Vísir - 02.08.1944, Síða 2

Vísir - 02.08.1944, Síða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stjórnmál án stefnu. STJ ÓRNMÁLAB ARÁTTAN er háð á ýmsan hátt. Bar- ist er og deilt um dægurmálin, en þær deilur mótast tiðast af heildarstefnu flokkanna, enda velja mönn flokka í milli vegna þeirrar stefnu, en ekki auka- atriðanna, sem oft og tíðum kann að vera nokkur ágreining- ur um milli manna í sama flokki. Slíkt er ekki óeðlilegt. Hitt er hættulegra og óþolandi með öllu, þegar horfið er frá heildarstefnunni, henni vikið til hliðar þegar semja þarf um úr- lausn dægurmála og þannig skapað algert los. Stokkið er öfganna á milli, eins og til dæmis kommúnistar gera i umræðum um utanríkismálin frá degi til dags, þótt oftast séu þeir samir við sig i niðurrifsstarfseminni inn á við. Menn brosa að því er kommarnir gera ýmist að lof- syngja samninga Stalins og Hitl- ers eða Stalins og Iýðræðisríkj- anna, allt eftir þvi á hvorn bóg- inn hann telur lienta að halla sér i það og það skiptið, — en allt er gott, sem gerði hann þrátt fyrir það. Utanríkisumræður lcommanna eru ljóst dæmi um algert stefnuleysi, og þær mega heita meinlausar inn á við, en hitt er miklu lakara þegar borg- aralegu flokkarnir, sem fyrst og fremst ber skylda til að standa vörð urn þjóðleg verðmæti, láta sig afdrif jieirra engu skipta. Síðustu fjögur árin liafa flokkarnir yfirleitt tekið, þátt í stjómmálum, án þess að virða stefnu sína að nokkru. Samning- ar til vinstri og hægri hafa ein- kennt þetta tímahil og ekkert hefir verið svo heilagt að úr vegi væri að Ijá máls á samningum um það. Nýlega lýsti t. d. einn af þingmönnum eins flokksins yfir því, að flokkurinn hafi verið reiðubúinn til að láta af stefnu- málum sínum og vilja til þess að mynda stjórn með hinum flokkunum, en hvers virði er slíkur flokkur og hvers má af honum vænta ef rétt er með far- ið? Er ekki kominn tími til að slíkt stefnuleysi hverfi úr sög- unni og snúist sé við vandanum af fullri festu, einlcum þar eð upplausnin heldur stöðugt á- fram þar til stefnufesta í stjórn- arháttum ræður hug á henni, sem vonandi verður fyrr en varir? Öllum má það Ijóst vera að öfgastefnur hafa því aðeins get- að rutt sér til rúms víða um heim, að algert los, stefnuleysi og ráðleysi hefir verið ríkjandi í þeim löndum, sem einræðis- öflin hafa að lokum sigrað í og brotist til valda. Á Ítalíu var t. d. ráðleysið svo algert að stjórn- arvöldin horfðu á fascista halda í skrúðgöngu frá Milano til Rómar án þess að nokkuð væri aðgert. Enginn hreyfði legg eða lið og fascistarnir höfðu náð töglum og höldum áður en menn gerðu sér- nokkra grein fyrir hættunni. Worm-Miiller pró- fessor skýrir frá þvi að Norð- menn gerðu sér ekki grein fyrir háskanum af hernámi Þjóðverja fyrr en það var um seinan og litlu máttí muna að slíkt and- varaleysi liefði svipt þá öllum skilyrðum til andstöðu. Þannig mætti lengi telja ýmis dæmi til sönnunar skaðsemdar andvara- Ieysis og stefnuleysis með hverri þjóð, og nú á íslenzka þjóðin um það eitt að velja að standa á verði vegna þjóðlegra verðmæta og lýðræðis, eða að láta öfga- stefnu kommúnistanná glejqpa sig með húð og hári. Samvinna við kommúnista í