Vísir - 26.06.1944, Page 2

Vísir - 26.06.1944, Page 2
I VISIR Stærsta skipi, sem smíðað hef ur verið á Islandi, hleypt af stokkunum. % 184 tonn brútto. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. filkunn fyrirbrigði. AÐ ER ALKUNNUGT fyr- irbrigöi, aö menn -kunna ekki að lesa, þótt þeir hafi lært þá list, og jafnvel stundað nám, sem lestrarkunnáttu þurfti til um fjölda ára. Skilningurinn brestur oft og eintt' svo herfi- lega, að þeir þykjast sjá grímu- klæddar eða hatrammar árásir á menn og málefni, þar sem þær engar eru. Sumir gera þetta, — og þá einkum þeir, sem i eld- inum standa — til þess eins að dreifa athygli almennings frá aðalatriðum í málum, og að aukaatriðum, sem óverulega eða enga þýðingú hafa. Aðrir kunna að vera svo ákafir í þjónust- unni, að þeir loka augum fyrir bókstöfunum til þess að finna náð á æðri stöðum sér til fram- dráttar og fyllingar í verðleika- eyðurnar. Við þessu er ekkert að segja og hver reiðir sinn sess svo sem honum sæmir. Maður einn þjóðkunnur, lief- ir tekið upp þann sið i lifsbar- áttunni, að þykjast ekki heyra, nema þvi aðeins að hann hafi beinan eða óbeinan hagnað af. Þá heyrir hann prýðilega og virðist í engu áfátt. Hér hafa verið nefnd ótviræð- ustu veraldlegu dæmin um, að sjáandi sjá menn ekki og heyr- andi heyra þeir hvorki né skilja. Sumir þykjast jafnvel eiga at- vinnu sina undir slíku og haga starfinu samkvæmt því. Slíkir misbrestir í fari manna geta valdið margskyns óþæg- indum. Ekki alls fyrir löngu kom það fyrir, að einn af elztu og virðulegustu kennimönnum landsins, hafði orð á því í stóln- um, að mikil hrifning hefði gripið islenzku þjóðina vegna sjálfstæðismalsins, og beindi jafnframt athygli safnaðarins að því live mikið mætti vinna fyrir kirkjuleg málefni, ef menn væru brennandi i andanum á því sviði einnig. Þá reis upp fjöldi heyrnarlausra manna, sem af hendingu höfðu hlýtt á „guðs orð“, eða frétt af atliuga- semdum kennimannsins, og sáu í ummælum hans falin svæsn- ustu landráð og áróður gegn hinum íslenzka málstað. Heyrn- arlausu mennirnr Iétu sér ekki sæma einvörðungu að áfellast prestinn fyrir athæfi hans, heldur gerðu þeir beinan aðsúg að honum, jafnt að nóttu sem degi, höfðu í frammi óviður- kvæmileg orð og andstyggilegan munnsöfnuð svo sem hver þótt- ist maður til. Presturinn hafði yfir næsta sunnudag þau orð, sem hneykslinu höfðu valdið, en enginn heilvita maður gat haft nokkuð við þau að athuga. Þrátt fyrir þetta, kemur það fyrir, að menn, sem gegna jafnvel trún- aðarstörfum, sem nokkurrar skynsemi þarf til, láta sér sæma að veitast að kennimanninum vegna ummæla hans. Slíkir menn hafa ekki hálft vit á við prestinn, litla þekkingu, en tölu- verðan vindbelging þeirrar trú- ar, sem sér hvorki né heyrir. Hvor myndi almennt þykja á- fellisverðari presturinn, sem segir sannleikann, eða sá limur safnaðarins, sem sér ekki né SFÆRSTA skipi, sem smíð- að hefir verið á Islandi, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni „Dröfrí' í Hafnarfirði síðastl. föstudag, þ. 23. þ. m., að viðstöddu fjöl- menni, Skipið er að öllu leyti smíð- að í skipasmiðast. „Dröfn“, og er 184 tonn hrúttó. Er