Vísir - 04.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN YlSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgðtu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Iðjuverkíallið. TILKYNNT hefir verið i blöð- unum að stöðvast hafi framleiðsla hjá 69 fyrirtækjum vegna verkfalls Iðju, en jafn- framt eru nöfn fyrirtækjanna auglýst, væntanlega til varnað- ar, þannig að þar gerist engir verkfallsbrjótar. Meðal fyrir- tækja þessara eru Niðursuðu- verksmiðja S. í. F. og Niður- suðuverksmiðja Sláturfélags Suðurlands. í þessum fyrlr- tækjum báðum vinna stúlkur, sem ýmist eru félagar í Iðju eða Verkakvennafélaginu Frám- sókn og jafnvel öðrum starfs- greina félögum, sem öll eru fullgildir þátttakendur i Al- þýðusambandi íslands. Er verk- fall Iðju hófst hinn 1. þ. m. gengu kommúnistiskir fulltrú- ar Iðju á vinnustaði og stöðv- uðu vinnuna yfirleitt. Iíomu þeir einnig til tveggja ofan- greindra niðursuðuverksmiðja og stöðvuðu vinnu þar, en þó ekki nema um einn dag, með því að sannanlega skorti á heim- ild þeirra til slíkrar vinnu- stöðvuhár og liggja til þess eftir- greind nánari rök. Bæði þau félög, sem niður- suðuverksmiðjurnar reka hafa gert samninga annarsvegar við Iðju sem meðlimir iðnrekenda- félagsins og hinsvegar við Verkakvennafélagið Framsókn sem meðlimir Vinnuveitenda- félagsins. Voru liinir síðar- nefndu samningar endurnýjað- ir á siðastliðnu vori, en samn- ingarnir við Iðju runnu út 1. júlí, — þann dag sem verkfall- ið hófst. Ekki leikur vafi á því, að þær starfsstúlkur ofan- greindra fyrirtækja, sem eru meðliinir í Iðju, verða að leggja niður vinnu, nema þvi aðeins að þær gerist verkfallsbrjótar. Hinsvegar eru starfsstúlkur fyr- irtækjanna, sem í öðrum verká- kvennafélögum eru, skyldar til að halda áfram vinnunni, meðan samningar lilutaðeigandi félaga eru í gildi og samúðarverkfall er ekki hafið almennt, af hálfu þeirra félaga. Þetta hefir leitt til áreksturs milli Iðju og Verka- kvennafélagsins Framsóknai^ sení óhjákvæmilega hlýtur að leiða til nokkurra átaka þeirra i milli, en raunverulega er þar um alvarlegan árekstur að ræða milli flokksmanna í Alþýðu- flokkinum og svo kommúnista. Alþýðuflokksfulltrúar skipa að- allega eða eingöngu stjórn i Verkakvennafélaginu Fram- sókn, en kommúnistar undir forystu Björns Bjarnasonár i Iðju. Er ekki ósennilegt að þessi undarlega aðstaða félaganna verði tekin til athugunar og ný- skipunar, hverjar afleiðingar, sem það kann að hafa. Hitt er aftur vist að stjórnendur Iðju hafa ekkert umboð til og geta ekki lögum samkvæmt lýst yfir verkfalli af hálfu annara félaga, cða knúð félagsmenn þeirra til að taka þált í verkfalli Iðju. S!"ðvi þeir hinsvegar vinnuna r]".