Vísir - 22.07.1944, Qupperneq 3
VISIR
Útlit og þrifnaður
bæjarins.
Bolli TKoroddsen bæj arverkfræðingur boðaði blaðamenn á
fund sinn nýlega og skýrði þeim frá ýmsum viðfangsefn-
um, sem skrifstofur bæjarverkfræðings hefðu til meðferðar.
Eru þau viðfangsefni ærið margvísleg og hefir bæjarverk-
fræðingur og starfslið hans í mörg horn að líta, t. d. varð-
andi þrifnað í bænum, sorphreinsun, útlit tjarnarinnar, við-
gerðir og viðhald gatna, gangstéttir, nýlagningu og malbik-
un gatna o. m. fl. Um þessi atriði ræddi bæjarverkfræðing-
ur aðallega við blaðamenn og fer hér á eftir útdráttur úr
skýrslu hans um þessi efni..
Þrifnaðurinn.
Bærinn er nú hættnr að nota
hestvagnana við götuhreinsun-
ina. í stað þeirra komnir bilar.
Unnið verður að því að halda
hænum sem hreinustum á
þeim stöðum, sem við eigum
að sjá um, götum og torgum.
Yonandi koma þá lóðaeigend-
ur og leigjendur á eftir.
í samráði við lögregluna er
verið að koma upp vinnuflokki
sem losa á iDæinn við ýmsa ó-
skilamuni, sem liggja nú á göt-
um úti. Er hörmulegt að sjá
hvernig verðmæti, skilin eftir
á almannafæri, liafa eyðilagzt,
vegna þess að eigendurnir hafa
ekkert hirt um þau. Sem dæmi
má nefna verðmæta ófáanlega
járnhita, stór tréð báta, vélar
og önnur áhöld til ýmissa liluta.
Verðmætu hlutirnar verða
fluttir á nýtt svæði, sem lög-
réglan hefir fengið til umráða
inni við Elliðaárvog, hinu verð-
ur hent.
Nú er verið að ljúka við við-
geðir á lóðum manna vegna
skemmda eftir hitaveituna.
GöturykiÖ liefir verið og er
ein plága fyrir Reykjavík. Með-
an göturnar eru í því ástandi
sem nú er, er eina ráðið að
hleyta þær nógu oft með sjó,
þegar þurrt er. Bærinn hefir
átt einn lítinn vatnsbíl, sem hef-
ir verið látinn ganga eins og
mikið og hægt hefir verið.
Reynt hefir verið að fá full-
kominn vökvunartæki í Amer-
iku, en það ekki tekizt. Yar þá
liorfið að því ráði að láta smíða
tæki hér, og á næstunni verða
liér 3 bílar til götuvökvunar.
Þau tvö, sem við bætast taka
tvö til þrefalt meira af sjó en
gamli bíllinn, og ætti það að
ver<5a einhver úrlausn í bili.
Sorphreinsunin.
Hún er mesta vandamál fyr-
ir Iiæinn. í sumar hefir verið
hreiiisað dag og nótt, og við
nætuhreinsunina unnið ungir
stúdentar, sem buðu mér vinnu
í vor. Hafa þeir staðið sig prýði-
lega. Inni við Viðeyjarsund er
verið að byggja tilraunastöð
til rannsóknar á sorpi, sorter-
ingar, brennslu gerjunar o. fl.
Nýlega er búið að loka sorp-
haugunum fyrir óviðkomandi.
Tekur þá vonandi fyrir þann
Ijóta sið hjá fólki að ganga á
haugana, tína þar einskis nýtt
rusl, úr sem hvergi er geymsla
fyrir nema á almannafæri. —
iSóðaskapurinn vestast í bæn-
um er mikið þessari tínslu að
kenna.
Tjörnin.
Því miður verður ekki hæg't
að lagfæra tjarnarbakkana og
tjörnina í sumar. Göturnar
heimta það vinuuafl, sem við
liöfum til umráða. Þær tillögur
sem fram hafa komið, svo sem
að steypa tjanarhotninn næst
bökkunum eða lagfæra, verða
teknar til athugunar á teikni-
stofum okkar áður en fullráðið
verður hvaðj gera skal.
GÖTURNAR.
Eins og menn vita hefir um-
ferðin um vegi og götur hæjar-
ins margfaldazt síðastliðin ár.
Bæði hefir farartækjum bæjar-
búa fjölgað, svo bætist við hin
mikla umferð hernaðarfarar-
tækja setuliðanna. Þá hefir
hitaveitan sett merki sín, á göt-
urnar. Menn sjá því hvað mætt
hefir á vegum og götum síðustu
á(rin. Auk þess hefir vefrar
akstur þungra farartækja farið
illa með þær, keðjurnar átt
sinn hluta í því.
