Vísir - 08.08.1944, Page 3
VISIR
I
För forseta.
Framh. af 1. síðu.
bæjarstjórnar. Um kL 20,30
safnaðist mannfjöldi saman fyr-
ir framan hús formanns bæjar-
stjórnar og hlýddi á ávarp hæj-
arstjóra, Ole Hertervigs, er
liann flutti forseta Islands af
svölum hússins og hylti mann-
fjöldinn forseta með ferföldu
fagnaðarhrópi.
Forseti þakkaði kveðjuna >og
flutti Siglfirðingum og Siglu-
firði árnaðaróskir um alla fram-
tíð. Kvað hann þjónustu hvers
einstaklings við þjóðarheildina
vera grundvölhnn fyrir sjálf-
stæðinu og bað þess landi og
þjóð til heilla, að ekki yrði
framar erlendur þjóðhöfðingí
á Islandi og Islendmgar mættu
bera gæfu til þess, hver og einn,
að hlýða kalli þjónustunnar
fyrir þjóðarheildina.
Bað hann síðan mannf jöldann
að taka undír þessa ósk sína
með ferföldu húrrahrópi, og var
það gert.
Er forseti hafði lokið máli
sínu færði honum lítil stúlka,
klædd íslenzkum búningi, fagr-
an blómvönd. Þá söng karla-
kórinn Vísir nokkur lög, undir
stjórn Þormóðs Eyjólfssonar,
formanns bæjarstjórnar.
Er forseti gekk úr kvöldverð-
arboði bæjarstjórnar, hélt hann
til kirkju og skoðaði hana. Enn-
fremur skoðaði hann Gesta- og
sjómannaheimili Siglufjarðar,
og áður en hann sté á skipsfjöl
ók hann til sjúkrahúss staðar-
ins og fylgdu honum bæjarfó-
geti, sjúkrahússlæknir og sókn-
arprestur. Skoðaði forseti
sjúkrahúsið og gekk inn á
sjúkrastofur allar og lieilsaði
: sjúklingum.
Að því húnu gekk forseti að
• prestssetrinu á Hvanneyri og
. skoðaði hæinn og umhvérfi
hans af Hvanneyrartúni.
Kl. 22 sté forseti á skipsfjöl
>og hyllti mikill mannfjöldi
hann í kveðjuskyni og söng, er
: Skip forseta lagði frá, „Ó, fögur
,er vor fósturjörð.“
Fréttaritari.
Hólmavík.
Forsetinn kom til Hólmavík-
ur á sunnudag, með varðskip-
:inu Ægi. Sýslumaður Stranda-
sýslu, Jóhann Salbeg Guð-
mundsson tók á móti lionum á
hryggjunni þar, ásamt sýslu-
nefndarmönnum, en skátar
stóðu.heiðursvörð.Var haldið til
sýslumannsbústaðar. og þar
bauð sýslumaður hann velkom-
inn, með ræðu. Forseti þakkaði
með ræðu. Síðan sat forseti
lcaffidrykkju með sýslumanni
og sýslunefndarmönnum. Séra
Jón Guðnason flutti ræðu undir
'borðum.Að Joldnnikaffidrykkju
skoðaði forseti þorpið, og hélt
svo til skips, en þar flutti sýslu-
maður kveðjuorð og þorpsbúar
hylltu forseta, með húrrahróp-
um,
Isafjörður.
Til ísafjarðar kom forseti i
gærdag. Bæjarstjórn ísafjarðar,
sýslunefndir Isafjarðarsýslna
og embættismenn bæjarins
tóku á móti forseta á hryggj-
unni. Skátar heilsuðu forseta
með fánakveðju og stóðu lieið-
ursvörð, meðan hann gekk í
land. Forsetinn ávarpaði ísfirð-
inga af svölum á húsi Jónasar
Tómassonar bóksala, en þar
hafði mikill mannfjöldi safnast
saman og hyllti forseta með
húrrahrópum. Sunnukórinn
söng við þetta tækifæri. Að
þessu búnu ók forseti, ásamt
bæjarstjórn og sýslunefndai-m.
til Birkihlíðar, skólasels
gagnfræðaskóla Isafjárðar i
Tungudal. Voru þar hornar
fram veitingar, ræður fluttar og
ælfjarðarljóð sungin. Vax-afor-
seti hæjarstjórnar, Hannibal
Valdimarsson, ávarpaði forseta
af hálfu bæjarstjórnar ísaf jarð-
ar, síra Jónmundur Halldórsson
af hálfu sýslunefndar Norður-
Isafjarðarsýslu, og Ólafur Ól-
afsson skolastjóri af liálfu
sýslunefndar Vestur-Isafj arðar-
sýslu, en Halldór Kristjánsson
frá Kirkjuhóli í Önundarfirði
flutti forseta frumort kvæði.
