Vísir


Vísir - 26.06.1944, Qupperneq 1

Vísir - 26.06.1944, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Y 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 26. júní 1944. Ritst|órar Blaðamenn Stmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl S llnur Afgreiðsla 140. tbl. Bandamenn að hreinsa til í Cherbourg, Italía: Djóöverjer 80 km. til Florens. Njósnaflugmenn bandamanna hafa tekið eftir því, að Þjóð- .verjar vinna að eyðileggingum í höfnunum Ancona og Livorno. Þýzki herinn veitir nú meiri mótspyrnu en áður og búast bandamenn ekki við því, að hann ætli að hörfa úr nú- verandi stöðvum, nema hann verði rekinn úr þeim. Þrátt fyrir þetta þykir Þjóðverjum hyggilegra að vera búnir að gera hafnirnar tvær, sem að ofan eru nefndar, ónothæfar, til þess að þurfa ekki að tefja sig á því, þegar þeir verða að hörfa næst. Þjóðverjar hafa byrjað að gera gagnáhlaup á bandamenn undanfarna daga, til þess að tefja eftirför þeirra, en áhlaup hafa þeir ekki gert vikum sam- an, síðan þeim var stökkt úr Rómaborg. Hersveitir bandamanna eru nú aðeins um 80 km. frá Flor- ens, sem er stærsta borgin i Toscana, en bandamenn eru ein- xnitt komnir inn í það hérað. Japanir flýja í Bnrma. Mountbatten lávarður hefir sent 14. brezka hernum heilla- skeyti fyrir að sigra Japana í Assam. Bretar veita Japönum eftirför fyrir austan Koima-Impal-veg- inn og sækja í áttina til borg- arinnar Uku, sem var hin upp- haflega bækistöð Japana fyrir sóknina í Assam. Segja fregnir, að Japanir veiti að heita má enga mótspyrnu. Barizt er á götunum i Maug- aung og eru Japanir smám sam- an hraktir úr borginni. Franskar járnbrautir rofnar í sífellu. Franskir skæruliðar hafa aukið mjög starfsemi sína, síð- an gerð var innrás í Normandie. 1 Norður-Frakklandi hefir ekki borið mjög mikið á þeim, vegna þess að bandamenn eru sjálfir mjög ötulir við að rjúfa samgönguæðar Þjóðverja, en hinsvegar munu sveitir skæru- liða sunnar í landinu gera til- tölulega miklu meira tjón. Und- anfarinn hálfan mánuð, segja fregnir frá Sviss, hefir járn- brautin milli Lyons og Mar- seilles verið lokuð,, því að hún hefir verið sprengd upp á nýj- um stað, jafnskjótt og viðgerð hefir farið fram á öðrum. Þjóðverjar hafa fleiri leynivopn. »Sprengjukassar« gegn flugvélum. Bandamenn eru ekki búnir að sjá hættulegustu leynivopn Þjóðverja. Þetta sagði dr. Dietrich, yfir- maður þýzku blaðanna, i við- tali, sem svissneskur blaðamað- ur átti við hann í byrjun vik- unnar. Dietrich sagði, að bráð- um yrði tekið í nótkun nýtt vopn, sem væri mörgum sinn- um geigvænlegra en rakettu- sprengjurnar, sem nú rignir nið- ur yfir England. Bretar hafa líka sagt frá nýju leynivopni, sem Þjóðverjar hafa tekið í notkun gegn flug- sveitum bandamanna. Það er nokkurskonar kassi, sem skot- ið er hátt á loft og springur þar, en þá dreifast í allar áttir kúlur og slíkt, sem ætlað er að lenda í skrúfum flugvélanna og brjóta spaðana af þeim. Brotnir innrásar- bátar lágu eins og hráviði á ströndinni. Þýzk sókn íer út um þúfur í Jugoslaviu. Sjöunda sókn Þjóðverja í Vestur-Bosníu hefir farið út um þúfur, segir í fregnum frá Júgó- slavíu. Þessi sókn stóð yfir