ð hótunum um ofbeldi eða ' ' i slíku ofbeldi í sama augna- miði, verða fuhtrúar Iðju per- ’ nulega skaðabótaskyldir vr :a liinna ólöglegu aðgerða, af því stappi kíf og kapp ið seinna getur. Fulltrúar Upprætum sóðaskapinn í bænum. Herferð hafin gegn rusliá alxnannafæri. Viðtal við Stefán Jóhannsson, Iögregluþjón. m þessar mundir er verið að vinna að því, að flytja burt skran, sem lengi hefir legið á almannafæri víðsvegar um bæinn. Blaðið hafði í gær tal af Stefáni Jóhannssyni, lögreglu- þjóni, en hann hefir umsjón með þessu verki. U í gær, er tíðindamanni blaðs- ins varð gengið um Bergstaða- stræti, rakst hann á nokkra menn, sem unnu að þvi að hlaða ýmiskonar rusli á bila. Gaf hann sig á tal við menn þessa og komst þá að raun um, að hér var á ferðinni flokkur hreinsun- armanna frá bænum. í flokki þessum eru 5 menn, verkstjóri lians er Sigurbergur Elíasson, en Stefán Jóhannsson lögreglu- þjónn stjórnar verkinu af hálfu lögreglunnar. Tíðindamaður blaðsins hitti Stefán þarna að máli og spurði hann um ýmislegt varðandi þessa þörfu herferð gegn sóða- skapnum í bænum. Stefán kvað ætlunina vera, að hreinsa öll port, ganga og götur af öllu því skrani sem finnst, og er hér farið eftir þvi, sem lög- reglusamþykktin mælir fyrir um. Stefán kvað flokk þennan Iðju hafa þegar stöðvað vinnu um einn dag hjá Niðursuðu- .verksmiðju S. I. F. og reyndu að gera slikt hið sama hjá Slátur- félaginu, en var vísað þar á dyr kurteislega. Allt útlit er talið á að verk- fall Iðju verði langt. Ýmsar verksmiðjur liafa þegar unnið að mestu úr því efni, sem þær liafa fengið til ráðstöfunar þannig að þær liafa óverulegra hagsmuna að gæta um sinn, þótt þær hinsvegar myndu hafa unn- ,ið allt árið hefði ekki tilverkfalls lcomið. Oftast má finna einhver verkefni, þótt þau megi hins- vegar einnig láta mæta afgangi. Iðnverkafólk mun liinsvegar vera ákveðið í kröfum sínum og hvergi vilja slaka á klónni. Mun það krefjast sambærilegra kjara við ahnenna verkamenn, en iðn- rekendur treystast ekki til að ganga að þeim kröfum, m.a.sök- um þess að þeir fá ekki heimild til að hækka verðlag á fram- leiðslunni, sem auknum fram- leiðslukostnaði nemur. Þrátt fyrir samningaumleitanir af liálfu sáttasemjara hafa þær engan árangur borið og mun málið Væntanlega verða látið liggja kyrrt um hríð, eða þar til líkur eru taldar til að unnt reyn- ist að koma á samningum. Yerk- fallið mun óhjákvæmilega valda verulegum óþægindum og all- mikilli röskun á Öflun daglegs neyzluvarnings, en almenning- ur mun þó komast af án ýmis- legrar framleiðslu iðnaðarins. Hinsvegar er ekki ósennilegt að komið geti til samúðarverkfalla og ef til víll allsherjarverkfalls, ef kommúnistar fá að ráða. Það gæti flýtt fyrir ákveðinni af- stöðu stjórnmálaflokkanna í dýrtíðarmálunum, þannig að Alþingi yrði, — nauðugt viljugt, — að afgreiða þau mál á viðun- andi veg. Að þessu leyti getur verkfall Iðju því haft nokkura þýðingu, og það getur einnig éytt gerviiðnaði þeim, sem kom- ið hefir verið upp í landinu, en ekkert gildi hefir. Slikur iðnað- ur hrynur fyrst og má gjarnan missa sig, en heilbrjgðum iðnaði má hinsvegar ekki of- bjóða, þannig að einnig liann bíði verulega linekki. Væri þá illa komið margra ára starf framfaramanúa, ef það væri ó- nýtt með ósanngjörnum kaup- kröfum, — en ekki er ástæða til að óttasl slíkt að svokomnu máli. hafa starfað í viku, en ætlunin væri að láta ekki staðar numið