Vísir - 25.07.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1944, Blaðsíða 1
 Ytitstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun télagsprentsmiöjao (3.«hæð) Ritstjórar Blaðamenn Skmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerí S linur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 25. júlí 1944. 165. tbl. Landsstjóri Þjóðverja í Frakklandi særður. Tveir þýzkir hershöfðingjar hafa nú látizt af sárum, sem þeir hlutu, er Hitler var sýnt banatilræðið. Menn þessir voru báðir í ábyrgðarmikluni trúnaðarstöð- um, því að annar þeirra, Brandt að nafni, var í þeirri deild her- foringjaráðsins þýzka, sem undirlijó liernaðaraðgerðir, en hinn, Kroten, var yfirmaður herforingjaráðs flughers Þjóð- verja. Engar staðfestar fregnir ber- ast frá Þýzkalandi um upp- reistina, en í Svíþjóð er sagt, að uppreistarmennirnir muni hafa góð sambönd við ýmsa iðju- hölda og umboðsmenn í hverri deild þýzka hersins. Beðið fyrir uon Stauffenberg. Leynistöðin „Atlantik“ hefir skýrt frá því, að beðið hafi ver- ið fyrir sálu von Stauffenberg greifa í öllUm kirkjum Bajara- lands síðastliðinn sunnudag. Gat Gestapo ekki komið í veg fyrir það, þar sem samtök presta voru svo almenn. Stiilpnagel særður. Útvarpið í París skýrði frá því í gær, að franskir frelsisvinir Ihefði sært Stulpnagel hershöfð- ingja, sem hefir verið landstjóri í Frakklandi síðan i október 1940. Var hann á eftirlitsferð í A.-Frakklandi er hann var særður. Ntrandhösrgr á Dodecaneseyjnm Brezkir og grískir kermenn gengu á lc{nd á Simi-eyju í Dodecanesklasanum um miðj- cin mánuðinn. Bandamenn drápu hvern þann hermann, sem til náðist og gafst ekki upp, en síðan voru öll mannvirki eyðilögð á eynni, skotfærabirgðir spengdar í loft upp og skipasmíðastöð brennd til kaldra kola. Nítján skip, sem voru i höfninni, voru og eyðilögð. Bretar, Kanadamenn gera nýjar árásir í Normandie MUSTANGFLUGVÉL Á FLUGI YFIR FRAKKLANDI. Fréttastofa frjálsra Dana tel- ur, að 40—50,000 manna þýzkt lið hafi verið flutt frá Dan- mörku til annara vígstöðva upp á síðkastið. Amerískar hersveitir eru nú aðeins um 20 km. frá Flórenz á Italíip « Georg VI. á Ítalíu. Georg VI. Bretakonungur er kominn til Ítalíu, til að kanna þar lið Breta og bandamanna þeirra. Konungur flaug suður til Afríku á sunnudag og hafði þar þriggja stunda viðdvöl, áður en hann liélt för sinni áfram til Napoli á Ítalíu, þar sem Sir Henry Maitland Wilson, yfir- liershöfðingi bandamanna við Miðjarðarhaf, og margt annað stórmenni tók á móti honum. Meðan konungur dvelst í Nap- oli, er liann gestur. flotaforingja Breta á Miðjarðarhafi. Bandamenn nálg- ast Florens. Bandamenn eru nú í aðeins 15 km. fjarlægð frá Florens á Suður-Ítalíu. Þokast þeir smárn saman riær borgirini, en Þjóðverjum liefir vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið, svo að þeir verða óð- um örðugri viðfangs. Banda- menn hafa einnig unnið lítið eitt á við Arezzo og austur við Adríaliaf. Við Arno er allt með kyrrum kjörum. Fimm hundruð stórar flug- vélar réðust í gær á Torino, Genua og þrjá flugvelli í S.- Frakklandi. Mustangflugvélanna er oft getið i fréttum. þær eru notaðar skyndiárásum. milcið í könnunarferðum Iðja boðar verkfall frá mánaðamótum. Málið sent sáttasemjaxa. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, hefir boðað verkfall hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda frá 1. ágúst næstkomandi. Félagið gerir ýmsar kröfur til F.