byrðing- ur skipsins og livalbakur úr eik, en yfirbygging þess úr stáli. Stærð vélarinnar er 378 hest- öfl. Er þetta Dieselvél. Allt er skipið útbúið nýtízku sigl- ingatækjum, dýptarmæli, mið- unarstöð og talstöð. Yfirsmiður við byggingu skipsins var Sigurjón Einars- son, en teikningu að skipinu hefir Hafliði Hafliðason, skipa- smiður í Reykjavík, gert. Skipið, sem i skírnini hlaut nafnið „Edda“, er eign Einars Þorgilssonar & Co., h.f., í Hafn- arfirði, en forstjóri þess fyrir- tækis er Ólafur Einarsson. Á skipinu verður 20 manna áhöfnr, en skipstjóri er Sigurð- ur Andrésson. Fer skipið á síld- veiðar nú eftir mánaðamótin. Næturaksitur. Hreyfill, sími'1633. Trúlofun Trúlofun sína opinberu'Öu 17. júní sl. ungfrú Guðrún GuÖsmunds- dóttir, Vogatungu viÖ Langholts- veg og Haraldur Sigurðsson, hús- gagnabólstrari, Lokastíg 5. heyrir sannleikann í orðum prestsins ? Slík dæmi gerast daglega, en stafa í og með af því, að unnið hefir verið að þvi markvisst á undanförnum árum að gera þjóðina heimskari — heyrnar- lausari og blindari — og sá einn hefir talist góður borgari og safnaðarhæfur, sem glatað hef- ir þeim eiginleika aá hugsa sjálfstætt. Starfsemi sumra pólitískra flokka hefir beinlínis byggst á slíku og gerir enn í dag. Flokkar manna hafa gagn- rýnis og skynsemislaust fallið fram og tilbeðið persónugerv- inga yfirborðsháttar og minni- máttarkenndar, og sumir hverj- ir hafa jafnvel leitað út fyrir Iandsteinana til þess að finna til- beiðsluvert kjöt og blóð. Frelsisaldan, sem farið hefir eldi um landið undanfarna mán- uði, hefir opnað augu fjölda manna fyrir ágölltmum í fari þjóðarinnar samkvæmt ofan- sögðu. Menn hafa vaknað við vondan draum og gert sér Ijóst að umbóta er þörf. Nýir tímar krefjast nýrra siða, og að svp miklu Ieyti nýrra manna, sem þeir hafa glatað samlögunar hæfileikum sínum við breyttar aðstæður, Fyrsta skilyrði til framfara er að menn geri sér þetta Ijóst. Sjálfstæði er einsk- isvirði, skapi það ekki þegnum þjóðfélagsins meiri og betri skilyrði og hvetji þá til nýrra dáða. Sinnuleysið skiptir það engu, hvort það er frjálst eða ófrjálst, — það flýtur' sofandi að feigðarósi hvort eð er. Það þarf enga byltingu til að leggja í rústir og byggja á ný, — menn geta tekið þeim hugarfarsbreyt- ingum sem jafngilda slíku og kemur fram í aukinni djörfung, persónulegu sjálfstæði og at- hafnasemi. Þjóðin hefir öðlast heyrn og sýn, en hún verður að standa vel á verði um hvort- tveggja og falla ekki fyrir þeirri freistni sinnuleysisins að hætta að hugsa og láta öðrum eftir að gera það fyrir sig. Landgræðslu- sjóður 93.5 þús. kr. Tvær gluggasýningar. Landgræðslusjóður nemur nú 93544.50 krónum, en aðeins nokkur hluti af safnendum út um land hafa sent skilagrein enn sem komið er. I Reykjavík hafa safnazt kr. 66.622,45, í Hafnarfirði la'. 