Forseli þákkaði með ræðu.
Þessu næst skoðaði forseti
sumarbústaðahverfi ísfirðinga i
Tunguskögi og á leið til skips
skoðaði hannskennntistaðinn.
Margt manna var saman kom-
ið á bryggjunrii við hrottför for-
seta, og saEheritu skipasmiðir i
skipasmiðastöð Marzelliusar
Bernharðssona, honum mál-
vek að gjöf, eftir Jón Hróbjarts-
son, af fæðingastað Jóns Sig-
urðssonar, Rafnseyri við Arn-
arfjörð. Skáltar kvöddu forseta
með fánakveðju, en mannfjöld-
inn með húrráhrqpum.
Patreksfjörður.
Forsetinn kom til Patreks-
fjarðar kl. 8 i gærkveldi. Fjöldi
manns stóð á bryggjunnj, er
skipið lagðist að, til að fagna
ihonum. Börn og dkátar skip-
uðu sér i raðir beggja megin
á hryggjuxini, sem var fánum
skreytt. Þegar forsetinn steig
af skipsfjöl, ávarpaði sýslu-
maður Barðstrendinga, Jóhann
Skaptason, hann, og bauð harin
velkominn i nafni sýslubúa.
Mannfjöldinn tók undir með
húrrahrópi. Þá aflienti lítil
frænka forsetans honum blóm-
vönd. Þar næst gekk forseti að
grunni hins nýja sjúkrahúss,
sem hér er veríð að reisa, og
lagði þar hornsteín að liygging-
unni. Gat liann þess í ræðu
sinni, að þetta væri fyrsti liorn-
steinn, sem hann legði síðan
hann varð forseti. Þá liélt for-
seti stutta ræðu. Því næst hélt
hann lieim til sýslumannshjón-
.anna og dvaldi þar uih stund,
en fór því næst að heimsækja
föðursystur sína Júlíönu Jóns-
dóttur, sem hýr á Patreksfirði.
Að þessu loknu skoðaði forseti
ýmis mannvirki staðarins, en
settist síðan að kaffidrykkju í
boði Austur- og Vestur-Barða-
strandarsýslu og lireppsnefnd-
ar Patreksfjarðar. Fór þetta
mjög vel fram, undir stjórn
sýslumannsins.
Urn kl. 11.30 steig forseti aft-
ur á skipsfjöl. Fjöldi fólks var
viðstaddur og þakkaði honum
komuna og óskaði lionum allra
heilla með margföldu húrra-
hrópi.
Veður var sérstaklega fagurt
og bærinn allur fánum skreytt-
ur.
Hjónaband.
i. ágúst voru gefin saman í hjóna-
band ungfrú Elsa Kristín Sigfús-
dóttir (Elíassonar), verzlunarmær,
og Ólafur Jónsson bifreiðarstjóri,
frá Skála undir Eyjafjölluni. Síra
Jón Auðuns gaf þau saman.
Húshjálp. - Ibúð.
Ung, barnlaus hjón óska
eftir 1—2 herbergjum, eld-
húsi og baði eða aðgangi að
baði, nú þegar eða í haust.
Sérstaklega góð umgengni.
Húshjálp eftir samkomulagi
einhvern hluta dagsins. Fyr-
irframgreiðsla, ef óskað er.
Þeir, sem vildu sinna þessu,
leggi nöfn sín og heimilis-
fang inn á afgreiðslu blaðs-
ins fyrir fimmtudagskvöld,
merkt „Múrari“.
Kyrrahafið:
Tangarsókn gegn
Filippseyjum
næsta skref
bandamanna.
ÞaÖan til Suður-Kína
til móts við her Irá
Burma.
Hermálafræðingar banda-
manna ræða nú um það, að
bandamenn verði á næstunni
tilbúnir að hefja öfluga tang-
arsókn til Filippseyja.
Gera þeir ráð fyrir því, að
annar tangararmurinn komi
frá vesínrodda Nýju-Guineu.
Þar liafa Bandarikjamenn hafí
drjúgan tíma til undirbúnings
upp á siðkastið.
