Vísir - 04.08.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1944, Blaðsíða 3
VISIR Minkaplágan. Að Silimgapolli eru nú 77 börn, flest ung, og fer vel um þau. Heilbrigði er þar góð og aðbúnaður ágætur, undir stjórn bánnar velþekktu konu, frú Yig- dísar Blöndals. Börnin þar eru nú, eins og nokkur ár að undan- förnu á vegum Bauða kross Is- lands, og hafa Odd-Fellowar léð honum bús og áhöld öll í þessu skyni. Það er enn sem fyrr á- nægjulegt að koma þangað og sjá þar allt með eigin augum. Sá Ijóður er þar þó á þessu, og hann ógeðslegur mjög, að þar í hrauninu og pollinum sjálfum ,er minnkamergð svo mikil, að eigi verður tölu á kom- ið. Eru þeir þar í stórum höp- um og nærgögulir mjög við barnahælið og vatnsbólið. Engin ástæða er þó til, að ótt- ast neina hættu af þessu fyrir börnin: Þau ganga til náða kl. 7 að kveldi og á kreik fara þau kl. 8—9 að morgni, enda ávallt i fylgd með fullorðnum mönn- um og undir nálcvæmri umsjá þeirra, úti sem inni. Hinsvegar er það ömurlegt mjög að vita meindýr þessi, minkana svona nærr hælinu og mega helzt ekki við þeim stugga né nein ráð til þess hafa, að bægja þeim brott. Til skamms tíma var þarna fjölbreytt fuglalíf; nú sézt þar naumast nokkur kráka! Húð- flettar beinagrindur fuglanna liggja eins og hráviði um hraun- ið, skinin beinin og ber eru þar eftir. Silungapollur og lækir þeir, er i hann renna og úr hon- um voru „fullir af fiski“, silungi, smáum og stórum, enda var þar klaki fyrir lcomið við ágæt skil- yrði; nú sézt þar engin branda! Landið þar efra er friðhelgt og bannað að skjóta þar og veiða. Minnkarnir einir hafa þar yfir- ráðin „til lands og vatns“, ærið nóg æti og eru þar naðurlausir með öllu. — Virðist hér, sem víða annarsstaðar mega sjá ár- angurinn af því„ að meindýr þessi, minnkarnir, voru fluttir inn í landið, þrátt fyrir aðvar- anir og mótmæli annars eins manns sem Magnús sál. Einars- son dýralæknir var. Mega þeir nú, er að því stóðu og mestu um það réðu, vera hreyknir af og upp með sér fyrir þessar og þvílíkar þjóðþrifaframkvæmd- ir(!) sínar, sem þeir hafa talið að þjóðin hafi milljóna-hagnað af á ári hverju. Skárri er það nú hagnaðurinn! Síðustu 4 ár hefir héildarútflutningur minka- skinna numið 3791/2 þús. króna að iheðaltali! Þannig segja hag- skýrslurnar frá þessu. En menn sakna skýrslna um tvö atriði önnur um þennan „hágnað“, sem menn tala um: 1. Hvað kostar fóður, hirð- ing og húsnæði allt árið fyrir meindýr þessi? 2. Hvað kostar eyðilegging sú, er þau valda í varplöndum manna, veiði í ám og vötnum, lambadauða o. s. frv.? Hagfræðilegar skýrslur um þetta minnist eg ekki að hafa séð og væri líklegt, að þær væri eigi lagðar í lágina, ef til væri og verulegan hagnað sýndu. Þeirra er e. t. v. von síðar og mætti þá slá þeim saman í eina heildarskýrslu og sýna „hagnað- inn“ af innflutningi karakúl- hrútanna um leið og „ábatinn“ af minkaeldinu væri sýndur. Mætti þá ekki gera ráð fyrir margra 'milljón króna hagnaði og ábata af þessu hvoru tveggja? Bændurnir, sem mestan skað- an hafa liðið undan mæðiveik- inni gæti þá átt kröfu á hendur eigendum minkanna og hlut- deildar þeirra í ábatanum af þeim. Gæti þá hugsazt, að kostn- aður einhver kæmi til greina við framtalið og að þá yrði eitthvað dregið úr þessari 379% þús. meðaltals-upphæð heildarút- flutningsins. Mæðiveikin hefir þegar sýnt það, hversu mkil plága hún er og vond; því miður á hún enn eftir að sýna sig, en