9238.55, Borgarnesi kr. 4215.00, en annarsstaðar minna þar sem enn hefir til spurzt. Fyrir skömmu kom ónefnd kona lil formanns Skógræktar- félags Islands og færði Land- græðslusjóði að gjöf forkunn- arfagran skautbúning. Óskar gefandinn eftlr því, að hann megi á einhvern hátt verða til þess að klæða landið gróðri. Bæjarbúar geta skoðað þessa verðmætu og böfðinglegu gjöf í glugga Blómaverzlunarinnar Flóru í Austurstræti. Að sýn- ingunni lokinni verður búning- urinn seldur hæstbjóðanda. Hér er tilvalið tækifæri fyrir ein- hvern smekkmann að klæða konu sína hinum fegurstu klæð- um um leið og hann klæðir landið gróðri. Það þarf varla að taka það fram, að klæði þessi eru nú ó- fáanleg og afar dýrmæt. Tekið er á móti tilboðum á skrifstofu skógræktarstjóra Laugaveg 3 og í blómaverzl, Flóru. Skóverzlun Lárusar G. Lúð- vígssonar, en stofnandi hennar hafði mikinn áhuga fyrir trjá- rækt, hefir sýnt Landgræðslu- sjóði þann velvilja að lána sjóðnum sýningarglugga yfir Þjóðhátíðarvikuna. — Hefir gluggasýning þessi vakið milda athygli, og má þar meðal ann- ars sjá, hversu gróið land hefir minnkað síðan á landnámsöld — eða um röskan helming. Er þetta sýnt á stóru gróðurkorti af íslandi. Einnig eru sýndar ! margar myndir af því, hversu landið eyðist og blæs upp svo | og nokkrir gróðursælir staðir, og er það mjög athyglisvert að • Garðyrkjuráðunautur bæjarins. Almenningsvellir og garðar. inn nýskipaði gar'Öyrkjuráðu- nautur bæjarins, SigurÖur Sveinsson, hefir ekki setið auÖum höndum frá þvi hann tók við starfi sínu, og er árangurinn sýnilegur víða um bæinn, en þó einkum á Austurvelli og Arnarhólstúni, auk mikilla endurbóta á Hljómskála- garðinum. Eitt höfuövérkefni ráÖunautarins er að skipuleggja og fegra opinbera grasvelli og gróðurreiti, sem litið hefir verið sinnt til þessa, enda þótt fáir séu og smáir á viÖ þaÖ, sem tíðkast í borgum flestra annarra þjóða. * Qkipulag almenningsvalla og skrúð- “ garða er á byrjunarstigi hér, eins og margt ánnað, í hinni ungu höf- uðborg okkar, og ber því að fagna hverjum góðum starfskrafti, sem falin eru leiðbeiningarstörf í fegr- un bæjarins. — Almenningsvellir bæjarins eru og verða jafnan mælikvarði á um- gengnismenningu og smekkvísi bæj- arbúa. Verða þeir því, ef vel á að fara, að sýna, að það sé metið að verðleikum, sem vel er gert, og kveð- in sé niður skemmdarfýsn og kæru- bera saman þessar myndir af gróðri og örfoki. Gluggasýning þessi ætti að verða til þess að hvetja menn til þess að efla Landgræðtelu- sjóð, sem er einn hinn nauð- synlegasti og fegursti minnis- varðí hins íslenzka lýðveldis. Sjóðurinn hefir skrifstofu á Laugavegi 3, og þar geta menn lagt fram sinn skerf til liðsinnis þessu bráðnauðsynlega máli allra þjóðárinnar. Skattar og útsvör í Hafnarfirði. Átta hæstu gjald- endur greiða alls kr. 3,250,682. Utsvars- og skattaskrá Hafn- arfjarðar fyrir árið 1944 er komin út. Eftirtaldir gjaldend- ur greiða yfir 50.000 kr.: Venus h.f.: Tekju- og eignarsk. . 290.867 Stríðsgróðaskatt . .. 709.992 Utsvar............. 78.200 Kr. 1079.059 Júpíter h.f.: Tekju- og eignarsk. . 270.888 Stríðsgróðask....... 647.772 Utsvar.............. 78.450 Kr. 997.110 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar: Utsvar........... kr. 327.000 Marz h.f.: Tekju- og eignarsk. . 91.432 Stríðsgróðask....... 154.590 Utsvar............... 55.740 Kr. 301.762 Einar Þorgilsson & Co. h.f.: Tekju- og eignarsk. . 83.704 Stríðsgróðask....... 98.162 Utsvar............... 