Ilinn, tangararmurinn er enn
„í smiðum“, því að honum er
ætlað að koma frá Saipan og
eyjunum þar í grennd, að áliti
þessara manna. Þar er nú unn-
ið af kappi að viðgerðum á
mannvirkjum. eyjarinnar og
niiðar starfinu vel áfram.
Með því að sækja vestur á
bóginn með þessum hætti þurfa
bandamenn ekki að leggja til
atlögu við Truk, en bardagar
um það virki Japana mundu
vafaláust verða mjög mann-
skæðir. Bandamenn mundu
geta látið sér nægja að stöðva
alla flutninga til Truk og gera
svo árás, þegar setuliðið er að
þrotum komið.
Frá Filippseyjum
til Suður-Kína.
Japanir sjá nú vafalaust, að
hverju handamenn stefna á
Kyrrahafi vestanverðu. Enginn
efi er á því, að þeir treysta nú
varnir sínar á Filippseyjum. En
þar kemur til álita, að þær eru
margar og dreifðar, svo að ó-
hugsandi er, að þeir geti verið
alls staðar viðbúnir. Banda-
menn munu ávallt geta fundið
einhverja smugu.
í fyrstu láta þeir sér ef til
vill nægja að koma upp bæki-
stöð á einhverri af hinum litil-
vægari eyjum, en þaðan munu
þeir halda til Luzon, svo skjótt
sem kostur er. Munu þeir þá
ekki hirða um að uppræta setu-
lið Japana, sem dreift er um
allar ejrjarnar, fyrr en hinum
stærri hlutverkum er lokið,
enda er það talið margra ára
verk að hreinsa eyjarnar allar.
En þegar búið er að ná Luz-
on, verður haldið yfir til Suður-
Kina og stefnt til Hong Kong og
Kanton. Þá verða Hollenzku
Austur-Indíur slitnar úr tengsl-
um við Japan og mun það
verða óbætanlegur hnekkir fyr-
\.ir Japana.
Um Burma
til líína.
En um það leyti, er banda-
menn verða búnir að koma sér
svo fyrir, að þeir geta hafið
sókn frá Filippseyjum yfir til
Kína, á annar hluti liernaðar-
áætlana þeirra í Asíu að vera
kominn i framkvæmd að miklu
leyti.
Hvítar
Blússur
úr satini og prjónasilki
komnar aftur.
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Þá eiga hersveitir Mountbatt-
ens að vera búnar að ná Burma
-— eða a. m. k. norðurhluta
landsins — opna Burmabraut-
ina á ný og lierlið og hergögn
eiga að streyma eftir henni iftn
í Kína,.til þess að hægt verði
að hefja öfluga sókn til stranda
S.-Kína, um leið og innrásar-
flotinn leggur af stað frá Fil-
ippseyjum.
Shanghai
og Japan.
Þegar búið verður að ná fót-
festu í S.-Kína, svo að her-
flutningar geta hafizt þangað
beint frá Ameríku og Bretlandi,
verður sótt norður á bóginn og
reynt að ná Shanghai og öllum
Yangtse-dalnum. Síðan verður
hafin mikil loftsókn gegn Jap-
an og þar sem talið er að
strandvarnir sé ekki styrkar
þar — mest treyst á útvirkin
— verður fljótlega ráðizt i inn-
rás. Jafnframt má búast við
innrás að norðan —• frá Aleut-
leyjum um Paramuskiru.
Að henni lokinni verður sið-
an liægt að snúa sér af alefli
að þvi að uppræta heri þá,
sem dreifðir eru víða um meg-
inland Asíu og eyjarnar, þvi að
þeir eru bjargarlausir eftir að
heimalandið er úr sögunni.
Einar Jónsson mynd-
höggvari gaf ómaks-
lann sín.
„Norsk Tidend“ í London
birtir þá fregn frá norska sendi-
ráðinu i Beykjavík, að Einar
Jónsson myndhöggvai hafi á-
vísað styrktarsjóði Hákonar
konugs VIII. greiðslu þeirri, er
lionum bar fyrir líkan af Ing-
ólfsstyttunni, sem Norðmenn og
Noregsvinir á tslandi gáfu Nor-
egskonungi á sjötugs afmæli
Fregnir hafa boritz um það
til Ankara, að margir starfs-
menn innanríkisráðuneytisins
hafi verið settir af, þar á meðal
skrifstofustjórinn. Auk þess
hefir borgarstjóri Sofíu og f jög-
urra annarra borga verið vikið
Ráðskona,
vön matreiðslu, og frammistöðustúlka óskast nú þeg-
ar eða um næstu mánaðamót á hótel. Uppl. í síma
1975.