. i
Viðgerðir og viðlxald.
Tökum fyrst akbrautirnar;
hægt er að segja að þær séu
þrennskonar: malarhornar,
púkkaðar og' malarbornar og
svo malbikaðar. — Viðhald
ttveggja fyrstu tegundanna er:
bfaníburður með þjöppun og
svo heflun. Bærinn hefir und-
anfarandi ár eytt miklu fé i
ofaníburð og' er nú nær ein-
göngu notaður rauðamelur,
hefir liann reynst bezt, en tek-
ur tima að þjappast. Mikið hef-
ir verið kvartað undan honum,
sérstaklega fyrst eftir að hann
er kominn i götuna og er það
skiljanlegt. Hefhm liefir verið
framkvæmd el'tir því, sem unnt
liefir verið, og þjöppun einnig,
en skýringar á þvi sem miður
hefir farið í þessu fást síðar í
greininni erfiðleikar. Malbik-
uðu akbrautunum þarf að
halda við með svokallaðri yfir-
bikun, en það er slitlag, sem
helzt þarf að nota í asfalt og
sand, en fáist það ekki, þá með
tjöru í slað þess. Þegar slitlagið
er uppslitið, fer undirbygging-
in sjálf að eyðileggjast og er
þá allt í voða. Kannast Reyk-
víkingar þannig vel við up-
étnaiygötur. Undanfarandi ár
höfum við eingöngu orðið að
notast við tjöru í slitlag', asfalt
verið ófáanlegt.
Þær viðgerðir, sem nú er ver-
ið að framkvæma á götum bæj-
arins og byrjað var á i fyrra,
eftir því sem hitaveitufram-
kvæmdir leyfðu eru í því
fólgnar að fjdla hitaveiturenn-
ur, brjóta upp verstu göturnar
og snúa malbikuninni og setja
á yfirlag, slillag er sumstaðar
tsett, en ekki nándar nærri á
eins mörgum stöðum og þyrfti;
undirbyggingin verður að
'ganga fjrrir.
Gangstéttirnar.
Óhernju verki hefir verið eytt
í það, aðallega í fvrrasumar,
að lagfæra gangstéttarkantana.
Hitaveiturennurnar hafa
skekkt og fellt þá eins og
mönnum er kunnugt. Mikið
var unnið að hellulagningu í
'fyrra og nú, en þannig eru
gangstéttir bæjarins hugsaðar
í framtíðinni. Ekki liefir verið
ihægt 'að helluleggja eins og
þurft hefði og því orðið að
bera ofan i í staðinn. Salli er
góður í gangstéttir, þegar hann
er farinn að troðast.
Nýlagningar.
Auk viðhalds gatnanna fæst
bærinn við nýlagningar. Það
má alltaf deila um það, hvaða
götur eigi að gera. Bæjarbúar
eru ekkert öðru vísi en annað
fólk, allir vilja láta gera eitt-
hvað hjá sér. Snemma i vor var
þetta spursmál tekið til athug-
unar á skrifstofum okkar.
Nýlagningar skiptast í:
Vatns- og liolræsalagnir, vegna
nýrra bygging'arhverfa eða
endurnýjun á gömlum ræsum,
og gatnagerð. Vinnu við ræsin
er hentugast að láta fara fram
á veturna, þegar illt er að
vinna við gatnagerð vegna
veðráttu. Þó liefir verið brugð-
ið út frá þessu, þegar legið
hefir á ræsunum, eins og t. d.
melaræsið og ræsin i Klepps-
holti.
Þær götur sem teknar voru
fjuár i sumar og verða teknar
voru valdar með ýmislegt fjrr-
ár augum. Umferðagöturnar
(akbrautirnar) verða að olckar
áliti að ganga fjæir. (Sólejrjar-
gata, Tryggvagata o. fl.). Gang-
stéttir koma þar á eftir.
Skemmtilegast er að geta full-
gert göturnar alveg, með mal-
bikun og hellulagningu, og
verður það reynt í framtiðinni
eftir því sem föng verða á;
en eins og áður er getið, ak-
brautirnar verða a ðvera nr. 1
gangstéttirnar nr. 2, meðan
bærinn er i sárum eins og nú.
Malbikunin.