innri málefn- um kemur ekki til greina. Hún er fyrirfram dauðadæmd og leiðir jafnvel til falls eða veru- legrar skaðsemdar. Borgara- legu flokkarnir þ. e. a. s. allir einstaklingar, sem vernda vilja sjálfstæði þjóðarinnar og bjarga vilja þeim verðmætum, sem þjóðin hefir aflað með erfiði og þrautseigju verða að skipast i eina sveit og gera allt til að bjarga því sem bjargað verður. Slíkt er auðvelt ef vilji er fyrir hendi, og án nokkurra tilfinnan- legra óþæginda fyrir almenning er unnt að byggja hér upp heil- brigt fjárhags og atvinnulíf, en sem nú er á hraðri leið til hruns vegna aðgerða kommúnista. I bili ráða þeir lögum og lofum innan verkalýðshreyfingarinn- ar, en það er óþarfi að láta þá gera það. Verkamenn vilja engu síður en aðrir koma í veg fyrir allsherjarhrun, en þeir krefjast þess eins að vonum, að eitt verði látið yfir alla ganga, og að þeim séu sköpuð viðunandi af- komuskilyrði. Ekkert er sann- gjarnara og sjálfsagðara. , Það þarf ekki einungis að tryggja verkamönnum sæmileg laun, heldur og örugga atvinnu, þann- ig að þeir þurfi ekki að óttast at- vinnuleysi í framtiðinni. Þetta er hægt að gera, liafi menn skilning á þeirri nauðsyn að fórna minni verðmætum fyrir meiri, —- fórna verðmætum ein- staldinganna fyrir almennings- heill að svo miklu leyti sem þörf gerist, —■ enda yrðu ráðstafanir til viðreisnar gerðar í þágu allra einstaklinga og þjóðarinnar sem heildar. Til verulegra fórna fyr- ir einstaklingana þarf ekki að koma, —i þeir þurfa í rauninni engu öðru að fórna en þröng- sýninni í dægurmálunum. Heild- arstefna borgaralegu flokkanna er og verður að efla hag ein- staklinganna og tryggja lýð- ræðið í landinu. Við þá stefnu á að miða allar aðgerðir, en ekki endilega viðhorfin eins og þau eru í dag eða verða á morgun, heldur viðhorfin til langframa. Horfast verður í augu við þá staðreynd, að annaðhvort er að duga eða drepast, annaðhvort að lirökkva eða stökkva. Sókn er hetri en vörn og raunar bezta vörnin oft og einatt. Svo mun enn reynast i þeirri hagsmuna- baráttu, sem fyrir höndum er og hefjast verður nú í haust i síðasta lagi. Stjórnmál án stefnu eru höl hvers þjóðfélags. Af þvi höli höfum við haft of mikið að segja síðustu árin, enda er svo komið að lýðræðisflokkarnir hljóta að hverfa frá tilgangs- Iausum deilum um dægurmál, en sameinast um heildarstefn- una til bjargar þjóðarheildinni án tillits til einstakra stétta eða augnablikshagsmuna, en um- fram allt mega menn ekki láta stjórnast af ótta við kommana og lenda þannig í algjöru stefnuleysi. Unglingabók. Nýkomin er á bókamarkað- inn í ísl. þýðingu lítil bók, sem heitir Blómakarfan, saga fyrir börn og unglinga, eftir Chris- oph v. Schmid. Bókaútgáfan Norðri h.f. gef- ur bókina út. Hún er 96 bls. í þægilegu broti, innbundn. Frá- gangur er allur hinn snotrasti. 