Vísir - 29.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgcfandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Uppvahningai. Qerðu öðrum gott, og þakkaðu fyrir að hann drepur þig ekki, var einhverntíma sagt, og svo virðist, sem fullyrðingin hafi við nokkur rök að styðjast, lesi menn ritstjórnargreinar Þjóðviljans. Bandaríkin hafa stutt málstað íslenzku þjóðar- innar vei og drengilega, og jafn- framt tryggt að þjóðin hefir fengið hið nýstofnaða lýðveldi viðurkennt út á við, með því að ríða fyrst á vaðið og viður- kenna það. Felst ekki í þessu sú fullyrðing, að lýðveldið hefði ekki fengizt viðurkennt enda þótt, með því að öll frjáls og frjálslynd ríki hafa sýnt okkur fullan skilning og vinsemd, sem aldrei verður ofmetið. Rússar hafa að vísu enn ekki sent okk- ur neina opinbera kveðju eða viðurkenningu á því, sem fram hefir farið, en vafalaust rekur að því fyrr eða síðar, þegar tóm gefst til vegna eðlilegs annrík- is. Er þaðan alls góðs að vænta, einkum þegar vitað er að flokk- ur manna hér á landi mun gera allt, sem í hans valdi stendur til að afla slíkrar viðurkepningar, og ef dæma má eftir öðru atferli þeirra verða þeir ekki frekar á- hrifalausir i ráðstjórnarríkjun- um en annarsstaðar í hciminum. Hitt er aftur miklu varhuga- verðara, að þessi flokkur á- hrifamanna virðist hreinlega hafa sagt Bandaríkjum Norður- Ameríku stríð á hendur, án þess að skiljanleg ástæða sé fyrir hendi, en vafalaust liggja þar einhver dulin rök á bak við, sem réttlæta orðtakið, sem i upphafi var greint og íslenzka þjóðin kýs ekki að verði að áhrínsorð- um, að því er þakklæti hennar snertir. Kommarnir hafa nokkuð til afsökunar í þessu efni. Þeir hafa fundið síðustu dagana að þjóðin forsmáir þá og skammast sín fyrir framferði þeirra. Auðnu- leysingjar hafa þeir verið nefnd- ir manna á meðal, af þvi að þeir sldluðu auðu á Þingvöllum. Vel- sitjendur í auðnuleysinu voru þeir einnig, er þingi Bandaríkj- anna var vottað þakklæti af Al- þingi Islendinga, enda sögðu sumir að tyggigúmmí hefði ver- ið á stólsetunum og þvi hefðu þeir ekki getað risið upp, en að aðrir hefðu verið festir við f)au með téygjum, með því að þeir risu upp til hálfs, en köstuðust niður í sætin aftur, svo að sá í yljarnar, — og sátu þeir þann- ig allir. Þetta ósjálfráða atferli er tekið óstinnt upp fyrir kommunum, -—jafnvel um of. Menn eru farnir að vorkenna þeim vegna auðnuleysisins.Þetta gremst þeim og því æpa þeir hátt. Nú er um að gera að snúa vörn í sókn, ráðast á Bandarík- in og jafnframt smápeð eins og Vísisliðið og Hriflunga, og hver veit nema að öskuröpunum tak- ist að villa mönnum sýn? Loku er nú sennilega fyrir það skotið. Verk þeirra sjálfra tala orðun- um hærra, og þjóðin hefir skil- ið, að línurnar hafa skýrzt og eru að skýrast. Hvera ofsagrein kommanna eykur andstyggðina á þeim. Það er um að gera'að lejda kommunum að skrifa og tala, — skrifa mikið og tala mikið, — og þá er öllu óhætt. Merkilegt rit um ísland. luniö er að þýðlgrnn Ferðabokar Sveins Pál§§onar. Þrír náttúrufræðingar, þeir Pálmi Hannesson, rektor, Jón Ey- þórsson veðurfræðingur og Steindór Steindórsson Menntaskóla- kennari, vinna um þessar mundir sameiginlega að því að þýða og búa undir prentun eitt gagnmerkasta rit, sem um ísland hefir verið ritað á erlendu máli, en það er Ferðabók Sveins Pálssonar. Telja þeir að ritið verði tilbúið til prentunar um næstu