69.100 Kr. 250.966 Vífill h.f.: Tekju- og eignarsk. . 41.321 Stríðsgróðask....... 21.285 Utsvar.............. 50.635 Kr. 113.241 Hrafna-Flóki h.f.: Tekju- og eignarsk. . 38.014 Stríðsgróðask....... 17.316 Utsvar.............. 40.060 Kr. 95.390 Árni Þorsteinsson bíóstjóri: Tekju- og eignarsk. . 35.312 Stríðsgróðask...... 25.842 Utsvar............. 25.000 Kr. 86.154 Alls nema útsvörin kr. leysi sumra óþroskaðra borgara. Sá árangur næst skjótlega, ef menn hafa það jafnan hugfast, að allt, sem gert er til fegrunar bæj- arins og endurbóta, er beinlínis gert fyrir borgarana sjálfa á þéirra kostnað, og er þeirra einkaeign, og þeim, alls ekki óviðkomandi, ef mis- þyrmt verður. * f'* *ætum þess því, að fylgjast af áhuga með allri viðleitni ráða- manna bæjarins i því að gera bæ- inrt fegurri og vistlegri, og sýnum í verki, að við kunnum að meta það að verðleikum. Allt annað er vesaldómur og menningarskortur. * Útiskemmtistaður við Tjörnina. ísli Halldórsson verkfræðingur hefir nýlega sett fram tillögur um skemmtisvæði og útibaðstað, sem hann vill láta gera við Tjarnarend- ann, í Hljómskálagarðinum. Tillögur Gísla eru um margt eftir- tektarverðar, og sjálfsagt að gefa þeim gaum. Á meðan Gísli vann að undir- búningi málsins, átti ég þess kost að kynnast hugmyndum, hans nokk- uð, en síðar hefir margt bætzt við, sem gert hefir tillögur hans ítar- legar og margbreyttar, og þegar verið.lýst í öllum blöðum bæjarins. >(< Wiða í erlendum borgum hefi eg • séð útibaðstaði og skemmti- svæði inni í hjarta byggðarinnar, — Samsýning Listsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna í Sýningar- skálanum hefir nú verið opin í nokkura daga og oftast við ágæta aðsókn. Þar eru alls til sýnis 70—80 listaverk, málverk, vatnslita- myndir, teikijingar og högg- myndir eftir nær 30 listamenn. Flest verk eiga þeir bræðurnir Ríkarður og Finnur Jónssynir, sjö myndir hvor, en annars eiga menn þar yfirleitt 1—4 myndir. Hér er um að ræða allgóða yfíriítssýningu og eru þarna verk frá ýmsum tímum, en þó aðeins eftir núlifandi listamenn. Þarna eru meira að segja mál- verk eftir Islendinga, sem nú dvelja erlendis og hafa ekki ár- um saman haft aðstöðu til að koma listaverkum sínum heim til ættjarðarinnar. Þar er því um eldri málverk að ræða. Hitt er aftur á móti næsta Ieiðinlegt,. að sjá þarna eldri málverk eftir máfara, sem hafa alla aðstöðu til að senda nýrri verk. Hlut- verk slíkrar sýningar sem þess- arar er að gefa nokkurt sýnis- horn af því, hvernig íslenzkri list er háttað í dag, stefnum hún getur, af skiljanlegum á- hennar og straumum nú, því stæðum, ekki gefið neitt yfirlit yfir þróun málaralistarinnar né framfarir eða stefnubreytingar einstakra listamanna. Annars er gaman að sjá verk þeirrar listamannakynslóðar, sem nú starfar hér á landi, í ein- um og sama sal, sjá hin marg- víslegu viðhorf þeirra til listar- innar, sjá hvernig sumir túlka fyrst og fremst línur og liti og ihnbyrðis samræmi»þess, en aðr- ir leggja sig meira eftir „motiv- unum“. Það verður ekki um það deilt, að íslenzk myndlist hefir tekið mikilli framför á fáum árum og það verður tilhlökkunarefni að sjá yfirlitssýningu á íslenzkum