margt bend- ir til þess að minkaplágan verði þó enn verri og því frekar sem lengra líður um að eitthvað sé gjört til útrýmingar lienni. Hún er og verður landsmönnum til Ijtilla nytja, enginn „plógur“ í fjáröflunum þeirra. Sennilega halda þó einhverir menn uppi áróðri sínum í þessu máli, menn, sem hvorki geta né vilja sýna „ábata- og hallareikn- ing“ sinn, en hann hlýtur að koma frani og sýna það liversu varanlegur liann er og viðhlít- andí. Reykjavík, 31. júii 1944. Jón Pálsson. Drepið í Happdrættf Frjálslynda safnaðarins 15. ágúst. Blaðamðnnom sýntllr vinningarnlr. í gær var blaðmönnum boðið að skoða sumarbústað þann, sem Frjálslyndi söfnuðurinn í Reykjavík hefir látið reisa við Elliðavatn og dregið verður um 15. ág. n. k. Stendur liann sunn- anvert í Vatnsendalandi við suðvesturenda vatnsins. Bústað- urinn er lilaðinn úr 4 tommu steini, einangrun er tvöföld grind með pappa á milli, og á það klætt trétex. Herbergi eru veggfóðruð að innan, málaðir gluggar, hurðir og listar. Gólf eru einangruð með rauðamel og þéttiefni, steypt og dúklögð. I húsinu eru 2 stór herbergi, ágætt eldhús með miðstöðvar- eldavél og rúmgóðum skápum. Þá er og geymsla eða búr í hús- inu. Húsið er hið snotrasta að utan og vel er frá öllu gengið að innan, eins og sjá má af und- anfarandi lýsingu. Húsinu fylg- ir 3000 m2 gróðurland. Bygg- ingu húsins er nú nýlokið og er það því tilbúið til íbúðar. Byggingu hússins hefir ann- azt Halldór Björnsson, múrara- meistari, Háteigsvegi 24. í sama drætti og sumarbú- staður þessi er einnig 5 manna Adlerbifreið. Fylgir henni mik- jð af varahlutum og lijólbörð- um. Bifreiðin er með útvarpi og hitunartæki. Eins og kunnugt er er efnt til happdrættis þessa til ágóða fyrir kirkjubyggingu frjálslynda safnaðarins. Sala happdrættis- miða hófst í maímánuði og átli upphaflega að draga í happ- drættinu 5. júlí, en drætti var frestað til 15. ág. með leyfi við- komandi yfirvalda. Hjónaefni. Nýlega hafa opinbcrað trulofun sína ungfrú H.erdís Jónsdóttir, Meðalholti 9, og Haraldnr Arnason, Túngötu 33.. Hjónaefni. Nýlega hafa opinbenið trúlofun sína ungfrú Hulda Hakansson, Vesturg. 20, og Jóhannes GuÖ- mundsson, Bárugötu 17. RÚSlNUR Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Ungur og duglegur maður óskast — helzt fagmaður í eldsmíði. Framtíðar atvinna í fínum iðnaði. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín og heimilisfang á afgr. Vísis, auðkennt „Smiður“. — Afgieiðslustúlka óskast. HEITT & KALT. GARÐASTR.2 SÍMI 1899 Við höfum fyrirliggjandi: VIKURHOLSTEIN og ýmissa aðra steina í mörgum litum, til húsabygginga. Steinar þessir eru framleiddir í nýtizku amerísk- um vélum, og eru mjög áferðarfallegir og þægi- legir til hleðslu. Melgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Simi 3181 Heiðursmanni þeim, sem stal dekki á felgu á bíl mínum við Eiríksgötu 21 síðast- liðna nótt, skulu veittar þær upplýsingar, að dekkið er kant- rifið, og því lítt nothæft, en felgan er mér mikilsvirði. Þess- vegna vil eg vinsamlegast mælast til þess, að heiðursmaður þessi skili að minnsta kosti felgunni aftur, og helzt öllu þýfinu, því það var eina varadekkið, sem eg hafði. Það má skila þessu að næturlagi á sama hátt og tekið var. Vænti árangurs. — Gunnar Bjarnason, Eiríksgötu 21. Nokkrir góðir verkamenn óskast nú þegar. Uppl. í verksmiðjunni, Höfðatúni 4, í dag. Steinstólpar h.f. Gleymið ekki að taka með yður Tómata 1 í