áramót. Tíðindamaður Vísis átti tal við Pálma Hannesson rektor, og skýrði hann svo frá: . minnisstætt, hve innilega hann hað þess, að við yngri menn- irnir kæmum ritum Sveins Pálssonar á prent. Og síðan .1930 liefir þetta mál verið á döfinni hjá okkur náttúrufræð- ingunum, þó að ekki hafi kom- ið til framkvæmda fyrr en nú. Fyrst var í ráði, að gefa Ferðabókina út á dönsku, orð- rétt og stafrétt eftir handrit- inu, en við nánari atliugun þótti þetta ekki fært vegna þess að handritið var aldrei búið til prentunar, og er það því mikið, sem Sveinn Pálsson myndi sjálfur hafa leiðrétt, málið ekki vaadað og margt um ritvillur. Varð því niðurstaðan sú, að ■ snúa Ferðabókinni á íslenzku, og erum við nú að þýða hana þrír, .Tón Eyþórsson, Steindór' Steindórsson og eg.“ Hverjir standa annars að út- gáfunni? „Hið íslenzka náttúrufræði- félag og Læknafélag íslands hafa frá upphafi lagt þessu máli lið og heitið því stuðningi. En annars er óráðið um útgef- anda. Þess eins skal getið, að mér finnst bókin ekki fullkosta, nema bún sé gefin út með full- kominni vandvirkni og prýði á allan hátt. Geri eg helzt ráð fyrir, að hún verði i 4 blaða broti og þá sennilega i tveim bindmn, með myndum og upp- dráttum. I bókinni verða ferða- sögurnar sjálfar og heildarrit- gerðir, sem Sveinn samdi á ferðum sínum, um jökla á ís- landi, um Skaptárelda og loks lýsing Hegranesþings. ♦ í dagbókunum kennir margra grasa, þar segir m. a. frá sjúk- dómum manna, þjóðháttum og náttúrufari og frásögnin öll ber vitni um gáfaðan og gagnmerk- an mann, — að mínum dómi einn af þeim fáu snillingum, sem hér hafa aldur sinn alið.“ Kvikmyndafélagið Saga h.f. Nýr þáttur í menningar- lífi íslenzku þjóðarinnar. „Eins og kunnugt er, ferðað- ist Sveinn Pálsson læknir hér á landi árin 1791—97. Fyrra hluta þessa tímabils var liann á vegum Náttúrufræðifélags- ins i Kaupmannahöfn, er veitti honum rannsóknarstyrk, en hætti því árið 1794, sennilega fyrir áhrif Magnúsar Stephen- sens. Um ferðir sínar ritaði Sveinn dagbók á dönsku og með fljótaskrift. Er hún í þrem bindum, og tvímælalaust eitt gagnmerkasta rit, sem skráð hefirverið um ísland. Skal þess getið, að Sveinn skildi fyrstur allra fræðimanna á jörðunni eðli jökla og lýsir því í þessu riti svo vel, að okkur nútíma- mennina rekur i rogastanz. Hefði liann vafalaust hlotið heimsfrægð, ef hann hefði ekki setið hér grafinn í fásinni og fátækt og rægður í þokkabót. En fyrir þetta varð hann ekki skilinn af samtíð sinni, og bæði hann og Ferðabókin gleymd- ist. Jónas Hallgrímsson bjarg- aði Ferðabókinni og kom henni í eigu Bókmenntafélagsins, en Þorvaldur Thoroddsen sýndi fram á það, hver yfirburða fræðimaður Sveinn hafði ver- ið. Og það var einmitt Þorvald- ur Thoroddsen, sem átti upp- tökin að því, að eg er að brjót- ast í þessari útgáfu.., Síðustu árin, sem Þorvaldur lifði, átti eg nokkrum sinnum tal við hann, og mér er harla Spánskur gerfiriddari barðist við vindmyllur. Kommarnir fara að dæmi hans. Þeir ímynda sér óvini, sem þeir berjast við. I stað þess að vinna fyrir þjóð sína, vinna þeir gegn henni. Þeir ættu að beita áhrifum sín- um á allt öðrum vettvangi og afla þjóðinni viðurkenningar á lýðveldinu. Þetta geta þeir vafalaust, af því að þeir eru svo vel séðir erlendis. Þar er lika verkefni, sem þeim hæfir. öðrum eins mönnum er alger- lega ósamboðið að kveða niður Vísisliðið, Hriflunga og