í hálfan mánuð, hófst i lok maímánaðar, og ætluðu Þjóðverjar þá m. a. að taka Tito til fanga. Þetta tókst ekki og svo fór að lokum, segir i tilkynningu’ Júgóslava, að Þjóðverjar misstu 8000 menn og talsvert af hergögnum. Náðu Júgóslavar t. d. 1700 rifflum, sem voru i notfæru standi. Forsætisráðherra júgóslav- nesku stjórnarinnar í London, Subasitch, hefir setið á fjögurra daga ráðstefnu með Tito. Eftir illviðrakaflann á dögunum. H innrásarher banda- manna einhverntíma ver- ið í verulegri hættu eftir að fyrsta mótspyrna Þjóðverja hafði verið brotin á bak aft-' ur, var það þegar illviðrin geisuðu í síðustu viku. Meðan stormurinn stóð yfir lét herstjórnin sér nægja að segja, að hann tefði fyrir upp- skipun á fjörurnar. Nú er hinsvegar svo langur tjmi liðinn síðan þetta var, veð- ur hefir batnað og horfur allar jafnframt, svo að herstjórnin hefir leyft blaðamönnum að segja nánar frá atvikum þessara daga, sem gátu orðið svo af- drifaríkir fyrir bandamenn. Einn af fréttariturum U. P. fór yfir sundið á brezku her- flutningaskipi, sem var að fara fjórðu för sína til Frakklands. Það varð að bíða dögum saman eftir þvi að veðrið lægði. Blaða- maðurinn fór siðan á land með fyrsta bátnum, sem flutti lið frá skipinu. * Köld aðkoma. Það var ljótt um að litast, þegar komið var að landi. Inn- rásarbátar og skip af ýmsum stærðum lágu eins og liráviðri í fjörunni og höfðu víða lirúgast hvert upp á annað. Verkfræð- ingasveitir flota og hers voru að byrja viðgerðarstarfið. Log- suðumenn voru hingað og þang- að að sjóða saman plötur á bát- um, sem höfðu brotnað í haf- rótinu, aðrir voru ekki laskaðri en svo, að það mátti reyna að renna þeim á sjó, en sumir liöfðu liðazt í sundur og mundu Sorglegt slys á Kjalarnesi. Vimmmaður í Varmadai drukknar í á, þar sem hann var að baða sig, J|á sorglegi atburður gerðist í gærdag, að vinnumaður í Varmadal á Kjalarnesi drukknaði í Leirvogsá, sem renn- ur skammt frá bænum, er hann var að baða sig í ánm. Maður þessi heitir Kristján Kristjánsson og var ættaður frá Dunkárbakka í Hörðudal í Dalasýslu, en liafði um tíma verið vinnumaður Valdimars bónda í Varmadal á Kjalarnesi. Hafði Kristján heitinn farið ásamt nokkrum börnum niður atí ánni, sem eins og fyrr segir er nálægt bænum, og þar hafði hann fengið sér bað, en börnin léltu sér í grenndinni á meðan. Á þessi er alls staðar frekar grunn, en nokliuð straumþung á köflum. Við stíflu eina í ánni er um tveggja metra dýpi og þar lá maðurinn í botni í kring um 3 klst. Börnin urðu, þegar minnst varði, vör við það, að Kristján heitinn var hættur að hreyfa sig, en hann kunni eitthvað að synda. Við þetta urðu börnin óttaslegip og hlupu á brott. 3 klst. síðar bar ]>ar að her- menn og náðu þeir Kristjáni upp úr ánni, en þá var hann örendur. Hermennirnir tóku síðan líkið og fluttu heim. Er ekki ólíklega tilgetið, að Kristján heitinn hafi fengið kuldakrampa, því vatn árinnar er kalt, og af þeim ástæðum enga björg sér getað veitt. aldrei sigla framar. Blaðamaðurinn hafði húizt við því, að stormurinn mundi hafa unnið nokkuð tjón, en hann hafði alls ekki gcrt sér í hugarlund, að það gæti verið svq gífurlegt. ÍK