fyrr en allt skran, sem árum saman hefir verið til lýta og táhnunar hingað og þangað um bæinn, liefði verið flutt á brott. Verðmætir hlutir, sem flokkur þessi finnur á almannafæri eru fluttir inn að Gelgjutanga við Elliðaár, en hitt, einskisnýtt rusl, er flutt í öskuhaugana. Lokið er lireinsun á svæðinu milh Garðastrætis óg Bergs- staðastrætis að sögn Stefáns. Stefán kvað ótrúlega mikið skran finnast víða á litlu svæði og nefndi hann sem dæmi um sóðaskapinn, að flutt hefðu verið 6 bílhlöss af ýmiskonar rusli af Bergsstaðastrætinu frá gatnamótum Laugavegs að Spítalastig. Mjög kvað Stefán það vera farið að tíðkast að nota ganga milli húsa fyrir geymslu, en slíkt er skýlaust bannað í lög- reglusamþykktinni. Ýmsra grasa kennir í ruslinu, sem unnið er nú að að flytja burt. Eru þar kassar ýmiskonar, fúatimbur, járnarusl, múrstein- ar, grjót, tómar tunnur o. s. frv. Tilkynnt er í blöðunum, hvaða svæði verði tekin fyrir í livert sinn, en stuttu áður en vinnu- flokkurinn kemur fá þeir, sem til eignarréttar á ruslinu telja, frest til að fjarlægja ruslið sjálf- ir, en geri þeir það ekki er það umsvifalaust flutt burt á kostn- að eigenda, ef þeir finnast. Þegar búið er að hreinsa hvert svæði, liefir lögreglan eftirlit með þvi, að ekki sæki í sama horfið að nýju með ruslsöfnun á þeim. Stefán kvaðst vera ánægður með verkstjóra vinnuflokksins og verkamennina og vinnubrögð þeirra. Að lokum bað Stefán blaðið um að brýna fyrir mönnum að fjarlægja sjálfir rusl af svæðum, sem mælt er fyrir um í lögreglusamþykktinni að ekki megi geyma það á, að öðrum kosti verður það þegar flutt burt á eigandans kostnað eins og fyrr var getið og í þeim efn- um verður engum hlíft, hver sem í hlut á. Tíðindamaður blaðsins gekk um nokkrar götur, þar sem mik- ið er af allskonar rusli í port- um, göngum og grasblettum og síðan til samanburðar um nokkrar götur, þar sem hreins- unarmennirnr hafa verið á ferð. Má með sanni segja, að göturn- ar hafi margar liverjar skipt um svip við aðgerðir hreinsunar- flokksins. Engum getur dulizt, live mik- ið þarfaverk er hér verið að vinna, þvi að rusl það, sem nú er liafin herferð gegn, hefir í mörg ár verið þyrnir í augum allra þeirra, sem einhven smekk hafa fyrir útliti bæjarins. Það hefir verið eigendum þess og eigendum lóða þeirra, sem það hefir legið á, til hinnar mestu háðungar og bæjarfélaginu til hneisu. Vonandi sjá bæjarbúar fram á það hér eftir, að ekki svarar kostnaði að safna að sér þessu hvimleiða rusli, en ef svo reynist ekki er voúandi að lög- reglan gangi vel fram í því að koma því fyrir kattarnef. Reykjavíkurmótið: Úpslit i kvold. K.R. og Valur keppa. í gærkveldi var háður næst- siðasti leikur BeykjavíkurmótsT ins og kepptu þá Fram og Vík- ingur. Leikurinn hófst ld. 8.30 á fþróttavellinum eins' og venju- lega. Veður var ekki heppilegt og talsverður vindur. Víkingar liöfðu vindinn á móti sér i fyrri hálfleik, en tókst samt að skora mark í þessum hálfleik. Gerði það Hörður Ólafsson. Annars gerði Fram mörg hættuleg upp- hlaup í þessum liálfleik, en tókst