Banda- ríkin. Þar leggst og litið fyrir kappana. Vilji þeir vinna þjóð sinni gagn hljóta þeir að breyta um stefnu og beita öllum kröft- um sínum að því að tryggja hið nýstofnaða lýðveldi með öðrum góðum Islendingum, — svo sem Vísisliðinu. Það er orð- ið of langt um liðið frá því er kommarnir hugsuðu sjálfstætt síðast, og þess vegna eru þeim gefnar þessar vinsamlegu leið- beiningar. Þeir fá „stivkrampa" í heilann af óvananum og ár- angurinn verður eftir því. Þjóð- in misskilur allt hið góða, sem fyrir þeim vakir og finnst eins og að þeir geri allt hið illa, sem þeir vilja ekki. Almenning- ur verður að vera góður við kommanna, — umbera þá svo- lítið, meðan þeir eru að komast til ráðs og rænu. Hver veit, nema einhverjir þeirra komi þá í Vísisliðið sér til sáluhjálpar. Hverjum iðrandi syndara er vel tekið á himnum, og hví skyldí þeim ekki ‘einnig vera vel tekið hér á jörð. Verst er að komm- arnir eru í dauðateygjunum, — en það er of seint að iðrast eft- ir dauðann, jafnvel þótt síðasta syndin sé sú, að berjast við vindmyllnur og eigin uppvakn- inga. Það er líka óhætt að gera kommunum gott úr þessu, — þeir drepa engan, nema eigiS fyigi- JJÚ fyrir skömmu var sett á stofn fyrsta kvikmyndafé- lag hér á landi. Eru stofnend- ur þess 1*1 að tölu, allt þekkt- ír borgarar hér í bæ. Fram- kvæmdastjón fyrirtækisins er Sören Sörensen, en formaður félagsstjórnar Haraldur Á. Sigurðsson, meðstjórnendur þeir Helgi Elíasson fræðslu- málastjón, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri og Jónas B. Jónsson fræðslumálafulltrúi. Aðrir stofnendur en hér að framan greinir eru: Birgir Kjaran hagfræðingur, Emil Thoroddsen píanóleikari, dr. med. Halldór Hansen, Indriði Waage leikari, Magnús Kjaran stórkaupmaður og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Félag- „Kvikmyndaf élagið Eiga þeir menn, sem að félag- inu standa, mildar þakkir skilið fyrir framtakssemina. ið heitir Saga h.f.“. Markmið þessa er að vinna með töku og þjóð. að taka kvikmyndafélags fyrst og fremst að landkynningu mynda af landi Þá er og ákveðið fræðslukvikmyndir, leikþætti um fróðleg efni, t. d. þegar fram í sækir kvikmynd- un Islendingasagna. Ennfremur hyggst félagið að flytja inn fræðslukvikmyndir, hentugar fyrir skóla, trúarlegar kvik- myndir, sem byggjast á biblíu- sögum, og í sambandi við allt, sem að framan er sagt, verður svo komið upp fræðslukvik- myndasafni, þar sem fræðslu- stofnanir geta fengið myndir lánaðar. Komið verður upp ferðabíóum á vegum félagsins, til þess að sýna innlendar og erlendar myndir hjá þeim, sem illa eru settir í þessum efnum. Þá hefir félagið í hyggju, þegar fram líða stundir, að koma sér upp kvikmyndahúsi, og er það gert sérstaldega í menningarleg- um tilgangi. Allir Islendingar fagna þess- ari nýjung og vona af heilum hug, að starf þetta megi takast vel og verða til mikils gagns fyrir land og þjóð í framtíðinni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Söng- dansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 tltvarpshl j ómsveitin (Þórarinn GuÖmundsson stjórnar) : a) Franskur forleikur eftir Kéler- Béla. b) „Draumur engilsins" eftir Rubinstein. c) Vals eftir Popy. d) „Nautvígamaðurinn frá Andalúsíu“ eftir Rubinstein. e) Mars eftir Ur- bach. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magnússon). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21.15 Upplest- ur: „Hetjur á beljarslóð", bókar- kafli (Karl Isfeld ritstjóri). 