200 km. gönguför um Vatnajökul. Hringferð um landið um Vatnajökul. yíSIR hefir átt tal við Skarp- héðinn Jóhannsson, sem er nýkominn úr ferðalagi austur á Vatnajökul. Var hann, ásamt þremur félögum sínum, í átta daga á jöklinum og fóru þeir um 200 km. leið á honum. För þeirra félaga var raun- verulega hringferð um landið, þótt lienni væri hagað öðru visi en menn gera að jafnaði. En hezt er að gefa Skarphéðni orð- ið og hefst liér frásögn hans: „Við félagar héldum héðan úr bænum snemma morguns þ. 14. júlí og fórum landveg norður og austur til Egilsstaða. Ferðin tók sólarhring, eða 26 tíma, og fór- um við það í einni lotu. Frá Egilsstöðum fórum við með bifreið að Hóli í Fljótsdal, en þaðan lögðum við upp á hestum sunnudaginn 16. júlí. Fjdgdarmaður okkar var Her- mann Ágústsson frá Amalds- stöðum; prýðilegur náungi. Við tjölduðum austan undir Snæ- felli um kvöldið, en héldum næsta dag áfram, þar eð ekki gaf á Snæfell, og fórum inn Maríutungur, í krikann milli Eyjabakkajökuls og Brúarjök- uls. Skíðasnjó fengum við strax við jökulröndina. Tókum við þegar að undirbúa skíða- og sleðaferðalagið og fórum 8 km. upp jökulinn þann dag. Vorum við þá komnir upp fyrir öll krapalón og allan, vatnselg, sem var í jökuljaðrinum. Þriðjudaginn 18. júlí héldum við áfram í stefnu á Kverkfjöll. Þau ganga inn í Vatnajökul að norðanverðu og eru mikil um sig og stórlega fögur. Tjölduð- um ca. 12 km. fyrir austan þau. Miðvikudaginn 19. júlí geng- um við svo á þau, upp skrið- jökul, sem gengur suður úr þeim, niður á hjarnbreiðu Vatnajökuls. Fimmtudaginn 20. júlí var enn haldið af stað og ferðinni nú heitið til Grimsvatna. Þau liggja inn á miðjum Vatnajökli, s. v. af Kverkfjöllum. Til Gríms- vatna fórum við félagar í fyrra, fórum þá upp á Vatnajökul að sunnan, vorum óheppnir með veður og sáum því lítið hvernig þar er umhorfs. Við Grímsvötn dvöldum við í hálfan annan sól- arhring í skínandi veðri. Þar er stórkostlegt um að litast og auð- séð að breytingar verða þar ár- lega miklar, eftir þeir lýsingum að dæma, sem við höfðum af staðnum. Frá Grímsvötnum fórum við laugardagskvöldið 22. júlí og tókum nú stefnu á Öræfajökul, og vorum 8V2 tíma að Morsár- jökli, það var fljót ferð og framúrskarandi skemmtileg, — við notuðum tjaldið sem segl á sleðann og sigldum langleiðina. Niður af jöklinum fórum við vestan við Morsárjökul og var það mjög sæmileg leið að fara, gátum borið allan farangurinn niður í einni ferð. Að Skafta- felli í Öræfum komum við 2. júlí. Ferðalagið um Vatnajökul mun liafa verið um 200 km. og var í alla staði mjög ánægjulegt, enda veður með ágætum alla dagana, kannske helzt til heitt, svo maður finni eitthvað að því. Við voruin fjórir saman: Egill Kristbjörnsson, Friðþjófur Hraundal, Alfreð Karlsson og ,eg. Þetta er þriðja Vatnajökuls- ferð okkar Friðþjófs, önnur ferð Egils og fyrsta ferð Alfreðs, en allir höfum við farið nokkrar styttri jökulferðir.“ Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Óperu- söngvar. 20.30 Útvarpssagan: „Silfurnælan" eftir Þórunni Magn- úsdóttur (Höfundur les). 21.00 Taki'Ö undir! (Þjóðkórinn . Páll ísólfsson stjórnar). Næturakstur: B. S. R. Sími 1720. Reykjavikurmótið: Fiam — Valui: Jaíntefli, 0-0. Víkingur og Fram keppa annað kvöld. I gærkveldi fór fram fjórði leikur Reykjavíkurmótsins og kepptu þá Fram og Valur. Veð- ur var heldur óhagstætt, hliðar- vindur. Leikurinn var frekar daufur. Fram hóf mikla sókn í fyrri hálfleik og munaði oft litlu að þeim tældst að skora. I síðari hálfleik sóttu Valsmenn af mesta kappi, til að