Í.I. og meðal annars kaup- liækkunarkröfur fyrir byrjend- um undir 18 ára aldri og kven- fólk, sem nema rúmlega þriðj- ungi, en auk þess vill félagið, að fólkið vinni sig upp í full laun á einu ári í stað tveggja. Rússar hálfnaðir til Ber- % línar frá vetrarstöðvunum. Fjórðungur hers Þjóð- verja sigraður á ein- um mánuði. Tæpir 100 km, til Varsjá. jí sunnudag var mánuSur liðinn frá því að sumar- sókn Rússa hófst og þó eru þeir komnir hálfa leið til Ber- línar frá vetrarstöðvunum, sem sóknin hófst frá. Þessi eini sóknarmánuður liefir borið alveg ótrúlegan ár- angur, því að Rússar bafa brot- ið varnir Þjóðverja svo gersam- lega á bak aftur á sumum lilut- um vígstöðvanna, að eklci er annað sýnilegt, eins og nú liorf- ir, en að Rússar geti jafnvel brolizt alla leið vestur að landa- mærum Þýzkalands. Hvern dag- inn eftir annan geysast Bíússar áfram 30 lcm. leið eða jafnvel lengri, en slíkur hraði er alveg óvenjulegur í langri sókn. Manntjónið. Herstjórn Rússa - hefir birt skýrslu um manntjón Þjóðverja þenna mánuð sóknar sinnar. Halda þeir því fram, að þeir hafi sigrað fjórðung alls þess her- afla, sem Hitler hafði í Rúss- landi í vor og Þjóðverjar hafi misst rúmlega liálfa milljón manna, fallna og fanga. Hafa 380,000 merin verið drepnir, en 150,000 teknir til fanga og með- al þeirra eru rúmlega 20 hers- höfðingjar. En þá eru ótaldir sæi-ðir menn í her Þjóðverja. Hergagnatjón Þjóðverja var einnig gríðarlega mikið. Rússar segjast hafa tekið eða eyðilagt 2700 slcriðdreka og sjálfakandi byssur, 8700 byssur af öðrum gerðum, 57,000 bíla og 630 flug- vélar. 1400 bæir teknir í gær. f gær náðu Rússar rúmlega 1400 bæjum úr höndum Þjóð- verja og var Lublin mikilvæg- asti staðurinn. Sú borg er aðeins 40 km. frá Vistúlu. Sóttu Rúss- ar fram á nær öllum liinum 1100 lcm. löngu vígstöðvum og fóru rneðal annars vestur yfir i. San — þverá Vistula -— á mörg- um stöðum. Eru þeir komnir að þeirri á á 80 km. svæði og hafa tekið borgina Jaroslav, sem stendur á bölckum hennar. Með ]iví bafa Rússar rofið járnbraut- ina frá Przemysl til Krakow. Ekki 100 km. frá Varsjá. í hinni hröðu sókn sinni til Varsjár, hafa Rússar tekið tvær mikilvægar járnbrautastöðvar. Eru þær báðar tiltölulega stutt frá Varsjá og standa við járn- brautina frá Lublin norður til Königsberg. Önnur þessara Ijorga, Siedlce, er i beinu járn- brautarsambandi við Varsjá, tæpa 100 km.'fyrir austán liana. Hin er Lukow, skammt frá Siedlce. f núgildandi samningi eru byrjunarlaun karla, yngri en 18 ára, 160 kr. á mánuði, en hækka upp i 225 lcr. á 12 mán. Byrjun- aríaun kvenna eru hin sörnu og hækka á tveim árum upp í 265 kr. á mánuði. Iðja vill fá 215 kr. byrjunarlaun, sein hækki upp í 325 kr. á einu ári. Byrjunarlaun karla, eldri en 18 ára, eru nú 280 kr. á mánuði í j og hækka upp í 440 kr. á tveim • i.árum. Iðja vill fá 300 kr. byrj- ; ! unarlaun, sem liækki upp í 500 kr. á einu ári. Nú er yfir-, nætur- og helgi- . dagavinna greidd með 50% á- lagi, en Iðja vill fá hana greidda ! með 100% viðbót. I Félag , íslenzkra iðnrekenda liefir ekki séð sér fært að ganga að kröfum Iðju og hefir málið því verið fengið sáttasemjara. If Var land§stjóri í Anstnrríki. Sú fregn hefir borizt frá Vínarborg, að Baldur von Schirach, landstjóri Þjóð- verja í Austurríki, hafi horf- ið þann 20. þfessa mánaðar — daginn, sem tilræðið var gert við Hitler — og hafi ekki til hans