Vísir


Vísir - 13.07.1944, Qupperneq 1

Vísir - 13.07.1944, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson 1 Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn 1 Skmti i Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla 5 linur 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 13. júlí 1944. 155. tbl St. Lo og Lessay falla þá og þegar Bandaríkjamenn í Normandi virðast nú vera í þann veginn að taka tvo bæi, sem eru hernaðar- lega mikilvægir, vegna þess að þeir eru miðstöðvar í samgöngu- kerfinu í þessum landshluta. Þessir bæir eru St. Lo, þar sem níu járnbrautir og þjóðvegir mætast, og Lessay. Bandaríkjamenn sóttu fram í gær beggja vegna vð St. Lo og voru þá að komast í aðstöðu til að liefja lokaáhlaup á bæinn. Sóttu þeir að bajnum á tvo vegu og áttu ófarna þangað aðeins 2—3 kílómetra. — Hersveitirn- ar sem tóku La Haye du Puits fyrir skemmstu áttu ófarna í gærkveldi 3 kílómetra til Lessay. Bandaríkjamenn sækja nú fram á 80 kilómetra viglínu. Þeir eyðilögðu yfir 20 skrið- dreka fyrir Bandaríkjamönnum í gær — af um 35 skriðdrekum, sem Þjóðverjar sendu gegn þeim. Er það stærsti skriðdreka- hópur Þjóðverja, sem Banda- ríkjamenn í Normandi liafa átt í höggi við. — Undanfarna daga hafa verið eyðilagðir fyrir Þjóð- verjum i Normandi um 120 skriðdrekar. Bretar og Kanadamenn unnu dálítið á í gær á sínum hluta vígstöðvanna, og urðu þar ekki teljandi breytingar. — „Hæð 112“ er áfram á valdi þeirra. Orustan um Livorno Castiglioncello hertekinn í gær. David Brown, fréttaritari Reuters, símaði í gær frá ítaliu, að hersveitir úr finnnta hernum sem höfðu létta skriðdreka til umráða, liefði tekið hafnarbæ- inn Castiglioncello, sem er 18— 19 ldlómetra fyrir sunnan Livorno. Bardagar liafa verið geisi harðir að undanförnu fyrir sunnan Livorno og liafa frétta- ritarar likt þeim við bardagana við Cassino, þar sem lengst var tafið fyrir bandamönnum á leið Jreirra til Rómaborgar. Ekki bárust fregnir í gærkveldi um hersveitirnar, sem eru að reyna að komast norður fyrir Livorno. Inni í landi hafa bandamenn ekki sótt hratt fram, enda eru varnarskilyrði víða góð og mót- spyrna Þjóðverja öflugri en liún hefir lengi verið. Liggur nú mik- ið við fyrir Þjóðverja, að tefja fyrir bandamönnum, meðan þeir treysta varnir sínar á Pisa-^ Flórentz-Rimini víglínunni. Pólsku hersveitirnar fyrir sunnan Ancona hafa tekið 1700 fanga að undanförnu. og mikið lierfang, m. a. um 80 fallbyssur. Bergsaglieri-berflokkar (ítalsk- ir) berjast með bandamönnum á Odriahafsvígstöðvunum. Hersveitir úr fimmta hernum eru nú 12 kilómetra frá Livorno. — Stórskotalið heldur uppi skotbríð á liöfnina i Ancona. Amerískar flugvélar hafa á einu misseri skotið niður eða eyðilagt á jörðu 8000 þýzkar flugvélar. Ráðisl var á 89 flug- vélar á saina tíma og 67 oliu- vinnslustöðvar. Sprengjum varp- að á 1700 járn- brautarvagna. í fyrradag gerðu sprengju- flugvélar bandamanna frá stöðvum á Ítalíu árás á bæinn Alessandria, en þetla er mikil- vægur járnbrautarbær í Torino- Genua-Milano samgöngukerf- inu. Voru það flugvélar af með- alstærð, sem árásina gerðu. Þegar árásin var gerð voru 1700 járnbrautarvagnar og eimreiðir í stöðinni. Varpað var niður 200 smálestum af sprengjum og var öll stöðin brátt hulin revk og er talið, að ægilegt tjón liafi hlotist af árásinni. Einnig varð skotfæraverksmiðja skammt frá fyrir sprengjum og sprakk hún i loft upp. Óeirðir á Norður- Italíu. Fregnir frá Svisslandi herma, að stöðugar verkfallsóeirðir séu í helztu borgum Norður-Ítalíu, einkum Genúa, Milano og Tor- | ino. Færa frelsisvinir sig æ ! meira upp á skaftið, eftir því | sem bersveitir bandamanna nálgast meira. Þjóðverjar bafa neyðst til þess að senda aukinn herafla til fyrrnefndra borga. I borginni Verona