Þó búið sé að púkka götu og
bera ofan í rauðamel, er til-
tölulega auðvelt að skafa hann
í hurtu og malbika svo. Þegar
ákveðið var, livað malbika ætti
í sumar, var aðallega tekið til-
lit til umferðar. Eg' veit að það
væri.sárt fjrrir íhúa Ásvalla-
götu, ef hún j'rði ekki malbik-
uð. Nú verða þeir að bíða fram
eftir sumri uppá von og óvon.
Hún verður malbikuð, ef mögu-
legt verður. Sumir spyrja,
hvers vegna hætt hafi verið við
Fréyjugötuna við Njarðargötu.
Eg veit að Freyjugatan þarfn-
ast malbikunar, og' er hún Iíka
ofarlega á lista lijá okkur.
Spottinn af Njarðargötunni frá
Freyjugötu að Skólavörðustíg
sem malbikaður var, sameinaði
þó þessa tvær götur, þannig að
malbikuð lei'ð fékkst niður í
miðbæ. Eins og er verða við-
gerðirnar að ganga fvrir. Vest-
urgatan má ekki bíða lengur,
enda alveg komið að viðgerð
hennar.
í vor og sumar hefir verið
unnið að malbiksviðgerðum
eftir því, sem föng hafa verið á,
en ýmsir örðugleikar tafið.
i
Erfiðleikar.
í fjárhagsáætlun bæjarins
fjTÍr 1944 eru veittar 500,000,00
kr. til áhaldakaupa. Bærinn á
nokkuð af áhöldum en ekki
nóg. Það sem vantar aðallega
er: Vegheflar, borvélar, þjapp-
arar, mokstursvélar, kranar,
ýtur, sorpb.ifreiðar o. fl. Allir
krókar hafa verið hafðir úti
til að fá þessi tæki, og veit eg
ekki sem stendur, hvernig úr
rætist.
Erfiðleikar liafa verið á að
fá vegtjöru að eg ekki tali um
asfalt. Þó virðist vera að ræt-
ast úr því núna. Bærinn á bik-
unarvél, sem ekki hefir staðið
sig sem skyldi, verið að smá-
hila við og við, og eigum við
allt undir henni komið að áætl-
anir standist í sumar. Bjæjað er
að smíða nýja hikunarvél og
verður hún til að vori, og verða
þá til tvær.
Erfiðleikar hafa verið með að
fá nógu mikið af fínum muln-
ing í yfirlagsmalbikun, og hefir
það tafið viðgerðarfram-
kvæmdir en hann er eingöngu
notaður í yfirlag.
Tilraunir.
Tilraunif hafa verið gerðar
með að steypa nokkra götu-
snúninga úr járnbentri „við-
breraðri“ steinsteypu. Stej'pt-
ar götur hafa enn ekki verið
gerðar hér í bæ, enda hörgull
verið á járni aðallega hvað
sem síðar kann að verða. 1 Sól-
eyjargölu er verið að gera til-
raun með að stejrpa gangstéltar-
kanta og rennur úr júrnbentri
steýpu.
Tilk.vimi Mg*
Að gefnu tilefni, skal það tekið fram, að öll umferð
óviðkomandi manna um sorphauga bæjarins á Eiðisgranda
og allur brottflutningur þess, sem á haugana er kastað,
er bannaður.
Allir, sem flytja sorp á haugana, skulu snúa sér til
varðmannsins, áður en þeir losa af bílunum.
Reykjavík, 21. júlí 1944.
Heilbrigðisfulltrúinn.
Húrari
óskast í vinnu. Uppl. í síma 4243 kl. 6/2 í eftirmiðdag.
Þrjár deildarhjúkrunarkonur
vantar í Kleppsspítalann 1. ágúst og 1. sept., og nokkrar
aðstoðarhjúkrunarkonur. Einnig vantar saumakonu, vöku-
konur og starfsstúlkur.
Umsóknir sendist til yfirhjúkrunarkonunnar.
Lokað
vegna sumarleyfa til 8. ágúst.
Fatagerðin.
Lokað vegna sumarleyfa til 8. ágúst. '
HEILDVERZLUN
ÞÚR0DDAR E. JÓNSS0NAR.
miUIMKMito*
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
Þorsteins Jóhannssonar,
Sólvallagötu 70, fer fram frá fríkirkjunni þriðjud. 25. þ.
m. og hefst kl. 2 e. h.
Þórkatla Eiríksdóttir og börn.
Minningarathöfn um kæru fósturmóður mína,
Hallberu Jónsdóttur frá Kirkjubóli,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. júlí, og hefst
með bæn að heimili hennar kl. 10 f. h„ Bergstaðastr. 17B.