ekki að skora mark. Lauk því fyrri hálfleik með 1:0 Víking i hag. f siðari hálfleik hafði Fram vindinn á móti sér og bjuggust menn því við, að Víkingur mundi sigra, er liann hafði eitt mark fram yfir og þar að auki vindinn með sér. En svo fór þó ekki. Fram sýndi í þessum hálf- leik meiri snerpu og flýti en bú- izt var við og skoraði í leiknum 2 mörk. Var annað gert úr víta- spyrnu, sem Sigurður Jónsson tók, en Þórhallur skoraði það síðara. Hinsvegar gerði Víkingur eitt mark í þessum hálfleilc og skor- aði Eirikur það. Lauk þvi leik þessum með jafntefli 2:2. — Guðmundur Sigurðsson var dómari í gærkveldi. f kvöld keppa svo hinir gömlu keppinautar K.R. og Val- ur til úrslita. Hefir nú Valur 3 stig, en K.R. 2. Vinnur þvi Valur mótið-, ef hann sigrar K.R. í kvöld eða gerir jafntefli, en K.R. sigrar hinsvegar, ef það vinnur Val. — Dómari verður Þráinn Sigurðsson. Forseti íslands var á Húsavík í gær I gær kl. 1 fór forseti fs- lands frá Akureyri áleiðis til Húsavíkur. Á móti forsetanum kom frá Húsavík sýslumaður- inn, Júlíus Havstein, prófastur- inn, séra Friðrik A. Friðriksson, hreppstjórinn, Þórarinn Stef- ánsson og læknirinn á Breiðu- mýri, Snorri Ólafsson. Til móts við forseta komu einnig sýslu- nefndarmenn og hreppsnefnd- armenn úr öðrum hlutum sýsl- unnar. Við Goðafoss mætti hópurinn forseta og fylgdarliði hans. Bauð sýslumaður forseta velkominn þar, en læknisfrúin á Breiðumýri afhenti honum blómvönd. Því næst var ekið til Húsavíkur, en er þangað var komið stóðu skátar heiðursvörð við samkomuhús staðarins, en Karl Kristjánsson oddviti bauð forseta velkominn. Var honum síðan haldið samsæti í sam- komuhúsinu, sem var fagur- lega skreytt. Þar ávarpaði sýslu- maður forseta, en forseti þakk- aði og ávarpaði samkomuna. Auk þess tcúai til máls þeir Karl Kristjánsson oddviti, Kári Sig- urjónsson hreppstjóri Tjörnes- hrepps, Þórdís Ásgeirsdóttir, formaður Kvenfélags Húsavík- ur, Friðrik A. Friðriksson, pró- fastur. Sýslumaður las ávarp frá sýslunefnd N.-Þingeyjar- sýslu og loks mælti Sigurður P. Björnsson, form. íþróttafél. Völsunga, nokkur orð. Næst var gengið til kirkju og Scrutator: <p V. XjOudJjJi Lélegir skór. Göngumaður skrifar eftifarandi „Ekki alls fyrir löngu var eg á ferð með f jölskyldu minni víðáf jarri byggS. Dóttir mín hafSi keypt sér nýja gönguskó allháu verði, jafn- vel miÖaÖ við það sem nú gerist, og mátti gera ráð fyrir að skórnir væru sæmilegir enda litu þeir svo út. Nokkuð rigndi einn daginn, en þó ekki meira en svo að grasblautt varð, en þá fór svo að sólar duttu undan nýju skónum og reyndust aðallega pappi. Mér er sagt að veru- leg brögð séu að þessu, og getur hver maður sagt sér sjálfur hversu þægilegt það er að standa uppi í óbyggðum skólaus og jafnvel einn- ig þótt byggð sé nálægt. Nú er vitað að skóskömmtun er gildandi í Ameríku og mun þess einnig gæta gagnvart innflutningi hingað til lands, en slík skömmtun mun að- eins ná til leðurvöru en ekki pappa. Virðist ekki vanþörf á að fylgst sé með skóinnflutningi hingað til lands betur en gert er, ef sú er raunin á að nokkuð verulega kveði að innflutningi á pappasólum og öðrum slíkum varningi, einkum ef hann skyldi vera fluttur inn í stað leðurvörunnar, sem leyfi eru fyrir. Vestan hafs má fá sljka pappaskó fyrir mjög lágt verð, en hér eru þeir seldir fyrir offjár og þess að engu getiÖ að um lélega vöru sé að ræða. Væri æskilegt að fá nánari skýringar á slíku.