réðust frelsisvinir á fangelsi Þjóðverja ] og hleyptu út föngunum. Allsherjarmót Í.S.t. Eitt met sett í gærkveldi. Stutt og Iaggott Henry Stimson hermálaráð- herra Bandaríkjanna, sem að undanförnu liefir vei-ið á Ítalíu, er nú kominn til Englands til þess að ræða við Eisenhower og aðra herleiðtoga og stjórnmála- menn. Hann mun og lieimsækja herstöðvar Bandaríkjamanna á Bretlandseyjum. • Yfir 1200 amerísk flugvirki og Liberatorflugvélar réðust í gær á Munchen. Orustuflugvél- ar voru þeim til verndar. Amer- ískar sprengjuflugvélar frá Bretlandi réðust einnig á Miin- chen. Orustuflugvélar voru þeim til verndar. Amerískar sprengjuflugvélar frá Bret- landi réðust einnig á Miinchen í fyrradag. 26 sprengjuflugvélar komu ekki aftur. Mótinu lýkur í kvöld. Allsherjarmót l.S.I. hélt á- fram á Iþróttavellinum í gær- kvcldi. Þar gerðist það m.a., að Kjartan Jóhannssoun úr Í.R. setti nýtt met í 400 m. hlaupi. Hljóp hann vegalengdina á 52,3 sek. Gamla metið setti Sveinn Ingvarsson, K.R. 1938. Var það 52,6 sek. Orslit urðu að öðru leyti sem hér segir: 400 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, I.R. 52,3 sek. 2. Brynjólfur Ingólfs- son, K.R. 54,0 sck. 5000 m. hlaup: 1. Öskar Jónsson, I.R. 17:00,0 mín. 2. Indriði Jónsson, K.R. 17:06,0 mín. 4x100 m. boðhlaup: 1. A-sveit K.R. 46,8 sek. 2. A- sveit I.R. 46,8 sek. Þrístökk: 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 13,64 m., 2. Oddur Helgason, Á. 13,31 m. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, I.R. 54,29 m. 2. Jón Hjartar, K.R. 51,61 m. Sleggjukast: 1. Gunnar Huseby, K.R. 37,86 m. 2. Vilhjálmru Guðmunds- son, K.R. 36,65. K.R. er nú langhæst að stiga- tölu, hefir 117 stig. Næst er l.R. með 87 stig, þá F.H. 42 stig og loks Ármann með 38 stig. Allsherjarmótinu lýkur í kvöld og verður þá keppt í 10.000 m. hlaupi og fimmtar- þraut. 45.000 innikróaðir japanskir hermenn á Wevaksvæðinu á norðurströnd Nýju-Guineu eru nú taldir vera i þann veginn að gera tilraun til þess að rjúfa bring þann, sem bandamenn bafa slegið um þá. Mörg flugskeyti Þióðverja voru skotin niður yfjr Suður- Englandi í gær. Nokkurt tjón varð af í'iugskeytaárásum, m. a. í London. — Brezku konungs- hjónin voru vitni að því i gær, er þau voru stödd í loftvarna- stöð, að flugskeyti var skotið niður. I nótt varð hvorki flug- véla eða flugskeyta Þjóðverja vart yfi>- Englandi. Rússar hefja nýja sókn til Eystrasaltsríkj anna Eftir loftárás á franskan flugvöll. Mynd. þessi var tekin eftir loftárás á Hirson-flugvöllinn í Frakklandi. Miklar skemmdir urðu á vagnabvrgjum og eim- reiðum 306% hækkun á byggingarkostnaði. I nýútkomnum bagtíðindum segir frá byggingarkostnaði íbúðarhúsa í sveitum á síðasta ári. Teiknistofa landbúnaðarins liefir reiknað lit byggingar- kostnað þeirra íbúðarliúsa úr steinsteypu, sem reist hafa verið á hennar vegum frá 1. maí 1943 — 1. maí 1944. Er hér miðað við að húsin séu 7—8 metrar, ein liæð og kjallari, með 3 lierbergjum, eldhúsi og forstofu á hæðinni, en snyrti- lierbergi og geymslu i kjallara. Reyndist kostnaður við bygg- iligu slík'ra liúsa kr. 40.580 kr. Er það 23% liækkun frá árinu áður, en tæpl. 30% liækkun frá 1938— 39. Eftirfarandi yfirlit sýnir hækkun byggingarkostn- aðarins árlega síðan fyrir stríð: 1‘938—-39 .......... 10.000 kr. 1939— 4§.......... 12.500 1940— 41 ......... 17.500 — 1941— 42 ......... 19.975 — 1942— 43 ......... 32.875 - 1943— 44 ......... 