Hin látna verður flutt til Isafjarðar með e.s. Súðinni, og
jarðsett þar.
Fyrir hönd oltkar fósturbarnanna
Guðrún Kristmundsdóttir.
--------------------------------i
Jarðarför
dr. Guðmundar Finnbogasonar,
sem andaðist 17. þ. m., fer fram frá dómkirkjunni mánu-
daginn 24. júlí, og hefst með húskveðju á heimili okkar,
Suðurgötu 22, kl. 4 e. h.
Laufey Vilhjálmsdóttir og börn.
Jarðarför míns hjartkæra eiginmanns og föður
Jóns Ólafssonar
fér fram frá dómkirkjunni mánudaginn 24. þ. m., og hefst
með húskveðju á Kirkjuteig 5 kl. 1 e. hád.
Fyrir hönd dætra minna og annarra vandamanna
Þórey Jónsdóttir.
Páll Guðjónsson
bifreiðastjcri á Stokkseyrl
verður 40 ára að aldri á niorg-
un, sunnudaginn 23. þ. m. Hér
er um óvenjulegan rnann að
ræða, svo ungur sem hann er að
aldri. Afrek hans og dugnaður
svo frábær, og þá eigi síður
hjálpsemi hans og lipurð í um-
gengni hans og viðskiptum við
fjölda manna, að lofsorði er &
það lokið af þeim öllum, undan-
tekningarlaust.
Kona Páls Guðjónssonar, fru
Hulda Guðmundsdóttir er
manni sínum samhent mjög, og
er orð á því gert, hversu góð-
söm þau eru og hjálpfús í garð
annara manna.
Sé þar um einhverjar fram-
kvæmdir að ræða og nýungar,
byggðalagi þeirra til framfara
og umbóta á ýmsurn sviðum,
eiga þau hjónin oftast frum-
kvæðið að þvi, að liafizt sé
handa með að koma þeim á.
ekki þó seint og síðar meir,
heldur strax, og nema þau þá
eigi við neglur sér fjárframlög,
allrífleg, í því skyni að Iirinda
þeim af stað svo fljótt og vel
sem verða má. Bygging liins
mjmdarlega gistiliúss á Stokks-
ejrri, smíði hins vandaða milli-
ferðaskips, er annast mann-
flutninga milli StokksejTar og
Vestmannaej ja oft í viku hverri
með rnarga farþega innanhorðs
báðar leiðir, hvort heldur er að
nóttu til eða á degi, og Ioks
kaup á nýju og vönduðu orgel-
harmonium í StokksejTar-
kirkju. — Allt er þetta o. m. fl.
greinilegur vottur hugðarmála
hjóna þessara, því fyrir atbeina
þeirra og riflega þátttöku i
koslnaðinum við að koma þeim'
fljótt og vel í framkvæmd
munu þau eiga mestan heiður-
inn skilið fjrir það, þótt ýmsír
aðrir héraðsbúar hafi brugðizt
vel við og stutt drengilega að
því með þeim. Hafa þau, hjónin
og aðrir héraðsbúar sýnt með
þessu og ýmsu fleiru, að fé-
lagsandi sá, sem vakinn var til
lífs á þessum stöðum ineðal
ungra manna austur þar fyrir
60—70 árum, liefir eigi kulnað
út með öllu, heldur endurvakn-
að á ný og glæðst furðu fljótt og
vel; er. gott til þess að vita, og
þeim Páli Guðjónssjmi og hinni
mætu konu hans, er vel trúandi
til að efla alla góða viðleitni og
glæða þann holla anda og halda
honum við.
Son einn eiga þau hjónin, er
Hilmar heitir, 9 ára að aldri,
efnilegt barn og vel siðað. Af
fyrra hjónabandi á frú Hulda
dóttur eina og er hún gift hált-
settum kénnara við flugherskóla
í Ameríku. Er hún listfeng kona,
vel að sér og geðþekk mjög i
sjón og reynd. Móðir hennar, frú
Ilulda er og frábærilega listfeng
hannjrðakona, vel málifarin og
greind; heimili þeirra er eit: hið
prýðilegasta sem hugsazt getur.
Eins og kunnugt er, hefir Páh
Guðjónsson haldið uppi, og að
öðrum þræði um langt skeið,
mannflutningum á þjóðveginura
milli Reykjavíkur, Stokkseyrar
og Evrarbakka. Lipurð lians,
greiðvikni við farþegana, góð
regla og skilsemL á fgrangri
þeirra og nákvæm stundvísi eru
Frh. á 4. síðu.
*