandi regn ! drýpur, dagurinn líður. Draumarnir rætast, sólgeislinn bjartur og fríður. Brýzt gegnum kafþykkni, kólgu og ský, kominn er sautjándi júní á ný. Vonirnar rættust, sólar sýn! Sigur vann hetjan, þín og mín. Velkomin! Velkominl Draumanna dagstjarnan bjarta. Drjúdandi regnið þvær kalann úr sérhverju hjarta. Hamingjuóskir frjálsra og fjötr- aðra þjóða, framréttar hendur nú allir af skilningi bjóða. Konungur Kristján! Vor sem varst, vinarboð kærust heim þú barst. Lýðveldi! Lýðveldi! Forseta fögn- um vér nýjum. Felum þér sigra og töpin á vett- vangi frýjum. Trúnað, sem fullvalda fagnandi þjóð, felum þér, starfsorku og menn- ingarsjóð. Biðjum þér heilla um ókomin ar. Þá annast vort fjöregg, vorn frama og þrár. Einar Markan. Þér tignu gestir, genguð á vorn íund, með góðar kveðjur vinaþjóðum frá, er- þjóðin gleðst, á gæfuríkri stund, sem guð vors lands í náð oss hefir veitt. Frá fornu var hin dýpsta þjóðarþrá, að þessa frelsisstund að mega sjá, sem gegnum allar aldir hefir leitt oss að því marki, sem við uniium heitt. Við virðum mikið vinakveðjur yðar, sem veita okkur traust á frelsisbraut. Og þjóðastríð að sama marki miðar, og magnast þegar erfið reynist þraut. Þér berið kveðjur bræðra vorra til, frá börnum íslands, þér, sem með oss standið. Á sigurstund þér sýnduð kærleiksyl, sem sífellt geymist meðan byggist landið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.