sveitina. Borðið meiri Tómata á með- an þeir eru á lága verðinu. Rúðugler Höfum fengið enskt rúðugler, 3, 4, 5 og 6 mm. að þykkt. JÁRN 0G GLER H/F Laugavegi 70. Sími 5362. Frídagur verzlunarmanna um helgina. Kaupið nesti m 1 Krossviður og þakpappi f y rirliggj andi. Á. EINARSSON & FUNK Ungrlingfa vantar til að bera VÍSI um Norðurmýri. Dagblaðið VISSR Hjartkær dóttir okkar SIGURBORG ÞORLAUG KÁRADÖTTIR andaðist að Vífilsstöðum 4. þ. m. Jarðarförin verður aug' lýst síðar. Júlíana Stígsdóttir. Jón Kári Kárason. Maðurinn minn, faðir og sonur, Jóhann B. Ágúst Jónsson, andaðist í nótt. Fanney Friðriksdóttir, Edda Ágústsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir. íþróttamót í Dölum. Héraðsmót Ungmennasam- bands Dalamanna var haldið að> Sælingsdalslaug sunnudaginn 23. júlí. Form. Sambandsins, Halldór Sigurðsson bóndi að Staðarfelli, setti mótið og stjómaði því. Þá fór fram keppni í eftir- töldum íþróttagreinum og urðu þessir hlutskarpastir: 50 m. bringusund, drengja: Einar Jónsson (Unnur djúp- úðga) 46,4 sek. 100 m. sund karla (frjáls aðf.): Ki-istján Benediktsson (Stjarn- an) 1,22,3 min. 80 m. hlaup, drengja: Bragi Húnfjörð (Dögun) 10,4 sek. 3000 m. hlaup: Gísli Ingimundarson (Stjarnan) 10,40,7 mín. 100 m. hlaup, karla: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 12,7 sek. Langstökk: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 5,65 m. Hástökk: Kristján Benediktsson (Stjarn- an) 1,55 m. 2000 m. hlaup, drengja: Stefnir Sigurðsson (Dögun)) 7,16 mín. Stigahæsta félagið var UMF Stjarnan með 47 stig, næst var „Dögun“ með 19 stig. Stigahæsti einstaklingur á mótiriu var Kristján Benedikts- son með 16 stig. Ræður fluttu: Þorleifur Bjarnason námsstj. og Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi, sem mætti á mótinu í boði U.M.S.D. Ávörp fluttu: Jón Emil Guð- jónsson, form. Breiðfirðingafé- lagsins og Guðmundur Einárs- son. Ungfrúrnar Anna Þórhalls-: dóttir og, Kristín Einarsdóttir sungu einsöngva og tvísöngva: Jóliann Tryggvason aðstoðáði. Mótið var mjög fjölmennt og fór hið hezta fram. (Samkv. uppl. frá form. U.' M. S. D.). Eftirlitsför til slysavarnadeilda Þær eru oi sparar á. rakettur til æfinga- Jón Bergsveinsson, eríndreki Slysavarnafélags Islands, er ný- kominn til bæjarins úr eftirlits- för til slysavarnasveita norðan- lands. Fór hann fyrst til Hvamms- tanga og síðan austur á bóginH til hverrar sveitar alla leið til Akureyrar. Hafðar voru æfing- ar með deildunum, þar sem því varð við komið pg fannst Jóni, sem sumar þeirra hefði verið helzti sparar á raketturnar í æf- ingum sínum. Á einum stað not- aði Jón rakettu, sem var frá ár- inu 1934 og var hún enn með' öllu ógölluð, þótt ekki sé ör- uggt, að hægt sé að nota þær eldri en 2ja ára. Hingað til hefir ekki verið liörgull 4 rakettum, svo að óhætt hefir verið að lialda tíðari æfingar vegna þess. Á næstunni mun Jón fara í eftirlitsferð austur á sanda. Skoðar hann strandmannaskýl- in þar, og athugar að allt sé þar eins og það á að vera. Slysa- varnadeildirnar hafa smíðað 5 skýli og það sjötta er í smíðum, en auk þess á vitamálastjórnin tvö eða þrjú. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins hér á eilt skýli og annað í smíðum, kvennadeildirnar í j Hafnarfjrði og Keflavík eiga ; hvor sitt, og loks á Slysavarna- félag Islands tvö. Slcýli það, sem í smíðum er, er á Skéiðarár- sandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.