reyna að ná marki, en Framarar létu sig ekld og voru ákveðnir að gefa sig ekki að þessu sinni. Enda lauk leiknum með því, að hvor- ugur skoraði, — endaði með 0—0. Nú fera að líða að úrslitum mótsins. Otkoman er sú, að Val- ur hefir 3 stig, Víldngur 2, KR 2 og Fram 1 stig. Næsti leikur mótsins fer fram annað kvöld, milli Fram og Víkingus. En á föstudag keppa KR og Valur. Vezkfall hjá 69 fyzirtækjam. Eitt víðtækasta verkfall, sem sögur fara af hér á landi, hófst kl. 12 á miðnætti aðfaranótt þriðjudags sl. Nær verkfall þetta til 68 fyr- irtækja hér í Reykjavík og eins fyrirtækis á Siglufirði, en um 1000 manns samtals vinna við þau. Öll eru fyrirtækin i Félagi íslenzkra iðnrekenda. Áður en verkfallið hófst snéri stjórn Iðnrekendafél. sér til verðlagsstjóra og spu'rði hann, livort iðnrekendum myndi leyft að liækka verð á framleiðslunni í samræmi við hið nýja kaup, ef gengið yrði að kauphækkun. Verðlagsstjóri neitaði þessu. Sáttasemjari rikisins í vinnu- deilum hefir að undanförnu haft mál þetta til meðferðar, en árangurslaust reyndist að koma' á sáttum, áður en verkfalliðj átti að hefjast. | Hvítai dömublússui, dömu-spoitbuxui og sport-fatnaðui, nýjasta tízka. KJ0LABUÐIN Beigþóiugötu 2. Stúlka óskast í Valhöll á Þingvöll- um. — Uppl. í Hressingar- skálanum. Ung stúlka óskar eftir atvinnu við skriftir eða þessháttar, um óákveðinn tíma. — Hefir góða menntun. — Tilboð sendist til afgr. blaðsins fyrir helgi, merkt „19 ára“. Vikuieinangiun ávallt fyrirliggjandi. Vikuisteypan Lárus Ingimarsson. Sími 3763. Plötusafn. Plötusafn með 200 ný- tízku hljómplötum til sölu strax, vegna brott- flutnings. — Einnig út- varpstæki. Uppl. Njáls- götu 71, kjallarinn, frá kl. 7—9 í kvöld. JIclcLcÍVl OdllMMHÍnfyS ] £ Scrutator: Jurtakynbætur. Margvíslegar ráðagerðir hafa verið uppi hér á iandi um að taka upp tilraunir með jurtakynbætur. Ungir menntamenn dvelja um þess- ar mundir erlendis, — einkum í Vesturheimi, — og kynna sér helztu nýjungar í þessari grein einkum með tilliti til þess, sem íslandi má að gagni koma síðar. í Rússlandi eru menn komnir mjög vel á veg i rannsóknUm þessum og hafa menn ræktað þar alls kyns afbrigði jurta, sem henta misjöfnu veðurfari. Eru t. d. jarðepli ræktuð þar miklu norðar en áður hefir þekkzt og gefst ræktun þeirra vel þótt ekki sé nema skóflustunga niður á klaka. Sama er að segja um trjágróður. Þar hafa tilraunir gefizt ágætlega og tekizt hefir að rækta harðger tré, sem eru einskonar kynblendingar. í garði einum hér í bænum hefir það fyrirbrigði gerzt alveg sjálf- krafa og án utan að komandi að- stoðar, að reynir hefir fest rætur á stofni birkitrés og þrífst þar ágæt- lega. Hefir reyniber sennilega fallið í krika við útskot greina, en þar vex reynitré nú og er orðið allstórt. Virðist það judfast ágætlega á birki- trénu, en eftir er að vita hver áhrif þetta kann að hafa á það. Garð- yrkjumaður, sem umsjón hefir með garði þessum, telur að ekki sé á- stæða til að óttast um birkitréð, — það muni þola þessa raun, — og ætlar að lofa reyninum að vaxa þarna í friði. Hinsvegar vill hann ekki gefa upp hvar garður þessi er í bænum af ótta við að skemmdir verði unnar á trjánum af forvitnum