40.580 Herriot látinn. Þjóðverjar hafa birt fregnir um það, að Edouard Herriot, franski stjórnmálamaðurinn víðkunni, sé látinn. Hann var 72 ára. — Herriot var þrívegis for- sætisráðherra og einna kunnast- ur allra róttækra franska stjórn- málamanna á siðustu áratugum. Hann var eindiægið þeirrar skoðunar, að Frakkar æltu að halda áfram styrjöldinni frá ný- lendunum, eftir ósigrana beima í Frakklandi. Yar hann harð- snúinn andstæðingur Petains og Lavals, og Þjóðverjar litu Iiann illu auga, og eitt sinn voru bii t- ar fregnir um, að þeir liefðu flutt bann til Þýzkalands. Myndin sýnir herdeild, sem yfir á eina í Norður-Burma. Ei í eru amerískir, brezkir, ldnver u Japanir þarna á næstu grösum. 'skir og innfæddir hermenn, vaða Árás á Mnnchen f þnðja sinn á þremur áögum. Þýzka útvarpið skýrði frá því nokkru fyrir hádegi, að ameriskar flugvélar hefðu gert mikla árás á Miincben árdegis í dag. — Er þetta þriðja stórárásin á Múnchen á þremur dögum. Lík Sigríðar Jóns dóttir finnst. IÁk stúlkunnar úr Hafnar- firði, Sigríðar Jónsdóttur, sem hvarf þar fyrir noklcurum dög- um, fannst í Hafnarfjarðar- höfn í gærdag. Strax eftir að stúlkan hvarf fannst kápa hénnar ú einni bryggjunni i Ilafnarfirði, og gátu menn sér þess til, að hún myndi liafa farið þar fram af og drukknað. Var kafari feng- inn til að leita þar, en leitin bar ekki árangur, mest vegna þess, bve aðstaða öll var erfið, mik- íð af vörum, rusli og leðju i botninum umhverfis bryggj- una. I gær fannst líkið á floti á þessum sömu slóðum og var það há orðið allmikið skcmmt. Sjrtriður heitin var 21 árs að aldri o" var til heimilis á Hverf- isgötu 41 í Hafnarfirði. Taka iooo bæi og þorp. ^talin birti nýja dagskipan í gærkveldi og tilkynnti, að Rússar hefðu byrjað nýja sókn í áttina til Eystrasalts. Það er annar baltneski her- inn, sem hóf sókn þessa og rauf varnir Þjóðverja á 144 kílómetra víglínu og sótti fram yfir 33 kílómetra á tveimur dögum og tók 1000 bæi og þorp. Meðal helztu bæja, er teknir voru, er jámbrautarbærinn Idritza, en um hann liggur járn- brautin frá Pskov til Polotsk, en í Idritza sker hún járnbrautina, sem liggur til hafnarborgárinn- ar Riga við Eystrasalt. Þjóðverjar minntust lítið sem ekkert á hina nýju, miklu sókn Rússa, í fregnum sínum i gærkveldi. Þeir drápu aðeins á það, að mikið væri barizt á þessum slóðum. Þjóðverjar skýrðu frá því í gær, að barizt væri af kappi fyrir austan Alytus, sem er bær í Litháen. Þeir tóku að vísu ekki fram, lfversu langt fyrir austan þennan bbe barizt væri, en Rússar hafa ekki miimzt á bardaga svo vestar- lega. Frá Alytus eru tæplega 80 kílómetrar til landamæra Austur-Prússlands. Af fregnum Þjóðverja í gær er ljóst, að mjög er farið að - dragá lir vörn setuliðs þeirra í Vilna, þótt það hafi fengið allmikinn liðsauka. Geta Þjóð- verjar aðeins um bardaga í vesturhverfum borgarinnar. Kemur það heim við fregnir Rússa. Virðist augljóst, að úr- slitanna i Vilna sé skammt að bíða. Hersveitir Rússa eru komnar fram hjá Vilna læggja vegna, og stefnir önnur fylk- ingin til Kaunas, cn hin suð- vestur á bóginn í áttina til Var- sjá. Fyrir austan Grodno eru Þjóðverjar á undanhaldi og einnig fvrir vestan Barono- vichi. Brezkur útvarpsfyrirlesari sagði í gærkveldi, að það væri augljóst af því, hversu margir þýzkir hershöfðingjar hefðu fallið eða gefizt upp á austur- vígstöðvunum seinustu vikur, að tveir þýzkir herir að minnsta kosti hefðu goldið svo mikið afhroð í bardögum, að þeir mættu heita gersigraðir. 1 fregnum frá Svíþjóð segir, að finnsk skip leiti nú unn- vörpum hafna i Sviþjóð, og er þess til getið, að finnskir skipa- eigendur séu að nota seinasta tækifærið sem býðst til að forða skipunum, en það, sem þeir óttast, er, að Þjóðverjar taki þau og noti til herflutn- inga frá Eystrasaltsrikjunum. I fregnum í morgun var frá því skýrj, að Rússar hefðu enn tekið nolckra bæi um 100 kíló- metra frá landamærum Austur- Prússlands. Seinustu fregnir frá Rúss- landi herma, að Rússar eigi ófarna aðeins 55 kílómetra að landamærum Austur- Prússlands.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.