Stórt atvinnufyrirtæki,
sem er í fullum gangi og gefur af sér ágætan arð,
er til sölu vegna veikinda.
Þar með fylgja tvær húseignir á ágætum stað,
og eru nokkrar íbúðir lausar.
Til mála gæti komið að breyta fyrirtækinu í
hlutafélag.
Upplýsingar verða ekki veittar í síma.
Fasteigna- og verðbiéfasalan,
(Lárus Jóhannesson, hrm.)
Suðurgötu 4.
Viðtalstími kl. 10—12.
Jarðarför elsku litla drengsins okkar fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 10. þ. nt. Athöfnin hefst
með bæn að heimili okkar, Hverfisgötu 114, kl. 1 e. h.
Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði.
Margrét Eiríksdóttir,
Páll Gunnarsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför móður okkar,
Kristínar Jóhannesdóttur,
Lokastíg 19.
Sigurlaug Einai-sdóttir,
Skapti Einarsson,
Gísli Einarsson.
Pétnr Á. Jónsson
syngur fyrir hermenn.
Pétur Á. Jónsson, óperu-
söngvari, mun syngja fyrir
herinn næstkomnadi laugar-
dagskveld.
Haldnir verða hljómleikar
fyrir hermemi það kveld í
Andrews-samkomuhúsinu og
verður Pétur annar söngvarinn,
sem þar kemur frain. Sopran-
söngkona, að nafni Gina Lotito,
mun einnig syngja á hljómleik-
unum. Pétur mun syngja nokk-
ur íslenzk lög og auk þess lag
úr „Valkyrjunni“, óperunni eft-
ir Wagner.
Dr. Sig. Þórarinsson
ntnefndur dósent vlð
Stokkhólms háskóla.
S.l. laugardag var skýrt fr£
því í útvarpinu, að dr. Sigurður
óórarinsson hefði nýlega veriS
útnefndur dósent í landafræði
við háskólann í StokkhóIinL
Eins og mönnum niun vera-
kunnugt af fjori fregnran varðí'
dr. Sigurður doktorsritgerS sina-
þann 26. maí s.k, en liún f jalIaSÉ
um öskulög og „polIin“-grera-
ingu og er þar ni. a. stuSst viS
rannsóknir i Þjórsárdal 1939.
Er bókin tileinkuð þremur
sænskum kennurum Iians óg
Páhna Hannessjmi, rektor
Menntaskólans.
Árásir á Þýzkaland
úr suðri og vestri.
Amerískar flugvélar gerðu I
gær árásir á Þýzkaland úr suðrl
og vestri.
Flugvélar frá Bretlandi réS-
ust í gær á flugvélaverksmiSju i
Rachmel, sem er 15 km. frá
Gdyniu í Póllandi og flugu siðan
áfram til Rússlands. Mustang-
vélar fylgdu þeim alla Ieið og
komust allar í áfangastað.
Uni líkt leyti réðust flugvélar
frá bækistöðvum á Ítalíu á tvær
olíuhreinsunarstöðvar i Blech-
hammer, 120 km. suðaustur af
Breslau. Urðu stöðvarnar fyrir
mörgum sprengjum.
Auk þess var ráðizt á oliu-
stöðvar lijá Belgrad.
Ðurð shali
nærri faælunv.
Skömmu eftir landgöngu
bandamanna við Anzio á Italíu,
munaði litlu að Clark hershöfð-
ingi biði bana.
Hann var á leið til strandar
í hraðbálti, þegar tundurdufla-
slæðir hóf skothríð á hann,
þar sem skipverjar hans töldu
að þarna væri þýzkur bátur &
ferð. Tveir menn á hraðbátnun*
biðu bana, en tveir særðust f
skothríðinni.
Skömmu seinna sprakk jarð-
sprengja rétt hjá bíl, sem Clark
var í, en hann slapp aftur ó-
meiddur.
Framleiðslu
hrakar vestan
hafs.
Brehon Somervell, hershöfð-
ingi, yfirmaður flutningasveita
ameríska hersins, hefir skýrt frá
því, að framleiðslunni í Banda-
ríkjunum hafi stöðugt IirakaS
síðan í nóvember.
Somervell kenndi þessa aft-
urför of mikilli bjartsýni
manna um úrslit ófriðarips og
hvatti verkamenn til að taka
sig á.