áhorfendum. Væri mjög fróðlegt að vita hvdrt flcirj slík fyrirbrigði kunna að hafa gerzt í görðum, svo og ef men hafa gert hér einhverjar tilraunir með jurtakynbætur, sem gefið hafa árangur. Gróðurhús. Margir hafa gert sér miklar von- ir um ræktun neyzlujurta í gróður- húsum hér á landi og vafaláust fer sú ræktun mjög í vöxt. Rannsóknir sem gerðar hafa verið vestan hafs sanna hins vegar a ðt. d. tomatar, sem ræktaðir eru í gróðurhúsum eru miklu fjörefnasnauðari en hinir, sem ræktaðir eru úti. Mun svipaður árangur hafa orðið af öðrum sams- konar raiinsóknum. Hins vegar horfir málið við þannig hér á landi að þjóðin er í bætiefnasvelti mik- inn tíma árs, með því -að ávextír hafa ekki fengist til landsins, sum- part og þá einkum áður og fyrr vegna innflutningsbanns á þeim, en nú síðar sökum þess, að ekki hefir fengist hentugt skipsrúm fyrir á- vextina, en þeim er hætt við skemmdum á langri leið. Vafalaust mætti þó finna svo harðgera ávexti t. d. epli, sem þyldu flutning án þess að skemmast og þótt þau væru geymd í venjulegum lestarrúmum. Höfum við þegar fengið nokkra reynslu í þeim efnum þannig að kaupsýslumönnum mun vera kunn- ugt, hvaða tegundir er helzt unnt að flytja þannig til Iandsins. Þótt gróð- urhúsaávextir séu fjörefnasnauðari en hinir sem ræktaðir eru úti, á slík ræktun vafalaust góða framtíð fyr- ir sér hér á landi, vegna erfiðleika þeirra, sem eru á flutningi ávaxta hingað og brýnnar þarfar þjóðar- • innar á neyzlu ávaxta. I Vestur- heimi hafa verið gerðar tilraunir með að frysta margskyns grænmeti og er talið að þær tilraunir hafi gef- ist vel. Hefir þetta mikla þýðingu að því leyti, að unnt er að dreifa grænmeti og ávöxtum á markaðinn eftir þörfum neytenda og tryggja jafnframt sölu árið allt og jafn- framt örugga afkomu framleiðenda. Með öllum þessum tilraunum þurf- um við íslendingar að fylgjast, þannig að við getum hagnýtt okkur þá reynzlu sem fæst, á hinn hag- kvæmasta hátt. Hver veit nema að við getum þá oðrið sjálfum okkur nógir í þessu efni, enda verði jafn- framt unnið að áframhaldandi um- bótum og rannsóknum við fram- leiðsluna. \ Þjóðviljinn hneykslast mjög á, að Vísir skuli hafa rætt um boðaða baráttu Hitlers „allra gegn öllum, þar sem komm- únisminn uppskeri ávextina.“ Þetta hefði ekki þurft hneyksli að valda hefðu blaðamennirnir fylgst með j því, sem gerst hefir í heiminum og I sem Hitler hefir beinlínis boðað hvað eftir annað í ræðum sínum. Hér var ekki um frumlega upp- götvun Vísis að ræða, svo sem hlut- aðeigendur hefðu vafalaust getað 1 gert sér ljóst, en grein úr blaðinu Cavalcade (15. júlí) var birt í út- drætti og þvínæst vikið að henni lítillega í leiðara án þess að nokkru verulegu væri við bætt og alls engu tíl að draga úr afrekum rauða hersins. En svona eru þeir nú við- kvæmir við Þjóðviljann fyrir sumu því, sem ekki er íslenzkt. TELPUKJÓLAR. Kr. 16.50, 36.75. E R L A, Laugaveg 12. Búsíniir Klapparstíg 30. - Sími: 1884. KolviðaihólL Tekið á móti dvalar- gestum í lengri og skemmri tíma. Einnig veizlur og sam- kvæmi. Veitingahúsið Kolviðarhóll. Heitavatnsdunkur (hitadunkur) 250 lítra, til sölu. A. v. á.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.