21.35 Hljómplötur: Rússnesk lög. Næturakstur. B.S.Í., sími 1540. Njósnarinn. í dag kom í bókabúðir unglinga- sagán „Njósnarinn", eftir ameríska rithöfundinn J. Fenimore Cooper, í þýðingu Olafs Einarssonar. Gerist sagan á tímum frelsistríðs Banda- ríkjanfia, og er um mann, sem starf- ar í Ieynjþjónustu föðurlandsvina og lendir í ótal bættum og ævin- týrum. Cooper er meðal vinsælustu rithöfunda allra tíma, sögur hans ætíð hressandi og skemmtilegar, enda hafa þær verið gefnar út hvað eftir annað á flestum tungum heims. Útgefandinn er Bókfellsútgáfan h.f. Hvítar blússur og mislitar. Dragtir. Sumarkjolar. Tekið fram daglega. KJÓLABÚÐIN Bergþórugötu 2. Scrutator: r ^jOudJvi cJÍmmnwjfyS OJ Verzlunaránauðin. Eg hitti kunningja minn á göt- unni í gær, aldraðan mann, sem dregið hefir sig út úr veraldar- vafstrinu að mestu. „Þið voruð að stofna lýðveldið," sagði hann, „og blöðin hafa skrifað margt og mikið um hýðingu Hólmfasts, sem seldi nokkra smáfiska utan lögboðins verzlunarsvæðis. Um þrjú hundruð ár eru liðin frá því er það gerðist. Nú í dag eru bændur sektaðir fyr- ir að selja mjólkurflösku og rjóma- pela, — en þó ekki hýddir, eins og Hlómfastur, með því að öldin er að því leyti mannúðlegri. Þegar mjólkurlöggjofin var fyrst sett, hafði eg tal af skipstjóra, sem kom til kauptúns eins hér í nágrenninu. Þar tók hann um borð töluvert af áfengi og sigkli svo til Reykjavík- ur. Er hann var kominn miðja vega, hvarflaði að honum sú hugsun, að nú hefði hann farið óvarlega, — ekki vegna þess að hann hafði tek- ið áfengið meðferðis — heldur öllu frekar vegna hins, að strangt eftir- lit var haft um þær mundir með mjólkurflutningum, og vafalaust yrði skipið rannsakað gaumgæfi- lega. til að leita að rjómaflösku eða mjólkurbrúsa, og þá gat áf^ngið auðvitað komið í leitirnar. Svo eruð þið, sem áfellist danskinn fyrir að hýða Hólmfast og mælið mjólkúr- lögunum bót, eða amist ekki við þeim neitt verulega. Hvenær ætli þjóðin komist á það þroskastig, að hún lofi ekki það hjá sjálfri sér, sem hún lastar hjá öðrum ? Það eitt er víst, að til þess þarf meira en þrjár áldir.“ óeðlileg ágengni. Þétta sagði sá mæti maður, þá datt mér í hug, að ekki væri úr vegi að athuga málið nánar, og aunar fleira í sambandi við það. Löggjafinn hefir að undanförnu unnið markvisst að því að drepa atvinnulif landsmanna og eðlilega þróun atvinnuveganna í dróma, en búa í þess stað til einskonar „Er- satz“-atvinnuvegi, —< gerviþróun til að sýnast, en vera ekki. Fleiri hlægi- leg dæmi en þetta mætti nefna, þótt smámunir einir verði til taldir, en ekki lagt út í að gagnrýna heildar- kerfið. Þegar Áfengisverzlun rik- isins var stofnuð, átti hún, svo sem nafnið bendir til.'að hafa með hönd- um einkasölu á áfengi. Þannig var þetta í framkvæmdinni í fyrstu, en þá kom fram kunnasta og jafnframt nýjasta stétt þjóðfélagsins, „rón- arnir“ svokölluðu, sem þóttust ekki vera upp á áfengisverzlunina komn- ir, keyptu sér bara hoffmanns- dropa, vanilledropa og allskyns aðra dropa, sem áfengi var í, og fram- leiddu „hristinginn" alkunna, sem varð vinsælasti drykkur þeirra, — svo vinsæll, að þeir litu ekki við áfengi hinnar lögboðnu verzlunar. Verzlunin varð að lifa, og þá fékk hún því til vegar komið; að hún fékk einnig einkasölu á hárvötnujn, andlitsvötnum, ilmvötnum og „ess- ensum“ til