listaverkum á 10 ára afmæli lýðveldisstofnunarin'nar. 2.593.800.00 á 1403 gjaldendur.. Tekjuskatturinn nemur kr. 1.641.110.45, eignarskatturinn kr. 172.048.10, stríðsgróðaskatt- urinn kr. 1.690.704.00 og líf- eyrissjóðsgjad kr. 259.516.00. Alls nema því skattar og útsvör i Hafnarfirði kr. 6.357.078.55 og þar af greiða 8 hæstu gjald- endurnir meira en helming allra skatta og útsvara eða samtals kr. 3.250.682.00. kærkbmin friðlönd eða vinjar í hringiðu borgarlífsins, t. d. um- hverfis tjarnir og inni í trjálund- um. í tillögum G. H. er þó ýmislegt, sem að mínum dómi þarf vandlega að athuga. Þykir mér þar t. d. um of blandað saman fjarskyldum efnum á takmarkað svæði. Hljómskálagarðurinn er tilvalinn fyrir útibaðstað á þann hátt, sem Gísli leggur til, er tengdur væri skemmtisvæði, Tivoli, en með ein- lyftum veitingaskálum (Pavillion) og skilyrðum til útihljómleika. Hitt er aftur efamál, hvort vel fer, að hafa þar að auki stærsta gistihús landsins, hljómlistarhöll og æskulýðshöll, enda eru þær tillögur G. H. settar fram til umræðu og athugunar. * ■pn hvað sem því líður, þá er G. H. einn þeirra, sem aldrei hik- ar við að setja fram djarfar hug- myndir, og horfa skrefi fram í tím- ann. Hefir hann til þess fjölhæfa þekkingu og mikla reynslu. Bæjarfélagið hefir ekki ráð á því, að láta pappírskörfuna afgreiða til- lögur þeirra manna, sem sýna hug og vilja til endurbóta, og hafa skil- yrði til að láta þær í Ijósi. Án efa munu bæjarbúar fylgjast vel með afdrifum og afgreiðslu þessa máls. listamanna. Hágg setti nýtt heims- met í gær. Gunder Hagg, hinn frægi sænski hlaupagarpur, setti nýtt heimsmet í 2ja mílna hlaupi í Svíþjóð í gær. Hljóp hann vega- lengdina á 8:46,4 mín., en fyrra metið var 8:47,8 mín. Á miðvikudaginn kemur munu þeir Arne Andersson og Gunder Hagg — tveir frægustu hlauparar Svíþjóðar — heyja sitt fyrsta hlaupaeinvígi í ár. Arne Andersson á tvö heims- met, annað á 1500 m., en hitt á 1 mílu, og setti hann þau bæði á meðan Hágg dvaldi í Amer- iku. Gunder Hágg á hinsvegar fimm heimsmet á ýmsum milli- vegalengdum. Mönnum leikur því að vonum mikil forvitni á að vita hvernig þessu hlaupa- einvígi milli hinna frægu liláupagarpa lýkur á miðviku- daginn. • I fjarveru minni næstu tvær vikur gegnir herra læknir Ólafur Jóhannsson læknisstörfum mínum. Jón G. Nikulásson. 2 kaupakonur óskast. Gott kaup. Uppl. á Lindargötu 63A, kjallaran- um, ld. 6—9 siðdegis næstu daga. GarOstóIar Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Vatnsstíg 3. Sumarbústaður óskast til leigu í nágrenni Reylcjavíkur. Jón Símonarson, Bræðraborgarstíg 16. Sími 2273. 15 t o n n a mótorbátur í mjög góðu standi, með nýrri dieselvél, er til sölu. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. Sími 5630. Á kleppspítalann vantar saumakonu og nætur- vakt, vegna sumarleyfa í júlí og ágúst. Mega sofa í bæn- um. — Uppl. í síma 2319. Nýkomnar vörur: Broderuð rúmteppi, pils og pils-skokkar, blússur, hvítar og mislitar. Strigaefni einlit, margir litir. Enskir prjóna- kjólar fyrir smábörn. Hvít kjólabelti. V ef naðarvörubúðin Vesturgötu 27.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.