spurzt síðan. SS-foringi, Scharitzer að nafni, hefir verið gerður landstjöri í Austurríki í hans stað. Baldur von Schirach hefir komið við sögu í Þýzkalandi lengi. Hann var í byrjun for- ingi Hitlers-æskunnar, en var síðan gerður landstjóri cí Austurríki. Er hvarf hans sett í samband við byltingar- tilraun hershöfðingjanna, hann hafi jafnvel verið í vit- orði með þeim. Hergagnaflutningar fluguélum til Jugoslaviu nú stórum vaxandi. Frá því var sagt í tilkynn- ingu frá herstjórn bandamanna við Miðjarðarhaf í gær, að i júní hefði þessir flutningar verið sex sinnum meiri en í marz, en þá hafi þeir verið á hámarki. Til ítalíu flytja flug- vélarnar særða menn í hundr- aðatali og fanga, sem Jugoslav- ar ná. Þjóðverjar Iiafa byrjað sókn gegn skæriuliðum í, Albaníu. Beita þeir miklu liði og vel búnu. Halda í suðausturátt meðfram mikilvægum vegi. Ráðstefna á Saipan. King flotaforingi Banclaríkj- anna, og Nimitz, yfirmaður Kyrrahafsflotans, hafa verið á Saipan. * Ráðstefna valr baldin með æðstu foringjum Bandaríkja- manna þarna, meðán þeir King og Nimitz stóðu við og sögðu þeir í viðtali við blaðamenn, er þeir komu aftur til Pearl Har- bor, að þeir hefði rætt næstu hernaðaraðgerðir. „Það er fróðlegt að athuga,“ sagði King, „hversu mikill liluti Japans og Filippseyja eru ‘innan 1500 mílna fjarlægðar frá Saipan.“ Bardagar gríðar- harðir. J^jontgomery gaf í morgun út aukatilkynningu um það, að hersveitir hans, Bret- ar og Kanadamenn, hefði byrjað nýjar árásir um sólar- uppkomu. Árásir þessar eru gerðar fyr- ir sunnan Gaen, beggja vegna við þjóðveginn, sem liggur það- an til smáborgarinnar Falais, sem er skammt þaðan. Lággur vegurinn i suðaustur og er bar- izt langar leiðir út frá honum. Eins og venjulega liófust á- lilaupin með geigvænlegri stór- skotahríð, sem rufu skörð í varnir Þjóðverja og brauzt fót- göngulið bandamanna þar í gegn, en vörnin fór fljótlega liarðnandi og þegar siðast frétt- ist slóðu yfir ógurlegir bardag- ar. Ætlunin með ]>essari sókn er að ná stærra svæði fyrir sunnan Caen, þar sem svo megi undir- búa stórsókn. Flugveður eru mjög stopul i Frakklandi, en þó er jafnan liægt að fljúga eitthvað á degi hverjum. f gær var t. d. varpað tæplega 300 smálestum sprengja á sex jámbrautastöðvar í grennd við vigvellina. I Hléið búið. Hlé það, sem undanfarið lief- ir verið i Normandie, er nú úr sögunni. Það hefir rneðal annars stafað af miklum lirkomum, sem liafa torveldað mjög allar hernaðaraðgerðh’, en einnig af því, að aðilar hafa verið að búa sig undir frekari átök. Þjóð- verjar segja, að hléið hafi kom- ið bandamönnum i góðar þarf- ir, þvi að þeir hafi verið búnir að missa á fyrstu sjö vikum irinrásarinnar jafnmikið lið og þeir liöfðu gert ráð fyrir að ípissa á sex mánuðum. Bandaríkjamenn líka í sókn. Rétt eftir kl. 10 í morgun var tilkynnt í Normandie, að 1. ameríski herinn hefði haf- ið áhlaup til stuðnings á- hlaupum 2. brezka liersins. Ei’ lialdið uppi miklum loft- árásum á Þjóðverja, en óvíst, hversu bandamönnum miðar áfram. Áttræður er í dag Helgi Grunclarstíg io. Guðbrandsson, ír᧠á Ntnttgart Bretar gerðu harða árás á iðnaðarborgina Stuttgart í S.- Þýzkalandi í nótt. Árásir voru gerðar víða ann- ars staðar, m. a. á olíubirgðir í St. Nazaire, aðra nóttiná í röð, rakettusprengjustöðvar i N,- Frakklandi og loks gerðu Moski- tovelar eian eina árás á Berlin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.