Rússar í fímmfaldri sókn á 300 km. langri víglínu. Varnir Þjóðverja í Hvíta-Rússlandi í molum. Pétur Jugoslavakongur hefir fyrir skemmstu verið á ferð við Miðjarðarhaf, m. a.. í Jugoslaviu. ★ Barodi hershöfðingi, sem var hafnarstjóri í Gejiúa, hefir verið drepinn af föðurlandsvimun. Ætlunin ad einangra Ey strasaltialöndin ? JJússar hafa nú rofið varnir Þjóðverja í Hvíta-Rúss- landi á fimm stöðum og eru í sókn á meira en 300 kíló- metra svæði. Nyrzt hafa Rússar farið yfir ána Dwinu, sem rennur út i Eystrasalt, á 30 km. breiðu svæði. Það hefir þó enn meiri áhril' á aðslöðu Þjóðverja, að Rússar hafa nú alveg slegið hring um Vitebsk, og umkringt þar fjórar herdeildir. Má gera ráð fyrir því, að þar sé 40—50,- 000 menn. Eru nú háðir lmrðir götuhardagar i Vitehsk. í sókninni til Vitebsk tóku Rússar 450 staði í gær. ORSHA OG MOGILEV. í sókn sinni til Orsha hafa Rússar tekið uin 40 bæi siðasta sólarhringinn. Hafa þeir sótt fram allt að 15 km. tvo síðustu da^a. Heldur sunnar — í grennd við Mogilev — hafa Rússar rof- ið varnir Þjóðverja á 30 km. hreiðu svæði og sótt fram 30 km. leið á þrem dögum. Þar hafa þeir tekið.staði i tugatali. ROGÁSHEV OG BOBRUISK. Rokossovski, sem komið hef- ir vfð sögu livað eftir annað undanfarin 3 ár, sem barizt hefir verið í Rússlandi, stjórn- ar syðst á vígstöðvunum, þar sem Rússar eru í sókn. Á Roga- sjev-svæðinu hafa Rússar hrot- izt vestur yfir á eina á rúm- lega 30 km. breiðu svæði og sótt fram um 13 km. vegalengd á þrem dögum. í sókn sinni til Bobruisk hafa Rússar svo farið i gegnum varnakerfi Þjóðverja á 35 km. svæði, og sótt fram um 30 km. 'á tveim dögum, , , EINANGRA ’ EYSTRASALTSLÖNDIN. Hermálaritarar bandamanna rita mikið um þessar nýju liern- aðaraðgerðir og búast við þvi, að sóknin muni hreiðast út um allar vígstöðvarnar á næstunni. Einn telur það nú ætlun Rússa, að brjótast vestur til sjávar frá Iivíta-Rússlandi, til þess að ein- angra Eystrasaltsvígstöðvarn- ar og hreinsa lil þar, svo að hægt verði að beita heraflan- um, sem þar er, annars staðar — sunnar eða norðar. Þýzka herstjórnin segir ekki mikið um þessa bardaga i til- kynningum sínum, annað en það, að þeir sé mjög harðir, og eigi þýzkar hersvcitir viðast við ofurefli að etja. Stórstúkuþingið hófst í dag. Þing Stórstúku Islands hófst á Akureyri í dag. Ástæðan til að þingið er haldið á Akureyri að þessu sinni er sú, að stúkan Isa- fold, Fjallkonan nr. 1 á Akur- eyri er 60 ára í ár, en þúð er um leið 60 ára afmæli Stórstúku Islands, þar sem sú stúka er elzta stúka á landinu. Undanfarna daga hafa full- trúar úr Reykjavík og nágrenni farið til Akureyrar í stórhópum. Má gera ráð fyrir að Stórstúku- þingið verði mun hátíðlegra að þessu sinni, vegna afmælisins, en á venjulegum tímum. Glímuflokkur Ármanns hefur sýnt á 5 stöðum. Þann 20. þ. m. fór 14 manna glímuflokkur úr Ármanni norð- ur og austur um land til sýn- inga, og hefir hann nú þeg- ar sýnt á 5 stöðum. Sýningarstjóri er Jón Þor- steinsson, en fararstjóri Gunn- laugur Briem. Sýndi flokkurinn á norðurleið á Hvammstanga-, en auk ])ess hefir hann þegar sýnt á Eiðum, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði. 1 