“ Felix kveðinn í kútinn. Til þess að reyna að afsanna orð mín og lýsingu á hinum illa hirta trjágróðri í gamla kirkjugarðinum, verður herra Felix Guðmundsson að viðhafa svo sterk orð að um- sögn mín um þetta séu „visvitandi ósönn“. Eg hefi boðið honum að koma með mér og líta á þessi „verk“ hans, én hann hefir neitað þvi. Við hvað er maðurinn hræddur? Um það að „verkin tali“ sterkara og skýrara? Eg endurtek tilboð mitt. Hann ræður hvort hann þýðist það eða ekki. Þótt F. G. sé það e. t. v. tamt að klóra öðrum um bakið og hon- um láti það vel til ávinnings fyrir sjálfan hann að bola öðrum frá vinnu þeirra og vel unnum störfum til þess að korna sjálfum sér að þeim, þá get eg sagt honum það, að þetta er og verður árangurslaus vinna hjá honum hvað mig snertir. Eg er öllum óháður og þarf ekkert að óttast tilraunir hans til þess að gera mig eða verk min tortryggileg fyrir þeim mörgu mönnum, er eg hefi unniÖ hjá. Til framhalds ævistarfi sínu get- ur; hr. F. G. því haldið áfram þess- ari þörfu iðju að nurlda öðrum um bakiÖ. Eg er ekkert hörundssár. Hann verÖur því að leita fyrir sér um hæfilegt verkefni fyrir sig. Er svo útrætt um þetta mál að sinni frá minni hlið, jafnvel þótt hr. F. G. sýni mér enn klórur sínar og krumlur. Óska vildi eg þess að þjóðfélag vort þyrfti ekki á slíkum verkstjóra að halda, sem segir sann- leikann ósannan. Jón Arnfinnsson garðyrkjum. ávarpaði forseti þar mikinn mannfjölda, sem þar hafði safn- azt saman. Þá gekk forseti til sjúkra- hússins, skoðaði það og heilsaði upp á sjúklinga, sem þar lágu. Húsavík var fánum skreytt og veður var hið bezta. 1 gær- kvöld lagði forsetinn af stað á- leiðis til Akureyrar. Toigsalan, Njálsgötu og Barónsstíg í kvöld: Ódýrir tómat- ar, mjög góðir, 25 krón- ur kassinn, 8 krónur kilóið. Selt frá kl. 5—7 í kvöld. Stímur Og leggingar í glæsilegu úrvali, nýkomið. H. T0FT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. „MAGIC" ei þvottaeíni fiamtíðarinnai. Fæst í 8IMI 4205 II in .0ATINE . hieinlætis- VÖIUI — síðan fyrir stríð — fást enn í Veizlun Theodói Siemsen Til sölu áhöld og útbúnaður fyrir vikursteypu, ásamt einka- leyfi fyrir mjög álitlegum einangrunarplötum. Vinnu- pláss getur fylgt og óunnið efni. Þeir, sem óska frekari upplýsinga, sendi nöfn í lok- uðu umslagi á afgr. blaðs- ins, merkt „Tækifæri“, fyrir hádegi á morgun. ____ Krlstján Guðlaugsson Hiestaréttarlögmaðnr. Skrifstofutími 10—12 og 1—8. Hafnarhúsið. Sími 3400. HgjBWSW' Reykjavíkunnótið í kvöld Id. 8,30. K.R. - VALUR wt m • j Hvoi veiðui Reykjavihuimeistaii? U J* M j[ l Allir út á völl — Áfram K.R.! — Áfram VÆLIJR! — Sá er svalur!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.