slikrar framleiðslu. Þessi ofangreindu „vötn“ voru að mestu vínandi með margskyns ilmefnum saman við. Er lögin gengu í gildi, tóku menn að flytja hingað til Iands- ins sambærileg „vötn“, sem enginn vínandi var í, heldur blávatn og ætheriskar olíur, en þá rak að því að Áfengisverzlunin krafðist einka- sölu á vatninu líka. Sýnist verzlun- in vera komin æði langt frá upp- haflegum tilgangi sínum, enda eng- in ástæða til að meina verzlunar- mönnum og þá einkum lyfjabúðum, að kaupa inn slíkar vörur, sem mik- ið eru notaðar ti lsnytingar og jafn- vel á sjúkrahúsum. Þetta var ekki tilgangur laganna, þótt framkvæmd- in hafi orðið önnur upp á síðkast- ið, þegar lögin eru túlkuð eins þröngt og verða má. Áfengisverzl- unin er ekki lengur áfengisverzlun, heldur áfengis- og vatnsverzlun, en vatnið er meinlaust og gagnslaust og á þar ekki heima. Að svo miklu leyti, sem menn skipta við áfengis- verzlunina með vínanda, geta þeir sjálfir lagt vatnið til, og önnur „vötn“ eiga þar ekki að vera. Þannig mætti nefna tugi og ef til vill hundruð dæma. Löggjafinn hef- ir greitt veginn fyrir því að ríkið hefir troðið sér inn á eðlilegt at- hafnasvið borgaranna, og mega þeir tæpast um frjálst höfuð strjúka, en reka sig allsstaðar á boð og bönn hins opinbera. Utan við allt þetta fellur svo gerfiiðnaðurinn, sem Ey- steinn Jónsson kom upp í skamm- sýni sinni, og er raunverulega þjóð- inni byrði og að engu gagni, endá dauðadæmdur á venjulegum friðar- tímum, sé innflutningurinn gefinn frjáls. Þar er oftast eitt sjónarmið, sem til greina kemur, — að græða sem mest á framleiðslunni, — en verð og vörugæði koma varla til athugunar, sé miðað við sambærilega erlenda framleiðslu. íslenzka þjóðin mætti sannarlega gæta þess vel, að áfellast ekki danska valdið, sem hýddi Hólmfast á sinni tíð, þegar aðalráðamenn hennar hafa Iagt allt kapp á að fara að dæmi þess valds og leggja fjötra á þjóð- ina í margskyns myndum*. Þórður á Móíells- stöðum 70 ára í dag, I dag er Þórður Jónsson á Mófellsstöðum í Skorradal 70 ára, en hann hefir sem kunn- ugt er, verið alblindur frá sjö ára aldri. — Er Þórður löngu þjóðkunnur maður fyrir smiðar sínar og þann snillibrag, sem á þeim er. Hann er prýðilega gáf- aður maður, vinsæll og vel lát- inn af öllum, er til lians þekkja. Frá Þórði er nánar sagt í Sunnudagsblaði Vísis, er kemur út um næstu helgi. Þann 17. þ. m. varð bróðir Þórðar, Vilmundur Jónsson bóndi á Mófellsstöðum, 60 ára, en þ. 29. f. m. varð frú Guð- finna Sigurðardóttir, kona Vil- mundar, 50 ára, svo segja má, að það sé mikið urn „stóra daga“ á Mófellsstöðum um þess- ar mundir. Vilmundur og Guðfinna eru bæði hinar mætustu manneskj- ur og um margt fyrirmynd ann- ara í búskap. — Heill og ham- ingja fylgi öllum afmælisbörn- unum á ókomnum árum. M. E. Eldfast GLER. H0LT Skólavörðustíg 22. Miðstöðvar- eldavel í góðu standi, til sölu á Frakkastíg 11. Stúlku vantar strax á Elli- og hjúkrunarheimilið GRUND. Upplýsingar gefur yfirhjúkr- 1 unarkonan. Vil skipta á nýjum h jólbarða stærð 519, fyrir belgminhi hjólbarða á sömu felgu. — Uppl. í síma 2463 eftir kl. 6. 5 manna íiíll á góðum dekkum er til sölu á Njálsgötu 6 ld. 6—8 í kvöld. — Verð kr. 30.000,00. Sími 5708. Afgreiðslustúlku vantar. Þvottahús Reykjavíkur. Laufskála-café. Nokkrar stúlkur vantar nú þegar. Uppl. í dag kl. 2—4 í síma 1965.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.