kvöld sýnir hann á Norðfirði. Að lokinni sýningu á liverj- um stað fer fram bændaglíma, en kvikmyndasýning af frjáls- íþróttamönpum á eftir. Sýn- ingar glímuflokksins hafa hvar- vetna farið fram við mikla hrifni áhorfenda. Meðal annarra ágætra glímumanna, sem í för- inni eru, er Guðmundur Ágústs- son, glímukappi lslands. mfl repiiflii Enn barizt af heift um hvert hús. Herskip taka þátt í lokaþættinum. JJÚ geta úrslitin í órustunni um Cherbourg ekki dregizt. öllu lengur“, sagði herstjórnartilkynning banda- manna í morgun. Bandamenn brutust inn í borgina i gær, þegar þeir höfðu náð hæðunum þrem við liana á vald sitt og í gærkveldi sögðu Þjóðverjar, að þeim hefði ekki tekizt að stemma stigu við framsókn amerísku hersveit- anna, því að við ofurefli væri að etja. Eftir dögun í morgun var enn barizt af grimmd i borginni og verða bandamenn að gera á- hlaup á livert hús, til þess að ná á vald sitt. Þjóðverjar láta ekki undan síga, fyrr en þeir eru neyddir til. Eins og í Gassino hafa Þjóð- verjar breytt liverju húsi í virki, með því að koma fyrir í þeim skriðdrekum. í fregn frá þýzkri fréttastofu var sagt, að þýzku hersveitirnar væri farið að skorta skotfæri. i Orustuskip undan höfninni. Floti bandamanna tók í gær- dag beinan þátt í orustunum um Chei’bourg í fyrsta sinn. Or- ustuskip, beitiskip óg tundur- spillar héldu uppi skotln’ið á virkin við innsiglinguna, þegar . duflaslæðarar höfðu hreinsað til alveg upp í landsteina. i Ekkert skipanna vaið fyrir tjóni af skothríð Þjóðverja i ’ ; Miklar loftárásir. í gær fóru hinar léttari sprengjuflugvélar bandamanna i enn fleiri og lengri leiðangra inn yfir Frakkland en áður. Yar meðal annars ráðizt á rafmagns- járnbrautina ínilli Orleaus og I Paris á sjö stöðum. Þá var járn- ( brautin milli Cliartres og le Mans rofin á fjórum stöðum og flugvélar frá Italíu réðust á fjóra flugvelli í, S.-Frakklandi. | Enskar flugvélar — rúmlega , 1000 samtals — réðust í fyrri- nótt á rakettusprengjustöðvao í N.-Frakklandi. Það á að velja for- setaefnid. Flokksþing republikana hefst í dag í Chicago og stendur fram eftir vikunni. Forseti þingsins er Earl War- ren, fylkisstjóri í Kaliforníu. Hann átti tal við blaðamenn i gær eftir komu sína til borg- arinnar. Sagði hann, að Banda- ríkin yrðu að reka einbeitta ut- anríkisstefnu eftir stríðið til að vernda frið og eindrægni í al- þjóðamá'Ium. Þcgar hin minni háttar þing- störf eru um garð gengin, verð- ur tekið til við að vclja forseta- efni flokksins. Verður þetta gert á miðvikudag. Talið er sennilegast, að Dewey verði for- setaefni, en Warren varafor- setaefni. En margt getur skeð þangað til á miðvikudag. Rúmlega 3000 manns haía séð sögulegu sýn- inguna. Aðsóknin að sögulegu sýning- unni hefir verið frekar góð hingað til. Hafa rúmlega 3000 manns séð sýninguna og þar af um 1000 manns í gærdag. Annars hafa milli 200 og 300 manns daglega sótt sýninguna. Ætti fólk ekki að sleppa þessu einstæða tækifæri til þess að sjá og kynnast hinum sögulegu myndum úr lifi þjóðarinnar fyrr og síðar. Sjáið sögulegu sýninguna, hún menntar mann- inn, auðgar hugann.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.